Leita í fréttum mbl.is

Pistill frá Slóvakíu - fyrsti hluti

Ísland - Suđur-Afríka

Kjartan Maack hefur skrifađ pistil um veruna um Ólympíuskákmót 16 ára og yngri. Hér má finna fyrsta hluta pistilsins. Framhald vćntanleg.

-------------- 

Ólympíumót ungmenna yngri en 16 ára fer fram í Poprad, Slóvakíu dagana 22.júlí -29.júlí. Landsliđiđ er ţannig skipađ: 1.Vignir Vatnar Stefánsson (2171) 2.Bárđur Örn Birkisson (2048) 3.Björn Hólm Birkisson (1977) 4.Hilmir Freyr Heimisson (1974) 5.Svava Ţorsteinsdóttir (1313). 

Ferđalagiđ

Ţađ voru nokkuđ lúnir skákmenn sem lentu á flugvellinum í Búdapest laust eftir miđnćtti ađfaranótt 21.júlí. Um tvö leytiđ komum viđ á hóteliđ sem mótshaldarar höfđu útvegađ okkur og stóđ til ađ halda ferđalaginu áfram til Slóvakíu klukkan 9 morguninn eftir.

Hóteliđ lofađi ekki góđu viđ fyrstu sýn, reyndar ekki viđ ađra sýn heldur. Ađalinngangur hótelsins var harđlćstur og ljósin slökkt. Viđ fundum dyrabjöllu og ýttum á hana. Stuttu síđar birti til í anddyrinu og hurđin opnađist. Í dyrunum stóđ hótelstjórinn međ úfiđ hár, hálf lokuđ augu og bara alls ekkert hress. Hann sagđi eitthvađ óskiljanlegt eins atkvćđis orđ og gekk aftur inn, og viđ á eftir. Tók ţá viđ posafarsinn. Korti liđsstjórans var rennt í gegn en posavélin neitađi ađ bregđast viđ međ hefđbundnum hćtti. Nokkur reikistefna skapađist og varđ niđurstađan sú ađ greiđslan hafđi ekki fariđ í gegn. Hressi hótelstjórinn reyndi aftur og aftur og aftur. Og svo aftur. Ţá loks hrökk apparatiđ í gang eđa allt ţar til kom ađ ţví ađ prenta kvittun. Ţá ađgerđ neitađi apparatiđ stađfastlega ađ framkvćma. Hressi hótelstjórinn skipti ţá um pappír og reyndi aftur. Ţá slökkti kerfiđ á sér í hvert sinn sem PIN númeriđ var slegiđ inn. Ţá bankađi hótelstjórinn hraustlega í apparatiđ. Ţá loks spýttist út kvittunin, nema hvađ ţađ stóđ ekkert á henni. Eftir nokkra rannsóknarvinnu kom í ljós ađ pappírsrúllan snéri öfugt í apparatinu. Hressi hótelstjórinn gaf ţá frá sér nokkur hugljúf slavnesk orđ, og eitt enskt; Shit! Allt hafđist ţetta ađ lokum og íslenska liđiđ komst upp á herbergi fyrir klukkan ţrjú. Fóru ţá allir ađ sofa, nema liđsstjórinn sem hringdi umsvifalaust í embćttismenn kortafyrirtćkis síns til ađ kanna hve oft hann hafđi greitt fyrir herbergin fjögur. Kom ţađ ánćgjulega á óvart ađ ađeins hafđi veriđ tekiđ tvisvar af kortinu. Ţegar upp var stađiđ veitti ţetta sérstaka hótel okkur öllum nýja lífsreynslu. Enda hafđi ţađ allt til alls; faxtćki í lobbýinu, hermannabedda til ađ hvílast og bílaverkstćđi undir herbergjunum. Allt hugsađ til ţess ađ herđa landsliđiđ andlega fyrir átökin sem framundan voru.

Klukkan 9 morguninn eftir stóđ íslenska liđiđ međ töskur viđ vegarkantinn og beiđ ţess ađ langferđabíll renndi í hlađ. Klukkan 10 stóđ íslenska liđiđ enn viđ sama vegarkant. Liđsstjórinn hóf ţá ađ grennslast fyrir um orsakir ţessarar seinkunar. Reyndist skýring mótshaldara einföld. Rússnesku bílstjórarnir tveir höfđu villst í Búdapest. Klukkan 11 voru ţeir ennţá villtir. Ţeir renndu loks í hlađ, á fimmtán manna bíl međ tengivagni fyrir ferđatöskur, um klukkan 12. Ţegar rússnesku bílstjórarnir opnuđu hurđina á bílnum valt út allt byrjunarliđ landsliđs Azerbaijan, og varamađurinn líka. Liđsstjórinn lá rćnulítill í öftustu sćtaröđ. Ţeir hresstust eilítiđ viđ ađ fá vatnssopa og gátu ţá lýst raunum sínum. Höfđu ţeir setiđ vatnslausir í ţessum fimmtán manna bakaraofni í 3 klukkustundir. Okkur ţótti nokkuđ vel af sér vikiđ ađ hafa keyrt frá Azerbaijan til Ungverjalands á ađeins ţremur klukkustundum, en komumst fljótt ađ ţví ađ svo var ekki raunin. Ţeir höfđu flogiđ frá heimaslóđum og lent á flugvellinum í Búdapest um morguninn hvar rússnesku bílstjórarnir biđu ţeirra. Ţeir voru sem sagt ţrjár klukkustundir frá flugvellinum ađ hótelinu okkar, leiđ sem viđ fórum nóttina áđur á sjö mínútum. Af ţessu mátti ráđa ađ bílferđin til Slóvakíu myndi ekki ganga snurđulaust fyrir sig.

Á leiđinni til Poprad lentu rússnesku bílstjórarnir upp á kant viđ “konuna” í google maps appinu og virtu ráđ hennar ítrekađ ađ vettugi. Fengum viđ ţví aukalega heila klukkustund um borđ í heitum langferđabílnum; heila klukkustund aukalega af rússneskri dćgurlagatónlist. Á einum tímapunkti er Rússarnir hófu ađ rífast um hvort beygja ćtti til hćgri eđa vinstri ţá mátti heyra einhvern farţegann raula stefiđ úr Klaufabárđunum. Ţegar Poprad skiltiđ loks birtist og ţađ glitti í Tatra fjöllin ţá bentu Rússarnir sigri hrósandi í átt ađ borginni ţar sem viđ ćtluđum ađ tefla 9 skákir á Ólympíumóti ungmenna undir 16 ára. Ţeir höfđu sigrađ konuna í google maps.

Framhald vćntanlegt ţar sem fjallađ verđur um hverja umferđ fyrir sig.

Kjartan Maack.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband