Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íslendingar erlendis

Jón Viktor og Snorri sigruđu stórmeistara - Jón Viktor í 1.-6. sćti

Jón Viktor ađ tafli í BelgradJón Viktor Gunnarsson sigrađi serbneska stórmeistarann Dragoljub Velimirovic (2415) og Snorri G. Bergsson (2340) vann serbneska stórmeistarann Bosko Abramovic (2484).  Dagur Arngrímsson (2392) vann FIDE-meistarann Roman Protsenko (2265) og Guđmundur Kjartansson (2284) gerđi jafntefli viđ alţjóđlega meistarann Dejan Nestorovic (2424).

Jón Viktor hefur 7 vinninga og er efstur ásamt Srdjan Cvetkovic (2378) og Miko Popchev (2426), Snorri hefur 6 vinninga og er í 6.-20. sćti međ 6 vinninga og Guđmundur og Dagur hafa 5,5 vinning og eru í 21.-35. sćti. 

230 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 17 stórmeistarar og 18 alţjóđlegir meistarar.   

Heimasíđa mótsins


Friđrik vann í sjöttu umferđ!

Friđrik ÓlafssonFriđrik Ólafsson (2440) er kominn á skriđ á alţjóđlega mótinu í Prag í Tékklandi en í sjöttu umferđ, sem fram fór í dag, en hann sigrađi tékknesku skákkonuna Kateřina Němcová (2369).  Friđrik hefur 2,5 vinning.  Hinir gamalreyndu kappar sigruđu umferđina 2,5-1,5 og leiđa nú 12,5-11,5.

Viktorije  Cmilyte er efst kvennanna međ 4 vinninga en Hort er efstur hinna gamalreyndu međ 5 vinninga og Karpov annar međ 4 vinninga.  

Í sjöundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Friđrik viđ tékknesku skákkonuna Jana Jacková (2360).

Skákirnar hefjast kl. 15 en skákirnar eru í beinni á netinu.


Jón Viktor sigrađi stigahćsta keppenda mótsins og er í 2.-6. sćti

Jón Viktor ađ tafli í BelgradJón Viktor Gunnarsson sigrađi serbneska stórmeistarann Branko Damljanovic (2596), sem er stigahćsti keppandi Belgrad Trophy í sjöundu umferđ mótsins sem fram fór í dag.  Jón Viktor hefur 6 vinninga og er í 2.-6. sćti.

Snorri G. Bergsson (2340) og Guđmundur Kjartansson (2284) unnu sínar skákir gegn stigalćgri andstćđingum og Dagur Arngrímsson (2392) gerđi jafntefli viđ stigalćgri andstćđing.   

Guđmundur og Snorri hafa 5 vinninga og eru í 13.-39. sćti og Dagur hefur 4,5 vinning og er í 40.-59. sćti.  Serbneski stórmeistarinn Srdjan Cvetkovic (2378) er efstur međ 6,5 vinning.

Í áttundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Jón Viktor viđ hinn kunna serbneska stórmeistara Dragoljub Velimirovic (2415).   Snorri teflir einnig viđ kunnan stórmeistara Bosko Abramovic (2484) sem var međal efstu manna á Reykjavíkurskákmótinu áriđ 1982.   

230 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 17 stórmeistarar og 18 alţjóđlegir meistarar.   

Heimasíđa mótsins


Jón Viktor sigrađi í sjöttu umferđ í Belgrad og er í 2.-13. sćti

Jón Viktor ađ tafli í BelgradJón Viktor Gunnarsson sigrađi FIDE-meistarann Lazar Stavnjak (2251) í sjöttu umferđ Belgrad Trophy, sem fram fór í Serbíu í dag.  Dagur Arngrímsson (2392), Snorri G. Bergsson (2340) og Guđmundur Kjartansson (2284) töpuđu hins vegar allir.

Dagur tapađi fyrir, stigahćsta keppenda mótsins, stórmeistaranum, Branko Damljanovic (2596), Snorri fyrir stórmeistarann Goran Cabrilo (2500) og Guđmundur fyrir alţjóđlega meistarann Milan Bozic (2435).

Jón Viktor hefur 5 vinninga og er í 2.-13. sćti, Snorri, Guđmundur og Dagur hafa 4 vinninga og eru  29.-63. sćti. Serbneski alţjóđlegi meistarinn Srdjan Cvetkovic (2378) er efstur međ fullt hús.

Í sjöundu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Jón Viktor viđ Damljanovic og vonandi ađ hann nái ađ hefna ófara Snorra og Dags sem báđir hafa tapađ fyrir honum.  Hinir tefla allir viđ stigalćgri andstćđinga.

230 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 17 stórmeistarar og 18 alţjóđlegir meistarar.   

Heimasíđa mótsins


Friđrik tapađi í ţriđju umferđ í Prag

Jackova og Friđrik

Friđrik Ólafsson (2440) tapađi fyrir tékknesku skákkonunni Jönu Jacková (2360) í ţriđju umferđ alţjóđlega mótsins í Prag ţar sem gamalreyndir meistarar mćta skákkonum.

Skákkonunum gekk vel í dag, en ţćr fengu 3,5-0,5, ađeins Karpov náđi jafntefli, og leiđa  7-5.  Allir umferđirnar hafa unnist á hvítt svo ţeir gömlu geta komiđ til baka á morgun.   

Stađa gamalreyndra kappa (Old-hands):

  • Hort 2 v.
  • Karpov 1,5 v.
  • Uhlmann 1 v.
  • Friđrik 0,5 v.
Stađa kvennanna (Snowdrops):
  • Jacková 2 v.
  • Cmilyte 2 v.
  • Ushenina 1,5
  • Němcová 1,5 v.

Í fjórđu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Friđrik viđ lettnesku skákkonuna Viktorije Cmilyte (2512). 

Skákirnar hefjast kl. 15.  Einnig er vert ađ benda á Skákhorniđ ţar sem Eyjólfur Ármannsson fer yfir skákirnar.  

 


Dagur, Snorri og Guđmundur unnu í fjórđu umferđ

Dagur Arngrímsson ađ tafli í BúdapestDagur Arngrímsson (2392), Snorri G. Bergsson (2340) og Guđmundur Kjartansson (2284) sigruđu allir í fjórđu umferđ Belgrad Trophy sem fram fór í Serbíu í dag.  Jón Viktor Gunnarsson (2430) gerđi jafntefli.

Dagur vann Zoran Tasic (2159), Snorri sigrađi Mladen Z Knezevic (2167) og Guđmundur vann Zoran Z Petrovic (2149).  Jón Viktor gerđi jafntefli viđ Mersid Kahrovic (2259).

Jón Viktor hefur 3,5 vinning og er í 5.-16. sćti en hinir hafa 3 vinninga og eru í 17.-54. sćti.   Í fimmtu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ stórmeistarann Miodrag R Savic (2522) en hinir tefla viđ stigalćgri andstćđinga.  

230 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 17 stórmeistarar og 18 alţjóđlegir meistarar.   

 

Heimasíđa mótsins

 


Friđrik gerđi jafntefli í 2. umferđ

Friđrik Ólafsson

Friđrik Ólafsson (2440) gerđi stutt jafntefli viđ tékknesku skákkonuna Katerina Nemkova (2369) í 2. umferđ alţjóđlega mótsins í Prag ţar sem gamalreyndir skákmenn tefla viđ skákkonur. 

Í ţriđju umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Friđrik viđ tékknesku skákkonuna Jönu Jacková (2360).    

Skákirnar hefjast kl. 15.  Einnig er vert ađ benda á Skákhorniđ ţar sem Eyjólfur Ármannsson fer yfir skákirnar.  

 


Friđrik Ólafsson ađ tafli í Prag

Karpov, Hort, Uhlmann og FriđrikFriđrik Ólafsson (2440) situr nú ađ tafli í Prag ţar sem hann tekur ţátt í móti ţar sem gamalreyndir skákmeistarar tefla viđ skákkonur.  Í fyrstu umferđ, sem nú er hćgt ađ fylgjast međ í beinni, teflir Friđrik viđ úkraínsku skákkonuna Anna Usenina (2496), sem er alţjóđlegur meistari.  

Međ Friđriki í liđi gamalreyndra tefla Anatoly Karpov (2651), Vlastimil Hort (2478) og, sjálf holdtekning frönsku varnarinnar, Wolfgang Uhlmann (2417).   

Fulltrúar kvennanna eru Victoria Cmilyte (2512), áđurnefnd Anna Usenina (2496), Katarina Nemcova (2369) og Jana Jackova (2360).

Skákirnar hefjast kl. 15.  Einnig er vert ađ benda á Skákhorniđ ţar sem Eyjólfur Ármannsson fer yfir skákirnar.  


Góđ byrjun í Belgrad

Guđmundur KjartanssonAllir íslensku skákmennirnir unnu sínar skákir í fyrstu umferđ Belgrad Trophy, sem fram fór í dag, í Belgrad í Serbíu en allir tefldu ţeir viđ stigalćgri heimamenn. 

Jón Viktor Gunnarsson (2430) vann Marko Nikolic (2063), Dagur Arngrímsson (2392) sigrađi Ljuboje Bekic (2014),  Snorri G. Bergsson (2340) lagđi Miljoe Ratkovic (2099) og Guđmundur Kjartansson (2284) vann Ratko Mitrovic (1920).  

Í 2. umferđ, sem fram fer á morgun, tefla ţeir aftur allir viđ stigalćgri andstćđinga.

230 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 17 stórmeistarar og 18 alţjóđlegir meistarar.   

Heimasíđa mótsins

 


Dagur og Guđmundur hćkka mikiđ á stigum

Guđmundur KjartanssonDagur Arngrímsson (2392) og Guđmundur Kjartansson (2284) hćkka báđir verulega á skákstigum fyrir frammistöđu sína í alţjóđlega skákmótinu í Harkany í Ungverjalandi en báđir stóđu ţeir sig frábćrlega.  Dagur náđi stórmeistaraáfanga en Guđmundur áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.

Dagur hlaut 7 vinning í 9 skákum og varđ í 2.-3. sćti.  Frammistađa hans samsvarađi 2628 (!) skákstigum og hćkkar hann um 27 stig.

Guđmundur fékk 6 vinninga og varđ í 9.-23. sćti.  Frammistađa hans samsvarađi 2492 skákstigum og hćkkar hann um 38 stig.

Bragi Ţorfinnsson (2383) fékk 5 vinninga og varđ í 34.-48. sćti.  Frammistađa hans samsvarađi 2383 skákstigum og lćkkar hann um 7 stig.   

Jón Viktor Gunnarsson (2430) fékk 4,5 vinning og hafnađi í 49.-70. sćti  Frammistađa hans samsvarđi 2394 skákstigum og lćkkar um 3 stig.   

Kúbverski alţjóđlegi meistarinn Fidel Corrales Jimenez (2552) sigrađi á mótinu en hann hlut 7,5 vinning.

Dagur, Jón Viktor og Guđmundur halda nú til Belgrad ţar sem ţeir tefla á alţjóđlegu skákmóti ásamt hrađskákmeistara Taflfélags Reykjavíkur, Snorra G. Bergssyni.   

Alls tók 121 skákmađur ţátt í a-flokknum og ţar á međal sjö stórmeistarar.  

Heimasíđa mótsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 8778523

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband