Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Ól 2012

Íran og Suđur-Kórea á morgun

Venesúela - Ísland í upphafi umferđarÍslenska liđiđ í opnum flokk mćtir sveit Írans (Ř-2508), sem telst 45. sterkasta sveitin á mótinu, í sjöundu umferđ ólympíuskákmótsins sem fram fer á morgun.  Kvennaliđiđ mćtir sveit Suđur-Kóreu, sem er talin sú 100. sterkasta á mótinu.

Liđiđ í opnum flokki hefur 7 stig og er í 53. sćti. Rússar, Armenar og Aserar eru efstir međ 11 stig.

Liđiđ í kvennaflokki hefur 4 stig og er í 95. sćti.  Rússar og Pólverjar eru efstir međ 11 stig. 

Umferđin hefst kl. 12.

Andstćđingarnir:

 

45. Iran (RtgAvg:2508 / TB1: 7 / TB2: 56.5)
Bo. NameRtgFEDPts.GamesRp
1GMGhaem Maghami Ehsan2579IRI2.05.02554
2IMAlavi Seyed Javad2458IRI1.53.02444
3IMDarini Pouria2503IRI2.55.02506
4IMIdani Pouya2477IRI3.05.02493
5GMGolizadeh Asghar2472IRI3.56.02500

 

100. South Korea (RtgAvg:1658 / TB1: 4 / TB2: 20.5)
Bo. NameRtgFEDPts.GamesRp
1 Wang Chengjia1988KOR1.55.01972
2WCMKim Taegyeong1536KOR0.04.01113
3WCMByun Sungwon1566KOR1.05.01659
4WCMOh Minah1522KOR3.05.01738
5 Cho Yeon Hee1542KOR2.05.01730

 

156 liđ taka ţátt í opnum flokki er í íslenska liđiđ (Ř-2490) taliđ ţađ 51. sterkasta miđađ viđ međalstig.  Í kvennaflokki eru ţátttökuţjóđirnar 125 og er Ísland (Ř-1989) taliđ ţađ 62. sterkasta.


Jafntefli gegn Austurríki

Hjörvar í mjög ţungum ţönkumLiđiđ í opnum flokki gerđi 2-2 jafntefli viđ liđ Austurríkis í hörkuviđureign í sjöttu umferđ ólympíuskákmótsins sem fram fór í dag.  Hjörvar Steinn Grétarsson vann góđan sigur á 3. borđi.  Henrik Danielsen gerđi jafntefli sem og Ţröstur Ţórhallsson sem jafntefli međ mikilli seiglu í langri maraţonskák sem tók alls 125 leiki.  Lengsta skák umferđarinnar.  Hannes Hlífar Stefánsson tapađi.   Kvennaliđiđ tapađi 0,5-3,5 fyrir Venesúela.

Armenar og Rússar gerđu 2-2 jafntefli í hörkuviđureign á fyrsta borđi.  Kramnik rúllađi yfir Aronian en Movsesian vann Grischuk.  Kínverjar og Rússar gerđu og 2-2 jafntefli í kvennaflokki.  Spennan heldur ţví áfram.

Skákir dagsins:
156 liđ taka ţátt í opnum flokki er í íslenska liđiđ (Ř-2490) taliđ ţađ 51. sterkasta miđađ viđ međalstig.  Í kvennaflokki eru ţátttökuţjóđirnar 125 og er Ísland (Ř-1989) taliđ ţađ 62. sterkasta.

Ól-pistill nr. 8 - Úrslitaviđureignir í dag

Hannes og RaggerŢá eru viđureignir dagsins hafnar eins og áđur hefur komiđ fram á Skák.is.  Austurríkismenn komu örlítiđ á óvart međ ţví ađ hvíla Kindermann á 2. borđi.  Markus Ragger, ţeirra langbesti mađur, hefur reyndar átt slćmt mót og heldur ţví vonandi áfram í dag.   Kvennaliđiđ teflir viđ sveit Venesúela.

Mikil spenna er í loftinu enda mjög mikilvćgar viđureignir íVenesúela - Ísland í upphafi umferđarbćđi opnum- og kvennaflokki.  Jafnvel úrslitaviđureignir í báđum flokkum. 

Sjálfur fór ég FIDE-fundi í morgun, bćđi um tćkniefni og um skák í skólum.  Athyglisverđir báđir og mun ég segja betur frá ţeim í síđari pistlum.   Sérstaklega hafđi ég gaman ađ ţví ađ heyra fyrirlestur frá fulltrúa Armena um skákkennslu ţar í landi.  Á morgun halda FIDE-fundir áfram en ţá heldur áfram umrćđa um lög (statues) FIDE.  Kasparov er mćttur á svćđiđ en var víst spakur á fundum í gćr.   

Fyrsti leikurinn leikinn fyrir Kramnik gegn AronianSmá krankleiki hefur veriđ trufla menn hér.  Einstaka liđsmenn hafa fengiđ í magann en ţó ekki alvarlega.  Leigubílsstjórar hér eru afar athyglisverđir og örugglega ekki mikiđ minna hćttulegt ađ fara í slíkan bíl í samanburđi viđ fallhlífarstökk.   Engin virđing er borin fyrir fótgangandi vegfarendum sem eiga fótum sínum fjör ađ launa.  Enn minni virđing er borinn fyrir hámarkshrađa.      

Vel gekk hjá hinum Norđurlandaţjóđunum, sem sum hver tefldu viđ dúka (nýyrđi Elvars Guđmundssonar yfir slakari skákţjóđir sem byggist á ţví á ţví ađ hćgt sé ađ rúlla upp dúkum).  Finnar, sem eru efstir Norđurlandanna, unnu heyrnardaufa, sem eru reyndar býsna ţéttir, Danir Karjakinunnu Trinidad og Tobago og Svíar unnu Andorra.  

Finnar fá nú Frakka, Svíar mćtum Skotum, Danir mćta Alsíringum, Norđmenn mćti Pakistönum og Fćreyingar mćta Nýja-Sjálendingum.   Danir og Norđmenn eiga ađ vera í góđum málum.

Hér í blađmannaherberginu sit ég hliđin á manni sem segist vera umbođsmađur Karjakin.  Hann er ađ sjálfsögđu búinn ađ fá bćklinga bćđi um Reykjavíkurskákmótiđ 2013 og EM landsliđa 2015!

Nóg í bili.

Gunnar Björnsson



Beinar útsendingar: Austurríki og Venesúela

Hjörvar í mjög ţungum ţönkumŢá liggja fyrir viđureignir dagsins.  Í opnum flokki hvílir Dagur en austurríkismenn hvíla annađ borđs manna, stórmeistarann, Stefan Kindermann (2498), nokkuđ óvćnt.  Hjá kvennaliđinu hvílir Jóhanna Björg en Venesúela hvílir varamanninn.

Mjög spennandi viđureignir eru bćđi í opnum- og kvennaflokki.  Rússar mćta Armenum í opnum flokki en bćđi liđin hafa fullt hús stiga.  Rússar sem eru efstir í kvennaflokki mćta stigahćsta liđinu, Kínverjum.

Umferđin hófst kl. 12.  Hćgt er ađ nálgast beinar útsendingar hér: 

Round 6 on 2012/09/03 at 15:00
Bo.36  AustriaRtg-51  IcelandRtg0 : 0
23.1GMRagger, Markus2670-GMStefansson, Hannes2515 
23.2GMShengelia, David2545-GMDanielsen, Henrik2511 
23.3IMNovkovic, Milan2400-IMGretarsson, Hjorvar Steinn2506 
23.4IMNeubauer, Martin2442-GMThorhallsson, Throstur2426
 
Round 6 on 2012/09/03 at 15:00
Bo.53  VenezuelaRtg-62  IcelandRtg0 : 0
35.1IMSanchez, Sarai2193-WGMPtacnikova, Lenka2281 
35.2 Gutierrez, Leonela2067- Thorsteinsdottir, Hallgerdur H1957 
35.3 Montilla, Jorcerys2050- Finnbogadottir, Tinna K1832 
35.4 Varela, Tilsia2036- Kristinardottir, Elsa M1737

156 liđ taka ţátt í opnum flokki er í íslenska liđiđ (Ř-2490) taliđ ţađ 51. sterkasta miđađ viđ međalstig.  Í kvennaflokki eru ţátttökuţjóđirnar 125 og er Ísland (Ř-1989) taliđ ţađ 62. sterkasta.


Ól-pistill nr. 7 - frídagur vel nýttur

 

Ţröstur, Gunnar og Davíđ

 

Ţađ gekk ekki vel í gćr.  Töp gegn Filippseyjum í opnum flokki og gegn Belgíu í kvennaflokki.   Ţetta ţróađist hćgt og bítandi í ţessa átt eftir ađ hafa litiđ alveg ţokkalega út, sérstaklega í kvennaflokki.  Í dag var frídagurinn vel notađur.  Flestir í hópnum héldu niđur í bć ţar sem Bláa moskan var skođuđ og fariđ í bátsferđ eftir Bosphorus -sundi sem liggur á milli Evrópu og Asíu.  Á morgun eru ţađ Austurríki og Venesúela.

Brosmildur hópur í bláu moskunniByrjum á skáklega ţćttinum.  Hannes var fyrstur til ađ klára en gerđi öruggt jafntefli viđ Wesley So á fyrsta borđi.  Henrik var lengi međ verra á öđru borđi og mátti sćtta sig viđ tap.  Dagur virtist hafa jafnteflissénsa á fjórđa borđi en náđi ekki ađ halda jafntefli.  Ţröstur tefldi eins og svo oft áđur helstu skák umferđarinnar ţegar hann tefldi viđ Torre á ţriđja borđi.  Fórnađi tveimur peđum.  Sá filippseyski tefldi vörnina vel og hélt örugglega jafntefli.  Niđurstađan 1-3 tap.

Ţetta leit vel út hjá kvennaliđinu um tíma.  Jóhanna lék illa af sér í byrjuninni og tapađi örugglega.  Hallgerđur og Elsa virtust hafa vćnlegt tafl jafnvel unniđ en léku báđir ónákvćmt ţegar leiđ á skákina.  Lenka gerđi öruggt jafntefli á fyrsta borđi.  Semsagt öruggt tap 0,5-3,5.

Semsagt ekki góđ umferđ. 

Í dag var langţráđur frídagur.  Stćrsti hluti hópsins, 10 af 14, hélt niđur í miđborg Istanbul.  Ţar Hallgerđur og Tinna fengu pils og slćđu til ađ fela bera hluti!fórum viđ fyrst í bláu moskuna, eina ţekktustu mosku heims.  Ţar ţurfti hópurinn ađ klćđa sig úr skónum og sumir gengu ţar um teppinu berfćttir.  Tinna og Hallgerđur ţóttu full léttklćddar og fengu viđbótarútbúnađ til ađ klćđast.

Ađ ţví loknu klćddu menn sig aftur í skóna og eins og sjá má fórum Davíđ og Ţröstur ekki alveg eftir skriflegum fyrirmćlum!

Ţađ verđur seint sagt ađ Davíđ og Ţröstur fari eftir fyrirmćlum!Viđ héldum svo í siglingu eftir Bosphorus -sundi sem liggur á milli Evrópu- og Asíu-hluta Istanbul.  Sjálft mótiđ fer fram í Evrópuhlutanum og ţar búa víst um 60% íbúa.  Afar skemmtileg sigling ţar sem viđ sigldum framhjá flestum kennileitum Istanbul.   Svo var rétt kíkt á kaffihús ţar sem Henrik og Omar fengu sér vatnspípu međ kirsuberjabragđi!  Mjög skemmtilegur dagur.

Á morgun eru ţađ Austurríkismenn.  Viđ höfum mćtt ţeim ţrisvar áđur og unniđ tvisvar og er stađanHér er Omar ađ reykja vatnspípu nú 7-5 fyrir okkur.  Síđast mćttum viđ ţeim áriđ 1986, međ Helga liđsstjóra á fyrsta borđi.  Ţá vannst 3-1 sigur.

Stelpurnar mćta sveit Venesúela á morgun.  Ţćr eru heldur sterkari en viđ á pappírnum.  Sjálfur sćki ég nefndarfund hjá FIDE í fyrramáliđ en á ađ vera búinn fyrir umferđ og ná á skákstađ í tíma. 

Armenar og Rússar eru efstir međ 10 stig og mćtast á morgun.  Gćtu hreinlega veriđ úrslitaviđureign mótsins.  Aserar og Króatar, sem hafa komiđ verulega á óvart eru í 3. og 4. sćti međ 9 stig.  Rússar eru efstir í kvennaflokki međ fullt hús stiga.

Vel gekk hjá flestum Norđurlandaţjóđunum í gćr, sem reyndar fengu flestar mun lakari ţjóđir.   Viđ erum ţrátt fyrir tapiđ í 2. sćti.

Viđ erum hins vegar orđin neđst í kvennaflokki.

Stađan í opnum flokki:

Rk.

SNo

Team

TB1

TB2

TB3

TB4

35

52

Finland

7

44

13

20

52

51

Iceland

6

44

12

25

68

34

Sweden

5

45

12,5

23

72

54

Norway

5

39,5

10,5

27

79

39

Denmark

5

35,5

13

17

96

74

Faroe Islands

4

25

9

25

 

Stađan í kvennaflokki:

Rk.

SNo

Team

TB1

TB2

TB3

TB4

48

46

Sweden

6

33

12

23

50

77

Finland

6

30

11

18

55

51

Denmark

6

24

11

20

57

40

Norway

5

48,5

11

26

84

62

Iceland

4

22,5

8,5

25


Nóg í bili.  Pistill á morgun en vćntanlega í styttra lagi.

Gunnar Björnsson 

 


Austurríki og Venesúela á morgun

Liđiđ í opnum flokki mćtir sveit Austurríkis (Ř-2539), sem er sú 36. sterkasta í sjöttu umferđ ólympíuskákmótsins á morgun.  Kvennasveitin mćtir sveit Venesúela (Ř-2087).  Báđar sveitirnar eru ţví ađ tefla lítisháttar upp fyrir sig.

Andstćđingarnir:

36. Austria (RtgAvg:2539 / TB1: 6 / TB2: 40)
Bo. NameRtgFEDPts.GamesRp
1GMRagger Markus2670AUT2.05.02309
2GMKindermann Stefan2498AUT2.54.02387
3GMShengelia David2545AUT3.55.02473
4IMNovkovic Milan2400AUT2.03.02425
5IMNeubauer Martin2442AUT3.03.03010

 

53. Venezuela (RtgAvg:2087 / TB1: 4 / TB2: 31)
Bo. NameRtgFEDPts.GamesRp
1IMSanchez Sarai2193VEN1.54.02027
2 Gutierrez Leonela2067VEN1.04.01499
3 Montilla Jorcerys2050VEN4.05.02291
4 Varela Tilsia2036VEN2.04.01929
5 Hernandez Zaida1990VEN1.53.01929

156 liđ taka ţátt í opnum flokki er í íslenska liđiđ (Ř-2490) taliđ ţađ 51. sterkasta miđađ viđ međalstig.  Í kvennaflokki eru ţátttökuţjóđirnar 125 og er Ísland (Ř-1989) taliđ ţađ 62. sterkasta.


Omar og Lenka útnefnd

Omar og LenkaHjónin Lenka Ptácníková hafa hvort um sig fengiđ sínar útnefndingar á fundum í kringum í ólympíuskákmótiđ.  Omar Salama, sótti IO-námskeiđ í Istanbul (International Organizer), stóđst prófiđ og er annar tveggja Íslendinga sem eru međ ţessa gráđu.

Lenka Ptácníková fékk FT-gráđu (FIDE-trainer) eftir ađ hafa sótt námkeiđ í Tékklandi og stađist próf.  Hún er ađeins ein ţriggja Íslendinga sem hafa ţessu gráđu en hinir eru Helgi Ólafsson og Héđinn Steingrímsson.

 


Töp gegn Filippseyjum og Belgíu

Liđiđ í opnum flokki viđ upphaf umferđarBáđar viđureignirnar töpuđust í 5. umferđ ólympíuskákmótsins sem fram fór í dag.  Liđiđ í opnum flokki tapađi 1-3 fyrir Filippseyingum.  Hannes Hlífar Stefánsson gerđi jafntefli viđ Wesley So og Ţröstur Ţórhallsson gerđi jafntefli viđ Eugene Torre í hörkuskák.  Henrik Danielsen og Dagur Arngrímsson töpuđu.  Kvennaliđiđ tapađi 0,5-3,5 fyrir sveit Belga.  Lenka Ptácníková gerđi jafntefli en ađrar skákir töpuđust.

Liđiđ í opnum flokki hefur 6 stig af 10 mögulegum en liđiđ í kvennaflokki hefur 4 stig.  

Pörun fyrir sjöttu umferđ liggur fyrir um kl. 19 í kvöld.  Ţađ er hins vegar frídagur á morgun.

Skákir dagsins má nálgast hér:


Ól-pistill nr. 6 - Undradrengur, ólympíumethafi og Belgar

TyrkirnirÍ gćr vannst góđur sigur gegn b-sveit Tyrkja sem ţeir kalla hér Tyrkland2016.  Ţađ var svolítill kvíđi fyrir viđureignina enda eru svona ungar sveitir algjörlega óútreiknanlegar.  Tyrkir hafa veriđ ađ vinna frábćrt unglingastarf, undir forystu hins mjög svo umdeilda Ali Nihat, en ţađ er enginn vafi í mínum augum ađ ţeir verđi ađ skákstórveldi á komandi árum.  

Hjörvar var fyrstur til ađ klára.  Ég hafđi ekki náđ ađ koma Kvennaliđiđmér fyrir í blađamannaherberginu eftir smá fundahöld ţegar mér var sagt ađ skákinni vćri lokiđ.  Andstćđingur hans, fćddur 1998, mun víst ćtla sér ađ verđa heimsmeistari í skák.   Ţetta leit ţví ekki gćfulega út í byrjun.  Í ţokkabót var svo líklegt ađ Dagur myndi tapa en sú skák bjargađist rétt fyrir horn.  Henrik vann góđan sigur á fyrsta borđi en ţađ var Ţröstur sem stal athyglinni.  Hann átti hreint stórkostlega skák á 3. borđi, sem ađ mati Helga Ólafsson, sem teflt hefur á 15 ólympíuskákmótum, sé ein sú besta sem Íslendingur hefur teflt á ólympíuskákmóti.  Fyrst fórnađi Ţröstur drottningu fyrir hrók, svo hrók til Ţröstur fer yfir skákinaviđbótar og var um tíma heilli drottningu undir.  

Ţegar Helgi og Ţröstur komu úr skáksalnum voru ţeir skellihlćjandi.  Gurevich, ţjálfari Tyrkjanna, hristi hausinn eftir matsinn og sagđi, „You tought them some lessons".   Ţröstur ćtlar ađ skýra skákina og verđur hún birt hér á Skák.is á nćstum dögum.

Ég slapp viđ ađ fara upp allar 17. hćđirnar og niđur aftur ţví stelpurnar lágu fyrir Ungverjum, sem hafa eitt sterkasta liđiđ hér.  Jóhanna Björg gerđi gott jafntefli viđ Anitu Gara á 2. borđi en ađrar skákir töpuđust. 

Í dag eru ţađ Filippseyingar.  Viđ höfum teflt viđ Filippseyinga níu sinnum áđur á ólympíuskákmótumWesley So - teflir hann á nćsta Reykjavíkurmóti og hefur gengiđ á ýmsu.  Viđ höfum unniđ ţá tvisvar, tapađ ţrisvar og gert fjórum sinnum jafntefli.  Síđast mćttum viđ ţeim í Tórínó 2006.  Jafnt var á öllum tölum fyrir hana en sú viđureign tapađist 0,5-3,5.  Íslenska liđiđ er eins núna nema ađ Dagur kemur inn frá Jóhann Hjartarson.  Henrik gerđi jafntefli.  Stađan nú er samtals 16,5-19,5. 

Á fyrsta borđi teflir ungstirniđ Wesley So sem mun vera hálfgerđ ţjóđhetja ţar niđur frá og á 3. borđi er ţađ sjálf gođsögnin Eugene Torre, sem teflir sína fyrstu skák á mótinu.  Torre, sem var fyrsti stórmeistari Asíu, slćr í dag met ţví ţetta er 21. ólympíuskákmótiđ sem hann teflir á.  Dagur Arngrímsson hélt fyrst ađ ađ hann vćir ađ tefla viđ Ísland - Filippseyjar - er ţetta Davíđ Kjartansson?Davíđ Kjartansson en andstćđingurinn líkist Davíđ býsna mikiđ

Kvennaliđiđ mćtir sterkri sveit Belgíu og eru okkar konur stigalćgri á öllum borđum.  Nú strax sýnist mér Jóhanna vera komin međ komin međ tapađ tafl.

Internetmál eru loks kominn í betra mál á hótelinu og ţađ virkar prýđilega.  Á morgun er fyrri frídagur mótsins. 

Hitti Ivan Sokolov, vin minn, í göngutúr fyrir umferđ.  Hann var ađ taka gleđi sína enda unnu Kvennaliđiđ gegn BelgíuHollendingar Sri Lanka í gćr 4-0.  Anish Giri er auk ţess loks kominn og ţeir tefla viđ Mónakó í dag.  Ivan var bjartsýnn á annan 4-0 sigur.  Hann kvartađi reyndar svolítiđ yfir ţví ađ ţađ tekiđ tíma og orku ađ vinna skákina í gćr.  Geta veriđ erfiđir ţessir Gúnnarar! 

Í dag fyrir umferđina var fundur ţar sem fariđ yfir lagabreytingartillögur FIDE-manna.  Ţetta er óformlegur fundur og ekki á vegum FIDE.  Unniđ er ađ ţví ađ reyna ađ klára sem flest mál fyrir sjálft FIDE-ţingiđ. 

Á ýmsu gekk hjá Norđurlöndunum í gćr.   Norđmenn, Svíar og Danir vilja sjálfsagt gleyma honum sem fyrst.  Svíar töpuđu fyrir Sameinađa arabíska furstadćminu og Danir fyrir Kosta Ríka.   Norđmenn steinlágu, 0-4, fyrir Tékkum. 

Omar og LenkaFćreyingar náđu vel ásćttanlegum einum punkti gegn Georgíu.   Viđ erum efstir međ 6 stig, Finnar og Norđmenn hafa 5 stig, Fćreyingar 4 stig en Svíar og Danir hafa 3 stig en ţau tvö síđastnefndu eru međ áberandi stigahćstu liđin.   

Norđmenn eru efstir í kvennaflokki međ 5 stig en öll hin löndin hafa 4 stig, viđ erum ađrir á stigum.   Svíar og Danir reka ţar einnig lestina

Opinn flokkur:

Rk.

SNo

Team

TB1

TB2

TB3

TB4

34

51

Iceland

6

25

11

13

50

52

Finland

5

22,5

10,5

11

58

54

Norway

5

19

9

15

83

74

Faroe Islands

4

14,5

8

15

97

34

Sweden

3

30

9

18

105

39

Denmark

3

18

9

11

 

Kvennaflokkur:

Rk.

SNo

Team

TB1

TB2

TB3

TB4

39

40

Norway

5

29

9,5

15

64

62

Iceland

4

18

8

16

70

77

Finland

4

14

8

12

71

51

Denmark

4

13

8

13

74

46

Sweden

4

11

8,5

15

 

Ţađ verđur pistill á morgun, ţrátt fyrir frídag, en kannski í styttra lagi.  Nóg í bili.

Gunnar Björnsson


Beinar útsendingar frá viđureignum dagsins

Beinar útsendingar frá 5. umferđ ólympíuskákmótsins hófust kl. 12.  Útsendingar íslensku liđana má nálgast á eftirfarandi tenglum:


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 170
  • Frá upphafi: 8764613

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 134
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband