Færsluflokkur: Skákþættir Morgunblaðsins
14.7.2013 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Bjargar heimavöllurinn Anand?

Á mótinu Stafangri sem lauk upp úr miðjum maímánuði varð Magnús í 2.-3. sæti með 5½ vinning, ½ vinningi á eftir sigurvegaranum Sergei Karjakin. Anand hlaut 5 vinninga og varð í 4.-6. sæti en á minningarmótinu um Tal sem lauk í Moskvu á dögunum fékk Magnús sömu niðurstöðu, varð í 2.-4. sæti með 5½ vinning. Flestum á óvart sigraði hinn 45 ára gamli Ísraelsmaður Boris Gelfand, en heimsmeistarinn tók mikla dýfu, fékk 3½ vinning úr 9 skákum og varð í 8.-9. sæti af tíu keppendum. Þau skipti í skáksögunni er heimsmeistari hefur fengið undir 50% vinningshlutfall á skákmóti eru teljandi á fingrum annarrar handar. Anand lét uppskátt eftir Tal-mótið að hann myndi næstu mánuðina einbeita sér að undirbúningi fyrir einvígið í nóvember. Hann hefur alltaf komið vel undirbúinn fyrir þau einvígi sem hann hefur háð og ekki vanmeta þann þátt sem snýr að aðstæðum. Við komu til Indlands í fyrsta skipti steypist yfir margan ferðalanginn mikið kúltúrsjokk". Þeir munu tefla 12 skákir. Verði jafnt er gripið til skáka með styttri umhugsunartíma.
Á minningarmótinu um Tal töpuðu þeir báðir fyrir Ítalanum Fabiano Caruana og höfðu báðir hvítt! Innbyrðis viðurreign þeirra fór fram í fimmtu umferð:
Magnús Carlsen - Wisvanathan Anand
Nimzoindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Rge2
Þetta afbrigði sem kennt er við Pólverjann Rubinstein hefur að markmiði að koma í veg fyrir veikleika eftir línunni og minnir fremur á vinsæl afbrigði drottningarbragðs.
5. ... d5 6. a3 Be7 7. cxd5 Rxd5 8. Bd2 Rd7 9. g3 b6 10. Rxd5 exd5 11. Bg2 Bb7 12. Bb4!? Rf6
Bæði hér og síðar gat svartur tekið á sig hangandi peðin" með leikvinningi, 12. ... c5 13. dxc5 bxc5 14. Bc3. Þetta var sennilega besti kostur svarts og einkennilegt að Anand skyldi ekki hafa valið hann. Lakara er hinsvegar 12. ... Bxb4 13. axb4 með þrýstingi á drottningarvæng.
13. 0-0 He8 14. Hc1 c6 15. Bxe7 Hxe7 16. He1 Dd6 17. Rf4 Bc8?
Þessi liðsskipan biskups og hróks tekur alltof langan tíma. Sennilega hefur Anandn ekki séð fyrir eða vanmetið 19. leik hvíts.
18. Da4 Hc7 19. f3! Be6 20. e4 dxe4
Anand veit ekki sitt rjúkandi ráð, 20. ... c5 með hugmyndinni 21. e5 Dd7 var reynandi en dugar þó skammt, eftir 21. dxc5 Hxc5 22. Hcd1! o.s.frv. er svartur í miklum vandræðum.
21. fxe4 Dd7 22. d5! cxd5 23. Dxd7 Hxd7 24. Rxe6 fxe6
25. Bh3!
Vinnur. Svarta staðan hrynur eftir þennan öfluga biskupsleik.
25. ... Kh8 26. e5 Rg8 27. Bxe6 Hdd8 28. Hc7 d4 29. Bd7!
- og Anand lagði niður vopnin. Framhaldið gæti orðið 29. ... Re7 30. Hd1 Rg6 31. e6 Re5 32. Kg2 og vinnur létt.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 7. júlí 2013
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 12.7.2013 kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2013 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Hemmi Gunn og skákin

Hermann var býsna slyngur skákmaður, tefldi stundum fyrir Skattstofuna í Skákkeppni stofnana, tók þátt í fjölmörgum skákmótum með styttri umhugsunartíma. Síðasta mót hans var hraðskákmót Vals sem fram fór í Lollastúku á Valsvellinum í apríl sl. Halldór í Henson vinur hans dró fram Hrókinn", gamlan grip úr timbri sem fyrst var keppt um árið 1959. Á yngri árum var Hermann stundum meðal áhorfenda á skákmótum í Breiðfirðingabúð. Hann var alvörugefinn og íbygginn þegar hann tefldi. Ef hann vann lék hann á als oddi - og ef hann tapaði þá lék hann líka á als oddi.
Veturinn 1997 efndi greinarhöfundur til skáknámskeiðs fyrir vini og kunningja og Hemmi mætti til leiks. Á námskeiðinu var mikil áhersla lögð á gambíta: kóngsbragð, miðbragð og íslenska gambítinn. Eitt kvöldið var haldið þema-fjöltefli". Af skákinni sem við tefldum að dæma og birtist í þætti Jóns L. í DV, virðist ákveðin léttúð hafa ríkt og taflmennskan stenst ekki nákvæma skoðun. Hermann tók á móti fórnum í anda rómantíska tímabilsins" með bros á vör og vann að lokum:
Helgi Ólafsson - Hermann Gunnarsson
Kóngsbragð
1. e4 e5 2. f4 exf4 3. Rf3 g5 4. Bc4 d6 5. 0-0 Bg7 6. d4 Bg4 7. g3 Bh3 8. Bxf7+ Kxf7 9. Rxg5+ Dxg5 10. Hxf4+ Rf6 11. Rc3 Kg6!? 12. Hf5 Dxf5 13. exf5+ Bxf5 14. Re2 Rbd7 15. Rf4+ Kf7 16. c3 Hae8 17. Db3+ Kf8 18. Bd2 Re4 19. Hf1!? Rxd2 20. Re6+ Ke7
Hvítur er búinn að fara alltof geyst og 20. ... Kg8 vinnur létt.
21. Dd1 Rxf1 22. Rxg7 Re3 23. Df3 Hef8 24. Dxe3+ Kf6 25. Dh6+ Bg6 26. d5 Re5 27. Re6 He8 28. Dg7+ Kf5 29. Dxc7 Bf7 30. Rg7+ Kg4 31. Dxd6 Rf3+ 32. Kf2 Re5 33. h3+ Kg5 34. Rxe8??
Stílbrot," skrifar Jón L. Og það eru orð að sönnu. Eftir 34. h4+! Kg4 35. Kg2! hótar hvítur 36. Db4+ o.s.frv. og á unnið tafl.
34. ... Hxe8 35. c4 Rd3+ 36. Kf3 Re5+ 37. Kg2 Bg6 38. b3 Rd3 39. Dd7 He5 40. Kf1??
Eftir þennan afleik tapast skákin. Nú verða óvænt endalok," skrifar Jón L.
40. ... He1+ 41. Kg2 Be4+ 42. Kh2 Hh1 mát!
Eftir námskeiðið fengu þátttakendur skákirnar úr fjölteflinu í hendur með skýringum. Á góðri stundu nokkru síðar kom Hermann með plaggið til mín útprentað, rétti fram penna og sagði: Skrifaðu: Algjör klassi hjá nemanda."
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 30. júní 2013.
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 1.7.2013 kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2013 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: "Þú leikur alltaf vitlausa hróknum"

Loftur Baldvinsson - Bragi Þorfinnsson
Lærdómsrík ónákvæmni! Mun betra var 35. Bxa6! strax því að hvítur heldur þá öllum valkostum opnum þ.ám. leiknum -Hg8+.
35. ... Ka7 36. Bxa6 Hh1+ 37. Ka2 Kxa6 38. Ha8+ Ba7 39. Hc8 Db6 40. Rb5 Hc6?
Svarta staðan er unnin en Bragi var í tímahraki og hann varð að finna 40. ... Bb8! með hugmyndinni 41 Hxb8 Hd8! o.s.frv.
41. Ha8! Hh8 42. Hxa7+! Dxa7 43. Rc7+!
- og Bragi gafst upp. Hann verður mát í næsta leik, 43. ... Hxc7 44. Db5 mát.
Aðrir verðlaunahafar voru Stefán Bergsson, Símon Þórhallsson, Guðmundur Kjartansson, Jón Þór Bergþórsson, Henrik Danielsen, Hannes Hlífar Stefánsson, Björn Þorfinnsson og Bragi Þorfinnsson. Undirrituðum fannst að Ingvar hefði mátt athuga eftirfarandi skák betur. Stefán Kristjánsson missti af lestinni á lokametrum þessa móts en eftir sjö umferðir var hann með 5 ½ vinning og til alls vís. Að tefla Budapestar-bragð gegn fræðilega sterkum Héðni Steingrímssyni var að sumu leyti djörf ákvörðun en þess ber að geta að gambítarnir eru að koma aftur" á tölvuöld.
Skákþing Íslands; 7. umferð:
Héðinn Steingrímsson - Stefán Kristjánsson
Budapestar-bragð
1. d4 Rf6 2. c4 e5 3. dxe5 Rg4 4. Bf4
Algengara er 4. Rf3.
4. ... g5!?
Svolítið glannalegur leikur, svartur nær peðinu aftur en veikir svolítið kóngsstöðuna.
5. Bd2 Rxe5 6. Rf3 Rxf3 7. exf3 Bg7 8. De2+ Kf8 9. Rc3 Rc6 10. Be3 d6 11. Dd2 h6 12. h4 gxh4 13. O-O-O Be6 14. f4 a6 15. Rd5!?
Hvítur hefur byggt upp ágæta stöðu en hér var eðlilegra að leika 15. Bd3. Næsti leikur svarts er næstum því þvingaður.
15. ... b5! 16. c5 Re7! 17. Rxe7 Dxe7 18. Dc2 Df6 19. g3?!
Héðni gast ekki að 19. cxd6 cxd6 20. Hxd6 Hc8 en það var þó best. Eftir 21. Dxc8+ Bxc8 22. Hxf6 bxf6 23. Bd3 er staðan í jafnvægi.
19. ... hxg3 20. fxg3 Bf5 21. Bd3 De6 22. Bd4! Bxd4 23. Bxf5 De3+
23. ... Df6 var öruggara en þetta er í lagi.
24. Kb1 dxc5 25. Hhe1?
Þú leikur alltaf vitlausa hróknum," skrifaði Bent Larsen og hafði það sennilega eftir einum af gömlu meisturunum. Betra var 25. Hde1! Dxg4 26. De4! Hd8 27. Hh3 og hvítur á að ná jafntefli, t.d. 27. .. Df2 28. He2 Df1+ 29. He1 o.s.frv.
25. ... Dxg3 26. De4 Hd8 27. Hxd4?
Héðinn kann að hafa haldið að þetta dygði til jafnteflis. Hann varð að leika 27. De7+ Kg7 28. Hg1! Dxg1 29. Hxg1 Bxg1 30. De5+ Kg8 30. De7 Hf8. Nái hrókarnir saman á að svartur að vinna en það er ekki orðið í þessari stöðu.
27. ... cxd4 28. De7+ Kg7 29. De5+ Kg8 30. De7 Hd5! 31. He5
Einfaldast en 31. .. Dxf4 var enn sterkara, t.d. 32. Hxd5 Df1+ 32. Kc2 Dc4+! ásamt 33. ... Dxd5 með auðunnu tafli.
32. Dxe5 Dg1+ 33. Kc2 Dg2+ 34. Kb3 Dc6 35. Dxd4 Dc4+
- og hvítur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 23. júní 2013.
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 1.7.2013 kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flest bendir til þess að Hannes Hlífar Stefánsson nái að landa sínum tólfta Íslandsmeistaratitli á Opna Íslandsmótinu sem lýkur um helgina í Turninum við Borgartún. Staða efstu manna eftir 8. umferð:1.Hannes Hlífar Stefánsson 7 ½ v. (af 8) 2. Björn Þorfinnsson 6 ½ v. 3.-5. Hjörvar Steinn Grétarsson, Bragi Þorfinnsson og Héðinn Steingrímsson 6 v.
Hart er barist um Íslandsmeistaratitil kvenna en þær efstu voru Lenka Ptacnikova, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Elsa María Krístínardóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, allar með 4 ½ v.
Mót þetta fer fram við þær óvenjulegu aðstæður að teflt er á 20. hæð með útsýni yfir fjallahringinn og borgarlandið, yfirbragð þess er hrátt með létt blúsaða" New York vöruhúss-stemningu svífandi yfir vötnum í ópússuðu rými; þó lýsing geti varla talist góð og kliður berist frá aðliggjandi sal sem hýsir Birnu-kaffi" hafa keppendur ekki kvartað mikið; einna helst að einhverjir séu að agnúast út í skákstjórana en þeir er nú ýmsu vanir. Ýmis óvænt úrslit hafa séð dagsins ljós, Héðinn Steingrímsson féll á tíma í flókinni stöðu gegn Bandaríkjamanninum Michael Grove í 2. umferð og Bragi Þorfinnsson tapaði fyrir Lofti Baldvinssyni, sem í engu samhengi við slæma byrjun og erfitt miðtafl, hristi fram úr erminni magnaða leikfléttu sem leiddi til máts. Viðureignir sem flokka má undir uppgjör okkar bestu manna eru of fáar að mati undirritaðs og enginn skákmaður hefur náð árangri yfir 2500 elo-stig nema Hannes Hlífar, sem hlaut 50% vinningshlutfall á mótinu í fyrra, en nú blæs byrlegar fyrir honum og árangur hans er uppá 2729 elo-stig.
Sama dag og mótið hófst steig Björn Þorfinnsson upp úr flensu sem herjað hafði á alla fjölskylduna og hóf að vinna hverja skákina á fætur annarri. Eftir flækjur og furður sat hann uppi með gjörtapað tafl gegn Hjörvari Steini Grétarssyni í 5. umferð, en sneri taflinu við í tímahraki Hjörvars og vann! Síðan lagði hann Henrik Danielsen að velli með tilþrifum. Í 7. umferð tapaði hann fyrir Hannesi Hlífari í 7. umferð en svaraði með því að vinna Guðmund Kjartansson í 8. umferð:
Henrik Danielsen - Björn Þorfinnsson
Reti-byrjun
1. Rf3 Rf6 2. g3 d5 3. Bg2 c6 4. b3 g6 5. Bb2 Bg7 6. O-O O-O 7. c4 He8 8. d4 Re4 9. Rc3 Rxc3 10. Bxc3 Be6 11. c5!?
Lokar taflinu en skarpara var 11. Rg5.
11. ... Rd7 12. b4 Bg4 13. Dd2 Bxf3 14. Bxf3 e5 15. e3 exd4 16. Bxd4
Var ekki eðlilegra að halda biskupaparinu með 16. exd4 þó svarti hafi ágætt tafl eftir 16. ... Rf6 eða 16. ... Rf8.
16. ... Bxd4 17. Dxd4 Re5 18. Bg2 Df6 19. Kh1 Df5
Einn vandi hvítu stöðunnar varðar aðgang riddarans að c4-reitnum.
20. Had1 Dh5 21. h3 a6 22. Hb1 g5 23. g4?!
Þessi og næstu leikir Henriks virka ráðleysislegir. Eðlilegra var 23. f4 gxf4 24. exf4 Rg4 25. Hf3 eins og Houdini" stingur uppá.
23. ...Dh4 24. Kg1 Rg6 25. a4 h5 26. Hbd1 He6 27. f4?
Ekki rétta augnablikið fyrir þessa framrás, best var 27. gxh5 Dxh5 28. Dg4 o.s.frv.
27. ... gxf4 28. exf4 He2! 29. gxh5 Dg3 30. Hf2 Rh4!
Vinnur, 31. Hxe2 er svarað með 31. ... Rf3+ og drottningin fellur.
31. Kf1 Rf5! 32. Hxe2 Rxd4 33. Hxd4 Dc3 34. Hed2 He8
- og hvítur gafst upp. Hann gat barist áfram með 35. b5 en staðan er tiltölulega vonlaus.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is----------------------------------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 9. júní 2013
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 9.6.2013 kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2013 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Skákþing Íslands í Turninum
Skákþing Íslands 2013 eða Icelandic open" ber upp á 100 ára afmæli keppni um Íslandsmeistaratitilinn í skák. Af því tilefni ákvað stjórn SÍ að taka upp keppnisfyrirkomulagið frá síðasta Reykjavíkurskákmóti. Verða tefldar tíu umferðir eftir svissneska kerfinu og keppt er um Íslandsmeistaratitil karla og kvenna í einum og sama flokki. Yfir 70 skákmenn og -konur höfðu skráð sig til leiks þegar mótið hófst á föstudagskvöldið. Turninn í Borgartúni er keppnisstaðurinn - 20. hæð! Frá 1913 hefur keppnin um Íslandsmeistaratitilinn langoftast farið fram í lokuðum flokki þótt nokkur dæmi finnist um útsláttarfyrirkomulag, t.d. á þinginu árin 2000 og 2005. Því er haldið fram á heimasíðu mótsins að ekki hafi verið keppt um titilinn í opnum flokki áður en vert er að minna á að á Skákþingi Íslands 1952 urðu efstir Friðrik Ólafsson og Lárus Johnsen með 6½ v. af níu mögulegum í flokki 16 keppenda. Þeir háðu svo frægt einvígi sem Friðrik vann 3½:2½ og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Keppni í landsliðsflokki í fyrra heppnaðist vel en þá gafst frábært tækifæri til að rýna í baráttu okkar bestu virku skákmanna. Umskiptin koma á óvart; vandinn við opnu mótin er yfirleitt sá að í röðunarkerfinu er innbyggð ákveðin mismunun, lokuðu mótin eru alvarlegri" mót sem krefjast meiri undirbúnings og að mótshaldarinn skuli bjóða upp á tvær umferðir sama keppnisdag er án fordæma.
Daði Örn alþjóðlegur meistari í bréfskák
Daði Örn Jónsson var nýlega sæmdur titlinum alþjóðlegur meistari í bréfskák". Daði, sem er hámenntaður tölvufræðingur, hefur haldið fjölmörg erindi um gagnsemi tölvuforrita, hefur komið sér upp víðóma" kerfi forrita, er þaulkunnugur notkunarmöguleikunum og veit manna best hversu djúp skáklistin er frá sjónarhóli tölvufræðinnar. En honum er einnig ljóst að forritin hafa sínar takmarkanir þrátt fyrir óheyrilega reiknigetu. Frábær sóknarskák [Innskot: Skákin fylgir einnig með sem PDF-viðhengi með ítarlegum skýringum Daða Arnar] sem hann tefldi á dögunum er gott dæmi þar um:EM einstaklinga 2012-2013
Daði Örn Jónsson - Volker Leupold
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 Be7 8. Dd2 0-0 9. dxc5 Rxc5 10. 0-0-0 Dc7 11. Kb1 a6 12. h4 b6 13. Bd3 Rb4?!14. Bxh7+!
Daði lét þess getið að biskupsfórnin hefði ekki verið hátt skrifuð hjá forritunum. Það vantaði" 17. leikinn.
14.... Kxh7 15. Rg5+ Kg8 16. De2 g6 17. Hh3!!
Vinningsleikurinn sem Daði fann eftir mikla yfirlegu.
17.... Bd7 18. h5 Ra4 19. hxg6 Dxc3! 20. Hh8+! Kg7 21. Hh7+ Kg8 22. Bd4!
Þrumuleikur, svartur nær drottningaruppskiptum en dugar það?
22.... Dxc2+ 23. Dxc2 Rxc2
Magnaður vinningsleikur og sá eini í stöðunni, 24.... Bxg5 er svarað með 25. f6 sem hótar 26. Hg7+og 26. Hh1+.
24.... exf5 25. e6! Rxd4 26. gxf7+ Hxf7 27. exf7+ Kf8 28. Hh8+ Kg7 29. Hxa8 Re6 30. Hg8+ Kf6 31. Rxe6 Kxf7 32. Hg7+ Kf6 33. Hxe7 Kxe7 34. Rc7
Með skiptamun yfir í endatafli er eftirleikurinn auðveldur.
Kd6 35. Rxd5 Ke5 36. Re7 Bb5 37. He1+ Kf6 38. Kc2 Rc5 39. Rd5+ Kg5 40. Rxb6 Rd3 41. Hd1 Rf4 42. Hd8 Re6 43. Hg8+ Kf6 44. g3 Bc6 45. Kc3 Be4 46. b4 Kf7 47. Hc8 Ke7 48. a4 Bg2 49. b5 axb5 50. axb5 f4 51. gxf4 Rxf4 52. Rc4 Re6 53. b6 Kd7 54. Hg8 Be4 55. Ra5 Rd8 56. Hg7+
- og svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 2. júní 2013.
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2013 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Lothar Schmid
Lothar Schmid, yfirdómarans úr einvígi aldarinnar" milli Fischers og Spasskís í Laugardalshöllinni sumarið 1972, sem lést þann 18. maí sl. 85 að aldri verður sennilega helst minnst fyrir þátttöku sína í því einvígi. Fjölmiðlar um allan heim hafa einkum staðnæmst við þá frægu stund skáksögunnar þegar Spasskí var á leið út úr borðtennisherberginu þar sem þriðja skákin átti að fara fram eftir að Bobby hafði sagt yfirdómaranum að halda kjafti. En Schmid hermdi upp á sovéska heimsmeistarann loforð sem hann gaf áður en gengið var til leiks. Síðan bað hann Fischer um að gæta orða sinna og Fischer sá að sér og baðst afsökunar. Ógreinileg ljósmynd tekin af innanhússmyndakerfi sýnir þegar Schmid bókstaflega þrýstir skákmeisturunum niður í sæti sín og skipar þeim að hefja taflið. Lothar Schmid hafði verið yfirdómari í einvígi Fischers við Tigran Petrosjan í Buenos Aires haustið 1971. Þar bar helst til tíðinda að rafmagnið fór af skákhöllinni í fyrstu einvígisskákinni stuttu eftir að Petrosjan sem hafði svart snaraði fram leynivopni sínu, kynngimagnaðri nýjung í þekktri stöðu Sikileyjarvarnar. Schmid stöðvaði skákklukkuna en Fischer sat áfram við borðið. Petrosjan, sem alla tíð var lafhræddur við okkar mann", mótmælti. En í stað þess að víkja frá borðinu bað Fischer dómarann um að setja klukkuna aftur í gang og sat áfram í þungum þönkum í myrkrinu. Eftir einvígið ´72 fullvissaði Schmid, sem þá þegar var frægur safnari, Guðmund G. Þórarinsson forseta SÍ um að hefð væri fyrir því að aðaldómari í slíkum einvígjum fengi afrifur skorblaðanna. Í dag er mótshaldarinn eigandi slíkra blaða og þá er átt við frumritin. Vissulega mátti með góðum vilja líta á Schmid sem traustan gæslumann þessara blaða og því var vel fagnað þegar honum var boðið hingað 30 árum síðar á Málþing um einvígi aldarinnar" í Þjóðmenningarhúsinu og hann afhenti skorblöðin. Hann kvað viðskilnaðinn við þessi gulnuðu blöð erfiðan; og hafði vonast eftir þakkarbréfi frá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, sem sótti málþingið, en fékk ekki. Skorblöð Fischers ganga kaupum og sölum en stærsta safn þeirra er í einkaeign Bandaríkjamannsins Hanon Russel sem á í fórum sínum nokkur frumrit einvígisins. Í Þjóðmenningarhúsinu staðnæmdist Lothar Schmid drjúga stund við sýningu á bókum og handritum sem Willard Fiske gaf Íslendingum um aldamótin 1900. Þið eruð heppnir að eiga þessar bækur," sagði hann við mig. Þó Schmid hafi um áratuga skeið verið einn fremsti stórmeistari Þjóðverja, var taflmennska hans meira eins og áhugamál, hann efnaðist vel á rekstri útgáfufyrirtækis sem fjölskylda hans starfrækti, Karl Mai forlag. Hann átti stærsta einkasafn skákbóka sem um getur og er í dag um 50 þúsund bindi. Meðal bóka er eitt tíu eintaka af fyrstu prentuðu skákbókinni, Repetición de Amores y Arte de Ajedrez eftir frægan spænskan meistara, Lucena, sem kom út árið 1497 og átti allar átta útgáfurnar af kennslubók í skák eftir Pedro Damiano, Questo libro e da imparare giocare a scachi, fyrst útgefin í Róm árið 1512. Á málþinginu 2002 nefndi Lothar Schmid töluna 140 þegar spurningu var beint til hans um fjölda bóka sem ritaðar hafa um einvígi Fischers og Spasskís. Síðan hafa nokkrar bæst við.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 26. maí 2013.
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 26.5.2013 kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2013 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Það er engin bein leið

Sergei Karjakin - Magnús Carlsen
Spænskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Rb8
Breyer-afbrigðið er alltaf vinsælt. Það virðist henta ágætlega rólegum stíl Magnúsar.
10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. a4 Bf8 14. Bd3 c6 15. Dc2 Hc8 16. axb5 axb5 17. b4 Dc7 18. Bb2 Ha8 19. Had1 Rb6 20. c4 bxc4 21. Rxc4 Rxc4 22. Bxc4 h6 23. dxe5 dxe5 24. Bc3 Ba6 25. Bb3 c5 26. Db2 c4 27. Ba4 He6 28. Rxe5 Bb7 29. Bc2 Hae8 30. f4 Bd6
31. Kh2?
Staðan er ákveðinn prófsteinn á hæfni Karjakins í miðtöflum og hann fellur á prófinu. Leikur Houdinis" 31. He3! hefði tryggt honum betri stöðu.
31.... Rh5! 32. g3 f6 33. Rg6 Rxf4!
Þessi þrumuleikur þurfti ekki að koma á óvart. Hvítur getur ekki þegið mannsfórnina, 34. gxf4 Bxf4+ 35. Kg2 f5!, og hrókurinn á e6 kemst í spilið.
34. Hxd6 Rxg6 35. Hxe6 Hxe6 36. Bd4 f5!
Skyndilega opnast fyrir biskupinn á b7 og hornalínuna h1-18.
37. e5 Rxe5!
Magnaður leikur.
38. Bxe5 Dc6 39. Hg1 Dd5 40. Bxf5 Hxe5 41. Bg4 h5!
Peð eru líka sóknarmenn!
42. Bd1
Annar möguleiki var 42. Hd1 sem má svara með 42.... Dxd1! 43. Bxd1 He1 sem hótar mát á h1, 44. g4 loftar út en þá kemur 44.... h4! og hvítur er fastur í mátneti.
42.... c3! 43. Df2
Ekki 43. Db3 vegna 43.... He2+! og vinnur.
43.... Hf5 44. De3 Df7 45. g4 He5 46. Dd4 Dc7!
- og Karjakin gafst upp.
Staðan þegar tvær umferðir eru eftir: 1. Karjakin 5½ v. (af 7). 2. Carlsen 5 v. 3.-4. Anand og Aronjan 4 v. 5.-6. Nakamura og Svidler 3½ v. 7. Topalov 3 v. 8.-9. Wang Hao og Radjabov 2½ v. 10. Hammer 1½ v.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 19. maí 2013.
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 19.5.2013 kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2013 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Sóknarhugur

Glæsilegir sigrar þeirra í fyrstu umferð á EM voru náskyldir að því leyti til að mikill sóknarhugur fylgdi framrás h-peðsins í báðum skákunum. Guðmundur lagði að velli þrautþjálfaðan rússneskan stórmeistara en undanfarið hefur hann verið á mikilli siglingu upp elo-listann. Greinarhöfundur renndi yfir skákina með Houdini" sem taldi að eftir að byrjuninni sleppti hafi Guðmundur nálega alltaf hitt á besta leikinn:
EM 2013: 1. umferð:
Guðmundur Kjartansson - Sergei Fedortsjúk
Enskur leikur
1. g3 c5 2. c4 Rc6 3. Bg2 g6 4. Rf3 Bg7 5. Rc3 Rh6 6. d4
Gamall leikur sem Svíinn Ulf Andersson kom í tísku.
6.... cxd4 7. Rxd4 Rxd4 8. Bxh6 Bxh6 9. Dxd4 O-O 10. h4 Bg7 11. Dd2 d6 12. h5 Be6 13. hxg6 hxg6 14. b3 Hb8?
Of hægfara, svartur átti 14.... d5! 15. cxd5 Hc8 með góðri stöðu.
15. Hc1 a6 16. Re4 Bd7 17. Rg5 Bc6 18. Kf1 e6 19. Df4 De7 20. Hd1 Hfd8 21. Bxc6 bxc6 22. Hd3!
Fyrst núna þarf svartur að hafa áhyggjur, hrókurinn stefnir á f3-reitinn.
22.... d5 23. Hf3 f5 24. Dh4 Kf8 25. g4 dxc4 26. gxf5 gxf5 27. e4!
Peð eru líka sóknarmenn! Nú fara að myndast glufur í varnargirðingu svarts.
27.... Hd1+ 28. Kg2 Hxh1 29. Kxh1 cxb3 30. axb3 Hb5 31. Dh5
Dugar en sterkara var sennilega 31. Hd3! sem hótar 32. Hd8+!
31.... De8 32. Dh7 De7?
Eina vonin var að leika 32.... He5.
33. Dg6! Kg8 34. Hh3 fxe4
- Laglegur lokahnykkur, svartur verður mát, 35.... Kxh8 36. Dh7 mát.
Og ekki var sigur Dags í þessari umferð síðri:
Dagur Arngrímsson - Zdenko Kozul
Kóngsindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 a6 6. Be3 O-O 7. Rge2 Rc6 8. Dd2 Ra5
Óvenjulegur leikur í þekktu afbrigði, venjulega er leikið 8..... Hb8 eða 8..... He8.
9. Rf4 Rd7 10. Hd1 e5 11. dxe5 dxe5 12. Rfd5 Rc6 13. h4 Rd4 14. h5 c6 15. hxg6!? cxd5?!
Það kemur dálítið á óvart að Kozul skuli þiggja manninn. Eftir 15.... fxg6 má svartur vel við una.
16. gxh7+ Kh8 17. Rxd5 Rc5 18. Bh6 Bxh6 19. Dxh6 a5
Þetta lítur allt saman ágætlega út, svartur hyggst leika 20.... Ha6. En Dagur kann að svara fyrir sig.
20. Rc7! Hb8 21. Hh5! f6
22. Hxd4!
Enn einn bráðsnjall leikur, hvítur vinnur lið til baka og stendur til vinnings.
22.... exd4 23. Hxc5 Hf7 24. Dg6 Df8 25. Dg8+ Dxg8 26. hxg8=D+ Kxg8 27. Rb5 b6 28. Hd5 Bd7 29. Rxd4 Kf8 30. Kf2 Ke7 31. e5! Hc8?
Kozul hefur verið grátt leikinn og uggir ekki að sér. Hann gat enn barist með 31.... fxe5 þó hvítur eigi að vinna með þrjú peð fyrir skiptamun.
32. Hxd7+! Kxd7 33. e6+ Ke7 34. exf7 Kxf7 35. Bd3 Ke7 36. a3 Kd6 37. b4 axb4 38. axb4 Ha8 39. Ke3 Ha2 40. g4 Hg2 41. Rb5 Kd7 42. Rc3
- og svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 12. maí 2013.
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2013 | 20:00
Skákþáttur Morgunblaðsins: Að tefla með mönnunum

Þegar júgóslavneski stórmeistarinn Lubomir Ljubojevic var upp á sitt besta á árunum í kringum 1975, og menn göptu hreinlega yfir tilþrifum hans í skák sem hann tefldi við Svíann Ulf Andersson á stórmótinu í Wijk aan Zee, komst einn ágætur maður svo að orði að Ljubo tefldi með mönnunum". Lítið um allskyns pot, raðtækni" eða geirneglingar sem einkenndu hinn nýbakaða heimsmeistara, Anatolí Karpov. Ungir skákmenn á uppleið tefla oft með mönnunum", sbr. eftirfarandi sigurskák Vignis Vatnars sem tefld var í 8. umferð. Andstæðingurinn var nálega 300 stigum hærri en okkar maður:
HM áhugamanna 2013:
Mihail-Codmin Neahu (Rúmeníu) - Vignir Vatnar Stefánsson
Drottningarindversk vörn
1. c4 Rf6 2. g3 e6 3. Bg2 d5 4. Rf3 Bd6 5. b3 Rbd7 6. Bb2 O-O 7. O-O b6 8. cxd5 exd5 9. Rh4 c6 10. d3 He8 11. e4?
Að opna taflið án þess að hafa lokið liðsskipan kann ekki góðri lukku að stýra, 11. Rd2 var betra.
11. ... Ba6!
Vignir ræðst strax að helsta veikleikanum í stöðu hvíts, d3-reitnum.
12. He1 Bb4 13. He3
Hvítur á úr vöndu að ráða en hér var betra að leika 13. Bc3 t.d. 13. ... Bxc3 14. Rxc3 Rc5 15. exd5 og hvítur getur barist fyrir tafljöfnun.
13. ... dxe4 14. dxe4 Re5 15. Rc3 Rfg4!
Vignir gefur engin grið. Skyndilega morar allt í veikleikum í stöðu hvíts.
16. He1 Dxd1
Gott var einnig 16. ... Bc5 og hvítur fær ekki varið f2-peðið með góðu móti.
17. Hexd1 Rd3 18. Bf1 Rxb2 19. Bxa6 Rxd1
19. ... Bxc3 var nákvæmara en þetta dugar líka.
20. Rxd1 Had8 21. f3 Re5 22. Be2 Hd2 23. Kf1 Hed8 24. Rf5 g6 25. Rfe3 Kg7
Hann þarf ekkert að flýta sér. Úrvinnslan í þessu endatafli er ágæt.
26. f4 Red7 27. Rc4 Hd4 28. Rf2 b5 29. Re3 Bc3 30. Hb1 b4 31. Red1 Rf6 32. Rxc3 bxc3 33. Hc1 Rxe4 34. Rxe4 Hxe4 35. Hxc3 Hd2 36. Bf3 He6 37. a4 Hb2 38. h4 h5 39. f5 Hf6 40. fxg6 fxg6 41. Ke1 c5 42. Kd1 Hf5 43. He3 Kf6 44. Be2 Hd5+ 45. Ke1 He5 46. Hf3+ Ke6 47. Hf2 Hxb3
- og hvítur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 5. maí 2013.
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 5.5.2013 kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslensku keppendurnir sem tóku þátt í Norðurlandamóti stúlkna sem fram fór í Svíþjóð um síðustu helgi stóðu sig vel. Nansý Davíðsdóttir varð Norðurlandameistari í aldursflokki C sem var skipaður keppendum 12 ára og yngri og Jóhann Björg Jóhannsdóttir hlaut silfrið í A-flokki, 17 - 20 ára en hún hefði unnið sinn flokk með sigri í lokaumferðinni en varð að láta sér lynda jafntefli í skákinni við Hrund Hauksdóttir. Jóhanna og Hrund hafa báðar unnið þetta mót og einnig Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir. Nansý hlaut silfurverðlaun á opna Norðurlandamótinu sem fram fór á Bifröst í febrúar sl. og hefur átt sæti í hinni sigursælu sveit Rimaskóla undanfarin misseri. Engum blöðum er um það að fletta að skákstyrk og almennri þátttöku stúlkna hér á landi hefur stóraukist undanfarin ár. Aðrir keppendur Íslands voru Sóley Lind Pálsdóttir og Svandís Rós Ríkharðsdóttir en fararstjóri og liðsstjóri hópsins var Davíð Ólafsson sem er landsliðsþjálfari kvenna. Styrkur Nansýar liggur ekki síst í góðum skilningi á stöðuuppbyggingu og vinnubrögð hennar eru öguð; hún rasar ekki um ráð fram, hefur gott taktískt auga og grípur tækifærin þegar þau gefast eins og sést í eftirfarandi skák sem tefld var í 4. umferð:
NM stúlkna 2013:
Nansý Davíðsdóttir - Regina Forsa (Noregur)
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Rc3 b5 6. a3 Bb7 7. Be2 Be7 8. O-O d6 9. f4 Rd7 10. Kh1 Rgf6 11. Bf3 Dc7 12. f5 e5 13. Rb3 O-O 14. De1 Hac8 15. Dg3 Kh8 16. Bg5 Hce8 17. Had1 Dc4
Svartur hefur gott tafl eftir t.d. 17. .. Rb6.
18. Ra5! Dc7 19. Rxb7 Dxb7 20. Rd5 Rxd5 21. Hxd5 Bxg5 22. Dxg5 Dc6 23. Hd2 g6
Og hér gat svartur haldið vel í horfinu með 23. .... Rf6.
24. Hfd1 Rc5 25. Df6+ Kg8 26. Hxd6 Db7 27. Dh4 Hc8 28. fxg6 fxg6
29. b4! Ra4 30. Hd7
- hótar drottningunni og 31. Dxh7 mát. Svartur gafst upp.
Hannes efstur á Skákþingi Norðlendinga - Stefán Norðurlandsmeistari
Hannes Hlífar Stefánsson brá sér norður í land og tefldi sem gestur" á Skákþingi Norðlendinga sem fram fór á Akureyri. Tefldar voru at-skákir og kappskákir en mikill stigamunur var með Hannesi og öðrum keppendum og kom því ekki á óvart að hann vann auðveldan sigur á mótinu í hópi. Sigurinn var þó ekki auðveldari en svo, að hann tapaði kappskák sinni í lokaumferðinni fyrir Stefáni Bergssyni sem fyrir vikið varð Norðurlandsmeistari og skaut aftur fyrir sig helstu keppinautum sínum meðal Norðlendinga. Lokastaða efstu manna:
1. Hannes Hlífar Stefánsson 6 v. (af 7) 2. Þorvarður Ólafsson 5 ½ v. 3. - 4. Sverrir Örn Björnsson og Stefán Bergsson 5 v. Keppendur voru 20.
Friðrik teflir á minningarmóti um Jón Ingimarsson
Friðrik Ólafssoni er meðal þátttakenda á minningarmóti um Jón Ingimarsson verkalýðsfrömuð og skákmeistara sem fram fer um helgina í Alþýðuhúsinu við Skipagötu. Skákfélag Akureyrar og verkalýðsfélagið Eining-Iðja eru mótshaldarar en tefldar verða 10 mínútna skákir. Jón fæddist 8. febrúar 1913 og var mikilvirkur í félagsmálum skákarinnar nyrðra og einnig innan SÍ þar sem hann var gerður að heiðursfélaga. Keppendur verða 44 talsins og sonur Jóns, Ingimar, er skráður til leiks. Friðrik og Ingimar tefldu báðir á Skákþingi Íslands árið 1957 sem fram fór á Akureyri.Helgi Ólafsson helol@simnet.is
----------------------------------------------
Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is viku síðar en í sjálfu Morgunblaðinu.
Grein þessi birtist í Sunnudagsmogganum, 28. apríl 2013.
Skákþættir Morgunblaðsins | Breytt 29.4.2013 kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 11
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 8780646
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 87
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar