Leita í fréttum mbl.is

Dagur enn með jafntefli við stórmeistara

Dagur Arngrímsson að tafli í Búdapest

Dagur Arngrímsson (2375) gerði í dag jafntefli við úkraínska stórmeistarann Vadim Shishkin (2507) og hefur nú tekið 2½ vinning í 4 skákum gegn stórmeisturum.   Jón Árni Halldórsson (2171) og Sigurður Ingason (1923) unnu í dag, Jón Viktor Gunnarsson (2454), Róbert Lagerman (2358) gerðu jafntefli en Snorri G. Bergsson (2348) tapaði.

Dagur og Jón Viktor hafa 5 vinninga og eru í  15.-34. sæti, Jón Árni hefur 4½ vinning, Róbert hefur 4 vinninga, Snorri hefur 3½ vinning og Sigurður 2½ vinning.

Efstir með 6 vinninga eru rúmenski alþjóðlegi meistarinn Gergely-Andras-Gyula Szabo (2535) og pólski stórmeistarinn Marcin Dziuba (2573).

Í áttundu og næstsíðustu umferð, sem fram fer á morgun, teflir Dagur við makedónska stórmeistarann Milan Drasko (2527) og Jón Viktor við serbneska alþjóðlega meistarann Milos T Popovic (2402).

Alls taka 212 skákmenn þátt í mótinu og þar af 18 stórmeistarar og 19 alþjóðlegir meistarar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.12.): 6
 • Sl. sólarhring: 49
 • Sl. viku: 326
 • Frá upphafi: 8694121

Annað

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 253
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband