Leita í fréttum mbl.is

Fjölniskrakkar upplifđu skákćvintýri í Eyjum 

Fjölniskrakkarnir og formađurinn Helgi sem skipulagđi ćvintýriđ í Eyjum
Skákdeild Fjölnis bauđ öllum áhugasömustu skákkrökkum deildarinnar ađ taka ţátt í Sturlubúđum, skákbúđum deildarinnar sem haldnar voru í 5. sinn í samstarfi viđ Skákakademíu Reykjavíkur. Ađ ţessu sinni var siglt til Vestmannaeyja og skákbúđirnar fengu frábćra ađstöđu í grunnskólanum ţar sem öll kennsla fór fram og gisting í bođi.

Skákmót Sturlubúđa í fullum gangi undir stjórn Björns Ívars og Stebba BergsEingöngu Fjölniskrökkum var bođiđ ađ taka ţátt í Sturlubúđum ađ ţessu sinni enda hafa ćfingar Fjölnis í vetur veriđ fjölmennari en nokkru sinni fyrr. Ţađ er Sturla Pétursson hjá Gúmmívinnustofunni sem styđur skákdeild Fjölnis myndarlega í minningu afa síns og nafna, skákfrömuđar og leiđbeinenda í barna-og unglingastarfi á síđustu öld.

Hannes Hlífar kenndi byrjanir og lagđi fyrir skákţrautir

Dagskráin í Eyjum var stíf en viđburđarík. Tveggja tíma kennslustundir voru í umsjá Hannesar Hlífars, Björns Ívars og Stefáns Bergssonar. Tímarnir ţeirra nýttust afar vel og áhugasamir Fjölniskrakkar áttu erfitt međ ađ standa upp frá skákţrautum og skákţjálfun. Inn á milli voru frjálsir tímar og ţá nýttu krakkarnir sér til ađ leika saman á velútbúinni skólalóđ og rölta um bćinn. Flestir ćfđu sig í sprangi ofl ţjóđlegum íţróttum Eyjamanna.

Stefán Bergsson leiđbeinir efnilegum og áhugasömum Fjölnisstúlkum

Veitingastađurinn Gott sá um ađ elda ofan í krakkana og ţar var fćđiđ ekki af verri endanum. Síđari daginn hélt skákţjálfun áfram og dagskráin endađi međ Eyjaskákmóti sem allir ţátttakendur skákbúđanna tóku ţátt í og allir verđalunađir í lok mótsins. Sólin skein glatt í Eyjum á međan beđiđ var eftir ađ Herjólfur legđi af stađ til baka. Ţá brugđu ţátttakendur sér í sundlaugina glćsilegu og léku sér ţar í einum hóp í tvćr klukkustundir. 

Eyjamađurinn Björn Ívar á fyrri vinnustađ, Grunnskóla Vestmannaeyja

Helgi Árnason skipulagđi skákbúđirnar ađ venju og var í góđu samstarfi viđ Arnar Sigmundsson formann TV sem lánađi skákbúđunum öll taflsettin, Sigurlás skólastjóra og Kristján húsvörđ í grunnskólanum og síđast en ekki síst Geir Jón Ţórisson, fyrrum löggu og íbúa í Grafarvogi sem tók á móti hópnum og flutti allan farangur gestanna til og frá borđi í Herjólf. Fjórir foreldrar voru međ í för og sáu til ţess ađ ekkert kćmi upp á sem skyggt gćti á ferđagleđina. Sturlubúđir voru ţátttakendum ađ kostnađarlausu en skákkrakkarnir efnilegu sem flest voru á aldrinum 9 - 14 ára sýndu og sönnuđu ađ ţetta tćkifćri til ćfinga og samveru áttu ţau sannarlega skiliđ. 

Myndaalbúm (HÁ)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 141
  • Frá upphafi: 8765547

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband