Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: ÓL 2008

Meistaramót SSON hófst í gćr - Magnús formađur

Meistaramót SSON hófst í gćrkveldi međ fyrstu umferđ.   Alls taka níu skákmenn ţátt í mótinu sem framhaldiđ verđur nćstu miđvikudagskvöld en tefldar verđa hverju sinni tvćr skákir (61 mín á mann).

Í gćr var einnig haldinn ađalfundur félagsins.  Magnús Matthíasson er formađur félagsins.

Stjórn SSON:

Formađur:  Magnús Matthíasson
Ritari:  Magnús Garđarsson
Gjaldkeri:  Ingimundur Sigurmundsson
Međhjálpari:  Úlfhéđinn Sigurmundsson
Međhjálpari:  Erlingur Jensson

Úrslit 1. umferđar:

NameRtgRes.NameRtg
Erlingur Atli Pálmarsson14250  -  1Ingvar Örn Birgisson1820
Ingimundur Sigurmundsson17751  -  0Grantas Grigorianas1740
Magnús Matthíasson1670˝  -  ˝Magnús Gunnarsson1990
Magnús Garđarsson14650  -  1Erlingur Jensson1690
Úlfhéđinn Sigurmundsson1785 Bye0


Heimasíđa SSON

 


Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 13. september og hefst mótiđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.  Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Ţá hefur einnig veriđ tekinn upp sá siđur ađ draga út af handahófi annan keppanda, sem einnig fćr pizzu hjá Dominos Pizzum. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Í tilefni af ţví ađ nú er uppskerutími í grćnmetisgörđum landsmanna og uppskeran í garđi formanns Hellis er međ afbrigđum góđ verđa dregin út tvenn aukaverđlaun úr garđinum.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).

Laugardagsćfingar TR hefjast í dag

Áratuga löng hefđ er fyrir laugardagsćfingum Taflfélags Reykjavíkur.  Ţćr hefjast aftur eftir sumarfrí laugardaginn 11. september kl. 14.  Ađ venju fara ćfingarnar fram í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12.

Í fyrra mćtti oftar en ekki vel á fjórđa tug barna á ćfingarnar en alls voru í kringum 100 börn sem sóttu ţćr.  Á ćfingunum eru sett upp skákmót, skákkennsla fer fram og skákţrautir leystar ásamt ýmsum öđrum uppákomum.  Ţá er bođiđ upp á léttar veitingar um miđbik ćfinganna en sá partur er orđinn órjúfanlegur hluti af ćfingunum hjá börnunum.

Haldiđ er utan um mćtingu og árangur barnanna og hverri ćfingu er gerđ góđ skil í ítarlegum pistlum.

Ađgangur er ókeypis og eru ćfingarnar ćtlađar börnum fćddum 1997 og síđar.

Umsjón međ laugardagsćfingunum skipta ţćr međ sér, Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir, formađur T.R. og Elín Guđjónsdóttir sem situr í stjórn félagsins.

Skákkennarar eru Torfi Leósson og Ólafur Kjartansson, félagsmenn í T.R.  Báđir eru ţeir sterkir skákmenn međ yfir 2000 elo-stig.

Pistlar laugardagsćfinga veturinn 2009-2010

Myndir frá laugardagsćfingum


Skákskólinn međ kennslu í Mosfellsbć

Skákkennsla í MosfellsbćSkákskóli Íslands í samstarfi viđ íţróttamálayfirvöld í Mosfellsbć hefur í ţessari viku stađiđ fyrir skákćfingum ađ Varmá. Kennt er í snoturri kennslustofu sem hentar vel fyrir kennslu um 20 nemenda. Á hverjum degi í ţessari viku hafa einmitt um tuttugu 6-7 ára gamlir krakkar mćtt í stofuna góđu og fengiđ ađ kynnast undirstöđuatriđum skáklistarinnar. Hver hópur mćtir einungis 1-2 sinnum ţannig ađ í heildina munu á annađ hundrađ börn mćta á skákćfingarnar.

Verkefniđ er hluti af íţróttaskólanum Frístundafjör sem yngstu nemendur ţriggja skólanna í Mosfellsbć taka ţátt í. Börnin mćta strax eftir skólatíma og er ćfingin einn klukkutími.

Ţessar ćfingar verđa út nćstu viku en ađ ţeim loknum er stefnt á vikulegar ćfingar annars vegar í Lágafellsskóla og hins vegar ađ Varmá fyrir nemendur Varmárskóla.

Umsjón međ ćfingunum hefur Stefán Bergsson.


Rimaskóli Norđurlandameistari barnaskólasveita

 

Norđurlandameistarar Rimaskóla
Skáksveit Rimaskóla sigrađi á Norđurlandamóti barnaskólasveita sem fram fór um helgina í Osló í Noregi.  Svein sigrađi finnsku sveitina 3,5-0,5 í lokaumferđinni og hlaut 15 vinninga, 1,5 vinningi meira en Danir sem urđu ađrir.  Oliver Aron Jóhannesson, Jón Trausti Harđarson og Kristinn Andri Kristinsson unnu í lokaumferđinni en Dagur Ragnarsson gerđi jafntefli á fyrsta borđi.     

 

Jón Trausti og Oliver unnu allar sínar skákir, 5 af tölu og Kristinn Andri fékk 3 vinninga í ţremur skákum. 

Myndir af Norđurlandameisturum eru vćntanlegar.

Lokastađan:

  • 1. Rimaskóli 15˝ v.
  • 2. Danmörk 14 v.
  • 3. Noregur I 9˝ v.
  • 4. Svíţjóđ 9 v.
  • 5. Noregur II 8˝ v.
  • 6. Finnland 3˝ v.
Sveit Rimaskóla skipa:
  • 1. Dagur Ragnarsson 1˝ v. af 5
  • 2. Oliver Aron Jóhannesson 5 v. af 5
  • 3. Jón Trausti Harđarson 5 v. af 5
  • 4. Kristófer Jóel Jóhannesson 1 v. af 2
  • 5. Kristinn Andri Kristinsson 3 v. af 3

Liđsstjóri var Hjörvar Steinn Grétarsson en fararstjóri var Helgi Árnason, skólastjóri.


NM barnaskólasveita: Sigur gegn Dönum

Kristinn Andri og Jón TraustiŢađ byrjar vel hjá liđi Rimaskóla í NM barnaskólasveita sem fram fer um helgina í Osló.  Í 2. umferđ vann sveitin sterka danska sveit 3-1 og er efst međ 6 vinninga, vinningi á undan dönsku sveitinni.  Norsku sveitirnar eru í 3.-4. sćti međ 4˝ vinning.  Oliver Aron Jóhannesson, Jón Trausti Harđarson og Kristinn Andri Kristinsson unnu en Dagur Ragnarsson tapađi á fyrsta borđi.  Í ţriđju umferđ, sem fram fer í síđar í dag teflir sveitin viđ Noreg II.

Stađan:

  • 1. Rimaskóli 6 v.
  • 2. Danmörk 5 v.
  • 3.-4. Noregur II og Noregur I 4˝ v.
  • 5. Svíţjóđ 2˝ v.
  • 6. Finnland 1˝ v.
Sveit Rimaskóla skipa:
  • 1. Dagur Ragnarsson 0 v. af 2
  • 2. Oliver Aron Jóhannesson 2 v. af 2
  • 3. Jón Trausti Harđarson 2 v. af 2 
  • 4. Kristófer Jóel Jóhannesson 1 v. af 1
  • 5. Kristinn Andri Kristinsson 1 v. af 1

Liđsstjóri er Hjörvar Steinn Grétarsson en fararstjóri er Helgi Árnason, skólastjóri.


Aronian byrjar vel í Shanghai

Aronian (2783) byrjar vel í fyrri hluta Bilbao Final Masters-mótinu sem hófst í Shanghai í Kína í morgun.  Aronian vann Kínverjann Wang Hao (2724) í fyrstu umferđ.  Kramnik (2780) og Shirov (2749) gerđu jafntefli.

Tveir efstu menn mótsins tefla á sjálfu ađalmótinu sem fram fer í Bilbao, 9.-15. október nk. ásamt stigahćsta skákmanni heims, Magnusi Carlsen (2826) og heimsmeistaranum Anand (2800). 

Veitt eru 3 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir jafntefli.  Tefld er tvöföld umferđ. 

Árrisulir geta fylgst međ skákum mótsins í Shanghai en umferđirnar hefjast kl. 6 á morgnanna.


TR sigrađi SFÍ í Hrađskákkeppni taflélaga

skakfelag_islands_1022832.jpgViđureign Skákfélags Íslands og Taflfélags Reykjavíkur í Hrađskákkeppni taflfélaga fór fram í húsakynnum Skáksambands Íslands síđastliđiđ ţriđjudagskvöld. Elsta taflfélag landsins, hiđ 110 ára gamla Taflfélag Reykjavíkur, sigrađi ţađ yngsta, hiđ 4 mánađa gamla Skákfélag Íslands, örugglega međ 50 vinningum gegn 22. Stađan í leikhléi var 10,5  - 25,5 TR í vil.

Bestir í liđ SFÍ voru Sigurđur Dađi Sigfússon 7,5/12 og Örn Leó Jóhannsson 6/12 en bestir TR-inga voru Guđmundur Kjartansson 11/12, Dađi Ómarsson 10/11 og Hrafn Loftsson 10/12.

Ţađ er ţví ljóst ađ í undanúrslitum Hrađskákkeppni taflfélaga mćtast annars vegar Hellismenn og Bolvíkingar og hins vegar Taflfélag Reykjavíkur og Skákdeild Hauka. Undanúrslitum á ađ vera lokiđ eigi síđar en 9. september en úrslitaviđureignin fer svo vćntanlega fram miđvikudaginn 15. september nćstkomandi.


Vikulegar skákćfingar Skákfélags Reykjanesbćjar ađ hefjast


Skákfélag Reykjanesbćjar er ađ hefja vikulegar skákćfingar á miđvikudögum frá kl 19.30 - 22.00 í húsnćđi Bjargarinnar ađ Suđurgötu 15 í keflavík. Allir velkomnir.

Skákţáttur Morgunblađsins: Friđrik gegn Larsen – hálfrar aldar barátta

Ţess hefur veriđ getiđ í ţessum pistlum ađ skákjöfrar Íslendinga og Dana, ţeir Friđrik Ólafsson og Bent Larsen, urđu 75 ára fyrr á ţessu ári. Friđrik er fćddur 26. janúar og Larsen 5. mars. Leiđir ţeirra lágu fyrst saman á HM ungmenna í Birmingham 1951 og ţeir háđu margan snarpan bardaga fram ađ síđustu kappskákinni á 60 ára afmćlismóti Friđriks í Ţjóđmenningarhúsinu haustiđ 1995. Valt er ađ treysta gagnagrunnum fyrir tölfrćđi ţessa tímabils; áreiđanlegur listi sem greinarhöfundi barst á dögunum greinir frá 35 kappskákum, hvor vann 15 skákir en jafnteflin voru ađeins fimm talsins og niđurstađa nálega hálfrar aldar baráttu er ţví 17 ˝ : 17 ˝.

Einhver eftirminnilegasti sigur Friđriks yfir Larsen var á Reykjavíkurmótinu 1978 í skák sem birt var hér á dögunum. Einstćtt er ţađ tímabil frá 1956-1966 ţegar 14 skákir sem ţeir tefldu unnust allar á svart, 9:5 fyrir Friđrik ţar. Upp úr 1967 hófst Larsen handa viđ ađ saxa á hiđ mikla forskot sem Friđrik hafđi náđ og náđi ađ jafna áriđ 1995 eins og áđur sagđi.

Í ţessari merku sögu viđureigna hljóta menn alltaf ađ stađnćmast viđ einvígi ţeirra um Norđurlandameistaratitilinn sem fram fór í Sjómannaskólanum í ársbyrjun 1956. Ţetta var stćrsti skákviđburđur sem fram hafđi fariđ á Íslandi. Húsfyllir á allar skákir einvígsins og komust fćrri ađ en vildu. Friđrik lét ţess síđar getiđ, ađ ţjóđerni andstćđingsins hefđi kallađ fram heitar tilfinningar hjá landanum; nú vćri komiđ ađ skuldaskilum vildu sumir meina. Og kannski var „óvinurinn" Bent Larsen ekki svo slćmur fulltrúi gamla nýlenduveldisins, a.m.k. virkađi hann dálítiđ yfirlćtislegur á suma ţegar hann las dönsku blöđin á milli leikja. Friđrik svarađi fyrir sig međ ţví ađ hefja blađalestur sjálfur - en allt kom fyrir ekki. Larsen náđi öruggri forystu 3 ˝ : 1 ˝:

„Hann kann allt," heyrđi einhver Friđrik segja. Og svo „flúđi" Friđrik hina ađgangshörđu stuđningsmenn sína alla leiđ upp í Skíđaskála. Ţegar hann kom í bćinn aftur vann hann tvćr skákir og jafnađi metin, 3 ˝ : 3 ˝. Hafđi hvítt í lokaskákinni - mikil spenna.

„Fyrst ţađ átti fyrir fylgismönnum Friđriks ađ liggja ađ sjá hetjuna sína tapa úrslitaskákinni," skrifađi Larsen, „ţá var kannski bót í máli ađ skákin var af minni hálfu glćsilega tefld."

Reykjavík 1956; 8. einvígisskák:

Friđrik Ólafsson - Bent Larsen

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. Df3 Be7. O-O-O Dc7 9. Hg1 Rc6 10. g4 Re5 11. De2 b5 12. f4 b4!

Kraftmikill leikur, 13. fxe5 er svarađ međ 13. ... dxe5 og vinnur manninn til baka.

13. Rb1 Red7 14. Bh4 Bb7 15. Bg2 Rc5 16. Rd2 Hc8 17. Kb1 Ra4 18. R2b3 h6 19. Be1 Rc5 20. Rd2 Rfd7 21. h4 g6 22. g5?

Gagnatlaga hvíts á kóngsvćngnum snýst gegn honum. Betra var 22. f5 og stađan má heita í jafnvćgi.

22. ... e5 23. fxe5 dxe5 24. Rf3

gkgm96es.jpgRe6!

Herjar á veika blettinn í stöđu hvíts, f4-reitinn.

25. Hc1 Rf4 26. Df1 Bc6! 27. c4 bxc3 28. Hxc3 Bb5!

Ţetta hafđi Friđrik sést yfir. Hörfi drottningin í 30. leik kemur 30. ... Bd3+ og mátar.

29. Hxc7 Hxc730. Bg3 Bxf1 31. Bxf1 hxg5 32. hxg5 Bc5 33. Rxe5 Bxg1 34. Bxf4 Bh2! 35. Bxh2 Hxh2 36. Ref3 Hh1 37. a3 Rc5 38. Ka2 Hxf1 39. Rxf1 Rxe4 40. Re3 Hc5

- og hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 22. ágúst 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.6.): 0
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 224
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 177
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband