Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2016

Caruana skákmeistari Bandaríkjanna

Caruana

Meistaramóti Bandaríkjanna í skák lauk í gćr. Fabiano Caruana (2795) kom sá og sigrađi á fyrsta sínu meistaramóti en Caruana hafđi áđur ítalskan ríkisborgararétt. Fabi hlaut 8,5 vinninga í 11 skákum og fékk fađmlag ađ móti loknu.

Hikaru Nakamura (2787) og Wesley So (2773) komu nćstir međ 7,5 vinning. Allir eru ţeir á topp 10 í heiminum. Ţeir tefla í hrađskákmóti međ sjálfum Garry Kasparov sem fram fer á fimmtu- og föstudag. Nánar um ţađ síđar á Skák.is.

Pazi

Afar miklar sviptingar voru í kvennaflokki. Ţar var Íslandsvinurinn Tatev Abrahamyan (2342), međ fjólublá háriđ, lengi vel efst en tap í lokaumferđinni varđ til ţess ađ Nazi Paikidze (2346) náđi efsta sćtinu í lokaumferđinni. 

Á myndinni skemmtilegu sem fylgir er Paikdze ađ uppgötva ađ ţađ titillinn sé í hennar höndum vinni hún Irenu Krush sem hún gerđi svo. 

Athyglivert er ađ skođa nöfn keppenda á mótinu og velta ţví fyrir sér hversu margir ţeirra eru fćddir í Bandaríkjunum!!

Heimasíđa mótsins


Landsmótiđ í skólaskák - dagskrá

Landsmótiđ í skólaskák fer fram í Smáraskóla Kópavogi dagana 6. – 8. maí. Smáraskóli er stađsettur rétt viđ félagssvćđi Breiđabliks.

Teflt er í yngri flokki (1. – 7. bekkur) og eldri flokki (8. – 10. bekkur)

Tólf keppendur tefla í hvorum flokki sjö umferđir eftir svissnesku kerfi.

Dagskráin er sem hér segir:

  1. Umferđ föstudagur klukkan 16:00
  2. Umferđ föstudagur klukkan 17:00
  3. Umferđ föstudagur klukkan 18:00
  4. Umferđ föstudagur klukkan 20:00
  5. Umferđ laugardagur klukkan 11:00
  6. Umferđ laugardagur klukkan 17:00
  7. Umferđ sunnudagur klukkan 10:00

Fyrstu ţrjár umferđirnar eru atskákir međ tímamörkunum 20 05 en seinni fjórar kappskákir reiknađar til stiga međ tímamörkunum 90 30 á alla skákina. Milli ţriđju og fjórđu umferđar bíđur Skáksambandiđ keppendum upp á pizzur.

Ţátttökugjald er krónur 5000 og greiđist inn á reikning 101 – 26 – 12763 kennitala: 580269-5409. Ţátttökugjald skal vera greitt fyrir upphaf fyrstu umferđar. Í skýringu skal setja nafn keppanda.

Ásamt glćsilegum farandgripum til varđveislu í eitt ár fćr sigurvegari hvors flokks 40.000 kr. styrk til ađ fara á skákmót erlendis.

Allar fyrirspurnir berist til landsmótsstjóra; stebbibergs@gmail.com og 863-7562.

 


Hemmamótinu - keppninni um Vals-hrókinn frestađ til 4. maí

Af óviđráđanlegum ástćđum ţarf ađ fćra Hemmamótiđ - keppnina um Vals-hrókinn aftur til miđvikudagsins 4. maí. Ađ öđru leyti er fyrirkomulag mótsins óbreytt.

 


Skáknámskeiđ fyrir fullorđna á laugardaginn

Skákakademían í samstarfi viđ Laugalćkjarskóla stendur fyrir skáknámskeiđi fyrir skákmenn 16 ára og eldri dagana 30. apríl (laugardagur) og 8. maí (sunnudagur). Námskeiđiđ fer fram í Laugalćkjarskóla. Fyrirlesarar verđa FM Ingvar Ţór Jóhannesson og FM Björn Ívar Karlsson. Ingvar Ţór er landsliđseinvaldur karla fyrir Ólympíuskákmótiđ í Bakú 2016 og Björn Ívar landsliđseinvaldur kvenna.

Landsliđseinvaldurinn Ingvar Ţór mun reyna ađ dýpka skilning manna á miđtaflinu. „Miđtafliđ er sá hluti skákarinnar ţar sem skákmenn lenda oft í vandrćđum og er ţađ yfirleitt tengt ţví ađ finna réttu plönin. Ég mun miđla til ţátttakenda ýmsum hugmyndir sem koma ađ miđtöflum međ ríka áherslu á peđ, „peđabreak“ og týpísk plön eins og minnihlutaárás. Einnig mun ég fjalla um skiptamunsfórnir og mismunandi tilgang ţeirra.“ – Ingvar Ţór Jóhannesson

Landsliđseinvaldurinn Björn Ívar hefur hćkkađ mikiđ á stigum síđustu árin og tryggđi sér fyrr á árinu sinn fyrsta áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli. Björn hefur mikiđ stúderađ endatöfl síđustu misserin sem hann telur lykilatriđi í nýlegum árangri sínum.  „Ég mun fara í hvernig á ađ sjá fyrir sér endatafliđ í byrjun og miđtafli. Ţetta mun bćta skákstyrk manna ţannig ađ ţeir munu öđlast aukiđ sjálfstraust viđ borđiđ og vita hvenćr ţeir eiga ađ skipta upp í endatafl (sem ţeir vita ađ er unniđ) menn lćra ađ haga peđastöđunni sinni eftir ţví hvađa menn eru eftir á borđinu. Ég mun einnig fara í mikilvćg atriđi í helstu hróksendatöflum, lykilatriđi í biskupaendatöflum og peđsendatöflum, drottning gegn hrók, mát međ tveimur biskupum, mát međ biskup og riddara. Ţá mun ég taka fyrir dćmi úr endatöflum ţekktra meistara skáksögunnar. Get sannarlega lofađ ţví ađ menn bćta sig um hiđ minnsta 50-100 stig ef ţeir lćra efniđ.“ – Björn Ívar Karlsson.

 

Kennt er báđa dagana frá 12:00 – 16:00, međ kaffihléum. Kennslan verđur í formi fyrirlestra og fá ţátttakendur efni fyrirlestrana ađ námskeiđi loknu.

Liđsmenn stórefnilegrar unglingasveitasveitar Laugalćkjarskóla munu einnig sitja námskeiđiđ.

Skráning á stefan@skakakademia.is

Námskeiđsgjald: Kr. 13.900. Kaffi og međ ţví innifaliđ. Greiđa skal í síđasta lagi 2. maí.

Sé greitt fyrir 28. apríl kostar námskeiđiđ kr. 9.900.

Leggist inn á reikning Skákakademíunnar: 0101-26-083280, kt. 700608-3280.

ATH: Hámarksţátttökufjöldi miđast viđ átján.

 


Fjölniskrakkar upplifđu skákćvintýri í Eyjum 

Fjölniskrakkarnir og formađurinn Helgi sem skipulagđi ćvintýriđ í Eyjum
Skákdeild Fjölnis bauđ öllum áhugasömustu skákkrökkum deildarinnar ađ taka ţátt í Sturlubúđum, skákbúđum deildarinnar sem haldnar voru í 5. sinn í samstarfi viđ Skákakademíu Reykjavíkur. Ađ ţessu sinni var siglt til Vestmannaeyja og skákbúđirnar fengu frábćra ađstöđu í grunnskólanum ţar sem öll kennsla fór fram og gisting í bođi.

Skákmót Sturlubúđa í fullum gangi undir stjórn Björns Ívars og Stebba BergsEingöngu Fjölniskrökkum var bođiđ ađ taka ţátt í Sturlubúđum ađ ţessu sinni enda hafa ćfingar Fjölnis í vetur veriđ fjölmennari en nokkru sinni fyrr. Ţađ er Sturla Pétursson hjá Gúmmívinnustofunni sem styđur skákdeild Fjölnis myndarlega í minningu afa síns og nafna, skákfrömuđar og leiđbeinenda í barna-og unglingastarfi á síđustu öld.

Hannes Hlífar kenndi byrjanir og lagđi fyrir skákţrautir

Dagskráin í Eyjum var stíf en viđburđarík. Tveggja tíma kennslustundir voru í umsjá Hannesar Hlífars, Björns Ívars og Stefáns Bergssonar. Tímarnir ţeirra nýttust afar vel og áhugasamir Fjölniskrakkar áttu erfitt međ ađ standa upp frá skákţrautum og skákţjálfun. Inn á milli voru frjálsir tímar og ţá nýttu krakkarnir sér til ađ leika saman á velútbúinni skólalóđ og rölta um bćinn. Flestir ćfđu sig í sprangi ofl ţjóđlegum íţróttum Eyjamanna.

Stefán Bergsson leiđbeinir efnilegum og áhugasömum Fjölnisstúlkum

Veitingastađurinn Gott sá um ađ elda ofan í krakkana og ţar var fćđiđ ekki af verri endanum. Síđari daginn hélt skákţjálfun áfram og dagskráin endađi međ Eyjaskákmóti sem allir ţátttakendur skákbúđanna tóku ţátt í og allir verđalunađir í lok mótsins. Sólin skein glatt í Eyjum á međan beđiđ var eftir ađ Herjólfur legđi af stađ til baka. Ţá brugđu ţátttakendur sér í sundlaugina glćsilegu og léku sér ţar í einum hóp í tvćr klukkustundir. 

Eyjamađurinn Björn Ívar á fyrri vinnustađ, Grunnskóla Vestmannaeyja

Helgi Árnason skipulagđi skákbúđirnar ađ venju og var í góđu samstarfi viđ Arnar Sigmundsson formann TV sem lánađi skákbúđunum öll taflsettin, Sigurlás skólastjóra og Kristján húsvörđ í grunnskólanum og síđast en ekki síst Geir Jón Ţórisson, fyrrum löggu og íbúa í Grafarvogi sem tók á móti hópnum og flutti allan farangur gestanna til og frá borđi í Herjólf. Fjórir foreldrar voru međ í för og sáu til ţess ađ ekkert kćmi upp á sem skyggt gćti á ferđagleđina. Sturlubúđir voru ţátttakendum ađ kostnađarlausu en skákkrakkarnir efnilegu sem flest voru á aldrinum 9 - 14 ára sýndu og sönnuđu ađ ţetta tćkifćri til ćfinga og samveru áttu ţau sannarlega skiliđ. 

Myndaalbúm (HÁ)


Carlsen efstur á Norway Chess

Sjötta umferđ Norway Chess-mótsins fór fram í dag. Harikrishna (2763) vann Anish Giri (2790) og Eljanov (2765) hafđi betur gegn Grandelius (2649). Öđrum skákum lauk međ jafntefli og ţar á međal skák MVL (2768) og Magnúsar Carlsen (2851).

Magnús er efstur á mótinu međ 4 vinninga. MVL, Topalov (2754), Harikrishna (2763) og Kramnik (2801) koma nćstir međ 3,5 vinninga.

Frídagur er á morgun.

 

 


Sumarskákmót í Vin í dag!

vin
Vinaskákfélagiđ og Hrókurinn standa fyrir Sumarskákmóti í Vin, Hverfisgötu 47, klukkan 13 í dag, mánudag. Tefldar verđa sex umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.
 
Allir eru hjartanlega velkomnir og í leikhléi verđur ađ vanda bođiđ upp á ljúffengar veitingar.
 
Skáklífiđ hefur blómstrađ í Vin í vetur. Ćfingar eru á mánudögum kl. 13 en ţar er teflt alla daga og reglulega haldin stórmót. A-liđ Vinaskákfélagsins sigrađi međ glćsibrag í 3. deild Íslandsmóts skákfélaga í vetur og B-liđiđ varđ í ţriđja sćti í 4. deild og teflir í 3. deild ađ ári.


Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld

Hrađkvöld Hugins verđur mánudaginn 25. apríl nk.  og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verđa svo hrađkvöldin fyrsta og síđasta mánudag í hverjum mánuđi ađ ţví undanskildu ţegar mánudag ber upp á stórhátíđ eđa ađrir viđburđir eru til stađar..

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Hemmamótiđ - keppnin um Valshrókinn

Helgi og Hemmi
Hemmamótiđ-keppnin um VALS-Hrókinn
fer fram í Lollastúkunni í Valsheimilinu ađ Hlíđarenda miđvikudaginn 4. maí og hefst kl. 18. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissneska kerfinu og verđa tímamörkin 4 2, ţ.e. 4 mínútur á alla skákina ađ viđbćttum 2 sekúndum fyrir hvern leik.

Mótiđ er haldiđ til minningar um Hemma Gunn en hann var međal ţátttakenda í Valsmótinu 2013 en lést nokkrum vikum síđar. Hermann Gunnarsson var ómetanlegur stuđningsmađur skáklistarinnar á íslandi,   og hrókur alls fagnađar og ţess vegna rakiđ ađ tefla jafnframt um VALS-Hrókinn en núverandi handhafi hans er Jón Viktor Gunnarsson. Jón Viktor vann einnig mótiđ áriđ 2014.

Hermann Gunnarsson var einn frćknasti afreksmađur Vals, markakóngur í knattspyrnu og handknattleik og klćddist margoft landsliđstreyju í báđum greinum; átti ţess utan nokkra leiki í körfuknattleik međ Val.  

VALS-Hrókurinn var gefinn af Jóhanni Eyjólfssyni fyrrverandi formanni Vals en gripurinn sem úr tré kom í leitirnar ekki  alls fyrir löngu en fyrst var keppt um hann fyrir meira en 60 árum og međal sigurvegara á ţeim tíma voru Gunnar Gunnarsson og Björn Theódórsson. Fjölmörg önnur verđlaun verđa veitt  m.a. varningur  frá HENSON fyrirtćki formanns skákdeildar Vals, Halldórs Einarsson. Vakin er athygli ţví ađ EM treyja Tólfunnar er međal verđlauna. Allir skákunnendur er hvattir til ađ taka ţátt í mótinu og gamlir Valsmenn og konur eru alveg sérstaklega velkomin. Mótiđ er öllum opiđ međan húsrúm leyfir. 

Mótiđ nú er haldiđ af Skákdeild Vals í samvinnu viđ Skáksamband Íslands og Skákskóla Íslands.

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Henrik endađi í 6.-8. sćti í Kaupmannahöfn

Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2480) endađi í 6.-8. sćti á Copenhagen Chess Challenge sem lauk í dag. Henrik hlaut 6 vinninga. Sćnski stórmeistarinn Jonny Hector (2493) sigrađi á mótinu en hann hlaut 7,5 vinning.

Frammistađa Henriks samsvarađi 2480 og stóđ hann í stađ stigalega á mótinu. Úrslit í einstökum skákum Henriks má nálgast hér.

62 skákmenn frá 10 löndum tóku ţátt í mótinu. Ţar af voru 7 stórmeistarar. Henrik var fjórđi stigahćsti keppandinn.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 8764693

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 140
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband