Fćrsluflokkur: Spil og leikir
2.8.2015 | 09:36
Óskar og Sigurđur tefldu í Pardubice
Óskar Haraldsson (1766) og Sigurđur Ingason (1842) tóku báđir ţátt í Czech Open sem lauk í Pardubice í Tékklandi í gćr. Óskar hlaut 3˝ vinning en Sigurđur fékk vinningi minna. Ţeir tefldu í b-flokki. Óskar hćkkar um 18 stig en Sigurđur lćkkar um 19.
Ţađ var tékkneski stórmeistarinn Viktor Laznicka (2657) sem sigrađi á mótinu. Annar varđ Armeninn Sergei Movsesian (2653). Ţeir munu báđir tefla á EM landsliđa sem fram í Höllinni í nóvember nk. Báđir vćntanlega á öđru borđi međ sínum ţjóđum en sveitirnar munu leiđa ţeir Levon Aronian og David Navara.
1.8.2015 | 23:59
Skákkeppni unglingalandsmótsins
18. unglingalandsmót UMFÍ stendur nú yfir hér á Akureyri. Í gćr var keppt í skák og ađ sjálfsögđu fór keppnin fram í Skákheimilinu í umsjón Skákfélags Akureyrar. Stór hópur var skráđur í keppnisgreinina skák, en forföll urđu allmikil ţegar á hólminn var komiđ, líklega helst vegna ţess ađ sumir voru skráđir í fleiri en eina grein samtímis.Keppt var í tveimur aldursflokkum, 11-14 ára og 15-18 ára.
Úrslit í yngri flokki:
1. Birkir Ísak Jóhannsson, UMSK 6,5
2. Óliver Ísak Ólason, UFA 5,5
3. Sverrir Hákonarson, UMSK 5,5
Kristján Davíđ Jónsson HSŢ og Gabríel Freyr Björnsson ÍBA 4,5
Sunna Ţórhallsdóttir UFA, Friđbjörn Árni Sigurđarson UÍA, Ađlabjörn Leifsson UFA og Elvar Ingi Ţorsteinsson ÍBR 4
Aron Birkir Guđmundsson HSK, Gunnar Breki Gíslason ÍBA og Ragnheiđur Jónsdóttir HSK 3,5
Auđunn Elfar Ţórarinsson ÍBA, Bjarni Ísak Tryggvason UMSE og Karen Ósk Kjartansdóttir 3
Ţorfinnur Freyr Ţórarinsson HSK og Benjamín Jón Stefánsson HSŢ 2
Eva María Ólafsdóttir Kolbeins USVS 0.
Úrslit í eldri flokki:
Jón Kristinn Ţorgeirsson UFA 7
Gauti Páll Jónsson (TR) 6
Atli Geir Sverrisson UÍA 5
Guđmar Magni Óskarsson USAH 4
Bjarney Birta Atladóttir USVS, Ţór Wium Elíasson ÍBA og Baldur Bergsveinsson (Draupnir) 2
Ţórhlidur Lilja Ţórarinsdóttir HSK 0
Í báđum flokkum voru telfdar 7 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.
1.8.2015 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Pólverjar minnast Miguel Najdorfs
Nokkrir af bestu virku skákmönnum okkar hafa veriđ ađ tefla talsvert undanfariđ. Íslandsmeistarinn Héđinn Steingrímsson tók á dögunum ţátt í Opna New York-mótinu en ţar tefldu 70 keppendur níu umferđir. Eftir sex umferđir var Héđinn í fararbroddi međ 4˝ vinning en á lokasprettinum gaf hann eftir og endađi ađ lokum í 10.-15. sćti međ 5˝ vinning. Gata Kamsky sigrađi, hlaut 7 vinninga.
Hannes Hlífar Stefánsson hóf í gćr taflmennsku á skákhátíđinni í Pardubice í Tékklandi og Guđmundur Kjartansson í sterku lokuđu móti í Pétursborg, hlaut ţar 4 vinninga af níu mögulegum og hafnađi í 7.-8. sćti af tíu keppendum. Ţá ber ađ geta frábćrs árangurs Páls Agnars Ţórarinssonar sem varđ í 2.-5. sćti á opna skoska meistaramótinu sem lauk á dögunum en ţar voru keppendur 102 talsins. Páll hlaut 7 vinninga af níu mögulegum en sigurvegari var Oleg Korneev frá Rússlandi sem hlaut 7˝ vinning.
Eitt sterkasta opna mót sumarsins fór svo fram í Varsjá í byrjun júlí og ţar tefldu Ingvar Ţ. Jóhannsson og Sigurbjörn Björnsson. Mótiđ var haldiđ til minningar um Miguel Najdorf en um hann hefur veriđ sagt ađ skákin hafi bjargađ lífi hans. Najdorf sat ađ tafli fyrir Pólverja á Ólympíuskákmótinu í Buenos Aires hinn 1. september 1939 ţegar Ţjóđverjar réđust á Pólland og seinni heimsstyrjöldin hófst. Ţrátt fyrir ítrekađar tilraunir tókst honum ekki ađ ná sambandi viđ fjölskyldu sína og í hildarleiknum sem á eftir fór missti hann konu sína og barn og stórfjölskylduna alla. Í Argentínu stofnađi hann tryggingafyrirtćki og efnađist vel, setti mikinn svip á skáklíf ţar í landi og á alţjóđvettvangi. Hann tefldi á Reykjavíkurskákmótinu áriđ 1976.
Á minningarmótinu í Varsjá hlaut Ingvar 5 vinninga og varđ í 24.-35. sćti af 83 keppendum en Sigurbjörn hlaut 3 vinninga og varđ í 70.-77. sćti. Sigurvegari varđ Rússinn Igor Kovalenko, hlaut 8 vinninga af níu mögulegum. Í hverri einustu umferđ mćttu Ingvar og Sigurbjörn verđugum andstćđingum. Í 2. umferđ tefldi Sigurbjörn viđ Búlgarann Cheparinov, stigahćsta mann mótsins. Sá hefur afar beittan skákstíl og lokaflétta hans í ţessari skák var lagleg:
Varsjá 2015; 2. umferđ:
Ivan Cheparinov Sigurbjörn Björnsson
Slavnesk vörn
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 e6 4. Dc2 Rf6 5. Rbd2 Be7 6. g3
Međ ţví ađ snúa taflinu yfir í afbrigđi katalónskrar byrjunar tekst Cheparinov ađ ná betri stöđu án ţess ađ hafa mikiđ fyrir hlutunum.
6. ... 0-0 7. Bg2 b6 8. 0-0 Bb7 9. e4 c5?
Sigurbjörn bregst hart viđ ađ venju en betra var sennilega ađ bíđa átekta og leika 9. ... Ra6. Uppskipti á e4 koma einnig til greina en vandinn er ađ losa um sig.
10. cxd5 exd5 11. e5 Re4 12. dxc5 Rxd2 13. Bxd2 bxc5 14. Had1 Ra6 15. Hfe1 Rc7 16. Ba5!
Hangandi peđin eru ekki burđug eftir ţennan leik.
16. ... Dd7 17. Bxc7 Dxc7 18. Rd4 Hac8 19. Rf5 Hfd8 20. e6 fxe6 21. Hxe6 Bf8 22. De2 Hd7 23. He1
Yfirburđir hvíts eru augljósir en ţó ekkert rakiđ fyrr en eftir nćsta leik svarts.
23. ... d4 24. He8! Bxg2 25. De6+ Kh8
26. Rh6!
Slagkraftur mikill. Hótunin er 27. Dg8 mát og 26. ... gxh6 strandar á 27. Df6+ og mátar.
26. ... Bd5 27. Df5! Bf7 28. Hxc8 Dxc8 29. Rxf7 Kg8 30. De6!
Enn er mát á g8 yfirvofandi og leppun hróksins gerir útslagiđ. Svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 25. júlí 2015
Spil og leikir | Breytt 28.7.2015 kl. 11:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2015 | 09:29
Ţorsteinn Ţorsteinsson á vit Hugins
Fidemeistarinn öflugi, viđskiptafrćđingurinn og hvalfangarinn, Ţorsteinn Ţorsteinsson, er genginn í skákfélagiđ Hugin. Ţorsteinn er sannkallađur hvalreki fyrir félagiđ enda bćđi snjall skákmađur og ötull félagsmálamađur. Ţannig mun Ţorsteinn jöfnum höndum tefla fyrir hönd Hugins, annast liđsstjórn og taka sćti í öldungaráđi félagsins.
Ţorsteinn hóf feril sinn í TR á Grensáveginum áriđ 1971, ţá 11 ára. Hann tilheyrir ţeirri kynslóđ ungra skákmanna sem stigu sín fyrstu skref í TR eftir heimsmeistareinvígi Fischersog Spassky. Ţar má m.a. nefna Margeir Pétursson, Jón L. Árnason, Jóhann Hjartarson,Karl Ţorsteins, Sćvar Bjarnason, Ómar Jónsson, Elvar Guđmundsson, Benedikt Jónasson, Gísla Hjaltason, Ásgeir Ţ. Árnason, Ögmund Kristinsson, Kristján Guđmundsson, Róbert Lagermann, Guđna Sigurbjarnarson, Jón. S. Halldórsson og Ţröst Bergmann en ţrír hinir síđastnefndu eru látnir.
Ţorsteinn ólst upp í Safamýrinni eins og Jóhann Hjartarson og fleiri sterkir skákmenn enda hrifsađi Álftamýrarskóli til sín svo til alla skólatitla á ţessum árum. Mikil skákmenning blómstrađi í hverfinu og nánast var teflt í hverju hús, enda nálćgđin viđ TR á gullaldarárum félagsins til ţess fallin. Áriđ 1977 varđ Ţorsteinn unglingameistari Íslands undir 20 ára en Jóhann Hjartarson og Karl Ţorsteins höfnuđu í 2. 3 sćti. Ţorsteinn tefldi lítiđ nćstu árin ţar á eftir en 10 árum síđar var Jóhann hins vegar orđinn einn af allra bestu skákmönnum heims.
Ţorsteinn stundađi háskólanám í Svíţjóđ á árunum 1991-1996 og lauk ţar meistaragráđu í rekstrahagfrćđi. Ţorsteinn tefldi mikiđ á ţessu tímabili, bćđi í sćnsku deildarkeppninni, sćnska meistaramótinu og á fjölmörgum mótum eins og Rilton Cup. Hann vann nokkur mót á ţessum árum og var oftar en ekki í toppbaráttunni í öđrum.
Áriđ 1997 fluttist Ţorsteinn aftur heim til Íslands. Hann tók ţátt í landsliđsflokknum á Akureyri sama ár og hafnađi í miđjum hópi en Ţorsteinn hefur alls teflt 5 sinnum í landsliđsflokki. Hann var í sigursveit TR í deildarkeppninni 1998-1999. Áriđ 2009 gekk Ţorsteinn í rađir Taflfélags Vestmannaeyja (TV) ţar sem hann tefldi međ liđinu og var liđsstjóri. Sama ár vann félagiđ sig upp í efstu deild og síđan ţá hefur félagiđ orđiđ í 2. eđa 3. sćti ár hvert. Segja má ađ Ţorsteinn hafđi átt hvađ mestan heiđur af ţví ađ byggja upp ţađ sterka liđ sem TV varđ á ţessum árum.
Ţorsteinn tefldi síđast á alţjóđlegu móti í Ortisei á Ítalíu áriđ 2012 og var ţar hársbreidd frá ţví ađ ná áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli. Hann hefur síđan ţá snúiđ sér í auknum mćli ađ bréfskák og er í dag međ stigahćstu bréfskákmönnum landsins.
Hernámsminjar á Hvítanesi: Ţađ kostar útskýrir Ţorsteinn menn vađa ekkert í vélarnar
Ţorsteinn segist kveđja TV međ vissum trega en ađ allt hafi sitt upphaf og endi, minningarnar séu margar og góđar sem skipti mestu. Hann vill ţakka öllum liđsmönnum félagsins fyrir skemmtilegan tíma ţau ár sem hann stýrđi liđinu. Ţorsteinn segist hlakka til ađ byrja í Hugin. Ţađ félag hafi orđiđ fyrir valinu ţar sem skipulagiđ sé gott, liđsandinn til fyrirmyndar og glađvćrđ í öndvegi. Einnig hafi skipt máli ađ ákveđin virđing sé borin fyrir skákmönnum sem komnir eru til vits og ára.
Ţorsteinn er ţekktur fyrir smíđar á kostulegum orđatiltćkjum sem tengjast skákinni. Hér má m.a. nefna; skákin er harđur skóli, menn vađa ekkert í vélarnar, stigin tefla ekki, ţađ kostar, pósaţjappaog síđast en ekki síst smé en öll ţessi orđatiltćki hafa náđ ákveđinni fótfestu í tungutaki íslenskra skákmanna.
Stjórn Hugins býđur Ţorstein hjartanlega velkomin til félagsins og vćntir mikils af atfylgi hans og skemmtilegum uppátćkjum.
31.7.2015 | 09:33
MVL sigurvegari Biel-mótsins
Hinn mjög svo viđkunnanlegi franski stórmeistari Maxime Vachier-Lagrave (2731) sigrađi á ofurmótinu í Biel sem lauk í gćr. MVL hlaut 6˝ vinning í 10 skákum. Ţađ var frábćr endasprettur sem skóp sigur Frakkans en hann ţrjár síđustu skákirnar. Pólski stórmeistarinn Radoslaw Wojaszek (2733) varđ annar međ 6 vinninga og Englendingurinn Mickey Adams (2740) varđ ţriđji međ 5˝ vinning. Ţeir munu allir tefla á fyrsta borđi fyrir sín lönd á EM landsliđa sem fram fer í Höllinni í nóvember nk.
Frammistađa Richard Rapport (2671) vakti athygli en hann tapađi fimm síđustu skákunum og hlaut 2 vinninga. Rapport hefur engan veginn náđ sér á strik í síđustu mótum. Hinn hvassi skákstíll hans virđist ekki henta vel á ofurmótum.
Vandađa umfjöllun um mótiđ má finna á Chess24.
31.7.2015 | 09:24
Fundargerđ fyrsta fundar
Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar SÍ var haldinn 2. júlí sl. Fundagerđ fundarins er sem hér segir:
Fyrsti stjórnarfundur SÍ starfsáriđ 2015-2016 var haldinn 2.júlí 2015, kl.17:15.
Mćttir: Gunnar Björnsson, Stefán Bergsson, Óskar Long Einarsson, Omar Salama og Kjartan Maack.
- Skipting embćtta. Forseti SÍ, Gunnar Björnsson, gerđi tillögu ađ skiptingu embćtta fyrir starfsáriđ 2015-2016 sem var samţykkt. Tillagan var svohljóđandi:
- Varaforseti: Kjartan Maack.
- Gjaldkeri: Óskar Long Einarsson.
- Ritari: Róbert Lagerman.
- Vararitari: Ingibjörg Edda Birgisdóttir.
- Ćskulýđsfulltrúi: Stefán Bergsson.
- Međstjórnandi: Steinţór Baldursson.
- Ákveđiđ var ađ skipa ađeins formann hverrar nefndar ađ svo stöddu og ţeim faliđ ađ velja ađra nefndarmenn. Formönnum gert ađ skila inn nefndarskipan eigi síđar en 1.september nćstkomandi. Einnig óskađ eftir ţví ađ formenn nefnda skili inn stuttri en greinargóđri lýsingu á verkefnum viđkomandi nefndar og skili henni eigi síđar en 1.september. SÍ gerir tillögu ađ formönnum í eftirfarandi nefndir:
- Skákmótanefnd: Gunnar Björnsson.
- Ćskulýđsnefnd: Stefán Bergsson.
- Skákstiganefnd: Ríkharđur Sveinsson.
- Skákminjanefnd: Stefán Bergsson.
- Landsliđs- og afreksnefnd: Jón Gunnar Jónsson.
- Kvennaskáknefnd: Lenka Ptacnikova.
- Landsbyggđarnefnd: Hermann Ađalsteinsson.
- Styrkjanefnd: Gunnar Björnsson.
- Öđlinganefnd: Einar S. Einarsson.
- Fjárhagsnefnd: Óskar Long Einarsson.
- Laganefnd: Tómas Veigar Sigurđarson.
- Framtíđarnefnd: Kjartan Maack.
- Dómaranefnd: Omar Salama.
- Ţjálfaranefnd: Helgi Ólafsson.
- Nefnd um framtíđarskipulag Íslandsmóts skákfélaga: Halldór Grétar Einarsson.
- Mótaáćtlun: Gunnar kynnti mótaáćtlun SÍ fyrir komandi starfsár. Vakin var sérstök athygli á ţví ađ Unglingameistaramót Íslands er sett örfáum dögum eftir ađ EM landsliđa lýkur. Stefán benti á ađ međ ţví ađ vinna nauđsynlega undirbúningsvinnu fyrir UMÍ međ góđum fyrirvara ţá eigi ţessi knappi tími ekki ađ skapa vandrćđi. Íslandsmót skákfélaga verđur teflt á tveimur helgum líkt og áđur. Rćtt var um ađ innleiđa 30 leikja regluna í efstu deild, en ekki öđrum deildum. Athygli var vakin á ţví ađ reglugerđ um Íslandsmót barnaskólasveita ţarfnast endurskođunar. Gunnar ćtlar jafnframt ađ gera tillögu ađ breyttri reglugerđ vegna Íslandsmóts skákfélaga.
- Norđurlandamót: Gunnar sagđi frá tillögu ţess efnis ađ nćsta Reykjavíkurskákmót verđi jafnframt Norđurlandamót. Fundarmenn tóku almennt vel í ţá tillögu.
- HM ungmenna 2015: Samkvćmt reglugerđ SÍ um HM ungmenna skal miđa viđ íslensk skákstig ţegar valiđ er á mótiđ. Ákveđiđ var á fundinum ađ horfa jafnframt til FIDE stiga, enda ţykir ljóst ađ reglugerđ verđi breytt á nćstunni og FIDE stig verđi látin gilda í framtíđinni. Rćtt var um ađ uppfćra reglugerđina fyrir 1.janúar 2016. Ţessi ákvörđun opnar leiđ fyrir fleiri ungmenni til ţess ađ taka ţátt í mótinu. Ţau sem koma inn á FIDE stigum fá ţó ekki fullan styrk til ţátttöku.
- Dregiđ um töfluröđ fyrir Íslandsmót skákfélaga 2015-2016: Dregiđ var um töfluröđ efstu deildar međ hliđsjón af ţeirri ákvörđun ađ A og B liđ sama félags skuli mćtast í 2.umferđ. Niđurstađan varđ svohljóđandi:
- Taflfélag Reykjavíkur A.
- Taflfélag Reykjavíkur B.
- Skákfélag Akureyrar A.
- Skákfélagiđ Huginn B.
- Skákdeild Fjölnis.
- Víkingaklúbburinn.
- Taflfélag Bolungarvíkur.
- Skákfélagiđ Huginn A.
- Skákfélag Akureyrar B.
- Skákdeild KR
Fundi slitiđ kl.18:55. Fundarritari var Kjartan Maack.
Fundargerđir SÍ má nálgast hér.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2015 | 12:09
Sumarsyrpa Breiđabliks fer fram 7.-9. ágúst
Sumarsyrpa Breiđabliks er međ samskonar fyrirkomulagi og hin vinsćla Bikarsyrpa TR.
Tvö mót verđa haldin í sumar. Ţađ seinna fer fram helgina 7.-9.ágúst. Mótin eru ćtluđ börnum á grunnskólaaldri (fćddum 1999 og síđar) sem ekki hafa náđ 1600 skákstigum. Ţau eru reiknuđ til íslenskra og alţjóđlegra skákstiga.
Tefldar eru 5 umferđir eftir svissneska kerfinu. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţađ margborgar sig ađ vanda sig og nota tímann, en samt má búast viđ ţví ađ margar skákir klárist á styttri tíma.
Dagskrá:
1. umferđ kl 17:30 á föstudegi
2. umferđ kl 10:30 á laugardegi
3. umferđ kl 14:00 á laugardegi
4. umferđ kl 10:30 á sunnudegi
5. umferđ kl 14:00 á sunnudegi
Teflt er í Glersalnum í Stúkunni viđ Kópavogsvöll.
Verđlaun:
- 1. sćti: fyrsta val
- efstur 10 ára og yngri: annađ val
- 2. sćti: ţriđja val
- 3.sćti: fjórđa val
- nr 2 10 ára og yngri: fimmta val
- nr 3 10 ára og yngri: sjötta val
Verđlaunapakkar: Pizza frá Íslensku Flatbökunni Bćjarlind, Stór bragđarrefur frá Vesturbćjarís, 4 bíómiđar í bođi Vitakletts og Sambíóanna, 2 bíómiđar (3 pör af ţeim).
Skráning í mótiđ 7.-9.ágúst: https://docs.google.com/forms/d/1rsyp1VnMmVd2Xx2C1UqPVpGvY6p7sngkJOjawyGihZA/viewform?usp=send_form
Skráđir keppendur: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1baghnMaXs2DH85jja-DwZ_b9eSeL2uLd6orNtrIAwsI/edit#gid=975323026
Úrslit mótsins 3.-5.júlí: http://chess-results.com/tnr179648.aspx?lan=1
Heimasíđa Skákdeildar Breiđabliks: http://www.breidablik.is/skak
29.7.2015 | 09:40
Alţjóđlegt skákmót í Köge í Danaveldi í október
Opiđ alţjóđlegt mót, Xtraton Grand Master, fer fram í Köge (rétt fyrir utan viđ Kaupmannahöfn) dagana 12.-18. október. Óhćtt er ađ mćla međ mótahaldi í Köge en mót ţar eru afar fagmannalaga haldin af skákklúbbnum ţar undir forystu Finn Sthur. Klúbburinn hélt međal ananrs Norđurlandamótiđ í skák 2013 og ţótti takast vel upp.
Međal keppenda í ár verđur Henrik Danielsen.
Nánari upplýsingar má nálgast í međfylgjandi PDF-viđhengi.
28.7.2015 | 12:01
Hrađskákkeppni taflfélaga - skráningarfrestur rennur út um mánađarmótin
Hrađskákkeppni taflfélaga, hefst venju samkvćmt nú eftir verslunarmannahelgi. Ţetta er í 21. skipti sem keppnin fer fram en Taflfélag Reykjavíkur er núverandi meistari. Í fyrra tóku 16 liđ ţátt keppninni. Nú ţegar eru 11 liđ skráđ til leiks en skráđ liđ má finna hér.
Teflt er eftir útsláttarfyrirkomulagi.
Dagskrá mótsins er sem hér segir:
- umferđ (16 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ eigi síđar en 15. ágúst
- umferđ (8 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ eigi síđar en 30. ágúst
- umferđ (undanúrslit): Skulu fara fram laugardaginn, 5. september
- umferđ (úrslit): Skulu fara fram fram laugardaginn, 12. september
Ţátttökugjöld eru kr. 4.000 kr. á hverja sveit sem greiđist inn á reikning 327-26-6514, kt. 650214-0640.
Umsjónarađili getur heimilađ breytingar viđ sérstakar ađstćđur. Breyta má dagsetningum á úrslitum og/eđa undanúrslitum međ samţykki allra viđkomandi taflfélaga.
Skráning til ţátttöku rennur út 31. júlí nk. Skráning fer fram á www.skak.is (guli kassinn efst). Hćgt er ađ skrá b-sveitir til leiks en a-sveitir njóta forgangs varđandi ţátttöku komi til ţess ađ fleiri en 16 liđ skrái sig til leiks.
- Sex manns eru í hvoru liđi og tefld er tvöföld umferđ, ţ.e. allir í öđru liđinu tefla viđ alla í hinu liđinu. Samtals 12 umferđir, eđa 72 skákir.
- Heimaliđ sér um dómgćslu. Komi til deiluatriđa er Ólafur S. Ásgrímsson yfirdómari keppninnar. Mótshaldari leggur fram dómara í undanúrslit og úrslit.
- Undanúrslit og úrslit keppninnar verđa reiknuđ til alţjóđlegra hrađskákstiga.
- Varamenn mega koma alls stađar inn. Ţó skal gćta ţess ađ menn tefli ekki oftar en tvívegis gegn sama andstćđingi og hafi ekki sama lit í báđum skákunum.
- Ćtlast er til ţess ađ ţeir sem tefli séu fullgildir međlimir síns félags (á Keppendaskrá SÍ). Ađeins má tefla međ einu taflfélagi í keppninni.
- Liđsstjórar koma sér saman um hvenćr er teflt og innan tímaáćtlunar. Komi liđsstjórar sér ekki saman um dagsetningu innan tímaramma getur umsjónarađili ákvarđađ tímasetningu.
- Verđi jafnt verđur tefldur bráđabani. Ţađ er tefld er einföld umferđ ţar sem dregiđ er um liti á fyrsta borđi og svo hvítt og svart til skiptist. Verđi enn jafnt verđur áfram teflt áfram međ skiptum litum ţar til úrslit fást.
- Heimaliđ bjóđi upp á léttar veitingar, t.d. kaffi, gos, kökur. Mótshaldari sér um veitingar í undanúrslitum og úrslitum.
- Međlimir b-sveita skula ávallt vera stigalćgri en međlimir a-sveitar (FIDE-stig) sömu umferđar. Skákmađur sem hefur teflt međ a-sveit getur ekki teflt međ b-sveit síđar í keppninni.
- Viđureignirnar skulu fara fram innan 100 km. radíus (max 1-1,5 klst.ferđalag) frá Reykjavík nema ađ félög komi sér saman um annađ.
- Úrslitum skal koma til umsjónarmann eins fljótt og auđiđ er í netfangiđ hradskakkeppni@skakhuginn.is og eigi síđar en 12 klukkustundum eftir ađ keppni lýkur.
- Úrslit keppninnar verđa ávallt ađgengileg á heimasíđu Hugins, www.skakhuginn.is sem er heimasíđa keppninnar, og á www.skak.is.
- Mótshaldiđ er í höndum Skákfélagsins Hugins sem sér um framkvćmd mótsins og mun útvega verđlaunagripi.
Upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér.
27.7.2015 | 19:14
Wojtaszek efstur í Biel
Pólski stórmeistarinn Radoslaw Wojtaszek (2733) er efstur međ 4˝ vinning ađ lokinni sjöundu umferđ ofurmótsins í Biel í Sviss í dag. Michael Adams (2740) og David Navara (2724) koma nćstir međ 4 vinninga.
Sex skákmenn taka ţátt í Biel og tefla tvöfalda umferđ.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 1
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 169
- Frá upphafi: 8779107
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 105
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar