Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Skákćfingar TR hefjast á laugardaginn

Skákćfingar Taflfélags Reykjavíkur hefjast á ný laugardaginn 3.september. Ćfingarnar eru fjölbreyttar sem fyrr og hannađar til ţess ađ mćta ţörfum sem flestra áhugasamra skákbarna. Á ćfingum félagsins munu börnin fá markvissa kennslu og persónulega leiđsögn sem mun nýtast ţeim sem grunnur ađ framförum í skáklistinni.

Ćfingagjöldum fyrir haustmisseri hefur veriđ stillt í hóf og eru ţau 8.000kr fyrir ţá ćfingahópa sem eru einu sinni í viku. Fyrir ţá sem ćfa tvisvar í viku eru ćfingagjöldin 14.000kr fyrir haustmisseriđ. Veittur verđur systkinaafsláttur í formi 50% afsláttar. Öllum er frjálst ađ koma í prufutíma án endurgjalds.

Börn geta sem fyrr tekiđ ţátt í Laugardagsćfingunni (kl.14-16) án endurgjalds. Laugardagsćfingarnar, sem hafa veriđ flaggskip TR um áratugaskeiđ, verđa međ örlítiđ breyttu sniđi frá ţví sem veriđ hefur, ţví til stendur ađ tefla eingöngu á ćfingunni. 

Taflfélag Reykjavíkur býđur upp á sex mismunandi skákćfingar veturinn 2016-2017: 

Byrjendaćfing I: Lau kl.10:40-11:00 (frítt)

Á ţessari ćfingu verđur eingöngu manngangurinn kenndur. Ţessi ćfing er ţví kjörin fyrir ţau börn af báđum kynjum sem vilja lćra mannganginn frá grunni eđa vilja lćra tiltekna ţćtti manngangsins betur. Umsjón međ ćfingunum hefur Torfi Leósson. 

Byrjendaćfing II: Lau kl.11:15-12:15 (8.000kr)

Ţessi ćfing er hugsuđ fyrir börn af báđum kynjum sem kunna allan mannganginn og eru ţyrst í ađ lćra meira og ná betri tökum á skáklistinni. Umsjón međ ćfingunum hefur Torfi Leósson.

Stúlknaćfing: Lau kl.12:30-13:45 (8.000kr)

Ţessi ćfing hefur fest sig í sessi sem ein fjölmennasta skákćfing TR. Fyrirkomulag ćfingarinnar er óbreytt frá ţví sem veriđ hefur síđustu misseri og eru allar stúlkur á grunnskólaaldri velkomnar ađ slást í hópinn. Umsjón međ ćfingunum hefur Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir. 

Laugardagsćfing: Lau kl.14:00-15:55 (frítt)

Laugardagsćfingarnar verđa međ eilítiđ breyttu sniđi ţetta starfsáriđ. Til stendur ađ tefla allan tímann og verđur blásiđ til Stigakeppni sem verđur međ keimlíku sniđi og stigakeppnin sem sló svo eftirminnilega í gegn á síđasta vormisseri. Ćfingin er fyrir bćđi stráka og stelpur og er án endurgjalds. Umsjón međ ćfingunum hefur Veronika Steinunn Magnúsdóttir.

Afreksćfing A: Lau kl.16:05-17:35 & Fim kl.16:00-17:30 (14.000kr)

Afreksćfing A verđur međ hefđbundnu sniđi frá ţví sem veriđ hefur og er ćfingin hugsuđ fyrir sterkustu skákbörn og unglinga TR af báđum kynjum. Ćft verđur tvisvar í viku, á fimmtudögum og laugardögum. Umsjón međ ćfingunum hefur Dađi Ómarsson. 

Afreksćfing B: Sun kl.10:45-12:15 (8.000kr)

Afreksćfing B er ný af nálinni og er henni ćtlađ ađ koma til móts viđ ţau skákbörn TR, af báđum kynjum, sem hafa mikinn áhuga á ađ taka framförum í skáklistinni. Ţessar ćfingar eru hugsađar fyrir ţau sem vilja ná langt í skák en eru komin styttra á veg en ţau sem eru í Afrekshópi A. Umsjón međ ćfingunum hefur Kjartan Maack.
 

Afmćlismót TV fer fram 10. og 11. september


Taflfélag_Vestmannaeyja_90 ára_GunnarJúl8440806

Helgina 10.-11. september 2016 fer fram atskákmót í Eyjum í tilefni af  90 ára  afmćli Taflfélags Vestmannaeyja.

Keppendur verđa úr Eyjum og á fastalandinu. Reiknađ er međ flestir keppendur ofan af landi komi međ Herjólfi laugardaginn 10. september. frá Landeyjahöfn kl. 09.45 og til Eyja um kl. 10.30.  Akstur frá Reykjavík til Landeyjahafnar tekur tćplega  2 klst. og ţurfa farţegar og ökutćki ađ vera mćtt 30 mín. fyrir brottför Herjólfs frá Landeyjahöfn.  Algengt er  ađ farţegar geymi ökutćki sín á bílastćđum í Landeyjahöfn međan á dvöl ţeirra í Eyjum stendur.

Nćsta  ferđ til Landeyjahafnar frá Eyjum ađ loknu skákmótinu  er kl. 18.30  sunnudaginn 11. sept og nú síđasta ţann dag  kl. 21.00 um kvöldiđ. Mćting um borđ  30 mín. fyrir brottför.

Tefldar verđa níu umferđir, umhugsun 20 mín.  á  skák  auk 5 sek. á hvern leik.  Reiknađ er međ ađ umferđin taki um 60 mín. Skákstjóri verđur  Stefán Bergsson.

Laugardagur 10. sept. 2016

Kl. 12.00 – 17.00  Tefldar verđa fimm umferđir fyrri daginn.

Kl. 17.00 – 18.00   Skođunarferđ međ rútu um Heimaey.

Sunnudagur 11. sept. 2016

Kl. 12.00 - 16.00   Tefldar verđa fjórar umferđir seinni daginn.

Kl. 16.30 – 17.00   Mótsslit og verđlaunahending.

Ekkert ţátttökugjald á  atskákmótiđ og í  skođunarferđina.

Fyrstu verđlaun  verđa 75 ţús. kr., önnur verđlaun  kr. 50 ţús. kr. og ţriđju verđlaun  kr. 25 ţús. kr. Landsbankinn er helsti stuđningsađili mótsins.

Nánari upplýsingar um ferđir til  og frá Eyjum á  herjolfur.is og gistingu í Eyjum  á visitvestmannaeyjar.is   

Skráning ţátttakenda á 90 ára afmćlismótiđ  fer fram á Skák.is.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér

Afmćlisnefnd Taflfélags Vestmannaeyja.


Guđmundur endađi međ 4 vinninga í Abu Dhabi

Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2442) endađi međ 4 vinninga á alţjóđlegu móti sem lauk í Abu Dhabi í Sameinuđu arabísku furstadćmunum í dag. Guđmundur endađi í 78.-94. sćti (88. sćti á stigum) af 130 keppendum. Mótiđ var afar sterkt en međal keppenda voru 40 stórmeistarar. 

Íslandsvinurinn Dmitry Andreikin (2733) sigrađi á mótinu en hann hlaut 7˝ vinning.

Guđmundur heldur á morgun til Bakú ţar sem hann teflir međ landsliđi Íslands á Ólympíuskákmótinu sem sett verđur 1. september nk.


Huginn-a í undanúrslit Hrađskákkeppni taflfélaga

Huginn A-sveit bar sigurorđ af sveit Selfyssinga í húsakynnum Skáksambands Íslands sl. sunnudag. Mikill styrkleikamunur var á sveitunum og snemma ljóst í hvađ stefndi. Ţrír voru atkvćđamestir í sveit Hugins međ fullt hús vinninga ţeir Hannes Hlífar Stefánsson, Einar Hjalti Jensson og Ingvar Ţór Jóhannesson. Nökkvi Sverrisson var atkvćđamestur Selfyssinga međ 3˝ vinning af 12.

Í kvöld fara fram tvćr viđureignir í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Annars vegar viđureign TR og Taflfélags Garđabćjar og hins vegar viđureign TRuxvi (unglingasveit TR) og Skákfélags Akureyrar.

Átta liđum úrslitum líkur á morgun međ viđureign b-sveitar Hugins og Skákgengisins. Ađ henni lokinni verđur dregiđ í undanúrslit sem fram 18. september nk.


Ţrír efstir og jafnir á Siglufirđi - Sigurđur Arnarson skákmeistari Norđlendinga

Blessađir mennirnir

Skákţingi Norđlendinga lauk í gćr á Siglurfirđi. Sigurđur Dađi Sigfússon (2254), Ţröstur Árnason (2255) og Halldór Brynjar Halldórsson (2247) komu jafnir í mark međ 5˝ vinning í 7 skákum. Sigurđur Dađi fékk efsta sćtiđ eftir stigaútreikning.

Sigurđur Arnason (2013) og Stefán Bergsson (1993) urđu jafnir í 4.-5. sćti međ 5 vinninga. Sigurđur varđ skákmeistari Norđlendinga í fyrsta sinn ţar sem hann var efstur ţeirra sem eiga lögheimili norđan heiđa. 

Röđ efstu manna:

Clipboard02


Sjá nánar á Chess-Results.

Sigurđur Dađi sigrađi á Hrađskákmóti Norđlendinga sem fram fór á sunnudeginum. Stefán varđ annar og varđ ţar hrađskákmeistari Norđlendinga. 

Sjá nánar á Chess-Results.

Vel var stađiđ ađ mótinu ađ hálfu heimamanna en Sigurđur Ćgisson rćđur ţar ríkjum. Skákstjóri var Ingibjörg Edda Birgisdóttir.


Kári Sólmundarson allur

Kári Sólmundarson

Kári heitinn Sólmundarson er minnistćđur mörgum, fćddur 4. apríl 1926 í Borgarnesi . Hann lést hinn 7. ágúst sl. og útför hans hefur fariđ fram í kyrrţey. Ég minntist 90 ára afmćlis hans međ nokkrum orđum í vetur leiđ á Facebook undir Gallerý skák og vitnađi ţá m.a.  í  ítarlega afmćlisgrein um hann áttrćđan í Morgunblađinu,  eftir Ţorsteinn Skúlason, skákfélaga á árum áđur.  Vert er ađ minnast hins fallna eftirminnilega höfđingja međ ţví ađ vitna í hana á ný, nú ţegar hann er fallinn frá.  Kári tefldi í ellinni af og til međ í skákklúbbi eldri borgara Ćsum í Ásgarđi, Stangarhyl, ţar sem hann var jafnan međ efstu mönnum. 

"Kári var einn af fremstu skákmeisturum ţjóđarinnar um árabil. Hann tefldi í landsliđsflokki međ góđum árangri mörg ár í röđ á síđari hluta sjötta áratugarins og var valinn til ađ keppa í landsliđinu fyrir Íslands hönd á Ólympíumótinu í Leipzig 1960. Til dćmis um ţađ hve harđur í horn ađ taka Kári var á ţessum árum má nefna ađ í landsliđskeppninni 1956 vann hann skák sína viđ Baldur Möller sem ţá var margfaldur Íslandsmeistari og tvöfaldur Norđurlandameistari. Ég kynntist Kára fyrst fyrir hálfri öld í sambandi viđ skákina og hefur okkar kunningsskapur haldist síđan. Ţćr eru orđnar margar hrađskákirnar og atskákirnar sem viđ höfum teflt í gegnum tíđina og alltaf er gott ađ tefla viđ Kára sem tekur sigri sem ósigri međ jafnađargeđi"    .........
    

"Kári var einnig einn af fremstu íţróttamönnum ţjóđarinnar á gullaldartímabili frjálsíţróttanna um miđja síđustu öld. Hann var mjög fjölhćfur íţróttamađur svo sem fram kom á mörgum íţróttamótum í Borgarfirđi og víđar en ţrístökk varđ hans ađalgrein og hann var annar af tveimur sem kepptu fyrir Ísland í ţeirri grein í ţriggja landa keppninni frćgu sumariđ 1951 ţegar landsliđ Íslands, međ íţróttagarpa eins og Clausenbrćđur, Gunnar Huseby, Torfa Bryngeirsson og Hörđ Haraldsson, bar sigurorđ af bćđi Dönum og Norđmönnum í Oslo. Kári átti góđan ţátt í ţessum sigri međ ţví ađ ná öđru sćti af sex í ţrístökkinu eftir harđa baráttu viđ frćknustu ţrístökkvara ţessara ţjóđa. Hann setti persónulegt met í keppninni, stökk vel á fimmtánda metra sem ţótti afburđagott á ţessum árum."

Hér má lesa afmćlisgreinina um Kára áttrćđan 2006 í heild sinni: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1075494/

ESE.

 


Ólympíufarinn: Kristján Örn Elíasson

Björn og Kristján Örn

Ólympíuskákmótiđ fer fram 2.-13. september nk. í Bakú í Aserbaísjan. Nítján manns verđa í sendinefnd Íslands. Fram ađ móti verđa Ólympíufararnir kynntir - einn á dag.

Í dag kynnum viđ til leiks Kristján Örn Elíasson, einn fimm íslenskra skákstjóra á mótinu.

Nafn?

Kristján Örn Elíasson

Aldur?

57

Hlutverk?

Skákdómari

Uppáhalds íţróttafélag?

Valur og Skákfélag Íslands ađ sjálfsögđu

Hvernig er undirbúningi ţínum fyrir mótiđ háttađ?

Lesa skáklögin og annar týpískur undirbúningur

Hvenćr tókstu fyrst ţátt á Ólympíuskákmóti og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt?

Ţetta er fyrsta Ólympíuskákmótiđ mitt!

Getur ţú nefnt frćgan skákmann fćddan í Bakú?

Garry Kasparov

Minnisstćđasta atvik á Ólympíuskákmóti?

Á eftir ađ upplifa ţađ!

Er Kaspíahafiđ haf eđa stöđuvatn?

Stöđuvatn.

Minnisstćđa skák á Ólympíuskákmóti og af hverju?

Verđur líklega tefld í Baku!

Hverjar eru ţínar vćntingar/vonir um gengi íslensku liđanna?

Ađ hver og einn fari fram úr eigin vćntingum. Óska öllum góđs gengis

Í ljósi ţess ađ Björn Ţorfinnsson er ekki í Bakú-hópnum – hver verđur ađaltrúđur ferđarinnar?

Viđ öll verđum í trúđahlutverki, en annars: Hvert er planiđ?

Eitthvađ ađ lokum?

Djöfull er gaman ađ ţessu!


Meistaramót Hugins hefst á miđvikudagskvöldiđ

meistaramot_sudur_logo_stort

Meistaramót Hugins (suđursvćđi) 2016 hefst miđvikudaginn 31. ágúst klukkan 19:30. Mótiđ er 7 umferđa opiđ kappskákmót sem lýkur 19. september. Leyft verđur ađ taka 2 yfirsetur í 1.-5. umferđ sem tilkynna ţarf um fyrir lok nćstu umferđar á undan. Vegleg og fjölbreytt verđlaun eru í bođi. Umhugsunartíminn verđur 1˝ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik.

Mótiđ er öllum opiđ og er reiknađ til alţjóđlegra og íslenskra skákstiga. Skráning í mótiđ fer fljótlega af stađ á skák.is en einnig er hćgt ađ skrá sig međ ţví ađ hringja í skákstjóra s-866-0116 (Vigfús).

Skákdagar eru mánudagar, miđvikudagar og fimmtudagar en aldrei eru meira en tvćr umferđir í viku.

Ađalverđlaun:

  1. 50.000
  2. 40.000
  3. 30.000

Aukaverđlaun (miđađ er viđ alţjóđleg skákstig)

  • Skákmeistari Hugins (suđursvćđi): Kr. 10.000.
  • Besti árangur undir  2000 skákstigum:  Skákbók hjá skákbóksölunni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Besti árangur undir 1800 skákstigum:  Skákbók hjá skákbóksölunni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Besti árangur undir 1600 skákstigum: Skákbók hjá skákbóksölunni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Besti árangur stigalausra: Skákbók hjá skákbóksölunni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Unglingaverđlaun (15 ára og yngri), skákbćkur hjá skákbóksölunni ađ verđmćti: 1.vl. kr. 5.000, 2. og 3.vl. kr. 4000.

Ţátttökugjöld:

Félagsmenn kr. 3.500; ađrir 4.500-
Unglingar 15 ára og yngri: Félagsmenn: 2.000; Ađrir 3.000.
Allir titilhafar fá frítt í mótiđ

Umferđartafla:

  • 1. umferđ, miđvikudaginn, 31. ágúst, kl. 19:30
  • 2. umferđ, fimmtudaginn, 1. september, kl. 19:30
  • 3. umferđ, mánudaginn, 5. september, kl. 19:30
  • 4. umferđ, miđvikudaginn, 7. september, kl. 19:30
  • 5. umferđ, mánudaginn, 12. september, kl. 19:30
  • 6. umferđ, fimmtudaginn, 15. september, kl. 19:30
  • 7. umferđ, mánudaginn, 19. september, kl. 19:30

Afreksćfingar Breiđabliks byrja í dag

Firmakeppni2016Viltu ćfa skák oft í viku og stefna á afreksmörk Skáksambands Íslands ?

Skákdeild Breiđabliks í samstarfi viđ Skákakademía Kópavogs og Skákskóla Íslands býđur í vetur upp á öfluga skákţjálfun međ ţađ ađ markmiđi.

Bođiđ er upp á ćfingatíma í stúkunni viđ Kópavogsvöll mánudaga til föstudaga frá 16:00 – 17:30.
Ţjálfari er Birkir Karl Sigurđsson FIDE National Instructor

Ćfingarnar henta skákkrökkum sem hafa náđ grunnfćrni í skák, hafa mikinn áhuga og vilja ćfa skák oft í viku ađ stefna ađ ţví ađ verđa í fremstu röđ á Íslandi og ađ standa sig međ sóma á alţjóđlegum barna- og unglingaskákmótum.

Hver iđkandi velur sér ţrjár ćfingar í viku, en frjálst verđur ađ hafa ţćr fleiri eđa fćrri. Einnig verđur hćgt ađ velja um ađ mćta seinna og fara fyrr ef tíminn t.d. rekst á ađrar tómstundir. Viđ búumst viđ ađ geta myndađ tvo kjarna, eldri og reyndari krakkar og svo hóp af ungum og efnilegum. Í athugun er ađ vera međ hóp c.a. 10 ára og yngri í efri byggđum Kópavogs ef nćg ţátttaka fćst.

Iđkendur utan Kópavogs og í hvađa taflfélagi sem er eru velkomnir. Allir geta mćtt í nokkur skipti til ađ prófa án ćfingagjalds.

Fyrsta ćfing verđur mánudaginn 29.ágúst
Síđasta ćfing fyrir jólafrí verđur föstudaginn 9.desember.
Fyrsta ćfing eftir áramót verđur mánudaginn 2.janúar
Páskafrí mánudag 10.apríl – mánudags 17.apríl.
Síđasta ćfing fyrir sumarfrí verđur föstudaginn 12.mai
Frí er á ćfingum alla hátíđisdaga. (fim 20.apríl: Sumardagurinn fyrsti, mán 1.mai: Verkalýđsdagurinn)

Ćfingagjöld veturinn 2016-17: (eru styrkhćf sem tómstundastyrkur hjá Kópavogsbć og Reykjavíkurborg):
Ţrisvar sinnum eđa oftar í viku: 30.000kr
Tvisvar sinnum í viku: 20.000kr
Einu sinni í viku: 10.000kr
Skráning í Íbúagátt Kópavogsbćjar 

Ćfingarnar eru á jarđhćđ í stúkunni viđ Kópavogsvöll og vonandi einnig í efri byggđum Kópavogs. Gengiđ inn á jarđhćđ í gegnum hliđ eins og veriđ sé ađ fara á fótboltaleik og ţađan inn í glerbygginguna. 

Nánari upplýsingar hjá Halldóri Grétari

Afreksmörk SÍ.


Barna- og unglingaćfingar Hugins í Mjóddinni hefjast í dag

Barna- og unglingaćfingar Skákfélagsins Hugins í Mjóddinni hefjast aftur eftir sumarfrí mánudaginn 29. ágúst 2016
 
Ćfingarnar byrja kl. 17:15 og ţeim lýkur yfirleitt rétt fyrir kl. 19.
 
Ćfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri en skipt verđur í tvo flokka eftir aldri og styrkleika á flestum ćfingum.
 
Engin ţátttökugjöld.
 
Ćfingarnar verđa haldnar í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a, Mjódd. Inngangur er milli Fröken Júlíu og Subway en salur félagsins er á ţriđju hćđ hússins.
 
Á ćfingunum verđa 5 eđa 6 umferđir međ umhugsunartíma 10 eđa 7 mínútur. Einnig verđur fariđ í dćmi og endatöfl eins og tíma vinnst til.
 
Ţegar starfsemin verđur komin vel af stađ verđur unniđ í litlum verkefnahópum á einni ćfingu í mánuđi og ţannig stuđlađ ađ ţví ađ efla einingu og samstöđu innan hópsins.  Ţćr ćfingar verđa eingöngu fyrir félagsmenn og verđa kynntar síđar. Jafnframt verđur ţegar tímabiliđ er komiđ vel af stađ í bođi kennsla fyrir félagsmenn utan hefđbundins ćfingatíma.
 
Umsjón međ ćfingunum hefur Vigfús Ó. Vigfússon

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 8778706

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband