Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Skákţáttur Morgunblađsins: Jóhann í hópi efstu manna á Norđurlandamótinu

Jóhann Hjartarson er í efsta sćti eftir sex umferđir í opna flokki Norđurlandamótsins í Växjö í Svíţjóđ ásamt Allan Stig Rasmussen frá Danmörku og Svíunum Nils Grandelius og Jonathan Westerberg. Ţeir hafa hlotiđ fimm vinninga. Jóhann gerđi jafntefli viđ stigahćsta keppanda mótsins, Nils Grandelius, í 6. umferđ.

Íslandsmeistarinn Guđmundur Kjartansson vann fyrstu ţrjár skákirnar, náđi svo jafntefli úr tapađri stöđu í skák sinni viđ Jóhann í 4. umferđ en tapađi skákum sínum í fimmtu og sjöttu umferđ. Keppendur eru 73 talsins og verđa tefldar níu umferđir.

Í flokki keppenda 50 ára og aldri er Áskell Örn Kárason í 3.-5. sćti međ 3 ˝ vinning úr fimm skákum og Lenka Ptacnikova er fulltrúi okkar í kvennaflokknum og hefur hlotiđ 2 vinninga úr ţrem fyrstu skákum sínum.

Möguleikar Jóhanns á lokasprettinum hljóta ađ teljast góđir en hann hefur teflt af miklu öryggi og allir sigrar hans sannfćrandi. Í eftirfarandi skák sem tefld var í 2. umferđ stóđ hann frammi fyrir örvćntingarfullri gagnsókn og hratt atlögunni á fumlausan hátt:

NM 2017; 2. umferđ:

Jóhann Hjartarson – Tom Rydström

Slavnesk vörn

1. c4 c6 2. Rf3 d5 3. e3 Rf6 4. b3 Bf5 5. Bb2 e6 6. Be2 Rbd7 7. Rh4 Bg6 8. O-O Bd6 9. g3 De7 10. Rc3 e5?! 11. cxd5 Rxd5 12. Rxd5 cxd5 13. f4!

Snarplega teflt eftir hinn vafasama 12. leik svarts.

13. ... f6 14. Bb5

Enn betra var 14. Bh5! međ hugmyndinni 14. ... Bxh5 15. Dxh5+ Df7 16. Rf5! og svartur tapar peđi, t.d. 16. ... Dxh5 17. Rxg7+ og 18. Rxh5.

14. ... O-O-O 15. Dg4 Kb8 16. Rxg6 hxg6 17. Dxg6

Öruggara var 17. Bxd7.

17. ... exf4 18. exf4 Bc5+?!

Í eina skiptiđ í skákinni gat svartur náđ tafljöfnun og jafnvel gott betur, best var 18. ... Rc5!

19. Kg2 De6 20. h4 Hh6 21. Dd3 a6 22. De2 Dd6 23. Bxd7 Dxd7 24. Hfe1 g5?!

Reynir ađ opna tafliđ en Jóhann hirđir peđiđ óhrćddur.

25. fxg5 fxg5 26. De5+ Ka8 27. Dxg5 Hf8 28. Hf1 Hxf1 29. Hxf1 He6 30. Dg4 De8 31. Kh3 Hg6 32. Df3 Bd6 33. g4 He6 34. Dxd5 Bb8 35. Hf2 He1 36. Hf7 Dc8 37. Hf6 Bc7 38. Df3 He8 39. Hxa6+

Ţađ er eftirtektarvert ađ hvítur var ekkert ađ flýta sér ađ ţessu. Hótunin er sterkari en leikurinn.

39. ... Kb8 40. Hh6 Dd7 41. Bc3 Ha7 42. Hf6 He7 43. Df2 b6 44. Df3 De8 45. Hf8 He2

GHL11FH3EHótar máti á h2. Hvađ er nú til ráđa?

46. Be5!

Línurof, 46. ... Dxe5 er svarađ međ 47. Ha8 mát og eftir 46. ... Bxe5 kemur 47. Hf7+ o.s.frv. Svartur gafst upp.

 

Magnús tapađi ţrem í röđ en vann samt í París

Magnús Carlsen tapađi ţrem skákum í röđ á lokaspretti fyrsta móts syrpunnar Grand chess tour í París um síđustu helgi. Mótiđ er byggt upp međ atskákum og hrađskákum. Viđ ţessar hrakfarir komst heimamađurinn Vachier-Lagrave í efsta sćtiđ og hafđi ˝ vinnings forskot fyrir lokaumferđina. Hann varđ ađ sćtta sig viđ jafntefli en Magnús vann og ţeir ţurftu ţví ađ tefla tvćr hrađskákir til ađ útkljá baráttuna um efsta sćtiđ. Og eins og áđur hafđi Magnús betur, 1˝ : ˝.

 

Á miđvikudaginn hófst svo í Leuven í Belgíu annađ bikarmótiđ og eftir sex fyrstu atskákirnar var Wesley So efstur međ 10 stig en Magnús og Vachier-Lagrave fylgdu honum fast á eftir međ 8 stig hvor. Í dag og á morgun tefla keppendur samtals 18 hrađskákir, 5 3 Bronstein. Gott er ađ fylgjast međ baráttunni á vefnum Chess24.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 1. júlí 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Radjabov byrjar best í Genf

R21

FDIE Grand Prix-hófst í fyrradag í Genf. Aserinn Teimour Radjabov (2724) byrjar best allra en hann er sá eini sem unniđ hefur báđar sínar skákir.

Fimm skákmenn hafa 1,5 vinning og ţar á međal eru Aronian og Mamedaryov. 

Nánar á heimasíđu mótsins.

 


Sumarmót viđ Selvatn XI

Selvatn1

SKÁKDEILD KR efnir til  sinnar árlegu skákhátíđar og SUMARSKÁKMÓTS viđ Selvatn, fimmtudaginn 27. júlí nk. Mótiđ sem nú er fer fram í ellefta sinn verđur haldiđ ađ venju međ sérstöku viđhafnarsniđi. Hátíđarkvöldverđur frá Eldhúsi Sćlkerans  verđur reiddur fram undir beru lofti og kaffi, heilsudrykkir og kruđerí í bođi á međan á móti stendur.

Mótiđ sem er öllum opiđ hefst kl. 16.30 og stendur fram eftir kvöldi. Ţátttaka takmarkast ţó viđ ađ hámarki 40  keppendur - svo fyrstir koma fyrstir fá. Tefldar verđa 11 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. Góđ verđlaun og viđurkenningar fyrir efstu menn og fleiri

Ţátttökugjald kr. 10.000. Allur ágóđi rennur til efla keppnissjóđ klúbbsins, sem rekur skákstarfssemi sína allt áriđ um kring og á nú sćti  1. deild á Íslandsmóti skákfélaga 3ja áriđ í röđ.   

Selvatn2

Mótshöldurum er ţađ mikil ánćgja ađ bjóđa bćđi eldri sem yngri skákmenn velkomna til ţessarar skemmtilegu skákhátíđar ţar sem mönnum gefst kostur á ađ láta gamminn geysa út í guđgrćnni nátturinni viđ fjallavatniđ fagurblátt.  

Ţar sem keppendafjöldi er takmarkađur er áríđandi ađ ţeir sem hafa hug á ađ vera međ tilkynni ţátttöku sína sem allra fyrst. Annađ hvort  međ tölvupósti til kr.skak@gmail.com eđa međ SMS-skeytum í síma  893-0010 (GRK) eđa 690-2000 (ESE)

Til ađ flýta fyrir óskast ţátttökugjaldiđ síđan greitt inn á reikning  115-26-47077, kt. 470776-0139

Sjáumst og kljáumst !!

Fh. Mótsnefndar ESE/GRK

  1. Listaskálinn viđ Selvatn er skammt fyrir ofan Geitháls viđ Nesjavallaveg. Skákmerki verđur sett upp viđ afleggjarann heim ađ Skákseli sem er til vinstri ţar sem beygt er inn á heimtröđina.

Nýtt fréttabréf SÍ

Trio Iceland_4917

Nýtt fréttabréf SÍ kom út í fyrradag. Međal efnis í blađinu:

  • Jóhann og Lenka Norđurlandmeistarar í skák
  • Alţjóđlegt unglingamót til minningar um Steinţór Baldusson
  • Friđrik teflir í Dundee
  • Íslandsmót kvenna hefst 16. ágúst
  • NM barna- og grunnskólasveita haldiđ ađ Laugum í september
  • Ný mótaáćtlun SÍ
  • Skráning í Norđurljósamótiđ
  • GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ - niđurtalning
  • Mót á döfunni

Fréttabréfiđ má nálgast hér.

Fréttabréf SÍ kemur einu sinni á mánuđi ađ jafnađi og er sent rafrćnt til áskrifenda. Hćgt er ađ skrá sig fyrir ţig á Skák.is (ofarlega til vinstri).

Eldri fréttabréf SÍ má finna hér.

 


Fundargerđ ađalfundar SÍ

Ađalfundur SÍ var haldin 27. maí sl. Fundargerđ fundarins er nú ađgengileg. Hana má sem finna sem viđhengi. 

Einnig er fundargerđ fyrsta stjórnarfundar SÍ ađgengileg.

Fundargerđirnar báđar fylgja međ sem viđhengi.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Garry Kasparov snýr aftur!

kasparov-at-paris-vip-blitz

Garry Kasparov fetar í fótspor Jóhanns Hjartarsonar og snýr aftur! Ţrettándi heimsmeistarinn tefldi síđast reiknađa skák 2015 og hefur síđan ţá lítiđ teflt nema í sýningarskákir. Hann reyndar tefldi einvígi viđ Short áriđ 2015 og á fjögurra manna móti áriđ 2016 ásamt Nakamura, So og Caruana. Nú teflir hann vegar á skákmóti - reiknuđu til skákstiga í ágúst í St. Louis.

Á mótinu, sem Garry teflir, er teflt eftir sama fyrirkomulagi og í París og Leuven. Níu atskákir og 18 hrađskákir.

Međal andstćđinga hans verđa Nakamura, Caruana, Aronian, Karjakin og Anand. 

Nánar má lesa um endurkomu Kasparovs á Chess24.

Mynd: Lennart Ootes (af Chess24).


Alţjóđlegt unglingamót til minningar um Steinţór Baldursson

IMG_3320

Skáksamband Íslands og Skákskóli Íslands standa fyrir alţjóđlegu unglingamóti í janúar nk. Mótiđ verđur minningarmót um Steinţór Baldursson, fyrrum stjórnarmann SÍ og alţjóđlegan skákdómara, sem lést langt fyrir aldur fram í fyrra.

Virđing hf. ţar sem Steinţór vann síđustu starfsárin veitti stjórn SÍ nýlega 750.000 kr. til stuđnings mótshaldinu. Gunnar Björnsson, forseti SÍ, og Claire Bilton, ekkja Steinţórs, veittu styrknum móttöku. Forstjóri Virđingar, Hannes Frímann Hrólfsson og Lára Björnsdóttir frá Virđingu fćrđu SÍ styrkinn.

Steinţór í Tromsö

Jafnframt styrkir Landsbankinn viđ mótiđ međ 750.000 kr. framlagi en ţar starfađi Steinţór um langt árabil.

Fyrirkomulag mótsins verđur kynnt í ágúst. 

SÍ fćrir Virđingu og Landsbankanum miklar ţakkir fyrir ađ styđja svona myndarlega viđ mótshaldiđ.


Ráđgátan um uppruna taflmannanna frá Ljóđhúsum - Íslenska kenningin

Taflmennirnir frá Ljóđhúsum og Margrét hin haga

 

Ritiđ The Enigma of the Lewis Chessmen – The Icelandic Theory  um hina fornu taflmenn og mögulegan íslenskan uppruna ţeirra, eftir Guđmund G. Ţórarinsson, verkfrćđing, er nú komin út í fjórđa sinn í enn aukinni og endurbćttri útgáfu á ensku í ritstjórn Einars S. Einarssonar. 

FORSÍĐA BÓKARINNAR.2017 230138-001

 

Ţeirri áhugaverđu tilgátu ađ hinir fornfrćgu taflmenn séu íslenskir ađ uppruna, en ekki norskir - gerđir í  Ţrándheimi, eins og haldiđ hefur veriđ fram, vex stöđugt fylgi. Kenning Guđmundar ţar um er nú almennt viđurkennd sem jafngild hinni fyrri og af mörgum talin sennilegri.    

Ţormóđur - eftir forvörslu - Fornleifastofnum Íslands

Ţessir merku skák- og listmunir fundust 1831 grafnir í sand í Uig (Vík) á eyjunni Lewis eđa Ljóđhúsum eins og eyjan er jafnan nefnd í fornum íslenskum heimildum. Ţeir er  fyrstu taflmennirnir međ nútímasniđi sem fundist hafa í heiminum og  taldir vera međal 5 merkustu muna og gersema í eigu Breska ţjóđminjasafnsins og ţess Skoska, ţar sem 11 af ţeim 93 taflmönnum sem fundust eru varđveittir, en í ţeim söfnum kennir margra grasa.   

Berserkir - tvífarar

Eins og kunnugt er endurvakti Guđmundur áriđ 2010 ţá einkar athyglisverđu kenningu, sem Sir Frederic Madden safnvörđur British Museum setti fram 1832 stuttu eftir ađ taflmennirnir fundust, ađ ţeir vćru ađ öllum líkindum íslenskir ađ uppruna.  Skornir úr rostungstönnum í Skálholti í lok 12. aldar af Margréti hinni högu, prestfrú ţar fyrir tilstuđlan Páls Jónssonar, biskups.  Fjallađ hefur veriđ um ţessa kenningu og söguskođun á alţjóđlegum málţingum bćđi í Edinborg og í Skálholti og ritađ um hana í New York Times, the Scotsman og fleiri víđlesnum blöđum og skáksíđum víđa um heim.  

ŢORMÓĐUR - Berserkurinn frá Siglunesi

Í ljósi ţeirra nýju röksemda og ígrundana, sem settar eru  fram í hinni auknu og endurbćttu útgáfu, má segja ađ hinni norsku kenningu hafi mögulega veriđ hrundiđ. Kemur ţar einkum til ađ ţađ mikla ófremdarástand ríkti á erkibiskups-stólnum í Niđarósi í lok 11. aldar á ţeim tíma ţegar taflmennirnir eru taldir hafa veriđ gerđir sem og mörg önnur afar söguleg og athyglisverđ rök sem benda til Íslands.  

Fyrir sex árum síđan fannst útskorinn taflmađur úr beini á Siglunesi frá sama tíma, sem ber svo sterkt svipmót af hróknum/berserknum í Lewistaflsettunum ađ vart fer milli mála ađ sá sem hann gerđi hafi annađ hvort veriđ kunnugur ţeim eđa umrćddur hrókur veriđ fyrirmynd ţeirra.  

Ivory Vikings kápumynd

Bókin IVORY VIKINGS – The Mystery of the Most Famous Chessmen in the World and the Woman who made them – sem út kom fyrir tveimur árum, eftir bandaríska rithöfundinn og sagnfrćđinginn Nancy M. Brown, hleypir enn frekari stöđum undir íslensku kenninguna um uppruna hinna fornu taflmanna.  

Ef kenningin um ađ taflmennirnir frá Ljóđhúsum séu í raun íslenskir ađ uppruna reynist rétt mun hún varpa nýju ljósi á menningu og handmennt landsmanna okkar til forna og breyta Íslandssögunni.  Forfeđur okkar voru ekki einungis frábćrir sögumenn, skáld og sagnaritarar - sem alkunna er - heldur og einnig afburđa lista- og hagleiksmenn á heimsvísu.

Bókin er til sölu í Safnbúđ Ţjóđminjasafnsins, Gestastofu Skálholts og hjá útgefandanum: galleryskak@gmail.com. Hćgt er ađ skrá sig fyrir bókinni hér á Skák.is (guli kassinn).


Jóhann Hjartarson í Akraborginni

Clipboard01

Jóhann Hjartarson, stórmeistari í skák varđ um helgina Norđurlandameistari í skák í annađ sinn. Jóhann kíkti um borđ í Akraborgina á X-inu og spjallađi um ferilinn og óvćntan titil. 

Viđtaliđ er alls 15 mínútur og er óhćtt ađ mćla međ ţví.

Viđtaliđ má nálgast hér.


Lyfjaval í Mjódd sem Hjörvar Steinn Grétarsson tefldi fyrir sigrađi á Mjóddarmótinu

20170701_161719

 

Hjörvar Steinn Grétarsson sem tefldi fyrir Lyfjaval í Mjódd sigrađi örugglega međ fullu húsi 7v af sjö mögulegum á Mjóddarmótinu sem fram fór laugardaginn 1. júlí sl. í göngugötunni í Mjódd Annar var Dađi Ómarsson međ 6v sem tefldi fyrir Gámaţjónustuna. Gámaţjónustan var einnig í öđru sćti í fyrra en ţá međ annan keppanda viđ stýriđ. Ţađ var meiri slagur um ţriđja sćtiđ á mótinu en ţar voru fjórir skákmenn jafnir í 3. – 6. sćti međ 5v en ţađ voru Hilmir Freyr Heimisson sem tefldi fyrir Hjá Dóra, Aron Ţór Maí sem tefldi fyrir Suzuki bílaVignir Vatnar Stefánsson sem tefldi fyrir Gísla Einarsson múrarameistara og Júlíus Björnsson sem tefldi fyrir Eflingu stéttarfélag. Ţeir Hilmir Freyr, Aron Ţór og Vignir Vatnar eru allt ungir og efnilegir skákmenn sem eflaust munu vinna mótiđ síđar. Júlíus Björnsson hefur hins vegar ekki sést á móti hérna lengi enda býr hann erlendis og er hérna ađ heimsćkja vini og ćtttingja og notađi tćkifćriđ og skellti sér á Mjóddarmótiđ. Annar keppandi sem kom langt ađ er Torin Kuehnle sem kemur fá Philadelphia í Bandaríkjunum og er hér í stuttu sumarleyfi.

 

Mjóddarmótiđ hefur ekki áđur fariđ fram í júlí ţannig ađ ţađ var rennt nokkuđ blint í sjóinn međ ţátttökuna.  33 skákmađur tók ţátt sem er nokkuđ nćrri međalţátttöku og verđur ađ teljast harla gott miđađ viđ núverandi ađstćđur. Mótiđ var vel skipađ blöndu af eldri og yngri skákmönnum. Af ţeim sem tóku ţátt höfđu Hjörvar, Dađi og Bragi Halldórsson sem núna tefldi fyrir Reykjavíkurborgunniđ mótiđ áđur. Mótshaldiđ tókst vel ţrátt fyrir tvćr bilađar klukkur, hrók á hvolfi og ólöglega leiki og má segja ađ engin ágreiningsefni hafi komiđ upp fyrr en í lokin ţegar bćđi Róbert Lagerman sem tefldi fyrir ÍTR og Júlíus Björnsson töldu báđir sig hafa unniđí í lokaumferđinni ţótt ţeiri hefđu átt ađ tefla innbyrđis. Viđ ahugun kom í ljós ađ ţeir höfđu alls ekki teflt saman heldur tefldi Róbert viđ Braga Halldórsson og Júlíus viđ Alexander Oliver Mai, Ökuskólinn í Mjódd. Máliđ var bara leyst međ ţví ađ leiđrétta pörun lokaumferđar miđađ viđ hvernig hún var tefld. Ţetta má eflaust skrifa á ţađ hve bjart var í Mjóddinni ţótt ţađ vćri skýjađ ţannig ađ pörunin sem varpađ var á hvítan vegginn í Mjóddinni sást ekki alstađar vel. Ađ vísu var hún einnig lesin upp en ţađ virđist ekki hafa dugađ til í ţessu tilviki. Ţađ má svo velta fyrir sér hvort mistökin hefđu nokkuđ uppgötvast ef Alexander Oliver hefđi unniđ Júlíus.

Skákfélagiđ Huginn ţakkar keppendum fyrir ţátttökuna og fyrirtćkjunum fyrir ţeirra framlag til mótsins. Sjáumst ađ ári.

Nánar á Skákhuganum

Lokastađan á Chess-Results.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 132
  • Frá upphafi: 8779210

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 91
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband