Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Friđrik gegn Larsen – hálfrar aldar barátta

Ţess hefur veriđ getiđ í ţessum pistlum ađ skákjöfrar Íslendinga og Dana, ţeir Friđrik Ólafsson og Bent Larsen, urđu 75 ára fyrr á ţessu ári. Friđrik er fćddur 26. janúar og Larsen 5. mars. Leiđir ţeirra lágu fyrst saman á HM ungmenna í Birmingham 1951 og ţeir háđu margan snarpan bardaga fram ađ síđustu kappskákinni á 60 ára afmćlismóti Friđriks í Ţjóđmenningarhúsinu haustiđ 1995. Valt er ađ treysta gagnagrunnum fyrir tölfrćđi ţessa tímabils; áreiđanlegur listi sem greinarhöfundi barst á dögunum greinir frá 35 kappskákum, hvor vann 15 skákir en jafnteflin voru ađeins fimm talsins og niđurstađa nálega hálfrar aldar baráttu er ţví 17 ˝ : 17 ˝.

Einhver eftirminnilegasti sigur Friđriks yfir Larsen var á Reykjavíkurmótinu 1978 í skák sem birt var hér á dögunum. Einstćtt er ţađ tímabil frá 1956-1966 ţegar 14 skákir sem ţeir tefldu unnust allar á svart, 9:5 fyrir Friđrik ţar. Upp úr 1967 hófst Larsen handa viđ ađ saxa á hiđ mikla forskot sem Friđrik hafđi náđ og náđi ađ jafna áriđ 1995 eins og áđur sagđi.

Í ţessari merku sögu viđureigna hljóta menn alltaf ađ stađnćmast viđ einvígi ţeirra um Norđurlandameistaratitilinn sem fram fór í Sjómannaskólanum í ársbyrjun 1956. Ţetta var stćrsti skákviđburđur sem fram hafđi fariđ á Íslandi. Húsfyllir á allar skákir einvígsins og komust fćrri ađ en vildu. Friđrik lét ţess síđar getiđ, ađ ţjóđerni andstćđingsins hefđi kallađ fram heitar tilfinningar hjá landanum; nú vćri komiđ ađ skuldaskilum vildu sumir meina. Og kannski var „óvinurinn" Bent Larsen ekki svo slćmur fulltrúi gamla nýlenduveldisins, a.m.k. virkađi hann dálítiđ yfirlćtislegur á suma ţegar hann las dönsku blöđin á milli leikja. Friđrik svarađi fyrir sig međ ţví ađ hefja blađalestur sjálfur - en allt kom fyrir ekki. Larsen náđi öruggri forystu 3 ˝ : 1 ˝:

„Hann kann allt," heyrđi einhver Friđrik segja. Og svo „flúđi" Friđrik hina ađgangshörđu stuđningsmenn sína alla leiđ upp í Skíđaskála. Ţegar hann kom í bćinn aftur vann hann tvćr skákir og jafnađi metin, 3 ˝ : 3 ˝. Hafđi hvítt í lokaskákinni - mikil spenna.

„Fyrst ţađ átti fyrir fylgismönnum Friđriks ađ liggja ađ sjá hetjuna sína tapa úrslitaskákinni," skrifađi Larsen, „ţá var kannski bót í máli ađ skákin var af minni hálfu glćsilega tefld."

Reykjavík 1956; 8. einvígisskák:

Friđrik Ólafsson - Bent Larsen

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. Df3 Be7. O-O-O Dc7 9. Hg1 Rc6 10. g4 Re5 11. De2 b5 12. f4 b4!

Kraftmikill leikur, 13. fxe5 er svarađ međ 13. ... dxe5 og vinnur manninn til baka.

13. Rb1 Red7 14. Bh4 Bb7 15. Bg2 Rc5 16. Rd2 Hc8 17. Kb1 Ra4 18. R2b3 h6 19. Be1 Rc5 20. Rd2 Rfd7 21. h4 g6 22. g5?

Gagnatlaga hvíts á kóngsvćngnum snýst gegn honum. Betra var 22. f5 og stađan má heita í jafnvćgi.

22. ... e5 23. fxe5 dxe5 24. Rf3

gkgm96es.jpgRe6!

Herjar á veika blettinn í stöđu hvíts, f4-reitinn.

25. Hc1 Rf4 26. Df1 Bc6! 27. c4 bxc3 28. Hxc3 Bb5!

Ţetta hafđi Friđrik sést yfir. Hörfi drottningin í 30. leik kemur 30. ... Bd3+ og mátar.

29. Hxc7 Hxc730. Bg3 Bxf1 31. Bxf1 hxg5 32. hxg5 Bc5 33. Rxe5 Bxg1 34. Bxf4 Bh2! 35. Bxh2 Hxh2 36. Ref3 Hh1 37. a3 Rc5 38. Ka2 Hxf1 39. Rxf1 Rxe4 40. Re3 Hc5

- og hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 22. ágúst 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.7.): 8
 • Sl. sólarhring: 28
 • Sl. viku: 185
 • Frá upphafi: 8705289

Annađ

 • Innlit í dag: 7
 • Innlit sl. viku: 153
 • Gestir í dag: 6
 • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband