Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2016

Helgi Ólafsson sigraði í Eyjum

helgiHelgi Ólafsson stórmeistari varð hlutskarpastur á Afmælismóti Taflfélags Vestmannaeyja sem fram fór um helgina. Taflfélagið átti níutíu ára afmæli fyrr á árinu. Meðal keppenda voru margir skákmenn sem teflt hafa með félaginu í áratugi. Við mótslok gerði Arnar Sigurmundsson formaður og aðalskipuleggjandi mótsins lauslega könnun á því hve margir keppendur hefðu sinnt formennsku í félaginu. Kom í ljós að sjö keppendur hefðu einhvern tímann verið formenn félagsins á síðustu 50 árum! 

Sigur Helga var mjög öruggur og rakaði hann inn átta vinningum í níu skákum. Hann lenti í taphættu gegn Elvari Guðmundssyni en vann aðrar skákir nokkuð örugglega fyrir utan tvö jafntefli gegn þeim Davíð Kjartanssyni og Ægi Páli Friðbertssyni. Davíð varð í öðru til þriðja sæti ásamt Oliver Aron Jóhannessyni en þeir hlutu sex og hálfan vinning.

Við verðlaunaafhendinguna flutti Helgi Ólafsson skemmtilega ræðu. Fór hann yfir ýmislegt á sínum upphafsárum í Taflfélagi Vestmannaeyja rétt fyrir 1970. Minntist Helgi þess hve mótandi þessi ár voru fyrir hann sem einstakling og skákmann og færði félaginu og reyndum félagsmönnum þess sérstakar þakkir.

Mótshaldið gekk afar vel. Léttleikandi andi og vinastemning sveif yfir vötnum þótt hart væri barist á borðinu. Landsbanki Íslands var helsti styrktaraðili mótsins.

Lokastaðan:

11GMOlafsson Helgi ISL25398473641
22FMKjartansson David ISL23566,5503833,5
34FMJohannesson Oliver ISL22556,5483632,5
49 Bergsson Stefan ISL20185,5513827,8
57IMBjarnason Saevar ISL20935,5443326,5
621 Hermannsson Ólafur ISL16235,5342918,3
73FMGudmundsson Elvar ISL23285503826
810 Vigfusson Vigfus ISL19575503823,5
96 Hardarson Jon Trausti ISL21005483721,5
1013 Hauksson Hordur Aron ISL18675423220,8
1114 Gudlaugsson Einar ISL18545403118,8
125 Fridbertsson Aegir ISL21294,5483723,3
138 Sverrisson Nokkvi ISL20674,5413116,3
1412 Unnarsson Sverrir ISL19374,5403316,8
1522 Vilhjalmsson Oli Arni ISL16144,5362914,5
1615 Gislason Stefan ISL17554,5352810,3
1719 Sigurðsson Einar ISL16854,5332813
1811 Larsen Guðfinnsson Sæbjörn ISL19414433714,5
1916 Hrolfsson Andri Valur ISL1743436289,5
2018 Sigurmundsson Arnar ISL16903,533286,25
2117 Olafsson Thorarinn I ISL17123,533275,75
2220 Davidsson Gudmundur ISL1660231261,5
2324 Þorleifsson Þorri ISL01,531272
2423 Thordarson Agust Mar ISL0033260
          

http://chess-results.com/tnr238119.aspx?lan=1&art=1&wi=821

 

 


Álfhólsskóli tóku bronsið með flottum endasprett!

Fyrir umferðina voru Hörðuvalla strákar búnir að tryggja sér sigur en hins vegar voru Álfhólsskóla drengir í miklum séns á því að ná verðlaunasæti en þó þyrfti þá að vinnast stór sigur gegn þéttu liði Svía. Okkur fannst það í raun og veru ótrúlegt að fyrir seinustu umferðina ættum við séns á verðlaunasæti, þar sem við vorum alls ekki sáttir með okkar frammistöðu í mótinu. 

Álfhólsskóli 3 - Svíþjóð 1

1.borð: Joakim (2000) - Dawid Kolka 1-0

Dawid var nokkuð vel undirbúinn fyrir skákina en Joakim var búinn aÁlfhólsskóli Round 5ð vera sjóðandi heitur á  mótinu og var að tefla alveg glimrandi vel, því var  vitað að það yrði á brattann að sækja fyrir Dawid.  Joakim hélt frumkvæðinu allan tímann og hleypti Dawid  aldrei almennilega inn í skákina. Joakim fékk frábæra  peðastöðu og skipti upp á hárréttum tímapunkti og því  var ekkert fyrir Dawid að gera nema að gefa skákina.

2.borð: Róbert Luu - Erik (1600) 1-0

Eftir að hafa lesið frá mér í seinasta pistlinum mínum að Róbert væri of passífur, ákvað hann að tefla til sigurs í seinustu skákinni í mótinu. Skemmst er frá því að segja að Róbert Luu fór illa með Svíann og sigraði hann sannfærandi í ansi laglegri skák. 

3.borð : Albin (1600) - Guðmundur Agnar 0-1

Agnar fékk fína stöðu úr byrjuninni. Snemma vann hann peð af andstæðing sínum og skipti upp í endatafl þar sem hann var með riddaraparið og sex peð á móti biskupaparinu og fimm peðum, á þeim tímapunkti ákvað Agnar að bjóða jafntefli(!!?) án þess að spyrja undirritaðann, ég lagðist á bæn að Svíinn myndi vera svo vitlaus að taka ekki jafntefli, þar sem hann var með koltapað. Ætli leikritið mitt hafi ekki náð til hans, því hann neitaði jafnteflisboðinu...10 leikjum seinna gafst hvítur upp :) . Ég gat ekki annað en hoppað úr kæti beint fyrir framan Svíana en þessi sigur tryggði okkur bronsið. 

Atli Mar Round 54.borð : Atli Mar - Alexander (1500) 1-0

 Atli Mar var svekktur í morgun þegar ég sagði honum að  hann myndi ekki tefla í fjórðu umferð, en hann tók því  samt á réttan hátt. Í staðinn fyrir að koma að væla og  tuða í mér, mætti hann ferskur í seinustu umferðina og  hreinlega pakkaði Alexander mikla saman! Eftir  klukkutíma af umferðinni voru bæði Atli og Róbert búnir  að vinna og veitti það mér mikla bjartsýni. Atli Mar tefldi hreint frábærlega. 

Hörðuvallaskóli 1 1/2 - Noregur II 2 1/2

Andstæðingar okkar í seinustu umferðinni voru Noregur II. Ákveðið var að hvíla þá sem voru öruggir með borðaverðlaun ( Sverri og Arnar ) . Inn komu Benedikt og Óskar en þeir voru að tefla báðir sína fyrstu skák á Norðurlandamóti. Lítið var upp á að tefla í þessari viðureign nema gamla góða stoltið. 

1.borð : Vignir Vatnar - Max Dahl (1700) 1-0

Vignir hafði hvítt gegn Max Dahl og fékk snemma yfirburða stöðu eins og svo oft áður í mótinu. Vignir var kominn nokkrum peðum yfir fljótlega og var sigur hans aldrei í neinni hættu. Vignir Vatnar kláraði mótið með 5 vinninga af 5. Frábær frammistaða hjá drengnum og gæinn er einfaldlega í allt öðrum klassa en jafnaldrar sínir hér á Norðurlandamótinu. 

2.borð : Gaute (1600) - Stephan Briem 1/2

Stephan Briem þurfti á sigri að halda ef að hann vildi fá borðaverðlaun eins og allir hinir í Hörðuvalla liðinu, en þó var vitað fyrir mótið að erfiðasta prógramið miðað við sín eigin stig var hjá Stephani. Ég og Stephan höfðum undirbúið andstæðinginn vel og stúderuðum hann fram og til baka á hótelbarnum , þegar við erum loks búnir að stúdera og ég er að ganga frá tölvunni sjáum við andstæðing Stephans beint fyrir aftan okkur!!! Þá hafði hann fylgst með öllum stúderingunum okkar... Norsaranum leist auðvitað ekkert á þetta og lék því í fyrsta leik 1.b3!
Snemma í skákinni vann Stephan peð en komst þó lítið áleiðis og verðum við að gefa Gauta það að hann tefldi vel upp á jafnteflið.. 

3.borð : Benedikt Briem - Kristian (1500) 0-1

Eins og áður hefur verið komið fram var þetta fyrsta skák Benedikts á NorðurlandaBenedikt Round 5móti.  Benedikt var vel undirbúinn fyrir skákina, enda fékk  hann frábæra stöðu úr byrjuninni og var í raun og veru  klaufi að ná ekki úrslitum í þessari skák, ég tel að  blanda af reynsluleysi og stressi hafi reynst  örlagavaldur þar. Benedikt tefldi London system og var  með alla stöðuna "undir kontról" áður en að hann lék  13.Da4 en eftir það var á brattann að sækja. 

4.borð : Fredrik (0) - Óskar Hákonarson 1-0

 Eins og hjá manninum sem sat við hliðin á honum var  þetta sömuleiðis fyrsta skák Óskars á Norðurlandamóti  og einkenndist taflmennskan hans af reynsluleysi og  stressi. Óskar lenti  snemma í vandræðum en hélt sér þó inni í skákinni lengi  vel, en því miður dugði það ekki til. 

Óskar Round 5 Þrátt fyrir það að báðir varamennirnir hafi tapað sínum  skákum í seinustu umferðinni, þá ber að minna á það að  það er mjög skrýtið að koma inn á við þessar aðstæður,  þ.e að skákin skipti litlu sem engu máli. Varamennirnir  eiga jafnmikinn hlut í þessum sigri og hinir. Þeir  félagarnir sex hafa myndað mjög náin tengsl og er hver  og einn með sitt hlutverk. Mín spá er sú að þessi sami  hópur verði fulltrúar okkar Íslendinga á  Norðurlandamóti grunnskólasveita næstu þrjú árin. 

 Þetta var minn næstseinasti pistill, en ég mun setja  inn einn lokapistil fljótlega.


Birkir Karl Sigurðsson

 


ÓL: Jafntefli og tap í Bakú

gummi

Mikil spenna var í Kristalhöllinni í Bakú þegar 9.umferð var tefld á Ólympíuskákmótinu. Ísland mætti Portúgal í opnum flokki og varð að gera sér jafntefli að góðu. Í kvennaflokki tapaði Ísland fyrir Svartfjallalandi með minnsta mun.

Portugal_urslit

Það var mikið í húfi þegar Ísland mætti Portúgal í opnum flokki. Okkar menn voru stigahærri á öllum borðum, þó ekki munaði miklu, og með sigri hefði liðið klifið hátt upp töfluna. Tækifærin voru til staðar en því miður dugði það ekki til þess að leggja Portúgal að velli. Viðureignin endaði með jafntefli 2-2. Guðmundur Kjartansson var hetja liðsins í dag er hann reimaði rúlluskautana þéttingsfast á fætur sér og vann góðan sigur. Hannes Hlífar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson gerðu jafntefli. Jóhann Hjartarson tapaði sinni skák.

lenka

Í kvennaflokki mætti Ísland liði Svartfjallalands. Lenka Ptacnikova fór fyrir liðinu sem fyrr, lét tískubyrjun Ólympíumótsins 1.e3 ekki slá sig út af laginu, og vann enn eina skákina gegn stigahærri andstæðingi. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir hélt sömuleiðis áfram að tefla skínandi vel og gerði jafntefli gegn mun stigahærri andstæðingi. Hrund Hauksdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir töpuðu sínum skákum. Viðureignin tapaðist því með minnsta mun, 1,5-2,5.

Montenegro_urslit

 

10.umferð hefst á morgun klukkan 11 að íslenskum tíma. Ísland mætir þá sjöundu sterkustu skáksveit mótsins, Póllandi, á meðan kvennaliðið mætir liði Sri Lanka.

 

 

 

 


Björgvin Íslandsmeistari öldunga í þriðja sinn

Efstu menn

Íslandsmót 65 ára og eldri var háð í gær í Ásgarði, félagsheimili FEB nær Árbæjarsafni, á vegum skákklúbba eldri borgara, Riddarans og Æsis.

Mótið fór  hið besta fram og var vel skipað þrátt fyrir nokkur forföll skráðra keppenda.  Góður keppnisandi sveif yfir vötnunum eftir að Guðmundur Sigurjónsson, 2. stórmeistari Íslendinga, þrefaldur Íslandsmeistari (fyrst 17 ára) og tífaldur Ólympíumótsfari m.m., hafði ýtt því úr vör með því að leika fyrsta leikinn til marks um að hildarleikurinn væri hafinn.

Guðmundur leikur fyrsta leikinn

Ýmsir gamalkunnir garpar voru mættir til tafls albúnir að selja sig dýrt. Það gekk því miður ekki eftir hjá öllum því Björgvin Víglundsson var í miklum vígahug og var búinn að tryggja sér sigurinn og sæmdarheitið 3ja árið i röð þegar 2 umferðir voru eftir.  Júlíus Friðjónsson varð annar líkt og í fyrra en Gunnar Gunnarsson þriðji. Hann ávann sér líka heiðurstitilinn "Bestur" í aldurflokki 81 árs og eldri. Jóhann Örn hlaut sömu nafnbót í flokki 76-80 ára, Harvey Georgsson í flokki 71-75 og svo að sjálfsögðu Björgvin í sínum aldursflokki undir sjötugu.  

Gunnar með þrennu

Sigurvegurinn fékk fallegan minjagrip til eignar auk þess að fá nafn sitt skráð gullnu letri á farandgrip sem Maggi Pé gaf til keppninnar á sínum tíma og 50.000 króna ferðastyrk frá SÍ á Norðurlandamót öldunga í Sastamala, Finnlandi, 22.-30. október nk. Aldursflokkameistarar hlutu verðlaunapeninga til staðfestingar góðri frammistöðu og skákgetu.  Karl Steingrímsson var fulltrúi landsbyggðarinnar fékk heiðurs- og þakkargull að launum.

 

Íslm. öldunga 2016  ese 015

 

Mótshaldarar þakka stoltum styrktaraðilum FEB; Jóa Útherja; KRST Lögmönnum og Leturprenti veittan stuðning.  Páll Sigurðsson var skákstjóri/dómari og á líka þakkir skildar.

MÓTSTAFLA   ÚRSLIT


Aðalfundur Hugins verður haldinn 21. september

Aðalfundur skákfélagsins Hugins verður haldinn í húsnæði Sensu hf. að Ármúla 31 í Reykjavík miðvikudagskvöldið 21. september kl 20:30. Félagsmenn fyrir norðan verða í húsnæði Seiglu í Reykjadal. Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundarbúnað. 

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.

Sjá nánar hér:http://skakhuginn.is/um-gm-helli/samthykktir-gm-hellis/


HÖRÐUVALLASKÓLI NORÐURLANDAMEISTARAR!

Eftir frábæra byrjun á mótinu og með pálmann í höndunum var komið að því að mæta liði Finna. Finnir eru stigalægsta sveitin í flokknum. Finnar eru með mjög ungt lið, og strákarnir voru staðráðnir í því að tryggja sér Norðurlandameistara titilinn með stæl. Eins og glöggir lesendur tóku eftir, þá sagði ég það í pistlinum í gærkveldi að ég myndi henda varamönnunum inn en það var ekkert annað en gamla góða sálfræðin. Ég var handviss um að það væru Finnar og Danir að lesa pistlana mína og því ákvað ég að plata þá aðeins, hvað gerir maður ekki til þess að sigra. Fyrirfram vissum við að við þyrftum 3,5 vinning til þess að tryggja okkur titilinn en sigurhugarfarið í þessum strákum er það mikið að það kemur aldrei neitt annað til greina en 4 vinningar. 

Hörðuvallaskóli 4 - Finnland 0

1.borð: David (1329) - Vignir Vatnar 0-1

Ég ræddi það nú lauslega við Vignir Vatnar í gærkveldi að hann myndi hvíla í fjórðu umferðinni, enda hefði hann ekkert gaman að því að tefla við 1300 stiHörðuvalla ROUND 4ga mann. Hann fór upp í  herbergi hundsvekktur síðan fékk ég smsið "hættu þessu,  ég tefli". Jæja, auðvitað hlusta ég á Vigga Vatt  sérstaklega þegar hann er að tefla svona vel. Snemma í  skákinni var ljóst í hvað stefndi, Vignir fékk  yfirburðarstöðu. Virkilega traustur sigur hjá Vigni og  hefur hann leitt liðið eins og herforingi.

2.borð : Stephan Briem - Adam (1143) 1-0

 Stephan fékk snemma mjög vænlegt tafl. Andstæðingur  Stephans veitti honum ekki mikla mótspyrnu og sigraði  Stephan skákina örugglega. 

3.borð : Pranav (0) - Sverrir Hákonarson 0-1

Sverrir fær í raun og veru alltaf góðar stöður úr byrjunum sínum, og er alveg rosalega þægilegur liðsmaður. Skákin hans Sverris var fyrst að klárast, en ég leit fyrst á stöðuna hans eftir klukkutíma og þá var hann kominn tveimur köllum yfir. Sverrir kláraði skákina af miklu öryggi.

4.borð : Arnar Milutin - Alvar (0) 1-0

Arnar Milutin mætti sjóðandi heitur til leiks, og sigraði skákina sína af miklu öryggi eins og allir liðsfélagar hans. 

Vignir,Sverrir og Arnar eru allir með fullt hús.

Strákarnir kláruðu þessa umferð af mikilli yfirvegun og sigldu Norðurlandameistara titlinum örugglega heim. Í seinustu umferð fáum við Noreg II en þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. Í seinustu umferðinni ætla ég að gefa varamönnunum tækifæri (eða hvað !!?) ég sagði þetta líka í pistlinum í gærkvöldi, sjáum hvort ég standi við stóru orðin í þetta sinn.

Álfhólsskóli 2 - Danmörk 2

Í fjórðu umferð mættum við þéttu liði Dana meðalstig (1800). EftirÁlfhóls ROUND 4 slæman dag í gær vorum við staðráðnir í því að bæta upp fyrir gærdaginn. 

1.borð: Dawid Kolka - Nicolai (2100) 1-0

Dawid hafði hvítt gegn Nicolai. Dawid undirbjó sig mjög vel fyrir þessa skák, og eftir um 15 leiki var hann með 1:35 á klukkunni. Gott dæmi um flottan undirbúning. Upp kom uppskiptaafbrigðið í Spænska leiknum sem hann hafði litið vel á fyrir skákina. Staðan eftir byrjunina var í jafnvægi og hélst í raun þannig alla skákina. Báðir lentu í tímahraki og höndlaði Dawid það betur og skipti hann upp í peða endatafl þar sem hann var peði undir en með sterkt frípeð sem tryggði honum sigurinn. 

2.borð : Albert (1824) - Róbert Luu 1-0

Róbert hafði svart gegn Alberti. Róbert tefldi enn og aftur Skandinavann. Því miður tefldi Róbert ekki sína bestu skák, að mínu mati teflir hann of passíft. Hvítur fékk mjög þægilega stöðu. Í framhaldinu sótti hvítur án afláts á kóngsvæng og að lokum þurfti Róbert að játa sig sigraðann. 

3.borð : Halldór Atli - Nienke (1560) 1/2

Halldór Atli hafði hvítt gegn ungri telpuað nafni Nienke. Þó svo að það var ómögulegt að undirbúa títtnefnda Nienke þá vorum við svo heppnir að hann tefldi Benkö-gambit sem við Halldór Atli vorum nýbúnir að fara yfir áður en haldið var út. Halldór Atli fékk því flotta stöðu úr byrjuninni. Í miðtaflinu lék Halldór klaufalega af sér peði, og bauð andstæðingur hans jafntefli um svipað leyti og ákvað ég að það væri líklegast best í stöðunni að taka jafnteflinu, sérstaklega þar sem sjálfstraustið á Halldóri Atla er ekki sem hæst. Flott fyrir Halldór að enda á góðri skák og ná jafntefli við stigahærri skákmann. 

4.borð : Benedicte (0) - Guðmundur Agnar 1/2

Agnar hafði svart gegn ungri stelpu. Upp kom stórfurðuleg staða eins og gerist nánast undantekningarlaust í skákunum hjá Agnari. Agnar tapaði nokkrum peðum í byrjunininni, en hin unga Benedicte læsti biskupinn sinn klaufalega inni og Agnar kominn með unnið tafl. Hins vegar var úrvinnslan hjá Agnari ekki nægilega góð, og lék hann "b5" þegar hann var búinn að langhróka og galopnaði fyrir kónginn sinn. Í framhaldinu lék Agnar af sér drottningu, en var þó með hrók og tvo kalla í staðinn. Ég gaf mér það að þessi skák væri búin og hætti að fylgjast með, nokkrum mínútum síðar lauk skákinni og var ég handviss um að Agnar hefði gefið, neinei! Benedicte ákvað að þráskáka drenginn með kolunna stöðu og reyndist vera hæstánægð með jafnteflið! Jæja, lukkan með okkur loksins. 

Lokatölur 2-2 sem eru heilt yfir sanngjörn og góð úrslit fyrir okkar. Við fáum Svía í seinustu umferð og ef við viljum eiga séns á bronsinu þurfum við að vinna þá stórt. Við höfum verið að tefla vel, en lukkan ekki alveg með okkur í liði en við erum tilbúnir fyrir seinustu umferðina!

Þangað til næst, bestu kveðjur frá Holmenkollen.

Birkir Karl Sigurðsson

 


ÓL: Dauðafæri í opnum flokki - Ísland mætir Portúgal og Svartfjallalandi

9.umferð Ólympíuskákmótsins í Bakú hefst innan skamms og mæta íslensku liðin Portúgal og Svartfjallalandi.

Í opnum flokki glímir Ísland við Portúgal og verður það að teljast afar heppilegur mótherji á þessu stigi í mótinu. Ísland er í raun í dauðafæri að komast upp á brakandi pallinn í 10.umferð ásamt fremstu skákþjóðum heims, og gæti þá mögulega mætt einhverri þeirra. Fyrst þarf þó að leggja Portúgal að velli og það verður engin barnaleikur. Til þess þurfa okkar menn að setjast við skákborðin vel undirbúnir, einbeittir og fullir sjálfstrausts. Bragi Þorfinnsson hvílir í dag.

Portugal

Í kvennaflokki mætir Ísland liði Svartfjallalands. Stúlkurnar okkar eru stigalægri á öllum borðum. Þær hafa hins vegar sótt gull í greipar stigahærri þjóða áður í mótinu og eru því til alls líklegar. Guðlaug Þorsteinsdóttir hvílir í dag.

Montenegro

 


Ólympíumót: 8. umferð í opnum flokki

rd8_teamEftir vonbrigði gærdagsins var í raun ekkert annað á boðstólnum en að vinna sigur á Slóvökum í umferð dagsins. Fall er fararheill og sem betur fer héldum við aðeins í um 30-45 mínútur í gær að við værum að fá Slóvena en á því er mikill munur þar sem þeir hafa nokkra 2600 gaura. Leiðinleg mistök sem verða að skrifast að mestu á mig að hafa ekki "double-checkað" en mér var sagt að við fengum Slóvena. Sem betur fer no harm no foul afsakið sletturnar hjá mér svona almennt!

Umferðin byrjaði á því að Hannes gleymdi græna kortinu sínu sem þarf til að komast inn á skáksvæðið og mætti svo í mótsbolnum öfugum. Sem betur fer lá leiðin upp á við eftir það fyrir okkur.

Snemma varð ljóst að það stefndi í fína sénsa fyrir okkur í viðureigninni. Slóvakarnir voru ekki að fá neitt með hvítu mönnunum (gegn Hannesi/Gumma) á meðan við virtumst hafa fínar stöður með hvítt (Jóhann/Bragi).

Rennum aðeins yfir gang mála á hverju borði.

1. borð Hannes svart gegn Lubomir Ftacnik

Ftacnik...eða Fantastic eins og gárungarnir kalla hann er reynsluboltinn í Slóvakíu liðinu og mikill teoríuhestur. Ftacnik hefur mikið skýrt skákir í gegnum tíðina og þótt góður skríbent sem slíkur. Hann hinsvegar var ekkert að rugga bátnum í byrjunni og lék 4.Rbd2 gegn slavneskri vörn sem verður nú seint kallað "critical test" á þeirri byrjun.

Hannes lét frumlegheitin lítið á sig fá og skipti yfir í mjög trausta Grunfeld stöðu. Hannes var óánægður á einum stað að hafa ekki skipt upp riddaranum á e4 í stað Rbd7 en þá hefðu ekki verið nein vandamál. Í staðinn gat Ftacnik aðeins gruggað í vatninu en fór ekki í krítískustu leiðina. Þrátt fyrir að hvítur fengi meira rými var í raun aðeins c-línan að vinna með og það var ekki nóg. Hannes hélt auðveldu jafntefli og þetta var fyrsta skákin til að klárast.

Í steindauðu jafntefli var Hannesi farið að leiðast þófið og bauð jafntefli. Lubomir var hinsvegar ekki alveg á því strax og lék nokkrum tilgangslausum leikjum í viðbót til að syna að það var HANN sem hefði átt að bjóða þar sem hann var með "aðeins betra í blöðunum" útaf rýminu ;-)

Rd8_Hannes

Hér bauð Hannes jafntefli....mínir nýjust "sourcar" segja reyndar að mögulega hafi hann bara yppt ökklum og baðað út höndum sem skýrir nokkra leiki í viðbót frá herra Fantastic.


3. borð: Guðmundur svart á Jurcik

Gummi var nokkuð vel undirbúinn í þessari skák og hafði skoðað það sem kom upp í skákinni í sínum Chessbase skrám. Hann tefli því byrjunina nokkuð hratt og virtist ekki eiga við nokkur vandamál að stríða. Hvítur fékk ekki neitt og tiltölulega snemma bauð hvítur í raun upp á þrátefli með riddarahoppum sínum.

8th_gummi

Guðmundur hafði hér örðu af möguleika sökum fjarlægs frelsingja á a-línunni. Hvítur náði hinsvegar að neutraliza það nokkuð auðveldlega og jafnteflið óumflýjanlegt.

Guðmundur taldi á þeim tímapunkti að Jóhann væri mögulega með verra eftir ...Df4 hjá andstæðingi hans og tefldi því áfram. Gummi hafði líklegast aðeins betra í tölvunum en staðan bauð í raun aldrei upp á neitt og að lokum einfaldaðist staðan of mikið. Traust skák hjá Gumma með svörtu, hann var aldrei í taphættu og einhverjir smá möguleikar á að búa til færi. Gott fyrir blóðþrýstinginn hjá liðsstjóranum ;-)

 

4. borð: Bragi hvítt á Petrik

Bragi var nokkuð öruggur um hvað kæmi upp hér og undirbúningur því nokkuð markviss og öruggur. Við þurftum að skoða nokkrar línur og á meðal þeirra var einmitt sú sem kom upp. Sú var ekki skoðuðuð mjög djúpt en ég man að Bxe4 var á borðinu og man að Bragi var sáttur við ef sá varíantur kæmi upp og hann væri vel hnútum kunnur þar.

Bragi virtist fá fínt frumkvæði í byrjuninni og alltaf virtist Petrik vera "í köðlunum". Hann hinsvegar náði einhvern veginn alltaf að redda sér með ótrúlegri ákveðni og þrátt fyrir að Bragi hefði verið duglegur að setja fyrir hann vandamál náði hann að mestu að leysa þau þrátt fyrir tímapressu.

8th_bragi

Bragi setti ítrekað upp vandamál fyrir andstæðinginn sem hann náði þó að leysa. Hér hefði 19.De3! verið erfitt vandamál og lúmskt þar sem 18...He8 20.Bxe5 Dxe5 21.Dxe5 Hxe5 22.Re4! virist tryggja hvítum hartnær unnið tafl. 

Í raun nokkuð svekkjandi skák þar sem Bragi hélt góðri pressu og var mjög stutt frá því að knésetja Slóvakann. Í lokin var Slóvakinn búinn að verjast það vel að hann var nálægt því að fá betra tafl þegar Bragi fann lævísa þrskák.

Sú þráskák fór hinsvegar ekki vel með blóðþrýsting undirritaðs þar sem ég hélt í smástund að svartur gæti fórnað riddara sínum með ...Rf8 og þótt hvítur taki með skák er riddari hans oní á e3 og hvíts bíður einfaldega gröfin köld. Sem betur fer átti hvítur einfaldan leik, He1 sem Bragi hafði séð. Jafntefli niðurstaðan og þegar þessari skák lauk var aðeins skák Jóhanns eftir og staðan 1,5-1,5.

 

2. borð: Jóhann hvítt á Pacher

Jóhann mætti hér Slóvaka sem leit út fyrir að vera á aldur við mig (svipuð hárlína) og nafnið hans var auk þess nánast enska orðið "Patzer" sem við köllum einfaldlega á íslensku skunkur. Fyrir skákina töldum við því nánast engar líkur á að Jóhann myndi ekki vinna ;-)

Í byrjuinni leitaði Jóhann í smiðju Botvinniks með Bc4 leiknum. Við á hliðarlínunni (ég og Björn Ívar) töldum að Jóhann hefði fína stöðu eftir byrjunina og það hélt Jóhann líka. Hann fann hinsvegar ekki neitt áþreifanlegt og einhvern veginn virtist Pacherinn vera að ná blokkeringu á hvítum reitum og Jóhann gat alls ekki látið það gerast og lék því c4-c5 en það töldum við engu að síður tryggja svörtum strategískt betra tafl og aðeins meiri sénsa. 

Jóhann var líklega samt aldrei langt frá því að hafa jafnt tafl og í framhaldi tefldi hann hreint frábærlega. Hann nýtti sér sitt eina mótspil á h-línunni og lét grafa svartreitabiskup sinn lifandi á a1 en gerði sér grein fyrir því að það vandamál væri aðeins tímabundið því að um leið og svartur maður myndi yfirgefa d5-reitinn væri kominn möguleiki á peðsfórn með d4-d5 til að opna taflið fyrir biskupinn. 

Þennan part skákarinnar tefldi Jóhann af miklum krafti og sérstaklega var g4 leikurinn mikilvægur fyrir framvindu skákarinnar. þrátt fyrir kraft í taflmennskunni var stutt á milli hláturs og gráturs og á nokkrum stöðum hefði Pacher getað stýrt taflinu mjög nálægt ef ekki í jafntefli. Endatöfl virðist og voru allavega ekki sterka hlið hans í þessu tilviki og hann leyfði Jóhann að leika sér að sér og þegar c-peðið var við það að komast í endamark lagði svartur niður vopnin.

Rd8_johann

Hér rétti Pacherinn fram spaðann og þögul fagnaðarlæti liðsstjóra voru hreint gríðarleg. Ef ég hefði líkamlega burði til að framkvæma heljarstökk hefði ég líklega gert það!

Liðsstjóri á hliðarlínunni leyfði sér að "kýla loftið" með massífu fagnaðarhöggi þar sem sigurinn var í höfn 2,5-1,5. Mikill seiglusigur hjá Jóhanni og heilt yfir góð viðureign. Reyndar bjóst ég við að vinningurinn kæmi á 4. borði og að Jóhann myndi gera jafntefli en skákin getur verið tricky sem hún sannarlega var í dag. Við kvörtum hinsvegar ekki og að mínu mati sanngjarn sigur í heimahöfn!

 

8th_results

 

ADHD punktar liðsstjóra:

 

- "Torre-vaktin" .... gamli kallinn bara heldur áfram. Með 7 af 8 algjörlega trufluð frammistaða upp á 2771 skákstig! Viðtal við hann að neðan. Hann tefldi fyrst 1970 í Siegen.

- Hammer-vaktin: Jón Lúðvík heldur áfram að vinna ekki eina einustu skák. Hann var með sjö jafntefli í sjö skákum. Hann fékk janfteflisboð í dag sem hann hafnaði að sjálfsögðu.....og tapaði. First hand knowledge frá Magnusi Carlsen sem er líka búinn að finna Dominos hérna í Baku ;-)

- Suður-Súdan vaktin: Stórvinir okkar halda áfram að eiga hreint út sagt stórkostlegt mót. Í dag lögðu þeir að velli sveit Palestínu. Deng og Deng unnu góða sigra á meðan Diing Diing tryggði sigurinn með jafntefli. Því miður tapaði Deng að þessu sinni. Gaman verður að fylgjst með lokasprettinum hjá þeim. S-Súdan byrjuðu númer 176 í röðinni en eru núna númer 92 í mótinu!

- Fullt-hús vaktin: Nepomnachti var með 7 af 7 en laut í gras í dag gegn Wesley So. Eftir standa tveir með 6 vinninga af 6 mögulegum. Besta rating performance ( mælanlegt) er hinsvegar hjá Volokitin (2974) og Jobava (2976)

- Talandi um Jobava. Hann lagði Ponomariov (fyrrverandi FIDE heimsmeistara) að velli í 21 leik í dag með stórkostlegri fléttu sem menn eru ekki að halda vatni yfir. Kalla þurfti út auka öryggisverði til að hafa hemil á mannfjöldanum sem safnaðist saman við borðið! Kíkjið á þessa ótrúlegu slátrun á fyrrverandi FIDE heimsmeistara!

- Mótshaldið almennt er mjög gott. Mikill peningur er lagður í mótið og margt sem er hreinlega stórkostlegt. Til að mynda fá rútur okkar lögreglufylgd í gegnum umferðina í Baku og við því t.d. að skauta yfir á rauðum ljósum og fleira. Á móti er þetta aðeins um 5km leið og menn ekkert svo lengi í leigubíl (Gummi og Hannes tóku slíkan í dag og gekk vel). Einnig eru sjálfboðaliðar mjög margir og eiginlega of margir. Á hótelinu voru snemma í mótinu 4-5 sjálfboðaliðar í einhverskonar information center á hótelinu en nánast ekkert að gera. Á skákstað eru svo örugglega 8-9 öryggisleitarhlið og í hverju þeirra 6-10 manns og þetta "lið" hefur í raun ekki neitt að gera allan daginn. Á einu hliðinu þar sem ég og Björn Ívar förum stundum að fá okkur ferkst loft eru 5-6 "öryggisverðir" og svo 3-4 sjálfboðaliðar. Þetta fólk er í raun ekki að gera nokkurn skapaðan hlut og eru því mjög ánægð ef það kemur einhver delegate inn um öryggisleitarhliðið á 20-30 mínútna fresti.

Við Björn höfum farið að einu þessara hliða til að fá ferskt loft síðuastu tvær umferðir (sökum vinda hér fær maður ferskan blæ um þennan inngang sem er sá eini sem er opinn út). Það er ljóst að þessir blessuðu öryggisverðir leita eftir öllum tiltækum ráðum eftir einverju "til að gera" og eins og Björn Ívar benti á í pistli sínum gerði einn þeirra athugasemd við það að ég hallaði mér utan í steinsteyptan vegg. Ekki nennti ég að rökræða ástæðuna fyrir því en já, það er furðulegt hvað menn eru extreme hér í öryggisgæslunni.

Reyndar hafa menn orðið eitthvað pirraðir hér yfir yfirgengilegri öryggisgæslu. T.a.m. má benda á pistil chess.com frá því í gær: https://www.chess.com/news/cancel-your-saturday-plans-double-usa-russia-on-tap-4264 en þar sést að Nigel Short neitaði að láta leita á sér af þeirri "slightly" hrokafullu ástæðu að hann sér fyrrverandi keppandi í heimsmeistaraeinvígi (í annarri grein sé ég reyndar að það átti að draga hann úr tímahraki og því dreg ég fyrri ummæli til baka ;-) http://en.chessbase.com/post/2016-baku-rd7-the-day-the-giants-fell Short málið er neðarlega í þessari grein í tenglinum). Í dag þegar við komum inn var einn keppandi úr gríska kvennaliðinu nánast öskrandi á einn af öryggisvörðunum en ekki veit ég af hverju. Í öllu falli er ljóst að þegar gerðar eru athugasemdir við að halla sér að steinsteyptum veggjum eða gera einfaldar teygjuæfingar (í bæði skiptin ég) þá er eitthvað mikið að. Í raun er nánast ómannúðlegt og lélegt hvað FIDE og mótshaldarar eru að gera mönnum erfitt fyrir að gera góð skil að þessu flaggskipi skákhreyfingarinnar. Auðvitað á að leyfa minni löndum (eins og okkur) sénsinn á að t.d. hafa liðsstjóra sem getur eytt 3 tímum í byrjun umferðar í það að skrifa pistla/fréttir/taka myndir eða hvað það kann að vera sem eykur hróður skákarinnar. Í stað þess eru liðsstjórar fastir í göngutúrum og hangsi með ekkert að gera nema að skoða skákir og drekka vatn og vona að dagurinn í dag sé handahófskenndur að því leyti að leyft sé að koma með bækur til aflestrar inn í skáksalinn. því miður hefur það verið algjörlega happa/glappa hvort að öryggisverðir leyfi það og undirritaður búinn að gefast upp eftir 50% árangur í fyrstu 6 umferðunum.

- Ioannis Papionnaou sá er sveið Hannes í gær er ótrúlegur tækniskákmaður. Á EM á Íslandi var hann með pressu og nálægt svíðingi gegn Héðni í uppskiptabragðinu í Slavneskri vörn. Héðinn hélt velli eftir erfiða vörn en það fór ekki jafn vel fyrir Belyavsky sem ótrúlegt nokk tapaði peði í 25. leik og lét "kreysta úr sér drulluna" í þessu saklausa afbrigði.

- Ólyginn liðsstjóri kvennaliðsins hitti Pacherinn á stigagangi hótelsins okkar að tala við sjálfan sig eftir skákina.....líklega ekki ennþá búinn að jafna sig á tapinu gegn Jóhanni.

- Ekki er hægt að loka þessum pistli án þess að minnast á Færeyinga sem unnu stórkostlegan sigur á sveit Bosníu. Helgi Dam Ziska er kominn langleiðina með stórmeistaraáfanga eftir mikinn seiglusigur á bosnískum stórmeistara með svörtu. Sjúrðu Þorsteinnsson tryggði svo sigurinn með því að ganga algjörlega frá sínum andstæðingi. Í 9. umferð fá Færeyigar ótrúlega pörun, Olympíumeistara Kínverja sem eru allir með yfir 2700 stig. Það er ekkert smá gaman fyrir okkur að vera fyrir ofan þessa kínversku sveit þegar svo langt er liðið á mótið!

- Random punktur. Eftir að hafa séð eftirfarandi mynd af Karjakin:

Rd8_karjakin

...þa mundi ég allt í einu að þegar ég tók myndir af honum í Tromsö 2014 var hann alltaf eins, tók alltaf eftir myndavelinni og horfði til baka með tómum augum. Snögg goggle leit virðsit sýna að þetta er algjörlega normið hjá Karjakin þó einstaka sinnum læði hann inn brosi (smellið til að sjá stærra)

8th_karjakin


- Bandaríkjamenn náðu að redda jafntefli gegn Rússum (So hetjan) og leiða því með 14 stig jafngildi 7 sigra vs 1 tap eða 6 sigrar og tvö jafntefli. Úkraínumenn og Indverjar jöfnuðu þá í dag. Ljóst má vera að úrslitin ráðast ekki fyrr en í seinustu umferð.

     ***************************

Drátturinn í 9. umferð kom okkur mikið á óvart. Þrátt fyrir sigurinn teflum við niður fyrir okkur og fáum sveit Portúgal sem er númer 60 í stigaröðinni og því talsvert veikari en við og sú slóvaska sveit sem við lögðum að velli. Í raun er þessi pörun algjörlega sturluð og "meikar ekkert sense". Af 15 þjóðum með 11 vinninga erum við næsta lægstri í rakning og Portúgal langneðstri. Tvær lægst rönkuðu þjóðirnar af 15 eru því að mætast í þessum hópi. Þessi pörun er þvílíkt "layup" fyrir okkur að komast í frábæra stöðu fyrir tvær síðustu umferðirnar. Portúgal er að mestu með stigalága stórmeistara en einnig nokkra alþjóðlega meistara. Sjálfur Luis Galego er okkur að góðu kunnur enda margfaldur Íslandsvinur og mikill höfðingi. 

Enn og aftur eru við líka að fá sama lit á fyrsta borði tvær umferðir í röð. Þessar óvæntu litaparanir hafa sett allt í uppnám hjá okkur og öll plön um að jafna litasamsetningar manna sem mest hafa farið gjörsamlega út um þúfur þó auðvitað eigi það ekki að vera lykilatriði í liðakeppnum. Að sjálfsögðu vill maður ekki að einhver sé að fá ítrekað svart en stundum lendir það bara þannig. Í þetta skiptið hafa flestir svörtu mennirnir lent á Hjörvari en hefur tekið því eins og sannur liðsmaður og menn hafa í raun sýnt frábæran liðsanda hér úti og boðist til að hvíla svo að félagarnir jafni litina út sem best. Ég tel að liðsandinn og fórnfýsin sem menn hafa sýnt hér fyrir hvern annan sé algjör lykill að þeim árangri sem við höfum náð hingað til.

En já, þetta er orðið gott. Aftur var listin í að rita einhver orð á tölvu aðeins auðveldari eftir góðan sigur en eftir erfitt tap. Við skulum vona að ég þurfi að skrifa langan pistil aftur á morgun þótt það sé lýjandi ;-)

Rd8_captain

bestu kveðjur frá sáttum og bjarsýnum captain í Baku, Azerbaijan

Ingvar Þór Jóhannesson

 

p.s. það er bara ein regla, og það er að negla!


Hörðuvalla drengir með pálmann í höndunum

Áður en að þriðja umferð hófst voru liðsmenn almennt sammála um það að þetta væri viðureignin sem yrði að vinnast. Andstæðingarnir voru Noregur 1 en þeir eru með hæstu meðalstig allra í mótinu. Norsarar hefðu staðið sig vel í fyrstu tveimur umferðunum og voru tveimur vinningum frá okkur fyrir umferðina. Því var ljóst að um erfiða viðureign væri að ræða.

Viðureignin þróaðist vel fyrir okkur og Vignir og Stephan fengu fljótlega mjög góðar stöður. Sverrir og Arnar virtust vera með allt "undir kontról" en þó var mikil barátta eftir.

Ísland 4 - Noregur I 0

Viggi Vatt 3 umferð1.borð: Vignir Vatnar - Afras (1852) 1-0

Vignir tefldi byrjunina hratt og af miklu öryggi. Snemma varð ljóst að Vignir væri mun betri skákmaður en Afras og komu nokkrir ónákvæmir leikir hjá Afras í miðtaflinu og refsaði Vignir heldur betur fyrir það, og sigraði örugglega. Úrvinnslan hjá Vigni í þessari skák var framúrskarandi. Skákin var fyrst að klárast og var aðeins lognið á undan storminum fyrir aumingja Norðmennina. Vignir er með fullt hús á mótinu, 3 vinninga af 3!

2.borð : Liam (1653) - Stephan Briem 0-1

Andstæðingur Stephans tefldi Grand-Prix afbrigðið í Sikileyjarvörn en komst þó lítið áfram í byrjuninni, Stephan var vel undirbúinn og fékk góða stöðu mjög snemma. Andstæðingur Stephans lék klauStephan 3 umferðfalega af sér peði snemma í skákinni, og var Stephan þá með yfirburðarstöðu en Liam náði þó að klóra í bakkann og náði að koma sér út í endatafl með mislituðum biskupum en þó átti Stephan nokkur tromp eftir í hendinni, og loksins loksins kom "ýmindunaraflið" frá Stephani sem ég óskaðist eftir í seinasta pistli og kláraði hann skákina einkar glæsilega.
Góður sigur hjá Stephani. 

3.borð : Sverrir Hákonarson - Nicholas (1515) 1-0

 Sverrir tefldi London system og upp kom jöfn staða sem  hafði ekki upp á margt að bjóða. Þegar líða fór á  skákina, fór Nicholas að eyða ansi miklum tíma og þá  fór Sverrir 3 umferðSverrir að pressa á kauða, sem þýddi að hann þurfti  að nota allan sinn tíma og að lokum var of mikið af  flækjum fyrir Nicholas sem gerði það að verkum að hann  féll á tíma. Sverrir er með fullt hús á mótinu, 3  vinninga af 3!

4.borð : Henrik (0) - Arnar Milutin 0-1

Þegar að Arnar Milutin kemst á "run" þá er alveg eins gott að reyna að stoppa flóðhest á ferð (ekki hægt) , drengurinn á það til að taka syrpur þar sem að hann vinnur hverja skákina á fætur annarri. Arnar er að tefla vel á mótinu og geislar af sjálfstrausti enda sést það augljóslega við borðið. Arnar fékk betri stöðu út úr byrjuninni, og betri tíma þar að auki. 
Þó svo að Arnar hafi ekki verið neinu liði yfir til að byrja með, þá var Arnar með hartnær strategískt unnið. Veikleikarnir voru miklir hjá hvítum, og um leið og fyrsta peðið féll hjá hvítum þá átti hann enginn svör. Skák Arnars var önnur að klárast og þá var staðan orðin 2-0 fyrir okkar menn og bæði Stephan og Sverrir með góðar stöður og því leit allt út fyrir að toppsætið væri okkar. Arnar Milutin er með fullt hús 3v af 3!

 Niðurstaðan varð semsagt glæsilegur 4-0 sigur fyrir okkar  menn sem var mun framar vonum, að vinna hæstu sveitina að  meðalstigum með mesta mun (4-0) er ótrúlega vel gert hjá  drengjunum. Upp er komin sú staða að við þurfum aðeins 3,5  vinning af 8 á morgun til þess að tryggja okkur sigur og  eigum við tvær stigalægstu sveitirnar eftir. Eftir fund með  foreldrum áðan, var ákveðið að nýta umferðina í fyrramálið  til þess að hvíla tvo í liðinu og koma inn með varamennina þá  Benedikt og Óskar. 

 Næst á dagskrá er lið Finna Arnar Milutin 3 umferðen þeir eru aðeins með hálfan  vinning í mótinu. Strákarnir vita þó að sigurinn er ekki enn  kominn í höfn, og því var farið snemma í háttinn og byrjað að  undirbúa sig andlega fyrir átök morgundagsins. Stefnan er  sett á það að við getum mætt alveg pressulausir í seinustu  umferðina.

 Staðan í Barnaskólamótinu:
 1.Hörðuvallaskóli 11/12
 2. Svíþjóð 7,5/12
 3. Danmörk 6,5/12

 Álfhólsskóli 1/2 - Noregur I 3 1/2

 Andstæðingar okkar í þriðju umferð voru Noregur I en þeir eru  með hæstu meðalstig allra í mótinu. Strákarnir voru ákveðnir  að rétta úr kútnum eftir slæmt tap í morgun, enda hafa þeir verið að tefla vel en úrslitin ekki alveg fallið með þeim. Norska liðið er mun eldra og reyndara en okkar lið. 

1.borð: Dawid Kolka - August (1936) 1/2

 

Dawid hafði hvítt gegn Ágústi sem hafði verið að tefla vel í mótinu. Dawid Dawid 3 umferðtefldi af miklum  krafti og fékk góða stöðu úr byrjuninni. Jafnt og þétt fékk  Dawid betra og betra tafl, og að lokum í endataflinu var  hann kominn biskup yfir en þó fyrir tvö peð. Ágúst varðist  vel eftir að hafa misst manninn en Dawid varð á mistök þegar  hann missti sitt eina peð, og því var lokastaðan tveir  biskupar á móti einum. Glæsileg skák hjá Dawid engu að  síður. 

2.borð : Aleksander (1855) - Róbert Luu 1-0

 Róbert hafði svart gegn Aleksander. Við áttum von á því að  Aleksander myndi tefla 1.c4 en hann kom okkur á óvart og lék  1.e4 í fyrsta leik, lítið við því að gera. Upp kom  hefðbundin Skandinavísk staða þar sem hvítur stóð alltaf  betur. Í raun og veru var staða Róberts aldrei góð í  skákinni, en hann varðist af mikilli hörku og það var ekki  auðvelt fyrir hvítan að finna eitthvað rakið þó að staðan  liti vel út. Að lokum fann Aleksander leið sem fólst í því  að skipta upp í mislitað biskupaendatafl en það skipti þó ekki máli, þar sem hvítur var kominn of langt með frípeðið sitt. 

3.borð : Halldór Atli - Odin (1710) 0-1

Halldór Atli hafði hvítt á 3.borði gegn Óðni. Við Halldór Atli ákváðum að tefla eitthvað solid, enda andstæðingurinn mikið stigahærri. Halldór fékk fína stöðu úr byrjuninni og náði að stilla riddörunum sínum á flotta reiti sem "kontróleruðu stöðinni algjörlega" , en í miðtaflinu komu því miður nokkrir ónákvæmir leikir og tapaði Halldór kalli. Eftir það var ekki aftur snúið.

4.borð : Even (1608) - Guðmundur Agnar 1-0

Guðmundur Agnar hafði svart á 4.borði gegn Even. Eins mikið og ég hrósaði Agnari fyrir frumlegar byrjanir í gær þá kom það í bakið á honum tvöfalt jafnvel þrefalt í dag. Agnar ákvað að tefla óhefðbundinn Grunfeld og til þess að gera langa sögu stutta, þá tapaði hann skákinni á innan við hálftíma. 

Leiðinlegt og stórt tap 3 1/2 - 1/2 staðreynd en vitað var að þessi dagur yrði alltaf erfiður þar sem við fengum tvær stigahæstu sveitirnar. Ég var þó ánægður með taflmennskuna að mörgu leyti sérstaklega hjá Dawid. Það þýðir lítið að svekkja sig á þessu því við eigum erfiða viðureign í fyrramálið gegn Dönum. Í fyrramálið mun Halldór Atli hvíla og inn í hans stað kemur Atli Mar.

Staðan í Unglingamótinu:

1. Noregur I 9/12
2Noregur II 7,5/12
3. Danmörk 6/12
4. Svíþjóð 5/12
5. Ísland 4,5/12

Þangað til næst, bestu kveðjur frá Holmenkollen. 

Birkir Karl Sigurðsson

Heimasíða mótsins: http://skole2016.nordisksjakk.no/en/

 

 


Ólympíuskákmótið: 8. umferð í kvennaflokki

Ísland 2½ - Marokkó 1½

Andstæðingar okkar í 8. umferð voru stelpurnar frá Marokkó (meðalstig: 1824). Hugarfarið hjá stúlkunum okkar var mjög gott fyrir umferðina og við gerðum okkur grein fyrir að með sigri í dag gætum við komið okkur aftur á beinu brautina, eftir þrjú þungbær töp í röð.

8umferd (2)

Vígalegt íslenskt kvennalandslið við upphaf 8. umferðar

Á fyrsta borði hafði Lenka hvítt gegn WCM Hind Bahji (1948). Lenka fékk upp sama afbrigði gegn Sikileyjarvörn og við höfðum skoðað fyrir skákina og fékk algjört yfirburðartafl. Bahji lék mjög vafasömum e5 leik snemma í skákinni sem skildi d6 peðið eftir bakstætt. Lenka vann peðið fljótlega en svartur fékk örlítið mótspil í staðinn. Það var í rauninni aldrei neitt meira en smá sprikl og Lenku tókst að koma sér út í stöðu sem var mjög vænleg. Hún fékk nokkur tækifæri til þess að stýra skákinni í vinningsstöðu en missti aðeins þráðinn og Bahji komst út í endatafl sem var því miður jafntefli.

8lenka

Hér ætlaði Lenka upphaflega að leika 29. Hd5! og hélt að hún væri að vinna mann. Hún sá þó skyndilega 29...Re4 sem bjargar manninum og ákvað þess í stað að leika 29. Bxc5 og eftir 29...Hxc5 hékk Bahji á jafntefli. Þess í stað var 29. Hd5 bestur og eftir 29...Re4 30. Hxf5 Rxd6 31. Hg5+ Kf8 32. c5! stendur hvítur til vinnings.

Örlítið svekkelsi að ná ekki að vinna skákina en það jákvæða var að þessi skák var sú síðasta til að klárast í viðureigninni og tryggði þar með sigurinn.

Á öðru borði hafði Guðlaug svart gegn WIM Sbai Rania (1907). Upp kom sjaldgæft afbrigði slavneskrar varnar sem við höfðum skoðað vel fyrir skákina. Rania var ekki alveg með á nótunum og neyddist til að gefa peð til að bjarga kóngnum sínum frá alvarlegum hótunum. Guðlaug hefði getað haldið í peðið með prýðilegri stöðu en ákvað þess í stað að fórna peðinu til baka með þeirri hugmynd að loka biskup hvíts inni á a7. Sú áætlun gekk ekki upp og Rania komst aftur inn í skákina.

8gulla

Hér gat Gulla leikið 14...Kb8 og haldið peðinu með fínni stöðu. Hún lék 14...Bb4 og hvítur komst aftur inn í skákina eftir miklar flækjur eftir 15. Bxa7

Gulla missti af bestu leiðunum og lenti í vandræðum í framhaldinu. Hún missti svo algjörlega tökin á stöðunni og neyddist til að gefast upp, eftir harða baráttu.

Á þriðja borði hafði Hallgerður Helga hvítt gegn WFM Chaimaa Alaou Belghiti (1654). Belghiti tefldi Caro-Kann vörn eins og við höfðum gert ráð fyrir og Halla kom henni á óvart með hvassri leið, með 4. Rc3 og 5. g4, sem við höfðum skoðað vel fyrir skákina. Planið var auðvitað að kaffæra þá marokkósku strax í byrjuninni. Belghiti átti ekkert svar við taflmennsku Höllu, var of passíf í stað þess að ráðast strax gegn miðborðinu, og Halla fékk yfirburðarstöðu. Belghiti lék mönnunum fram og flúði svo með þá aftur upp í borð. Halla bætti stöðuna jafnt og þétt þangað til Belghiti var orðin svo aðþrengd með mennina sína á 8. reitaröð að hún var við það að fá þá í fangið!

8halla-1

Staðan eftir 15. leik svarts, 15...Rg8.

8halla-2

Staðan eftir 24. leik svarts, 24...Rg8 - hvað er að frétta?

Á endanum brustu allar varnir og Halla vann öruggan og glæsilegan sigur.

8halla-3

Lokastaðan eftir 37. c6. Svartur gafst upp. Takið eftir svörtu mönnunum á kóngsvængnum.

Á fjórða borði hafði Veronika svart gegn Khadija Ibrahimi (1565). Við höfðum kortlagt Ibrahimi vel fyrir skákina og Veronika fékk upp sömu stöðu eftir 9. leik hvíts og við höfðum haft á ,,eldhúsborðinu" fyrir skákina. Við höfðum rætt þá áætlun að leika 9...h5, 10...Rh6 o.s.frv. með góðum tökum á stöðunni; svipað og Hjörvar Steinn hafði teflt fyrr í mótinu. Veronika ákvað að leika 9...Re7 og þurfti að leysa nokkur tæknileg vandamál í framhaldinu sem hún þó gerði mjög vel og uppskar yfirburðartafl. Hún vann peð og skipti svo upp í endatafl sem var auðunnið.

8veronika

Hér gerði Veronika sér grein fyrir að ef hún næði uppskiptum á hrókum gæti ekkert stöðvað inngöngu svarta kóngsins á hvítu reitunum. Samkvæmt reglu Capablanca er biskupaendataflið mjög hagstætt fyrir svartan; peðin á andstæðum reitum við biskupinn en hvítur með sín peð á samlitum reitum við biskupinn. Hún lék því 39...Hd8 og eftir 40. Hxd8 Bxd8 41. Be1 Kd5 hefur svartur öll tök á stöðunni. 

Veronika innbyrti svo sigurinn af miklu öryggi. Vel útfærð skák.

Eftir umferðina í dag höfum við 8 stig og erum í 59.-77. sæti.

Nokkrir molar úr 8. umferð:

- Bandaríska kvennasveitin vann góðan sigur á Rússum og eru efstar fyrir 9. umferð ásamt Kína

- Ég kíkti á Shirov í dag, sem gerði gott jafntefli við Mamedyarov með svörtu. Shirov leit ekkert í augun á mér.

- Íranski vinur okkar Parham Maghsoodloo mætti enn og aftur í veiðivestinu sínu, sem hann heldur mikilli tryggð við. Hann veiddi Ítalann Danyyil Dvirnyy út í sama afbriði og Solak tefldi gegn Hannesi í 6. umferð. Þar var Parham með endurbót á taflmennsku Hannesar og Dvirnyy beit á agnið. Því miður missti Parham skákina niður í jafntefli svo fiskurinn slapp í þetta sinn.

parham

Parham og vestið.

- Skáksveinar Nicks deFermian frá Bermúda (svar við gátu síðasta pistils) gerðu jafntefli við Svasíland í dag, 2-2.

- Öryggisgæslan á mótinu er farin fram úr öllu hófi. T.d. var leitað á Nigel Short í tímhraki gegn Li Chao í gær. Short neitaði að taka þátt í þessari þvælu og fékk viðvörun. Hann vann skákina sem betur fer.

- Öryggisverðirnir bönnuðu Ingvari að halla sér upp að vegg í Kristalshöllinni í dag, af einhverri ástæðu. Við gátum ekki annað en brosað.

- Vinir okkar frá Suður-Súdan (,,We play under the trees man!", frá síðasta pistli Ingvars) unnu góðan sigur í dag. Við dáumst að því hvað þeir eru góðir miðað við skort á bókum, tölvum og þjálfurum.

Í 9. umferð, sem fram fer á morgun, mætum við mjög þéttri sveit Svartfjallalands (meðalstig: 2169) sem er eingöngu skipuð titilhöfum. Við höfum verið að standa vel í þessum sterku sveitum hingað til svo við erum bjartsýnar fyrir morgundaginn.

Þangað til næst, bestu kveðjur frá Bakú.

Björn Ívar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 114
  • Frá upphafi: 8780618

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband