Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins

Skákţáttur Morgunblađsins: Gamall og góđur kani

Robert Byrne í Reykjavíkurskákmótinu 1984Robert Byrne sem lést ţann 12. apríl sl. 84 ára ađ aldri var íslenskum skákáhugamönnum ađ góđu kunnur. Hann kom hingađ til lands á Fiske-mótiđ 1968 og tefldi á fjölmörgum Reykjavíkurskákmótum eftir ţađ. Á međan einvígi aldarinnar stóđ sumariđ 1972 sat hann međ ritvél úti í horni í blađamannaherbergi Laugardalshallar og lét ţar stundum til sín taka á sinn hógvćra hátt. „Fischer-sprengjan" í Bandaríkjunum hafđi skapađ fremstu meisturunum ný tćkifćri og Byrne hóf ađ skrifa um skák fyrir „The New York Times". Um líkt leyti sagđi hann stöđu sinni lausri sem prófessor í heimspeki viđ háskólann í Indiana og gerđist atvinnumađur, kominn vel á fimmtugsaldur. Byrne hafđi náđ góđum árangri á Aljékín-mótinu í Moskvu í árslok 1971 en sitt frćgasta afrek vann hann voriđ 1973 er hann hlaut 12 ˝ vinninga af 17 mögulegum á millisvćđamótinu í Leningrad og varđ í 3. sćti á eftir Karpov og Kortsnoj, tefldi síđan viđ Spasskí í fyrstu hrinu áskorendakeppninnar en tapađi 1˝ : 4˝ . Ţeir skákbrćđur Robert og Donald Byrne gengu í „Erasmus High" í Brooklyn, sama skóla og Bobby Fischer, og tefldu viđ hann ţrjár af hans frćgustu skákum. Rakiđ er í „My 60 Memorable Games" er Robert Byrne gafst upp eftir 21. leik á bandaríska meistaramótinu 1963-64, og sumir áhorfendur héldu ađ Fischer vćri međ tapađ tafl. Fćrri vita ađ Fischer tapađi fyrir Robert Byrne á sama meistaramóti tveim árum síđar og var einungis vinningi yfir í tíu viđureignum. Skáklíf ţessara ára hverfđist ađ miklu leyti um Fischer og Robert Byrne var heillađur af öllu sem ţessi gođsögn tók sér fyrir hendur, tefldi sömu byrjanir og dugđi vel í Leningrad ´73. Ţar var ađstođarmađur hans Bernard Zuckerman, gangandi alfrćđibók, kallađur „Zook the book". Á millisvćđamótinu í Biel áriđ 1976 keyrđi Byrne enn á sama „repertoire", varđ í 5.-7. sćti og rétt missti af sćti í áskorendakeppninni. Hinn bandaríski keppandinn á ţví móti er í dag frćgur hagfrćđingur, Kenneth Rogoff. Á Ólympíumótinu í Haifa í Ísrael áriđ 1976 tefldi Robert Byrne á 1. borđi og Bandaríkjamenn unnu gullverđlaun. Ţá voru sovéskir „ útlagar" einn af öđrum ađ tínast til Bandaríkjanna og áttu eftir ađ gerbreyta landslagi skákarinnar. Lubomir Kavalek, sem var međ Byrne í Haifa birti grein í Huffington Post á dögunum og dró ţar fram eftirfarandi viđureign sem Byrne tefldi viđ viđ einn af ţessum gömlu góđu Könum sem einnig var í ţessari sigursveit:

Bandaríska meistaramótiđ 1965:

Robert Byrne - Larry Evans

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 a6 3. Rc3 d6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Rf6 6. Bg5 e6 7. f4 Db6 8. Dd2 Dxb2 9. Hb1 Da3 10. e5 dxe5 11. fxe5 Rfd7 12. Bc4 Bb4 13. Hb3 Da5 14. O-O O-O 15. Bf6!?

Í árdaga „eitrađa peđs" afbrigđisins vissu menn ekki ađ svartur getur varist ţessari atlögu međ 15. ... Rxf6 16. exf6 Hd8 17. Hxb4 Dxb4 18. Dg5 g6 o.s.frv.

15. ... gxf6? 16. Dh6 Dxe5 17. Rf5! exf5 18. Re4!

Hver ţrumuleikurinn á fćtur öđrum. Riddarinn opnar leiđ fyrir hrókinn á b3.

g89qk90u.jpg-sjá stöđumynd-

18. ... Bd2 19. Rxd2 Dd4+ 20. Kh1 Re5 21. Hg3 Rg4 22. h3 De5 23. Hf4 De1 24. Rf1 Dxg3 25. Hxg4+ Dxg4 26. hxg4Rd7 27. Rg3 Kh8 28. Bd3 Hg8 29. Bxf5 Hg6 30. Bxg6 fxg6 31. Re4 b5 32. g5 Bb7 33. Rxf6 Rf8 34. Dh2 Bc8 35. De5 Re6 36. Rd7+

- og Evans gafst upp.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 21. apríl 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Besti skákmađur allra tíma

Carlsen og KasparovAfrek Magnúsar Carlsens í áskorendamótinu, nýslegiđ stigamet og aldeilis stórkostleg framganga á skáksviđinu undanfarin misseri kallar á samanburđ viđ annan risa skáksögunnar, Garrí Kasparov, sem í dag, 13. apríl, fagnar 50 ára afmćli sínu. Kasparov komst hćst í 2.851 elo-stig en met Magnúsar stendur í 2.872 elo. Lengra nćr samanburđurinn ekki í huga margra.

Ţegar Kasparov hćtti opinberlega ađ tefla eftir sigur á Linares-mótinu áriđ 2005 hafđi hann veriđ stigahćsti mađur heims í 20 ár, teflt átta heimsmeistaraeinvígi, átti ađ baki óslitna sigurgöngu á alţjóđlegum mótum og skildi eftir sig frábćrt verk á sviđi skákbókmennta.

Afskipti af framkvćmdahliđ skákarinnar eru hins vegar umdeild; á pólitíska sviđinu rússneska hefur fullvissa hans um eigiđ ágćti ekki náđ yfir til háttvirtra kjósenda og tveir hjónaskilnađir gćtu bent til ţess ađ hann sé ekki mjög auđveldur í sambúđ; fyrsta eiginkonan var „sett út á stétt" í miđju heimsmeistaraeinvígi í London haustiđ 1993. Hvađ varđar snilldarverk hans viđ skákborđiđ ţá blikna bestu skákir Magnúsar Carlsens í samburđi viđ snilldarverk Kasparovs. Núverandi heimsmeistari, Anand, var Kasparov aldrei mikil hindrun, stađan í viđureignum ţeirra er 29:16.

Norđmađurinn á ţó vinninginn á einu sviđi; líkt og Fischer teflir hann allar skákir í botn og hann er líka heiđarlegri viđ skákborđiđ. Á vettvangi einvígja er hann auđvitađ óskrifađ blađ og hann verđur ekki „gerđur upp" međ sama hćtti og hinn fimmtugi Kasparov, sem greinarhöfundur telur ţrátt fyrir allt mesta skákmann allra tíma. Ef bera á fram mögnuđustu skák Kasparovs stendur valiđ á milli skáka nr. 16 í HM-einvígjum nr. 2 og 3. árin 1985 og '86 og skákar sem hann tefldi undir lok aldarinnar. Kannski kvaddi „klassíska skákin" 20. öldina međ ţessari viđureign:

Wijk aan Zee 1999:

Garrí Kasparov - Veselin Topalov

Pirc-vörn

1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3 Bg7 5. Dd2 c6 6. f3 b5 7. Rge2 Rbd7 8. Bh6 Bxh6 9. Dxh6 Bb7 10. a3 e5 11. 0-0-0 De7 12. Kb1 a6 13. Rc1 0-0-0 14. Rb3 exd4 15. Hxd4 c5 16. Hd1 Rb6 17. g3 Kb8 18. Ra5 Ba8 19. Bh3 d5 20. Df4+ Ka7 21. Hhe1

Ólíkt ţví sem menn áttu ađ venjast hafđi Kasparov í raun ekki margt fram ađ fćra í byrjun ţessarar skákar. Stađan má heita í jafnvćgi.

21.... d4 22. Rd5 Rbxd5 23. exd5 Dd6 24. Hxd4!

Fyrsta sprengjan fellur. Topalov sá atburđarásina fyrir, gat valiđ 24.... Kb6! sem heldur öllu í horfinu og sennilega gott betur en vildi láta reyna á réttmćti fórnarinnar.

24....cxd4

g7oqj3im.jpg25. He7+!

Byggir á hugmyndinni 25.... Dxe7 26. Db6+ Bb7 27. Rc6+ Ka8 28. Da7 mát.

25.... Kb6 26. Dxd4 Kxa5 27. b4+ Ka4 28. Dc3! Dxd5 29. Ha7! Bb7

Ţvingađ ţar sem 29.... Hd6 er svarađ međ 30. Kb1 sem hótar 31. Db3+ og mátar.

30. Hxb7 Dc4 31. Dxf6 Kxa3 32. Dxa6 Kxb4 33. c3+! Kxc3 34. Da1+ Kd2 35. Db2+ Kd1 36. Bf1! Hd2

37. Hd7!!

„Hann er skrímsli međ ţúsund augu og ţau sjá öll." - Tony Miles. Kasparov mun ađ eigin sögn hafa séđ ţessa stöđu og ţennan leik fyrir er hann lék 24. Hxd4.

37.... Hxd7 38. Bxc4 bxc4 39. Dxh8 Hd3 40. Da8 c3 41. Da4 Ke1 42. f4 f5 43. Kc1 Hd2 44. Da7

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 7. apríl 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Gelfand kom Magnúsi Carlsen til hjálpar

Aronian - GelfandHagur Magnúsar Carlsen á áskorendamótinu í London vćnkađist talsvert í 9. umferđ ţegar helsti keppinautur hans, Armeninn Levon Aronjan tapađi fyrir Boris Gelfand; í sömu umferđ lenti Magnús í miklum erfileikum gegn Vladimir Kramnik en tókst ađ halda jafntefli og hefur ˝ vinnings forskot ţegar ţetta er ritađ. Stađan: 1. Carlsen 6 v. ( af 9 ) 2. Aronjan 5 ˝ v. 3. Kramnik 5 v. 4. - 5. Gelfand og Grischuk 4 ˝ v. 6. Svidler 4 v. 7. Ivantsjúk 3 ˝ v. 8.Radjabov 3 v.

Samkvćmt tölfrćđi sem Jeff Sonas vann eru nú um 75% líkur á ţví ađ Magnús vinni mótiđ og 21% líkur á ţví ađ Aronjan vinni. Möguleikar ţess síđarnefnda eru ţó enn góđir. Verđi hann í efsta sćti ásamt Magnúsi ţá telst sá sigurvegari sem unniđ hefur fleiri skákir. Magnús getur ţ.a.l. ekki siglt fleyi sínu í jafnteflishöfn í lokaumferđunum en hann hefur hvítt í ţrem skákum af fimm. Elstu keppendurnir í London, Gelfand og Ivantsjúk, hafa náđ sér á strik eftir slaka byrjun. Gelfand vann Radjabov í 8. umferđ og í nćstu umferđ gerđi hann Magnúsi mikinn greiđa er hann lagđi Aronjan:

Boris Gelfand - Levon Aronjan

Drottningarbragđ

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 O-O 6. e3 Rbd7

Ţessi leikur hefur aftur tekiđ yfir sem vinsćlasta svariđ viđ Bf4-leiđinni. Á Ol í Novi Sad 1990 í viđureign Sovétríkjanna gegn Íslandi - ţeirri síđustu sem Sovétríkin háđu á Ólympíumóti - lék Gelfand 7. Dc2 gegn undirrituđum en velur nú ađra leiđ.

7. Be2 c6 8. O-O Rh5 9. Be5 f6 10. Bg3 f5 11. Be5 Rhf6 12. h3 Rxe5 13. Rxe5 Rd7 14. f4 Rxe5 15. fxe5 Bg5 16. Dd2 Bd7 17. Hac1 Hc8 18. a3 Kh8 19. b4 Be8 20. Bd3 Hc7 21. Re2!

Vandamál svarts snúast um ţađ hversu ţröng stađa hans og peđastađa hans er ekki góđ međ tilliti til endatafls.

21. ... Bh5 22. Rf4 Bxf4 23. exf4 Hd7 24. De3!?

Hann gat lokađ taflinu međ 24. c5 og opnađ síđan línur á drottningarvćng.

24. ... dxc4 25. Bxc4 Hxd4?

Hćpin ákvörđun Sjálfsagt var 24. ... He8 ţó hvítur eigi góđa möguleika međ 25. d5! exd5 26. Bd3 d4 27. Dd2.

26. Bxe6 Bf7 27. Bxf5 Bc4 28. e6 Dd6 29. Hfe1 He8 30. e7 Bf7 31. Hc5 g6 32. Bg4 h5?

Aronjan hefur stundum áđur gert sig sekan um ađ reyna ađ notfćra sér tímahrak andstćđingsins. Ţetta gerir ađeins illt verra og Gelfand lćtur tćkifćriđ sér ekki úr greipum ganga. Mun betra var 32. ... Hd3, t.d. 33. De5+ Dxe5 34. Hexe5 a6 og síđan - Kg7 og Kf6 viđ tćkifćri.

33. f5!

Međ hugmyndinni 33. .... hxg4 34. Dh6+ Kg8 35. fxg6 Bxg6 35. Hg5 og vinnur.

33. ... Kg7 34. fxg6 Bxg6 35. Bxh5

Einfaldara og betra var 35. Hxh5!; eftir 35. ... Bxh5 36. Bxh5 er svartur bjargarlaus.

35. .... Hd3 36. De5+ Dxe5 37. Hcxe5 Bxh5 38. Hxh5 Hxa3 39. Hf5!

Snjall leikur sem heldur opnum möguleikum á matsókn međ tveim hrókum.

39. ... Hd3 40. He4 Hd7 41. Hg4+ Kh6 42. Hf6+ Kh7

42. ... Kh5 virtist kom til greina en eftir 43. Hfg6! Hdxe7 kemur 44. H4g5+ Kh4 45. g3+! Kxh3 46. Hh6 mát.

43. Hf7+ Kh6 44. Hgg7 Hd1 45. Kh2 Hf1 46. Hh7+ Kg6 47. Hhg7+ Kh6 48. Hh7+ Kg6 49. Hfg7+ Kf6 50. h4 Ke6 51. Hg4 Kf5 52. Kg3 He1 53. Hf4+ Ke6 54. h5!

Einfaldast ţar sem frípeđ hvíts eru komin lengra.

54. ... Hxe7 55. Hxe7 Kxe7 56. Kh4 b6 57. h6 Hh1 58. Kg5 Ke6 59. Kg6 Ke5 60. Hf5+

- og Aronjan gafst upp.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 1. apríl 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Gelfand kom Magnúsi Carlsen til hjálpar

Aronian - GelfandHagur Magnúsar Carlsen á áskorendamótinu í London vćnkađist talsvert í 9. umferđ ţegar helsti keppinautur hans, Armeninn Levon Aronjan tapađi fyrir Boris Gelfand; í sömu umferđ lenti Magnús í miklum erfileikum gegn Vladimir Kramnik en tókst ađ halda jafntefli og hefur ˝ vinnings forskot ţegar ţetta er ritađ. Stađan: 1. Carlsen 6 v. ( af 9 ) 2. Aronjan 5 ˝ v. 3. Kramnik 5 v. 4. - 5. Gelfand og Grischuk 4 ˝ v. 6. Svidler 4 v. 7. Ivantsjúk 3 ˝ v. 8.Radjabov 3 v.

Samkvćmt tölfrćđi sem Jeff Sonas vann eru nú um 75% líkur á ţví ađ Magnús vinni mótiđ og 21% líkur á ţví ađ Aronjan vinni. Möguleikar ţess síđarnefnda eru ţó enn góđir. Verđi hann í efsta sćti ásamt Magnúsi ţá telst sá sigurvegari sem unniđ hefur fleiri skákir. Magnús getur ţ.a.l. ekki siglt fleyi sínu í jafnteflishöfn í lokaumferđunum en hann hefur hvítt í ţrem skákum af fimm. Elstu keppendurnir í London, Gelfand og Ivantsjúk, hafa náđ sér á strik eftir slaka byrjun. Gelfand vann Radjabov í 8. umferđ og í nćstu umferđ gerđi hann Magnúsi mikinn greiđa er hann lagđi Aronjan:

Boris Gelfand - Levon Aronjan

Drottningarbragđ

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 O-O 6. e3 Rbd7

Ţessi leikur hefur aftur tekiđ yfir sem vinsćlasta svariđ viđ Bf4-leiđinni. Á Ol í Novi Sad 1990 í viđureign Sovétríkjanna gegn Íslandi - ţeirri síđustu sem Sovétríkin háđu á Ólympíumóti - lék Gelfand 7. Dc2 gegn undirrituđum en velur nú ađra leiđ.

7. Be2 c6 8. O-O Rh5 9. Be5 f6 10. Bg3 f5 11. Be5 Rhf6 12. h3 Rxe5 13. Rxe5 Rd7 14. f4 Rxe5 15. fxe5 Bg5 16. Dd2 Bd7 17. Hac1 Hc8 18. a3 Kh8 19. b4 Be8 20. Bd3 Hc7 21. Re2!

Vandamál svarts snúast um ţađ hversu ţröng stađa hans og peđastađa hans er ekki góđ međ tilliti til endatafls.

21. ... Bh5 22. Rf4 Bxf4 23. exf4 Hd7 24. De3!?

Hann gat lokađ taflinu međ 24. c5 og opnađ síđan línur á drottningarvćng.

24. ... dxc4 25. Bxc4 Hxd4?

Hćpin ákvörđun Sjálfsagt var 24. ... He8 ţó hvítur eigi góđa möguleika međ 25. d5! exd5 26. Bd3 d4 27. Dd2.

26. Bxe6 Bf7 27. Bxf5 Bc4 28. e6 Dd6 29. Hfe1 He8 30. e7 Bf7 31. Hc5 g6 32. Bg4 h5?

Aronjan hefur stundum áđur gert sig sekan um ađ reyna ađ notfćra sér tímahrak andstćđingsins. Ţetta gerir ađeins illt verra og Gelfand lćtur tćkifćriđ sér ekki úr greipum ganga. Mun betra var 32. ... Hd3, t.d. 33. De5+ Dxe5 34. Hexe5 a6 og síđan - Kg7 og Kf6 viđ tćkifćri.

33. f5!

Međ hugmyndinni 33. .... hxg4 34. Dh6+ Kg8 35. fxg6 Bxg6 35. Hg5 og vinnur.

33. ... Kg7 34. fxg6 Bxg6 35. Bxh5

Einfaldara og betra var 35. Hxh5!; eftir 35. ... Bxh5 36. Bxh5 er svartur bjargarlaus.

35. .... Hd3 36. De5+ Dxe5 37. Hcxe5 Bxh5 38. Hxh5 Hxa3 39. Hf5!

Snjall leikur sem heldur opnum möguleikum á matsókn međ tveim hrókum.

39. ... Hd3 40. He4 Hd7 41. Hg4+ Kh6 42. Hf6+ Kh7

42. ... Kh5 virtist kom til greina en eftir 43. Hfg6! Hdxe7 kemur 44. H4g5+ Kh4 45. g3+! Kxh3 46. Hh6 mát.

43. Hf7+ Kh6 44. Hgg7 Hd1 45. Kh2 Hf1 46. Hh7+ Kg6 47. Hhg7+ Kh6 48. Hh7+ Kg6 49. Hfg7+ Kf6 50. h4 Ke6 51. Hg4 Kf5 52. Kg3 He1 53. Hf4+ Ke6 54. h5!

Einfaldast ţar sem frípeđ hvíts eru komin lengra.

54. ... Hxe7 55. Hxe7 Kxe7 56. Kh4 b6 57. h6 Hh1 58. Kg5 Ke6 59. Kg6 Ke5 60. Hf5+

- og Aronjan gafst upp.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 1. apríl 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Aronjan er helsti keppinautur Magnúsar Carlsen

Aronian - GelfandÁskorendamótiđ í London hefur ţróast eins og búist var viđ; Magnús Carlsen, sem BBC kallađi „Justin Bieber skákarinnar" og á öđrum stađ er nefndur „David Beckham skákarinnar," er í efsta sćti eftir fimm umferđir en hann deilir ţví sćti međ Armenanum Levon Aronjan. Ţađ sem veldur ađdáendum Norđmannsins hinsvegar áhyggjum er hversu farsćll Aronjan hefur veriđ; Armeninn slapp međ jafntefli eftir mikla erfiđleika gegn Kramnik í fimmtu umferđ og miđađ viđ stöđurnar sem hann er ađ fá upp eftir byrjunina eđa í miđtaflinu virđist hann alltaf fá hámarks útkomu úr hverri viđureign. Kasparov hefur látiđ svo um mćlt ađ Aronjan sé stórhćttulegur keppinautur Norđmannsins og minnti á ađ liđin eru 50 ár frá ţví ađ Armeninn Tigran Vartan Petrosjan varđ heimsmeistari eftir einvígi viđ Mikhael Botvinnik. Einn ţekktasti stórmeistari Breta, stćrđfrćđingurinn John Nunn, taldi ađ úrslit mótsins myndu ráđast í lokaumferđinni. Stađan fyrir baráttu ţessarar helgar en ţá lýkur fyrri umferđinni af tveimur er ţannig:

1.-2. Carlsen og Aronjan 4˝ v. (af 6) 3.-4. Svidler og Kramnik 3. v. 5.-6. Radjabov og Grischuk 2˝ v. 7.-8. Gelfand og Ivantsjúk 2. v. Sennilega má afskrifa alla ađra en tvo efstu hvađ varđar baráttuna um efsta sćtiđ. Kramnik ćtlar sér ţó örugglega stóra hluti en hefur enn ekki komist úr jafnteflisgírnum. Enginn er ađ tala um Peter Svidler og kannski kemur tími Hr. X á vettvangi heimsmeistarakeppninnar. Aronjan hóf mótiđ međ sigri yfir áskorenda Anands frá ţví í Moskvu sl. vor í skák sem hér fer á eftir:

Áskorendamótiđ í London; 1. umferđ:

Lev Aronjan - Boris Gelfand

Grunfelds vörn

1. Rf3 c5 2. c4 Rc6 3. Rc3 g6 4. e3 Rf6 5. d4 cxd4 6. exd4 d5 7. cxd5 Rxd5 8. Db3 Rxc3 9. Bc4!

Snjall millileikur sem kom fyrir í fyrra heimsmeistaraeinvígi Spasskí og Petrosjan áriđ 1966. En Gelfand hefur fengiđ ţetta á sig áđur og er öllum hnútum kunnugur.

9.... Rd5

Petrosjan lék 9.... e6 og eftir 10. bxc3 Bg7 11. Ba3 ćtluđu menn vart vatni ađ halda af hrifningu yfir svarleiknum, 11..... Bf8. Nú er vitađ ađ hvítur heldur ţćgilegu frumkvćđi međ 12. 0-0, t.d. 12.... Bxa3 13. Dxa3 De7 14. Dc1 o.s.frv. Í stađ 10.... Bg7 má reyna 10.... Bd7.

10. Bxd5 e6 11. Bxc6 bxc6 12. 0-0 Be7 13. Be3 Dd5 14. Hfc1 Dxb3 15. axb3 Bb7 16. Re5 0-0 17. Ha4 Hfd8 18. Rc4 Bf6 19. Ra5 Hd7 20. Hb4 Ba6 21. Rxc6 Hb7 22. h3 Kg7 23. Hxb7 Bxb7 24. Re5 Bd8

Ekki slćmt en undirbýr samt tapleikinn. Eftir 24.... Hc8 á svarturgóđa möguleika á ađ ná jafntefli.

25. b4 Hc8?

Svartur ćtti ađ halda velli međ 25....Bd5 eđa 25.... Bb6. En nú kemur óvćntur leikur.

g1fqga1q.jpg26. Bh6+! Kg8 27. Hxc8 Bxc8 28. Rc6! Bf6 29. b5!

Alls ekki 29. Rxa7 Bb7 30. Be3 Kf8 o.s.frv.

29.... Bd7 30. g4!

Sigurleikurinn sem afhjúpar leyndarmál margra endatafla; ađ oft er hćgt ađ spinna mátnet í einföldum stöđum. Nú gengur ekki 30.... a6 vegna 31. g5! Bh8 32. Re7 mát eđa 31.... axb5 32. Rb8! og vinnur mann.

30.... g5 31. h4! gxh4 32. g5 Bxc6 33. bxc6 Bd8

Ţađ lá alltaf fyrir ađ ţetta vćri vonlaust ţar sem svarti kóngurinn er lokađur inni.

34. Kg2 Bc7 35. Kh3

- eftir ađ h4-peđiđ fellur hrađar kóngurinn sér yfir á drottningarvćnginn. Viđ ţeirri áćtlun er ekkert svar.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 24. mars 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Allra augu beinast ađ Magnúsi Carlsen

Magnus Carlsen skýjum ofarMagnús Carlsen er sigurstranglegasti keppandinn í áskorendamótinu sem hófst á föstudaginn í London. Átta stórmeistarar tefla tvöfalda umferđ og sigurvegarinn öđlast rétt til ađ skora á heimsmeistarann Anand. Magnús er nálega 100 elo-stigum hćrri en Anand, og fara ţarf aftur til ársins 1971 til ađ finna jafn mikinn stigamun á heimsmeistara og áskoranda sem ţá var Bobby Fischer. Ađstađa Magnúsar nú er ekki ósvipuđ ţeirri sem Fischer var í á karabísku eyjunni Curacao áriđ 1962 ţegar átta skákmenn tefldu fjórfalda umferđ og megniđ af andstćđingum hans voru „Rússar". Eftirmálar ţess móts kristölluđust í frćgu viđtali Fischers viđ Sports Illustrated: „Rússarnir svindla í skák". Áskorendakeppninni var ţá breytt og tekiđ upp einvígisfyrirkomulag. Ţó „dreifđir" séu í dag eru ađrir keppendur en Magnús frá gömlu Sovétlýđveldum: Armeninn Aronjan, Rússarnir Kramnik, Svidler og Gritsjúk, Hvítrússinn Gelfand sem teflir í dag fyrir Ísrael, Úkraínumađurinn Ivantsjúk og Aserinn Radjabov.

David Bronstein vann réttinn til ađ skora á Botvinnik heimsmeistara eftir fyrsta áskorendamótiđ í Búdapest áriđ 1950. Ađrir sigurvegarar ţessara móta fram til ársins ´62 voru Smyslov, Tal og Petrosjan. Magnús Carlsen er fyrsti Norđurlandabúinn sem á raunhćfa möguleika á heimsmeistaratitlinum. Bent Larsen hefđi sennilega mótmćlt ţessari fullyrđingu. Af 100 síđustu kappskákum sem Magnús hefur teflt hefur hann tapađ einni. Hann virđist ekki reiđa sig mikiđ á tölvuundirbúning og kemur andstćđingum yfirleitt hressilega á óvart í byrjun tafls. Ađalstyrkur hans liggur í frábćrri endataflstćkni og miklum sigurvilja. Frćgđ hans í Noregi og víđar jókst gífurlega ţegar Magnús kom Íslands áriđ 2004, gćddi sér á hnetum og drakk appelsínusafa á Reykjavíkurmótinu og síđan á „Reykjavik rapid" í Sjálfstćđishúsinu viđ Austurvöll. Myndefni frá viđureignum hans viđ Kasparov og Karpov er iđulega notađ í umfjöllun um afrek hans í ţáttagerđ t.a.m. „60 Minutes". Hćfileikar hans voru ţá á allra vitorđi en á Aeroflot-mótinu nokkrum vikum fyrr lagđi hann einn fremsta stórmeistara Rússa í ađeins 19 leikjum. Leikandi léttur stíll hans í ţessari minnti á eitt frćgasta undrabarn skáksögunnar, Paul Morphy:

Magnús Carlsen - Sergei Dolmatov

Hollensk vörn

1. Rf3 f5 2. d3!

Skynsamlega leikiđ gegn Dolmatov sem ţekkti allar hefđbundnar leiđir út og inn.

2. ... d6 3. e4 e5 4. Rc3 Rc6 5. exf5 Bf5 6. d4 Rxd4

Opnar tafliđ fullmikiđ en Dolmatov gast ekki ađ 6. ... e4 7. Rg5 o.s,frv.

7. Rxd4 exd4 8. Dxd4 Rf6 9. Bc4 c6 10. Bg5 b5 11. Bb3 Be7 12. O-O-O Dd7 13. Hhe1

Ţetta er allt saman afar einfalt - alveg eins og hjá Morphy!

13. ... Kd8

Löng hrókun, 13. .... O-O-O blasti viđ en eftir 14. g4! Bxg4 15. Hxe7 Dxe7 16. Dxg4+! er hvíta stađan gjörunnin.

gq3qfcoh.jpg- Sjá stöđumynd -

14. Hxe7! Dxe7

Eđa 14. ... Kxe7 15. He1+ ásamt 16. Bxf6 o.s.frv.

15. Df4! Bd7 16. Re4! d5

Dolmatov gat líka reynt 16. ... Hf8 17. Rxd6 h6 en hvítur vinnur međ 18. Db4! a5 19. Dc5 Ha6 20. Rb7+ Ke8 21. Dxe7! Kxe7 22. He1+.

17. Rxf6 h6 18. Bh4 g5 19. Dd4!

- og Dolmatov gafst upp. Hann gat reynt 19. ... Hf8 en taldi stöđu sína vonlausa eftir 20. Rxd5 cxd5 21. Dxd5 ( eđa 21. Bxd5 ) Hc8 22. Bg3 o.s.frv.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 17. mars 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Víkingaklúbburinn er Íslandsmeistari skákfélaga

IMG 8074

Víkingaklúbburinn, félagsskapur sem stofnađur var í kringum „víkingaskák", er Íslandsmeistari skákfélaga eftir harđa baráttu í Hörpunni um síđustu helgi. Víkingaskák hefur aldrei náđ mikilli útbreiđslu en komst í fréttirnar viđ slit „einvígis aldarinnar" 1972 ţegar ţeim Fischer og Spasskí var gefiđ sitt eintakiđ hvorum af taflinu. Forsprakkar Víkingaklúbbsins eru kunnir meistarar, Gunnar Freyr Rúnarsson og Davíđ Kjartansson og halda ţeir tryggđ viđ stofnskrána sem höfundur víkingaskákarinnar, Magnús Ólafsson, samdi.

Ţegar Magnús lést lét hann eftir sig umtalsverđar eignir sem m.a. renna til ţátttöku Víkingaklúbbsins á Íslandsmóti skákfélaga. Sigurliđiđ sem hlaut 41 ˝ vinning af 56 mögulegum var skipađ Úkraínumanninum Pavel Eljanov, Pólverjunum Bartosz Socko, Gregorz Gajewskii og Marcin Dziuba og Hannesi Hlífar Stefánssyni, Stefáni Kristjánssyni, Birni Ţorfinnssyni og Magnúsi Erni Úlfarssyni. Átta liđ kepptu í efstu deild og varđ Taflfélag Reykjavíkur í 2. sćti međ 38 vinninga, Skákfélag Bolungarvíkur í 3. sćti međ 3 6 ˝ vinning og Taflfélag Vestmanneyja í 4. sćti međ 34 ˝ vinning. Ţessi fjögur liđ héldu öll möguleikum á sigri fram á lokadag keppninnar.

Í 2. deild sigrađi Gođinn-Mátar, b-sveit, í 3. deild b-sveit Víkingaklúbbsins og í 4. deild Bridsfjelagiđ. Um 400 skákmenn tefldu í Hörpunni um helgina og lauk ţar magnađri skákveislu í stórkostlegum húsakynnum.

Óvćntustu úrslit mótsins voru ţegar Andri Áss Grétarsson vann Jóhann Hjartarson. Skákir úr Íslandsmótinu liggja enn ekki fyrir en af mörgu er ađ taka frá Reykjavíkurskákmótinu. Eins og fram hefur komiđ náđi Hannes Hlífar sér vel á strik og vann marga góđa sigra. Hann lagđi t.a.m. félaga sinn úr Víkingaklúbbnum í áttundu umferđ:

29. Reykjavíkurskákmótiđ 2013:

Hannes Hlífar Stefánsson - Bartosz Socko (Pólland)

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Bxc6

Uppskiptaafbrigđi Spćnska leiksins. Hannes tefldi síđast gegn ţví á Reykjavíkurmótinu 2010.

5. ... dxc6 5. O-O Dd6 6. Ra3 b5 7. c3 c5 8. Rc2 Bb7 9. a4

Tiltölulega máttlaus leikur en 9. d4 sem er algengast gefur heldur ekki mikiđ.

9. ... Rf6 10. axb5 axb5 11. Hxa8 Bxa8 12. Ra3 Bxe4 13. Rxb5 Dc6 14. Ra3 Bd6 15. Rc4 Bxf3 16. Dxf3 Dxf3 17. gxf3 Kd7 18. He1 Ha8!?

Byggir á hugmyndinni 19. Rxe5+ Bxe5 20. Hxe5 Ha1 21. He1 c4! o.s.frv.

19. d3 Ha1 20. Kf1 Rd5 21. Ke2 Ha8 22. Kd2 f6 23. Kc2 h5 24. Be3 g5

Vinningsmöguleikar svarts eru ađeins betri í ţessari stöđu ţví peđin á kóngsvćng gefa ýmsa möguleika.

25. Rd2 g4 26. Re4 Kc6 27. Bd2 Hf8 28. Rg3 gxf3 29. c4 Rf4 30. Rf5

30. Bxf4 exf4 31. Rxh5 kom til greina en eftir 31. .. Be5 er riddarinn á villigötum.

30. ... Re2 31. Rh4 Rd4 32. Kd1 Ha8 33. Bc3 Re2 34. Rxf3 Rxc3 35. bxc3 Ha3 36. Kd2 Ha2 37. Ke3 f5 38. Hg1 Hc2 39. Hg6 Kd7 40. Hf6 f4 41. Ke4 Hxf2 42. Rxe5 Ke7 43. Kf5 f3

g7uqecaa.jpg-sjá stöđumynd-

44. h4??

Ţađ er ekki útilokađ ađ Socko hafi taliđ sig getađ teflt til vinnings í ţessari stöđu. Jafntefli og ekkert meira var ađ fá međ 44. Rg6+ Kd7 45. Ke4 o.s.frv.

44. ... Bxe5 45. He6+ Kf7 46. Hxe5 He2!

- Laglegur hnykkur í lokin. Socko gafst upp ţar sem hann rćđur ekki viđ f-peđiđ, t.d. 47. Hf6+ Ke7 48. Kg5 He5+ 49. Kg6 He6 međ uppskiptum á hrókum.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 10. mars 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Glćsilegt Reykjavíkurskákmót

IMG 7815

Úkraínumađurinn Pavel Eljanov, Filippseyingurinn Wesley So og Bassem Amin frá Egyptalandi eru sigurvegarar 29. Reykjavíkurskákmótsins sem lauk í Hörpu á miđvikudaginn. Ţeir hlutu 8 vinninga af 10 mögulegum en međ 7 ˝ vinning komu kempur á borđ viđ Giri, Cheparinov, Yi Wei, Liren Ding, Sokolov, Jones, Dziuba og Morowitzch. Samkvćmt nýrri úthlutunarreglu, kenndri viđ Tékkann Vlastimil Hort, hlaut Eljanov hćstu verđlaunin en frammistađa hans reiknast upp á 2799 elo-stig. Hann vann bćđi Cheparinov og Kínverjann Liren Ding.


Af frammistöđu okkar bestu manna í móti ber hćst ađ Hannes Hlífar Stefánsson náđi sér vel á strik. Hann tapađi ađ vísu fremur klaufalega fyrir Ivan Sokolov í lokaumferđinni en tefldi margar góđar skákir og hlaut 6 ˝ vinning. Guđmundur Kjartansson, Ţröstur Ţórhallsson og Hjörvar Steinn Grétarsson áttu góđa spretti; ţegar stutt var eftir ţurfti Hjörvar ađ vinna Guramashvili frá Georgíu sem hann átti ađ hafa í fullu tré viđ. Undir var lokaáfangi ađ stórmeistaratitli en byrjunartaktík Hjörvars í ţessari mikilvćgu skák var ekki góđ og hann tapađi.

Margir ungir skákmenn og konur stóđu sig vel. Má ţar nefna landsliđskonurnar Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur og Tinnu Kristínu Finnbogadóttur, Akureyringana Jón Kristin Ţorgeirsson og Símon Ţórhallsson, Eyjamanninn Nökkva Sverrisson, Dađa Ómarsson, Dag Ragnarsson, Jón Trausta Harđarson, Nansý Davíđsdóttur og ýmsa ađra.

Stóri innlendi sigurvegarinn var mótiđ sjálft, sem fram fór viđ frábćrar ađstćđur í Hörpunni. Tćknibúnađur er mikill og flókinn en sú deild var vel mönnuđ. Gagnrýna mćtti ţó ađstćđur áhorfenda en sýningarborđum ţarf ađ fjölga. Ţá liggur fyrir ađ hiđ mikla styrkleikabil milli keppenda gerir mótiđ ekki sérlega „áfangavćnt". Yfirumsjón var í höndum Gunnars Björnssonar, forseta SÍ, en stefnan er ađ fjölga enn meira erlendum keppendum á nćsta móti, sem jafnframt er 50 ára afmćlismót.

Siurvegarinn Wesley So er besti skákmađur Filippseyinga í dag og augljóslega afar hćfileikaríkur skákmađur, ađeins tvítugur ađ aldri en árangur hans var uppá 2753 elo-stig. Hann fór létt međ ađ vinna Pólverjann Dziuba í 9. umferđ:

Wesley So _ Marcin Dziuba

Caro Kann

1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rf3 e6 5. Be2 Re7

Einn af fjölmörgum leikjum sem til greina koma en 5. ... c5 er algengast, t.d. 6. Be3 cxd4 7. Rxd4 Re7.

6. O-O c5 7. c4 Rbc6 8. Ra3 dxc4 9. Rxc4 Rd5 10. Bg5 Dd7 11. Hc1 h6 12. Be3!

Góđur stađur fyrir biskupinn. Hann hyggst svara 12. ... Rxe3 međ 13. Rxe3 cxd4 14. Rxf5 exf5 15. Bb5 o.s.frv.

12. ... b5 13. Ra3 a6 14. dxc5 Be4 15. Rc2 Rxe3 16. Rxe3 Be7 17. a4 Db7 18. Rd2 Hd8 19. axb5 axb5 20. Rxe4!

Hárrétt ákvörđun. Hvítur fćr nćgar bćtur fyrir drottninguna: hrók, léttan og frípeđ.

20. ... Hxd1 21. Hfxd1 Rxe5 22. c6! Dc7

Ekki 22. ... Rxc6 vegna 23. Bf3! og vinnur riddarann.

23. Bxb5 O-O 24. Rc4 Bd8?

Meira hald var í 24. ... f5.

25. Rc5 Rxc4 26. Hxc4 De5 27. Hc2 Bc7 28. g3 Hb8 29. Ba4 Ha8 30. b4 Df5 31. Hdc1 h5 32. Bb5 Bb6 33. Bf1 h4 34. Rd7 Bd4 35. c7 Hc8 36. Hd2 hxg3 37. hxg3 Dg5?

Hér mátti enn verjast međ 37. ... Ba7.

gv8qd271.jpg38. Hxd4! Dxc1 39. Rf6+!

Glćsilegur lokahnykkur.

39. ... Kf8

Eđa 39. ... gxf6 40. Hd8+ Kg8 41. Hxc8 ásamt 42. b5 sem vinnur létt.

40. Hd8+ Ke7 41. Rg8 mát!

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 3. mars 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Krakkar hafa öđruvísi smekk

Nm2013pricegiving 016Ţeir sem fást viđ ţjálfun barna og unglinga eru stundum minntir á ađ frćđin sem haldiđ er ađ börnum eru ekki höggvin í stein og ađ „...krakkar hafa öđruvísi smekk," eins og Nansý Davíđsdóttir orđađi ţađ ţegar viđ vorum ađ skođa stöđu, sem upp kom á Norđurlandamóti barna og unglinga á Bifröst í Borgarfirđi, og einhverri uppástungu undirritađs var svarađ međ ţessum hćtti.

Á skákmótum sem ţessum getur samspil ótal óvćntra ţátta haft afgerandi áhrif á lokaniđurstöđuna. Ţađ sást best í einni af úrslitaviđureignum mótsins ţegar Hilmir Freyr Heimisson vann Fćreyinginn Janus Skaale í lokaumferđinni og tryggđi íslenska liđinu Norđurlandameistaratitilinn. Fyrirfram áttum viđ kannski von a sigri Hilmis en ţegar fram í sótti snerist tafliđ honum í óhag og ţegar engar raunhćfar forsendur voru fyrir vinningstilraunum, nema auđvitađ einbeittur sigurvilji og óundirritađ „samkomulag" keppenda um ađ Hilmir vćri betri. Burtséđ frá stöđunni á taflborđinu hlaut hann ađ tefla til vinnings! Hann hafđi sigur ađ lokum og lokastađan var ţessi: 1. Ísland 36 ˝ v. 2. Danmörk 35 ˝ v. 3. Svíţjóđ 33 ˝ 4. Noregur 31 ˝ v. 5. Finnland 29 ˝ v. 6. Fćreyjar 12 ˝ v. Ţetta var góđur sigur fyrir íslenskt skáklíf en skákkennsla er ţessa dagana á góđri siglingu hjá Dönum, Norđmönnum og Svíum. Skipulag ţessa móts hvíldi á herđum Páls Sigurđssnar, Stefáns Bergssonar og Omars Salama. Framkvćmdin öll var til fyrirmyndar enda vanir menn ţarna á ferđ.

Fyrir lokaumferđina var ljóst ađ gull og silfur var tryggt í yngsta flokknum, Vignir Vatnar Stefánsson vann lokaskák sína örugglega og fékk gulliđ ţví Nansý Davíđsdóttir tapađi og varđ ađ gera sér silfur ađ góđu. Viđ fengum svo bronsverđlaun í ţrem flokkum, Rimaskólastrákarnir Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannsson og Jón Trausti Harđarson komu sterkir til leiks, hver ţeirra hlaut 3 ˝ vinning, en ađeins Oliver Aron vann til verđlauna. Jón Trausti hćkkađi hinsvegar mest allra á stigum og tefldi margar afar athyglisverđar skakir. Í elsta aldursflokknum hlaut Mikael Jóhann bronsiđ og í ţeim nćstyngsta flokknum náđi Dawid Kolka sér vel á strik og vann til bronsverđlauna ţrátt fyrir tap í fyrstu umferđ. Honum virtist aukast styrkur međ hverri umferđ:

NM 2013; 3. umferđ:

Dawid Kolka - Anastasia Nazarova ( Svíţjóđ )

Frönsk vörn

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Be7

Vinsćll leikur gegn Tartakower-afbrigđinu.

4. Rgf3 Rf6 5. Bd3 O-O 6. c3 c5 7. O-O Rc6 8. e5 Rd7 9. He1!

Valdar d4-peđiđ óbeint og rýmir f1-reitinn.

9. ... Db6 10. Rf1 cxd4 11. cxd4 Kh8 12. Bc2 f6 13. exf6 Rxf6 14. h3 Bd7 15. a3!

Annar fyrirbyggjandi leikur.

15. ... Hac8 16. Hb1 Ra5 17. Re3 Hc7 18. Bd2 Hfc8 19. Bc3 Bb5? 20. Rg5!

Nazarova hefđi betur sleppt 19. leik sínum.

20. ... Bd7

Nćr ađ verjast tveimur hótunum en ekki ţeirri ţriđju.

gbjqb320.jpgSjá stöđumynd. )

21. Rxh7! Be8

Eftir 21. ... Rxh7 kemur 22. Dh5 og vinnur.

22. Rxf6 Bxf6 23. Dd2

23. Rxd5! er beittara, t.d. 23. ... exd5 24. Hxe8+! Hxe8 25. Dh5 og mát í nćsta leik.

23. ... Rc6 24. Hbd1 a6 25. Bb1 Da7 26. Rg4 Rd8 27. Rxf6 gxf6 28. Dh6+ Kg8 29. Hd3 Hg7 30. Hee3 Hcc7 31. Hg3 b5 32. Ba5 Hcf7 33. Bxd8 f5 34. Bf6 f4 35. Hxg7 Hxg7 36. Bxg7

- og Nazarova gafst upp.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 17. febrúar 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Hugsađi lengi í ţekktri stöđu

Jóhann HjartarsonEkki veit ég hvađan Jóhann Hjartarson fékk skákhćfileikana en ţađ nćgir kannski ađ nefna ađ Ţórarinn Sigţórsson tannlćknir er frćndi hans. Forfeđur ţeirra í Borgarfirđinum voru bćndur góđir og miklir spilamenn. Ţegar Jóhann, sem varđ fimmtugur ţann 8. febrúar, tók sín fyrstu skref í skákinni í TR ţótti nú ekkert fyrirtak hve drengurinn grautađi í mörgum byrjunum. Ingvar Ásmundsson var hins vegar fljótur ađ benda á ađ pilturinn hefđi gott handbragđ og ađ stíll hans vćri í mótun. Jóhann varđ Íslandsmeistari 17 ára gamall voriđ 1980 og var yfirburđamađur á unglingamótum heima og erlendis. Í ársbyrjun 1984 var hann búinn ađ ná utan um hina miklu „efnisskrá" sína og frábćrar hugmyndir streymdu fram. Hann byrjađi ţađ ár međ ţví ađ vinna alţjóđlegt mót Búnađarbankans, síđan efstur viđ ţriđja mann á Reykjavíkurskákmótinu og Íslandsmeistari um haustiđ. Minnisstćtt atvik úr síđustu umferđ Reykjavíkurskákmótsins 1984: Efim Geller, ţessi samanrekni hnefi frá Odessa, hugsađi lengi í ţekktri stöđu Spćnska leiksins: nú hikađi hann viđ ađ leika ţví sem frćđin mćltu međ. Nćm skynjun eđa eđlislćg tortryggni? Altént vék Geller frá alfaraleiđ og jafntefli varđ niđurstađan. Jóhann var raunar vopnađur áćtlun sem kollvarpađi hugmyndum manna um ţessa stöđu. Eftir mótahrinu ţessa árs kom stórmeistaratitillinn af sjálfu sér áriđ 1985, glćsileg taflmennska í London og á ÓL í Dubai haustiđ 1986, síđan fleytti annađ sćti á svćđamóti í Gausdal í vetrarbyrjun 1987 honum á millisvćđamótiđ í Szirak međ millilendingu á sterku móti í Moskvu.

„Hann tefldi frábćrlega í Szirak," sagđi Tal. Jóhann hlaut 12 ˝ v. af 17 og varđ í 1.-2. sćti ásamt Valeri Salov. Án efa mesti mótasigur íslenska skákmanns. Einvígi hans viđ Kortsnoj í Saint John í Kanada í ársbyrjun 1988 bauđ upp á eitt mesta fjölmiđlafár íslenskrar skáksögu, hersing blađamanna og beinar útsendingar. Sigur Jóhanns var verđskuldađur en margir sáu Kortsnoj í nýju ljósi eftir ţá rimmu.

Á Evrópumóti landsliđa í Ungverjalandi áriđ 1992 vann Jóhann silfur fyrir frammistöđu sína á 1. borđi, hlaut 6 vinninga af átta mögulegum. Sigur hans í keppni viđ Armena, sem lauk 2:2, er gott dćmi um fćrni hans í hćgfara stöđubaráttu. Tilfćringar riddarans frá b6 eru eftirminnilegur ţáttur ţessarar vel tefldu skákar:

Rafael Vaganian - Jóhann Hjartarson

Grünfelds-vörn

1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. d4 Bg7 4. g3 O-O 5. Bg2 c6 6. O-O d5 7. cxd5 cxd5 8. Rc3 Rc6 9. Re5 Bf5 10. Rxc6 bxc6 11. Bf4 Rd7 12. Ra4 Da5 13. b3 Rb6 14. Bd2 Db5 15. Rc3 Da6 16. Be3 Had8 17. Dd2 c18. Hfd1 c4 19. b4? Da3!

Skorđar a2-peđiđ. „Drottningin er lélegur „blokkerari," sagđi Nimzowitch - frá ţví eru undantekningar!

20. b5 a6 21. bxa6 Hd7 22. h3 h5 23. a7 Dxa7 24. a4 Da5 25. Ha2 Hfd8 26. Hda1 Rc8 27. Hb2 Ra7 28. f4 Rc6 29. Bf2 Da7 30. Hd1 Ra5 31. e3 e6 32. De2 Bd3 33. Df3 Hb7 34. Hb5 Hxb5 35. axb5 Rb3 36. g4 hxg4 37. hxg4 Da5 38. Be1

Vaganian var algerlega yfirspilađur, ekki gekk 38. Re2 vegna 38. .... d2 og vinnur.

gr9q9lua.jpg38. ... Rxd4! 39. Dh3 Rc2 40. Rxd5 Da3! 41. Dh4 Hxd5 42. Bxd5 exd5 43. Dd8+ Bf8 44. Bf2 Db3 45. b6 Rd4 46. Ha1 Db2 47. Ha8 Re6 48. Dh4 c3 49. Df6 De2 50. Ha1 Dxg4+ 51. Kh2 Be4

- og Vaganian gafst upp.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 10. febrúar 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 12
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 8780647

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband