Bloggfćrslur mánađarins, september 2017
10.9.2017 | 10:34
Bu Xiangzhi yfirspilađi heimsmeistarann - stuttbuxur skekja skákheiminn
Bu Xiangzhi (2710) yfirspilađi heimsmeistarann Magnus Carlsen (2810) í fyrri skák ţriđju umferđar (32 manna úrslita) í gćr. Kínverjinn sterki fórnađi manni međ svörtu fyrir sóknarfćri. Carlsen gat valiđ ađ leyfa Kínverjanum ađ ţráskáka en tók ákvörđun um ađ tefla til sigurs. Ţađ reyndist röng ákvörđun og Bu vann glćsilegan sigur. Skákina má finna skýrđa á Chess.com. Heimsmeistarinn ţarf ţví nauđsynlega ađ vinna Bu međ svörtu til ađ komast í bráđabana.
Sigur Bu féll ţó algjörlega í skuggann á "stóra stuttbuxnamálinu" í gćr. Hinn rússnesk-ćttađi Kanadamađur Anton Kovalyov (2641) hafđi byrjađ frábćrlega á mótinu. Í fyrstu umferđ sló hann bandaríska stórmeistarann Varuzhan Akobian (2662) út og í annarri umferđ vann hann mjög óvćntan sigur á Vishy Anand (2794). Eftir sigurinn á Indverjanum vöktu ummćli hans í viđtali nokkra athygli en ţar talađi hann ađ hann vćri kominn lengra en hann ćtti von á - og ţađ hentađi honum illa í námi sínu. Í lok viđtalsins sagđi hann.
Its very nice to play against such strong opponents but Im really stressed, so Im not really enjoying myself here, but I try to survive as long as I can.
Međal annars gagnrýndi Emil Sutovsky, formađur ACP (félag atvinnuskákmanna), ţađ ađ menn sem ekki hefđu löngun til ađ komast áfram vćru ađ taka sćti af sterkum atvinnuskákmönnum.
Kanadamađurinn hafđi mćtt til leiks til Tbilisi međ einn lítinn bakpoka og einum voru engar buxur - ađeins skrautlega stuttbuxur. Ţćr reyndust miklar happabuxur í umferđum 1 og 2. Ţegar hann hins vegar mćtti til leiks í ţriđju umferđ í gćr gegn ísraelska stórmeistarann Rodshtein (2695) gerir pólski yfirdómarinn, Tomek Delega, athugasemdir viđ klćđnađ Kovalyov sem samrćmist ekki kröfum mótsins um snyrtilegan klćđnađ. Kanadamađurinn bendir á ađ hann hafi ţegar teflt í ţessum buxum í umferđum 1 og 2 og einnig á síđasta Heimsbikarmóti. Í framhaldinu gerir Kovalyov athugasemdir viđ ađ hann hafi svart í fyrstu skákinni en hann taldi sig hafa hvítt. Kanadamađurinn hafđi ţar rangt fyrir sér. Út af fyrir sig mjög sérkennilegt ađ hafa ekki litinn á hreinu.
Á međan yfirdómarinn skođar máliđ mćtir Zurab Azmaiparashvili, ađalskipuleggjandi mótsins, til leiks fyrir framan íslenska fánann og segir honum ađ skipta um föt. Ađ sögn Kanadamannsins hafi Azmai helt sér yfir hann, hafi veriđ verulega dónalegur, og kallađ sig međal annars sígauna (gypsy) og skipađ sér ađ skipta um föt.
Kovalyov hélt úr skáksalnum. Í stađ ţess ađ fara upp á hótelherbergi og skipta um föt og mćta aftur í skákina virđist sem Kanadamađurinn hafi fariđ upp á hótelherbergi og pantađ sér flug til heim til Kanada. Nokkru síđar sást hann úti viđ á leiđinni í leigubíl. Í framhaldinu sendir hann frá sér yfirlýsingu á Facabook ţar sem ber ţví viđ ađ eiga ekki síđbuxur sem passi sér - ţar sem hann hafi fitnađ. Ber hann skipuleggjara mótsins ţungum sökum fyrir dónaskap. Yfirlýsinguna í heild sinni má finna hér.
Chess24 spurđi Zurab Azmaiparashvili um máliđ og hafđi hann eftirfarandi um máliđ ađ segja:
There is not "my view". There is lie and true. The true is that Mr Kovalev came to Tbilisi (12000 km away from Canada) and took only short pants. By accident I was present when chief arbiter give a warning to him and he don't care about. After this as an organizer I interfered and ask him (in the beginning in polite way) to respect regulations and organizers and change his shorts. He told me that already played previous World Cup like this and what's wrong?! My reply was that "I don't care how he played previous World Cup, but I care how he will dress here" and "if he will not follow request of chief arbiter and organizer then he will be punished by FIDE on maximum level which allow contract and regulations". Kovalev asked me what is wrong in his dress and I told him he is dressed like gipsy. I mean of course homeless people and not tsigan nation. After this he left tournament hall and never come back. This is full story.
Nánar má lesa um stóra stuttbuxnamáliđ á Chess.com, Chessbase Chess-news.ru og á Chess24.
Svo meira sé fjallađ um skákirnar! Tólf skákum af sextán lauk međ jafntefli í gćr. Ađ áđurnefndum skákum undanskyldum ţá vann Aronian (2802) Matlakov (2728) og Wesley So (2792) lagđi Vallejo Pons (2717) ađ velli.
Ítarlega frásögn og öll úrslit má finna á Chess.com.
Taflmennskan í dag hefst kl. 11. Hvađ gerir Carlsen í dag? Mćtir einhver annar í stuttbuxum?
Myndir (Maria Emelianova - Chess.com)
- Heimasíđa mótsins (Ivan Sokolov ađalskýrandi)
- Chess.com (Yasser Seirawan og fleiri)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2017 | 23:15
EM ungmenna: Gott gengi í fimmtu umferđ
Ţađ gekk vel hjá íslensku skákmönnunum í fimmtu umferđ EM ungmenna sem fram fór í dag. Fjórir vinningar í sex skákum. Besta umferđin til ţessa. Vignir Vatnar Stefánsson (u14), Símon Ţórhallsson (u18) og Batel Goitom Haile (u10) unnu sínar skákir. Gunnar Erik Guđmundsson (u10) og Jón Kristinn Ţorgeirsson (u18) gerđu jafntefli. Bjartur Ţórisson (u8) tapađi.
Vignir og Batel hafa 3 vinninga, Jón Kristinn hefur 2,5 vinninga, Gunnar Erik og Símon hafa vinninga og Bjartur hefur 1 vinning.
Frídagur er á morgun, sunnudag.
Úrslit dagsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 12 - 10 efstu skákir hvers flokks sýndar beint)
Spil og leikir | Breytt 10.9.2017 kl. 08:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2017 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Lenka Íslandsmeistari kvenna Jóhann byrjar á morgun í Tiblisi

Međ sigrinum stađfestir Lenka auđvitađ stöđu sína sem langsterkasta skákona landsins en frammistađa Jóhönnu Bjargar Jóhannsdóttur sem varđ í 2. sćti kom nokkuđ óvart ţar sem hún hefur lítiđ teflt undanfarin ár.
Hin 10 ára gamla Haile Batel Goitom teflir fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramóti ungmenna sem hefst í Rúmeníu 4. september nk.
Heimsbikarmótiđ hefst á morgun

Athygli vakti ţegar heimsmeistarinn Magnús Carlsen ákvađ ađ taka sćti í mótinu en ţar sem keppt er um tvö sćti í áskorendakeppninni og ađ ţví gefnu ađ Magnús komist alla leiđ í lokaeinvígiđ verđa ţeir sem lenda í 3.-4. sćti ađ tefla einvígi um sćti í áskorendakeppninni, móti ţar sem átta skákmenn tefla tvöfalda umferđ og sigurvegarinn öđlast rétt til ađ skora á heimsmeistarann.
16 stigahćstu skákmenn heims eru mćttir til leiks í Tiblisi og verđur hćgt ađ fylgjast međ keppninni á hinum ýmsum vefsvćđum, t.d. á Chess.com. Skákirnar hefjast kl. 11 ađ íslenskum tíma. Fyrirkomulag er ţannig ađ fyrst eru tefldar tvćr kappskákir en verđi jafnt er gripiđ til skáka međ styttri umhugsunartíma. Ţćr fara fram nćsta dag sem ţýđir ađ ţeir sem komast áfram eftir kappskákirnar fá frídag. Í lokaeinvíginu verđa tefldar fjórar kappskákir.
Ţó ađ andstćđingur Jóhanns í 1. umferđ, David Navara, sé stighćrri svo munar nćstum 200 elo-stigum er vert ađ geta ţess ađ Tékkinn hefur oft lent í erfiđleikum ţegar hann mćtir íslenskum skákmönnum. Hann er nýkominn frá St. Louis í Bandaríkjunum ţar sem hann tók ţátt í Grand tour, at- og hrađskákmótinu, og varđ neđstur en náđi samt ađ vinna Garrí Kasparov samanlagt 2:1.
Keppnin Í Tiblisi fer fram samkvćmt Wimbeldon-kerfinu Magnús Carlsen međ rásnúmer 1. teflir viđ ţann sem hefur rásnúmer 128, Oluwafemi Balogun frá Nígeríu sem er međ 2.255 elo-stig.
Ţó ađ Magnús og flestir ţeir sem sitja í efstu sćtum heimslistans séu mun sigurstranglegri er ţetta mót ţekkt fyrir óvćnt úrslit.
------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 2. september 2017
Spil og leikir | Breytt 4.9.2017 kl. 11:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2017 | 10:00
Mamedyarov, Radjabov og Wei Yi fallnir úr leik
Ţriđju umferđ Heimsbikarmótsins í skák lauk í gćr ţegar teflt var til ţrautar í 22 einvígjum međ styttri umhugsunartíma. Ýmsir sterkir skákmenn féllu úr leik og má ţar nefna ađ Wei Yi tapađi sínu einvígi gegn Richard Rapport. Aserarnir Mamedyarov og Radjabov töpuđu einnig sínum einvígum og geta tekiđ flug saman til Bakú.
Ţriđja umferđ (32 manna úrslit) hefjast í dag kl. 11. Carlsen teflir viđ Bu. Međal annarra áhugaverđa einvíga má nefna Kramnik-Ivanchuk og Jobava-Nepo.
Ítarlega frásögn og öll úrslit má finna á Chess.com.
Myndir (Maria Emelianova - Chess.com)
- Heimasíđa mótsins (Ivan Sokolov ađalskýrandi)
- Chess.com (Yasser Seirawan og fleiri)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2017 | 08:29
Jón Kristinn og Batel unnu í fjórđu umferđ
Jón Kristinn Ţorgeirsson (u18) og Batel Goitom Hailee (u10) unnu sínar skákir í fjórđu umferđ EM ungmenna sem fram fór í gćr. Vignir Vatnar Stefánsson (u14) gerđi jafntefli. Ađrar skákir töpuđust.
Vignir Vatnar, Jón Kristinn og Batel hafa 2 vinninga, Gunnar Erik Guđmundsson (u10) hefur 1,5 vinninga og Bjartur Ţórisson (u8) og Símon Ţórhallsson (u18) hafa 1 vinning.
Fimmta umferđ fer fram í dag. Allir íslensku keppendurnir hafa hvítt í dag!
Úrslit gćrdagsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 12 - 10 efstu skákir hvers flokks sýndar beint)
8.9.2017 | 13:25
EM ungmenna í Rúmeníu - Pistill #3
EM ungmenna heldur áfram hér í sólinni á Mamaia. Ţriđja umferđ fór fram í gćr og var hún sú versta hjá íslenska hópnum til ţessa.
Viđ erum reyndar ekki ţeir einu sem áttu slćman dag ţví mótsstjórninni hefur ekki ennţá tekist ađ koma út .pgn frá umferđinni í gćr og ţví nć ég ekki ađ hengja skákirnar hér viđ sem viđhengi.
Rúmenar eru ekki ađ heilla okkar í matargerđ allavega enn sem komiđ er. Maturinn á hótelinu er alls ekki nógu góđur og rétt sleppur á köflum. Kjöt og kjúklingur yfirleitt ofsteikt og ţurrt og ţađ er ekki einu sinni hćgt ađ fá pasta sem er í ţokkalegasta lagi.
Viđ fórum nokkur úr íslenska hópnum út ađ borđa í gćr svona til ađ fá einhverja tilbreytingu frá frekar ţreyttum hótelmat. Satt best ađ segja var sá matur rétt svo skárri. Ég sjálfur fékk mér Spaghetti Bolognese sem á ekki ađ vera hćgt ađ klúđra og var ţađ ekki nógu gott. Fékk mér einnig kjúklingavćngi sem rétt sluppu en mér sýndist á öđrum ađ í lagi hefđi veriđ međ hamborgara sem ađrir pöntuđu. Eftirrétturinn slapp hinsvegar enda erfitt ađ klúđra ís! ...ţađ er ţó alltaf Kebab to the rescue!
En ađ úrslitum gćrdagsins, ađeins Símon vann sína skák og Gunnar Erik gerđi jafntefli. Ađrir töpuđu sínum skákum. Flestir voru ađ tefla upp fyrir sig en Vignir var auđvitađ ekki sáttur međ sitt tap miđađ viđ stigatölu andstćđings. Ţessir Rússar eru ţó alltaf erfiđir, ţađ liggur fyrir. Rétt er ađ benda á ađ Batel hefur fengiđ skuggalega erfitt prógram, er búin ađ tefla viđ stelpur rankađar númer 3, 6 og 18 í í hennar flokki.
Hef nú bćtt skákum umferđarinnar viđ pistilinn. Á heimasíđu mótsins vantađi ţó skák Vignis Vatnars af einhverjum ástćđum.
U8
Bjartur stýđi svörtu mönnunum og sáum viđ ađ andstćđingur hans var međ nokkrar skákir í Alapin (2.c3) gegn Sikileyjarvörninni. Viđ kíktum ţví ađeins á afbrigđi međ ...Bf5 sem ég veit ađ Gunnar hefur líka skođađ til ađ halda svona smá samrćmi í hópnum. Örlítiđ einbeitingarleysi og fljótfćrni hefur veriđ ađ hraka Bjart og hann lék ţess í stađ ...Bg4 en fékk samt fína stöđu en lenti í mistökum sem hann lćrir vonandi af. Fljótfćrni hefur lengi einkennt krakka á ţessum aldri, líklega flesta en sérstaklega á Íslandi og man ég t.d. ađ Hjörvar Steinn og Vignir voru mjög fljótfćrir á unga aldri. Hvađ um ţađ, smá pćlingar og kannski eitthvađ sem má skođa almennt hjá okkur heima.
U10
Gunnar Erik fékk sinn undirbúning algjörlega upp á borđiđ. Gunnar hefur veriđ mjög duglegur ađ stúdera og undirbúa sig sjálfur og er farinn ađ vera međ sínar byrjanri vel á hreinu. Nćsta verkefni er ađ fínpússa afbrigđin ađeins meira en ţađ lofar mjög góđu byrjanaundirbúningurinn hjá honum.
Stigahćrri andstćđingur hans bauđ jafntefli í ađeis verra endatafli sem Gunnar ţáđi.
U10 stelpur
Batel tefldi viđ ađra rússneska stelpu í topp 6. Sú tefldi alltaf Caro-Kann og taldi ég einfaldast ađ útskýra nokkur plön og leiđir í tveggja riddara tafli gegn CK. Upp kom reyndar afbrigđiđ sem viđ fórum minnst yfir (...Rf6) en Batel fékk samt fína stöđu og stóđ vel í ţeirri rússnesku. Á endanum var ţó sú rússneska sterkari á svellinu og hafđi sigur eftir fína baráttu. Batel hefur eins og áđur segiđ fengiđ feykisterkt prógram og ég spái henni yfir 50% í mótinu og vćnni stigahćkkun!
U14
Í .pgn skrá mótsins vantar skák Vignis. Hann tefldi 1.d4 en andstćđingur hans platađi hann eilítiđ međ 1...e6 ţar sem Vignir vildi ekki tefla gegn Frakkanum og systemiđ sem hann ćtlađi ađ tefla gegn Hollending virkađi ekki gegn 1...e6. Upp kom ţó eđlileg stađa og skákin bara í jafnvćgi en Vignir gerđi mistök í miđtaflinu og fékk erfiđara endatafl sem hann hefđi líklega átt ađ halda en ţetta var ekki dagurinn hans Vignis.
U18
Símon fékk stigalágan heimamann og átti ekki í miklum vandrćđum međ ađ innbyrđa sinn vinning. Jón Kristinn hinsvegar komst ekki nógu vel út úr byrjuninni gegn Norđmanninum Haug og flćkjurnar í kjölfariđ voru alfariđ honum í óhag og ţví tap niđurstađan.
mbk,
Ingvar
Spil og leikir | Breytt 9.9.2017 kl. 13:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2017 | 11:00
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hafiđ
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur, hiđ 84. í röđinni, hófst síđastliđiđ miđvikudagskvöld. Keppendur ađ ţessu sinni eru 30 talsins og er ţetta fámennasta Haustmótiđ um árabil, en margir íslenskir skákmenn eru uppteknir á öđrum vígstöđvum á ţessum annasömu haustmánuđum.
Ţó mótiđ sé fámennt ţá er ţađ sannarlega góđmennt enda skipađ fjölmörgum skemmtilegum skákmönnum. Ţrír titilhafar eru á međal keppenda; stórmeistarinn og skákţjálfarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2567), alţjóđlegi meistarinn og byrjanaprófessorinn Einar Hjalti Jensson (2362) og FIDE meistarinn geđţekki úr Grafarvoginum Oliver Aron Jóhannesson (2272). Fjórđi í stigaröđinni er Bolvíkingurinn sókndjarfi, Magnús Pálmi Örnólfsson (2227) sem hefur smíđađ margar laglegar fléttur í Faxafeninu í gegnum árin. Fimmti stigahćsti keppandinn er fyrrum skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur, hinn eitilharđi Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2164) sem nýveriđ söđlađi um og gekk til liđs viđ Vinaskákfélagiđ. Nćstur honum í stigaröđinni er gamla brýniđ og einn virkasti skákmađur landsins síđustu ár, Björgvin Víglundsson (2137). Sjöundi í stigaröđinni og sá síđasti sem er yfir 2000 skákstigum er Garđbćingurinn snjalli, Jóhann H. Ragnarsson (2032).
Úrslit fyrstu umferđar voru öll eftir gömlu góđu bókinni, ţ.e. ţeir stigahćrri unnu ţá stigalćgri, enda stigamunur mikill. Í nćstu umferđ minnkar stigabiliđ verulega og má ţví búast viđ nokkrum spennandi skákum á föstudagskvöld ţegar 2.umferđ verđur tefld. Ţá mćtast međal annars á efstu borđum Hjörvar Steinn og Kristján Örn Elíasson (1869), og Einar Hjalti mćtir Herđi Aroni Haukssyni (1859).
Fjölmargir ungir og efnilegir liđsmenn TR munu vafalítiđ láta finna fyrir sér í umferđinni enda duglegir ađ stunda ćfingar og tefla í mótum. Árni Ólafsson (1217) stýrir hvítu mönnunum gegn Hjálmari Sigurvaldasyni (1498), Adam Omarsson (1149) sem nýveriđ gekk til liđs viđ Taflfélag Reykjavíkur hefur hvítt gegn Tryggva K. Ţrastarsyni (1325), Benedikt Ţórisson (1065) hefur svart gegn Kristófer H. Kjartanssyni (1297) og Kristján Dagur Jónsson (1271) stýrir hvíta herliđinu gegn Kjartani Karli Gunnarssyni (0).
Umferđin á föstudagskvöldiđ hefst klukkan 19:30 í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12. Gestir eru hjartanlega velkomnir ađ líta viđ í kaffi og fylgjast međ baráttunni í skáksalnum.
Úrslit og stađa: Chess-results
Skákirnar (pgn): HTR #1
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2017 | 09:57
Vel heppnađ námskeiđ á Swiss-Manager
Frćđslunefnd Skáksambandsins stóđ í vikunni fyrir námskeiđ á pörunarforritiđ Swiss-Manager. Tilgangurinn međ námskeiđinu var einfaldlega sá ađ auka ţekkingu á forritiđ og fjölga ţeim sem geta haldiđ mót međ ţví ađ notast viđ ţađ.
Vel var mćtt á námskeiđiđ en samtals mćttu tíu manns á tveimur kvöldum.
Ţátttakendur voru: Ađalsteinn Thorarensen, Haraldur Haraldsson, Jon Olav Fivelstad, Hörđur Jónasson, Eiríkur K. Björnsson, Elvar Örn Hjaltason og svo fjórir vaskir ađilar frá Landakotsskóla ţeir Micah, Hrafnkell, Kiril og Tom. Ţeir eru nemendur og kennarar viđ skólann sem er međ mikla skákkennslu í vetur.
Kennarar voru Gunnar Björnsson, Stefán Bergsson og Omar Salama.
Frćđslunefnd SÍ stefnir á fleiri námskeiđ í vetur á sviđi skákstjórnunar, mótautanumhalds og kennslu.
8.9.2017 | 09:00
Símon vann í ţriđju umferđ
Ekki gekk vel í 3. umferđ EM ungmenna sem fram fór í gćr. Símon Ţórhallsson (u18) komst á blađ og Gunnar Erik Guđmundsson (u10) gerđi jafntefli. Ađrar skákir töpuđust.
Gunnar Erik og Vignir Vatnar (u14) hafa 1,5 vinning og Bjartur (u8), Jón Kristinn (u18), Símon og Batel U10) hafa 1 vinning.
Fjórđa umferđ fer fram í dag:
Úrslit gćrdagsins
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 12 - 10 efstu skákir hvers flokks sýndar beint)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2017 | 07:00
Íslandsmót grunnskólasveita - stúlknaflokkur
Íslandsmót grunnskólasveita stúlknaflokkur fer fram í Rimaskóla laugardaginn 16. september kl. 11.00. Mótiđ miđast viđ skólaáriđ 2016-2017.
Teflt verđur í ţremur flokkum.
Fyrsti og annar bekkur (miđađ viđ skólaáriđ 2016-2017): Fimm umferđir međ fimm mínútna umhugsunartíma.
Ţriđji til fimmti bekkur (miđađ viđ skólaáriđ 2016-2017): Sex umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.
Sjötti til tíundi bekkur (miđađ viđ skólaáriđ 2016-2017): Sex umferđir međ tíu mínútna umhugsunartíma.
Umferđafjöldi getur breyst međ tilliti til fjölda ţátttökuliđa.
Keppendur geta teflst upp fyrir sig, ţ.e. međ eldri sveit síns skóla. Í hverri sveit skulu vera fjögur borđ. Varamenn mega vera allt ađ ţrír.
Ţátttökugjald á sveit: 5000 kr. Hámark 10.000 kr. á skóla.
Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn) og ţurfa ađ berast fyrir föstudaginn 15. september.
Upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér.
Spil og leikir | Breytt 29.8.2017 kl. 08:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 6
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 8778618
Annađ
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 95
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar