Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: ÓL 2008

Guđmundur sigrađi á hrađkvöldi Hellis

Guđmundur Gíslason sigurvegari StigamótsinsGuđmundur Gíslason sigrađi á hrađkvöldi Hellis sem fram fór 18. október sl. Guđmundur fékk 6 vinninga í sjö skákum á hrađkvöldinu og var ţađ ađeins Elsa María sem náđi ađ slá hann út af laginu í ţriđju umferđ en lengra komust andstćđingar hans ekki. Jafnir í 2.- 3. sćti voru svo Magnús Sigurjónsson og Stefán Bergsson međ 5 vinninga. Skammt ţar frá var svo Sćbjörn Guđfinnsson ţannig ađ Bolvíkingar röđuđu sér í ţrjú af fjórum efstu sćtum.

Ţátttakendur voru 25 sem er ein mesta ţátttaka á ţessum skákkvöldum síđan Hellir flutti í Álfabakkann.Hjörvar Steinn skákmeistari Hellis 2010

Í upphafi hrađkvöldsins fór fram verđlaunaafhending fyrir Meistaramót Hellis.   Myndir frá henni má nálagst í myndaalbúmi. 

Lokastađan á hrađkvöldinu:

Röđ     Nafn                                           Vinn.

 

  •  1       Guđmundur Gíslason,                       6/7
  •  2-3    Magnús Sigurjónsson,                     5
  •           Stefán Bergsson,                             5
  •  4-7    Sćbjörn Guđfinnsson,                     4.5
  •           Elsa María Kristínardóttir,                4.5
  •           Patrekur Maron Magnússon,           4.5
  •           Vigfús Ó. Vigfússon,                        4.5
  •  8-9    Eiríkur Örn Brynjarsson,                  4
  •           Páll Andrason,                                 4
  • 10-17 Birkir Karl Sigurđsson,                     3.5
  •           Jón Úlfljótsson,                                3.5
  •           Rafn Jónsson,                                  3.5
  •           Stefán Már Pétursson,                     3.5
  •           Oliver Aron Jóhannesson,                3.5
  •           Guđmundur Kristinn Lee,                  3.5
  •           Örn Leó Jóhannsson,                       3.5
  •           Kristófer Jóel Jóhannesson,              3.5
  • 18-22 Kristinn Andri Kristinsson,                 3
  •           Jón Birgir Einarsson,                          3
  •           Vignir Vatnar Stefánsson,                 3
  •           Jón Trausti Harđarson,                      3
  •            Dawid Kolka,                                    3
  • 23-24 Pétur Jóhannesson,                          2
  •            Estanislao Plantada,                        2
  • 25       Björgvin Kristbergsson,                    1

Myndaalbúm frá verđlaunaafhendingu


Pistill frá Íslandsmeisturunum

Guđmundur Dađason, formađur Taflfélags Bolungarvíkur, hefur skrifađ pistil um fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga á heimasíđu félagsins.

Heimasíđa TB


Skákţáttur Morgunblađsins: Ísland bćtti sig um 24 sćti í opnum flokki Ólympíumótsins

Íslensku liđin sem tefldu á Ólympíumótinu í Khanty Manyisk í Síberíu bćttu árangur sinn verulega frá síđasta Ólympíumóti. Allir íslensku ţátttakendurnir hćkkuđu á stigum og karlasveitin, sem varđ í 40. sćti af 148 ţátttakendum, bćtti sig um 24 sćti frá síđasta móti og var 14 sćtum ofar en styrkleikaröđ fyrir mótiđ gerđi ráđ fyrir. Ţátttaka karlasveitarinnar var undir smásjá, einkum vegna skipunar liđsins. Undirrituđum var í árslok 2009 bođiđ ađ ţjálfa liđiđ og gegna starfi liđsstjóra og var síđar faliđ ađ gera tillögu um skipan liđsins. Sú tillaga var síđan samţykkt af stjórn SÍ og hlaut harđa gagnrýni. Fannst ýmsum úr skákdeild Hauka valiđ beinast gegn einstaklingi úr ţeirra röđum. Eftir afhrođiđ í Dresden 2008, ţar sem Ísland varđ í 64. sćti, hlaut ađ liggja í augum uppi ađ enginn úr ţeirri sveit gat gengiđ í landsliđ Íslands á eigin forsendum. Ađ sinna ekki á neinn hátt ćfingum landsliđshópsins og hćtta síđan viđ ţátttöku međ litlum fyrirvara á Skákţingi Íslands var ekki í bođi ef menn vildu komast í liđ. Ađ endingu voru valdir Hannes Hlífar Stefánsson, Héđinn Steingrímsson, Bragi Ţorfinnsson, Björn Ţorfinnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson. Ţessir einstaklingar, hver međ sín sérkenni, náđu vel saman.


„Nýliđarnir" voru drýgstir á lokasprettinum. Bragi og Björn Ţorfinnssynir hlutu 3 ˝ vinning af fjórum í lokaumferđunum tveimur. Sveitin hlaut 26 ˝ vinning af 44 mögulegum um 60% vinningshlutfall og 13 stig. Hefđi orđiđ mun ofar ef vinningar sveita međ 13 stig vćru látnir gilda en ekki flókinn útreikningur mótsstiga. Ţannig hlutu Svíar ađeins 24 vinninga og 13 stig en reiknast samt í 34. sćti. Athyglisverđ stađreynd er sú ađ Ísland var á svipuđu róli og ofursveit Búlgaríu sem hafnađi í 31. sćti međ 13 stig og 26 ˝ vinning en međalstigin ţar voru tćplega 2700 stig.

Ólympíumótsins í Khanty Manyisk verđur sennilega minnst fyrir góđa framkvćmd og frábćra frammistöđu Vasilí Ivantsjúk sem leiddi Úkraínumenn til sigurs. Ivantsjúk hlaut 8 vinninga úr tíu skákum á 1. borđi. Efstu liđ urđu:

1. Úkraína 19 stig 2. Rússland 18 stig 3. Ísrael 17 stig 4. Ungverjaland 17 stig 5. Kína 16 stig.

Í tíundu umferđ mćttu Íslendingar sveita Litháa međ feđgana Evgenij Svesnikov, sem vann Hannes Hlífar óvćnt, og Vladimir Svesnikov sem varđ ađ láta í minni pokann fyrir Braga Ţorfinnssyni á ţriđja borđi:

Bragi Ţorfinnsson - Vladimir Svesnikov

Katalónsk byrjun

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. g3 dxc4 5. Bg2 c5 6. O-O Rc6 7. Da4 Bd7 8. Dxc4 b5 9. Dd3 Hc8 10. dxc5 Bxc5 11. Rc3 O-O 12. Bg5 Rb4 13. Bxf6 gxf6 14. Dd2 Bc6 15. Dh6 He8 16. Had1 Bf8 17. Dh5 Db6 18. a3 Rc2 19. Hc1 Bxf3

Sennilega eru ţessi uppskipti misráđin.

20. Dxf3 Rd4 21. Dg4+ Kh8 22. Hcd1 Hed8 23. Dh5 Kg8 24. e3 Rb3 25. Be4 f5

Betra var 25. ... h6.

ga0mgcci.jpgSjá stöđumynd

26. Rd5!

Ţrumuleikur sem byggist á valdleysi hróks á c8, t.d. 26. ... exd5 27. Bxf5 h6 28. Bxc8 Hxc8 29. Dg4+ og vinnur.

26. ... Hxd5 27. Hxd5 Bg7

eđa 27. ... fxe4 28. Hg5+ Bg7 29. Dh6 og vinnur.

28. Hd7 Hf8 29. Bg2 Bxb2 30. Dg5+ Bg7 31. Hfd1 h6 32. De7 a5 33. Hb7 Da6 34. Hd8 Hxd8 35. Dxf7+ Kh8

- og svartur gafst upp um leiđ.

Fjallađ verđur um frammistöđu kvennaliđsins í nćsta pistli.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 10. október 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


Kramnik byrjar međ látum í Bilbao - Carlsen byrjar hörmulega

Kramnik (2780) byrjar vel á ofurskákmótinu í Bilbao á Spáni sem hófst í gćr.   Kramnik sigrađi stigahćsta skákmann heims, Magnus Carlsen (2826) í gćr og í dag vann hann Shirov (2749).   Carlsen sem tapađi ţremur skákum á Ólympíuskákmótinu hefur tapađ í báđum sínum skákum.   Í dag tapađi hann fyrir Anand (2800).

Fjórir skákmenn taka ţátt í mótinu og veitt eru 3 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir jafntefli.  Tefld er tvöföld umferđ.

Stađan eftir 2. umferđ:

  1. Kramnik 6 stig (2 v.)
  2. Anand 4 stig (1˝ v.)
  3. Shirov 1 stig (˝ v.)
  4. Carlsen 0 stig (0 v.)
Heimasíđa mótsins

 

 


Eyjamenn efstir eftir fyrstu umferđ

img_6337.jpgTaflfélag Vestmannaeyja leiđir eftir fyrstu umferđ Íslandsmót skákfélaga eftir 8-0 stórsigur á Skákdeild KR.    Taflfélag Bolungarvíkur er í 2. sćti eftir 6˝-1˝ sigur á Fjölni og Hellismenn eru í ţriđja sćti eftir 6-2 sigur á Taflfélagi Reykjavíkur.    Önnur umferđ fer fram í fyrramáliđ í Rimaskóla og hefst kl. 11.   B-sveit Bolvíkinga leiđir í 2. deild, Víkingaklúbburinn í ţriđju deild og Kórdrengirnir og B-sveit Selfyssinga í fjórđu deild. 

Í upphafi keppninnar var Lenka Ptácníková heiđruđ fyrir Lenkafrábćran árangur sinn á Ólympíuskákmótinu í  Síberíu og Gunnar Björnsson, forseti SÍ, upplýsti ađ stjórn SÍ hafi ákveđiđ í tilefni ţess árangurs ađ senda Lenku á EM einstaklinga í kvennaflokki sem fram fer í Istanbul á nćsta ári.  

Úrslit 1. umferđar í 1. deild:


Fjolnir ATB A:
Hellir ATR A6:2
Haukar ASA A:
TV AKR A8:0


Stađan í 1. deild:

 

Rk.TeamTB1
1TV A8
2TB A6,5
3Hellir A6
4SA A4,5
5Haukar A3,5
6TR A2
7Fjolnir A1,5
8KR A0


Stađan í 2. deild:

 

Rk.TeamTB1
1TB B6
2Matar5
3TR B4
4Hellir B3,5
5TA2,5
6SSON2
7SR A1
8Haukar B0


Stađan í 3. deild:

 

Rk.TeamTB1TB2
1Vikingaklubburinn A26
2TV B25
3Godinn A25
4TR C24,5
5SR B24,5
6KR B23,5
7TG A23,5
8TG B13
9Hellir D13
10Hellir C02,5
11SA B02,5
12SA C01,5
13TB C01,5
14Sf. Vinjar A01
15Haukar C01
16TV C00


Stađan í 4. deild:

 

Rk.TeamTB1TB2
1Kordrengirnir26
2SSON B26
3Godinn B25,5
4SFÍ25,5
5TV D25
6Sf. Sauđarkroks24
7SA D24
8Fjolnir C24
9Fjolnir B23,5
10Vikingaklubburinn B23,5
11S.Austurlands23,5
12Godinn C13
13TR E13
14UMSB02,5
15UMFL02,5
16TR D02,5
17Hellir E02
18Sf. Vinjar B02
19TG C01
20Fjolnir D00,5
21Aesir feb00,5
22TV E00
23Osk00


Upplýsingar um pörun í 3. og 4. deild á morgun má nálgast á Chess-Results.

 


Ól: 11. pistill

Ól í skák 2010 045Undirritađur hefur gjörsamlega svikiđ öll loforđ um pistlaskrif síđustu daga og úr ţví skalt bćtt.   Í gćr gekk vel en í dag gekk ekki jafnvel.   Lenka hefur ţó stoliđ athyglinni en í dag tryggđi hún sér áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli og ţađ er ekki amalegt ţar sem áfangi á ólympíuskákmótinu telur 20 skákir og Lenka ţví búin ađ ná tilskyldum áföngum og ţarf nú „ađeins“ ađ ná 2400 skákstigum til ađ verđa útnefnd.  Og í gćr fór fram skrautlegur FIDE-fundur ţar sem gekk á ýmsu og Kirsan er sem fyrr forseti FIDE og Búlgarinn Silvio Danilov var kjörinn forseti ECU, eitthvađ sem fáir áttu von á fyrir nokkrum mánuđum síđan.  Ţrátt fyrir slćmt gengi í dag eru allir íslensku skákmennirnir, tíu, í stigaplús.  

Byrjum á strákunum.   Ţar sem undirritađur var mjög upptekinn í gćr, gat hann ekkert fylgst međ skákunum .   Ég samdi viđ Sigurbjörn um ađ senda mér SMS og fékk ţau skilabođ ađ ţađ liti illa út – skömmu síđar kom svo skeyti um ađ ţađ stefndi í stórsigur!   Fljótt ađ breytast.  Héđinn átti góđa skák en mér skilst ađ lukkan hafi fylgt bćđi Hannesi og Hjörvari.   Björn gerđi solid jafntefli gegn undrabarninu Jorge Cori.   Frábćr úrslit gegn Perú en okkur hefur oft gengiđ vel gegn Suđur-Ameríku en ţađ héldum viđ – ţangađ til í dag – en ţá töpuđum viđ 1-3 fyrir Chile.   Hannes gerđi gott jafntefli međ svörtu en Hjörvar tapađi á fjórđa borđi.    Héđinn gerđi svo jafntefli á öđru borđi og Bragi tapađi eftir hetjulega vörn.   Semsagt súrt tap.   Á morgun tefla strákarnir viđ sveit Lettlands sem er áţekk og íslenska sveitin.   Á fyrsta borđi tefli Íslandsvinurinn Miezis og á öđru borđi teflir gođsögnin Svesnikov.  Myndavélin mín bilađi í dag eftir ađ ég hafđi tekiđ myndir af stelpunum í dag svo ég á engar myndir af strákunum.  

Og svo stelpurnar.   Í gćr náđust frábćr úrslit gegn Ítalíu, 2-2.  Jóhanna vann en Lenka og Hallgerđur gerđu jafntefli.   Sigurlaug tapađi.   Í dag var stórt tap, 0,5-3,5, gegn Mongólíu.   Lenka gerđi jafntefli á fyrsta borđi en ađrar skákir töpuđust.   Undirritađur gaf Lenku frjálst val međ jafntefli ţar sem mér fannst hagsmunir hennar međ međ AM-áfangann ţađ mikilvćgir.  Lenka tefldi sig sigurs, ţrátt fyrir ţađ, en náđi ekki ađ beygja andstćđinginn.   Tinna tefldi byrjunina ónákvćmt í byrjun og tapađi, Jóhanna lenti í erfiđri vörn og Hallgerđur virtist hafa góđa jafnteflissénsa en tapađi.  Ţetta voru önnur slćmu úrslit kvennasveitarinnar og ţau fyrstu síđan í fyrst umferđ.  Stelpurnar tefla á morgun viđ sterka sveit Austurríkis, sem hefur gengiđ fremur illa, miđađ viđ hversu sterkar ţćr eiga vera.   Ól í skák 2010 043

Úkraínumenn eru efstir í opnum flokki međ 16 stig en Rússar og Frakkar koma nćstir međ 15 stig.    Í kvennaflokki hafa Rússar nánast tryggt sér sigur en ţćr hafa fullt hús stig, 18 stig!   Kínverjar, Úkraínumenn, Georgíumenn, Indverjar og Búlgarar hafa 14 stig.  

Og ţá er ţađ Norđurlandakeppnin.   Ţar er stađan í báđum flokkum sem hér segir:

Opinn flokkur:

  • ·         29 (23) Noregur, 11 stig (194 B-stig)
  • ·         42 (34) Svíţjóđ, 11 stig (167,5)
  • ·         45 (44) Danmörk, 11 stig (162)
  • ·         50 (54) Ísland, 10 stig (180)
  • ·         72 (60) Finnland, 9 stig (133,5)
  • ·         85 (83) Fćreyjar, 9 stig (112)

Kvennaflokkur:

  • ·         36 (55) Svíţjóđ, 10 stig (178)
  • ·         57 (69) Ísland, 9 stig (146,5)
  • ·         58 (45) Noregur, 9 stig (135)
  • ·         66 (57) Danmörk, 8 stig (116)

Garry og illa einbeittur fulltrúi á hćgri höndOg ţá um FIDE-fundinn í gćr.   Hann var sögulegur í meira lagi.    Fín umfjöllun er um hann á ChessBase og bendi ég sérstaklega á myndband sem vísađ er til í fréttinni sem lýsir all svakalegri sennu á fundinum.  Vil sérstaklega benda á álkulegan mann, sem situr hćgra megin viđ Kasparov í rifrildissennu Kasparovs og Larry (frá Bermúda) – sjá mynd.  

Kirsan stjórnađi fundinum harđri hendi og leyfđi mönnum ekki ađ komast upp međ neitt múđur.   Strax hófust deilur um umbođ (proxy) og t.d. komu tveir menn sem sögđust vera fulltrúar Perú.   Ekki taldi ég mig hafa neinar forsendur til ađ vita hvor vćri réttkjörinn fulltrúi  Perú en hvorki Kirsan né stuđningsmenn voru ekki í neinum vafa um ţađ.  

Atkvćđagreiđslan var skrautleg.   Stuđningsmenn Karpovs fengu ţađ í gegn ađ kosningin var Ól í skák 2010 024algjörlega leynileg.   Tjald var sett ofan á kjörklefann til ađ koma í veg fyrir myndatökur ađ ofan.   Allir ţurftu ađ nota sama pennann og bannađ var ađ nota myndavél.   Bannađ var ađ gera kross í reitinn heldur ţurfti ađ haka viđ í reitinn.   Ef menn krossuđu er atkvćđiđ ólöglegt.   Mér skilst ađ ţetta sé af trúarlegum ástćđum.   Stuđningsmenn Karpov töldu ţađ auka líkur sínar en engu ađ síđur fékk frambođ hans ađeins 55 atkvćđi gegn 95 atkvćđum Kirsan.   Mjög athyglisvert í ljós ţess ađ gera má ráđ fyrir ađ Karpov hafi a.m.k. um 35 atkvćđi frá Evrópu auk atkvćđi Nikaragúa en undirritađur hefur umbođ ţess lands á FIDE-fundinum!   Kjörnefndarfulltrúinn var nokkuđ hissa ţegar hann sá mig og sagđi mig ekki líta út fyrir ađ vera frá Nikaragúa!

Karpov og KisranOg strax eftir fundinn bauđ Kirsan Karpov sćti varaforseta  og mćttu ţér „félagarnir“ saman á blađamannafund í dag.   Mér skilst reyndar ađ Karpov ćtli ekki ađ ţiggja embćttiđ en talar samt um aukna samvinnu.   Mér sýnist á öllu ađ ekki sé hćgt ađ leggja Kirsan og verđur hann forseti FIDE á međan hann vill og e.t.v. er eini kosturinn ađ vinna međ honum hvort sem mönnum líkar betur eđa verr.  

Og ţá um Evrópufundinn.  Robert von Weizsäcker hafđi rekiđ mjög slaka kosningabaráttu og var mér nokkuđ ljóst fljótlega ađ hann hafđi lítinn séns til ađ vera kjörinn ţrátt fyrir ađ hafa góđa menn međ sér eins og t.d. Jóhann Hjartarson.   Til dćmis mćtti hann til leiks ađeins eins degi fyrir kosningar.   Eins og komiđ fram fóru fram réttarhöld í Lausanne ţar sem frambođ Karpov freistađi ţess ađ fá frambođ Kirsans ólöglegt.   Ţađ gekk ekki eftir og er taliđ ađ kostnađur sem fellur á FIDE sé um ein milljón dollara.    Ađ mati manna Karpovs og Kasparovs eiga Kirsans og hans menn ađ borga ţennan kostnađinn en ekki FIDE.   Út af formlegheitunum var máliđ háđ fyrir hönd fimm skáksambandanna (Ţýskaland, Spánn, Bandaríkin, Sviss og Úkraína).

Eftir kosningarnar mun Nigel Freeman frá Bermúda, gjaldkeri FIDE, hafa sagt viđ Weizsäcker og Jóhann ađ hann og hans skáksamband yrđi lögsótt og krafiđ um greiđslu ţess kostnađar.   Í kjölfar ţess leiđ yfir Weizsäcker og ţurfti ađ stumra yfir honum.   Mér skilst ađ hann hafi jafnađ sig ţokkalega og sé á leiđinni af landi brott á morgun.     Stungiđ var upp á ţví ađ fresta fundinum en frambođsliđ (ticket) Ţjóđverjans ákvađ ađ leggja til ađ fundinum yrđi framhaldiđ ţrátt fyrir ţetta.   Sokolov talađi fyrir hönd ţeirra.

Ekki voru sömu formlegheitin í ţessari atkvćđagreiđslu og leyfilegt var t.d. ađ nota eigin penna og krossa í kassann!     Skipuđ vor kjörnefnd og var ég svo valinn af frambođi Ţjóđverjans til ađ fylgjast međ atkvćđagreiđslunni og talningunni fyrir ţeirra hönd.   

Ól í skák 2010 031Fulltrúar allra 54 ríkjanna kusu.   Danilov fékk 25 atkvćđi, Ali frá 20 atkvćđi og Weizsäcker ađeins níu atkvćđi.    Í 2. umferđ fékk Danilov 30 atkvćđi og Ali 24 atkvćđi

Fyrir nokkrum mánuđum síđan töldu fáir ađ Búlgarinn hefđi séns.   Ţjóđverjinn rak slaka kosningabaráttu og margir töldu Ali of tengdan Kirsan til ađ geta stutt hann.   Danilov rak afar skynsama kosningabaráttu.  Tók ekki afstöđu í baráttu Kirsan og Karpov á međan hinir tveir tengdu sig mjög viđ hvorn frambjóđandann.   Auk ţess skilst mér ađ Danilov hafi međ sér gott fólk og ţá eru sérstaklega nefndir Pólverjinn sem var varaforsetaefni hans og serbnesk kona sem einnig er  yfirdómari á Ólympíuskákmótinu.  Ivan Sokolov bauđ sig fram í stjórnina og náđi ekki kjöri, ţví miđur, og var heldur súr yfir ţví kvöld.

Látum ţetta duga í bili en ég enn nóg efni á lager!

Gunnar Björnsson

 


Ól í skák: Pistill nr. 10

Ól í skák 2010 018Enn halda stelpurnar áfram ađ standa sig vel hér á Ólympíuskákmótinu og frammistađan í kvöld gegn Albönum var til mikillar fyrirmyndar.   Lenka vann sinn sjötta sigur í röđ!   Undirritađur er ofbođslega stoltur af stelpunum sem allar hafa yfirperformađ.  Strákarnir gerđu 2-2 jafntefli viđ Bosníu ţar sem öllum skákunum lauk međ jafntefli.    Strákarnir hafa allir einnig yfirperformađa svo íslensku liđin geta boriđ höfuđiđ hátt.   

Međ kvennaliđiđ virđist ţađ lögmál ađ ţví minna sem undirritađur er međ ţeim – ţví betur gengur!   Ég var mjög lítiđ međ ţeim í dag og verđ ekkert međ ţeim á morgun, sennilega en ţá fara fram FIDE-kosningarnar.  Útlitiđ fyrir morgundaginn er ţví mjög gott.  Smile

Og varđandi FIDE-kosningarnar.    Í kvöld var bođ ţar sem fulltrúum sem styđja Karpov var bođiđ.   Athyglisvert bođ ţar sem Karpov og sérstaklega Kasparov fóru mikinn.   Ţar talađi einnig Richard Conn, Bandaríkjamađur, sem er varaforsetaefni Karpovs.  Ţar undirbjó hann okkur sem sitja fundinn fyrir alls konar málalengingar, t.d. um kosningu fundarstjóra, deilur um umbođ, leynilegar kosningar og ţess háttar.    Viđ fengum matarpakka fyrir morgundaginn, sem inniheldur m.a. vatn, banana og hnetur til ađ menn geti haft sem mest úthald!

Ég sé ekki fram á ađ vera neitt međ liđunum á morgun, en mun reyna,  ef ég hef tök á ađ senda fréttir frá FIDE-fundinum, en ég veit ekki hvort ég hef tök á ţví, kemur í jós.  

Nóg í bili.

Gunnar Björnsson

 


Ól í skák: Sjötti pistill

Íslenska kvennaliđiđBáđar viđureignirnar töpuđust í gćr.  Stelpurnar töpuđu međ minnsta mun fyrir Víetnam og var liđsstjórinn mjög sáttur viđ ţađ enda ţćr Víetnömsku mun stigahćrri.   Jóhanna Björg hafđi meira ađ segja vinningsstöđu svo á góđum degi hefđu jafntefli getađ náđst í hús.   Strákarnir töpuđu 1-3 fyrir Grikkjum.   Ţar leit dćmiđ einnig ágćtlega út en andstćđingur Hjörvars átti algjöra sleggju , Hd2, sem ekki einu sinni Helgi hafđi séđ.  

Byrjum á strákunum.   Fremur stutt jafntefli hjá Hannesi og Héđni á 1. og 2. borđi, Bragi lenti í beyglu á 3. borđi, féll á tíma en ţá sennilega međ tapađ.  Hjörvar tefldi byrjunina ónákvćmt en náđi samt fínni stöđu.  Menn voru bjartsýnir á stöđu hans ţar til ţess sleggja kom og ţá féll stađan.   Tap 1-3 gegn sterku liđi Grikkja.

Íslenska liđiđ hefur 3 stig og 7 vinninga og er í 65. sćti.   Norđmenn eru efstir Norđurlandanna međ 6 stig, Svíar hafa 5 stig, Finnar 4 stig, Danir 3 stig og Fćreyingar 2 stig.  14 liđ hafa 6 stig.  

Lenka vann afar nettan sigur á fyrsta borđi og skora ég menn ađ fara yfir ţá skák á Skákhorninu.   Sérstaklega eru leikirnir Hcd8 og Dh5 laglegir.   Hallgerđur og Sigurlaug lentu fljótlega í vandrćđum og töpuđu.   Jóhanna fékk fínt tafl á fjórđa borđi eftir góđar ráđleggingar frá Helga.   Fékk unniđ tafl en andstćđingurinn var seigur og hélt jafnteli.

Íslenska liđiđ hefur 2 stig og 5 vinninga og er í 69. sćti.  Svíar og Danir hafa 4 stig, Norđmenn hafa 3 stig.  11 lönd hafa 6 stig.

Mér skilst ađ Rússarnir fái 50.000$ hver ef ţeir sigra á Ólympíuskákmótinu svo heilmikiđ er undir.

FIDE-ţingiđ hófst í dag.  Ég kíki ţangađ inn í mýflugumynd til ađ kíkja á ađstćđur.  Nú eru í gangi nefndarfundi sem ég lítiđ von á ţví ađ sćkja.  Fundur Evrópusambandsins er 28. september og hann stefni ég ađ sćkja.  Kosningar FIDE og ECU fara fram 29. september.   Á morgun er Arbiters´s Commission, sem gćti veriđ spennandi fyrir mig.

Er ég var á leiđinni á milli hótela í gćr rakst ég á Kasparov sjálfan.   Hann var í rokna stuđi en hann Karpov og stuđningsmenn ţeirra mćttu víst í gćr frá Kiev ţar sem ţeir voru ađ funda.   Ég hitti Gunnar og Garryeinnig vin minn Bolat Asanov frá Kasakstan sem tefldi á alţjóđlega Hellismótinu 1993 og er ađ ég held forseti sambands ţeirra.   Kasakar styđja Karpov.

Rússarnir eru ađ standa sig fyrr.  Nú er t.d. hćtt ađ rukka fyrir leigubíla sem ég hef hingađ til ţurft ađ borga.  Ekki ađ ţađ skipti miklu máli, sem taxinn kostar um 100 rúblur, eđa tćpar 400 kr. 

Öryggisgćsla er hér töluverđ.  Keppendur fá svokallađ rautt spjald sem ţeir ţurfa ađ hafa ef ţeir fara t.d. á klósettiđ.  Um leiđ og ţeir eru búnir er ţađ tekiđ af ţeim.   Björn, sem hvíldi í gćr, mćtti á skákstađ, og tókst einhvern veginn ađ komast framhjá vörđunum.  Hann gerđi hins vegar ţau grundvallarmistök ađ fara fram ađ ná í vatn fyrir Hjörvar og komst auđvitađ ekki til baka.  Ađspurđur hvernig hann komst inn sagđist Björn hafa veriđ ađ klára sína skák.

Ýmsir kappar eru hér liđsstjórar sem gćtu fyllilega komist í sín landsliđ.  Get ég ţar nefnt Khalifman, Bareev og Helga Ólafsson.   Thorbjörn Bromann er liđsstjóri danska landsliđsins og Oleg Romanishin er liđsstjóri ţess úkraínska. 

Í gćr uppgötvađi ég ađ hér vćri VIP-herbergi sem ég hefđi ađgang sem FIDE-fulltrúi.  Svo í stađ ţess ađ skrifa í sveittu blađamannaherbergi án loftrćstingar er ég staddur í illa kósí herbergi ţar sem bođiđ er upp á rauđvín og osta.  Reyndar er áreitiđ hér meira en í sveitta blađamannaherberginu en nú í augnablikinu sit ég hliđin á forseta albanska skáksambandsins sem er ađ spyrja mig um MP Reykjavíkurskákmótiđ!   Finnbjörn, fćreyski fulltrúinn er einnig mćttur.  Sérdeilis skemmtilegur náungi og einnig er hérna Írinn sem er einnig afar skemmtilegur.   Ég hef veriđ ađ dreifa upplýsingum um Reykjavíkurmótiđ á ţessa náunga og skynja mikinn áhuga.

Nóg í bili, meira á morgun.

Gunnar Björnsson


Ól í skák: Pistill nr. 5

JóhannaŢađ var fínt gengi hjá íslensku liđunum í gćr.  Strákarnir gerđu gott 2-2 jafntefli gegn Svíum og stelpurnar unnu Íra 3,5-0,5.   Karpov er mćttur á svćđiđ og spennan  fyrir FIDE-kosningarnar eykst. 

Byrjum á strákunum.   Nú er ţađ ţannig ađ ég hef ekki séđ skákirnar en mér skilst ađ lukkan hafi fremur veriđ međ ţeim.   Bjössi lenti fljótlega í erfiđleikum gegn Grandelius og tapađi.  Mér skilst reyndar ađ nćrri lokunum hafi Bjössi veriđ međ fína stöđu.  Héđinn gerđi jafntefli gegn Agrest en Rybka segir ađ Svíinn hafi getađ náđ upp hartnćr unnu tafli.  Ađ sögn Braga hafđi hann verra alla skákina nema eftir 2 síđustu leiki Cisak.  Eftir nćstsíđasta leikinn hafđiBragi Bragi örlítiđ betra og eftir lokaleikinn unniđ!   Hannes gerđi jafntefli gegn Berg ţar sem hinn síđarnefndi gat fórnađ skiptamun og náđ upp vćnlegri stöđu.  Okkur grunar ađ Berg hafi viljađ hafa öryggiđ á oddinum ţar sem hann hafi metiđ sigursénsa Svíanna mikla á ţeim punkti.  Semsagt gott jafntefli!

Hjá stelpunum gekk á ýmsu.  Lenka vann sína skák auđveldlega, Hallgerđur einnig fremur auđveldlega.  Tinna fékk skítastöđu.  Hún greip til ţess ráđ fórna manni til ađ hrista upp í stöđunni og ţađ gekk upp ţar sem andstćđingurinn tók ekki manninn og talađi um flotta fléttu hjá Tinnu eftir skákina!  Sigurlaug hélt annars uppi fjörinu í gćr.   Sigurlaug fórnađi peđi og einhvern veginn smá versnađi stađan og var Sigurlaug um tíma ţremur peđum undir.   Sigurlaug seiglađist hins vegar áfram og náđi ađ halda jafntefli.  Góđur sigur gegn Írum!

HallgerđurSú sem tefldi viđ Hallgerđi er vćntanlega einn elsti keppandinn hér en hún var rúmlega sjötug og sagđi Sigurlaug strax hafa séđ fyrir sér hana Birnu Norđdahl.   Hann var nokkuđ óörugg og átti ţađ til ađ ýta á klukkuna međ annarri hönd en hún lék.  Einnig stoppađi hún klukkuna á einum tímapunkti ţar sem sólin skein í augun á henni og lék ólöglegum leik í restina, ţá reyndar međ koltapađ.  Hallgerđur tók hins vegar alveg rétta taktík á ţetta, hélt sínu jafnađargerđi og lét ţetta engin áhrif á sig hafa. 

Skákstjórarnir eru annars sér kapítuli eins og svo oft áđur.  Skákstjórinn í fyrstu umferđ (Einstein) skyldi t.d. ekki ţegar ađalskákstjórinn sagđi „start the clocks" og talađi bara rússnesku.  Sú í gćr talađi svo bara spćnsku og var ađ reyna tjá sig viđ mig á ţví tungumáli gćr. ....međ engum árangri.   Einn skákstjóri er á hverja viđureign. 

Eins og fram hefur komiđ eru ađstćđur allar til fyrirmyndar og ţađ litla sem hefur veriđ ólagi hefur lagađ!   Koddarnir pirruđu suma en haldiđ var í súpermarkađinn í gćr og koddar keyptir ţá sem vildu.  Héđinn og Sigurlaug voru hins vegar ţađ klók ađ ţau tóku međ sér kodda frá Íslandi.  Einnig fćrđu Rússarnir reykherbergiđ ţannig ađ nú ţarf ekki lengur ađ labba í gegnum ţađ ţegar fariđ er á klósettiđ.

Viđ stelpurnar vorum samferđa Ivan Sokolov í gćr á skákstađ  Hann var í rokna stuđi.  Allt í einu stekkur hann upp í rútunni og kallar „There are cows on the road" en mćtti bara undrunarandlitum.     Hann endurtók sig međ miklum látum og menn kíkja.  Jú mikiđ rétt.   Ţađ var veriđ ađ reka beljur yfir ţjóđveginn!   „How can they do it?  There is something between".     Ivan tók sig svo til og vann Adams í gćr.   Hallgerđur átti svo komment dagsins ţegar hún spurđi hver ţetta vćri (ţ.e. Ivan).  

Ég hitti Oliver vin minn úr flugvélinni (ég geri ráđ fyrir ađ menn hafi lesiđ fyrri pistla).  Hann teflir fyrir blinda og sjónskerta.    Í fyrstu umferđ tefldu ţeir viđ Rússa II, í 2. umferđ viđ Rúanda og mćta svo Aserum í dag!   Enginn millivegur!

Susan Polgar er víst mćtt á stađinn samkvćmt blogginu hennar.  Ţar var talađ um „biggest upset"  og úrslitin í viđureign Íslands og Svía nefnd ţar ásamt nokkrum öđrum.  Ţótt ađ Svíarnir hafi veriđ stigahćrri vil ég nú ekki kalla ţetta „big upset" .   Ég gerđi athugasemd viđ bloggiđ hennar og spurđi afhverju ţetta vćri „big upset".  Fékk svar frá nafnlausum (Anonymous) sem svarađi á skemmtilegan hátt „Sweden had 4 GMs in the match while Iceland had 2 weak Ims"  Ţorfinnur, aní komments? J

Karpov mun víst vera mćttur á svćđiđ en í gćr var veriđ ađ setja upp bás fyrir hann.  Kirsan hefur haft bás frá upphafi og hefur veriđ ađ gefa gjafir, einhverjar töskur.  Á pokunum međ gjöfunum stendur: Kirsan + hjartamerki = FIDE.   Ekki höfum viđ Íslendingarnir ţegiđ ţessar gjafir.  Kirsan-básinn

Ég fékk athyglisvera yfirhalningu fyrir Geoffrey Borg, Maltverja sem er í stjórn FIDE og ECU og Kirsan-mađur.   „You don´t have a choice, as a western state you have to vote for Karpov".   Hljómađi eins og viđ vćrum ekki ađ kjósa eftir ţví hvernig viđ mćtum einstaklingana heldur veriđ ţetta einhver skylda.   Ég sagđist ekki vilja setja máliđ upp á ţennan hátt en vildi ekki rćđa ţetta frekar viđ hann.   Borg segist stefna á heimsókn ásamt Kirsan til Reykjavíkur, vćntanlega ţá í kringum MP Reykjavíkurskákmótiđ.   Hann talađi ávallt eins og Kirsan vćri ţegar öruggur um sigur. 

Spennan er farin ađ aukast fyrir ţingiđ.  Ţađ vekur athygli ađ Weinsacker sem býđur sig fram til forseta Evrópska skáksambandsins mćtir ekki fyrr en 28. september en Danilov og Ali eru fyrir löngu komnir og byrjađir ađ mingla á fullu.  Danilov hefur reyndar aldrei spjallađ viđ mig, telur mig sjálfsagt vonlaust targret.  

Ég er međ kynningarblađ fyrir MP Reykjavíkurskákmótiđ og hef komiđ ţví m.a. á básana hjá Tyrkjunum og Norđmönnunum en ég er hérna međ ein 1.000 eintök!  Ţingiđ hefst á morgun en til ađ byrja međ eru bara nefndarfundir.  Ég hef ekki ađ hyggju ađ sćkja ţá en stefni á setninguna sem er í fyrramáliđ, til ađ reyna ađ grípa andrúmsloftiđ.   Sjálfar kosningarnar eru 28. september, held ég, bćđi hjá FIDE og ECU.  

Picture 001Undirritađur á afmćli í dag.  Stelpurnar sungu fyrir mig á ganginum, ásamt Bjössa, en hinir strákarnir létu ekki sjá sig.  Ég fékk svo afmćlisgjöf frá henni Nataliyu, umsjónarkonu okkar, sem hefur sinnt okkur af stakri natni.  Hún gaf mér Babúsku!  Rússarnir klikka ekki og fylgjast greinilega međ afmćlisdögum gestanna.

Sem fyrr eru allir í góđu standi og allt eins og ţađ á vera.    Ţakka fyrir allar afmćliskveđjurnar.  

Kveđja úr blađamannaherbergi sem er sveittara nú en nokkru sinni.

Gunnar Björnsson

 


110 ára afmćlismót Taflfélags Reykjavíkur - Haustmótiđ 2010

110 ára afmćlismót Taflfélags Reykjavíkur - Haustmótiđ 2010 hefst sunnudaginn 26. september kl.14.  Mótiđ er eitt af ađalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og jafnframt meistaramót T.R. Ţađ er áratuga gömul hefđ fyrir hinu vinsćla Haustmóti og er ţađ flokkaskipt.

Mótiđ er öllum opiđ.

Teflt er í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni ađ Faxafeni 12, á miđvikudögum, föstudögum og sunnudögum og eru góđ verđlaun í bođi í öllum flokkum. Alls verđa tefldar 9 skákir í hverjum flokki.  Lokuđu flokkarnir eru skipađir tíu keppendum hver ţar sem allir tefla viđ alla, en í opna  flokknum er tefldar níu umferđir eftir svissnesku kerfi.

Skráning fer fram á heimasíđu T.R., http://taflfelag.is/

Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu hér.

Athygli er vakin á ţví ađ skráningu í alla lokađa flokka lýkur laugardaginn 25. september kl. 18.

Núverandi skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er Sigurđur Dađi Sigfússon.


Dagskrá:

1. umferđ: Sunnudag 26. september kl.14.00
2. umferđ: Miđvikudag 29. september kl.19.30

3. umferđ: Föstudag 1. október kl.19.30
4. umferđ: Sunnudag 3. október kl.14.00

5. umferđ: Mánudag 4. október kl.19.30
---Hlé vegna afmćlisbođs T.R. og íslandsmóts skákfélaga---

6. umferđ: Miđvikudag 13. október kl.19.30
7. umferđ: Föstudag 15. október kl.19.30
8. umferđ: Sunnudag 17. október kl. 14.00
9. umferđ: Miđvikudag 20. október. kl.19.30

Verđlaun í A-flokki:
1. sćti kr. 180.000
2. sćti kr.   90.000
3. sćti kr.   40.000
4. og 5. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2011

Verđlaun í B-flokki:
1. sćti kr. 25.000
2. sćti kr. 10.000
3. sćti  kr.  5.000
4. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2011

Verđlaun í C-flokki:
1. sćti kr. 15.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2011

Verđlaun í opnum flokki:
1. sćti  kr. 10.000
2. og 3. sćti ókeypis í Skákţing Reykjavíkur 2011

Bćtist viđ fleiri flokkar verđa verđlaun í ţeim ţau sömu og í C-flokki.

Ađ auki ávinnur sigurvegari hvers flokks sér ţátttökurétt í nćsta styrkleikaflokki ađ ári liđnu.

Tímamörk:

1 klst. og 30 mín. + 30 sek. á leik.

Ţátttökugjöld:

3.000 kr. fyrir félagsmenn T.R. 16 ára og eldri (3.500 kr. fyrir ađra).
1.500 kr. fyrir félagsmenn T.R. 15 ára og yngri (2.000 kr. fyrir ađra).


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 149
  • Frá upphafi: 8765555

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 122
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband