Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Vachier-Lagrave – nýr mađur í 2. sćti heimslistans

dortmund-mvl-ganador

Ef velja ćtti fimm skákmenn úr skáksögunni sem á sinni tíđ höfđu algera yfirburđi yfir samtíđarmenn sína koma margir til greina en ég hygg ađ óhćtt sé ađ setja Magnús Carlsen á ţann lista, slíkir eru yfirburđir hans um ţessar mundir. Garrí Kasparov er ţarna vitaskuld líka; á 20 ára ára tímabili, 1985-2005, trónađi hann einn á toppi elo-listans. Síđan koma José Raul Capablanca, Bobby Fischer og Anatolí Karpov. Ađra kandídata má telja Emanuel Lasker sem var yfirburđamađur í byrjun 20. aldar, Alexander Aljekín á árunum í kringum 1930 og Mikhail Tal eftir einvígiđ viđ Botvinnik áriđ 1960.

Ţađ vakti athygli á dögunum á mótinu í Bilbao á Spáni ađ Magnús Carlsen tapađi í fyrstu umferđ fyrir Nakamura. Norđmađurinn hefur unniđ fjögur síđustu mót sem hann hefur tekiđ ţátt í og vaknađi sú spurning hvort efsta sćtiđ í móti, ţar sem ţrjú stig eru gefin fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli vćri í hćttu. Hann svarađi fyrir sig međ ţví ađ vinna nćstu ţrjár skákir og var nálćgt ţví ađ leggja Giri, sem hann hefur aldrei unniđ í kappskák, međ svörtu í fimmtu umferđ. Eftir fyrri umferđ mótsins blasti sú stađreynd viđ ađ hrein úrslit höfđu ađeins fengist í skákum Magnúsar; öllum öđrum viđureignum hafđi lokiđ međ jafntefli og stađan ţessi:

1. Carlsen 10 stig – 3 ˝ v. af 5. 2. Nakamura 7 stig – 3 v. 3. Giri 5 stig – 2 ˝ v. 4.- 6. Karjakin, Wei og So 4 stig – 2 v.

Viđureignar Magnúsar viđ áskorandann Sergei Karjakin í ţriđju umferđ var beđiđ međ mikilli eftirvćntingu og Magnús brást ekki ađdáendum sinum og vann glćsilega. Fátt sem bendir til annars en ađ hann verji heimsmeistaratitilinn í New York í haust.

Í skákinni sem hér fer á eftir grípur Karjakin hvađ eftir annađ í tómt ţegar hann er ađ reyna ađ skapa sér fćri á drottningarvćng. Fyrirvaralaust stendur hann frammi fyrir miklum ógnunum á kóngsvćng, sem Carlsen hefur undirbúiđ af slćgđ. Vinningsleikurinn byggist á banvćnni leppun.

Carlsen-Karjakin

 

Bilabo 2016; 3. umferđ:

Magnús Carlsen – Sergei Karjakin

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. c3 Rf6 4. Be2 g6 5. O-O Bg7 6. Bb5+!?

Sérkennilegt „tempótap“ sem gefist hefur furđu vel.

6....Rc6 7. d4 Db6 8. Ba4 cxd4 9. cxd4 O-O 10. d5 Rb8 11. Rc3 Bg4 12. h3 Bxf3 13. Dxf3 Rbd7 14. Hb1 Hfc8 15. Bc2 Re5 16. De2 Rfd7 17. Bg5 h6 18. Bh4 g5 19. Bg3 Da6 20. Dd1 Hc4 21. Kh1 Hac8 22. f4 gxf4 23. Bxf4 Db6 24. Dh5 Rf6 25. Df5!

Ţarna setur drottningin óţćgilega pressu á kóngsstöđu svarts.

25....Dd8 26. Bb3 Hd4 27. Bxe5 dxe5 28. Hbd1 Dd7 29. Df3!

Hafnar öllum óskum um uppskipti og viđheldur hótuninni 30. Hxd4 exd4 31. e5 o.s.frv.

29....Hb4 30. Hd2 Hf8 31. g4!

Peđ eru líka sóknarmenn!

31....a5 32. Hg2 Rh7 33. h4 Hb6 34. g5 Kh8 35. Hfg1 f5?

Gerir illt verra. Eina vörnin var fólgin í 35....Hg6.

GF71007MP36. Dh3!

Banvćn leppun.

36....Hb4 37. gxh6 Bxh6 38. Dg3!

Hótar 39. Dg8+! og mátar.

38....Rf6 39. Dg6 Rg4 40. Hxg4

- og Karjakin gafst upp.

Í Ţýskalandi dró til tíđinda ţegar Vachier-Lagrave vann hiđ árlega skákmót í Dortmund međ yfirburđum, hlaut 5 ˝ vinning af sjö mögulegum og varđ 1 ˝ vinningi fyrir ofan nćstu menn, Kramnik, Caruana og Dominguez. Úrslitin ţýđa ađ ţessi hógvćri franski stórmeistari er nú kominn í 2. sćti heimslistans međ 2811 elo-stig.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 23. júlí 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 8764854

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband