Leita í fréttum mbl.is

EM ungmenna í Rúmeníu - Pistill #3

20170908_145000

EM ungmenna heldur áfram hér í sólinni á Mamaia. Þriðja umferð fór fram í gær og var hún sú versta hjá íslenska hópnum til þessa.

Við erum reyndar ekki þeir einu sem áttu slæman dag því mótsstjórninni hefur ekki ennþá tekist að koma út .pgn frá umferðinni í gær og því næ ég ekki að hengja skákirnar hér við sem viðhengi.

Rúmenar eru ekki að heilla okkar í matargerð allavega enn sem komið er. Maturinn á hótelinu er alls ekki nógu góður og rétt sleppur á köflum. Kjöt og kjúklingur yfirleitt ofsteikt og þurrt og það er ekki einu sinni hægt að fá pasta sem er í þokkalegasta lagi.

Við fórum nokkur úr íslenska hópnum út að borða í gær svona til að fá einhverja tilbreytingu frá frekar þreyttum hótelmat. Satt best að segja var sá matur rétt svo skárri. Ég sjálfur fékk mér Spaghetti Bolognese sem á ekki að vera hægt að klúðra og var það ekki nógu gott. Fékk mér einnig kjúklingavængi sem rétt sluppu en mér sýndist á öðrum að í lagi hefði verið með hamborgara sem aðrir pöntuðu. Eftirrétturinn slapp hinsvegar enda erfitt að klúðra ís! ...það er þó alltaf Kebab to the rescue!

En að úrslitum gærdagsins, aðeins Símon vann sína skák og Gunnar Erik gerði jafntefli. Aðrir töpuðu sínum skákum. Flestir voru að tefla upp fyrir sig en Vignir var auðvitað ekki sáttur með sitt tap miðað við stigatölu andstæðings. Þessir Rússar eru þó alltaf erfiðir, það liggur fyrir. Rétt er að benda á að Batel hefur fengið skuggalega erfitt prógram, er búin að tefla við stelpur rankaðar númer 3, 6 og 18 í í hennar flokki.

Hef nú bætt skákum umferðarinnar við pistilinn. Á heimasíðu mótsins vantaði þó skák Vignis Vatnars af einhverjum ástæðum.

U8

20170907_144440

Bjartur stýði svörtu mönnunum og sáum við að andstæðingur hans var með nokkrar skákir í Alapin (2.c3) gegn Sikileyjarvörninni. Við kíktum því aðeins á afbrigði með ...Bf5 sem ég veit að Gunnar hefur líka skoðað til að halda svona smá samræmi í hópnum. Örlítið einbeitingarleysi og fljótfærni hefur verið að hraka Bjart og hann lék þess í stað ...Bg4 en fékk samt fína stöðu en lenti í mistökum sem hann lærir vonandi af. Fljótfærni hefur lengi einkennt krakka á þessum aldri, líklega flesta en sérstaklega á Íslandi og man ég t.d. að Hjörvar Steinn og Vignir voru mjög fljótfærir á unga aldri. Hvað um það, smá pælingar og kannski eitthvað sem má skoða almennt hjá okkur heima.

 

U10

20170907_144340

Gunnar Erik fékk sinn undirbúning algjörlega upp á borðið. Gunnar hefur verið mjög duglegur að stúdera og undirbúa sig sjálfur og er farinn að vera með sínar byrjanri vel á hreinu. Næsta verkefni er að fínpússa afbrigðin aðeins meira en það lofar mjög góðu byrjanaundirbúningurinn hjá honum.

Stigahærri andstæðingur hans bauð jafntefli í aðeis verra endatafli sem Gunnar þáði.

 

U10 stelpur

20170907_144706

Batel tefldi við aðra rússneska stelpu í topp 6. Sú tefldi alltaf Caro-Kann og taldi ég einfaldast að útskýra nokkur plön og leiðir í tveggja riddara tafli gegn CK. Upp kom reyndar afbrigðið sem við fórum minnst yfir (...Rf6) en Batel fékk samt fína stöðu og stóð vel í þeirri rússnesku. Á endanum var þó sú rússneska sterkari á svellinu og hafði sigur eftir fína baráttu. Batel hefur eins og áður segið fengið feykisterkt prógram og ég spái henni yfir 50% í mótinu og vænni stigahækkun!

 

 

U14

20170907_144154

Í .pgn skrá mótsins vantar skák Vignis. Hann tefldi 1.d4 en andstæðingur hans plataði hann eilítið með 1...e6 þar sem Vignir vildi ekki tefla gegn Frakkanum og systemið sem hann ætlaði að tefla gegn Hollending virkaði ekki gegn 1...e6. Upp kom þó eðlileg staða og skákin bara í jafnvægi en Vignir gerði mistök í miðtaflinu og fékk erfiðara endatafl sem hann hefði líklega átt að halda en þetta var ekki dagurinn hans Vignis.

 

U18

20170907_14494920170907_145022

Símon fékk stigalágan heimamann og átti ekki í miklum vandræðum með að innbyrða sinn vinning. Jón Kristinn hinsvegar komst ekki nógu vel út úr byrjuninni gegn Norðmanninum Haug og flækjurnar í kjölfarið voru alfarið honum í óhag og því tap niðurstaðan.

 

 

Rnd3_results

 

mbk,

 

Ingvar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 283
  • Frá upphafi: 8764892

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband