Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íţróttir

30 manns á vel heppnuđu ChessBase kvöldi

Fyrirlesarar og salurUm ţađ bil 30 manns létu sjá sig í Skákhöllinni í Faxafeni á Chessbase kvöldi TR, Hellis og TB síđastliđiđ föstudagskvöld. 

Björn Ţorfinnsson, Sigurbjörn Björnsson og Davíđ Ólafsson fluttu fyrirlestra um almenna notkun á Chessbase forritinu og var stutt hlé á milli fyrirlestra sem menn nýttu til ađ spjalla saman og borđa pizzur. Ţegar fyrirlestrarnir voru búnir og öllum spurningum hafđi veriđ svarađ hófst létt hrađskákmót ţar sem tefldar voru ţriggja mínútna skákir, 13 umferđir allir viđ alla.  Eftir harđa baráttu stóđ Tómas Björnsson uppi sem sigurvegari međ 11 vinninga í 13 skákum.  Skákstjóri og skipuleggjandi kvöldsins var Kristján Örn Elíasson.


Lokastađan:

 

 

Nr.NafnVinn.
  1  Tómas Björnsson                         11 
  2  Sigurđur Páll Steindórsson              10 
  3  Halldór Grétar Einarsson                9,5
 4-5 Sćvar Bjarnason                         9  
     Stefán Bergsson                          9  
  6  Rúnar Berg                              8,5
  7  Eiríkur Björnsson                       7,5
 8-9 Birgir Rafn Ţráinsson                    7  
     Siguringi Sigurjónsson                  7  
 10  Kristján Örn Elíasson                   5  
 11  Ólafur G Jónsson                       3,5
12-13Magnús Matthíasson                      2  
     Magnús Kristinsson                      2  

 

Myndaalbúm


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Róbert og Snorri unnu í áttundu umferđ

Róbert HarđarsonRóbert Lagerman (2358) og Snorri G. Bergsson (2348) sigruđu í sínum skákum í áttundu og nćstsíđustu umferđ Belgrade Trophy sem fram fór í dag.  Jón Viktor Gunnarsson (2454) gerđi jafntefli en ađrar skákir töpuđust.  Jón Viktor er efstur íslensku skákmannanna međ 5˝ vinning.

Dagur Arngrímsson (2375), sem loks tapađi fyrir stórmeistara, og Róbert hafa 5 vinninga, Jón Árni Halldórsson (2171) og Snorri hafa 4˝ vinning og Sigurđur Ingason (1923) hefur 2˝ vinning.

Níunda og síđasta umferđ fer fram á morgun. 

Alls taka 212 skákmenn ţátt í mótinu og ţar af 18 stórmeistarar og 19 alţjóđlegir meistarar.

 


Tímaritiđ Skák komiđ út!

Tímaritiđ Skák - 3. tbl. 2009Nýtt Tímaritiđ Skák er komiđ út. Útgefandi tímaritsins er Taflfélag Bolungarvíkur og ritstjóri er Halldór Grétar Einarsson.

Međal efnis er:

  • Skákţing Íslands 2009 - Landsliđsflokkur
  • Haustmót TR 2009
  • Alţjóđamót TB 2009
  • Minningarmót um Freystein Ţorbergsson 1998
Heimasíđa Tímaritsins Skákar

Íslandsmótiđ í atskák

Íslandsmót í atskák 2009 fer fram dagana 5.-6. des nk. í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12. 

Mótiđ fer fram skv. 11. grein Skáklaga Skáksambands Íslands og skv. reglugerđar SÍ um Íslandsmótiđ í atskák.

Tefldar verđa tvćr 25 mínútna skákir og verđi jafnt skal tefla 7 mínútna bráđabana ţar til hreins úrslit fást.  

Atskákmót Íslands


skal haldiđ í einu ţrepi.  Öllum er heimil ţátttaka og skal teflt međ útsláttarfyrirkomulagi.  Rađađ verđur í mótiđ skv. atskákstigum og ákvćđum reglugerđar stjórnar S.Í. um mótiđ.

Dagskrá mótsins:

  • Laugardagur 5. desember            kl. 13:00          1. umferđ (tvöföld)
  • Laugardagur 5. desember                    kl. 15:00          2. umferđ       "
  • Laugardagur 5. desember                  kl. 17.00          3. umferđ        "
  • Sunnudagur 6. desember                     kl. 13:00          4. umferđ        "
  • Sunnudagur 6.desember                    kl. 15.00          5. umferđ        "

Dagskráin gćti hnikast til dragist einstök einvígi á langinn.  Úrslitaeinvígiđ verđur teflt í desember eđa janúar.

Verđlaun:       

  • 1. verđlaun      kr. 100.000.-
  • 2. verđlaun      kr.   50.000.-
  • 3.-4. verđlaun  kr.   25.000.-
  • 5.-8. verđlaun  kr.     5.000.-

Ţátttökugjöld:           

  • kr. 1.000.- fyrir fullorđna
  • kr.    500.- fyrir 15 ára og yngri.

 

Skráningu fer fram á Skák.is.   Hćgt er einnig ađ skrá sig í tölvupósti á siks@simnet.is eđa tilkynna í síma 694 9140 virka daga kl. 10-13.  Skráningu verđur lokađ á hádegi föstudaginn 4. desember. 

Skráđir keppendur.


Ingi Tandri skákmeistari Hafnarfjarđar

Ingi TandriIngi Tandri Traustason er skákmeistari Hafnarfjarđar.  Ingi Tandri sigrađi Pál Sigurđsson í úrslitaeinvígi ţeirra á millum 1˝-˝.

Páll og Ingi urđu efstir Hafnfirđinga á Skákţingi Garđabćjar og Hafnarfjarđar sem fram fór í desember.

 


Dagur enn međ jafntefli viđ stórmeistara

Dagur Arngrímsson ađ tafli í Búdapest

Dagur Arngrímsson (2375) gerđi í dag jafntefli viđ úkraínska stórmeistarann Vadim Shishkin (2507) og hefur nú tekiđ 2˝ vinning í 4 skákum gegn stórmeisturum.   Jón Árni Halldórsson (2171) og Sigurđur Ingason (1923) unnu í dag, Jón Viktor Gunnarsson (2454), Róbert Lagerman (2358) gerđu jafntefli en Snorri G. Bergsson (2348) tapađi.

Dagur og Jón Viktor hafa 5 vinninga og eru í  15.-34. sćti, Jón Árni hefur 4˝ vinning, Róbert hefur 4 vinninga, Snorri hefur 3˝ vinning og Sigurđur 2˝ vinning.

Efstir međ 6 vinninga eru rúmenski alţjóđlegi meistarinn Gergely-Andras-Gyula Szabo (2535) og pólski stórmeistarinn Marcin Dziuba (2573).

Í áttundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Dagur viđ makedónska stórmeistarann Milan Drasko (2527) og Jón Viktor viđ serbneska alţjóđlega meistarann Milos T Popovic (2402).

Alls taka 212 skákmenn ţátt í mótinu og ţar af 18 stórmeistarar og 19 alţjóđlegir meistarar.

 


Pálmi hrađskákmeistari Garđabćjar

Arnar Ţorsteinsson og Pálmi R. PéturssonPálmi Ragnar Pétursson vann hrađskákmót Garđabćjar međ hálfum vinning eftir harđa keppni viđ Fide meistarann Tómas Björnsson.   Siguringi Sigurjónsson endađi svo í 3 sćti.

Alls tóku 17 keppendur ţátt sem er ágćtt og voru tefldar 9. umferđir.

Ţess má geta ađ Ingi Tandri Traustason vann fyrir einvígisskákina gegn Páli Sigurđssyni um skákmeistaratitiil Hafnarfjarđar, síđari skákin fer fram í kvöld.

 


Lokastađan: 

 

 

Rank NameRtgClubPts
1 Palmi Ragnar Petursson2105Mátar8
2FMTomas Bjornsson2160Víkingaklúbburinn
3 Siguringi Sigurjonsson1855KR
4 Bjorn Jonsson2015TG6
5 Pall Sigurdsson1885TG5
6 Orn Leo Johannsson1570TR5
7 Pall Andrason1590TR5
8 Gudmundur Kristinn Lee1465Hellir5
9 Stefan Bergsson2045SA5
10 Jon Ulfljotsson1695Víkingaklúbburinn5
11 Birkir Karl Sigurdsson1365TR
12 Hlynur Gestsson0 
13 Jon Birgir Einarsson1775Vinjar4
14 Robert Leo Jonsson0Hellir3
15 Magnus Aronsson0 3
16 Kristjana Osk Kristinsdottir0TG2
17 Soley Lind Palsdottir0TG2

Atskákmót Reykjavíkur og Hellis fer fram í kvöld

Atskákmót Reykjavíkur sem jafnframt er atskákmót Hellis fer fram mánudaginn 30. nóvember.  Mótiđ fer fram í félagsheimili Hellis, Álfabakka 14a í Mjódd. Tefldar verđa 6 umferđir međ Monrad-kerfi og hefur hvor keppandi 15 mínútur á skák. Mótiđ hefst kl. 19:30.

Verđi tveir jafnir í baráttunni um annanhvorn titilinn verđur teflt tveggja skáka hrađskákeinvígi. Verđi jafnt ađ ţví loknu verđur tefldur hrađskákbráđabani. Verđi fleiri en tveir jafnir verđur tefld einföld umferđ, hrađskák. Verđi enn jafnt, ţá bráđabani.  

Núverandi atskákmeistari Reykjavíkur og atskákmeistari Hellis er Davíđ Ólafsson.

Verđlaun:

  • 1. 10.000
  • 2. 5.000 
  • 3. 3.000

 Ţátttökugjöld:

  • 16 ára og eldri: 800 kr
  • 15 ára og yngri: 400 kr.

Skákţáttur Morgunblađsins: Carlsen heimsmeistari í hrađskák og stigahćstur

NORSKA undriđ Magnús Carlsson sem verđur 19 ára gamall á mánudaginn sló tvćr flugur í einu höggi á minningarmótinu um Mikhael Tal sem lauk í Moskvu í síđustu viku.

NORSKA undriđ Magnús Carlsson sem verđur 19 ára gamall á mánudaginn sló tvćr flugur í einu höggi á minningarmótinu um Mikhael Tal sem lauk í Moskvu í síđustu viku. Í fyrsta lagi komst hann upp fyrir Búlgarann Topalov í efsta sćtiđ á stigalista FIDE og í öđru lagi sigrađi hann međ glćsibrag á heimsmeistaramótinu í hrađskák sem á eftir fylgdi.

Ţegar ađeins tvćr umferđir af ađalmótinu voru eftir hafđi Magnús gert jafntefli í öllum skákum sínum en á lokasprettinum reif hann sig upp og lagđi Ponomariov og síđan Peter Leko. Samkvćmt óbirtum stigalista FIDE munar ţó ekki miklu á efstu mönnum: 1. Magnús Carlsen 2.805,7 2. Venselin Topalov 2.805,1

Hvađ varđar efsta sćtiđ á minningarmótinu kom endasprettur Magnúsar of seint; Vladimir Kramnik, sem eins og Magnús átti viđ veikindi ađ stríđa á međan á mótinu stóđ, hafđi ţá unniđ ţrjár skákir og stóđ ađ lokum einn uppi sem sigurvegari. Í mótslok lét hann ţess getiđ ađ hann vćri stađráđinn í ađ endurheimta heimsmeistaratitilinn.

Lokaniđurstađan varđ ţessi:

1. Vladimir Kramnik 6 v. 2.-3. Magnús Carlsen og Vasilí Ivantstjúk 5˝ v. 4.-5. Levon Aronjan og Wisvanthan Anand 5 v. 6. Boris Gelfand 4˝ v. 7. Ruslan Ponomariov 4 v. 8. Peter Svidler 3˝ v. 9.-10. Peter Leko og Alexander Morozevich 3 v.

Sigurskák Magnúsar viđ Ponomariov fylgir hér á eftir. Í ensku árásinni kemur nýr „snúningur" í 11. leik, De1 og eins og svo oft áđur snýst tafliđ um ţađ hvort svartur nái ađ koma skipulagi á liđsafla sinn. Oft ţarf ekki nema einn ónákvćman leik og 16. ...Dc5 virđist ekki svara kröfum stöđunnar. Magnús gerir sig reiđubúinn til ađ fórna á e6 međ 17. Db3! og fyrsta sprengjan fellur í 19. leik. Ţađ er svo 29. leikur hvíts sem endanlega gerir út um tafliđ. Gott dćmi um alhliđa stíl Norđmannsins sem nýtur sín ekki síđur í rólegri stöđubaráttu:

Magnús Carlsen - Ruslan Ponomariov

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. f3 b5 8. Dd2 Rbd7 9. g4 h6 10. 0-0-0 Re5 11. De1 Dc7 12. h4 b4 13. Rce2 Rc4 14. Rf4 Rxe3 15. Dxe3 Db6 16. Bc4 Dc5 17. Db3 d5 18. exd5 Bd6 19. Rfxe6 fxe6 20. dxe6 Be7 21. Dd3 0-0 22. Bb3 Hd8 23. g5 Rh7 24. gxh6 Dh5 25. De4 Dxh6+ 26. Kb1 Ha7 27. Rf5 Hxd1+ 28. Hxd1 Df6

09-11-15_937932.jpg

29. Hd7 Bxd7 30. exd7+ Kf8 31. Dd5

- og svartur gafst upp.

Heimsmeistaramótiđ í hrađskák sem fram fór strax á eftir dró til sín 22 skákmenn sem tefldu tvöfalda umferđ. Mótiđ stóđ í tvo daga. Framan af var Anand í fararbroddi en Magnús seig fram úr á lokasprettinum og vann glćsilegan sigur hlaut 31 vinning af 42 mögulegum sem er nálega 75% vinningshlutfall. Hann var međ 10 vinninga af 10 mögulegum á ţá fimm skákmenn sem komu nćstir á töflunni:

1. Magnús Carlsen 31 v. (af 42) 2. Anand 28 v. 3. Karjakin 25 v. 4. Kramnik 24˝ v. 5. Grichukm 24 v. 6.-7. Svidler og Ponomariov 23˝ v.

Tímafyrirkomulagiđ var 3 2 eđa ţrjár mínútur á alla skákina og síđan tvćr sekúndur til viđbótar á hvern leik. Ţetta er sennilega of stíft ţví alltof mörgum skákum lauk međ ţví ađ annar féll allt í einu á tíma í óljósri stöđu. Greinarhöfundur renndi yfir flestar skákir sigurvegarans en hćgt var ađ fylgjast međ mótinu í beinni útsendingu á ýmsum vefsíđum. Óhćtt er ađ fullyrđa ađ handbragđiđ hafi veriđ gott. En hjá honum og öđrum sem ţátt tóku vantar dálítiđ upp á ţá töfra sem einkenndu Tal. Ađ lokum:

Í síđasta pistli var sú ágćta kona Guđrún sögđ Jónsdóttir en er Sigurjónsdóttir og er beđist velvirđingar á ţví.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


Jón Viktor og Dagur međ jafntefli viđ stigaháa stórmeistara

Dagur Arngrímsson ađ tafli í BúdapestJón Viktor Gunnarsson (2454) og Dagur Arngrímsson (2375) gerđu jafntefli viđ stigahćstu keppendur Belgrade Tropy sem fram fór í dag.  Jón viđ  Mihajlo Stojanovic (2585) og Dagur viđ Vladimir Malanuik (2575).   Ţeir hafa 4,5 vinning, eru í 11.-28. sćti, hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.  Snorri G. Bergsson (2348) og Jón Árni Halldórsson (2171) unnu, Sigurđur Ingason (1923) gerđi jafntefli en Róbert Lagerman (2358) tapađi fyrir spćnskum stórmeistara.

Dagur og Jón Viktor hafa 4,5 vinning, Róbert, Jón Árni og Snorri hafa 3,5 vinning og Sigurđur hefur 1,5 vinning.

Í sjöundu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Dagur viđ fjórđa stórmeistarann í jafn mörgum umferđum, ađ ţessu sinni úkraínska stórmeistarann Vadim Shiskin (2507). Jón Viktor teflir viđ Serbann Lazar Nestorovic (2295).

Alls taka 212 skákmenn ţátt í mótinu og ţar af 18 stórmeistarar og 19 alţjóđlegir meistarar.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband