Bloggfćrslur mánađarins, september 2016
Í kvennaflokki unnu íslensku stúlkurnar liđ Maldíveyja einnig 4:0. Lenka Ptacnikova, Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir unnu en Guđlaug Ţorsteinsdóttir hvíldi. Mikill elo-stigamunur er á íslensku liđunum og mótherjunum og ţví varla hćgt ađ líta á viđureignirnar nema sem góđa upphitun.
Allar umferđir mótsins hefjast kl. 11 ađ íslenskum tíma ađ lokaumferđinni undanskilinni. Hćgt er fylgjast međ öllum viđureignum á hinum ýmsu vefsvćđum, t.d. Chess24, Chessbomb, ICC og svo er sent út frá heimasíđu skipuleggjenda. Tefldar verđa ellefu umferđir í báđum flokkum og eru gefin 2 stig fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli. Alls eru 180 liđ skráđ til keppni í opna flokknum og í kvennaflokknum eru ţátttökuţjóđirnar 140 talsins.
Úrslit í gćr voru undantekningarlaust eftir bókinni. Í opna flokknum unnu átta stigahćstu liđin 4:0 og í kvennaflokknum unnu 14 sterkustu liđin međ sömu tölum og íslensku liđin. Armenar sem hafa ţrisvar unniđ ólympíugull taka ekki ţátt en ţeir hafa átt í harđvítugum deilum viđ Asera um hérađiđ Nagorno Karabak.
40 ár frá sigri Bandaríkjamanna í Haifa
Fyrir greinarhöfnd sem horfir yfir sviđiđ eftir ađ hafa tekiđ ţátt í nćstum ţví hverju einasta Ólympíumóti yfir 40 ára tímabil er tćknibylting skákarinnar stćrsta breytingin. Gönguferđir um söguslóđir Biblíunnar gera fyrsta Ólympíumót mitt í Haifa í Ísrael áriđ 1976 eitt ţađ minnisstćđasta. Ţađ fór samt fram viđ ađstćđur sem hafa komiđ fyrir í sögu keppninnar; nokkrar ađildarţjóđir FIDE virtust hafa gleymt merkingu einkennisorđa FIDE, Gens una sumus. Sovétmenn og önnur ríki Varsjárbandalagsins sátu heima.Keppnin um gulliđ stóđ á milli Bandaríkjamanna og Hollendinga. Ţeir fyrrnefndu höfđu sigur eftir harđa keppni en í sveitinni voru gamlir og góđir Bandaríkjamenn, Robert Byrne, William Lombardy og Larry Evans.
Og nú 40 árum síđar gćtu Bandaríkjamenn unniđ aftur. Ţeir eru međ ţrjá ása uppi í erminni: Caruana, Nakamura og So. Forseti Rússneska skáksambandsins, Andrei Filatov, stađhćfir ađ Garrí Kasparov sé ţjálfari Bandaríkjamanna en ćtti samt ađ geta andađ rólega; Rússar eru međ sterkasta liđiđ á pappírnum. Vladimir Kramnik teflir á 1. borđi og áskorandinn Sergei Karjakin á 2. borđi. Ekki má heldur gleyma Kínverjum sem eru núverandi ólympíumeistarar.
Magnús Carlsen er mćttur
Búast hefđi mátt viđ ţví ađ heimsmeistarinn Magnús Carlsen myndi safna kröftum fyrir HM-einvígiđ í New York í nóvember. En hann er mćttur til leiks en hvíldi í gćr. Magnús hefur átt misjöfnu gengi ađ fagna í sveitakeppnum, tapađi tveim skákum á EM í fyrra og einnig tveimur á ÓL í Tromsö 2014. Á 2. borđi norsku sveitarinnar er félagi hans og ađstođarmađur, Jon Ludwig Hammer.Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 3. september 2016
Spil og leikir | Breytt 3.9.2016 kl. 08:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2016 | 19:59
Helgi efstur í Eyjum: mögnuđ skák gegn Elvari
Afmćlismót Taflfélags Vestmannaeyja hófst í dag međ fyrri degi mótsins. Mótiđ er vel skipađ og blandast saman gamalkunnir heimamenn viđ sterka skákmenn af meginlandinu. Arnar Sigurmundsson formađur TV hefur veriđ í fararbroddi í skipulagningu sem hefur tekist afar vel. Ađ lokinni taflmennsku í dag bauđ Arnar keppendum í klukkutíma rútuferđ um eyjuna ţar sem ýmislegt merkilegt og frćđandi kom fram. Hrein forréttindi ađ fá svona skođunarferđ međ heimamanni sem ţekkir söguna áratugi og jafnvel aldir aftur í tímann.
Eins og búast mátti viđ er Helgi Ólafsson efstur eftir fyrri keppnisdag međ fullt hús. Í fyrstu umferđ stýrđi Helgi hvítu mönnunum gegn Andra Val Hrólfssyni. Formađur bćjarráđs Páll Marvin Jónsson lék fyrsta leikinn fyrir Helga. Ţeir félagar Helgi og Andri tefldu eitt sinn sögufrćga skák sem hófst 1973 en lauk áriđ 1993! Skákin fór nefnilega í biđ í janúar 1973 en svo tók ađ gjósa í Heimaey svo skákin klárađist ekki fyrren 20 árum síđar.
Nokkrir skákmenn koma í humátt á eftir Helga. Ţar á međal er hinn ţekkti stöđubaráttuskákmađur Elvar Guđmundsson. Elvar stýrđi hvítu mönnunum gegn Helga í fjórđu umferđ. Sú skák einkenndist af rólegheitum framan af og Helgi jafnađi tafliđ auđveldlega. Í miđtaflinu tók Elvar á ţađ ráđ ađ sprengja upp miđborđiđ og eftir nokkur uppskipti kom stađa ţar sem báđir höfđu drottningu, riddara og fáein peđ. Stađan var nokkuđ tvísýn ţar sem báđir áttu frípeđ. Á krítísku augnabliki bauđ Elvar jafntefli. Helgi ákvađ ađ halda skákinni gangandi enda möguleikar á báđa bóga. Fór svo ađ honum virtist verđa ágengt í ađ fá betra tafl međ hugsanlegri mátsókn en ţá lék Elvar algerum snilldarleik ţegar hann bombađi riddara ofan í bćđri drottningu og riddara Helga! Sú sleggja knúđi fram unniđ tafl ţar sem frípeđ Elvars varđ ađ drottningu í kjölfariđ og hin fyrri drottning komst í vörnina á sama tíma. Stórmeistarinn barđist áfram međ drottningu og riddara gegn tveimur drottningum Elvars. Kóngur Elvars var viđkvćmur og Helgi međ ýmsar hótanir. Fór svo ađ Elvar afréđ í mikilli tímapressu ađ fara fram á borđiđ međ kónginn. Ţađ virtist ćtla ađ takast og hinir fjölmörgu áhorfendur sáu fram á ađ Elvari vćri ađ takast ađ skipta upp á annarri drottningu sinni og drottningu Helga. Elvar hélt ţađ líka. En ekki Helgi! Í stađ ţess ađ drepa drottningu Elvars til baka lék hann g7-g6 skák og mát! Leikur sem kom eins og ţruma úr heiđskíru lofti í ţessari ćsispennandi skák. Í lokastöđunni á ţví hvítur tvćr drottningar og einhver peđ en svartur einungis riddara og fáein peđ. Keppendur eiga mikiđ lof skiliđ fyrir ţessa skemmtun og vonandi birtist skákin á nćstunni.
Á morgun verđa tefldar fjórar umferđir. Landsbankinn er helsti styrktarađili mótsins en einnig styrkja fjölmörg fyrirtćki í Eyjum mótiđ.
Stöđu og pörun má sjá hér; http://chess-results.com/tnr238119.aspx?lan=1&art=4&wi=821
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2016 | 17:06
ÓL: Jóhann Hjartarson tryggđi Íslandi sigur
8.umferđ Ólympíuskákmótsins í Bakú var viđburđarík í meira lagi. Íslenski landsliđshópurinn lét mótlćti gćrdagsins ekki slá sig út af laginu og mćtti til leiks í Kristalhöllina međ grimma einbeitingu og sigurvilja. Bćđi liđin unnu sínar viđureignir og klífa nú upp stigatöfluna á ný.
Viđureign Íslands og Slóvakíu í opnum flokki var í jafnvćgi lengi vel. Fljótlega sömdu bćđi Hannes Hlífar Stefánsson og Guđmundur Kjartansson um jafntefli međ svörtu og ţví var allt traust sett á Jóhann Hjartarson og Braga Ţorfinnsson sem stýrđu hvítu mönnunum í sínum viđureignum. Bragi tefldi vel eins og hann hefur gert allt mótiđ og fékk vćnlega stöđu. Andstćđingur hans varđist vel og ađ lokum endađi skákin međ jafntefli. Eftir sat Jóhann Hjartarson međ óljóst tafl sem hann varđ ađ vinna til ađ ná inn tveimur stigum. Af mikilli seiglu, vopnađur áratugalangri reynslu og úthaldi unglings, snéri Jóhann á hálfţrítugan andstćđing sinn eftir um 4 klukkustunda setu. Ísland vann ţví viđureignina 2,5-1,5.
Í kvennaflokki tefldi íslenska liđiđ af krafti gegn Morokkó og leit á tímabili út fyrir stórsigur. Hafđi Björn Ívar Karlsson, landsliđseinvaldur, á orđi ađ undirbúningur liđsins fyrir viđureignina hefđi gengiđ mjög vel og allar landsliđstúlkurnar fengu upp stöđu sem skođuđ var um morguninn. Ađ lokum vannst sigur međ minnsta mun, 2,5-1,5. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir tefldu skínandi vel og unnu sínar skákir mjög örugglega. Lenka Ptacnikova gerđi jafntefli en Guđlaug Ţorsteinsdóttir tapađi sinni skák.
Pörun 9.umferđar liggur ekki enn fyrir.
10.9.2016 | 14:50
Kringluskákmótiđ fer fram 15. september
Kringluskákmótiđ 2016 fer fram fimmtudaginn 15. september, og hefst ţađ kl. 17:00. Mótiđ fer fram í Kringlunni, en ađ mótinu stendur Víkingaklúbburinn skákfélag, međ ađsetur í Víkingsheimilinu í Víkinni, í samstarfi viđ markađsdeild Kringlunnar.
Gera má ráđ fyrir ađ margir af sterkustu skákmönnum ţjóđarinnar muni taka ţátt í ţví. Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst eftir ađ opnađ verđur fyrir skráningu i ágúst. Mótiđ er öllum opiđ og er ţátttaka ókeypis en skráning mun fara fram á Skák.is (Guli kassinn). Hámarkfjöldi keppenda er 40 manns og ţví er ekki hćgt ađ tryggja ţátttöku nema ađ skrá sig til leiks. Einnig er hćgt ađ skrá sig í síma 8629744 (Gunnar). Fyrirkomulag mótsins er ţannig ađ keppendur draga fyritćkjaspjald úr hatti, sem keppandinn síđan teflir fyrir í mótinu. Skráningu líkur kl 12.00 ađ hádegi á mótsdag. Tefldar verđa 8 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma.
1. verđlaun 15.000 kr.
2. verđlaun 10.000 kr
3. verđlaun 5000 kr.
Sigurvegarinn mótsins hlýtur titilinn Kringuskákmeistari 2016 og forlátan verđlaunagrip ađ auki. Núverandi Kringlumeistari er Björn Ţorfinnsson, sem telfdi fyrir hiđ íslenska ređursafn. Skákstjórar á mótinu verđa Haraldur Baldursson og Kristján Örn Elíasson.
Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
Spil og leikir | Breytt 8.9.2016 kl. 14:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2016 | 12:07
Hörđuvallaskóli efstir eftir tvćr umferđir
Önnur umferđ á Norđurlandamótinu barnaskóla og unglingasveita fór fram í morgun. Fyrirfram mátti búast viđ hörkuviđureignum hjá báđum liđum.
Hörđuvallaskóli voru stigahćrri á öllum borđum en ţó mátti ekki miklu muna.
Hörđuvallaskóli 3 1/2 - Danir 1/2
1.borđ : Ludvig (2021) - Vignir Vatnar 0-1
Vignir tefldi ţessa skák af miklu öryggi og innbyrđi sigurinn örugglega. Vignir fór út í endatafl ţar sem hann var međ góđan riddara á móti slökum biskup og fékk ađ lokum frípeđ sem ađ hvítur gat ekki stöđvađ. Hvatningin sem Vignir Vatnar gefur Hörđuvalla liđinu er ómetanleg, allir liđsmenn sveitarinnar líta mikiđ upp til Vignis og er árangur skólans ađ miklu leyti honum ađ ţakka.
2.borđ : Stephan - Benjamin (1425) 1/2
Stephan ákvađ ađ leita í verkfćraskáp Bent Larsens og lék 1.b3! Stephan fékk ţćgilega stöđu úr byrjuninni en ţó ekki mikiđ frumkvćđi. Stephan er ađ tefla mjög vel en vantar kannski ákveđna greddu í taflmennskuna hjá honum og meira ýmindunarafl.
3.borđ : Martin (1251) - Sverrir 0-1
Sverrir ákvađ ađ tefla Skandinavann á móti Svíanum, viđ litla hrifningu ţjálfarans... En ţó er ekki hćgt ađ segja annađ en ađ hann hafi fengiđ flotta stöđu úr byrjuninni og ekkert yfir henni ađ kvarta. Sverrir fékk snemma vćnlegt tafl, og var kominn međ unna stöđu en ţá komu nokkrir ónákvćmir leikir hjá Sverri og komst Svíinn aftur inn í skákina, en til allrar lukku dugđi ţađ ekki og Sverrir tryggđi sér sinn annan sigur í röđ.
4.borđ : Arnar Milutin - Omar (1307) 1-0
Ţessi skák reyndist vera mikill tilfinningarússíbani sérstaklega fyrir áhorfendur. Drengirnir skiptust á ađ leika skákinni af sér. Arnar fékk mun betri stöđu úr byrjuninni og leit allt út fyrir ţćgilegan sigur hjá Arnari en annađ kom á daginn og sneri Svíinn á Arnar og var allt í einu kominn peđi yfir í endatafli. Arnar hefur seint veriđ ţekktur fyrir ađ gefast upp, og reyndist ţrjóskan í Arnari skila honum ţessum mikilvćga sigri. Hann trixađi Svíann ađ fara međ kónginn sinn á sjöttu reitarröđina sem gerđi honum kleyft ađ skáka biskupinn af andstćđing sínum.
Flottur sigur hjá Arnari, en hann getur ţó teflt mun betur.
Heilt yfir eru ţetta frábćr úrslit gegn sterkri sveit Svía. Umferđin á eftir mun reynast okkur gífurlega mikilvćg, en ţar mćtum viđ sterkri sveit Norđmanna. Ef góđ úrslit koma úr ţeirri viđureign, erum viđ í ansi góđum málum ţar sem ađ í seinustu tveimur umferđunum mćtum viđ tveimur lökustu sveitunum. En viđ tökum ţó bara eina viđureign í einu!
Álfhólsskóli - Noregur I 1-3
Andstćđingar okkar í 2.umferđ voru Noregur 1 međ međalstig 1800. Norska liđiđ er skipađ sterkum og reynslumiklum skákmönnum sérstaklega á efstu ţremur borđunum.
Benjamin (1917) - Dawid Kolka 1-0
Dawid hafđi teflt byrjunina vel og var međ fína stöđu ţegar ađ hann lék af sér allri skákinni í einum leik. Dawid má ekki láta ţetta tap hafa áhrif á sig, ţar sem ađ ţađ kemur fyrir bestu menn ađ leika afleikjum. Ég rćddi viđ Dawid eftir skákina og lofađi hann mér ţví ađ nota reiđina í sér til ţess ađ sigra í skákinni á eftir.
Róbert Luu - Aleksander Fossan (1856) 0-1
Róbert tefldi ţessa skák heilt yfir mjög vel, og var mjög solid. Eftir Bxg6 hjá honum var mér byrjađ ađ dreyma um sigur hjá honum, sem hefđu auđvitađ veriđ frábćr úrslit en ţađ verđur ađ gefa andstćđing hans ţađ, ađ hann tefldi virkilega vel og ţví fór sem fór. Smá ónákvćmni hjá Róberti í endataflinu leiddu til ţessa taps. Róbert getur ţó gengiđ sáttur frá borđi eftir ţessa skák.
Aleksander Flćsen (1704) - Halldór Atli 1-0
Halldór Atli var stađráđinn í ţví ađ koma sterkur til baka eftir slćmt tap í gćr, en ţví miđur gekk ţađ ekki eftir. Halldór Atli tefldi Najdorf og fékk fína stöđu úr byrjuninni en lét ţó ekki til skarar skríđa nógu fljótt, og hvítur sótti á kóngsvćng og ađ lokum ţurfti Halldór Atli ađ játa sig sigrađann. Halldór Atli er ekki međ heilladísirnar međ sér eins og stađan er núna, en trú mín á ţessum strák er svo sannarlega til stađar og mun ég tefla honum ţangađ til ađ hann dettur í gang!
Guđmundur Agnar - Ulrik (0) 1-0
Guđmundur Agnar tefldi ţessa skák eins og engill. Af öllum íslensku liđsmönnunum hefur Guđmundur Agnar komiđ mér hvađ mest á óvart, ég viđurkenni fúslega ađ fyrir ferđina var álit mitt á Guđmundi Agnari sem skákmanni ekki mikiđ, en sá hefur trođiđ sokk ofan í mig! Guđmundur Agnar hefur teflt af fádćma öryggi og komiđ andstćđing sínum í tímapressu í báđum skákum og veitir andstćđing sínum allskonar vandamál. Ég gat ekki annađ en vorkennt andstćđing Guđmundar í dag en drengurinn er einfaldlega á eldi og er hvergi nćrri hćttur.
3-1 tap er ásćttanlegt gegn sterkri sveit eins og Norđmönnum en ţó er alltaf leiđinlegt ađ tapa. Í nćstu umferđ mćtum viđ Noreg II en ţeir eru međ enn hćrri međalstig en Noregur I og ţví verđur sú viđureign enn erfiđari, en ekki má gleyma ţví ađ á góđum degi geta ţessir strákar unniđ alla á ţessu móti.
Nćsta umferđ hefst klukkan 16:00 á íslenskum tíma.
Beinar útsendingar: http://skole2016.nordisksjakk.no/en/live-games/
Birkir Karl Sigurđsson
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2016 | 10:14
Skáksambandi Búlgaríu vísađ úr Evrópska skáksambandinu
Ađalfundur Evrópska skáksambandins (ECU) fer fram í dag í Bakú. Fundurinn hefur ţegar veriđ tíđindamikill ţví Skáksambandi Búlgaríu var vísađ úr sambandinu.
Ýmsar ásakanir hafa veriđ bornar forseta Skáksambands Búlgaríu og fyrrum forseta ECU, Silvio Danaliov. Grunsemdir eru um ađ peningar sem greiddir hafa veriđ ECU hafi ekki skilađ sér til inn á reikninga ECU.
Óskađ var eftir ţví ađ Skáksamband Búlgaríu myndi skila gögnum sem gćtu skýrt hvert ţeir peningar hafi endađ. Skáksamband Búlgaríu hefur ekki orđiđ viđ ţeirri beiđni. Tilaga stjórnar ECU um brottvísun Skáksambands Búlgaríu var samţykkt međ miklum meirihluta á fundinum međ 37 atkvćđum gegn 11.
Skákmenn frá Búlgaríu munu ekki líđa fyrir brottvísunina ţví ţeir muna geta teflt á Evrópumótum sem einstaklingar undir flaggi ECU eđa FIDE.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2016 | 09:51
Kennari verđur skákkennari: Vestmannaeyjar
Skákstarf hefur lengiđ veriđ öflugt í Vestmannaeyjum. Fyrir fáeinum árum var sérstaklega mikill kraftur í skákkennslu í Grunnskólanum. Björn Ívar Karlsson bjó ţá í Eyjum og kenndi marga tíma á viku í skák. Ţegar Björn flutti upp á land breyttust ađstćđur skólans og skákkennslan minnkađi mikiđ. Áhugi skólastjórnenda og Taflfélagsmanna á ađ hafa skákkennslu í skólanum er ţó mikill og tekur skólinn ţátt í verkefni Skáksambandsins Kennari verđur skákkennari. Ţađ er hún Sćfinna Ásbjörnsdóttir kennari viđ skólann sem tekur ţátt í verkefninu. Hún er umsjónarkennari í fjórđa bekk og mun kenna sínum eigin bekk ásamt tveimur öđrum bekkjum í fjórđa bekk. Stefán Bergsson verkefnisstjóri heimsótti Sćfinnu og nemendur hennar föstudaginn 9. september. Fariđ var yfir kennsluađferđir og kennsluleiki sem Sćfinna getur nýtt sér á nćstunni. Stefnt er ađ nćstu heimsókn í nóvember. Nemendur voru sérstaklega áhugasamir og prúđir međan á kennslunni stóđ. Taflfélaginu og Hótel Eyjum er ţakkađ ađstođ viđ heimsóknina.
10.9.2016 | 09:23
ÓL: Slóvakía og Marokkó í dag - USA og Rússland mćtast
Nú ţegar styttist í ađ skákklukkur verđi rćstar í 8.umferđ Ólympíuskákmótsins í Bakú má greina mikla spennu í skákheimum. Í opnum flokki mćtir Ísland liđi Slóvakíu á međan kvennaliđ Íslands glímir viđ Marokkó. Ţó svo hinn almenni skákáhugamađur verđi ađ öllum líkindum á sćtisbrúninni á eftir ţá eru ţađ ţó ekki okkar tvćr viđureignir sem skapa slíka ólgu í hugarfylgsnum skákmanna, nema hugsanlega einhverra heima á Íslandi. Ţađ eru ađrar tvćr viđureignir sem allra augu munu beinast ađ á eftir. Á efsta borđi í opnum flokki mćtast nefnilega Bandaríkin og Rússland. Ţađ merkilega er ađ á sama tíma berjast sömu ţjóđir á efsta borđi í kvennaflokki.
Ísland mćtir Slóvakíu í dag í opnum flokki og hinn sjóđheiti Hjörvar Steinn Grétarsson hvílir ađ ţessu sinni. Ţessi viđureign er afar jöfn sé litiđ til skákstiga en dagsskipunin er einföld; tvö stig skulu bćtast í sarpinn.
Í kvennaflokki mćtir Ísland liđi Marokkó og Hrund Hauksdóttir hvílir. Ísland er stigahćrra á öllum borđum og ćtlar sér ekkert annađ en sigur.
Flestra augu munu án efa beinast ađ viđureignum Bandaríkjanna og Rússlands, en ţjóđirnar mćtast í báđum flokkum.
10.9.2016 | 07:00
Íslandsmót öldunga 65+ fer fram í dag
Íslandsmót öldunga 65 ára og eldri verđur haldiđ laugardaginn 10. september nk. í Ásgarđi, félagsheimili FEB ađ Stangarhyl. Ađ ţessu sinni standa báđir skákklúbbar eldri borgara á Höfuđborgarsvćđinu, RIDDARINN og ĆSIR, sameiginlega ađ mótinu, sem áđur hefur fariđ fram á vegum hins fyrrnefnda í Hafnarfirđi.
Ţetta er í ţriđja sinn sem slíkt Íslandsmót međ atskákarsniđi fer fram í ţessum aldursflokki.
Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma auk 3 sekúndna viđbótartíma á leik. Fjórar umferđir verđa tefldar fyrir hádegi en lokaumferđirnar fimm eftir hádegisverđarhlé.
Mótiđ hefst kl. 10 árdegis og lýkur um kl. 16.30 međ verđlaunaafhendingu.
Ţátttökugjald er kr. 1000 og innifelur kaffi, svaladrykki og snarl međan á móti stendur. Björgvin Víglundsson er núverandi Íslandsmeistari og hefur unniđ mótiđ í bćđi skiptin sem ţađ hefur veriđ haldiđ.
Ađalverđlaun mótsins er kr. 50.000 ferđastyrkur á Norđurlandamótiđ í skák í Sastamala, Finnlandi, 22. -30. október nk. Auk verđlaunagripa sem gefnir eru af Sportvöruverzluninni JÓA ÚTHERJA, verđa veitt vegleg bókaverđlaun og aldursflokkaviđurkenningar (65-70; 71-75; 76-80; 81 og eldri). Vćnst er góđrar ţátttöku sem víđast hvar ađ af landinu.
Mótsnefndina skipa fulltrúar "Öđlinganefndar SÍ" ţeir: Einar S. Einarsson, formađur; Finnur Kr. Finnsson; Guđfinnur R. Kjartansson; Sigurđur E. Kristjánsson og Össur Kristinsson.
Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
Spil og leikir | Breytt 29.8.2016 kl. 22:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2016 | 05:41
Davíđ efstur á Meistaramóti Hugins
Ađ lokinni 4. umferđ á Meistaramóti Hugins er Davíđs Kjartansson einn efstur međ 4v. Jafnir í 2. 6. sćti koma Sćvar Bjarnason, Björgvin Víglundsson, Jón Trausti Harđarson, Mikael Jóhann Karlsson og Dawid Kolka međ 3v. Í uppgjöri efstu manna í 4. umferđ vann Davíđ Sćvar. Á öđru borđi gerđu Björgvin Víglundsson og Vigfús Ó. Vigfússon jafntefli í lengstu skák umferđarinnar, sem reynar var í styttra lagi miđađ viđ ţćr umferđir sem voru á undan. Á ţriđja borđi tefldu Aron Ţór Mai og Mikael Jóhann Karlsson hörku skák sem lauk sigri Mikaels. Á fjórđa borđi áttu svo viđ Dawid Kolka og Heimir Pál Ragnarsson í annarri af tveimur viđureignum ungu strákanna í Huginn í kvöld. Ţeirri viđureign lyktađi međ sigri Dawid, sem er efstur Huginsmanna ađ loknum fjórum umferđum og fćr gott vegarnesti í á Norđurlandamót grunnskólasveita, sem fram fer um helgina. Ţar teflir Dawid á fyrsta borđi fyrir Álfhólsskóla.
Ţótt 4. umferđin vćri sú styssta til ţess virtist ţađ samt ekki koma niđur á taflmennsku keppenda, sem leit út fyrir ađ vera heildstćđari en í fyrri umferđum. Ţađ verđur ađ teljast eđlileg og jákvćđ ţróun á fyrsta kappskákmóti á haustmisseri ađ menn séu mistćkir í upphafi og bćti sig svo ţegar líđur á mótiđ. Ţađ kemur samt betur í ljós ţegar búiđ verđur ađ slá inn umferđir 3 og 4 en stefnt er ađ birta ţćr skákir međ úrslitum 5. umferđar.
Nćst umferđ sú 5. fer fram á mánudaskvöldiđ 12. september og hefst kl. 19.30. Stađan í Chess-results.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 7
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 117
- Frá upphafi: 8780621
Annađ
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 96
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar