Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2016

Skákæfingar Fjölnis hefjast í dag

IMG_2155Vikulegar skákæfingar Skákdeildar Fjölnis fyrir börn og unglinga hefjast miðvikudaginn 14. september og verða þær framvegis alla miðvikudaga í vetur frá kl. 16:30 – 18:00. Æfingarnar eru í Rimaskóla og er gengið inn um íþróttahús skólans. Árangur þeirra barna sem sótt hafa reglulega skákæfingar Fjölnis hefur verið mjög góður á undanförnum árum og skákdeildin hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar fyrir árangursríkt starf.

Foreldrar áhugasamra barna í Grafarvogi og á höfuðborgarsvæðinu öllu eru hvattir til að nýta sér skemmtilegar og áhugaverðar skákæfingar Fjölnis sem bjóðast ókeypis.

IMG_8082

Í fyrra mættu að jafnaði 30 krakkar á hverja æfingu. Æfingarnar miðast við að þátttakendur kunni góð skil á öllum grunnatriðum skáklistarinnar og tefli sér til ánægju. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum á æfingarnar af og til. Þeir geta auðveldlega aðstoðað með ýmsum hætti. Reynt er að hafa æfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar, kennsla og skákmót til skiptis. Boðið er upp á veitingar á hverri æfingu svo sem ávexti, kexmeti og vatn. Öllum skákæfingum lýkur með verðlaunaafhendingu. Meðal leiðbeinenda í vetur verða m.a. afreksunglingar í skáklistinni úr úrvalsflokki Skákskóla Íslands.

Umsjón með skákæfingum Fjölnis í vetur hefur líkt og undanfarin ár Helgi Árnason formaður skákdeildarinnar. Munið fyrstu skákæfinguna 14. september kl. 16:30.


ÓL í Bakú: Sárgrætileg endalok - Bandaríkin og Kína Ólympíumeistarar

Það er alþekkt að síðasta umferð Ólympíumóta í skák er sú mikilvægasta enda ræður hún því oft hvort að mótið í heild sinni teljist gott eða slæmt. Íslenska landsliðið í opnum flokki fékk erfiða andstæðinga í síðustu umferð. Sterkt landslið Argentínumanna beið okkar manna og ljóst var að barist yrði á banaspjótum. P1040785

 Íslenska liðið varð snemma fyrir áfalli  þegar staða Hjörvars Steins féll eins og  spilaborg gegn stórmeistaranum Mareco.  Leiðinlegur endir á frábæru móti hjá  Hjörvari. Á sama tíma voru stöður Hannesar  Hlífars Stefánssonar og Guðmundar  Kjartanssonar að leysast upp í jafntefli.  Jóhann Hjartarson tefldi af krafti á  3.borði gegn stórmeistaranum Perez Ponsa.  Sá argentínski var í nauðvörn en á hreint  ótrúlegan hátt náði hann að fórna nánast  öllu liðinu sínu til þess að þvinga fram  óstöðvandi þráskák. Þar með tryggði hann  Argentínumönnum sigur með minnsta mun, 2,5  - 1,5. 

Íslenska liðið féll langt niður töfluna við þessi úrslit og endaði mótið í 60.sæti af 180 þjóðum. Liðið var aldrei neðar í mótinu en eftir síðustu umferð sem er sárgrætilegt.

Íslenska kvennaliðið mætti ofjörlum sínum í liði Grikklands. Lenka Ptacnikova, sem staðið hafði sig frábærlega á 1.borði, tapaði eftir snarpa baráttu. Guðlaug Þorsteinsdóttir varð sömuleiðis að lúta í gras á öðru borði en góðu fP1040783réttirnar voru  frábær barátta Hallgerðar Helgu  Þorsteinsdóttur og Hrundar Hauksdóttur sem  björguðu jafntefli í sínum skákum gegn mun  stigahærri andstæðingnum. 

 Íslenska liðið endaði í 78.sæti af  140.þjóðum. 

 Bandaríkjamenn unnu sögulegan sigur í opnum  flokki en þetta er í fyrsta skipti síðan  1976 sem að þeir standa uppi sem  sigurvegarar. Liðið varð jafnt  Úkraínumönnum að vinningum en hafði  sigurinn því að sameiginlegur  vinningafjöldi andstæðinga þeirra var  hærri. Rússar náðu með herkjum að landa  bronsverðlaunum og eru eflaust hundfúlir með árangurinn.

 

Kínverjar unnu sigur á Rússum í úrslitaviðureigninni í kvennaflokki og sendu þar með ríkjandi Ólympíumeistara (og það í þrígang) í 4.sæti mótsins. Pólsku konurnar hrepptu silfur og úkraínska sveitin hlaut brons.

Nánar um úrslitin

 

 

 


Lokapistill NM - Gull og brons

Árangur Íslensku liðanna á Norðurlandamótinu í ár er betri en undanfarin ár og tel ég að það sé að miklu leyti að þakka frábærri stemmingu í hópnum öllum. Hörðuvalla drengir fóru á Norðurlandamótið í fyrra með nákvæmlega sama lið og tóku silfrið, í ár voru þeir reynslunni ríkari og sigruðu mótið virkilega sannfærandi. Álfhólsskóla drengirnir náðu bronsinu með flottum endaspretti en þeir voru með yngsta liðið í unglingamótinu og því eiga þeir nóg eftir ( f. utan fyrirliðann Dawid sem stóð sig með miklum sóma ) nú verða hinir að stíga upp.

Hér fyrir neðan er ég með greiningu á einstaklings frammistöðu hvers og eins á mótinu um helgina. Í lengri kantinum en ég vona að þið afsakið það kæru lesendur.

Hörðuvallaskóli ( 1.sæti )

1.borð: Vignir Vatnar Stefánsson. 5v af 5. +35 elóstig. Borðaverðlaun. Þessi drengur heldur áfram að gera frábæra hluti í skákinni. Hann er sannur fyrirliði og ætli það lýsi honum ekki best þegar að ég ætlaði að hvíla hann í 4.umferð þar sem hann átti að tefla við 1300 stiga  mann, hann Viggi Vatt lokapistilltók  það ekki mál. Þetta snýst ekki um  stigin á manninum,  hann vill bara vinna. Vignir Vatnar  er fæddur  sigurvegari og ef hann heldur áfram á  þessari braut er  ég sannfærður um það að hann verður  stórmeistari.  Vignir Vatnar hefur nú leitt liðið til  Norðurlandameistara titils og er hann sönn fyrirmynd  fyrir strákana í sveitinni sem og alla skákkrakka.

 

Stephan Briem lokapistill

 

 

2.borð : Stephan Briem. 3v af 5. +35 elóstig. Þrátt fyrir það að Stephan Briem var eini í sveitinni sem ekki fékk borðaverðlaun, þá stóð hann sig samt sem áður frábærlega þar sem hann var með erfiðasta prógramið miðað við eigin stig fyrir mótið.Stephan var ekki sáttur eftir að ég gagnrýndi hann í pistlinum mínum fyrir að vera óhugmyndaríkur og tróð vænum sokk upp í mig þegar að hann gjörsigraði andstæðing sinn í næstu umferð! Framfarirnar hjá Stephani Briem s.l ár eru hreint út sagt ótrúlegar, og er þar mikil æfing að skila sér. Stephan hefði hæglega getað fengið fleiri vinninga á mótinu, en var að tefla virkilega vel og stefnir hann hratt upp stigalistann. Stephan Briem er nafn sem skákmenn munu heyra ætíð oftar á komandi árum hann mun bara verða betri, einn heitasti skákmaður landsins í dag á grunnskólaaldri.

3.borð : Sverrir Hákonarson. 4v af 4. +75 elóstig! Borðaverðlaun. Það er alveg sama hvað Sverrir tekur sér fyrir hendur hann verður frábær í því! Afreksmaður í fótbolta og fimleikum  og núna NorSverrir Lokapistillðurlandameistari í skák. Sverrir var  stigakóngur mótsins og tefldi af virkilega miklu  öryggi.  Sverrir er með algjörar stáltaugar og er  þvílíkur  stríðsmaður. Sverrir getur náð langt í  skákinni en  verður þó að tefla meira, eina ástæðan  fyrir því að  drengurinn er með svona fá stig er vegna  þess að hann er ekki nógu duglegur að tefla. Á góðum  degi er Sverrir 1600-1700 stiga maður og ég hef enn  þann daginn í dag  ekki séð Sverrir tefla lélega skák  og  hef ég séð þó nokkrar hjá honum!

 

 

4.borð : Arnar Milutin Heiðarsson. 4v af 4. +18 elóstig. Borðaverðlaun. Hressasti strákurinn í öllum hópnum um það verður ekki deilt. Arnar Milutin léttir verulega upp á stemminguna í hópnum og er alveg lífsnauðsynlegt að hafa einn "Arnar Milutin" í hverju liði að mArnar Milutin lokapistillínu mati. Það er ótrúlegt að fylgjast með þessum dreng hoppandi og skoppandi út um allt fyrir og eftir umferð, en á meðan að umferð stendur teflir hann eins og engill og eyðileggur andstæðinginn sinn. Arnar Milutin var í raun og veru alltof góður fyrir fjórða borðið, sigrarnir hans voru í flestum tilfellum mjög sannfærandi. Arnar tefldi mjög agað á mótinu og í staðinn fyrir að "bíða" eftir að andstæðingur sinn myndi gera mistök, pressaði hann stanslaust og á lokum brotnuðu þeir. Frábært mót hjá Arnari og hans frammistaða sýnir svart á hvítu hversu þétt þessi sveit er en að aðskildum Vigni eru 2-4 borð mjög svipaðir að styrkleika og það er gulls ígildi.

 

Benedikt Briem: Benedikt er langyngstur í hópnum og er yngri bróðir Stephans Briem. Þrátt fyrir slæmt tap hjá Benedikti í einu skákinni sinni, þá gæti verið að undirritaður hafi hent honum of snemma út í djúpu laugina. Að tefla sína fyrstu skák á Alþjóðlegu móti gegn 1500  stiga manni var kannskiBenedikt Briem lokapistill aðeins of mikið, sniðugra hefði  verið að láta hann tefla í 4.umferð gegn stigalausum  andstæðing en ég hugsa þó að til lengri tíma muni  Benedikt muna eftir þessari skák og læra mikið af  henni. Nú mun Benedikt að öllum líkindum leiða  Hörðuvallaskóla sveitina á Íslandsmóti barnaskólasveita  á næsta ári og ég skora á hann hér með að fá jafnaldra  sína til þess að byrja að stúdera og mæta með flotta  sveit að ári! 

 

 

 

Óskar Hákonarson: Óskar er límið í liðinu. Hann bindir strákana saman og er góður vinur þeirra allra. Þrátt fyrir að hafa tapað í gær tefldi hann á köflum fína skák, og með meiri reynslu hefði hann klárað þessa skák. Sama má segja með Óskar og um Benedikt, að ég heÓskar lokapistillnti þeim kannski fullsnemma í djúpu laugina en þeir munu búa að þessu svo lengi sem þeir lifa. Óskar er mikilvægur hlekkur í liðinu og peppar menn ávallt vel upp fyrir og eftir skákir. Frábær drengur sem getur staðið sig vel í skákinni með meiri æfingu.

Heilt yfir er þetta auðvitað frábær árangur hjá þessu magnaða liði. Fyrir mótið var að sjálfsögðu stefnt á sigurinn og eitthvað sem við töldum raunhæft, en þó bjuggumst við alls ekki við að við myndum sigra með svona miklum yfirburðum. Í raun og veru var mótið búið eftir þrjár umferðir en þá vorum við komnir með 3,5 vinnings forskot. Þetta lið hefur svo sannarlega ekki sagt sitt síðasta en ég skora á SÍ og fleiri aðila til þess að styðja þetta lið á EM/HM en Norðurlandamótið var alltof létt fyrir þá! Liðsandinn sem einkennir þetta lið er eitthvað sem ég hef aldrei kynnst áður, þeir eru allir góðir vinir og styðja hvorn annan. Að lokum vil ég óska Gunnari Finnssyni til hamingju með góðan árangur.

NORÐURLANDAMEISTARAR

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Álfhólsskóli ( 3.sæti )

Fyrir mótið settum við okkur engin sérstök markmið fyrir utan það að hafa gaman og njóta augnabliksins. Samkvæmt elóstigum áttum við að lenda í næstseinasta sæti en ég vissi þó að það byggi meira í þessu liði en það. Á góðri helgi hefðum við jafnvel getað verið í baráttu um eitthvað stærra en bronsið en því miður voru ekki allir á deginum sínum. Ég kom inn sem liðsstjóri aðeins örfáum vikum fyrir mót þar sem Lenka er að keppa á Ólympíumótinu og því er þessi flotti árangur hjá liðinu mest henni að þakka. Ég sá aðallega um að peppa liðið og halda öllum við efnið. 

1.borð : Dawid Kolka 2,5/5 +12 elóstig

Vitað var fyrirfram að þetta yrði erfitt mót fyrir Dawid en hann var að mæta stórjöxlum í hverri umferð. Hann sýndi þeim þó enga virðingu og vann til að mynda stigahæsta mann mótsins.  Heilt yfir getur DDawid LOKAPISTILLawid verið sáttur við eigin  frammistöðu og er hann flottur fyrirliði. Þetta mót var  í seinasta sinn sem hann mun leiða Álfhólsskóla liðið  og því er tækifæri fyrir aðra að stíga upp í hans stað.  Álfhólsskóli getur þakkað Dawid fyrir framlag hans en  án hans hefðu þeir ekki farið á Norðurlandamótið held  að það sé öllum ljóst. Frábær drengur hann Dawid og á  bjarta framtíði fyrir sér sem skákmaður.

 

 

Róbert Luu lokapistill

 

2.borð : Róbert Luu 2/5 -20 elóstig

Þrátt fyrir að Róbert lækki á elóstigum á mótinu er ég gríðarlega stoltur af honum. Hann var yngstur allra á Unglingamótinu og er það í raun og veru afrek fyrir sig að vera mættur á annað borð á Norðurlandamót unglingasveita en hann er aðeins 11 ára gamall (f.2005 !!) . Mín ráðlegging til Róberts er að hætta að hugsa um jafntefli, ég brenndi mig á þessu sjálfur þegar að ég var yngri að hugsa aðeins um jafntefli þegar ég tefldi á móti stigahærri og veit ég það fyrir vissu að það hefur slæm sálfræðileg áhrif. Róbert var ekki sáttur eftir að ég gagnrýndi hann í pistlinum mínum eftir fjórða umferð þar sem ég mældi svo að hann væri einmitt of passífur og tók það greinilega virkilega inn á sig því að hann girti sig heldur betur í seinustu umferðinni og slátraði andstæðing sínum á innan við klukkutíma. Róbert Luu er flottur strákur sem mun án nokkurs vafa ná langt í skákinni og er aðeins rétt að byrja eins og allir í þessum hóp.

3.borð : Halldór Atli 0,5/4 -4 elóstig

Því miður var þetta ekki mótið hans Halldórs Atla. Fyrir mótið vissum við að þriðja borðið gæti orðið vandamál þar sem að mesti stigamunurinn var þar á milli okkar og hinu liðanna, en þó hafði ég ekki miklar áhyggjur þar sem ég veit hvað manna best hversu góður Halldór Atli getur verið, ( vann mig ta.m á RVK OPEN 2015 !! ) Ef að Halldór Atli vill ná árangri í skák þá verður hann að setja meiri tíma í skákinni, þá eru honum allir vegir færir. Þrátt fyrir að hann sé í ákveðni lægð núna þá er ekki nema u.þ.b mánuður síðan að hann vanHalldór Atli lokapistilln kappskákmót og því vonum við að þetta hafi bara verið slakt mót hjá  honum og að hann komi tvíefldur til baka. Halldór Atli er sterkur  karakter og gefst ekki upp svo auðveldlega, ég tel að fyrsta skákin  hafi verið algjör vendipunktur í mótinu hjá honum þegar hann leikur  af sér drottningu með hvítu á móti stigalausum andstæðing en hann  var alveg eyðilagður eftir þá skák skiljanlega. Erfitt var að núllstilla sig eftir þá skák, og einkenndist taflmennskan í hinum  umferðunum af lágu sjálfstrausti að mínu mati. Hins vegar endaði  hann á góðum nótunum þar sem hann náði jafntefli gegn stigahærri  andstæðing í afbrigði sem við vorum nýbúnir að fara yfir í Benkö-  gambit eitthvað sem geAgnar lokapistillrði mig afskaplega stoltan!

 

 

 

4.borð : Guðmundur Agnar Bragason 3,5/5 +25 elóstig

Í raun og veru mætti alveg færa rök fyrir því að Agnar er maður mótsins fyrir mína parta allavega. Ég viðurkenni það fúslega núna að fyrir mótið vildi ég skrá hann sem varamann og hafa Atla Mar á fjórða borði, sá sýndi það og sannaði að á góðum degi er hann algjörlega frábær skákmaður. Enda tók Lenka það ekki í mál að ég myndi hafa hann sem varamann, hún hafði mikla trú á honum og hafði hún rétt fyrir sér. Eftir slæmt tap í þriðju umferð hugsaði ég með mér, jæja þá er "mómentumið" farið frá honum, ætti ég að taka hann útaf? Nei, ég gef honum sénsinn og skilaði hann 1,5/2 í seinustu tveimur og var hársbreidd frá því að taka borðaverðlaun fyrir fjórða borðið. Agnar átti margar flottar skákir í mótinu og þarf að vera mun duglegri að tefla því að það er augljóst að hæfileikarnir eru til staðar. Þrátt fyrir einkennilegan og stórfurðulegan skákstíl skilaði hann mikilvægum punktum fyrir okkur og stóð sig best allra í liðinu. Tvær undarlegar uppákomur áttu sér stað við skákborðið hans; sú fyrsta var þegar hann var drottningu undir með hrók og kall í staðinn, með gjörtapað tafl og ég hætti að fylgjast með skákinni og nokkrum mínútum seinna kláraðist skákin og var ég búinn að skrá hjá mér tap hjá honum, kem ég að honum skellihlæjandi þar sem andstæðingur hans þráskákaði hann og bauð jafntefli.. Ekki veit ég enn hvernig hann fór að því en jæja mikilvægur hálfur punktur þar. 
Annað atvikið var í seinustu umferð þegar við vorum í hörkubaráttu um bronsið og þurftum á vinningi að halda, Agnar var með kolunnið endatafl og var það bara formsatriði að klára skákina, heyri ég allt í einu jafnteflisboð frá Agnari (!!!) ég reiddist honum mjög þá, enda þurftum við á sigrinum að halda, ég þurfti því að setja upp þvílíkt leikrit að ég væri að vona að Svíinn myndi taka jafnteflinu og hann var nógu vitlaus til þess að taka því ekki og sigraði Agnar 10 leikjum seinna! Munaði mjóu þar....:)

Varamaður : Atli Mar 1/1 +37 elóstig

Atli Mar lokapistill Atli Mar kom inn í liðið á seinustu stundu með frábært  hugarfar og er gáfnaljósið í hópnum. Virkilega  skemmtilegur karakter sem mætti endilega sinna skákinni  meira enda hæfileikarnir klárlega til staðar. Eftir  slæmt tap hjá Halldóri Atla í fyrstu umferð bauð ég  Atla Mar að koma inn á í aðra umferð, og afþakkaði hann  boðið þar sem hann vildi gefa Halldóri Atla annað  tækifæri, greinilega góður vinur ( kannski of góður !!?  ) . Ég lofaði honum að ég myndi tefla honum í fjórðu  umferð en hætti við á seinustu stundu, þar sem ég sá að  þetta var seinasta tækifærið fyrir Halldór Atla að fá  hvítt og ef ég myndi setja Atla inn á í seinustu fengi  hann hvítt. Það var augljóst að Atli var ekki sáttur með ákvörðun mína en sætti sig þó við hana og mætti vel undirbúinn til leiks fyrir seinustu skákina og gjörsamlega skúraði gólfið með andstæðing sínum, seinustu fréttir segja að hann hafi hlupið heim til Svíþjóðar eftir skákina og sé enn hlaupandi. Vissulega þurfti ég að spyrja mig að nokkrum spurningum eftir þá skák, til dæmis, af hverju setti ég hann ekki inn á fyrr? en auðvelt er að vera vitur eftirá. Nú skora ég á Atla Mar að leggjast í stúderingar og byrja að tefla á mótum og hann mun aldrei þurfa að vera varamaður aftur!

Álfhólsskóli LOKAPISTILL

Að lokum vil ég þakka Skáksambandi Íslands kærlega fyrir að gefa mér tækifæri fyrir að vinna með þessum liðum og vona ég að þetta verði ekki mitt seinasta mót með þeim

Verið sæl að sinni,

Birkir Karl Sigurðsson 

 


Ólympíumót: 10. umferð í opnum flokki


Rd10_teamÍ 10. umferð á Ólympíuskákmótinu mættum við stórskotaliði Pólverja í opnum flokki. Pólverjar voru fyrir mótið 7. stigahæsta liðið enda með elítuskákmann á fyrsta borði, Wojtazek með 2736 elóstig og svo mjög stigaháa skákmenn á hinum borðunum og þar af tvo sem hafa tiltölulega nýlega orðið heimsmeistarar í yngri aldursflokkum.

Pólverjarnir hafa ekki átt gott mót það sem af er en eiga möguleika á að laga stöðuna í lokin.

Þrátt fyrir að þetta ætti að vera erfið viðureign á pappírunum varð hún hörkuspennandi og á tímabili voru bæði netverjar og undirritaður sammála um að við ættum möguleika á allavega jafntefli og jafnvel vinna viðureignina.

Eftir mikla baráttu,barning og gríðarlega spennu urðum við að lúta í lægra haldi eftir æsilegt tímahrak.

 

Kíkjum aðeins á gang mála í skákunum í þeirri röð sem þær kláruðust.

 

1. borð Hannes hvítt á Wojtaszek (2736)

rd10_hannes

Hannes fékk erfiðan andstæðing en hann hefur nú lagt sterkari skákmenn en þennan að velli. Skák þeirra félaga varð hinsvegar mjög stutt. Ég kom "heim" úr rúnti um skáksalinn þegar rétt rúmlega 40 mínútur voru liðnar til að finna 1/2-1/2 sem úrslit og fyrsta borði, semsagt stórmeistarajafntefli.

Þar sem ekki má semja í undir 30 leikjum höfðu þeir endurtekið stöðuna þrisvar sinnum. Vissulega var ekkert líf í stöðunni og Hannes taldi enga ástæðu að láta reyna á þann pólska.

Rd10_hannes_1

Bb5-c4 og Bc6-d5 var endurtekið hér

4. borð: Bragi svart á Darius Swiercz 2639

Rd10_bragi

Bragi tefldi með svörtu 1.d4 Rf6 2.c4 b6. Merkilegt nokk þá var nákvæmlega sama staða á 3. borði hjá Gumma og eilítið fyndið moment þegar liðsstjóri Frakka og vinur minn Fabien Libiszewski kom og kíkti á viðureignina hjá okkur og glotti svo yfir þriðja og fjorða borði. Við tókum stutt spjall og hann sagði að þriðja borðið okkar ætti bara að bíða eftir leik hjá því fjórða og svo öfugt ;-)

Byrjunin hjá Braga varð einhvern veginn að hálfgerðri Grunfeld stöðu en svartur var eitthvað á eftir með að ná hinum venjulegu "breakum" c5 eða e5. Bragi náði þó að leika ...e5 en líklegast hefði hann átt að leika ...Ra5 og ...c6 í stað ...Re7 sem var mögulega upphafið að vandræðum.

Engu að síður vildu tölvurnar meina að Bragi væri nálægt því að hafa jafnt tafl þegar hann lék sínum versta leik í þessu móti. Og átti í raun aldrei möguleika í skákinni eftir það.

Rd10_bragi_1

Hér kom peðsfórn með ...g5 sem reyndist misheppnuð og eftirleikurinn varð auðveldur fyrir fyrrverandi heimsmeistara 20 ára og yngri.

Versta skák Braga á mótinu en hann getur tekið margt gríarðlega jákvætt með sér en hann tefldi á köflum alveg skínandi vel og sýndi að ef að stoppað er í nokkur göt á hann að klára stórmeistaratitilinn.

 

2. borð: Hjörvar svart á Mateus Bartel (2646)

rd10_hjorvar

Hjörvar var klár í bátana í Spánverjanum gegn 1.e4 hjá Bartel. Til þessa hafði Bartel ávallt sleppt h3 í aðalvaríantinum og leikið þess í stað d4 strax. Því fór minnstur tími i aðallínurnar en Hjörvar hafði þó kíkt á þær.

Bartel tefldi mjög hratt og eftir 22 leiki var hann enn yfir byrjunartíma sínum á klukkunni (Hannes var t.d. búinn á þeim tíma!).

Hjörvar tefldi vörnina vel og sérstaklega var ...Rb7 góður leikur en tölvurnar vildu leika honum. Yfirleitt stendur riddarinn illa þarna og svartur vill ekki setja hann þar nema tilneyddur. Í þessu tilviki var það hinsvegar góður leikur og Jóhann t.a.m. var mjög sáttur við þennan leik hjá okkar yngsta stórmeistara.

Í stöðu sem leit út fyrir að vera nokkuð venjuleg Spánverja staða fór Bartel í peðsfórnir hér:

Rd10_hjorvar_1

Hjörvar "took up the gauntlet" eins og þeir segja á engilsaxneskunni og bauð Bartel upp á að sýna sér snilldina. Snilldin reyndist aðeins minni en við (Björn Ívar) héldum á hliðarlínunni. Vissulega vann Bartel í kjölfarið skiptamun en Hjörvar hafði fína stöðu og enga taphættu. Á tímabili vorum við hræddir um að einhver brakandi snilld væri í kortunum með Rxe5xd7 og einhverju drottningarfórna "systemi". Sem betur fer var það ekki í spilunum.

Rd10_hjorvar_2

Hér erum við með lokastöðuna. Bartel lék sínum 40. leik og bauð jafntefli. Hjörvar spurði mig og ég sagði að hann mætti ráða, má í raun ekki segja meira en "Yes", "No" eða "You decide".  Á þessum tímapunkti virtist staða Gumma vera kolunnin þó vissulega væri hún flókin. Hjörvar átti um 7 mínútur eftir þegar boðið kom og gekk niður í 2 mín meðan hann fylgdist með skák Gumma áður en hann tók jafnteflinu.

Ég átti í mikilli innri baráttu um hvað ég ætti að skipta mér mikið af en ég var ekki jafn viss með skákina hjá Gumma og var þar að auki að spá í að banna jafnteflið þar sem jafntefli á þessum tímapunkti myndi setja mikla pressu á Gumma í tímahrakinu að klára sína skák.

Hjörvar var líklega í engri taphættu og með aðeins betra í tölvunum. Hinsvegar er erfitt að sjá hvernig svartur bætir stöðuna eftir 40...Kg7 41.Hf1 Be8 42.Bb1. Vissulega er hægt að ýta b-peðinu aðeins áfram en hvað svo? Reyndar getur hvítur ekki gert neitt heldur og því hefði kannski verið hættulaust að tefla áfram. Höfum þó i huga að ákvarðrnir þurfti að taka á mjög stuttum tíma og eins hafði Hjörvar verið í vörn mest alla skákina og fann fyrr einhverri þreytu. Auðvelt að gagnrýna á hliðarlínunni en rétt er að vissulega hefði verið gaman ef Gummi hefði klárað sína skák og Hjörvar hefði allavega getað látið Pólverjana svitna yfir möguleikanum að vera að tapa fyrir víkingaklappandi Íslendingum.

 

3.borð: Guðmundur hvítt á Kacper Piorun (2681)

Rd10_gummi

Anstæðingur Guðmundar í þessari skák er mjög áhugaverður. Piorun hefur nokkrum sinnum orðið heimsmeistari í "problem-solving" eða þeirri list að leysa hinar ýmsu skákþrautir. Má því ætla að hann sé góður í útreikningum og úrræðagóður í hinum ýmsu stöðum. Það kom að vissu leyti á daginn í dag.

Rd10_gummi_2

Snemma fannst mér Gummi fá mjög fina stöðu og þó maður haldi oft að maður hafi ekki rétt fyrir sér þvi andstæðingurinn sé með 2681 elóstig þá segir allt common sense hér að hvítur standi betur. Piorun er algjörlega búinn að vera að "krútta yfir sig" með manúveringunni He5-a5 og De8-e5-h5. Hvítur er með peð á d6 og ef hann nær f4 og e4-e5 er hann með alla stöðuna og svartur með fáranlegan hrók á a5.

Rd10_gummi_3

Gummi tefldi skákina vel og var að yfirspila andstæðing sinn. Hér fórnaði hann peði með b4 sem er ákveðin kraftataflmennska en kannski var ekki þörf á því þó hvíta staðan sé enn mun betri. "Ekki fórna með unnið" eins og ávkeðinn lögfræðingur hjá DeCode sagði fyrr í ferðinni ;-)

Rd10_gummi_4

Hér fóru leikar að æsast og ég varð allt í einu ekki viss um að Gummi væri að vinna. Hér var að mig minnir komið jafnteflisboð hjá Hjörvari og Gummi fór að virka stressaðri en hann var nokkrum mínútum fyrr. Allt í háalofti en hvítur er með mun betri stöðu. Gummi fann fínan leik í 30.Db4 en átti hér magnaða tölvusleggju með 30.Dd2!! og svartur er með tapað.

 

Rd10_gummi_5

Í miklu tímahraki var Gummi áfram með unnið og hér bjóst ég við 35.Rg3 og hvítur valdar allt. Ég hrökk hinsvegar við þegar líklega fyrstu og einu mistök Guðmundar í skákinni komu með 35.Dd4?

Piorun fékk allt í einu mótspil og staðan varð erfið auk þess sem peð í viðbót féll í valinn.

Rd10_gummi_6

Eftir að tímamörkunum var náð kom upp athyglisvert augnablik enn og aftur. Gummi lék sínum 40. leik og þurfti að pissa verandi búinn að halda í sér allt tímahrakið. Skiljanlega enginn tími gefist til að fara á klósettið þegar teflt er á viðbótartíma í miklu tímahraki. Hér gerði Gummi þau mistök að standa ekki bara beint upp og rjúka á klósettið. Í stað þess lék andstæðingur hans tiltölulega fljótlega (hann var líka undir 1 mínútu á leikinn) og þegar Gummi ætlaði að biðja skákstjóra um leyfi til að fara á klósettið vildi hann ekki leyfa honum það þar sem hann hafði séð leikinn. Ég spurði skákstjóra hvort hann mætti ekki fara á klósettið þrátt fyrir þetta og benti á fimm tómar vatnsflöskur á gólfinu hjá Gumma. Hann neitaði því hinsvegar þar sem hann hafði sé leikinn. Ekki er ég viss um að reglurnar séu svona strangar og skv. samtali eftir skákina við Rikka hefði mátt finna skákstjóra til að fylgja honum á klósettið og því fannst mér ansi hart að okkur vegið þarna.

Þetta endaði þannig að Gummi lék hér tiltölulega snöggt í 41. leik Hd4 og fór á klósettið. Þegar hann kom aftur beið hans 41...Ha1+ og því miður er eini leikurinn í raun og veru 42.Hd1 vegna þess að 42.Kd2 er að bjóða upp á 42...Ha2+ og svo í ýmsum varíöntum Hxe2 og Dg1+ og svo drepið á d4. Misskilningurinn hjá Gumma áður en hann fór á klósettið var að í einni stöðunni var svarti hrókurinn á a2 og í hinum a1. Hann hélt því að svartur gæti ekki krafist. Hinsvegar skiptir engu máli hvaðan maðurinn kemur, bara að sama staðan komi upp þrisvar. Sem betur fer skipti þetta í raun ekki miklu máli þar sem líklegast er alls ekki lengur vinningur í stöðunni en í öllu falli kom þetta atvik strax í veg fyrir að hægt væri að reyna eitthvað þar sem jafntefli var krafist og viðureigninni þvi lokið. 

Svekkjandi tap þar sem Gummi hafði yfirspilað þennan gæja gjörsamlega og mjög slysalega atburðarás og afleikur sem varð til þess að hann missti skákina niður í jafntefli. Spennandi viðureign og lærdómsrík fyrir bæði liðið og liðsstjórann.

 

Úrslitin: (smella til að sjá stærra eins og á öllum myndum)

Rd10_results

 

                  *****************************************

Punktar úr 10. umferð:

 

- Fyrst einn úr 9. umferð. Það var mjög skemmtilegt moment í lok skákar Ivan Salgado Lopez hjá Spánverjum. Það er ekki oft sem menn fá tækifæri á að drepa þrjú peð í röð í peðsendatafli og fljótlega hið fjórða. Augljóslega dugði það ekki til en áhugavert moment ;-) 

Rd10_Rd9_Salgado

 

- Carlsen vann enn og aftur og nú gegn Írananum Ghaem Maghami. Carlsen beitti London systeminu og lét Íranann líta illa út.

Rd10_mc

 

- Norðmenn unnu að mínu viti óvæntan stórsigur 3,5-0,5 gegn spútnikliði Íran. Við Björn Ívar spáðum báðir 2,5-1,5 fyrir Íran. Vart þarf að taka fram að það var Jón Lúðvík sem gerði eina jafnteflið og er því enn án sigurs á mótinu ;-)

 

- Torre-vaktin er gjörsamlega að brenna yfir. Í dag var Ian Gourlay frá Skotlandi lagður að velli en hann er með um 2350 elóstig. Við erum að tala um 9 vinninga af 10 hjá filipeysku goðsögninni!

Rd10_torre

 

- Baadur Jobava datt niður fyrir 3000 í performance með því að gera jafntefli við þriðja stigahæsta mann mótsins Fabiano Caruana. Jobava kom enn og aftur gríðarlega á óvart....að þessu sinni með því að gera ekkert óvænt og tefla ítalska leikinn!

 

- Helgi Dam Ziska varð í dag fyrsti Stórmeistari í skák í sögu Færeyja. Við óskum honum hjartanlega til hamingju með það enda Færeyingar stórvinir okkar og Helgi einn besti og ljúfasti drengur sem hægt er að kynnast. Helgi lagði að velli áður ósigraðan fyrsta borðsmann Bólívíu sem hafði farið á kostum með 7 vinninga úr 7 skákum.

- Arkadij Naiditsch hefur valdið miklum vonbrigðum fyrir heimamenn hjá Azerum og tapaði sinni fjórðu skák í röð í dag.

- Grikkir halda áfram að vera ólseigir. Þeir lönduðu tæpu jafnefli gegn Spánverjum í dag og eru eina sveitin ásamt Bandaríkjamönnum sem er ósigruð.

- Krúttlegasti keppandi mótsins í viðtali, hún er 9 ára og búin að vinna sýna fyrstu skák á Ólympíumóti! Hún fékk að sjálfsögðu nælu íslenska skáksambandsins og gott betur frá Don Roberto sem dæmdi hjá henni fyrr í mótinu.

 

- Turkmenistan hljóta að vera að eiga sitt besta Ólympíumót. Þeir eru eunu stigi fyrir ofan okkur í 36. sæti og hafa nýtt sér mikinn "monrad-meðbyr". Þótt ótrúlegt megi virðst hafa Turkmenar eftir viðureign sýna á morgun gegn Azerbaijan mætt öllum þrem sveitum Azerbaijan í þessu móti!

 

- Bandaríkjamenn verða að teljast líklegastir til að hampa gullinu hér. Þeir eru enn jafnir Úkraínumönnum í efsta sæti en hafa þá á innbyrðis viðureign og vinningum. Bandaríkjamenn mæta spútnikliði Kanadamanna í síðustu umferð sem á pappírunum á að vera góð pörun fyrir þá og sigur. Það er þó aldrei hægt að bóka neitt í þessu og verður spennandi að fylgjast með í fyrramálið.

              *********************************************

 

Á morgun er það Argentína sem er ágætis pörun miðað við nokkrar monster sveitir sem við gátum lent á eins og Holland og Ísrael sem hefði verið gríðarlega erfitt að vinna. Vissulega eru Argentínumennirnir stigahærri en möguleikarnir ættu að vera fínir. Fínt líka loksins að losna úr þessu litla Evrópumóti sem við vorum lentir í ;-)

Rd11_pairings

bestu kveðju frá Baku,

Ingvar Þór Jóhannesson, liðsstjóri í opnum flokki

Rd10_captains

 

 

p.s. meðan þessi pistill var í skrifum sá ég að klukkan var 00:02 en skila átti inn liðsuppstillingu fyrir 00:00....mér til happs þá er aðalliðinu skilað inn sjálfkrafa ef það gleymist. Ég var nú með það bakvið eyrað en ég fékk samt smá sjokk þegar ég var ekki alveg viss um hvort ég væri 100% viss ;-)

 


Ólympíuskákmótið: 10. umferð í kvennaflokki

Ísland 3 – Sri Lanka 1

Andstæðingar okkar í 10. umferð voru Sri Lanka (meðalstig: 1717), sem er skáksveit skipuð ungum og efnilegum stúlkum. Þær voru flestar með stigagróða nálægt 100 stigum á mann, fyrir umferðina, svo það var engin ástæða til að halda að viðureignin yrði auðveld.

P1040759

Við upphaf 10. umferðar gegn Sri Lanka

Á fyrsta borði hafði Lenka hvítt gegn TH D Nihlesh Tharushi (1584). Lenka lék 1. g3 í fyrsta leik til þess að taka andstæðing sinn ,,úr teóríunni“ og það gekk fullkomlega upp. Upp kom kóngsindversk árás og Lenka tefldi í sama stíl og Fischer gerði stundum í gamla daga. Í rauninni var um algjöra módelskák í kóngsindverski árás að ræða. Eftir 20. Rf6!+ réð svartur ekkert við mátsókn hvíts. Í framhaldinu henti Lenka höllum mönnunum sínum í átt að svarta kóngnum og Tharushi gafst upp þegar hún hefði þurft að gefa drottninguna til að stoppa mátið. Flottur og öruggur sigur.

10lenka

20. Rf6+! ala Fischer. Tharushi lék 20...Kh8 en eftir 21. Rg5! réð hún ekkert við stormsveip hvítu mannanna á kóngsvængnum.

Á öðru borði hafði Guðlaug svart gegn Dilhara Ishini Wickramasinghe (1750). Upp kom sama afbrigði í slavneskri vörn, með 3...dxc4, og Gulla hafði teflt áður í mótinu. Við höfðum skoðað afbrigðið nokkuð vel en engu að síður missti Gulla aðeins tökin á stöðunni eftir byrjunina og tapaði í framhaldinu peðinu sínu á c4. Hún var þá peði undir og þurfti að verjast í erfiðu endatafli. Hún hafði peðameirihluta á drottningarvæng en náði aldrei neinu mótspili og í rauninni tefldi Wickramasinghe virkilega vel, það verður ekki tekið af henni. Öruggur sigur hvíts.

10gulla

Hér lék Gulla 11...h6 sem er sennilega of hægfara. Hér kom til greina að leika 11...a6 og svo 12...b5 og hanga á peðinu á c4. Staðan verður tvíeggjuð en svartur á sín tækifæri.

Á þriðja borði hafði Hallgerður Helga hvítt gegn Dasuni Hansika Mendis (1699). Upp kom ítalskur leikur sem Halla þekkir vel. Snemma í skákinni skildi Halla riddara eftir í uppnámi á b3 með 13. Rf5! Mendis þorði ekki að taka manninn og í framhaldinu fór Halla í stórsókn gegn svarta kóngnum. Hún vann peð en tapaði því aftur. Það kom þó ekki að sök því hún hafði talsvert frumkvæði og svarta kóngstaðan var veik. Mendis var auk þess mjög tæp á tíma og missti algjörlega tökin á stöðunni og lék sig beint í mát. Mjög góð skák og fallega útfærð sókn. Með þessum sigri tryggði Halla sér WFM titil með því að ná 6 vinningum af 9 skákum. Til hamingju með það, Halla!

10halla

Hér lék Halla 13. Rf5! Liðsstjórinn fór að svitna því hann sá ekki killerinn. Hugmynd Höllu var 13...Dxb3 14. Rxg7! Kxg7 15. Bh6+! Kxh6 16. Dxf6+ Kh5 17. g4+! Kxg4 18. Kh1!! og mát í kjölfarið með 19. Hg1+. Frábær flétta hjá Höllu. Mendis tók ekki riddarann, lék 13...g6 en eftir 14. Bh6! var hún í ,,köðlunum" og Halla vann af öryggi.

Á fjórða borði hafði Hrund svart gegn Zainab Saumy (1688). Við sáum fyrir skákina að Saumy var að tefla spænska leikinn og lögðum upp með að Hrund myndi tefla gæluafbrigði Björns Þorfinnssonar með 3...Rge7. Hrund nýtti allar helstu hugmyndir Bjössa í afbrigðinu, lék Rg6 og seinna Be7 og Bg5. Hún komst beint í kóngssókn og hélt hugmyndum Bjössa áfram á lofti með g5 og h5. Hún reif upp hvítu kóngsstöðuna og það var aldrei spurning hvernig skákin myndi enda; um var að ræða algjöra einstefnu. Saumy réð ekkert við stöðuna eftir að g- og h-línurnar opnuðust. Hrund kláraði skákina með fallegri fléttu, vann drottningu og svo hrók og Saumy gafst upp. Flottur sigur hjá Hrund.

10hrund

Kóngssókn eftir uppskrift Björns Þorfinnssonar: 17...g4!

10hrund1

22...Hdg8+ og hvíti kóngurinn átti ekkert skjól. Eftir 23. Kf2 Db2+ 24. Ke3 Hh3+ 25. Hf3 Da3+ vann Hrund af öryggi.

Punktar úr 10. umferð:

- Kínverskur stúlkurnar unnu þær pólsku í dag og eru komnar með aðra hönd á titilinn fyrir síðustu umferð.

- Bandaríkjamenn unnu Georgíu í opna flokknum, hafa 18 stig, og fá Kanada á morgun. Úkraína er líka með 18 stig og fá Slóveníu. Þeir standa þó verr að vígi en Bandaríkin þar sem þeir töpuðu innbyrðis viðureign og eru líka lægri að vinningum.

- Baadur okkar Jobava kom Caruana á óvart í byrjuninni í dag. Venjulega teflir Jobava 1. d4 2. Rc3 3. Bf4!? en í dag lék hann 1. e4 og tefldi teóríu í ítalska leiknum! Hann fékk þó lítið út úr byrjuninni og Caruana tryggði sigurinn í viðureigninni með öruggu jafntefli. Athygli vakti að Nakamura fór niður í logum með hvítu gegn Mikheil Mchedlishvili á 2. borði.

- Ég var tekinn í sérstakt eftirlit í dag fyrir að dirfast að koma með insúlíndælu á skákstað. Eftir að 6 öryggisverðir höfðu virt fyrir sér gripinn í nokkra stund var ég tekinn afsíðis þar sem azerskur sjúkraflutningamaður gaf blessun sína yfir því að tækið væri hvorki sprengja né skáktölva. Ég hlakka til að sjá hvað gerist á morgun. Það má geta þess að liðsmenn íslenska kvennalandsliðsins höfðu mjög gaman að fylgjast með aðförunum.

- Skemmtilegustu nöfn skákmanna á mótinu hingað til: Olga Gutmakher frá Ísrael og Ockie Jean Michel MONNEY frá Fílabeinsströndinni.

- Krúttlegasti keppandi mótsins er Fiorina Berezovsky, 9 ára, frá Mónakó. Þessi mynd náðist af Don Robertó, ,,the friendly arbiter" og Fiorinu fyrir 9. umferð:

robbi

 

- Liðsstjórarnir eru algjörlega búnir að missa það og æfðu ballett við upphaf 10. umferðar.

P1040774

Á morgun, í 11. og síðustu umferð, mætum við grjóthörðu liði Grikklands (meðalstig: 2239). Við þurfum að eiga mjög góðan dag til þess að taka sigur í þessari umferð en við gefum allt okkar í þetta og endum mótið með stæl.

Þangað til næst, bestu kveðjur frá Bakú.

Björn Ívar


Ísak Orri sigraði á fyrsta móti Bikarsyrpunnar

20160911_171055-768x605Ísak Orri Karlsson (1148) kom, sá og sigraði á afar spennandi upphafsmóti Bikarsyrpu TR sem fram fór um liðna helgi. Tefldar voru sjö umferðir og hlaut Ísak 6 vinninga en næst honum með 5 vinninga komu Joshua Davíðsson (1411) og Batel Goitom.

Mótið einkenndist af mikilli spennu og þegar kom að lokaumferðinni höfðu tveir keppendur 5 vinninga og aðrir tveir 4 vinninga þannig að allt gat gerst enda breyttist staða keppenda ört þegar úrslit úr síðustu umferðinni tóku að detta inn. Á efsta borði stýrði hin unga Batel Goitom hvítu mönnunum gegn Joshua og var ekkert á því að gefa eftir í baráttunni við stigahæsta keppanda mótsins. Örugglega færði hún mennina til á borðinu köflótta, vann snemma lið og sigldi sigrinum án mikillar hættu í höfn. Þar með var Batel komin í hóp keppenda sem höfðu 5 vinninga og að jafntefli gegn Árna Ólafssyni (1156) á öðru borði myndi duga Ísaki Orra til sigurs í mótinu.

Ísak hafði hvítt gegn Árna og úr varð afar jöfn og spennandi orrusta þar sem hnífjafnt var í liði og staðan nánast samhverf alveg þar til Ísak vann peð og fékk í kjölfarið vænlega stöðu í endatafli þar sem þeir félagar höfðu sinn hrókinn hvor. Árni varðist hvað hann gat en þegar Ísak knúði fram uppskipti á hrókunum sá Árni sæng sína uppreidda og lagði niður vopn. Sem fyrr segir stóð Ísak Orri því uppi sem sigurvegari mótsins, einn með 6 vinninga, og er sannarlega vel að sigrinum kominn. Þess má til gamans geta að Ísak ætlaði sér að taka yfirsetu fyrr í mótinu en eftir góða byrjun snérist honum hugur og kom sú ákvörðun honum sannarlega til góða.

Við óskum Ísaki til hamingju með sigurinn og þökkum keppendum fyrir skemmtilegt mót en afar gefandi er að fylgjast krökkunum við skákborðin því framfarirnar leyna sér ekki, sama hversu langt þau eru komin. Munum að það eru alltaf jákvæðir og lærdómsríkir punktar sem hægt er að taka úr öllum skákum, og skiptir þá ekki máli hvort við unnum, töpuðum eða gerðum jafntefli.

Sjáumst á næsta móti Bikarsyrpunnar sem fer fram fyrstu helgina í nóvember.


ÓL: Naumt tap gegn Póllandi - stórsigur á Sri Lanka

 

P1040744

Pólverjar reyndust of stór biti fyrir íslenska liðið í opnum flokki er liðin áttust við í 10.umferð Ólympíuskákmótsins í Bakú. Pólverjar unnu 2,5-1,5. Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Guðmundur Kjartansson gerðu allir jafntefli en Bragi Þorfinnsson tapaði sinni skák.

P1040759

Í kvennaflokki vann Ísland stórsigur gegn Sri Lanka 3-1. Lenka Ptacnikova, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir og Hrund Hauksdóttir unnu sínar skákir en Guðlaug Þorsteinsdóttir tapaði sinni viðureign.

Það stefnir í æsispennandi baráttu um sigurinn í opnum flokki á milli Bandaríkjanna og Úkraínu. Bæði lið unnu nauma sigra í dag og eru nú efst og jöfn fyrir síðustu umferð með 18 stig. Norðmenn unnu glæsilegan sigur á einu efnilegasta liði mótsins, Íran, 3,5-0,5. Magnus Carlsen hefur dregið vagninn fyrir Noreg í mótinu og hefur heimsmeistarinn nælt sér í 7 vinninga í 9 skákum.

P1040732

Í kvennaflokki tók Kína risaskref í átt að sigri í mótinu með því að leggja Pólland að velli næsta örugglega. Kína hefur hlotið 18 stig en næstu þjóðir hafa 16 stig.

Síðasta umferð mótsins verður tefld á morgun og hefst hún klukkan 7 að íslenskum tíma. Skákáhugamenn heima á Íslandi þurfa því að stilla vekjaraklukkur sínar til að missa ekki af fjörinu. Pörun síðustu umferðar liggur ekki fyrir.


ÓL: Pólland og Sri Lanka andstæðingar dagsins

Í dag klukkan ellefu að íslenskum tíma verða klukkur settar í gang í 10.umferð Ólympíuskákmótsins í Bakú. Ísland mætir firnasterkri sveit Póllands í opnum flokki og stúlkurnar etja kappi við Sri Lanka.

Eftir jafnteflisvonbrigði gærdagsins glímir Ísland við erfiðasta andstæðing sinn til þessa í opnum flokki. Pólska sveitin er sú sjöunda stigahæsta í mótinu. Jóhann Hjartarson hvílir í dag.

poland

 

Í kvennaflokki mætir Ísland ungu og efnilegu liði Sri Lanka. Lið Sri Lanka er sýnd veiði en ekki gefin því allar þessar ungu srílönkur eru í stigagróða, samtals 350 stiga hækkun. Veronika Steinunn Magnúsdóttir hvílir í dag.

sri lanka

 

 

 


Ólympíuskákmótið: 9. umferð í kvennaflokki

Svartfjallaland 2½ - Ísland 1½

Andstæðingar okkar í 9. umferð voru Svartfellingar (meðalstig: 2169). Þétt sveit og erfiðir andstæðingar á pappírunum. Ég hafði þó fulla trú á liðinu því við höfðum sýnt að við höfðum fullt í þessar sterkari sveitir að gera, með árangri okkar gegn bæði Englandi og Moldavíu fyrr í mótinu.

Á fyrsta borði hafði Lenka svart gegn WIM Aleksanda Milovic (2252). Við sáum að Aleksandra hafði nokkuð óhefðbundinn byrjunarstíl og það mætti gera ráð fyrir hverju sem er. Byrjunarleikur hennar, 1. e3, kom því ekkert svakalega á óvart. Carlsen lék þessu einmitt í einni af sínum skákum fyrr í mótinu. Upp kom nokkurs konar enskur leikur með óhefðbundnu sniði. Lenka jafnaði taflið snemma og eftir ónákvæmni hvíts barðist hún fyrir frumkvæðinu af miklum krafti. Í miðtaflinu fórnaði Lenka manni, með þeirri hugmynd að vinna hann aftur með miklum vöxtum. Milovic virtist alveg missa tökin á stöðunni við þetta og með nokkrum hnitmiðuðum fallegum leikjum sigldi Lenka sigrinum í höfn. Frábær taflmennska og öruggur sigur.

9lenka

Hér lék Lenka 20...Rfxe4! 21. Rxe4 Rxe4 22. fxe5 Rg5! og hvíta staðan hrundi.

P1040725

Hallgerður Helga við upphaf 9. umferðar

Á öðru borði hafði Hallgerður Helga hvítt gegn WIM Tijana Blagojevic (2223). Upp kom afbrigði af slavneskri vörn, sem við höfðum skoðað aðeins fyrir skákina. Blagojevic breytti aðeins útaf því sem við höfðum gert ráð fyrir og Halla fann ekkert betra en að fara út í drottningarlaust miðtafl sem bauð ekki upp á mikið. Eftir einhverjar flækjur þar sem Halla hefði hugsanlega getað staðið höllum fæti leystist staðan upp í jafntefli.

9halla

Staðan eftir 15. Ke3. Frekar óvenjuleg staða sem var þó allan tímann í jafnvægi og endaði í sanngjörnu jafntefli.

Á þriðja borði hafði Hrund svart gegn WIM Marija Stojanovic (2127). Marija tefldi ítalskan leik og fékk heldur þægilegra tafl út úr byrjuninni. Hrund náði þó að jafna taflið nokkurn veginn en missti þráðinn í miðtaflinu og lenti í vandræðum. Hún neyddist til að gefa peð og í framhaldinu annað. Eftir það var enginn möguleiki að bjarga stöðunni og sannfærandi sigur hvíts staðreynd.

9hrund

Hér lék Hrund 17...Re5?! og lenti í vandræðum eftir 18. Rxe5 dxe5 19. Rf5! - Betri leikur er sennilega 17...b6 og svartur stendur aðeins verr en þarf ekki að hafa miklar áhyggjur.

Á fjórða borði hafði Veronika hvítt gegn WFM Lidija Blagojevic (1957). Upp kom Philidor-vörn sem við höfðum kortlagt vel fyrir skákina. Blagojevic breytti útaf alfararleiðum snemma tafls en Veronika hélt sig við upphaflega planið, sem sennilega var röng ákvörðun. Hún varð heldur planlaus í framhaldinu og í stað þess að sætta sig við að staðan væri jöfn fór hún í sókn sem snérist í höndunum á henni. Blagojevic náði hagstæðum uppskiptum og í framhaldinu öllum tökum á stöðunni. Hún vann skiptamun og eftir það hrundi staða Veroniku. Öruggur sigur svarts.

9veronika

Hér lék Veronika 15. Bxf6?! og eftir 15...Bxf6 náði svartur góðum tökum á svörtu reitunum. Þess í stað hefði hvítur getað haldið frumkvæðinu með 15. Rxe6 Bxe6 16. Bf4 með þægilegu tafli.

Lokastaðan 1 ½ - 2 ½ vissulega svekkjandi en það vantaði aðeins upp á taflmennskuna í þessari viðureign til þess að við ættum meira skilið út úr henni.

Nokkrir punktar frá 9. umferð:

- Kína vann góðan sigur á Bandaríkjunum í kvennaflokki og eru efstar eftir 9. umferð með 16 stig.

- Bráðefnilegt lið Íran gerði 2-2 jafntefli við England í dag þar sem Gawain okkar Jones þurfti að bjarga stiginu með því að vinna á 4. borði. Luke McShane fór niður í logum gegn Shahin Lorparizangeneh (2454) á 3. borði. Parham Maghsoodloo mætti í vestinu sínu og gerði jafntefli við David Howell á 2. borði. Ivan Sokolov er liðsstjóri liðsins og virðist nokkuð sáttur með árangurinn.

- Ég er enn að jafna mig eftir að hafa hitt andstæðing Jóhanns frá því í umferðinni í gær, hinn slóvakíska GM Milan Pacher, í stigaganginum á hótelinu.

 

20

GM Pacher

Þannig er mál með vexti að maður er fljótari að labba upp og niður stigann á milli hæða en að taka lyftuna. Ég nota því oft stigaganginn til að komast upp á hæðina fyrir ofan. Stigagangurinn er dimmur og drungalegur en þegar ég hljóp á milli hæða í gær sá ég þessa þvílíku stóru og stæðilegu mannveru eina í myrkrinu í stigaganginum, í hörku samræðum við sjálfan sig. Eftir að hafa tapað gegn Jóa og þannig klúðrað viðureigninni gegn okkur mátti gera ráð fyrir að Patzerinn væri mjög reiður - og ég hélt í eitt augnablik að þetta yrði mín síðasta stund, þarna í stigaganginum. En blessunarlega tók hann ekki eftir mér og ég slapp inn á herbergi. Ég passaði þó að hafa dyrnar læstar um nóttina.

- Öryggisverðir mótsins gerðu enn og aftur heiðarlega tilraun til þess að enda líf mitt í dag. Þeir hafa mikinn áhuga á því að láta mig aftengja insúlíndæluna mína því þá grunar sennilega, eins og áður hefur komið fram, að hún sé annaðhvort skáktölva eða sprengja. Ég hef þurft að fara með sömu ræðuna fyrir hverja einustu umferð: að um sé að ræða „life threatening situation‘‘ ef tækið yrði aftengt. Þeir hafa fallist á það hingað til; en með semingi þó.

- Baadur Jobava frá Georgíu er orðinn ein af hetjum mótsins. Hann er búinn að tefla eins og vél, með 7 vinninga af 8 mögulegum á 1. borði. Hann sigraði Richard Rapport frá Ungverjalandi í dag, með svörtu, í skák sem var frekar frumleg – eins og við mátti búast af þeim félögum. Eftir 1. e4 d6 2. Rc3 e5 3. f4 exf4 4. Rf3 kom 4...Re7 og svo 5....Rg6. Þessi riddari endaði svo á h8 í 12. leik en átti góða endurkomu í skákina í 40. leik og innsiglaði sigurinn að lokum. Baadur er með árangur upp á 3013 skákstig eftir umferðina í dag.

baadur

Bestur Jobava

Eftir umferðina í dag eru einungis tvær umferðir eftir og nú er mikilvægt að gefa allt sitt í síðustu skákirnar og klára mótið með sæmd, bæði í opnum flokki og kvennaflokki. Það er komin dálítil þreyta í keppendur mótsins – ekki bara þá íslensku, heldur alla hina auðvitað og ég hef trú á því að það sé nauðsynlegt að komast yfir þreytuna og berjast til síðasta blóðdropa í lokaumferðunum - ef menn ætla að ná góðum árangri.

Á morgun fáum við mjög efnilegt lið Sri-Lanka (meðalstig: 1717) sem hefur verið að tefla frábærlega á mótinu; 4 liðsmenn af 5 eru að græða tæp 100 stig á mann. Það gæti því orðið þungur róður á morgun en við stefnum að því að fara langt á reynslunni.

Þangað til næst, bestu kveðjur frá Bakú.

Björn Ívar


Ólympiumót: 9. umferð í opnum flokki

Rd9_gummiEins og á Evrópumótinu í knattspyrnu fyrr í sumar varð jafntefli niðurstaðan í viðureign við Portúgali. Að þessu sinni er komið að okkur að segja að þeir voru bara varnarsinnaðir og fara ekki langt á þessu móti ;-)

Fyrirfram hefði mátt búast við íslenskum sigri þar sem við vorum stigahærri á öllum borðum. Munurinn var hinsvegar ekki það verulegur að ganga mætti að honum sem vísum. 

Snemma var ég nokkuð bjartsýnn á góð úrslit þar sem mér fannst Hjörvar hafa fína stöðu, Hannes traustur og andstæðingur Jóhanns notaði tímann sinn algjörlega eins og rasstrúður. Skák Guðmundur var hinsvegar mjög tvíeggjuð og vissi ég ekkert hvað var í gangi þar. Eins og svo oft áður þróuðust hlutir svo aðeins öðruvisi en við mátti búast. Merkilegt nokk var kóngsindversk vörn í boði á þrem borðum.

Áður en lengra er haldið kemur smá getraun. Á myndinni fyrir neðan er undirritaður og svo fánar í baksýn. Reynir Pétur ferðarinnar, Kjartan Maack spurði mig hvaða land ætti ljósbláa fánann með rauðu röndinni skáhallt yfir. Undirrtaður strögglaði mikið við þetta og fann ekki svarið þrátt fyrir að hefa tvær vísbendingar. Omar Salama kom svo með svarið. En svarið kemur neðst fyrir ykkur kæru lesendur ;-)

R9_quiz


En lítum aðeins á gang mála hjá hverjum og einum eins og venjulega. Galego hvíldi hjá Portúgölunum enda búinn að tefla allar á meðan að Bragi hvídli hjá okkur, búinn að tefla sex í röð og fínt að koma sterkur inn á lokasprettinn.

1. borð: Hannes svart á Ferreira

Rd9_hannes

Skákin hjá Hannesi var nokkuð solid og hann var aldrei í teljandi vandræðum. Andstæðingur hans átti mögulega einn tímapunkt þar sem hann hefði getað skapað örlítið vandamál fyrir Hannes en Hannes var með vörnina á hreinu þar. Eftir að möguleiki hvíts á frumkvæði hafði fjarað út voru aðeins þungir menn eftir á borðinu og Hannes líklega með aðeins betra. Hannes samdi um leið og 30 leikir kláruðust enda staðan nokkuð líflaus. Hannes hefði þó líklega getað reynt eitthvað aðeins í lokastöðunni og þó aðallega þar sem hann hafði 58 mínútur gegn 6 og bara til að halda möguleikanum á að tefla áfram lifandi ef hinar skákirnar hefðu þróast illa.

 


2. borð Hjörvar hvítt gegn Damaso.

Rd9_hjorvar

 

Hjörvar tefldi fianchetto gegn kóngsindverjanum og virtist fá skínandi stöðu í byrjuninni eftir hina þvinguðu leiki, Ba3 og c5-c6 í framhaldinu.

Rd9_hjorvar_1

Einhvern veginn virtist þó erfitt að fá eitthvað haldbært á hvítan og hefði þurft einhverja sjúka tölvuleiki til að viðhalda frumkvæði en Hjörvar valdi þó plan sem leit vel út með Rc3-b5-d4 sem er mjög eðlilegt. 

Hjörvar strögglaði í framhaldinu að finna plan og Damaso tefldi mjög vel og bætti sína stöðu jafnt og þétt og var líklegast kominn með aðeins betra þó Hjörvar hafi aldrei verið í taphættu. Jafntefli var svo óumflýjanlegt þegar staðan einfaldaðist of mikið.


3. borð Jóhann svart á Fernandez

Andstæðingur sem Jóhann þekkir vel enda mættust þeir á Heimsmeistaramóti ungmenna að ég held 1984. Jóhann nefndi að þá hefði hann verið mikill tímahrakssjúklingur og það virðist ekkert hafa elst af honum með árunum ef marka má skák dagsins!

Rd9_johann

Hér tókst Fernandez á einhvern óskiljanlegan hátt að hugsa í 48 mínútur og 27 sekúndur og leika svo hinum trölleðlilega leik 9.Bb2. Hreint ótrúleg ákvörðun...já eða ákvörðunarleysi. Staðan er tiltölulega einföld og vel þekkt og maðurinn bara kominn langleiðina í tímahrak strax.

Eftir 20 leiki var Jóhann með fína stöðu, algjörlega búinn að jafna taflið þegar hann fór að þvinga of mikið í stöðunni og einfalda hana. Hann vildi meina að t.d. ...Dc7 i stað ..:Bc6 væri mun praktískara til að halda mönnum inná. Portúgalinn fékk því e.t.v auðveldari leiki en ella til að leika í tímahrakinu en samt var hann ótrúlegt ópraktískur og ítrekað lét hann tíma ganga niður í 1 sekúndu áður en hann lék þannig að hann átti 31 sekúndu eftir að hafa leikið. Var í raun tvisvar nálægt því að falla í stöðum þar sem ekkert þurfti að reikna og eiginlega alltaf ljóst hvað hann myndi leika. Mikill tímahrakssjúklingur þarna á ferð og minnti undirritaðan nokkuð á Kjartan nokkurn Maack....nema hvað að Kjartan leikur þegar 2 sekúndur eru eftir og skrúfur mönnum aðeins niður á en hann ýtir og á eftir 31 sekúndu eftir að hafa leikið ;-)

En já, staðan einfaldaðist of mikið og e.t.v. var Jóhann ennþá að tefla eilítið upp á tímann og að refsa andstæðingnum fyrir tímahrakið. Það sem gerðist í staðinn var að í stað þess að fara að tefla stöðuna og redda jafnteflinu svaf Jóhann á verðinum á meðan að Portúgalinn bætti sína stöðu mjög vel og tefldi hreint fantavel. Eftir að peð féll á c5 í endataflinu hrundi staðan algjörlega og engum björgum við komið. Svekkjandi tap og óþarfi.


4. borð Guðmundur hvítt á Sousa

Rd9_gummi

Þessi skák hjá Guðmundi fylgdi langri teóríu í kóngsindverja. Guðmundur mætti til leiks með hugmynd sem undirritaður hefur ekki séð áður með Kh1 og Hg1 og hvítur opnar sjálfur stöðuna á kóngsvæng. Eins og ég skil þetta afbrigði hefur venjan verið sú að hvítur þarf að vera á undan að brjótast í gegn á drottningarvængnum og muna svo að beygja til hægri áður en hann verður mát hinumegin.

Andstæðingur Guðmundar tefldi að því er virtist af nokkru öryggi líka ef marka mátti klukkuna. Í stuttu máli kom upp staða sem ég skildi ekkert í og erfið var að meta. Mér fannst á tímapunkti vera farið að halla á Guðmund en eftir á að hyggja byggði ég það ekki á neinu sérstöku nema að það var svona kortér í mögulegar fórnir á kóngsvængnum. Í öllu falli var þessi skák ekki góð fyrir blóðþrýsting liðsstjóra!

Rd9_gummi_2

Er von nema maður spyrji hver þremillinn sé í gangi í svona stöðum? Svartur er búinn að hlaða öllum mönnunum á g-línuna. Hvernig metur maður svona stöðu? Tölvan segir 0.18 en ég veit ekki neitt ;-)

 

Eftir að hafa skoðað skákina eftirá með tölvum virðist hvítur alltaf hafa haft betra og Gummi vel með á nótunum í skákinni. Hann fékk svo hartnær unnið tafl með vel tímasettri skiptamunsfórn sem stoppaði algjörlega svörtu sóknina.

Rd9_gummi_3

Hér kom 32.Hxd7! og Gummi tók algjörlega stjórnina og lét hana ekki af hendi út skákina. Þétt og vel tefla skák hjá Gumma sem er að koma sterkur inn í lokin og hetja dagsins í dag.

Miðað við að ýmislegt datt ekki með okkur í dag eru 2-2 ágætis úrslit. Hinsvegar hefði Jóhann í raun aldrei átt að tapa og Hjörvar með mjög vænlegt og eins Hannes aldrei í neinni hættu. Sigur í viðureigninni hefði því verið kærkominn en skákin er svona stundum og aðeins hægt að horfa fram á veginn.

 

Rd9_results

 

Ýmsir punktar úr 9. umferð og sem mér hefur dottið í hug og kannski gleymt að koma að áður:

 

- Tekið var viðtal við Jóhann fyrir nokkrum dögum. Hér er tengill á það 

- Noregur loksins komnir á efri borðin en sendir aftur niður með 3-1 ósigri gegn Bandaríkjamönnum. Carlsen mætti Caruana og beitti skandinavískri vörn en það gerði hann líka merkilegt nokk gegn honum í Tromsö 2014!

Rd9_carlsen

- Torre-vaktin...í stttu máli þá heldur kallinn bara áfram, 8 af 9 og bara vinnur og vinnur. Efnilegur skákmaður þarna á ferð!

9th_Torre


- Hammer-vaktin er ekki alveg jafn skemmtileg....allavega ekki fyrir hann en mögulega fyrir aðdáendur harmleikja. Jón Lúðvík tapaði í dag gegn Nakamura og því enn án sigurs með 7 jafntefli og 2 tapskákir. Hann náði 2700 á dögunum en virðist vera á góðri leið með að fara aftur niður fyrir 2600!

- Baadur Jobava er gríðarlega skemmtilegur skákmaður. Í gær vann hann Ponomariov í 21 leik. Í dag leitaði hann í siðju Hallgerðar en hann lét múra riddarann sinn úti í horni á h8.

Rd9_Jobava

Út í horn fór riddarinn í 12. leik og kom ekki út fyrr en í 40. leik og kláraði dæmið svo! Þetta var á móti stigahæsta skákmanni Ungverja, Richard Rapport með 2752 skákstig takk fyrir! Rapport er sjálfur mjög skemmtilegur og frumlegur skákmaður og þetta því draumaviðureign fyrir skákáhugamenn.

- Leðurblökur gerðu vart við sig á skákstað í dag. Sá ég allavega þrjár slíkar og hef aldrei áður borið þessi dýr augum áður á ævinni. Þær eru mun minni í smíðum en ég hefði ætlað og þegar ein þeirra lenti á gólfinu (og öryggisverðir fengu loksins eitthvað bitastætt að gera!) þurfti lítið annað en litla fína servíettu til að flytja blökuna burt af mótsstað.

- Lenti í furðulega atviki í gær þegar 8. umferðin var nýbyrjuð. Fór að ná í kaffi fyrir strákana. Í röðinni er Búlgari..hann fer allt í einu að hlæja upphátt og svo strax aftur í kjölfarið. Fyrst hélt ég að einhver væri með honum og þeir væru að hlæja að einhverju þó það væri verulega óeðlilegt þegar umferðin er byrjum að hlæja upphátt. Ég klára að hella mjólk í kaffið og þá fer hann aftur að hlæja upphátt og mjög furðulegum svona geðveikishlátri bara einn með sjálfum sér. Það þarf vart að taka það fram að Búlgörum er ekki að ganga vel í mótinu ;-)

- Vinir okkar í Suður-Súdan áttu lítið roð í Egypta og töpuðu 4-0. Þegar ég kom að borðinu hjá þeim fékk Deng á 4. borði flottan leik á sig:

Rd9_sudan_deng

...Dc3 er hér stílhreinn og flottur. Deng og Deng töpuðu líka og Diing Diing.

- Frændur okkar Færeyingar reðu ekki við Ólympíumeistara Kínverja. Kínverjar unnu 4-0 og hafa því náð okkur á stigatöflunni eftir 9 umferðir. Það hlýtur að teljast gott hjá okkur ;-)

- Athyglisverð viðureign í dag þegar Írak og Sýrland mættust en þessi lönd hafa auðvitað verið mikið í fréttum og samskipti þeirra söguleg á margan hátt. Sýrlendingarnir mættu flestir í mjög flottum jakkafötum sem eftir var tekið og ég tók líka sérstaklega eftir.

- "Gátan" með fánakvikindið er leyst. Jóhann tók að sér að kíkja á google þar sem ég gat ekki staðfest að ég hefði munað rétt og gleymdi því svo alltaf. En það er rétt að fáninn er 70m x 35m sem er hreint ótrúleg stærð. Stöngin er í 162m hæð og fáninn er 350kg!!

Rd9_flag


- Hótelmaturinn er orðinn verulega þreyttur hérna. Þeir virðast engan veginn kunna að fara með kjúkling og ofsjóða hann alltaf þannig að hann verður seigur og bara ekki góður. Ég er búinn að væla undan þessu áður en já, ótrúlegt en satt þá hefur verið skroppið á Dominos hér seinni part móts.

- Hannes var tekinn í random check eftir skákina og þurfti að fylgja þar til gerðum skákstjóra í anti-cheating room. Ég sá tvo aðra á okkar slóðum tekna í slíkt eftirá test.

- Bandaríkjamenn virðist standa eftir nánast með pálmann í höndunum. Þeir mæta spútnikliði Georgíumanna og satt best að segja verður sigur þeirra að teljast líklegur þó að Jobava sé einn af mönnum mótsins hingað til. Bandarikin eru ólíkleg til að fá mjög sterka sveit í lokin þar sem Kínverjar komast ekki á efstu borðin og þeir eru búnir með Rússa og Úkraínu. Indverjar eða Azerar væru líklegastir að eiga möguleika á að veita þeim skráveifu. Úkraínumenn eru vissulega með jafn marga vinninga og Bandaríkjamenn en Bandaríkin eru að taka þá á innbyrðisviðureign/vinningum og vinna því væntanlega ef liðin yrðu jöfn í lokin.

 

Á morgun eru það Polverjar. Þeir eru 7. stigahæsta liðið og eins og Kínverjar liklegast ekki sáttir við núverandi stöðu. Vissulega erfið viðureign en við gerum okkar besta og sjáum hverju það skilar okkur. Við gerum ráð fyrir að Mates Bartel hvíli á morgun þar sem við sáum hann í súpermarkaðnum fyrr í kvöld kaupa sér vodkaflösku í fylgd með kapteininum Bartosz Socko. Það var ekki búið að para þegar við fengum þessar óvæntu "upplýsingar" en ef þetta er blöff hjá þeim til öryggis á alla andstæðinga með jafn marga vinninga þá er þetta vel gert! Einnit kemur þó til greina að Duda hvíli eftir tvö töp í röð. Við allavega gerum okkar besta....að mér læðist einhver tilfinning um að við séum að fara að koma á óvart á morgun :-)

 

Bestu kveðjur frá Baku,

Ingvar Þór Jóhannesson - liðsstjóri í opnum flokki.


Svar við getraun: Fáninn tilheyrir Afríkuríkinu Congó  (rétt svar er Democratic Republic of Congo eins og Rúnar Berg benti réttilega á!)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.6.): 4
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 207
  • Frá upphafi: 8766233

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 175
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband