Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Nýkrýndir Norđurlandameistarar á Skákhátíđ í Árneshreppi um nćstu helgi

download

Skákhátíđ í Árneshreppi verđur haldin dagana 7. til 9. júlí ţar sem áhugamönnum gefst kostur á ađ spreyta sig gegn sumum bestu skákmönnum Íslands. Međal ţeirra sem ţegar eru skráđ til leiks eru Guđmundur Kjartansson, nýbakađur Íslandsmeistari, stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Lenka Ptacnikova og landsliđskonan Guđlaug Unnur Ţorsteinsdóttir. 

Hátíđin hefst međ tvískákarmóti og brennu í Trékyllisvík föstudagskvöldiđ 7. júlí kl. 20. Í tvískák eru tveir saman í liđi, og iđulega afar heitt í kolunum. 

963821

Hápunktur hátíđarinnar verđur laugardaginn 8. júlí í félagsheimilinu, minninningarmót Jóhönnu Kristjónsdóttur 2017. Jóhanna, sem lést 11. maí síđastliđinn, var međal ötulustu liđsmanna Hróksins og hafđi jafnframt sterk tengsl viđ Árneshrepp. Yfirskrift hátíđarinnar er sótt í kjörorđ Jóhönnu: Til lífs og til gleđi. 

d2009v_1152705

Minningarmótiđ hefst klukkan 14 og verđa tefldar 8 umferđir, međ 10 mínútna umhugsunartíma. Verđlaun á mótinu eru í senn vegleg og óvenjuleg, m.a. listaverk sem Guđjón Kristinsson frá Dröngum og Valgeir Benediktsson í Árnesi vinna sérstaklega af ţessu tilefni. Ţá verđa ýmsir munir úr fjarlćgum löndum, vegleg gjafabréf og fleiri vinningar. 

ImageHandler (1)

Á laugardagskvöldiđ verđur hátíđarkvöldverđur í félagsheimilinu, ţar sem ýmislegt verđur til skemmtunar, og verđlaun á minningarmóti Jóhönnu afhent. 

Hátíđinni lýkur međ hrađskákmóti í Kaffi Norđurfirđi sunnudaginn 9. júlí kl. 12. Ţar verđa tefldar 5 mínútna skákir, 7 umferđir, og sigurvegarinn hlýtur nafnbótina Norđurfjarđarmeistarinn 2017. 

Hrókurinn hefur um árabil efnt til skákviđburđa í Árneshreppi og ţangađ hafa flestir bestu skákmenn landsins og fjölmargir áhugamenn lagt leiđ sína á skákmót og hátíđir. 

ImageHandler

Árneshreppur er afskekktasta og fámennasta sveitarfélag á Íslandi, en jafnframt eitt hiđ fegursta og stórbrotnasta. Ţađ er Hróknum mikiđ gleđiefni ađ geta nú bođađ til hátíđar undir kjörorđunum: Til lífs og til gleđi. 

  • Áhugasamir ćttu ađ skrá sig sem fyrst hjá hrafnjokuls@hotmail.com eđa chesslion@hotmail.com
  • Mjög góđ tjaldstćđi eru í Trékyllisvík og Norđurfirđi.  
  • Gistirými er takmarkađ en viđ reynum ađ hjálpast ađ viđ ađ koma öllum góđum gestum í hús!

Samstarf Skákskólans og Skákdeildar Breiđabliks nćsta vetur

Breidablik_Skakskolinn2017

Skákskóli Íslands og Skákdeild Breiđabliks munu hafa samvinnu um daglega skákţjálfun efnilegra skákkrakka á grunnskólaaldri nćsta vetur. Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskólans hefur jafnframt veriđ ráđinn yfirmađur skákţjálfunarmála hjá Skákdeild Breiđabliks. Helgi er FIDE Senior Trainer og margreyndur stórmeistari í skák. 


Skákţáttur Morgunblađsins: Skákmót međ styttri umhugsunartíma njóta vaxandi vinsćlda

Heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen gekk ekki vel á norska mótinu um síđustu helgi. Hann hlaut 4 vinninga af níu mögulegum, varđ í 6.-9. sćti og Armeninn Levon Aronjan hljópst á brott međ sigurlaunin og er allur ađ fćrast í aukana eftir nokkur mögur ár. Sá grunur lćđist ađ manni ađ ţađ henti Norđmanninum hreinlega betur ađ tefla skákir međ styttri umhugsunartíma. Kannski er hann svona nćmur á samtíđ sína en stađreyndin er sú ađ styttri skákirnar fá ć meiri athygli. Eftirminnileg var sú kvöldstund heimsmeistaraeinvígisins í New York í fyrra ţegar úrslitaskákirnar fjórar, sem Magnús og Karjakin tefldu ađ afloknu ţunglamalegu 12 skáka einvígi sem lauk án niđurstöđu, voru sýndar á breiđtjaldi á Times Square í New York og Rauđa torginu í Moskvu og fylgdist mikill mannfjöldi međ.

Garrí Kasparov var í vikunni viđstaddur opnun mótarađar í París, Grand Chess tour en ţar eru mćttir til leiks ýmsir kunnir kappar og enn og aftur var Magnús Carlsen mćttur til leiks. Kasparov sem er einn skipuleggjanda gat ţess í viđtali viđ frönsku pressuna ađ ţessa dagana vćri auđveldara ađ finna kostendur fyrir mót međ styttri umhugsunartíma. Fyrirkomulagiđ er ţannig ađ tíu ţátttakendur tefla níu at-skákir međ tímamörkum „25 10 Bronstein“, síđan er tvöföld umferđ í hrađskákinni međ tímamörkunum „5 3 Bronstein“. Kasparov lagđi furđu mikla áherslu á ađ „Bronstein tímamörkin“ yrđu notuđ á Reykjavik Rapid-mótinu 2004 og situr enn viđ sinn keip. Í ţví kerfi bćtist ekki viđ tímann.

Í París eru gefin tvö stig fyrir sigur í at-skákinni og eitt stig fyrir jafntefli. Í hrađskákinni fá menn 1 stig fyrir sigur og jafntefli er eftir sem áđur ˝ vinningur. Ţetta eru ekki slćm býtti fyrir norska heimsmeistarann sem ađ loknum sjö umferđum hefur náđ forystunni. Stađan: 1. Carlsen 10 stig. 2. Nakamura 9 stig. 3. Mamedyarov 8 stig. 4.-5. So og Grischuk 7 stig. 6. Vachier-Lagrave 6 stig. 7. Karjakin 5 stig. 8. Topalov 4 stig 9. Bacrot 3 stig 10. Caruana 1 stig.

Ţađ gefur auga leiđ ađ viđureignir međ skertum umhugsunartíma eru misjafnar ađ gćđum en spennan er líka meiri.

GU811EJTNMagnús lék afar lćvísum leik í ţessari stöđu í 3. umferđ:

 

Magnús Carlsen – Vachier-Lagrave

30. De2!

Verst ýmsum hótunum og virđist undirbúa framrás b-peđsins.

30. ... Kh8??

Hann varđ ađ leika 30. ... Bd6 eđa 30. ... He8.

31. f4!

Vinnur mann. Svartur reyndi ....

31. ... exf3 32. Dxe5 Dh5

... en eftir

33. Rf4 Dxh2 34. Rg6+ Kh7 35. Rxf8+ Kh8 35. Rg6+ Kh7 37. Rf4!

... var frekari barátta vonlaus og Frakkinn gafst upp í 39. leik.

Hćgt er ađ fylgjast međ hrađskákunum í dag t.d. á vefsvćđi Chess24., Chessbomb og ICC. Baráttan hefst kl. 16 í dag en kl. 14 á morgun, sunnudag. 

Jóhann og Guđmundur tefla á Norđurlandamótinu í skák

Norđurlandamótiđ í skák hefst í ţrem flokkum í Växsjö í Svíţjóđ á mánudaginn. Í opna flokki mótsins tefla Íslandsmeistarinn Guđmundur Kjartansson og Jóhann Hjartarson. Jóhann varđ Norđurlandameistari fyrir 20 árum. Stigahćstur keppenda er Svíinn Nils Grandelius. Efsta sćtiđ gefur keppnisrétt á heimsbikarmóti FIDE sem fram fer í Georgíu í haust. 

Lenka Ptacnikova teflir á Norđurlandamóti kvenna og ţá teflir Áskell Örn Kárason í öldungaflokki mótsins.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 24. júní 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Ný alţjóđleg skákstig

Ný alţjóđleg skákstig komu út 1. júlí sl. Ákaflega litlar breytingar er á listanum nú međal Íslendinga enda tefldu ađeins fimm íslenskir skákmenn reiknađa skák í síđasta mánuđi. Héđinn Steingrímsson (2576) er stigahćsti skákmađurinn landsins.

Topp 20

Héđinn Steingrímsson (2576) er stigahćsti skákmađur landsins. Í nćstu sćtum er Hjörvar Steinn Grétarsson (2567) og Jóhann Hjartarson (2541) sem á inni svo hćkkun fyrir frammistöđuna á Norđurlandamótinu.

No.NameTitJUL17GmsDiff
1Steingrimsson, HedinnGM257600
2Gretarsson, Hjorvar SteinnGM256700
3Hjartarson, JohannGM254100
4Stefansson, HannesGM25308-18
5Petursson, MargeirGM251600
6Olafsson, HelgiGM251200
7Danielsen, HenrikGM249500
8Thorfinnsson, BragiIM246100
9Gunnarsson, Jon ViktorIM246000
10Kjartansson, GudmundurIM245911-5
11Arnason, Jon LGM245800
12Gretarsson, Helgi AssGM244800
13Kristjansson, StefanGM244700
14Thorsteins, KarlIM243200
15Gunnarsson, ArnarIM242800
16Thorhallsson, ThrosturGM242000
17Thorfinnsson, BjornIM239800
18Kjartansson, DavidFM238600
19Arngrimsson, DagurIM237600
20Ulfarsson, Magnus OrnFM237500

 

Nýliđinn og hćkkunarkónginn

Ţađ var ađeins einn nýliđi á listanum nú en ţar er á ferđinni Ţórir Björn Hrafnkelsson (1709). Ađeins einn Íslendingur hćkkađi á stigum en var á ferđinni Birkir Karl Sigurđsson (+12).

No.NameTitJUL17GmsDiff
1Hrafnkelsson, Thorir Bjorn 170961709
2Sigurdsson, Birkir Karl 19011212

 

Stigahćstu skákmenn heims


Magnus Carlsen (2822) er stigahćsti skákmađur heims. Í nćstu sćtum eru Vladimir Kramnik (2812) og Wesley So (2810)

Heimslistann má finna hér.


Magnus Carlsen öruggur sigurvegari í Leuven

Clipboard01

At- og hrađskákmótinu í Leuven í Belgíu lauk í gćr. Magnus Carlsen (2850) sýndi heldur hver vćri pabbinn í hrađskákinni ţar sem hann fékk 14˝ vinning í 18 skákum. Anish Giri (2760) og MVL (2789) komu nćstir međ 10 vinninga.

Carlsen náđi ţar međ fleiri stigum en Wesley So (2781) sem hafđi veriđ langbestur í atskákinni. Carlsen hlaut 25,5 stig, So 22,5 sitg og MVL ţriđji međ 22 stig.

Clipboard03

Nánar um gang gćrdagsins má lesa um á Chess.com.

Myndir: Maria Emelianova (af Chess.com).


Jóhann og Lenka Norđurlandameistarar í skák

jóhann-hjartarson-21

Jóhann Hjartarson (2541) og Lenka Ptácníková (2207) urđu rétt í ţessu Norđurlandameistarar í skák. Jóhann í opnum flokki og Lenka norđurlandameistari kvenna. 

Afrek Jóhanns er frábćrt ekki síst í ljósi ţess ađ Jóhann er ekki atvinnumađur í skák. Hann og sćnski stórmeistarinn Nils Grandelius (2657) komu jafnir í mark međ 7,5 vinninga í 9 skákum. Ţá var gripiđ til stigaútreiknings ţar sem vinningar andstćđinga ţeirra eru lagđir saman og ţar hafđi Jóhann mikla yfirburđi. 

Jóhann fćr keppnisrétt á Heimsbikarmótinu í skák sem fram fer í Tiblisi í Georgíu í september nk. 

Jóhann var Norđurlandameistari áriđ 1997 síđast en ţađ var eiginlega endapunkturinn á atvinnumannaferli hans ţví í kjölfariđ hóf hann störf hjá Íslenskri erfđagreiningu. Síđan 2015 hefur Jóhann tekiđ ţátt í mótum öđru hverju og varđ međal annars Íslandsmeistari í skák áriđ 2016. 

5982

Lenka Ptácníková (2207) hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum á Norđurlandamóti kvenna sem fram fór samhliđa. Hún vann Önnu Cramling (1912) í dag. Lenka fékk vinningi meira en hin danska Ellen Kakulidis (1914) sem varđ önnur.

Áskell Örn Kárason (2271) varđ annar í flokki skákmanna 50 ár og eldri. 


Jóhann og Lenka efst fyrir lokaumferđ Norđurlandamótsins í skák

 

jóhann-hjartarson

Jóhann Hjartarson (2541) er einn efstur fyrir níundu og síđustu Norđurlandamótsins í skák sem hófst kl. 9 í morgun. Jóhann vann í gćr sćnska FIDE-meistarann Martin Lokander (2329). Jóhann hefur 7 vinninga - hálfum vinningi meira en sćnski stórmeistarinn Nils Grandelius (2655). 

Í umferđ dagsins teflir Jóhann viđ sćnska alţjóđlega meistarann Jonathan Westerberg (2469). Sigur tryggir honum Norđurlandameistaratitilinn og keppnisrétt á Heimsbikarmótinu í skák í Tiblisi í Georgíu í haust. Jafntefli gćti mögulega einnig dugađ til sigurs en stigaútreikningur sker úr verđi međ jafnir. 

Lenka Ptácníková (2207) er efst á Norđurlandamóti kvenna međ 5 vinninga eftir 6 umferđir. 

Áskell Örn Kárason (2271) er ţriđji í flokki 50 ára og eldri međ 5 vinninga eftir 7 umferđir. 

Lokaumferđin í öllum flokkum hófst kl. 9 í morgun. 

 


Skakhátíđ á Ströndum fer fram nćstu helgi

download

Skákhátíđ í Árneshreppi verđur haldin dagana 7. til 9. júlí ţar sem áhugamönnum gefst kostur á ađ spreyta sig gegn sumum bestu skákmönnum Íslands. Međal ţeirra sem ţegar eru skráđ til leiks eru Guđmundur Kjartansson, nýbakađur Íslandsmeistari, stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Lenka Ptacnikova og landsliđskonan Guđlaug Unnur Ţorsteinsdóttir. 

Hátíđin hefst međ tvískákarmóti og brennu í Trékyllisvík föstudagskvöldiđ 7. júlí kl. 20. Í tvískák eru tveir saman í liđi, og iđulega afar heitt í kolunum. 

963821

Hápunktur hátíđarinnar verđur laugardaginn 8. júlí í félagsheimilinu, minninningarmót Jóhönnu Kristjónsdóttur 2017. Jóhanna, sem lést 11. maí síđastliđinn, var međal ötulustu liđsmanna Hróksins og hafđi jafnframt sterk tengsl viđ Árneshrepp. Yfirskrift hátíđarinnar er sótt í kjörorđ Jóhönnu: Til lífs og til gleđi. 

d2009v_1152705

Minningarmótiđ hefst klukkan 14 og verđa tefldar 8 umferđir, međ 10 mínútna umhugsunartíma. Verđlaun á mótinu eru í senn vegleg og óvenjuleg, m.a. listaverk sem Guđjón Kristinsson frá Dröngum og Valgeir Benediktsson í Árnesi vinna sérstaklega af ţessu tilefni. Ţá verđa ýmsir munir úr fjarlćgum löndum, vegleg gjafabréf og fleiri vinningar. 

ImageHandler (1)

Á laugardagskvöldiđ verđur hátíđarkvöldverđur í félagsheimilinu, ţar sem ýmislegt verđur til skemmtunar, og verđlaun á minningarmóti Jóhönnu afhent. 

Hátíđinni lýkur međ hrađskákmóti í Kaffi Norđurfirđi sunnudaginn 9. júlí kl. 12. Ţar verđa tefldar 5 mínútna skákir, 7 umferđir, og sigurvegarinn hlýtur nafnbótina Norđurfjarđarmeistarinn 2017. 

Hrókurinn hefur um árabil efnt til skákviđburđa í Árneshreppi og ţangađ hafa flestir bestu skákmenn landsins og fjölmargir áhugamenn lagt leiđ sína á skákmót og hátíđir. 

ImageHandler

Árneshreppur er afskekktasta og fámennasta sveitarfélag á Íslandi, en jafnframt eitt hiđ fegursta og stórbrotnasta. Ţađ er Hróknum mikiđ gleđiefni ađ geta nú bođađ til hátíđar undir kjörorđunum: Til lífs og til gleđi. 

  • Áhugasamir ćttu ađ skrá sig sem fyrst hjá hrafnjokuls@hotmail.com eđa chesslion@hotmail.com
  • Mjög góđ tjaldstćđi eru í Trékyllisvík og Norđurfirđi.  
  • Gistirými er takmarkađ en viđ reynum ađ hjálpast ađ viđ ađ koma öllum góđum gestum í hús!

Jóhann vann í gćr - er efstur ásamt Nils Grandelius

 

 

 

jóhann-hjartarson

Jóhann Hjartarson (2541) vann danska stórmeistarann Allan Stig Rasmussen (2540) í sjöundu umferđ Norđurlandamótsins í skák sem fram fór í gćr í Vaxjö í Svíţjóđ. Hann er efstur međ 6 vinninga ásamt Nils Grandelius (2655) ţegar ađeins tveimur umferđum er ólokiđ. Í áttundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer í dag, teflir Jóhann viđ sćnska FIDE-meistarnn Martin Lokander (2329).

Guđmundur Kjartansson (2464) gerđi í gćr jafntefl viđ sćnska FIDE-meistarann Felix Tuomainen (2294). Guđmundur  hefur 4 vinninga. 

Lenka Ptáncíková (2207) vann í gćr og er í 3.-4. sćti á Norđurlandamóti kvenna međ 3 vinninga eftir 4 umferđir. Í dag eru tefldar tvćr umferđir hjá Lenku.

Áskell Örn Kárason (2271) gerđi jafntefli í gćr í skrautlegri skák í flokki skákmanna 50 ára og eldri. Áskell er í 2.-6. sćti međ 4 vinninga eftir 6 umferđir

Nćst síđasta umferđ fer fram í opnum flokki og í flokki 50 ára og eldri í dag. Tvćr umferđir eru tefldar á NM kvenna. Lokaumferđ allra flokka fer fram á morgun.

 

G. Sverrir Ţór skrifar reglulega um gang mála á heimasíđu sćnska skáksambandsins

 


Mjóddarmót Hugins fer fram í dag

IMG_2836 (1)

Mjóddarmótiđ fer fram laugardaginn 1. júlí í göngugötunni í Mjódd.  Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Góđ verđlaun í bođi.  Á síđasta ári sigrađi Subway í Mjódd en fyrir ţá tefldi Dagur Ragnarsson.  Tefldar verđa sjö umferđir međ umhugsunartímanum 5 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og hér á Skák.is (guli kassinn efst). Ţátttaka er ókeypis!

Mjóddarmótiđ var fyrst haldiđ 1999 og hét ţá Kosningamót Hellis og fór fram á kjördegi. Á fyrsta mótinu sigrađi Hannes Hlífar Stefánsson sem tefldi fyrir Símvirkjann. Mótiđ fékk fljótlega nafniđ Mjóddarmótiđ enda ekki hćgt ađ halda kosningamót á hverju ári og ekki var mögulegt ađ halda mótiđ á kjördegi eftir ađ félagiđ flutti í núverandi húsnćđi.

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1. 20.000
  • 2. 15.000
  • 3. 10.000

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 8779207

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband