Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Friđrik og Larsen í Dundee 1967

Fyrir 50 árum kl. 10 ađ morgni settust ađ tafli Friđrik Ólafsson og danski stórmeistarinn Bent Larsen. Ţetta var síđasta umferđ alţjóđlegs móts í Dundee í Skotlandi sem haldiđ var í tilefni ţess ađ 100 árum fyrr hafđi fariđ fram í borginni skákmót, hiđ fjórđa alţjóđlega í skáksögunni og međal keppenda var Wilhelm Steinitz síđar heimsmeistari.


Baráttan sem Friđrik og Larsen útkljáđu ţennan dag stóđ í nćstum níu klukkustundir án ţess ađ hlé vćri gert; ţetta var síđasta umferđ mótsins og vegna ţess hve lengi viđureignin stóđ var lokahófiđ sett í biđ en alls kyns fyrirmenn höfđu veriđ kvaddir til ţess , ţ. á m. borgarstjórinn, hinn háćruverđugi Provst lávarđur sem annađ veifiđ vitjađi skáksalarins og glamrađi allnokkuđ í keđju hans. Skákin snerist um ţađ hvort Friđrik nćđi Svetozar Gligoric ađ vinningum eđa Larsen međ sigri tćkist ađ komast upp viđ hliđ Friđriks í annađ sćtiđ.

Ţung undiralda einkenndi baráttuna framan af, strategía Larsens minnti á skćruhernađ sem bar lítinn árangur ţó ţar sem stöđuuppbygging Friđriks var heilsteypt og traust og sjálfur gat hann reynt ýmsar smábrellur – sjá 26. leik. Ţegar leiđ á ţessa löngu setu var eins og spennan milli ţeirra félaga ykist og baráttan yrđi ć persónulegri.

Friđrik lét skiptamun af hendi í 37. leik en minnugur ţess hversu viđsjárverđur Friđrik var ţegar ţannig stóđ á liđsafla kaus Larsen ađ svara í sömu mynt; í 49. leik var eins og hann segđi:

„Skítt međ ţínar skiptamunarfórnir. Hér hefur ţú hrókinn, lagsi.“ Friđrik lét sér fátt um finnast, hirti fenginn en stillti síđan óvaldađri drottningu sinni upp. Ţetta kostađi mikil heilabrot Larsens og tímahrak en ţegar hrókur Friđriks ruddist til b2 blasti sigurinn viđ. Hann ţurfti einn snjallan hróksleik til ađ klára dćmiđ en seildist eftir peđi sem hafđi veriđ ađ ţvćlast fyrir honum og Larsen greip tćkifćriđ:

Bent Larsen – Friđrik Ólafsson

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Bd7 4. a4 Rc6 5. O-O Rf6 6. d3 g6 7. Rbd2 Bg7 8. Rc4 O-O 9. He1 a6 10. Bxc6 Bxc6 11. a5 Rd7 12. Bg5 f6 13. Bd2 d5 14. exd5 Bxd5 15. Re3 Bf7 16. Rg4 g5 17. Re3 e6 18. Bc3 Bh5 19. De2 He8 20. Rc4 Dc7 21. De3 Bg6 22. Rfd2 e5 23. De2 Rf8 24. Re4 Had8 25. Df3 Dc6 26. Hab1 g4 27. Dg3 Re6 28. Red2 Rd4 29. Bxd4 Hxd4 30. Rb3 Hf4 31. De3 Bf8 32. Hbd1 Hd8 33. De2 h5 34. Re3 Bf7 35. c4 Da4 36. Dc2 Dc6 37. g3 Hfd4 38. Rxd4 cxd4 39. Rf5 Bd5 40. Dd2 Bf3 41. Hb1 Dd7 42. Rh4 Bc6 43. b4 Kh7 44. Da2 Bh6 45. b5 axb5 46. cxb5 Bd5 47. Da3 Hc8 48. a6 b6 49. Hec1 Bxc1 50. Hxc1 Dd6 

GTI11HADB

 

51. Da1 Hc5 52. h3 Hxb5 53. Da4 Dc6 

GTI11HADF

54. Dd1 Dd7 55. Kh2 Hb2 56. De1 Ba8 57. hxg4 hxg4 58. Hc4 Bd5 59. Hb4 Hc2 60. Hxb6 Dc8 61. Db4 Hxf2 62. Kg1 Ha2 63. De7 Kg8 64. Hb1.

GTI11HAD7

 

Klukkan var nú langt gengin í sjö og sigurinn vís leiki svartur 64. ... Hh2!

64. ... Hxa6?? 65. Rf5!

Riddarinn sem steig til hliđar í 42. leik stekkur skyndilega inn á sviđiđ og gerir út um tafliđ.

65. ... Df8 66. Rh6+!

Svartur gafst upp, 66. ... Dxh6 er svarađ međ 67. Hb8+ og mátar.

C.H.O.D. Alexander – ein söguhetjan úr kvikmyndinni Imitation Game – lét ţess getiđ í grein sem hann skrifađi um mótiđ í Daily Express ađ ţađ myndi líđa langur tími ţar til Bent Larsen yrđi svo heppinn aftur.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 15. júlí 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 239
  • Frá upphafi: 8764696

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 143
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband