Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ćskuţróttur á meistaramóti

P1040484Á Meistaramóti Skákskóla Íslands, sem fram fór um síđustu helgi, var keppt í tveim stigaflokkum, flokki ţeirra sem voru međ meira en 1600 elo-stig og flokki keppenda undir 1600 elo-stigum. Ţessi flokkaskipting reyndist vel og ţó tímamörk vćru ekki ţau sömu voru bćđi mótin reiknuđ til alţjóđlegra stiga. Lengstu skákirnar í stigalćgri flokknum, međ tímamörkin 30 30, stóđu í meira en 2 klst. en í ţeim stigahćrri voru tímamörk 90 30 og hefur reynslan kennt okkur ađ skákir standa yfirleitt ekki mikiđ lengur en í 4 klst. Ţar komu fyrstir í mark félagarnir Jón Trausti Harđarson og Dagur Ragnarsson, hlutu 5 ˝ vinning af sex. Á mánudagskvöldiđ tefldu ţeir stutt einvígi um nafnbótina meistari Skákskóla Íslands 2015 og hafđi Jón Trausti betur. Í stigalćgri flokknum urđu efstir og jafnir Jóhann Arnar Finnsson og Robert Luu međ 4 ˝ vinning af sex mögulegum en Jóhann var hćrri á mótsstigum og hreppti 1. verđlaun. Ţar sem stigamunur/ styrkleikamunur á keppendum var minni en oft varđ baráttan afar hörđ og eins og á nýafstöđnu Íslandsmóti var ekki í bođi ađ semja jafntefli eftir innan viđ 30 leiki. Hugmyndaflug og ofdirfska héldust í hendur í nokkrum af skemmtilegustu skákum ţessa móts. Lítum á nokkur dćmi:

Ţađ virtist vera fokiđ í flest skjól hjá Óskari Víkingi Davíđssyni sem er nýorđinn 10 ára ţegar ţessi stađa kom upp í skák í 3. umferđ: 

Gauti Páll Jónsson – Óskar Víkingur Davíđsson

Svartur er manni undir og leiđirnar ekki greiđar en Óskar var ekki af baki dottinn og lék...

G7NU6HG6

24. ... Rh1+! Eftir 25. Hxh1 Dg3+ 26. Ke2 Dg2+ 27. Kd3 Dxh1 hefđi Gauti Páll átt ađ leggja áherslu á vörnina og leika 28. Dd1! og koma hróknum í spiliđ. Hann valdi hinsvegar 28. Rd5? og eftir 28. ... h3! réđ hann ekki viđ h-peđ Óskars sem vann eftir 51 leik.

Veronika Steinunn Magnúsdóttir vann til verđlauna í flokki keppenda međ 1600-1800 elo-stig. Sigur í lokaumferđinni réđ ţví en í eftirfarandi stöđu átti Dawid Kolka góđa möguleika. Einn leikur leiđir til sigurs:

Dawid Kolka –Veronika Steinunn

G7NU6HGD17. Rxb5?

Freistandi en vinningsleikurinn var 17. d5!, t.d. 17. ... Ha8 18. dxe6! o.s.frv.

17. ... Hxb5 18. Da4 Da5!

Dawid sást yfir ţennan snjalla leik sem byggist á valdleysi hróksins á e1. Hvíta stađan er töpuđ og svartur vann í 29 leikjum.

Stigahćsti keppandinn, Oliver Aron, náđi sér ekki á strik ađ ţessu sinni. Í 3. umferđ mćtti hann Hilmi Frey Heimissyni sem sýndi allar sína bestu hliđar:

Oliver Aron Jóhannesson – Hilmir Freyr Heimisson

Frönsk vörn

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3 6. bxc3 Dc7 7. Dg4 Re7 8. Bd3 h5!?

Lítt ţekktur leikur sem hentađi kringumstćđum vel.

9. Dxg7 Hg8 10. Dh6 Rbc6 11. Bh7?!

11. Rf3 eđa 11. Re2 var mun betra.

11. ... Hxg2 12. Kf1 Hg6! 13. Bxg6 Rxg6 14. Be3 cxd4 15. cxd4 b6

Opnar a6-reitinn fyrir biskupinn og kemur kónginum í skjól.

16. Rf3 Ba6+ 17. Kg2 O-O-O 18. Hhg1 Be2! 19. Rg5

G7NU6HGL19. ... Rcxe5!?

Opnar hornalínuna, 19. ... Rh4+ var einnig gott.

20. dxe5 d4 21. Bd2 Dxe5 22. Kh1?

Hann varđ ađ reyna 22. f4!

22. ... Hh8! 23. Dxh8

23. Rh7 strandađi á 23. ... Bf3+.

23. ... Dxh8 24. Hae1 Bc4 25. Hg3 Bd5 26. Kg1 h4 27. Hg4 f5!

- og hvítur gafst upp. Hrókurinn á g5 á engan góđan reit.


Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 6. júní

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 175
  • Frá upphafi: 8765719

Annađ

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 133
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband