Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Krakkar hafa öđruvísi smekk

Nm2013pricegiving 016Ţeir sem fást viđ ţjálfun barna og unglinga eru stundum minntir á ađ frćđin sem haldiđ er ađ börnum eru ekki höggvin í stein og ađ „...krakkar hafa öđruvísi smekk," eins og Nansý Davíđsdóttir orđađi ţađ ţegar viđ vorum ađ skođa stöđu, sem upp kom á Norđurlandamóti barna og unglinga á Bifröst í Borgarfirđi, og einhverri uppástungu undirritađs var svarađ međ ţessum hćtti.

Á skákmótum sem ţessum getur samspil ótal óvćntra ţátta haft afgerandi áhrif á lokaniđurstöđuna. Ţađ sást best í einni af úrslitaviđureignum mótsins ţegar Hilmir Freyr Heimisson vann Fćreyinginn Janus Skaale í lokaumferđinni og tryggđi íslenska liđinu Norđurlandameistaratitilinn. Fyrirfram áttum viđ kannski von a sigri Hilmis en ţegar fram í sótti snerist tafliđ honum í óhag og ţegar engar raunhćfar forsendur voru fyrir vinningstilraunum, nema auđvitađ einbeittur sigurvilji og óundirritađ „samkomulag" keppenda um ađ Hilmir vćri betri. Burtséđ frá stöđunni á taflborđinu hlaut hann ađ tefla til vinnings! Hann hafđi sigur ađ lokum og lokastađan var ţessi: 1. Ísland 36 ˝ v. 2. Danmörk 35 ˝ v. 3. Svíţjóđ 33 ˝ 4. Noregur 31 ˝ v. 5. Finnland 29 ˝ v. 6. Fćreyjar 12 ˝ v. Ţetta var góđur sigur fyrir íslenskt skáklíf en skákkennsla er ţessa dagana á góđri siglingu hjá Dönum, Norđmönnum og Svíum. Skipulag ţessa móts hvíldi á herđum Páls Sigurđssnar, Stefáns Bergssonar og Omars Salama. Framkvćmdin öll var til fyrirmyndar enda vanir menn ţarna á ferđ.

Fyrir lokaumferđina var ljóst ađ gull og silfur var tryggt í yngsta flokknum, Vignir Vatnar Stefánsson vann lokaskák sína örugglega og fékk gulliđ ţví Nansý Davíđsdóttir tapađi og varđ ađ gera sér silfur ađ góđu. Viđ fengum svo bronsverđlaun í ţrem flokkum, Rimaskólastrákarnir Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannsson og Jón Trausti Harđarson komu sterkir til leiks, hver ţeirra hlaut 3 ˝ vinning, en ađeins Oliver Aron vann til verđlauna. Jón Trausti hćkkađi hinsvegar mest allra á stigum og tefldi margar afar athyglisverđar skakir. Í elsta aldursflokknum hlaut Mikael Jóhann bronsiđ og í ţeim nćstyngsta flokknum náđi Dawid Kolka sér vel á strik og vann til bronsverđlauna ţrátt fyrir tap í fyrstu umferđ. Honum virtist aukast styrkur međ hverri umferđ:

NM 2013; 3. umferđ:

Dawid Kolka - Anastasia Nazarova ( Svíţjóđ )

Frönsk vörn

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Be7

Vinsćll leikur gegn Tartakower-afbrigđinu.

4. Rgf3 Rf6 5. Bd3 O-O 6. c3 c5 7. O-O Rc6 8. e5 Rd7 9. He1!

Valdar d4-peđiđ óbeint og rýmir f1-reitinn.

9. ... Db6 10. Rf1 cxd4 11. cxd4 Kh8 12. Bc2 f6 13. exf6 Rxf6 14. h3 Bd7 15. a3!

Annar fyrirbyggjandi leikur.

15. ... Hac8 16. Hb1 Ra5 17. Re3 Hc7 18. Bd2 Hfc8 19. Bc3 Bb5? 20. Rg5!

Nazarova hefđi betur sleppt 19. leik sínum.

20. ... Bd7

Nćr ađ verjast tveimur hótunum en ekki ţeirri ţriđju.

gbjqb320.jpgSjá stöđumynd. )

21. Rxh7! Be8

Eftir 21. ... Rxh7 kemur 22. Dh5 og vinnur.

22. Rxf6 Bxf6 23. Dd2

23. Rxd5! er beittara, t.d. 23. ... exd5 24. Hxe8+! Hxe8 25. Dh5 og mát í nćsta leik.

23. ... Rc6 24. Hbd1 a6 25. Bb1 Da7 26. Rg4 Rd8 27. Rxf6 gxf6 28. Dh6+ Kg8 29. Hd3 Hg7 30. Hee3 Hcc7 31. Hg3 b5 32. Ba5 Hcf7 33. Bxd8 f5 34. Bf6 f4 35. Hxg7 Hxg7 36. Bxg7

- og Nazarova gafst upp.

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 17. febrúar 2013.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (19.1.): 2
 • Sl. sólarhring: 34
 • Sl. viku: 306
 • Frá upphafi: 8714205

Annađ

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 208
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband