Færsluflokkur: Skákþættir Morgunblaðsins
22.7.2017 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Friðrik og Larsen í Dundee 1967
Baráttan sem Friðrik og Larsen útkljáðu þennan dag stóð í næstum níu klukkustundir án þess að hlé væri gert; þetta var síðasta umferð mótsins og vegna þess hve lengi viðureignin stóð var lokahófið sett í bið en alls kyns fyrirmenn höfðu verið kvaddir til þess , þ. á m. borgarstjórinn, hinn háæruverðugi Provst lávarður sem annað veifið vitjaði skáksalarins og glamraði allnokkuð í keðju hans. Skákin snerist um það hvort Friðrik næði Svetozar Gligoric að vinningum eða Larsen með sigri tækist að komast upp við hlið Friðriks í annað sætið.
Þung undiralda einkenndi baráttuna framan af, strategía Larsens minnti á skæruhernað sem bar lítinn árangur þó þar sem stöðuuppbygging Friðriks var heilsteypt og traust og sjálfur gat hann reynt ýmsar smábrellur sjá 26. leik. Þegar leið á þessa löngu setu var eins og spennan milli þeirra félaga ykist og baráttan yrði æ persónulegri.
Friðrik lét skiptamun af hendi í 37. leik en minnugur þess hversu viðsjárverður Friðrik var þegar þannig stóð á liðsafla kaus Larsen að svara í sömu mynt; í 49. leik var eins og hann segði:
Skítt með þínar skiptamunarfórnir. Hér hefur þú hrókinn, lagsi. Friðrik lét sér fátt um finnast, hirti fenginn en stillti síðan óvaldaðri drottningu sinni upp. Þetta kostaði mikil heilabrot Larsens og tímahrak en þegar hrókur Friðriks ruddist til b2 blasti sigurinn við. Hann þurfti einn snjallan hróksleik til að klára dæmið en seildist eftir peði sem hafði verið að þvælast fyrir honum og Larsen greip tækifærið:
Bent Larsen Friðrik Ólafsson
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Bd7 4. a4 Rc6 5. O-O Rf6 6. d3 g6 7. Rbd2 Bg7 8. Rc4 O-O 9. He1 a6 10. Bxc6 Bxc6 11. a5 Rd7 12. Bg5 f6 13. Bd2 d5 14. exd5 Bxd5 15. Re3 Bf7 16. Rg4 g5 17. Re3 e6 18. Bc3 Bh5 19. De2 He8 20. Rc4 Dc7 21. De3 Bg6 22. Rfd2 e5 23. De2 Rf8 24. Re4 Had8 25. Df3 Dc6 26. Hab1 g4 27. Dg3 Re6 28. Red2 Rd4 29. Bxd4 Hxd4 30. Rb3 Hf4 31. De3 Bf8 32. Hbd1 Hd8 33. De2 h5 34. Re3 Bf7 35. c4 Da4 36. Dc2 Dc6 37. g3 Hfd4 38. Rxd4 cxd4 39. Rf5 Bd5 40. Dd2 Bf3 41. Hb1 Dd7 42. Rh4 Bc6 43. b4 Kh7 44. Da2 Bh6 45. b5 axb5 46. cxb5 Bd5 47. Da3 Hc8 48. a6 b6 49. Hec1 Bxc1 50. Hxc1 Dd6
51. Da1 Hc5 52. h3 Hxb5 53. Da4 Dc6
54. Dd1 Dd7 55. Kh2 Hb2 56. De1 Ba8 57. hxg4 hxg4 58. Hc4 Bd5 59. Hb4 Hc2 60. Hxb6 Dc8 61. Db4 Hxf2 62. Kg1 Ha2 63. De7 Kg8 64. Hb1.
Klukkan var nú langt gengin í sjö og sigurinn vís leiki svartur 64. ... Hh2!
64. ... Hxa6?? 65. Rf5!
Riddarinn sem steig til hliðar í 42. leik stekkur skyndilega inn á sviðið og gerir út um taflið.
65. ... Df8 66. Rh6+!
Svartur gafst upp, 66. ... Dxh6 er svarað með 67. Hb8+ og mátar.
C.H.O.D. Alexander ein söguhetjan úr kvikmyndinni Imitation Game lét þess getið í grein sem hann skrifaði um mótið í Daily Express að það myndi líða langur tími þar til Bent Larsen yrði svo heppinn aftur.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eftir Helga Ólafsson birtast u.þ.b. viku síðar á Skák.is.
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 15. júlí 2017
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 19.7.2017 kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2017 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Kasparov snýr aftur
Það kemur fáum á óvart núorðið að Magnús Carlsen vinni mót en yfirburðir hans voru miklir á öðu móti bikarsyrpunnar sem lauk um síðustu helgi í Leuven í Belgíu. Hann tapaði aðeins tveim skákum og viningshlutfall hans var tæplega 75%. Í Belgíu eins og í París á dögunum tefldu 10 skákmenn einfalda umferð at-skáka og tvöfalda umferð hraðskáka, samtals 27 skákir. Tvö stig gefin fyrir sigur í at-skákinni og eitt fyrir sigur í hraðskákunum sem voru helmingi fleiri og þannig reynt að leita jafnvægis. Lokaniðurstaðan varð þessi:
1. Carlsen 25,5 stig ( 20 v. af 27 ) 2. So 22,5 stig 3. Vachier-Lagrave 22 stig 4. Giri 20 stig. Neðar komu Kramnik, Aronjan, Nepomniachttchi, Anand, Ivanchuk og Jobava.
Á HM í hraðskák undanfarin ár hafa tímamörkin verið 3 2 sem hentar betur yngri keppendunum. Þess vegna fannst ýmsum það vel til fundið hjá Garrí Kasparov, sem er einn skipuleggjenda syrpunnar, að bæta nokkrum sekúndum við klukkuna! Sá grunur læddist að mönnum að nú væri svo komið fyrir þessum gamla baráttujaxli að hann saknaði baráttunnar við skákborðið. Hann hætti á toppnum árið 2005 til að einbeita sér að rússneskum stjórnmálum. Þess vegna voru flestir búnir að afskrifa þann möguleika að hann sneri aftur til keppni. Eða þar til á miðvikudaginn að hann upplýsti að hann ætlaði sér nú að taka fullan þátt í bikarsyrpunni, Grand chess tour, og fyrsta verkefni hans væri að tefla á þriðja mótinu sem hefst 14. ágúst nk. í Saint Louis í Bandaríkjunum.
Skákir með styttri umhugsunartíma sem sýndar hafa verið beint á fjölmörgum vefsvæðum hafa ótvírætt skemmtilgildi. Mistökin eru mýmörg í nánast hverri skák og þau gera baráttuna bara skemmtilegri! Á lokaspretti mótsins í Belgíu, þ.e. í hraðskákunum, atti Magnús kappi við Frakkann Vachier-Lagrave. Ekki leist sérfræðingum Chess24.com þeim Yasser Seirawan og Nigel Short vel á byrjunataflmennsku Magnúsar þó að sá síðarnefndi hefði raunar bent á að svona hefðu enskir skákmenn teflt á fyrsta opinbera skákmótinu sem haldið var í London árið 1851.
Magnús var ekkert að telja peðin en peð sem braust fram til d6 þrengdi mjög að stöðu svarts og réði síðar úrslitum:
Magnús Carlsen Vachier Lagrave
Enskur leikur
1.c4 e5 2. e3 Rf6 3. Rc3 Rc6 4. g4 Bb4 5. g5 Bxc3 6. bxc3 Rg8 7. d4 Dxg5 8. d5 Rd8 9. d6 c6 10. Rf3 Df5 11. Hg1 Re6 12. e4!? Dxe4 13. Be3
Hótar að fanga drottninguna með 13. Bd3.
13.... Df5 14. Rg5 Rf4 15. Bxf4 Dxf4 16. Hg4 Df6 17. Re4 Dh6 18. Df3 Rf6?
Misráðinn leikur. Svarta staðan er prýðisgóð eftir 18.... g6.
19. Hxg7! Dxg7 20. Rxf6+ Kd8 21. Df5!
Skyndilega er hvítur kominn með hartnær unnið tafl.
21.... He8 22. Rxe8 Kxe8 23. c5 b5 24. Bd3 f6 25. Ke2 Kf7 26. Hh1 Hb8 27. Kf1 Dg6 28. Df3 Dh6 29. Hg1 Ba6 30. Dg4 Hd8 31. Hg3 e4 32. Dxe4 He8 33. Dg4 Bc8 34. Kg2 Dg5 35. Df3 Dd5 36. Dxd5 cxd5 37. Bxh7 He5 38. f4 He2 39. Kf1 Hxh2 40. Bg8+ Kf8 41. Bxd5 Hh8 42. Kf2
Skákvélarnar fundu enga raunverulega galla á taflmennsku hvíts allt frá 19. leik. Nú ræðst kóngurinn fram og gerir út um taflið.
42.... Ba6 43. Ke3 Ke8 44. Kd4 Kd8 45. Hg7 Bc8 46. c6 dxc6 47. Bxc6 a5 48. Kc5
Síðustu leikina léku keppendur leifturhratt en sú sá Vachier-Lagrave sæng sína uppreidda og gaf skákina.
------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eftir Helga Ólafsson birtast u.þ.b. viku síðar á Skák.is.
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 8. júlí 2017
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 8.7.2017 kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2017 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Jóhann og Lenka Norðurlandameistarar
Jóhann Hjartarson varð Norðurlandameistari í Reykjavík fyrir 20 árum og hefur varla átt von á því að vinna titilinn aftur 20 árum síðar. En sigur hans á Norðurlandamótinu sem fram fór í Vaxsjö í Svíþjóð var engin tilviljun. Hann tefldi best allra og kom í mark með 7½ vinning úr níu skákum, jafn aðalkeppinaut sínum, Svíanum Nils Grandelius, en var hærri á mótsstigum. Fyrir lokaumferðina hafði Jóhann ½ vinnings forskot á Svíann og með betri stigatölu og allar líkur bentu því til þess að jafntefli dygði honum. Það varð líka niðurstaðan. Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson hlaut 6 vinninga af 9 mögulegum og hafnaði í 9. sæti.
Með sigrinum öðlast Jóhann keppnisrétt á heimbikarmóti sem fram fer í Tblisi í Úkraínu í haust. Undanfarin tvö ár hefur Jóhann aukið mjög við taflmennsku sína, náði afbragðs árangri á Evrópumóti landsliða haustið 2015 og varð Íslandsmeistari í fyrra. Norðurlandamótið fór fram í fjórum flokkum og í opna flokknum voru keppendur 73 talins, flestir frá Svíþjóð.
Í kvennaflokki bar Lenka Ptacnikova sigur úr býtum og er því Norðurlandameistari kvenna. Hún lét óvænt tap í 2. umferð ekki slá sig út af laginu og vann allar skákir sínar eftir það og hlaut 6 vinninga af sjö mögulegum.
Í flokki keppenda 50 ára og eldri nældi Áskell Örn Kárason sér í silfurverðlaun, hlaut 6 vinninga af átta mögulegum.
Þegar litið er til þess að meðal keppenda voru margir öflugir skákmenn á borð við Færeyinginn Helga Dam Ziska, Danann Allan Stig Rasmussen, Guðmund Kjartansson og Svíann Jonathan Westerberg áttu menn ekki endilega von á því að Jóhann og Nils Grandelius myndu slíta sig frá öðrum keppendum með jafn afgerandi hætti og raun bar vitni. Lykilsigur Jóhanns kom í næst síðustu umferð en þá hafði hann svart gegn sterkasta Dananum sem gat með sigri blandað sér baráttuna um efsta sætið. Það var því heilmikið undir í þessari skák:
NM 2017; 8. umferð:
Allan Stig Rasmussen Jóhann Hjartarson
Pirc vörn
1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d6 4. Be3 a6 5. Dd2 b5 6. f3 Rd7
Byrjun Jóhanns ber stundum heitið Tískuvörn en það er gömul tíska. Svona tefldi t.d. Guðmundur Sigurjónsson gegn sjálfum Karpov í Caracas í Vensúela árið 1970.
7. h4 Rgf6 8. g4 h6 9. Rge2 Rb6 10. b3 h5 11. g5 Rfd7 12. Rg3 c5 13. Hd1 Bb7 14. Rce2 cxd4 15. Bxd4 Bxd4 16. Rxd4 Dc7
Svarta staðan hefur fengið á sig yfirbragð traustrar sikileyjarvarnar.
17. f4 e5 18. Rde2 exf4 19. Dxf4
19. Rxf4 kom til álita en eftir 19. ... Re5 20. Be2 O-O-O er svarta staðan betri.
19. ... Dxc2 20. Hc1 Dxa2 21. Dxd6 Hc8 22. Hxc8 Bxc8 23. Rd4 Da5+ 24. b4 Da1+ 25. Kf2 Db2 26. Kg1 Bb7 27. Hh2 Da1 28. Rge2
Lítur illa en út en svartur hótaði 28. ... Rc4 og riddarinn á d4 fellur.
28. ... Bxe4 29. Kf2 Kd8 30. Bg2
Riddarar svarts valda kónginn vel og nú fá þeir stuggað við drottningunni.
30. ... Rc4! 31. Df4 Bxg2 32. Hxg2 Rce5 33. Hg3 He8 34. Kg2 Da2 35. De4 Ke7 36. Hc3 Kf8 37. Hc2 Da4 38. Rf4 Rg4 39. Rde6 Kg8 40. Hd2 Rf8! 41. Db1 Rxe6 42. Rd5
Hann gat reynt 42. Rxe6 Hxe6 43. Hc8+ Kh7 44. Db2 en þá kemur 44. .... Dc2+! 45. Dxc2 Re3+ og vinnur.
42. ... Hd8 43. Ha2 Hxd5 44. Hxa4 bxa4 45. Da2 a3 46. Kf3 Hd3 47. Ke4 Hd4
og Rasmussen gafst upp. Baráttan gegn hrók og tveim riddurum er vonlaus.
------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eftir Helga Ólafsson birtast u.þ.b. viku síðar á Skák.is.
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 4. júlí 2017
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 8.7.2017 kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jóhann Hjartarson er í efsta sæti eftir sex umferðir í opna flokki Norðurlandamótsins í Växjö í Svíþjóð ásamt Allan Stig Rasmussen frá Danmörku og Svíunum Nils Grandelius og Jonathan Westerberg. Þeir hafa hlotið fimm vinninga. Jóhann gerði jafntefli við stigahæsta keppanda mótsins, Nils Grandelius, í 6. umferð.
Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson vann fyrstu þrjár skákirnar, náði svo jafntefli úr tapaðri stöðu í skák sinni við Jóhann í 4. umferð en tapaði skákum sínum í fimmtu og sjöttu umferð. Keppendur eru 73 talsins og verða tefldar níu umferðir.
Í flokki keppenda 50 ára og aldri er Áskell Örn Kárason í 3.-5. sæti með 3 ½ vinning úr fimm skákum og Lenka Ptacnikova er fulltrúi okkar í kvennaflokknum og hefur hlotið 2 vinninga úr þrem fyrstu skákum sínum.
Möguleikar Jóhanns á lokasprettinum hljóta að teljast góðir en hann hefur teflt af miklu öryggi og allir sigrar hans sannfærandi. Í eftirfarandi skák sem tefld var í 2. umferð stóð hann frammi fyrir örvæntingarfullri gagnsókn og hratt atlögunni á fumlausan hátt:
NM 2017; 2. umferð:
Jóhann Hjartarson Tom Rydström
Slavnesk vörn
1. c4 c6 2. Rf3 d5 3. e3 Rf6 4. b3 Bf5 5. Bb2 e6 6. Be2 Rbd7 7. Rh4 Bg6 8. O-O Bd6 9. g3 De7 10. Rc3 e5?! 11. cxd5 Rxd5 12. Rxd5 cxd5 13. f4!
Snarplega teflt eftir hinn vafasama 12. leik svarts.
13. ... f6 14. Bb5
Enn betra var 14. Bh5! með hugmyndinni 14. ... Bxh5 15. Dxh5+ Df7 16. Rf5! og svartur tapar peði, t.d. 16. ... Dxh5 17. Rxg7+ og 18. Rxh5.
14. ... O-O-O 15. Dg4 Kb8 16. Rxg6 hxg6 17. Dxg6
Öruggara var 17. Bxd7.
17. ... exf4 18. exf4 Bc5+?!
Í eina skiptið í skákinni gat svartur náð tafljöfnun og jafnvel gott betur, best var 18. ... Rc5!
19. Kg2 De6 20. h4 Hh6 21. Dd3 a6 22. De2 Dd6 23. Bxd7 Dxd7 24. Hfe1 g5?!
Reynir að opna taflið en Jóhann hirðir peðið óhræddur.
25. fxg5 fxg5 26. De5+ Ka8 27. Dxg5 Hf8 28. Hf1 Hxf1 29. Hxf1 He6 30. Dg4 De8 31. Kh3 Hg6 32. Df3 Bd6 33. g4 He6 34. Dxd5 Bb8 35. Hf2 He1 36. Hf7 Dc8 37. Hf6 Bc7 38. Df3 He8 39. Hxa6+
Það er eftirtektarvert að hvítur var ekkert að flýta sér að þessu. Hótunin er sterkari en leikurinn.
39. ... Kb8 40. Hh6 Dd7 41. Bc3 Ha7 42. Hf6 He7 43. Df2 b6 44. Df3 De8 45. Hf8 He2
Hótar máti á h2. Hvað er nú til ráða?
46. Be5!
Línurof, 46. ... Dxe5 er svarað með 47. Ha8 mát og eftir 46. ... Bxe5 kemur 47. Hf7+ o.s.frv. Svartur gafst upp.
Magnús tapaði þrem í röð en vann samt í París
Magnús Carlsen tapaði þrem skákum í röð á lokaspretti fyrsta móts syrpunnar Grand chess tour í París um síðustu helgi. Mótið er byggt upp með atskákum og hraðskákum. Við þessar hrakfarir komst heimamaðurinn Vachier-Lagrave í efsta sætið og hafði ½ vinnings forskot fyrir lokaumferðina. Hann varð að sætta sig við jafntefli en Magnús vann og þeir þurftu því að tefla tvær hraðskákir til að útkljá baráttuna um efsta sætið. Og eins og áður hafði Magnús betur, 1½ : ½.
Á miðvikudaginn hófst svo í Leuven í Belgíu annað bikarmótið og eftir sex fyrstu atskákirnar var Wesley So efstur með 10 stig en Magnús og Vachier-Lagrave fylgdu honum fast á eftir með 8 stig hvor. Í dag og á morgun tefla keppendur samtals 18 hraðskákir, 5 3 Bronstein. Gott er að fylgjast með baráttunni á vefnum Chess24.
------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eftir Helga Ólafsson birtast u.þ.b. viku síðar á Skák.is.
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 1. júlí 2017
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 3.7.2017 kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2017 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Skákmót með styttri umhugsunartíma njóta vaxandi vinsælda
Heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen gekk ekki vel á norska mótinu um síðustu helgi. Hann hlaut 4 vinninga af níu mögulegum, varð í 6.-9. sæti og Armeninn Levon Aronjan hljópst á brott með sigurlaunin og er allur að færast í aukana eftir nokkur mögur ár. Sá grunur læðist að manni að það henti Norðmanninum hreinlega betur að tefla skákir með styttri umhugsunartíma. Kannski er hann svona næmur á samtíð sína en staðreyndin er sú að styttri skákirnar fá æ meiri athygli. Eftirminnileg var sú kvöldstund heimsmeistaraeinvígisins í New York í fyrra þegar úrslitaskákirnar fjórar, sem Magnús og Karjakin tefldu að afloknu þunglamalegu 12 skáka einvígi sem lauk án niðurstöðu, voru sýndar á breiðtjaldi á Times Square í New York og Rauða torginu í Moskvu og fylgdist mikill mannfjöldi með.
Garrí Kasparov var í vikunni viðstaddur opnun mótaraðar í París, Grand Chess tour en þar eru mættir til leiks ýmsir kunnir kappar og enn og aftur var Magnús Carlsen mættur til leiks. Kasparov sem er einn skipuleggjanda gat þess í viðtali við frönsku pressuna að þessa dagana væri auðveldara að finna kostendur fyrir mót með styttri umhugsunartíma. Fyrirkomulagið er þannig að tíu þátttakendur tefla níu at-skákir með tímamörkum 25 10 Bronstein, síðan er tvöföld umferð í hraðskákinni með tímamörkunum 5 3 Bronstein. Kasparov lagði furðu mikla áherslu á að Bronstein tímamörkin yrðu notuð á Reykjavik Rapid-mótinu 2004 og situr enn við sinn keip. Í því kerfi bætist ekki við tímann.
Í París eru gefin tvö stig fyrir sigur í at-skákinni og eitt stig fyrir jafntefli. Í hraðskákinni fá menn 1 stig fyrir sigur og jafntefli er eftir sem áður ½ vinningur. Þetta eru ekki slæm býtti fyrir norska heimsmeistarann sem að loknum sjö umferðum hefur náð forystunni. Staðan: 1. Carlsen 10 stig. 2. Nakamura 9 stig. 3. Mamedyarov 8 stig. 4.-5. So og Grischuk 7 stig. 6. Vachier-Lagrave 6 stig. 7. Karjakin 5 stig. 8. Topalov 4 stig 9. Bacrot 3 stig 10. Caruana 1 stig.
Það gefur auga leið að viðureignir með skertum umhugsunartíma eru misjafnar að gæðum en spennan er líka meiri.
Magnús lék afar lævísum leik í þessari stöðu í 3. umferð:
Magnús Carlsen Vachier-Lagrave
30. De2!
Verst ýmsum hótunum og virðist undirbúa framrás b-peðsins.
30. ... Kh8??
Hann varð að leika 30. ... Bd6 eða 30. ... He8.
31. f4!
Vinnur mann. Svartur reyndi ....
31. ... exf3 32. Dxe5 Dh5
... en eftir
33. Rf4 Dxh2 34. Rg6+ Kh7 35. Rxf8+ Kh8 35. Rg6+ Kh7 37. Rf4!
... var frekari barátta vonlaus og Frakkinn gafst upp í 39. leik.
Hægt er að fylgjast með hraðskákunum í dag t.d. á vefsvæði Chess24., Chessbomb og ICC. Baráttan hefst kl. 16 í dag en kl. 14 á morgun, sunnudag.
Jóhann og Guðmundur tefla á Norðurlandamótinu í skák
Norðurlandamótið í skák hefst í þrem flokkum í Växsjö í Svíþjóð á mánudaginn. Í opna flokki mótsins tefla Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson og Jóhann Hjartarson. Jóhann varð Norðurlandameistari fyrir 20 árum. Stigahæstur keppenda er Svíinn Nils Grandelius. Efsta sætið gefur keppnisrétt á heimsbikarmóti FIDE sem fram fer í Georgíu í haust.
Lenka Ptacnikova teflir á Norðurlandamóti kvenna og þá teflir Áskell Örn Kárason í öldungaflokki mótsins.
------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eftir Helga Ólafsson birtast u.þ.b. viku síðar á Skák.is.
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 24. júní 2017
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 26.6.2017 kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2017 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Heimsmeistarinn missti næstum því toppsætið á elo-listanum
Stigalistinn sem kenndur er við bandaríska eðlis- og tölfræðinginn Arpard Elo birtist fyrst á alþjóðavettvangi árið 1970 en á því tæplega 50 ára tímabili síðan FIDE tók upp kerfið hafa furðu fáir skákmenn skipað efsta sæti listans. Þaulsætnastir voru Anatolí Karpov og arftaki hans Garrí Kasparov sem sat á toppnum í samfellt í 20 ár eða þar til hann hætti taflmennslu og sneri sér að rússneskri pólitík.
Magnús Carlsen náði toppsætinu árið 2010, sló stigamet Kasparovs fljótlega upp úr því og komst hæst í 2882 elo stig. Undanfarin ár hefur enginn ógnað stöðu hans eða þar til Norska skákmótið hófst í Stavangri í síðustu viku. Af einhverjum ástæðum hefur Magnús reynst lítill spámaður í eigin föðurlandi og þegar hann tapaði fyrir Aronjan og síðan Kramnik í sjöunudu umferð var allt í einu komin upp sú staða að Vladimir Kramnik var aðeins 4,4 elo stigum frá heimsmeistaranum á hinum svokallaða lifandi stigalista FIDE.
Skákirnar í áttundu og næstsíðustu umferð sem fram fóru fimmtudaginn gátu því leitt af sér sætaskipti. Þá mætti Magnús mótherja sínum frá heimsmeistaraeinvíginu í New York sl. haust, Sergei Karjakin og Kramnik tefldi við Vachier-Lagrave. Norðmönnum til óblandinnar ánægju náði Magnús að hrista af sér ólundina, sem var öllum ljós þegar hann mætti ekki á blaðamannafund degi fyrr, og vann glæsilega. Þeir grétu heldur ekki þegar Kramnik tapaði fyrir Vachier-Lagrave í sömu umferð og staðan á toppi elo-listans róaðist heilmikið:
Magnús Carlsen Sergei Karjakin
Nimzoindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Bd3 d5 6. cxd5 exd5 7. Re2 He8 8. Bd2 Bf8 9. O-O b6 10. Hc1 c5 11. Rf4 Bb7 12. Df3 Ra6 13. Hfd1 cxd4 14. exd4 Rc7 15. Bc2 Bd6 16. Be3 Re4 17. Ba4 He7 18. Bb3 Dd7 19. h3 Rxc3 20. bxc3 Bc6 21. Rh5!
Eftir byrjun sem telja má hefðbundna beinist athygli riddarans skyndilega að viðkvæmri kóngsstöðu svarts. Hótunin er 22. Bh6!
21. ... He6 22. Bc2 Ba4! 23. c4!
Skemmtileg barátta og vel teflt; hvítur missir sinn betri biskup en nær að opna fyrir þann sem stendur á e3.
23. ... dxc4 24. d5 Hg6 25. Bd4 Bxc2 26. Hxc2 Da4 27. Hcc1 Dxa2
Þessi fórn lá í loftinu en er á engan hátt einföld þar sem varnir svarts eru enn traustar þó að hrókar hvíts hafa heilmikið svæði til að vinna með.
28. ... Hxg7 29. Bxg7 Kxg7 30. Dg4+ Kf8 31. Dh4 Db2 32. Hxc4!?
Magnús var í tímahraki og gat fengið jafntefli með 32. Dh6+ Ke7 33. Dh4+ o.s.frv.
32. ... Re8 33. He1 Df6 34. Dxh7!
Vitaskuld ekki 34. He8+?? Hxe8 35. Dxf6 He1 mát!
34. ... Dg7 35. Dc2 Df6 36. Hg4 Bc5 37. He2 Dh6 38. g3 Rf6 39. Hh4 Dg7 40. Kg2 Dg5 41. Dc3 Bd6?
Afleikur, 41. ... Dg7 var eina vörnin.
42. Hh8+ Rg8 43. He4 Dg7 44. Hxg8+!
Lokahnykkurinn. Eftir 44. ... Dxg8 45. Df6 Bc5 46. d6 er öllu lokið. Svartur gafst upp. Hrókurinn á a8 hreyfði sig aldrei.
Þrátt fyrir þennan sigur er frammistaða Magnúsar undir væntingum og svo virðist sem hann hafi enn ekki jafnað sig fyllilega eftir heimsmeistaraeinvígið sl. haust. Staðan fyrir lokaumferðina var þessi:
1. Aronjan 5 ½ v. ( af 8) 2. Nakamura 5 v. 3. Giri 4 ½ v. 4. 5. So og Kramnik 4 v. 6. 9. Carlsen, Caruana, Anand og Vachier-Lagrave 3 ½ v. 10. Karjakin 3 v.
------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eftir Helga Ólafsson birtast u.þ.b. viku síðar á Skák.is.
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 17. júní 2017
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 17.6.2017 kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norska skákmótið sem hófst með pompi og pragt í Stafangri í byrjun vikunnar dregur til sín tíu af tólf stigahæstu skákmönnum heims. Þegar það var upphaflega kynnt lögðu skipuleggjendur þess og stærsti styrktaraðili, norska fyrirtækið Altibox, áherslu á að ná saman öllum á topp tíu lista FIDE. Smávægilegar breytingar á elo-listanum sem birtur var í byrjun maí sl. og eru þær helstar að Aserinn Mamedyarov hefur skotist upp í í 5. sæti og Kínverjinn Liren Ding situr í því tíunda. En það skiptir Norðmenn litlu máli; þeir eru hvort eð er allir að fylgjast með heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen sem þessa dagana skartar nýjum gleraugum, nýrri hárgreiðslu og hefur eignast kærustu, hina 22 ár gömlu Synn Christin Larsen.
Mótshaldið hófst á mánudaginn með hraðskákmóti keppendanna en fimm efstu sætin þar tryggðu fleiri skákir með hvítu í aðalmótinu. Magnús var baneitraður og vann með yfirburðum, hlaut 7 ½ vinning af níu mögulegum en í 2. 3. sæti komu Nakamura og Aronjan með 5 ½ v. hvor, Vachier-Lagrave varð fjórði með 5 vinninga og Kramnik náði 5. sæti á stigum.
Hressileg barátta í hraðskákinni hefur svo vikið fyrir yfrið varfærnislegri taflmennsku á aðalmótinu; í fyrstu þrem umferðunum hefur 13 skákum af 15 lokið með jafntefli. Nakamura og Kramnik eru efstir með 2 vinninga, síðan koma Magnús, So, Aronjan, Vachier-Lagrave, Caruana og Karjakin með 1 ½ vinning en lestina reka Anand og Giri með 1 vinning.
Enn á Magnús eftir að vinna skák og hefur gert jafntefli við So, Caruana og Nakamura. Sá síðastnefndi hóf keppnina með því að vinna Anish Giri sem sjaldan tapar en vendipunkturinn kom í þessari stöðu:
Hollendingurinn hafði verið í varnarstöðu lengi og biskupinn virtist ofjarl riddarans en samt lék Naka...
48. Bxd7! Hxd7+ 49. Ke5 Kf7 50. Hb8!
Svartur ræðst inn á b7 og a7-peðið fellur. Eftirleikurinn er auðveldur.
50. ... He7+ 51. Kd5 Kf6 52. Hb7 He5+ 53. Kd4 Ha5 54. Hxa7 f4 55. Kc4 Ha2 56. Kc5 h5 57. Ha8 Hc2 58. Kb6 Hb2+ 59. Kc5 Hc2+ 60. Kb6 Hb2+ 61. Ka7 Hxg2 62. Hb8 Hf2 63. Hb6+ Kg7 64. Kb7 Hxf3 65. a7 Ha3 66. Ha6 Hb3+ 67. Kc6
- og Giri gafst upp.
Nakamura dregur enga dul á þá fyrirætlan sína að ná heimsmeistaratitlinum úr hendi Magnúsar en árangur hans gegn Norðmanninum er slakur. En þegar á hólminn er komið þurfa fyrri viðureignir ekki að skipta neinu máli. Góðir fræðimenn voru fljótur að benda á nokkurn skyldleika við einn frægasta leik Fischers frá lokaeinvígi áskorendakeppninnar árið 1971 og hefur stundum verið tekinn sem dæmi um það hvernig koma má betri stöðu í verð með óvæntum uppskiptum:
Buenos Aires 1971; 7. einvígisskák:
Fischer Petrosjan
Það hafði margt fróðlegt gerst áður en þessi staða kom upp. Riddarinn á c5 er greinilega mikill stólpagripur en án þess a depla auga lék Fischer ... ..
22. Rxd7+! Hxd7 23. Hc1 Hd6 24. Hc7 Rd7 25. He2 g6 26. Kf2 h5 27. f4 h4?
Petrosjan hefði betur sleppt þessum leik en staðan var erfið.
28. Kf3 f5 29. Ke3 d4+ 30. Kd2 Rb6 31. Hee7 Rd5 32. Hf7+ Ke8 33. Hb7 Rxb4 34. Bc4!
Það fór vel á því að uppáhaldsbiskup Fischers ætti síðasta orðið. Petrosjan gafst upp.
------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eftir Helga Ólafsson birtast u.þ.b. viku síðar á Skák.is.
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 10. júní 2017
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 10.6.2017 kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2017 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Óbilandi sjálfstraust
Af þeim bókum sem Jan Timman hefur skrifað held ég mest upp á The art of chess analysis, samantekt viðureigna frá tímabili þegar Hollendingurinn var að hasla sér völl í skákheiminum. Timman tekur nokkur dæmi um djarfar ákvarðanir við skákborðið: Bobby Fischer sat að tafli andspænis Júgóslavanum Milan Matulovic á millisvæðamótinu í Palma á Mallorca síðla árs 1970 og virtist geta tekið jafntefli með því að endataka leiki. Staða hans var greinilega lakari en hann hafnaði því að þráleika og hélt baráttunni áfram. Skákinni lauk um síðir með jafntefli en þetta dæmi og annað sem Timman tók úr viðureign Karpovs í Las Palmas á Kanaríeyjum frá árinu 1977 gegn Ungverjanum Andras Adorjan eru lýsandi dæmi um óbilandi sjálfstraust þeirra allra bestu á hátindi ferilsins. Timman hefði getað bætt við dæmum úr skákum þess heimsmeistara sem lengst sat; Emanuel Lasker tók oft á sig erfiðar stöður og jafnvel tapaðar eingöngu til þess að geta haldið baráttunni áfram. Og mér sýnist að þessi lyndiseinkunn sem hér er lýst eigi vel við núverandi heimsmeistara, Magnús Carlsen.
Á Meistaramóti Skákskóla Íslands sem haldið var um síðustu helgi féllu leikir þannig í baráttu tveggja af sigurstranglegustu keppendunum:
Meistaramót Skákskóla Íslands 2017; 3. umferð:
Hilmir Freyr Heimisson Jón Trausti Harðarson
Trompowsky-byrjun
1. d4 Rf6 2. Bg5 Re4 3. h4 c5 4. dxc5 Da5+ 5. Rd2 e5 6. c3 Rxd2 7. b4 Dc7 8. Bxd2 b6 9. cxb6 axb6 10. e4 Bb7 11. Bd3 Be7 12. Re2 d5 13. Rg3 Rd7 14. De2 O-O 15. h5 dxe4 16. Bxe4 Bxe4 17. Dxe4 Rf6 18. De2 Rd5 19. O-O Rxc3 20. Bxc3 Dxc3 21. h6 g6 22. Hac1 Dd4 23. Hfd1 Df4 24. Hc6 Hfd8 25. Hxb6 Bxb4 26. Hxd8+ Hxd8 27. Re4 Dxh6
Þú ert einn efstur í mótinu og ert að tefla við stigahæsta keppandann. Besti leikurinn er 28. Hxb4 en þá þvingar svartur fram jafntefli með þráskák, 28. ... Dc1+ 29. Kh2 Dh6+ o.s.frv. Hvað gerir þú? Jafntefli þarf ekki að henta illa; eftir aðra leiki er svarta staðan heldur betri að mati vélanna og hvítur er peði undir. Það virtist ekki hvarfla að Hilmi að sættast á skiptan hlut og hann lék ...
28. g3!? Be7 29. Kg2 Hc8 30. Hb1 Df8 31. a4 f5 2. Rd2 Bf6 33. Da6 Bg7 34. Rf3 De8 35. Hb7 e4 36. Rg5 e3 37. Dd6
37. ... Kh8 38. Dd5
Í einhverjum tilvikum á þessum kafla hefði svartur getað gert betur en núna varð hann að leika 38. ... Dc6 og staðan er í jafnvægi.
38. ... e2?? 39. Rf7+ Kg8 40. Rd6+ Kh8 41. Rxe8 e1(D) 42. Rxg7 f4 43. Rh5!
og svartur gafst upp, 43. .. gxh5 er svarað með 44. Dd4+ og mátar.
Hilmir Freyr lét ekki staðar numið eftir þennan sigur og vann stigahærri flokki meistaramótins með fullu húsi. Efstu menn urðu: 1. Hilmir Freyr Heimisson 5 v. (af 5) 2. Bárður Örn Birkisson 3½ v. 3.-5. Aron Thor Mai, Alexander Oliver Mai og Jón Trausti Harðarson 2½ v.
Í flokki keppenda undir 1.600 Elo-stigum urðu jafnir og efstir Gunnar Erik Guðmundsson, Örn Alexandersson og Þorsteinn Magnússon allir með 6 vinninga af átta mögulegum. Við stigaútreikning reyndist Gunnar Erik hlutskarpastur. Efstur í flokki keppenda undir 1.200 Elo-stigum var Magnús Hjaltason.
Myndaexti: Fullt hús Hilmir Feyr Heimisson tekur við verðlaunum úr hendi Agnars Tómasar Möller frá GAMMA sem var aðalstyrktaraðili Meistaramóts Skákskólans. Morgunblaðið/SÍ
------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eftir Helga Ólafsson birtast u.þ.b. viku síðar á Skák.is.
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2017
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 5.6.2017 kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2017 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Titilhafar á þriðjudegi
Nú eru meir en 20 ár liðin síðan taflmennska á netinu hófst fyrir alvöru og vinsælasti þjónninn í þá daga var Internet chess club, ICC. Menn tóku oft góðar rispur á þessum vettvangi en fyrir 15 árum eða svo hætti greinarhöfundur að tefla þarna svo heitið gæti og lágu til þess ástæður sem ekki er þörf á að rekja hér. Ágætur tölvumaður og vefhönnuður, Ingvar Þ. Jóhannesson, kom mér aftur á sporið og setti upp aðgang á Chess.com. Þessi vefur slær flestu við sem gerist á netinu; þarna má finna ágætar æfingar fyrir börn, byrjendur og lengra komna, alls kyns vídeó og sagnfræðilegar upprifjanir. Áskrifendur eru kringum 18 milljón talsins og á degi hverjum eru tefldar yfir tvær milljónir skáka. Þeir sem hafa rangt við eiga ekki sjö dagana sæla á Chess.com; vélarnar hafa það hlutverk að þefa þá uppi sem nota hugbúnað til að bæta árangur sinn. Og meiri háttvísi er ríkjandi; menn semja yfirleitt jafntefli í dauðum jafnteflisstöðum en því var ekki alltaf að heilsa á ICC. Vinsælustu tímamörkin eru 3 0 og bullett, 1 0, þ.e. mínúta á alla skák án viðbótartíma, er að sögn þeirra sem þekkja, stórkostleg rússíbanareið. Þar er Hikaru Nakamura kóngurinn en hann hefur skrifað bók um efnið sem vel gæti heitið: klækjabrögð götustráks á skáksviðinu.
Chess.com virðist laða til sín alla bestu skákmenn heims og heldur reglulega hraðskákmót. Eitt þeirra nefnist Titled tuesday eða Titilhafar á þriðjudegi. Tímamörkin er 3 2 sem þýðir að tvær sekúndur bætast við eftir hvern leik. Þessi tímamörk eru notuð á heimsmeistaramótunum í hraðskák. Þau krefjast gífulegrar einbeitni, minnsta truflun í nærumhvefinu getur kostað, síminn hringir, eða: ...ertu til í að fara út með ruslið nei elskan, ég er að tefla við heimsmeistarann.
En þegar öllu er á botninn hvolft dásamar maður enn og aftur þennan frábæra samruna tölvutækni og skáklistar. Fyrr í þessum mánuði, nánar tiltekið rétt eftir kl. 8 þriðjudagkvöldið 2. maí, hafði ég byrjað vel á Titled tuesday og beið spakur eftir næsta mótherja:
Helgi Ólafsson Magnús Carlsen
Drottningarbragð
1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 a6 5. cxd5 exd5 6. Bf4 Bd6 7. Bg3 Bf5 8. e3 O-O 9. Hc1 He8 10. Be2 c6 11. O-O Bxg3 12. hxg3 Rbd7 13. b4 De7 14. a3 b5 15. Rd2 a5 16. g4 axb4 17. axb4 Bg6 18. g5 Re4
Áður en lengra er haldið vill greinarhöfundur taka það strax fram að afsakanir fyrir tapi eru hér ekki teknar gildar, ástæðan fyrir tapi er yfirleitt vitlaus ákvörðun einhvern tíma í skákinni. Vélarnar gera ekki mikinn greinarmun á með hvorum riddaranum tekið er á e4. Mistökin koma síðar. En nánari athugun á stöðunni leiðir í ljós að eftir 19. Rdxe4 dxe4 20. d5! á svartur við ramman reip að draga.
19. Rcxe4 dxe4 20. Hxc6 Dxg5 21. Hc7 Bf5 22. Db3?
Afleikur. Hvíta staðan er aðeins betri eftir 22. g3. Í framhaldinu gefur Magnús engin færi.
22....Bh3 23. g3 h5 24. Hfc1 h4 25. Kh2 Be6 26. Dc2 hxg3+ 27. fxg3 Rf6 28. Rf1 Ha2 29. Dd1 Dh5+!
- og hvítur gafst upp.
Eftir tveggja klukkustunda mótshald vann Magnús Carlsen með yfirburðum, hlaut 9 ½ vinning af tíu mögulegum. Nakamura varð í 2.-3. sæti með 8 vinninga. Greinarhöfundur hlaut 5 ½ vinning, jafnmarga og hinn íslenski þátttakandinn Eldur 16 Jóhann Hjartarson.
Myndaexti: Íslandsmeistari í annað sinn Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, afhenti hinum nýbakaða Íslandsmeistara Guðmundi Kjartanssyni hinn glæsilega verðlaunagrip gefinn af VISA við verðlaunaafhendingu um síðustu helgi. Var myndin tekin við það tækifæri. Morgunblaðið/SÍ
------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eftir Helga Ólafsson birtast u.þ.b. viku síðar á Skák.is.
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 27. maí
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 28.5.2017 kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2017 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Héðinn eða Guðmundur Úrslitaskák í dag
Slagurinn um efsta sætið í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands stendur milli Héðins Steingrímssonar og Guðmundar Kjartanssonar og nær hámarki með uppgjöri þeirra í síðustu umferð sem fram fer í dag. Hinn 19 ára gamla Dag Ragnarsson mætti þó vel telja mann mótsins en hann virðist nær öruggur um 3. sætið. Það er vitaskuld frábær frammistaða hjá nýliða en Dagur átti í nokkrum erfiðleikum með að tryggja sér sæti í landsliðsflokki og rétt marði 2. sæti á eftir Guðmundi Gíslasyni í keppni áskorendaflokks í síðasta mánuði. Staðan eftir sjöundu umferð sem fram fór á fimmtudaginn var þessi:
1. Héðinn Steingrímsson 6 ½ v. (af 7) 2. Guðmundur Kjartansson 6 v. 3. Dagur Ragnarsson 5 v. 4. - 5. Björn Þorfinnsson og Hannes Hlífar Stefánsson 3 ½ v. 6.-7. Sigurbjörn Björnsson og Davíð Kjartansson 3 v. 8. Vignir Vatnar Stefánsson 2 v. 9. Guðmundur Gíslason 1 ½ v. 10. Bárður Örn Birkisson 1 v.
Héðinn Steingrímsson hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari en hann varð yngsti Ísandsmeistari sögunnar 15 ára gamall þegar hann vann óvæntan sigur í keppni landsliðsflokks á Höfn í Hornafirði árið 1990 og skaust upp fyrir nokkra nafntogaða meistara.
Guðmundur Kjartansson hefur einni sinni orðið Íslandsmeistari en hann vann glæsilegan sigur á Íslandsþinginu 2014.
Hvað varðar frammistöðu annarra vekur athygli slök frammistaða Hannesar Hlífars Stefánssonar. Björn Þorfinnsson var kominn vel á skrið eftir tap í fyrstu umferð en tapaði svo tveim skákum og blandar sér ekki í baráttuna um sigur. Vignir Vatnar og Bárður Örn hafa átt erfitt uppdráttar en öðlast þarna mikilsverða reynslu.
Á fimmtudaginnn beindist athygli að efstu mönnum. Guðmundur Gíslason missti af góðu færi í miðtaflinu og þegar fram í sótti virtist Héðinn eiga sigurinn vísan en gaf Guðmundi annað tækifæri sem Ísfirðingurinn nýtti sér ekki og tapaði að lokum. Guðmundur Kjartansson fékk þrönga og erfiða stöðu eftír að hafa fiskað upp peð, gerði fá mistök í framhaldinu og vann með vel útfærðri gagnsókn:
Skákþing Íslands 2017; 7. umferð:
Sigurbjörn Björnsson Guðmundur Kjartansson
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3 6. bxc3 Da5 7. Bd2 Da4
Skorðar a-peðið. Þessi leikaðferð sást oft hjá Botvinnik.
8. Dg4 Kf8 9. Dd1 b6
Þeir hafa báðir fengið þessa stöðu upp áður, Sigurbjörn gegn Hollendingnum Kampen og Guðmundur gegn Einar Hjalta Jenssyni á Íslandsmótinu í fyrra.
10. dxc5 bxc5 11. Rf3 Re7 12. Be2 Ba6 13. O-O Rd7 14. Hb1 Rc6 15. Be3 h6 16. Bxa6 Dxa6 17. Dd3 c4 18. Dd2 Kg8 19. h3 Rdxe5 20. Rxe5 Rxe5 21. f4 Rd7 22. f5 Dxa3 23. Hb7 Dd6 24. fxe6 Dxe6 25. Bxa7 f6 26. Bd4?
Hann gat náð peðinu til baka með 26. Hd1 og a.m.k. jafnri stöðu en vill meira.
26. ... Dc6 27. Hfb1 Kh7 28. Df4 De6 29. Dg3 Hhe8
Eftir að hrókurinn kemst í spilið nær svartur smátt og smátt að bæta stöðu sína.
30. Kh2 Ha7 31. Bb6 He7 32. Bd4 Re5 33. H7b5 Ha2 34. Bc5 Hd7 35. Hb6 Df5 36. H6b2 Hxb2 37. Hxb2 De4 38. Bd4 Rg6 39. Be3 He7 40. Bd4 Rf4 41. Bc5 He5 42. h4
Hindrar 42. ... Hg5 en þá kemur hnykkur úr annarri átt.
Eða 43. Dxg2 Dxg4+ 44. Kg1 He1+ og vinnur.
43. ... Dxh4+
og hvítur gafst upp, 44. Kxg2 er svarað með 44. ... Hg5 o.s.frv..
------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eftir Helga Ólafsson birtast u.þ.b. viku síðar á Skák.is.
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 20. maí
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 22.5.2017 kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 168
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 104
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar