Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2014

Nói Síríus Páskaeggjasyrpan hefst á morgun

Löng hefđ er fyrir ţví ađ halda páskaeggjamót og ćfingar hjá taflfélögunum í borginni í ađdraganda páska.  Í ár ćtla Taflfélag Reykjavíkur og Nói Síríus ađ gera sérstaklega vel viđ yngstu skákiđkendurna og bjóđa öllum krökkum á grunnskólaaldri ađ taka ţátt í Páskaeggjasyrpunni 2014!

Međ ţessu framtaki vill T.R. í samstarfi viđ Nóa Síríus ţakka ţeim gríđarlega fjölda sem sótt hefur barna- og unglingaćfingar félagsins í vetur.

Algjör sprenging hefur orđiđ í fjölda iđkenda hjá félaginu og til dćmis um ţađ má nefna ađ á sama tíma og tvćr unglingasveitir frá T.R. tefldu á Íslandsmóti skákfélaga voru 45 krakkar (!) á félagsćfingu í skákhöll félagsins.

 

Síđastliđinn laugardag mćttu svo 63 krakkar á ćfingar félagsins sem er algjört met og eflaust ţarf ađ leita langt aftur til ađ finna viđlíka fjölda á barnaćfingum félagsins!  Ţađ ber svo sannarlega  markvissu barnastarfi félagsins fagurt vitni ađ sífellt stćrri hópur krakka mćtir á ćfingar ţess.

Frábćrar ađstćđur eru hjá Taflfélagi Reykjavíkur, margir reyndir ţjálfarar og félagiđ býđur eitt félaga upp á ítarlegasta námsefni sem völ er á hér á landi. Allar ćfingar og allt námsefni er frítt, ţađ ţarf bara ađ mćta og taka ţátt í ţessum stórskemmtilegu ćfingum!


Páskaeggjasyrpan mun samanstanda af ţremur skákmótum sem haldin verđa ţrjá sunnudaga fyrir páska í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12:

1. NÓA KROPP PÁSKAEGGJAMÓTIĐ. Sunnudaginn 30. mars kl. 14

2. NIZZA LAKKRÍS PÁSKAEGGJAMÓTIĐ. Sunnudaginn 06. apríl kl. 14

3. NIZZA HRÍSKÚLU PÁSKAEGGJAMÓTIĐ. Sunnudaginn 13. apríl kl.14

  • Keppt verđur í tveimur flokkum, 1-3 bekk (og yngri) og 4-10 bekk.
  • Sex umferđir verđa tefldar í hverju móti međ 10 mínútna umhugsunartíma á mann.
  • Glćsileg verđlaun eru í bođi fyrir alla hressu skákkrakkana sem taka ţátt í syrpunni!
  • Verđlaunapeningar fyrir ţrjú efstu sćtin í hvorum flokki á hverju páskaeggjamóti.
  • Stór páskaegg fyrir ţrjú efstu sćtin samanlagt úr mótunum í hvorum flokki (misstór eftir sćtum)
  • Allir sem taka ţátt í minnst tveimur af ţremur mótum í syrpunni fá lítiđ páskaegg í verđlaun fyrir ţátttökuna og verđa ţau veitt í lok ţriđja mótsins í syrpunni.
  • Dregin verđur út ein stórglćsileg DGT Easy Polgar skákklukka handa heppnum skákkrakka á hverju páskaeggjamóti!

Skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur.

Taflfélag Reykjavíkur og Nói Síríus hlakka til ađ sjá ykkur á PÁSKAEGGJASYRPUNNI 2014!

ns_banner2.jpg

Gunnar efstur á Skákţingi Norđlendinga

Gunnar Björnsson (2077) er efstur á Skákţingi Norđlendinga ađ loknum fjórum umferđum. Gunnar hefur 3,5 vinning. Fimm skákmenn eru nćstir međ 3 vinninga. Ţađ eru ţeir Stefán Bergsson (2099), Smári Sigurđsson (1913), Jakob Sćvar Sigurđsson (1829), Haraldur Haraldsson (1981) og Tómas Veigar Sigurđarson (1954). Fyrstu fjórar umferđirnar voru atskákir en í dag veđa tefldar tvćr kappskákir.

Í fimmtu umferđ, sem hefst kl. 11, mćtast međal annars: Gunnar-Tómas, Jakob-Stefán og Haraldur-Smári.

Teflt er í Árbót í Ađaldal í Ţingeyjarsveit og fer ákaflega vel um keppendur á allan hátt.

Mótstöflu má finna á Chess-Results.


Undankeppni fyrir Norđurlandamót stúlkna

Norđurlandamót stúlkna fer fram á Íslandi dagana 25. - 27. apríl ađ Bifröst í Borgarfirđi. Teflt er í ţremur flokkum.

Undankeppni fyrir yngsta flokkinn (fćddar 2001 og síđar) fer fram á sal Skákskóla Íslands sunnudaginn sjötta apríl. Mótiđ hefst 12:00.

Tefldar verđa sjö umferđir međ 15 mínútna umhugsunartíma.

Tvö til fjögur sćti eru í bođi, allavegana tvö og hugsanlega 1-2 til viđbótar. Endanlegur fjöldi sćta skýrist ţegar ţátttökulisti liggur fyrir frá hinum Norđurlandaţjóđunum fyrri hluta apríl.

Ef keppendur verđa jafnir í sćtum sem gefa ţátttökurétt verđa reiknuđ stig.


Páskaeggjamót Víkingaklúbbins fer fram 9. apríl

Páskaeggjamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verđur haldiđ í Víkinni Víkingsheimilinu miđvikudaginn 9. apríl. Tefldar verđa 5. umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann og hefst mótiđ kl. 17.00. Allir krakkar eru velkomnir og ţátttaka er ókeypis. Keppt verđur ţrem flokkum: Flokki fćddra 1998-2004, flokki fćddra 2005 og yngstu krakkarnir tefla peđaskák 
(ţrjú mót).   Allir fá páskaegg fyrir frammistöđu sína og  ţátttaka í mótinu er ókeypis.  Barna og unglingaćfingar Víkingaklúbbsins verđa vikulega á miđvikudögum fram á sumar.

ATH:  Nauđsynlegt er ađ skrá sig (nafn og fćđingarár) til ađ tryggja ţátttöku.

Skráning á mótiđ fer m.a fram á netfangiđ:  vikingaklubburinn(hjá)gmail.com eđa sms í síma 8629744 (Gunnar).

100. Íslandsmótiđ í skák 2014 - haldiđ 21. maí - 1. júní í Stúkunni

Hundrađasta Íslandsmótiđ í skák fer fram í Stúkunni viđ Kópavogsvöll 21. maí - 1. júní nk.  Um er ađ rćđa ţrjú mót. Landsliđsflokk, ţar sem 10-12 sterkustu skákmenn kljást um Íslandsmeistaratitilinn, áskorendaflokk ţar sem keppt verđur um góđ verđlaun, auk ţess sem tvö efstu sćtin gefa keppnisrétt í landsliđsflokki ađ ári og Íslandsmót kvenna sem ađ ţessu sinni verđur hluti af áskorendaflokknum. Ţar er teflt um Íslandsmeistaratitilinn og góđ verđlaun.

Heildarupphćđ verđlaunafjár á mótinu er ein milljón króna.

Skáksamband Íslands heldur mótiđ í samstarfi viđ Skákdeild Breiđabliks.

Tímamörk

Landsliđsflokkur:  90 mínútur á skákina auk 30 sekúnda á hvern leik. Ţar ađ auki bćtast 30 mínútur viđ eftir 40 leiki.

Áskorendaflokkur:  90 mínútur á skákina auk 30 sekúnda á hvern leik

Umferđartafla

Dagur

Vikudagur

Landsliđsflokkur

Kl.

Áskorendaflokkur/

Íslandsmót kvenna

Kl.

   

 

  

21.5.2014

miđvikudagur

1. umferđ*

16:00

  

22.5.2014

fimmtudagur

2. umferđ*

16:00

  

23.5.2014

föstudagur

3. umferđ

16:00

1. umferđ

17:00

24.5.2014

laugardagur

4. umferđ

13:00

2. umferđ

13:00

25.5.2014

sunnudagur

5. umferđ

13:00

3. umferđ

13:00

26.5.2014

mánudagur

6. umferđ

16:00

4. umferđ

17:00

27.5.2014

ţriđjudagur

Frí

 

Frí

 

28.5.2014

miđvikudagur

7. umferđ

16:00

5. umferđ

17:00

29.5.2014

fimmtudagur

8. umferđ

13:00

6. umferđ

13:00

30.5.2014

föstudagur

9. umferđ

16:00

7. umferđ

17:00

31.5.2014

laugardagur

10. umferđ

13:00

8. umferđ

13:00

1.6.2014

sunnudagur

11. umferđ

11:00

9. umferđ

11:00

1.6.2014

sunnudagur

Úrslitakeppni

18:00

Úrslitakeppni

18:00

*Ef mótiđ verđur 10 manna,  verđur ţessum umferđum sleppt.


 

Landsliđsflokkur

Tíu til tólf af bestu skákmönnum ţjóđarinnar tefla um góđ sigurverđlaun, keppnisrétt í landsliđi íslands og ţátttökurétt á nćsta Evrópumeistaramóti einstaklinga sem fram fer í Jerúsalem í febrúar 2015.

Verđlaun

Sćti

Verđlaun

Íslandsmeistaratitill

Sćti í Ólympíulandsliđinu 2014 Keppnisréttur á EM einstaklinga 2015
50.000 kr. viđbótarverđlaun

1.       verđlaun

250.000 kr.

2.       verđlaun

150.000 kr.

3.       verđlaun

100.000 kr.

 

Verđlaunafé skiptist jafnt, séu keppendur jafnir  í ţremur efstu sćtunum. Viđbótarverđlaun, 50.000 kr., eru svo greidd sérstaklega fyrir Íslandsmeistaratitlinn.

Verđi tveir eđa fleiri jafnir, verđur háđ aukakeppni međ styttri umhugsunartíma.

Keppendalisti  landsliđsflokks liggur ekki fyrir en tólf keppendum hefur veriđ bođin ţátttaka skv. 4. gr. skáklaga SÍ og fengu viđkomandi svarfrest til 4. apríl nk. Stefnt er ţví ađ 7. apríl liggi fyrir endanlegur keppendalisti og hvort um verđi ađ rćđa 10 eđa 12 manna landsliđsflokk.

Áskorendaflokkur

Sömu tímamörk eru í áskorendaflokki og í landsliđsflokki. Tefldar verđa 9 umferđir eftir svissneska kerfinu.

Sćti

Verđlaun

1.       verđlaun

75.000 kr. + sćti í landsliđsflokki 2015

2.       verđlaun

45.000 kr. + sćti í landsliđsflokki 2015

3.       verđlaun

30.000 kr.


Verđlaunum verđur skipt eftir Hort-kerfinu svonefnda. Verđi keppendur jafnir í öđru sćti, skal Buchholz-stigaútreikningur ráđa hver/hvor hlýtur sćti í landsliđsflokki 2015.

Aukaverđlaun:

Besti árangur m.v. eigin stig (+2000)

25.000 kr.

Besti árangur m.v. eigin stig (-2000)

25.000 kr.

 

 Ţátttökgjöld

                                     

Hópar
 Afsláttur Gjald

Almennt gjald

0%

10.000

F3-félagar

50%

5.000

IM/WIM

100%

0

FM/WFM

50%

5.000

Unglingar 1998 eđa síđar

50%

5.000

Ungmenni 1994-1997

25%

7.500

Öldungar (67+)

25%

7.500

Öryrkjar

50%

5.000


Íslandsmót kvenna

Íslandsmót kvenna verđur hluti af áskorendaflokknum. Efsta konan hreppir Íslandsmeistaratitilinn. Verđi tvćr eđa fleiri jafnar, verđur teflt til ţrautar međ skemmri umhugsunartíma.

Íslandsmeistari

50.000

1. sćti + sćti í Ólympíulandsliđsinu 2014

100.000

2. sćti

60.000

3. sćti

40.000


Verđlaunum verđur skipt eftir Hort-kerfinu.

Ţátttökugjöld

Keppendur á íslandsmóti kvenna fá 50% afslátt af ţátttökugjöldum áskorendaflokks.

Annađ

Mótshaldarar áskilja sér rétt til ađ gera smávćgilegar breytingar á fyrirkomulagi mótsins. Heimasíđa mótsins er vćntanleg sem og opnađ verđur fyrir skráningu í nćstu viku. 


Íslandsmótiđ í Fischer Random: Upphafsstöđur 1.-4. umferđar

Skemmtikvöld Taflfélags Reykjavíkur verđur haldiđ annađkvöld ţar sem fyrsta Íslandsmótiđ í Fischer Random mun fara fram.  Upphafsstöđur fyrstu fjögurra umferđanna fylgja hér ađ neđan en upphafsstöđur 5.-8. og 9.-12. umferđar verđar gefnar upp međfram mótinu.

Hér má finna ţćr reglur sem gilda í Fischer Random skák og nánari upplýsingar um skemmtikvöldiđ má finna hér.

1. Umferđ

2. Umferđ

3. Umferđ

4. Umferđ



Grćnlandsmót í Vin mánudaginn!

Anda Kuitse

Grćnlandsskákmót verđur haldiđ í Vin, Hverfisgötu 47, mánudaginn 31. mars kl. 13.30. Ađ mótinu standa Hrókurinn og Vinaskákfélagiđ í tilefni af Grćnlandsdögum, sem nú eru ađ ganga í garđ. Frćgasti trommudansari Grćnlands, Anda Kuitse, mun sjá um ađ koma skákmönnum í keppnisskap!

4 (2)

Grćnlandsdagar hefjast í Melabúđinni föstudaginn 28. mars kl. 16. Ţar verđur bođiđ upp á grćnlenskan mat og sitthvađ fleira, allt frá geisladiskum til handunninnar grćnlenskrar sápu. Sýndar verđa myndir Ragnars Axelssonar frá Grćnlandi og grćnlenskir tónlistarmenn trođa upp. Ţá munu Hróksmenn kynna starf sitt á Grćnlandi og bjóđa gestum upp á skák í tjaldi, ţar sem fyrirtćki í ferđaiđnađi kynna ćvintýraferđir til Grćnlands.

1469959_233605026800968_178955374_n

Á sunnudag verđa tónleikar og Grćnlandskynning í Hörpu. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og mun ágóđi af ţeim renna til Kalak, vinafélags Íslands og Grćnlands, og til Hróksins sem nýveriđ hóf tólfta starfsár sitt á Grćnlandi. Á tónleikunum koma fram Anda Kuitse trommudansari, tríóiđ Appisimaar frá Kulusuk, og Grćnlandsvinirnir Bjartmar Guđlaugsson og Pálmi Gunnarsson. Miđaverđ er kr. 3000 og er hćgt ađ panta miđa hér.

6

Á Grćnlandsmótinu í Vin verđa tefldar sex umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Í leikhléi verđur bođiđ upp á gómsćtar veitingar og eru allir skákáhugamenn og Grćnlandsvinir hjartanlega velkomnir. 


Anand nálgast annađ heimsmeistaraeinvígi viđ Carlsen

Anand (2770) er sem fyrr međ međ inningsforskot á áskorendamótinu sem er í gangi í Khanty Mansiesk í Síberíu. Í dag gerđi hann jafntefli viđ Andreikin (2709). Heimsmeistarinn fyrrverandi átti reyndar flókna vinningsleiđ, sem útheimti hróksfórn, sem hann lagđi ekki í. E.t.v spilar ţar örugg stađa hans á mótinu ţar inn í.

Frídagur er á morgun en lokaumferđirnar tvćr verđa tefldar á laugardag og sunnudag.

Stađan:

RankNameRtgFEDPtsRes.victSB
1Anand Viswanathan2770IND0343,75
2Aronian Levon2830ARM0337,75
3Mamedyarov Shakhriyar2757AZE61335,50
4Karjakin Sergey2766RUS61234,50
5Svidler Peter2758RUS4332,00
6Andreikin Dmitry2709RUS133,50
7Topalov Veselin2785BUL2233,25
8Kramnik Vladimir2787RUS234,25


 


Sex keppendur međ fullt hús á Skákmóti öđlinga

SćvarAlţjóđlegi meistarinn Sćvar Bjarnason sigrađi Ólaf Gísla Jónsson á efsta borđi í annarri umferđ Skákmóts öđlinga sem fór fram í gćrkvöldi. Sćvar hefur ţví fullt hús vinninga ásamt fimm öđrum keppendum; Ögmundi Kristinssyni sem vann Einar Valdimarsson, Sigurđi Kristjánssyni sem lagđi Guđmund Aronsson, Sigurjóni Haraldssyni sem hafđi betur gegn Vigfúsi Vigfússyni, Árna H. Kristjánssyni sem sigrađi Kjartan Másson og Siguringa Sigurjónssyni sem lagđi Bjarnstein Ţórsson ađ velli.

Sigrar Sigurđar og Sigurjóns voru góđir en báđir eru ţeir um 150 Elo stigum lćgri en andstćđingar sínir.  Ţá gerđu Halldór Garđarsson og Magnús Kristinsson jafntefli sem og Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir og Vignir Bjarnason en stigamunur ţar er einnig í báđum tilfellum u.ţ.b. 150 stig.

Í ţriđju umferđ sem fer fram nk miđvikudagskvöld og hefst kl. 19.30 mćtast m.a. Siguringi og Sćvar, Ögmundur og Sigurjón sem og Sigurđur og Árni.

Skákir 2. umferđar, innslegnar af Kjartani Maack, fylgja međ.


Henrik endađi međ 5˝ vinning í Kolkata

HenrikAlţjóđlegu móti lauk í Kolkata í Indlandi í dag. Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2501) var međal keppenda. Hann hlaut 5˝ vinning í 10 skákum og endađi í 21.-33. sćti. 

Henrik byrjađi brösuglega međ jafntefli og töp í fyrstu fjórum umferđunum gegn stigalćgri Indverjum. Hann hrökk ţó í gang í fimmtu umferđ og fékk 4 vinninga í nćstum 5 skákum og enn tefldi hann bara viđ Indverja. Í lokaumferđinni í dag tapađi hann svo fyrir úkraínska stórmeistaranum Sergey Fedorchuk (2647).

Árangur Henriks samsvarađi 2399 skákstigum og tapađi hann 13 stigum fyrir hana. Ţess má geta ađ óvíđa er menn jafn stigalágir miđađ viđ styrkleika og í Indlandi. Sjá má einstaklingsúrslit Henriks í Chess-Results.

Sigurvegarar mótsins voru stórmeistararnir Oliver Barbosa (2564), Filippseyjum, Babu Lalith (2585), Indlandi.  Nigel Short (2674), sem var stigahćstur keppenda átti ekki gott mót og hlaut 6˝ vinning og tapađi 13 skákstigum.

Ţátt tóku 77 skákmenn ţátt í mótinu frá 13 löndum. Ţar á međal voru 27 stórmeistarar. Henrik var nr. 17 í stigaröđ keppenda.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 184
  • Frá upphafi: 8764055

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband