Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2016
31.7.2016 | 20:01
Hjörvar endađi međ sigri á Xtracon-mótinu
Hjörvar Steinn Grétarsson (2550) vann danska FIDE-meistarann Johnny Veng (2280) í lokaumferđ Xtracon-mótins (Politiken Cup). Í umferđunum ţar á undan gekk hins vegar ekki vel hjá stórmeistaranum. Einar Hjalti Jensson (2371) tapađi hins vegar í lokaumferđinni. Hjörvar hlaut 7 vinninga og endađi í 23.-42. sćti (28.) en Einar hlaut 6˝ vinning og endađi í 43.-75. sćti (50.).
Einar hćkkar um 4 stig fyrir frammistöđu sína en Hjörvar lćkkar um 9 stig.
Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir (1815) hlaut 4˝ vinning og Lárus H. Bjarnason (1586) hlaut 3˝ vinning.
Sjö skákmenn urđu efstir og jafnir međ 8 vinninga. Sigurvegari mótsins eftir stigaútreikning varđ ţýski stórmeistarinn Matthias Bluebaum (2618).
Gunnar Finnlaugsson tók ţátt í Pub Quiz mótsins og náđi ţar öđru sćti ásamt félaga sínum.
398 skákmenn frá 26 löndum tóku ţátt í mótinu. Ţar af voru 27 stórmeistarar.
31.7.2016 | 10:46
Ágćtis árangur á opna tékkneska mótinu
Opna tékkaneska mótinu (Czech Open) lauk í gćr í Pardubice. Oliver Aron Jóhannesson (2232) hlaut 4˝ vinning í 9 skakum og Dagur Ragnarsson (2274) hlaut 4 vinninga en ţeir tefldu í a-flokki. Oliver hćkkar um 5 stig en Dagur lćkkar um 2 stig.
Fimm íslenskir skákmenn tefldu í b-flokki. Jón Trausti Harđarson (2078) stóđ sig ţeirra best en hann hlaut 6 vinninga og var lengi vel í toppbaráttunni. Haraldur Baldursson (1926) hlaut 5 vinninga, Sigurđur Ingason (1846) 4˝ vinning, Óskar Haraldsson (1735) 3 vinninga og Veronika Steinunn Magnúsdóttir (2786) 2˝ vinning.
Haraldur hćkkar um 31 stig, Jón Trausti um 24 og Sigurđur um 19. Óskar lćkkar um 3 stig og Veronika um 36.
Árangur íslensku keppendanna
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 13).
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2016 | 10:24
Hannes og Bragi tefla í Dresden
Landsliđsmennirnir Hannes Hlífar Stefánsson (2577) og Bragi Ţorfinnsson (2433) hnýttu skóţvenga sína á föstudag og héldu til Ţýskalands ţar sem ţeir taka ţátt í ZMDI-mótinu í Dresden. Fyrsta umferđ fór fram í gćr og unnu ţeir báđir. Hannes vann Ţjóđverjann Frank Reinemer (2162) en Bragi lagđi Thomas Kastek (2080) ađ velli.
Önnur umferđ fer fram í dag. Hannes teflir viđ Theo Gungl (2290) og Bragi viđ Benjamin Wagner (1901).
- Heimasíđa mótsins
- Úrslitaţjónusta
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 12)
Ef velja ćtti fimm skákmenn úr skáksögunni sem á sinni tíđ höfđu algera yfirburđi yfir samtíđarmenn sína koma margir til greina en ég hygg ađ óhćtt sé ađ setja Magnús Carlsen á ţann lista, slíkir eru yfirburđir hans um ţessar mundir. Garrí Kasparov er ţarna vitaskuld líka; á 20 ára ára tímabili, 1985-2005, trónađi hann einn á toppi elo-listans. Síđan koma José Raul Capablanca, Bobby Fischer og Anatolí Karpov. Ađra kandídata má telja Emanuel Lasker sem var yfirburđamađur í byrjun 20. aldar, Alexander Aljekín á árunum í kringum 1930 og Mikhail Tal eftir einvígiđ viđ Botvinnik áriđ 1960.
Ţađ vakti athygli á dögunum á mótinu í Bilbao á Spáni ađ Magnús Carlsen tapađi í fyrstu umferđ fyrir Nakamura. Norđmađurinn hefur unniđ fjögur síđustu mót sem hann hefur tekiđ ţátt í og vaknađi sú spurning hvort efsta sćtiđ í móti, ţar sem ţrjú stig eru gefin fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli vćri í hćttu. Hann svarađi fyrir sig međ ţví ađ vinna nćstu ţrjár skákir og var nálćgt ţví ađ leggja Giri, sem hann hefur aldrei unniđ í kappskák, međ svörtu í fimmtu umferđ. Eftir fyrri umferđ mótsins blasti sú stađreynd viđ ađ hrein úrslit höfđu ađeins fengist í skákum Magnúsar; öllum öđrum viđureignum hafđi lokiđ međ jafntefli og stađan ţessi:
1. Carlsen 10 stig 3 ˝ v. af 5. 2. Nakamura 7 stig 3 v. 3. Giri 5 stig 2 ˝ v. 4.- 6. Karjakin, Wei og So 4 stig 2 v.
Viđureignar Magnúsar viđ áskorandann Sergei Karjakin í ţriđju umferđ var beđiđ međ mikilli eftirvćntingu og Magnús brást ekki ađdáendum sinum og vann glćsilega. Fátt sem bendir til annars en ađ hann verji heimsmeistaratitilinn í New York í haust.
Í skákinni sem hér fer á eftir grípur Karjakin hvađ eftir annađ í tómt ţegar hann er ađ reyna ađ skapa sér fćri á drottningarvćng. Fyrirvaralaust stendur hann frammi fyrir miklum ógnunum á kóngsvćng, sem Carlsen hefur undirbúiđ af slćgđ. Vinningsleikurinn byggist á banvćnni leppun.
Bilabo 2016; 3. umferđ:
Magnús Carlsen Sergei Karjakin
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. c3 Rf6 4. Be2 g6 5. O-O Bg7 6. Bb5+!?
Sérkennilegt tempótap sem gefist hefur furđu vel.
6....Rc6 7. d4 Db6 8. Ba4 cxd4 9. cxd4 O-O 10. d5 Rb8 11. Rc3 Bg4 12. h3 Bxf3 13. Dxf3 Rbd7 14. Hb1 Hfc8 15. Bc2 Re5 16. De2 Rfd7 17. Bg5 h6 18. Bh4 g5 19. Bg3 Da6 20. Dd1 Hc4 21. Kh1 Hac8 22. f4 gxf4 23. Bxf4 Db6 24. Dh5 Rf6 25. Df5!
Ţarna setur drottningin óţćgilega pressu á kóngsstöđu svarts.
25....Dd8 26. Bb3 Hd4 27. Bxe5 dxe5 28. Hbd1 Dd7 29. Df3!
Hafnar öllum óskum um uppskipti og viđheldur hótuninni 30. Hxd4 exd4 31. e5 o.s.frv.
29....Hb4 30. Hd2 Hf8 31. g4!
Peđ eru líka sóknarmenn!
31....a5 32. Hg2 Rh7 33. h4 Hb6 34. g5 Kh8 35. Hfg1 f5?
Gerir illt verra. Eina vörnin var fólgin í 35....Hg6.
Banvćn leppun.
36....Hb4 37. gxh6 Bxh6 38. Dg3!
Hótar 39. Dg8+! og mátar.
38....Rf6 39. Dg6 Rg4 40. Hxg4
- og Karjakin gafst upp.
Í Ţýskalandi dró til tíđinda ţegar Vachier-Lagrave vann hiđ árlega skákmót í Dortmund međ yfirburđum, hlaut 5 ˝ vinning af sjö mögulegum og varđ 1 ˝ vinningi fyrir ofan nćstu menn, Kramnik, Caruana og Dominguez. Úrslitin ţýđa ađ ţessi hógvćri franski stórmeistari er nú kominn í 2. sćti heimslistans međ 2811 elo-stig.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 23. júlí 2016
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2016 | 09:16
Tap í lokaumferđinni gegn Moldóvum - Íranir ólympíumeistarar
Ísland tapađi ˝-3˝ fyrir sveit Moldava í lokaumferđ Ólympíuskákmóts 16 ára og yngri. Björn Hólm Birkisson gerđi jafntefli en ađrar skákir töpuđust. Sveitin endađi í 24. sćti af 54 sveitum en fyrirfram var sveitinni rađađ í sćti nr. 32. Íranar unnu öruggan sigur á mótinu en ljóst er ađ Íran verđur stórveldi í skák innan ekki svo margra ára.
Úrslit 9. umferđar
Röđ efstu sveita
Íslenska liđiđ skipuđu:
- Vignir Vatnar Stefánsson 4˝ af 8
- Bárđur Örn Birkisson 4˝ af 8
- Björn Hólm Birkisson 4 v. af 9
- Hilmir Freyr Heimisson 6 v af 8
- Svava Ţorsteinsdóttir 1 v af 3
Kjartan Maack var liđsstjóri íslenska liđsins.
29.7.2016 | 12:13
Íslandsmót kvenna hefst á miđvikudaginn
Íslandsmót kvenna hefst miđvikudaginn 3. ágúst í húsnćđi Skáksambands Íslands, Faxafeni 12, Reykjavík. Teflt verđur í einum flokki, ţ.e. mótiđ opiđ öllum konum/stúlkum.
Tímamörk: 90 mín. + 30 sek. á leik auk 30 mínútna eftir 40 leiki.
Dagskrá:
- 1. umferđ: Miđvikudagurinn, 3. ágúst, kl. 19:30
- 2. umferđ: Föstudagurinn, 5. ágúst, kl. 19:30
- 3. umferđ: Laugardagurinn, 6. ágúst kl. 14:00
- 4. umferđ: Sunnudagurinn, 7. ágúst kl. 14:00
- 5. umferđ: Ţriđjudagurinn, 9. ágúst kl. 19:30
- 6. umferđ: Fimmtudagurinn, 11. ágúst, kl. 19:30
- 7. umferđ: Laugardagurinn, 13. ágúst kl. 14:00
Leyfilegt er taka tvćr hálfvinnings yfirsetur (bye) í umferđum 1-4.
Verđlaun:
- 1. 75.000-
- 2. 45.000.-
- 3. 30.000.-
Íslandsmeistari kvenna fór einnig bođ á Norđurlandamót kvenna sem fram fer í Sastamala Finnlandi 22.-30. október nk.
Verđi tvćr eđa fleiri konur efstar verđur teflt til ţrautar međ skemmri umhugsunartíma um Íslandsmeistaratitlinn.
Skráning fer fram hér á Skák.is (guli kassinn efst).
Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
29.7.2016 | 10:15
Pistill frá Slóvakíu - ţriđji hluti
Í fyrradag birtist fyrsti hluti pistils Kjartans Maack um Ólympíuskákmót 16 ára og yngri. Í gćr var birist svo annar hluti pistilins.
Í dag er ţriđji hluti birtur ţar sem fjallađ er um umferđir 4-5.
--------------
Ólympíumót ungmenna yngri en 16 ára fer fram í Poprad, Slóvakíu dagana 22.júlí -29.júlí. Landsliđiđ er ţannig skipađ: 1.Vignir Vatnar Stefánsson (2171) 2.Bárđur Örn Birkisson (2048) 3.Björn Hólm Birkisson (1977) 4.Hilmir Freyr Heimisson (1974) 5.Svava Ţorsteinsdóttir (1313).
4.umferđ S Afríka 2 (11/2 - 21/2)
Daginn fyrir brottför frá Íslandi fékk liđsstjóri símhringingu frá hinum reynslumikla skákţjálfara, Torfa Leóssyni, sem eitt sinn stóđ í sömu sporum og stýrđi u16 ára landsliđi Íslands á Ólympíumóti. Torfi varađi sérstaklega viđ skákmönnum frá S-Afríku sem hann sagđi međ alltof lág stig miđađ viđ styrkleika. Liđsstjórinn reyndi ađ koma ţessum skilabođum áleiđis til liđsmanna en hefur trúlega ekki lagt nógu mikla áherslu á ţetta. Verandi talsvert stigahćrri mćttum viđ sigurviss til leiks. Bárđur hvíldi. Fljótlega varđ ljóst ađ viđureignin yrđi hnífjöfn ţví stöđurnar voru óljósar á öllum borđum, ef eitthvađ var hallađi á okkar liđ. Svava lenti í vandrćđum á 4.borđi og Vignir fékk ekki úr miklu ađ mođa á 1.borđi. Björn lék svo af sér og tapađi, og Svava tapađi sinni skák slysalega. Vignir reyndi ađ kreista fram vinning úr jafnri stöđu en allt kom fyrir ekki og jafntefli varđ niđurstađan. Viđ vorum ţví ađeins međ hálfan vinning eftir ţrjár skákir og ljóst ađ viđureignin myndi tapast. Ţađ var ţví huggun harmi gegn er Hilmir náđi ađ snúa á andstćđing sinn og vinna sína skák. Ţetta tap gegn S-Afríku var mikiđ högg og sporin heim voru afar ţung.
Ţegar heim á hótel var komiđ var fyrirskipunin einföld; skák bönnuđ ţar til morguninn eftir. Landsliđsmenn reimuđu ţess í stađ á sig skó og héldu út í kvöldiđ međ fótbolta og körfubolta. Mörgum körfum, mörkum og tilţrifum síđar höfđu allir náđ ađ skila vonbrigđum dagsins út um svitaholurnar. Á leiđinni tilbaka fórum viđ yfir stöđuna og yfir hvađ ţarf ađ gera til ađ snúa viđ blađinu. Liđsmenn brugđust vel viđ ţví ţađ var allt annađ yfirbragđ á liđinu sem mćtti daginn eftir gegn S-Afríku 3.
5.umferđ S Afríka 3 (4 0)
Liđ S-Afríku 3 var eingöngu skipađ stúlkum sem allar voru mun stigalćgri en okkar liđsmenn. Svava hvíldi í ţessari viđureign. Liđsstjóra ţótti erfitt ađ taka ţá ákvörđun ţví Svava hefđi fengiđ mjög ákjósanlegan andstćđing. Hins vegar ţótti liđsstjóra brýnt ađ stilla upp bćđi Birni og Vigni eftir vonbrigđi gćrdagsins. Ţessi viđureign var kjörin til ţess ađ tefla sig í gang aftur. Hilmir var taplaus og Bárđur vel hvíldur, ţví kom ekki til greina ađ hvíla ţá aftur. Ţess vegna var sterkasta liđinu stillt upp gegn veikasta andstćđingi okkar til ţessa. Vanmat var hvergi sjáanlegt hjá ţeim sem tefldu í ţessari viđureign enda var sigurinn afar öruggur, 4-0. Allir sátu viđ borđiđ nćr alla viđureignina og ţegar stöđur urđu vćnlegar héldu allir áfram ađ vanda hvern einasta leik. Vignir Vatnar vann mann nokkuđ fljótt og stuttu síđar skákina. Hilmir beitti brögđum á 4.borđi og vann líka örugglega međ ţví ađ máta svarta kónginn á h5 međ biskupi sínum á e2. Ţeir brćđur Björn og Bárđur sýndu fádćma ţolinmćđi og yfirvegun ţví ţeir tryggđu sinn sigur ekki fyrr en seint í skákunum. Ţó vissulega hafi krafan veriđ 4-0 sigur gegn ţessum mun veikari andstćđingi, ţá var liđsstjórinn afar ánćgđur međ hvernig liđsmenn nálguđust verkefniđ.
Kjartan Maack.
29.7.2016 | 07:39
Hrađskákkeppni taflfélaga hefst eftir verslunarmannahelgi - skráningarfrestur ađ renna út
Hrađskákkeppni taflfélaga, hefst venju samkvćmt nú eftir verslunarmannahelgi. Ţetta er í 22. skipti sem keppnin fer fram en Skákfélagiđ Huginn er núverandi meistari. Í fyrra tóku 18 liđ ţátt keppninni.
Ţátttökugjöld eru kr. 6.000 kr. á hverja sveit, en sendi sama félag tvćr sveitir í keppnina er gjaldiđ fyrir b-sveitina 4.000 kr. Greiđa skal inn á reikning 327-26-6514, kt. 650214-0640 og senda greiđslukvittun á netfangiđ hradskakkeppni@skakhuginn.is fyrir 31. júlí.
Teflt er eftir útsláttarfyrirkomulagi.
Skráningarfrestur rennur út 31. júlí nk. Skráning fer fram á www.skak.is (guli kassinn efst). Hćgt er ađ skrá b-sveitir til leiks en a-sveitir njóta forgangs varđandi ţátttöku komi til ţess ađ fleiri en 16 liđ skrái sig til leiks.
Upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér.
Dagskrá mótsins er sem hér segir:
- umferđ (16 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ eigi síđar en 15. ágúst
- umferđ (8 liđa úrslit): Skuli vera lokiđ eigi síđar en 30. ágúst
- umferđ (undanúrslit): Skulu fara fram sunnudaginn, 18. september
- umferđ (úrslit): Skulu fara fram fram laugardaginn, 24. september
Umsjónarađili getur heimilađ breytingar viđ sérstakar ađstćđur. Breyta má dagsetningum á úrslitum og/eđa undanúrslitum međ samţykki allra viđkomandi taflfélaga.
Reglur keppninnar
- Sex manns eru í hvoru liđi og tefld er tvöföld umferđ, ţ.e. allir í öđru liđinu tefla viđ alla í hinu liđinu. Samtals 12 umferđir, eđa 72 skákir.
- Heimaliđ sér um dómgćslu. Komi til deiluatriđa er Ólafur S. Ásgrímsson yfirdómari keppninnar. Mótshaldari leggur fram dómara í undanúrslit og úrslit.
- Undanúrslit og úrslit keppninnar verđa reiknuđ til alţjóđlegra hrađskákstiga.
- Varamenn mega koma alls stađar inn. Ţó skal gćta ţess ađ menn tefli ekki oftar en tvívegis gegn sama andstćđingi og hafi ekki sama lit í báđum skákunum.
- Ćtlast er til ţess ađ ţeir sem tefli séu fullgildir međlimir síns félags (á Keppendaskrá SÍ). Ađeins má tefla međ einu taflfélagi í keppninni.
- Liđsstjórar koma sér saman um hvenćr er teflt og innan tímaáćtlunar. Komi liđsstjórar sér ekki saman um dagsetningu innan tímaramma getur umsjónarađili ákvarđađ tímasetningu.
- Verđi jafnt verđur tefldur bráđabani. Ţađ er tefld er einföld umferđ ţar sem dregiđ er um liti á fyrsta borđi og svo hvítt og svart til skiptist. Verđi enn jafnt verđur áfram teflt áfram međ skiptum litum ţar til úrslit fást.
- Heimaliđ bjóđi upp á léttar veitingar, t.d. kaffi, gos, kökur. Mótshaldari sér um veitingar í undanúrslitum og úrslitum.
- Međlimir b-sveita skula ávallt vera stigalćgri en međlimir a-sveitar (FIDE-stig) sömu umferđar. Skákmađur sem hefur teflt međ a-sveit getur ekki teflt međ b-sveit síđar í keppninni.
- Viđureignirnar skulu fara fram innan 100 km. radíus (max 1-1,5 klst.ferđalag) frá Reykjavík nema ađ félög komi sér saman um annađ.
- Úrslitum skal koma til umsjónarmann eins fljótt og auđiđ er í netfangiđ hradskakkeppni@skakhuginn.is og eigi síđar en 12 klukkustundum eftir ađ keppni lýkur.
- Úrslit keppninnar verđa ávallt ađgengileg á heimasíđu Hugins, skakhuginn.is sem er heimasíđa keppninnar, og á www.skak.is.
- Mótshaldiđ er í höndum Skákfélagsins Hugins sem sér um framkvćmd mótsins og mun útvega verđlaunagripi.
28.7.2016 | 22:09
Stórsigur gegn Belgum!
Ţađ dugđi lítt Belgum ađ mćta í húfum í landsliđslitunum gegn Íslandi í áttundu og nćstsíđustu umferđ Ólympíuskákmótmóts 16 ára og yngri í dag. Íslenska liđiđ gjörsigrađi ţađ belgíska 3˝- ˝. Vignir Vatnar Stefánsson, Björn Hólm Birkisson og Hilmir Freyr Heimisson unnu allir. Vignir međ einkar laglegri mannsfórn í endatafli. Sjá skákdálk Fréttablađsins í fyrramáliđ.
Úrslit 8. umferđar
Íslenska sveitin er nú kominn upp í 18. sćti af 54 sveitum en fyrirfram var sveitinni rađađ í 32. sćti styrkleikaröđinni.
Röđ efstu sveita
Afar erfitt hlutskipti bíđur sveitarinnar á morgun en ţá mćtir íslenska sveitin sterkri sveit Moldóva sem er stigahćrri á öllum borđum. Umferđin hefst kl. 8 í fyrramáliđ.
Pörun 9. umferđar
Íslenska liđiđ er ţađ 32. í styrkleikaröđ 54 liđa. Hverju liđi er skylt ađ hafa eina stúlku liđinu sem tefla skal a.m.k. 3 skákir af 9 á mótinu. Kjartan Maack er liđsstjóri liđsins.
Spil og leikir | Breytt 29.7.2016 kl. 07:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2016 | 09:58
Pistill frá Slóvakíu - annar hluti
Í gćr birtist fyrsti hluti pistils Kjartans Maack um Ólympíuskákmót 16 ára og yngri. Í dag höldum viđ áfram. Ađ ţessu sinni er fjallađ um umferđir 1-3.
--------------
Ólympíumót ungmenna yngri en 16 ára fer fram í Poprad, Slóvakíu dagana 22.júlí -29.júlí. Landsliđiđ er ţannig skipađ: 1.Vignir Vatnar Stefánsson (2171) 2.Bárđur Örn Birkisson (2048) 3.Björn Hólm Birkisson (1977) 4.Hilmir Freyr Heimisson (1974) 5.Svava Ţorsteinsdóttir (1313).
1.umferđ Ţýskaland (1 - 3)
Íslenska liđiđ mćtti sterkri sveit Ţýskalands í fyrstu umferđ mótsins. Ţjóđverjar höfđu á ađ skipa fimmtu stigahćstu sveit mótsins og skörtuđu heimsmeistara á fyrsta borđi. Andstćđingur okkar var ţví rammur ađ afli. Liđsstjórinn ákvađ ađ tefla fram sterkasta liđinu til ađ sjá strax hvernig ţeir vćru stefndir. Svava hvíldi ţví í ţessari umferđ. Um tíma stóđum viđ höllum fćti á öllum borđum, einkum vegna erfiđleika í byrjunum. En Bárđur Örn og Hilmir Freyr sýndu ađ íslenska liđiđ mun bíta frá sér á mótinu. Ţeir nćldu sér í sitthvort jafntefliđ međ hvítu í 1-3 tapi. Ţađ var sérstaklega ánćgjulegt ađ sjá hvernig Bárđur notađi biskupapariđ til ađ stýra skákinni í öruggt jafntefli. Ţađ er alltaf vont ađ tapa, en viđ gátum ţó stađiđ upp frá ţessari viđureign vitandi ađ viđ gerđum eins vel og viđ gátum. Viđ mćttum einfaldlega ofjarli okkar ađ ţessu sinni.
2.umferđ Slóvakía KSV (4 - 0)
Fyrri tvöfaldi dagurinn hófst á viđureign viđ heimamenn, Slóvaka. Ţeir sendu 8 sveitir í mótiđ; A- og B-sveit, og svo sex sveitir frá mismunandi héruđum landsins. Andstćđingar okkar voru frá Kosice hérađinu og vorum viđ stigahćrri á ţremur borđum en stigalćgri á ţví fjórđa. Hilmir hvíldi sem ţýddi ađ Svava fékk eldskírn sína á Ólympíumóti. Slóvakarnir gáfu okkur ekkert í viđureigninni og ţurftum viđ ađ sýna mikla ţolinmćđi á nokkrum borđum. Vignir Vatnar var sérstaklega ţolinmóđur á efsta borđi ţar sem hann bćtti stöđu sína hćgt og rólega. Slóvakinn varđist vel en ţađ tók sinn toll á klukkunni. Vignir lék eđlilegum leikjum og beiđ rólegur ţar til Slóvakinn var kominn niđur á 30 sekúndurnar. Ţá byrjađi Vignir ađ leggja ţrautir fyrir hann og ađ lokum varđ ein slík Slóvakanum ađ falli. Svava tefldi Sikileyjarvörnina sína en lenti fljótlega í óţćgilegri klemmu ţegar andstćđingurinn, sem var 200 stigum hćrri, fórnađi manni fyrir ţrjú peđ. Svava fann ţó alltaf leiđir til ađ leysa vandamál og bćta stöđu manna sinna. Seint í miđtaflinu féll Slóvakinn í fallega taktíska gildru sem Svava hafđi spunniđ sem leiddi til ţess ađ Svava endađi manni yfir í endatafli. Úrvinnsla hennar í lokinn var óađfinnanleg og reyndist lokahnykkurinn í 4-0 sigri.
3.umferđ Kína (1/2 - 31/2)
Andstćđingur okkar í 3.umferđ var alţýđulýđveldiđ Kína. Ţađ er erfitt ađ mćta ţessari risa-skákţjóđ ţví illmögulegt er ađ lesa í styrkleika liđsmanna ţeirra. Viđ vorum stigalćgri á ţremur efstu borđum en stigahćrri á 4.borđi. Viđ óttuđumst ađ styrkleiki ţeirra vćri meiri en skákstig ţeirra gáfu tilefni til ađ ćtla. Sá ótti reyndist á rökum reistur, ţá sérstaklega hvađ fjórđa borđiđ varđađi. Gegnt Hilmi Frey, á 4.borđi, settist 11 ára gömul stúlka klćdd í bleikt frá toppi til táar. Bleikir skór, bleikir sokkar, bleik gleraugu og meira ađ segja bleik teygja í hárinu. Á borđinu hafđi hún bleikan hunny bunny kisubrúsa sem geymdi kínverskan eplasafa. Saklausari andstćđing er varla hćgt ađ finna, eđa hvađ? Hilmir komst lítiđ áleiđis gegn bleiku vélinni sem lék eđlilegum og góđum leikjum. Hilmir reyndi allt hvađ hann gat ađ vinna skákina en stúlkan gaf engin fćri á sér. Hilmir teygđi sig nokkuđ langt í leit ađ vinningi og skyndilega var ţađ sú kínverska sem gat teflt til sigurs. Ţegar stúlkan áttađi sig á ţví ađ hún gat teflt til sigurs breyttist allt hennar fas skyndilega. Varir hennar herptust saman, í augun kom ógnvekjandi morđglampi og kisuglasinu var ýtt til hliđar. Svo fórnađi hún manni fyrir ţrjú peđ í endataflinu, án mikillar umhugsunar. Mikill ótti greip um sig hjá íslenska liđsstjóranum á ţeim tímapunkti. Hilmir Freyr var ţó vandanum vaxinn og fann leiđ til ađ halda jafnteflinu. Litla kínverska vélin var ţó ekkert á ţví ađ sćtta sig viđ ţađ og fćrđi kóng sinn fram og aftur um borđiđ í von um ađ Hilmi yrđu á mistök. Er ljóst var ađ Hilmir myndi ekki leika af sér, ţá hélt sú kínverska samt áfram ađ reyna ađ vinna. Ţegar hún fann ekki vinningsleiđ á borđinu, ţá starđi hún upp í loft eđa á nćsta vegg í leit ađ vinningsleiđinni. Minnti ţetta nokkuđ á ađferđir Vassily Ivanchuk, ţó fátt virđist líkt međ ţessum tveimur skákmönnum ađ öđru leyti. Mögulega hefur Ivanchuk veriđ farinn ađ rannsaka loft og veggi í skáksölum um 11 ára aldur, en hitt verđur ađ teljast ólíklegt ađ hann hafi klćđst bleiku eđa drukkiđ eplasafa úr kisuglasi. Kínverska stúlkan var ákaflega vonsvikinn ţegar hún varđ loks ađ sćttast á skiptan hlut.
Vignir tefldi ágćtlega á 1.borđi, missti af vćnlegri leiđ í miđtaflinu og endađi í riddaraendatafli međ einu peđi fćrra. Andstćđingur Vignis tefldi endatafliđ afar vel og vissi nákvćmlega hvernig átti ađ tefla ţađ. Bárđur lenti í vandrćđum snemma tafls og missti ţá af eina möguleikanum til ađ komast klakklaust frá byrjuninni. Eftirleikurinn reyndist auđveldur fyrir Kínverjann. Hálfur vinningur gegn Kína er ekki glćsilegt, en ekkert stórslys heldur.
Framahald á morgun!
Kjartan Maack.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 114
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 97
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar