Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Kasparov snýr aftur

GFQ11GCMTŢađ kemur fáum á óvart núorđiđ ađ Magnús Carlsen vinni mót en yfirburđir hans voru miklir á öđu móti bikarsyrpunnar sem lauk um síđustu helgi í Leuven í Belgíu. Hann tapađi ađeins tveim skákum og viningshlutfall hans var tćplega 75%. Í Belgíu – eins og í París á dögunum – tefldu 10 skákmenn einfalda umferđ at-skáka og tvöfalda umferđ hrađskáka, samtals 27 skákir. Tvö stig gefin fyrir sigur í at-skákinni og eitt fyrir sigur í hrađskákunum sem voru helmingi fleiri og ţannig reynt ađ leita jafnvćgis. Lokaniđurstađan varđ ţessi:

1. Carlsen 25,5 stig ( 20 v. af 27 ) 2. So 22,5 stig 3. Vachier-Lagrave 22 stig 4. Giri 20 stig. Neđar komu Kramnik, Aronjan, Nepomniachttchi, Anand, Ivanchuk og Jobava.

Á HM í hrađskák undanfarin ár hafa tímamörkin veriđ 3 2 sem hentar betur yngri keppendunum. Ţess vegna fannst ýmsum ţađ vel til fundiđ hjá Garrí Kasparov, sem er einn skipuleggjenda syrpunnar, ađ bćta nokkrum sekúndum viđ klukkuna! Sá grunur lćddist ađ mönnum ađ nú vćri svo komiđ fyrir ţessum gamla baráttujaxli ađ hann saknađi baráttunnar viđ skákborđiđ. Hann hćtti á toppnum áriđ 2005 til ađ einbeita sér ađ rússneskum stjórnmálum. Ţess vegna voru flestir búnir ađ afskrifa ţann möguleika ađ hann sneri aftur til keppni. Eđa ţar til á miđvikudaginn ađ hann upplýsti ađ hann ćtlađi sér nú ađ taka fullan ţátt í bikarsyrpunni, Grand chess tour, og fyrsta verkefni hans vćri ađ tefla á ţriđja mótinu sem hefst 14. ágúst nk. í Saint Louis í Bandaríkjunum.

Skákir međ styttri umhugsunartíma sem sýndar hafa veriđ beint á fjölmörgum vefsvćđum hafa ótvírćtt skemmtilgildi. Mistökin eru mýmörg í nánast hverri skák og ţau gera baráttuna bara skemmtilegri! Á lokaspretti mótsins í Belgíu, ţ.e. í hrađskákunum, atti Magnús kappi viđ Frakkann Vachier-Lagrave. Ekki leist sérfrćđingum Chess24.com ţeim Yasser Seirawan og Nigel Short vel á byrjunataflmennsku Magnúsar ţó ađ sá síđarnefndi hefđi raunar bent á ađ svona hefđu enskir skákmenn teflt á fyrsta opinbera skákmótinu sem haldiđ var í London áriđ 1851.

Magnús var ekkert ađ telja peđin en peđ sem braust fram til d6 ţrengdi mjög ađ stöđu svarts og réđi síđar úrslitum:

Magnús Carlsen – Vachier Lagrave

Enskur leikur

1.c4 e5 2. e3 Rf6 3. Rc3 Rc6 4. g4 Bb4 5. g5 Bxc3 6. bxc3 Rg8 7. d4 Dxg5 8. d5 Rd8 9. d6 c6 10. Rf3 Df5 11. Hg1 Re6 12. e4!? Dxe4 13. Be3

Hótar ađ fanga drottninguna međ 13. Bd3.

13.... Df5 14. Rg5 Rf4 15. Bxf4 Dxf4 16. Hg4 Df6 17. Re4 Dh6 18. Df3 Rf6?

Misráđinn leikur. Svarta stađan er prýđisgóđ eftir 18.... g6.

GFQ11GHON19. Hxg7! Dxg7 20. Rxf6+ Kd8 21. Df5!

Skyndilega er hvítur kominn međ hartnćr unniđ tafl.

21.... He8 22. Rxe8 Kxe8 23. c5 b5 24. Bd3 f6 25. Ke2 Kf7 26. Hh1 Hb8 27. Kf1 Dg6 28. Df3 Dh6 29. Hg1 Ba6 30. Dg4 Hd8 31. Hg3 e4 32. Dxe4 He8 33. Dg4 Bc8 34. Kg2 Dg5 35. Df3 Dd5 36. Dxd5 cxd5 37. Bxh7 He5 38. f4 He2 39. Kf1 Hxh2 40. Bg8+ Kf8 41. Bxd5 Hh8 42. Kf2

Skákvélarnar fundu enga raunverulega galla á taflmennsku hvíts allt frá 19. leik. Nú rćđst kóngurinn fram og gerir út um tafliđ.

42.... Ba6 43. Ke3 Ke8 44. Kd4 Kd8 45. Hg7 Bc8 46. c6 dxc6 47. Bxc6 a5 48. Kc5

GEQ11GHOR– Síđustu leikina léku keppendur leifturhratt en sú sá Vachier-Lagrave sćng sína uppreidda og gaf skákina.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 8. júlí 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (20.1.): 349
 • Sl. sólarhring: 1131
 • Sl. viku: 7614
 • Frá upphafi: 8458695

Annađ

 • Innlit í dag: 224
 • Innlit sl. viku: 3942
 • Gestir í dag: 199
 • IP-tölur í dag: 193

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband