Leita í fréttum mbl.is

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hafiđ

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur, hiđ 84. í röđinni, hófst síđastliđiđ miđvikudagskvöld. Keppendur ađ ţessu sinni eru 30 talsins og er ţetta fámennasta Haustmótiđ um árabil, en margir íslenskir skákmenn eru uppteknir á öđrum vígstöđvum á ţessum annasömu haustmánuđum.

Ţó mótiđ sé fámennt ţá er ţađ sannarlega góđmennt enda skipađ fjölmörgum skemmtilegum skákmönnum. Ţrír titilhafar eru á međal keppenda; stórmeistarinn og skákţjálfarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2567), alţjóđlegi meistarinn og byrjanaprófessorinn Einar Hjalti Jensson (2362) og FIDE meistarinn geđţekki úr Grafarvoginum Oliver Aron Jóhannesson (2272). Fjórđi í stigaröđinni er Bolvíkingurinn sókndjarfi, Magnús Pálmi Örnólfsson (2227) sem hefur smíđađ margar laglegar fléttur í Faxafeninu í gegnum árin. Fimmti stigahćsti keppandinn er fyrrum skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur, hinn eitilharđi Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2164) sem nýveriđ söđlađi um og gekk til liđs viđ Vinaskákfélagiđ. Nćstur honum í stigaröđinni er gamla brýniđ og einn virkasti skákmađur landsins síđustu ár, Björgvin Víglundsson (2137). Sjöundi í stigaröđinni og sá síđasti sem er yfir 2000 skákstigum er Garđbćingurinn snjalli, Jóhann H. Ragnarsson (2032).

Úrslit fyrstu umferđar voru öll eftir gömlu góđu bókinni, ţ.e. ţeir stigahćrri unnu ţá stigalćgri, enda stigamunur mikill. Í nćstu umferđ minnkar stigabiliđ verulega og má ţví búast viđ nokkrum spennandi skákum á föstudagskvöld ţegar 2.umferđ verđur tefld. Ţá mćtast međal annars á efstu borđum Hjörvar Steinn og Kristján Örn Elíasson (1869), og Einar Hjalti mćtir Herđi Aroni Haukssyni (1859).

Fjölmargir ungir og efnilegir liđsmenn TR munu vafalítiđ láta finna fyrir sér í umferđinni enda duglegir ađ stunda ćfingar og tefla í mótum. Árni Ólafsson (1217) stýrir hvítu mönnunum gegn Hjálmari Sigurvaldasyni (1498), Adam Omarsson (1149) sem nýveriđ gekk til liđs viđ Taflfélag Reykjavíkur hefur hvítt gegn Tryggva K. Ţrastarsyni (1325), Benedikt Ţórisson (1065) hefur svart gegn Kristófer H. Kjartanssyni (1297) og Kristján Dagur Jónsson (1271) stýrir hvíta herliđinu gegn Kjartani Karli Gunnarssyni (0).

Umferđin á föstudagskvöldiđ hefst klukkan 19:30 í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12. Gestir eru hjartanlega velkomnir ađ líta viđ í kaffi og fylgjast međ baráttunni í skáksalnum.

Úrslit og stađa: Chess-results

Skákirnar (pgn): HTR #1

Heimasíđa TR


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (19.1.): 628
 • Sl. sólarhring: 1482
 • Sl. viku: 7564
 • Frá upphafi: 8457750

Annađ

 • Innlit í dag: 371
 • Innlit sl. viku: 3916
 • Gestir í dag: 297
 • IP-tölur í dag: 272

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband