Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Jóhann og Lenka Norđurlandameistarar

G1711FS0DJóhann Hjartarson varđ Norđurlandameistari í Reykjavík fyrir 20 árum og hefur varla átt von á ţví ađ vinna titilinn aftur 20 árum síđar. En sigur hans á Norđurlandamótinu sem fram fór í Vaxsjö í Svíţjóđ var engin tilviljun. Hann tefldi best allra og kom í mark međ 7˝ vinning úr níu skákum, jafn ađalkeppinaut sínum, Svíanum Nils Grandelius, en var hćrri á mótsstigum. Fyrir lokaumferđina hafđi Jóhann ˝ vinnings forskot á Svíann og međ betri stigatölu og allar líkur bentu ţví til ţess ađ jafntefli dygđi honum. Ţađ varđ líka niđurstađan. Íslandsmeistarinn Guđmundur Kjartansson hlaut 6 vinninga af 9 mögulegum og hafnađi í 9. sćti.

Međ sigrinum öđlast Jóhann keppnisrétt á heimbikarmóti sem fram fer í Tblisi í Úkraínu í haust. Undanfarin tvö ár hefur Jóhann aukiđ mjög viđ taflmennsku sína, náđi afbragđs árangri á Evrópumóti landsliđa haustiđ 2015 og varđ Íslandsmeistari í fyrra. Norđurlandamótiđ fór fram í fjórum flokkum og í opna flokknum voru keppendur 73 talins, flestir frá Svíţjóđ.

G1711FS09Í kvennaflokki bar Lenka Ptacnikova sigur úr býtum og er ţví Norđurlandameistari kvenna. Hún lét óvćnt tap í 2. umferđ ekki slá sig út af laginu og vann allar skákir sínar eftir ţađ og hlaut 6 vinninga af sjö mögulegum.

Í flokki keppenda 50 ára og eldri nćldi Áskell Örn Kárason sér í silfurverđlaun, hlaut 6 vinninga af átta mögulegum.

Ţegar litiđ er til ţess ađ međal keppenda voru margir öflugir skákmenn á borđ viđ Fćreyinginn Helga Dam Ziska, Danann Allan Stig Rasmussen, Guđmund Kjartansson og Svíann Jonathan Westerberg áttu menn ekki endilega von á ţví ađ Jóhann og Nils Grandelius myndu slíta sig frá öđrum keppendum međ jafn afgerandi hćtti og raun bar vitni. Lykilsigur Jóhanns kom í nćst síđustu umferđ en ţá hafđi hann svart gegn sterkasta Dananum sem gat međ sigri blandađ sér baráttuna um efsta sćtiđ. Ţađ var ţví heilmikiđ undir í ţessari skák:

NM 2017; 8. umferđ:

Allan Stig Rasmussen – Jóhann Hjartarson

Pirc vörn

1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d6 4. Be3 a6 5. Dd2 b5 6. f3 Rd7

Byrjun Jóhanns ber stundum heitiđ „Tískuvörn“ – en ţađ er gömul tíska. Svona tefldi t.d. Guđmundur Sigurjónsson gegn sjálfum Karpov í Caracas í Vensúela áriđ 1970.

7. h4 Rgf6 8. g4 h6 9. Rge2 Rb6 10. b3 h5 11. g5 Rfd7 12. Rg3 c5 13. Hd1 Bb7 14. Rce2 cxd4 15. Bxd4 Bxd4 16. Rxd4 Dc7

Svarta stađan hefur fengiđ á sig yfirbragđ traustrar sikileyjarvarnar.

17. f4 e5 18. Rde2 exf4 19. Dxf4

19. Rxf4 kom til álita en eftir 19. ... Re5 20. Be2 O-O-O er svarta stađan betri.

19. ... Dxc2 20. Hc1 Dxa2 21. Dxd6 Hc8 22. Hxc8 Bxc8 23. Rd4 Da5+ 24. b4 Da1+ 25. Kf2 Db2 26. Kg1 Bb7 27. Hh2 Da1 28. Rge2

Lítur illa en út en svartur hótađi 28. ... Rc4 og riddarinn á d4 fellur.

28. ... Bxe4 29. Kf2 Kd8 30. Bg2

G1711FS01Riddarar svarts valda kónginn vel og nú fá ţeir stuggađ viđ drottningunni.

30. ... Rc4! 31. Df4 Bxg2 32. Hxg2 Rce5 33. Hg3 He8 34. Kg2 Da2 35. De4 Ke7 36. Hc3 Kf8 37. Hc2 Da4 38. Rf4 Rg4 39. Rde6 Kg8 40. Hd2 Rf8! 41. Db1 Rxe6 42. Rd5

Hann gat reynt 42. Rxe6 Hxe6 43. Hc8+ Kh7 44. Db2 en ţá kemur 44. .... Dc2+! 45. Dxc2 Re3+ og vinnur.

42. ... Hd8 43. Ha2 Hxd5 44. Hxa4 bxa4 45. Da2 a3 46. Kf3 Hd3 47. Ke4 Hd4

– og Rasmussen gafst upp. Baráttan gegn hrók og tveim riddurum er vonlaus.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 4. júlí 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (20.1.): 345
 • Sl. sólarhring: 1127
 • Sl. viku: 7610
 • Frá upphafi: 8458691

Annađ

 • Innlit í dag: 221
 • Innlit sl. viku: 3939
 • Gestir í dag: 196
 • IP-tölur í dag: 190

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband