Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Skákćfingar fyrir Vesturbćjarkrakka

Skákakademía ReykjavíkurÍ Vesturbć Reykjavíkur búa margir sterkir skákmenn. Ţar eru einnig efnilegir skákmenn svosem úr liđi Melaskóla. Fyrir ţessa efnilega skákmenn úr Vesturbćnum mun Skákakademía Reykjavíkur vera međ skákćfingar á ţriđjudögum ţađ sem lifir vetrar. Fyrsta ćfingin verđur í dag og hefst 17:15 og stendur til ađ verđa 19:00.

Á ćfingunni verđur hvoru tveggja kennsla og taflmennska.

Vefur Skákakademíunnar

 


Skákmót í Laut á Akureyri

Nokkrir sprćkir skákmenn nýta sér athvarfiđ Laut á Akureyri, sem er rekiđ af Rauđa krossi Íslands, og mót verđur ţar ţriđjudaginn 22. mars klukkan 17:30.

Laut er í Brekkugötu 34 og ţar verđa tefldar 6 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma og bođiđ verđur uppá veglegar kaffiveitingar í hálfleik.

Sprćkir Húsvíkingar hafa bođa komu sína en skákstjóri er Smári Ólafsson frá Skákfélagi Akureyrar og til ađstođar er Arnar Valgeirsson frá Skákfélagi Vinjar.

Skáksamband Íslands og Eymundsson á Akureyri gefa vinninga.

Mótiđ er öllum opiđ og skráning á stađnum.

Síminn í Laut er 462-6632


Ungir meistarar í Ráđhúsinu - Tvö undrabörn á MP Reykjavíkurskákmótinu

Nychnik og BerbatovEftirfarandi grein birtist á baksíđu Morgunblađsins, 14. mars sl.  Höfundur er Kjartan Kjartansson en myndirnar tók Ómar Óskarsson.  

Tveir 14 ára drengir frá Úkraínu og Búlgaríu eru á međal ţeirra um 170 skákmanna sem hófu leik á MP Reykjavíkurskákmótinu sem hófst í Ráđhúsi Reykjavíkur í gćr. Illya Nyzhnyk frá Úkraínu varđ nýlega yngsti núverandi stórmeistari heims og jafnframt sá ellefti yngsti í sögunni til ađ ná ţeim áfanga. Vakti hann fyrst athygli ţegar hann vann B-riđil opna Moskvumótsins áriđ 2007 ţegar hann var ađeins 10 ára gamall.

Hinn er Kiprian Berbatov en áriđ 2008 varđ hann Evrópumeistari undir 12 ára og hefur nú veriđ valinn í ólympíuliđ Búlgara sem ţykir eitt ţađ sterkasta í heimi.

Fylgdist međ tölvu tefla

Ţrátt fyrir ótvírćđa skákhćfileika sína voru strákarnir hógvćrđin uppmáluđ ţegar blađamađur náđi tali af ţeim rétt fyrir setningu mótsins í gćr. Ţeir tala einhverja ensku en eru međ ţjálfara sína sér til halds og trausts til ţess ađ túlka fyrir sig ţađ sem upp á vantar.

Illya segist hafa byrjađ á ţví ađ fylgjast međ ţví hvernig skáktölvuforrit vinna ţegar hann var fimm ára gamall og í kjölfariđ byrjađ ađ tefla ţegar hann var sex ára. Kiprian á sér nokkuđ hefđbundnari sögu en hann lćrđi ađ tefla af föđur sínum ţegar hann var sex ára og hóf ađ keppa í framhaldinu.

„Gáfur, ţolinmćđi, sterkar taugar og góđa heilsu," segir Kiprian ţegar hann er spurđur hvađ ţurfi til ađ verđa góđur skákmađur. Hann segist vilja ná eins langt og hann geti og komast í fremstu röđ í heiminum. Illya tekur undir međ honum. „Ég vil verđa heimsmeistari, ađ sjálfsögđu, en ég held ađ ég ţurfi svona fjögur eđa fimm ár til ţess ađ ná ţví."

Deila áhuga á stćrđfrćđi

Kiprian segir ađ utan skákarinnar hafi hann áhuga á stćrđfrćđi og ekkert mál sé ađ sinna náminu samhliđa ţví ađ tefla. Ýmislegt sé líkt međ skák og stćrđfrćđi en einnig margt sem sé ólíkt.

Illya er sama sinnis međ stćrđfrćđiáhugann en auk hennar segist hann hafa gaman af ţví ađ spila borđtennis og tennis í frístundum sínum. Er hann eins góđur í ţeim íţróttum og skákinni? „Nei, ég er ekki svo góđur," segir Illya og hlćr.

ĆTTINGI BÚLGARSKS LANDSLIĐSMANNS Í KNATTSPYRNU

Frćndi Dimitars Berbatovs

Margir íslenskir knattspyrnuunnendur kannast eflaust viđ eftirnafn Kiprians Berbatovs en hann er frćndi búlgarska knattspyrnumannsins Dimitars Berbatovs sem leikur listir sínar međ Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Kiprian segir afa ţeirra Dimitars hafa veriđ frćndur en ađspurđur hvort ţetta sé mikil íţróttafjölskylda segir hann ađ ţađ sé ađallega mikiđ um knattspyrnumenn í henni. „Ég er ţessi skrýtni sem leikur skák," segir hann.

Hann segist aldrei hafa fariđ og séđ frćnda sinn Dimitar spila í eigin persónu međ Manchester United á Englandi en hins vegar hafi hann fariđ og séđ framherjann knáa spila međ búlgarska landsliđinu fyrir nokkrum árum heima í Búlgaríu.


Sigurđur Eiríksson sigrađi á hrađskákmóti

Í gćr tefldu SA-menn hrađskákmót ţar sem notast var viđ Fischer tímamörk; 3 mínútur ađ viđbćttum 2 sekúndum á leik.   Átta keppendur tóku ţátt og tefldu ţrefalda umferđ, allir viđ alla.

 Jón Kristinn Ţorgeirsson hóf mótiđ af krafti og var langefstur međ 6,5 af 7 eftir fyrstu umferđ. Í annarri umferđ voru ţađ hins vegar feđgarnir Tómas Veigar og Sigurđur Eiríksson sem fengu flesta vinninga og leiddu mótiđ, Sigurđur međ 11 og Tómas međ 10,5. Sigurđur Eiríksson stakk svo af í lokaumferđinni og sigrađi ţví međ 17 vinninga af 21 mögulegum. Tómas Veigar var nćstur međ 15,5 og Haki Jóhannesson ţriđji međ 14,5.

Úrslit:

Sigurđur Eiríksson                                                     17
Tómas Veigar Sigurđarson                                        15,5
Haki Jóhannesson                                                      14,5
Jón Kristinn Ţorgeirsson                                           13,5
Ari Friđfinnsson                                                        11
Karl Egill Steingrímsson                                           8
Haukur H. Jónsson                                                    3
Bragi Pálmason                                                         1,5

Sjá nánar á heimasíđu SA (mótstafla)


Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 21. mars  nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.  Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi, sem einnig fćr pizzu hjá Dominos Pizzum. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Rimskóli Íslandsmeistari grunnskólasveita

 

DSC00327 Rimaskoli A  1 sćti

 

Skáksveit Rimaskóla sigrađi á Íslandsmóti grunnskólasveita sem fram fór um helgina.  Sveitin fékk 34˝ vinninga af 36 mögulegum sem er nokkuđ magnađ.  Salaskóli varđ í öđru sćti međ 32˝ vinning sem ađ öllu venjulegu myndi duga til sigurs.  Ţessir tveir skólar höfđu algjöra yfirburđi og keppa vćntanlega báđir á NM grunnskólasveita sem fram fer á Íslandi í haust.   Í ţriđja sćti varđ sveit Hólabrekkuskóla međ 22˝ vinning.   

Myndaalbúm

Sveit Rimaskóla skipuđu:

  1. Dagur Ragnarsson
  2. Oliver Aron Jóhannesson
  3. Jón Trausti Harđarson
  4. Hrund Hauksdóttir
  5. Kristinn Andri Kristinsson

Liđsstjóri var Hjörvar Steinn Grétarsson.

Sveit Salaskóla skipuđu:

  1. Guđmundur Kristinn Lee
  2. Birkir Karl Sigurđsson
  3. Eyţór Trausti Jóhannsson
  4. Hilmir Freyr Heimisson
  5. Baldur Búi Heimisson

Liđsstjóri var Tómas Rasmus.

Sveit Hólabrekkuskóla skipuđu:

  1. Dagur Kjartansson
  2. Brynjar Steingrímsson
  3. Heimir Páll Ragnarsson
  4. Donika Kolica

Liđsstjóri var Stefán Bergsson.

Álfhólsskóli sigrađi keppni b-liđa en Salaskóli sigrađi keppni, c-, d-, e- og f-liđa.DSC00310 bestu a hverju bordi

Eftirtaldir fengu borđaverđlaun:

  1. Vignir Vatnar Stefánsson (Hörđuvallaskóla) 9 v.
  2. Birkir Karl (Salaskóla) og Oliver Aron (Rimaskóla) 8˝ v.
  3. Jón Trausti (Rimaskóla) 9 v. af 9
  4. Hrund og Kristinn Andri (Rimaskóla) 9 v. af 9  

Skákstjóri var Páll Sigurđsson


Lokastađan:

 

Rk.TeamTB1TB2TB3
1Rimaskóli A34,5180
2Salaskóli A32,5160
3Hólabrekkuskóli22,5110
4Vatnsendaskóli20,5120
5Álfhólsskóli B20110
6Laugalćkjarskóli A20110
7Ábćjarskóli19,5100
8Engjaskóli B19100
9Melaskóli18,5100
10Álfhólsskóli A18,590
11Engjaskóli A18,590
12Rimaskóli B18,590
13Salaskóli B18,590
14Salaskóli C1890
15Rimaskóli C1880
16Smáraskóli A17,590
17Hörđuvallaskóli1780
18Engjaskóli C16,590
19Laugalćkjarskóli B1680
20Smáraskóli B15,580
21Salaskóli D15,570
22Salaskóli E1580
23Álfhólsskóli C1570
24Salaskóli F9,550
25Snćlandsskóli8,520
26Álfhólsskóli D510


Chess-Results


Amber: Aronian og Carlsen ađ stinga af

Aronian og Carlsen eru hreinilega ađ stinga ađra keppendur af á Amber-skákmótinu.   Öllum blindskákum 8. umferđar lauk međ jafntefli en hvítur vann allar atskákirnar.   Carlsen vann Topalov 1˝-˝ og Aronian lagđi Anand međ sama mun.   Aronian hefur 11˝ vinning og Carlsen 11 vinninga en svo eru 2˝ vinningur í nćstu menn, ţá Anand og Ivanchuk.   Níunda umferđ fer fram á ţriđjudag.  

Stađa efstu manna (heild):
  • 1. Aronian 11˝ v.
  • 2. Carlsen 11 v.
  • 3.-4. Anand og Ivanchuk 8˝ v.
  • 5.-6. Gashimov og Grischuk 8 v.

Efstu menn í blindskákinni:

  • 1. Aronian 6 v.
  • 2.-4. Anand, Carlsen og Grischuk 4˝ v.

Efstu menn í atskákinni:

  • 1. Carlsen 6˝ v.
  • 2. Aronian 5˝ v.
  • 3. Ivanchuk 5 v.
Bent er á heimasíđu mótsins ţar sem skákirnar eru sýndar og skýrđar beint.  Taflfmennskan hefst kl. 13:30 á daginn. 

Ţetta er síđasta Amber-mótiđ og er einkar glćsilegt og sterkt ađ ţessu sinni en ţarna tefla menn atskákir og blindskákir.  Mótiđ er ţađ 20. í röđinni og sennilega ţađ sterkasta frá upphafi.  

Heimasíđa mótsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Bolvíkingar Íslandsmeistarar ţriđja áriđ í röđ

Taflfélag Bolungarvíkur er Íslandsmeistari taflfélaga ţriđja áriđ í röđ en Íslandsmótinu lauk međ spennandi lokaumferđum í Rimaskóla um síđustu helgi. Liđ Bolvíkinganna var geysilega sterkt međ Jóhann Hjartarson á fimmta borđi og til marks um breidd liđsins má geta ţess ađ í b-sveitinni, sem vann 2. deild, voru Jón Viktor Gunnarsson, Ţröstur Ţórhallsson, Dagur Arngrímsson, Guđmundur Gíslason og Halldór G. Einarsson.

A-sveitin tapađi tveim viđureignum en miklu réđ 8:0 sigur yfir TR í 6. umferđ. Ţá voru úrslitin í raun ráđin ţó Taflfélag Vestmanneyja hafi náđi ađ vinna Bolana 4 ˝: 3 ˝ í síđustu umferđ. Lokaniđurstađan varđ ţessi:

1. Bolungarvík 42˝ v. ( af 56 ) - 10 stig 2. Vestmannaeyjar 40˝ v. - 12 stig 3. Hellir 39˝ v. - 14 stig. 4. Fjölnir 30˝ v. - 8 stig 5. TR 23˝ v.- 4 stig 6. Akureyri 21 v. - 5 stig 7. KR 16 v. 3 stig 8. Haukar 10˝ v. - 0 stig.

Í 2. deild vann B-sveit Bolvíkinga öruggan sigur og fćrist upp í 1. deild ásamt Mátum sem eru gamlir félagar úr Skákfélagi Akureyrar.

Í 3. deild sigrađi Víkingaklúbburinn og í 4. deild vann Skákfélag Íslands öruggan sigur.

Hvort Bolvíkingum tekst ađ halda í allan sinn mannskap á nćsta keppnistímabili er óvíst. Ţeir verđa međ tvćr sterkar sveitir í efstu deild og hrópar sú stađreynd á breytingar á keppni ţar sem mikil íhaldssemi hefur ráđiđ ferđinni. Ţví er alls óvíst ađ nokkrar breytingar nái í gegn á nćsta ađalfundi SÍ. Eđlilegast vćri ađ láta stig gilda. Annar kostur er ađ banna tvćr sveitir frá sama félagi í efstu deild, fćkka sveitum í sex og láta ţćr tefla tvöfalda umferđ, t.d. á tíu borđum.

Margar athyglisverđar viđureignir fóru fram um helgina, ekki síst í baráttunni á toppnum. Ţađ átti t.d. viđ ţegar nýbakađur Reykjavíkurmeistari mćtti greinarhöfundi í viđureign TV og Hellis. Úr varđ snörp og spennandi viđureign:

Helgi Ólafsson - Björn Ţorfinnsson

Enskur leikur

1. c4 e5 2. g3 Rc6 3. Bg2 g6 4. Rc3 Bg7 5. Hb1 Rf6 6. b4 O-o 7. d3 h6 8. e4 Rd4 9. Rge2 c6 10. O-O a5 11. a3 axb4 12. axb4 d5?!

Tvíeggjađur leikur. Eđlilegast er 12. ... Rxe2+ en Björn á ţađ til ađ hleypa öllu í bál og brand ţó traustari leiđir standi til bođa.

13. exd5 Bg4 14. dxc6 e4 15. cxb7 Ha2!?

gf9n6dfp.jpgMeđ hugmyndinni 16. Rxa2 Rxe2+ 17. Kh1 Rxg3+ og drottningin fellur. Gallinn viđ atlögu svarts er ađ b7-peđiđ reynist mikil ógn.

16. Rxd4!?

16. Bf4 kom einnig sterklega til greina.

16. ... Bxd1 17. Rxa2 Dxd4 18. Be3!?

Annar möguleiki var 18. Hxd1 Rg4 19. Hb2 e3! međ flókinni stöđu.

18. ... Dxd3 19. Hfxd1 Dxc4 20. Hac1!

Vandi svarts er sá ađ 20. ... Dxa2 er svarađ međ 21. Hc8 og vinnur.

20. ... Da6 21. Hc7 Rg4 22. Bc5 Be5!

Ţrátt fyrir erfiđa stöđu hittir Björn á bestu vörnina. „Rybka" gefur nú upp ađ best sé 23. b5! Da4 24. Rc3! Bxc3 25. Hc1 og svo framvegis. Betra er 23. ...De6 24. Hc6 Df5 25. Rb4.

23. He7 De2?

Björn var í miklu tímahraki og finnur ekki einu vörnina 23. ... e3! 24. Hxe5 De2!! t.d. 25. Hed5 exf2+ 26. Kh1 De1+! 27. Bf1 De4+ og ţráskákar.

24. Hf1 Dxa2 25. Hxe5! Rxe5 26. Bxf8

Eftir 26. ... Da7 27. Bd6 Dxb7 28. Bxe5 Dxb4 ćtti hvítur ađ vinna međ hrók og tvo biskupa gegn drottningu.

26. ... Rd7 27. Hd1! Rb8 28. Hd8 Rc6 29. Bc5+

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 13. mars 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákmót öđlinga hefst 23. mars

Skákmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 23. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12.  Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik.

Núverandi öđlingameistari er Bragi Halldórsson.

Dagskrá:

  • 1. umferđ miđvikudag 23. mars kl. 19.30
  • 2. umferđ miđvikudag 30. mars kl. 19.30
  • 3. umferđ miđvikudag 6. apríl kl. 19.30
  • 4. umferđ miđvikudag 13. apríl kl. 19.30
  • 5. umferđ miđvikudag 27. apríl kl. 19.30
  • 6. umferđ miđvikudag 4. maí kl. 19.30
  • 7. umferđ miđvikudag 11. maí kl. 19.30

Mótinu lýkur miđvikudaginn 18. maí kl. 19:30 međ hrađskákmóti og verđlaunaafhendingu.  Keppt er um veglegan farandbikar,en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í ađalmótinu og hrađskákmótinu.

Ţátttökugjald er kr. 4.000 fyrir ađalmótiđ og kr 500 fyrir hrađskákmótiđ.  Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ ásamt rjómavöfflum og öđru góđgćti á lokakvöldi.

Skráning fer fram á heimasíđu TR.  Upplýsingar um skráđa keppendur má nálgast hér


Feller og félagar dćmdir sekir af aganefnd

Stórmeistararnir Sebastian Feller og Arnaud Hauchard og alţjóđlegi meistarinn Cyril Marzalo voru dćmdir sekir um svindl á Ólympíuskákmótinu af aganefnd Franska skáksambandsins.   Nefndin telur ađ nćgilegar sannanir séu um brot ţeirra. 

Miđađ viđ ítarlega frásögn á ChessVibes fór svindliđ ţannig fram ađ Marzelo sem staddur var í Frakklandi sendi bćđi Feller og Hauchard, sem var liđsstjóri frönsku sveitarinnar, SMS á međan skákirnar fóru fram.   Ţađ hefur komiđ í ljós ađ ţá daga sem skákirnar fóru fram sendi Marzelo um 200 SMS-skeyti til Feller og Hauchard.  Ađra daga sendi hann engin SMS-skilabođ til ţeirra.

Marzelo fćr 5 ára keppnisbann, Feller fćr ţriggja ára bann og Hauchard fćr lífstíđarbann sem liđsstjóri.  Málinu verđur áfrýjađ.  

Ítarlega frásögn má finna á ChessVibes.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 169
  • Frá upphafi: 8779107

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband