Leita í fréttum mbl.is

Ráđgátan um uppruna taflmannanna frá Ljóđhúsum - Íslenska kenningin

Taflmennirnir frá Ljóđhúsum og Margrét hin haga

 

Ritiđ The Enigma of the Lewis Chessmen – The Icelandic Theory  um hina fornu taflmenn og mögulegan íslenskan uppruna ţeirra, eftir Guđmund G. Ţórarinsson, verkfrćđing, er nú komin út í fjórđa sinn í enn aukinni og endurbćttri útgáfu á ensku í ritstjórn Einars S. Einarssonar. 

FORSÍĐA BÓKARINNAR.2017 230138-001

 

Ţeirri áhugaverđu tilgátu ađ hinir fornfrćgu taflmenn séu íslenskir ađ uppruna, en ekki norskir - gerđir í  Ţrándheimi, eins og haldiđ hefur veriđ fram, vex stöđugt fylgi. Kenning Guđmundar ţar um er nú almennt viđurkennd sem jafngild hinni fyrri og af mörgum talin sennilegri.    

Ţormóđur - eftir forvörslu - Fornleifastofnum Íslands

Ţessir merku skák- og listmunir fundust 1831 grafnir í sand í Uig (Vík) á eyjunni Lewis eđa Ljóđhúsum eins og eyjan er jafnan nefnd í fornum íslenskum heimildum. Ţeir er  fyrstu taflmennirnir međ nútímasniđi sem fundist hafa í heiminum og  taldir vera međal 5 merkustu muna og gersema í eigu Breska ţjóđminjasafnsins og ţess Skoska, ţar sem 11 af ţeim 93 taflmönnum sem fundust eru varđveittir, en í ţeim söfnum kennir margra grasa.   

Berserkir - tvífarar

Eins og kunnugt er endurvakti Guđmundur áriđ 2010 ţá einkar athyglisverđu kenningu, sem Sir Frederic Madden safnvörđur British Museum setti fram 1832 stuttu eftir ađ taflmennirnir fundust, ađ ţeir vćru ađ öllum líkindum íslenskir ađ uppruna.  Skornir úr rostungstönnum í Skálholti í lok 12. aldar af Margréti hinni högu, prestfrú ţar fyrir tilstuđlan Páls Jónssonar, biskups.  Fjallađ hefur veriđ um ţessa kenningu og söguskođun á alţjóđlegum málţingum bćđi í Edinborg og í Skálholti og ritađ um hana í New York Times, the Scotsman og fleiri víđlesnum blöđum og skáksíđum víđa um heim.  

ŢORMÓĐUR - Berserkurinn frá Siglunesi

Í ljósi ţeirra nýju röksemda og ígrundana, sem settar eru  fram í hinni auknu og endurbćttu útgáfu, má segja ađ hinni norsku kenningu hafi mögulega veriđ hrundiđ. Kemur ţar einkum til ađ ţađ mikla ófremdarástand ríkti á erkibiskups-stólnum í Niđarósi í lok 11. aldar á ţeim tíma ţegar taflmennirnir eru taldir hafa veriđ gerđir sem og mörg önnur afar söguleg og athyglisverđ rök sem benda til Íslands.  

Fyrir sex árum síđan fannst útskorinn taflmađur úr beini á Siglunesi frá sama tíma, sem ber svo sterkt svipmót af hróknum/berserknum í Lewistaflsettunum ađ vart fer milli mála ađ sá sem hann gerđi hafi annađ hvort veriđ kunnugur ţeim eđa umrćddur hrókur veriđ fyrirmynd ţeirra.  

Ivory Vikings kápumynd

Bókin IVORY VIKINGS – The Mystery of the Most Famous Chessmen in the World and the Woman who made them – sem út kom fyrir tveimur árum, eftir bandaríska rithöfundinn og sagnfrćđinginn Nancy M. Brown, hleypir enn frekari stöđum undir íslensku kenninguna um uppruna hinna fornu taflmanna.  

Ef kenningin um ađ taflmennirnir frá Ljóđhúsum séu í raun íslenskir ađ uppruna reynist rétt mun hún varpa nýju ljósi á menningu og handmennt landsmanna okkar til forna og breyta Íslandssögunni.  Forfeđur okkar voru ekki einungis frábćrir sögumenn, skáld og sagnaritarar - sem alkunna er - heldur og einnig afburđa lista- og hagleiksmenn á heimsvísu.

Bókin er til sölu í Safnbúđ Ţjóđminjasafnsins, Gestastofu Skálholts og hjá útgefandanum: galleryskak@gmail.com. Hćgt er ađ skrá sig fyrir bókinni hér á Skák.is (guli kassinn).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 25
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 201
  • Frá upphafi: 8764603

Annađ

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 162
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband