Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2014

Jóhann Helgi efstur á Skákţingi Garđabćjar

Jóhann HelgiJóhann Helgi Sigurđsson (2013) er efstur međ 4,5 vinning ađ lokinni fimmtu umferđ Skákţings Garđabćjar sem fram fór í gćrkveldi. Jóhann Helgi vann Gauta Pál Jónsson (1719) í gćr. Agnar Tómas Möller (1657) er kominn í annađ sćti međ 4 vinninga en hann vann Bárđ Örn Birkisson (1636). Árangur Agnars er athyglisverđur og mjög góđur enda ađeins tólfti í stigaröđ keppenda.

Bárđur Örn, Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2006) og Jón Ţór Helgason (1681) eru í 3.-5. sćti međ 3,5 vinning.

Stöđuna í a-flokki má nálgast á Chess-Results.

B-flokkur

Spennan í b-flokki er mikil en ţar eru fjórir keppendur jafnir og efstir međ 4 vinninga. Ţađ eru ţeir Ţorsteinn Magnússon (1241), Guđmundur Agnar Bragason (1352), fađir hans, Bragi Ţór Thoroddsen (1304) og Róbert Luu (1315).

Stöđuna í b-flokki má nálgast á Chess-Results.

Sjötta og nćstsíđasta umferđ fer fram nk. í mánudagskvöld í báđum flokkum.

 


Jafntefli í maraţonskák

Jafntefli varđ í sjöundu skák heimsmeistaraeinvígis Carlsen (2863) og Anand (2792) sem fram fór í Sochi í dag. Norđmađurinn beitti sem fyrr fyrir sér kóngspeđinu. Indverjinn svarađi ađ ţessu sinni međ Berlínar-afbrigđi spćnska leiksins. Endurtók ekki Sikileyjarvörnina eftir tapađi í síđustu skák.

Carlsen var vel undirbúinn og fékk heldur betra tafl. Anand brást viđ međ ţví ađ fórna manni í 31. leik til ađ létta á stöđunni. Sennilega rétt ákvörđun en Carlsen komst ekkert áleiđis ţrátt fyrir ađ reyna nánast út ţađ óendanlega ađ vinna skákina sem varđ alls 122 leikir. Ađeins munađi tveimur leikjum ađ skákin yrđi sú lengsta í sögu heimsmeistaeinvíganna.

Carlsen reyndi meira ađ segja ađ tefla áfram hrók og riddara gegn hrók í 20 leik sem telst steindautt jafntefli fyrir skákmenn á ţessum styrkleika.

Á morgun tefla ţeir áttundu skákina og ţá hefur Anand hvítt. Ţađ verđur fróđlegt ađ sjá hvernig Carlsen mun reyna ađ verjast drottningarpeđslauk Anand. 

Skođum venju samvkćmt nokkur tíst um skák dagsins

 


TORG skákmót Fjölnis í Rimaskóla nćsta laugardag  

Torgmót 2014Eitt elsta barna-og unglingaskákmót landsins, TORG – skákmót Fjölnis, verđur haldiđ í 11. sinn laugardaginn 22. nóvember. Teflt verđur í hátíđarsal Rimaskóla og hefst mótiđ kl. 11:00. Ţátttakendur mćti tímanlega til skráningar. Öllum skákkrökkum á grunnskólaaldri er heimilt ađ vera međ í mótinu og er ţátttaka ókeypis. Ţađ eru fyrirtćkin á TORGINU, verslunarmiđstöđinni Hverafold, sem gefa vinningana.

Óvćntir aukavinningar á laugardegi eru fjölmargir nammipokar og bíómiđar. NETTÓ Hverafold býđur öllum ţátttakendum upp á veitingasr í skákhléi og NETTÓ gefur einnig glćsilega verđlaunagripi fyrir sigurvegara í eldri, yngri-og stúlknaflokki. Tefldar verđa sex umferđir og umhugsunartími er sex mínútur á skák. Mótstjórar verđa ţeir Helgi Árnason og Páll Sigurđsson. Skráning á stađnum í hátíđarsal Rimaskóla. Foreldrum velkomiđ ađ fylgjast međ og ţiggja kaffisopa.

 


Símon sigrađi á mjög vel heppnuđu MS Afmćlismóti Jónasar Hallgrímssonar

Símon Ţórhallsson frá Akureyri sigrađi á MS Afmćlismóti Jónasar Hallgrímssonar, sem Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur stóđu fyrir í Ráđhúsinu á degi íslenskrar tungu. Um sextíu börn og unglingar kepptu á mótinu. Símon sigrađi í öllum skákum sínum og hlaut 7 vinninga. Nćstur kom Ţorsteinn Magnússon međ 6 vinninga og í 3.-4. sćti urđu Vignir Vatnar Stefánsson og Nansý Davíđsdóttir.

Heiđursgestir á afmćlismótinu í Ráđhúsinu voru Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti Íslands og Friđrik Ólafsson stórmeistari og fv. forseti FIDE. Illugi Gunnarsson menntamálaráđherra flutti setningarávarp og Guđný Steinsdóttir markađsstjóri MS lék fyrsta leikinn.

16_MS_afmaelismot_Jonas_Hallgrimsson

Mótiđ var mjög skemmtilegt og spennandi, enda mörg verđlaun í bođi. Í flokki barna í 1.-3. bekk var baráttan hnífjöfn og fengu ţrjú börn 4 vinninga, svo grípa ţurfti til stigaútreiknings.  Stefán Orri Davíđsson hreppti gulliđ, Freyja Birkisdóttirhlaut silfur og Freyr Grímsson brons.

Vignir Vatnar Stefánsson og Nansý Davíđsdóttir hlutu bćđi 5,5 vinning í flokki barna í 4.-7. bekk, en Vignir var sjónarmun undan á stigum. Kristófer H. Kjartansson varđ í 3. sćti međ 5 vinninga. Nansý hlaut ennfremur verđlaun fyrir bestan árangur stúlkna á mótinu.

19_MS_afmaelismot_Jonas_Hallgrimsson

Símon Ţórhallsson hlaut gulliđ í flokki ungmenna í 8.-10. bekk, Ţorsteinn Magnússon fékk silfriđ ogDawid Kolka bronsiđ.

Keppendur á MS Afmćlismóti Jónasar Hallgrímssonar mćttu prúđbúnir til leiks eins og hćfir á stórmóti, auk ţess sem sérstök verđlaun voru fyrir besta klćdda keppandann. Verđlaunin hlaut Elsa K. Arnaldardóttir.

Viđ setningu mótsins rifjađi Friđrik Ólafsson  upp hvernig umhorfs var í íslenskum skákheimi ţegar hann var drengur, en Friđrik tefldi fyrstu kappskák sína 1946, ţá ellefu ára gamall. Börn voru sjaldgćf sjón á skákmótum í ţá daga, en nú er öldin önnur og hvatti Friđrik börnin til dáđa í skákinni. ,,Ţiđ eruđ framtíđin!“ sagđi meistarinn, sem lengi var međal bestu skákmanna heims.

 

22_MS_afmaelismot_Jonas_Hallgrimsson

Vigdís Finnbogadóttir ávarpađi börnin af mikilli hlýju, og lýsti gleđi sinni yfir ţví ađ efnt vćri til skákmóts til ađ heiđra minningu Jónasar Hallgrímssonar, enda skákin og skáldskapurinn íţróttir hugans. Vigdís hvatti börnin til ađ leggja rćkt viđ tungumáliđ og óskađi ţeim gćfu og gengis.

Viđ setningarathöfnina veitti Illugi Gunnarsson menntamálaráđherra  viđtöku nýrri skákbók fyrir byrjendur, Lćrđu ađ tefla, eftir Björn Jónssonformann Taflfélags Reykjavíkur. Í setningarávarpi fagnađi ráđherra ţví, ađ út vćri komin vönduđ kennslubók enda skákin í mikilli sókn í skólum um land allt.

MS Afmćlismót Jónasar Hallgrímssonar
16.nóv.14
SćtiNafnSkákstigVinningar
1Símon Ţórhallsson19617
2Ţorsteinn Magnússon12896
 3-4Vignir Vatnar Stefánsson19595,5
 3-4Nansý Davíđsdóttir16415,5
 5-12Mykhayilo Kravchuk14625
 5-12Dawid Kolka18295
 5-12Felix Steinţórsson16145
 5-12Kristófer H. Kjartansson13805
 5-12Heimir Páll Ragnarsson14905
 5-12Aron Ţór Mai12945
 5-12Gauti Páll Jónsson18435
 5-12Óskar Vikingur Davíđsson13985
 13-14Alexander M Bjarnţórsson04,5
 13-14Jón Ţór Lemery04,5
 15-27Róbert Luu13234
 15-27Halldór Atli Kristjánsson12754
 15-27Jón Heiđar Rúnarsson04
 15-27Axel Óli Sigurjónsson04
 15-27Stefán Orri Davíđsson10614
 15-27Alexander Oliver Mai04
 15-27Arnar Milutin Heiđarsson04
 15-27Daniel Ernir Njarđarson04
 15-27Freyja Birkisdóttir04
 15-27Mateusz Jakubek04
 15-27Guđmundur Agnar Bragason12934
 15-27Freyr Grímsson04
 15-27Björn Magnússon04
 28-31Joshua Davidsson03,5
 28-31Bjarki Arnaldarson03,5
 28-31Sindri Snćr Kristófersson12983,5
 28-31Ólafur Örn Ólafsson03,5
 32-44Alexander Björnsson03
 32-44Arnór Gunnlaugsson03
 32-44Ylfa Ýr W. Hákonardóttir03
 32-44Ívar Andri Hannesson03
 32-44Gabríel Snćr Bjarnţórsson03
 32-44Matthías Hildir Pálmason03
 32-44Kristófer Stefánsson03
 32-44Óttar Örn B. Sigfússon03
 32-44Bjarki Freyr Mariansson03
 32-44Benedikt Ţórisson03
 32-44Kristján Dagur Jónsson03
 32-44Adam Omarsson03
 32-44Sunna Ţórhallsdóttir03
 45-46Örn Ingi Axelsson02,5
 45-46Rayan Sharifa02,5
 47-53Elsa K. Arnaldardóttir02
 47-53Daniel Sveinsson02
 47-53Allan Núr Lahham02
 47-53Stefán Logi Hermannsson02
 47-53Stefán Geir Hermannsson02
 47-53Hubert Jakubek02
 47-53Azalden Jassim02
 54-57Elísa H. Sigurđardóttir01
 54-57Jónína Surada Thirataya01
 54-57Samúel Narfi Steinarsson01
 54-57Logi Tómasson01

Sjöunda skák heimsmeistaraeinvígisins hafin

Anand CarlsenSjöunda skák heimsmeistaraeinvígis Carlsen (2863) og Anand (2792) hófst nú kl. 12. Carlsen hefur hvítt og tefldi Anand Berlínvörn spćnska leiksins gegn kóngpeđsleik Norđmannsins. Tefldir hafa veriđ 28 leikir og hefur Carlsen betra tafl. Peter Svidler telur ađ stađan á borđinu nú hafi mjög líklega komiđ upp í undirbúning Carlsen.

Ýmsar leiđir eru til ađ fyljgast međ einvíginu. Ritstjóri mćlir međ beinum útsendingum Chess24.

 


Íslandsmót eldri skákmanna - Strandbergsmótiđ í skák fer fram á laugardag

Merki fyrir mót eldri skákmanna - endurgert 11.11.2014 18-28-25.2014 18-28-026
Íslandsmót eldri skákmanna sem eru 50 ára + og 65 ára +  í atskák eru nú haldin í fyrsta sinn. Stefnt er ţví ađ gera ţau ađ árlegum viđburđi sem hluta af Skákţingi Íslands sem fer í mörgum flokkum eins og kunnugt er.   

MÓTSTAĐURINN - STRANDBERG VIĐ HLÍĐ HAFNARFJARĐARKIRKJU 16.11.2014 14-17-56


Mótin verđa haldin laugardaginn 22. nóvember nk. í Strandbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju, í samstarfi viđ RIDDARANN, annan af tveimur skákklúbbum eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu, sem ţar hefur ađsetur. Mótshaldiđ er liđur í 100 ára afmćli kirkjunnar nú um ţessar mundir, sem stutt hefur ađ skáklistinni um árabil. Teflt verđur í hátíđarsalnum svo ađstćđur á mótsstađ verđa eins og best verđur á kosiđ og bođiđ upp kaffi, svaladrykki og kruđerí međan á móti stendur. Hádegisverđartilbođ. 

Fyrirkomulag

Tefldar verđa 9 umferđir eftir svissneska kerfinu. 

Mótshaldarar áskilja ser rétt til ađ breyta fyrirkomulaginu ef ţáttökutölur gefa tilefni til ţess.

Tímamörk

  • Umferđir 1-4: 10 mínútur + 5 sekúndur á hvern leik
  • Umferđir 5-9: 20 mínútur + 10 sekúndur á hvern leik 

Umferđartafla 

  • 1. umf: Kl. 10:00
  • 2. umf: Kl. 10:30
  • 3. umf: Kl. 11:00
  • 4. umf: Kl. 11:30
  • Hlé
  • 5. umf: Kl. 13:00
  • 6. umf: Kl. 14:00
  • 7. umf: Kl. 15:00
  • 8. umf: Kl. 16:00
  • 9. umf: Kl. 17:00
  • Verđl.  Kl. 18:00

Flokkaskipting


Teflt verđur í tveimur flokkum 65 ára + (1949 og fyrr) og 50 ára + (1950-64)

Verđi skráđir keppendur í öđrum hvorum flokknum fćrri en 12 kunna flokkarnir ađ vera sameinađir en engu ađ síđur teflt um tvo Íslandsmeistaratitla.

Verđi tveir eđa fleiri efstir og jafnir verđur stigaútreikningur látinn ráđa.                                                                                              

Ţátttökugjöld

  • 1.500 kr. 

Verđlaun: 

  • Ađalverđlaun (nánar síđar)
  • Sérstök aldurflokkaverđlaun fyrir 70+, 75+ og 80+
  • Sportvörubúđin Jói Útherji/Magnús V. Pétursson gefur alla verđlaunagripi 

Skráning

  • Á www.skak.is eđa í síma 568 9141
  • Einnig er hćgt ađ skrá sig á ţriđjudagsmótum hjá ĆSUM eđa hjá RIDDARANUM á miđvikudögum.
  • Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér

Chess-Results

  • 65+ (miđađ viđ skráningu 17. nóv)
  • 50+ (miđađ viđ skráningu 17. nóv)

Taflfélag Reykjavíkur Íslandsmeistari unglingasveita eftir ćsispennandi keppni

IMG 2884
Taflfélag Reykjavíkur sigrađi á ćsispennandi Íslandsmóti unglingasveita sem fram fór í Garđaskóla í Garđabć í gćr. Ađeins hálfur vinningur skyldi ađ TR og Skákfélagiđ Hugin sem lenti í öđru sćti. Ţessar sveitir voru í miklum sérflokki. B-sveit TR krćkti í bronsiđ eftir harđa baráttu. Ţađ voru 20 sveitir sem tóku ţátt í mótinu, en ţađ er metţátttaka.

Ţađ var ljóst frá byrjun ađ keppnin yrđi jöfn og spennandi. TR og Huginn mćttust í fjórđu umferđ og endađi ćsispennandi viđureign ţeirra međ 2-2 jafntefli. Sveitirnar voru svo jafnar lengst af mótinu, en Huginn missti niđur hálfan vinning í lokaumferđunum á međan TR tapađi ekki niđur punkti.

Vel ađ verki stađiđ hjá TR sem átti langflestar sveitir og lönduđu sigri í flokki b-h liđa sem vitaskuld er glćsilegur árangur.

Í sigursveit T.R. voru eftirtaldir keppendur:

  1. Vignir Vatnar Stefánsson
  2. Gauti Páll Jónsson
  3. Björn Hólm Birkisson
  4. Bárđur Örn Birkisson

Liđsstjóri var Dađi Ómarsson

Silfursveit Hugsins skipuđu:

IMG 2874

 

  1. Hilmir Freyr Heimisson
  2. Dawid Kolka
  3. Felix Steinţórsson
  4. Heimir Páll Ragnarsson

Liđsstjóri var Vigfús Ó. Vigfússon

Bronssveit TR skipuđu:

IMG 2858

  1. Mikhaylo Kravchuk
  2. Jakob Alexander Petersen
  3. Aron Ţór Mai
  4. Guđmundur Agnar Bragason

Liđsstjóri var Björn Jónsson.

Borđaverđlaun hlutu:

Allir borđalaunahafarnir komu úr toppsveitunum tveimur. 

IMG 2867

  • 1. Vignir Vatnar Stefánsson 6,5 v. 7, TR-a
  • 2. Dawid Kolka 6,5 v. af 7, Huginn-a
  • 3. Björn Hólm Birkisson 6,5 v. af 7, TR-a
  • 3. Felix Steinţórsson, 6,5 af 7, Huginn-a
  • 4. Heimir Páll Ragnarsson, 6 v af 7 af Huginn-a

 

Ţađ var Taflfélag Garđabćjar sem hélt mótiđ. Skákstjórn var í höndum Páls Sigurđssonar, formanns TG, og dóttur hans, Sóleyjar Lindar.


Skákţáttur Morgunblađsins: Heimsmeistaraeinvígiđ hefst í dag - "Magnús ćtti ađ vinna"

Carlsen og Anand Norska ţjóđin býr sig nú undir heimsmeistaraeinvígi ţjóđhetjunnar Magnúsar Carlsen viđ áskorandann Wisvanathan Anand. Einvígiđ sem fram fer í Sochi viđ Svartahaf var sett í gćr ađ viđstöddum Pútín Rússlandsforseta og öđrum tignum gestum.

Sochi var ekki á óskalista heimsmeistarans og hann skrifađi undir einvígisskilmálana međ hangandi hendi. Hann var í liđi Kasparovs fyrir forsetakjör FIDE í Tromsö á dögunum og ósigurinn ţar, stađarvaliđ nú og dagsetningin sem upphaf einvígisins miđast viđ, 7. nóvember – ţann sama dag áriđ 1917 komust bolsévikar til valda í Rússlandi – tákna Pútíns mekt. Saga heimsmeistaraeinvígja í Rússlandi á síđustu öld er full af duldum táknum ţar sem hversdagslegir hlutir eins og kaffibrúsi eđa svört jakkaföt gátu haft djúprćtta merkingu. En ţađ er ekki búist viđ neinum uppákomum varđandi ţetta einvígi ţar sem annáluđ prúđmenni eigast viđ. Fyrsta skákin hefst í dag kl. 12 ađ íslenskum tíma. Hćgt er ađ fylgjast međ skákunum á fjölmörgum vefsvćđum en reikna má međ ţví ađ beinar útsendingar norska sjónvarpsins, NRK, verđi vinsćlar međal íslenskra skákáhugamanna. Undanfariđ hefur NRK veriđ međ beinar útsendingar frá ţeim mótum ţar sem Magnús hefur veriđ međal ţátttakenda og ţađ hefur reynst vinsćlt sjónvarpsefni í Noregi. Ţá má einnig benda á slóđ ICC, Chessbomb, chess24.com og heimasíđu einvígisins: sochi2014.fide.com/.

Ţeir munu tefla 12 skákir, fyrst tvćr skákir, ţá frídagur, aftur tvćr skákir, ţá frídagur og svo koll af kolli. Einvíginu lýkur í síđasta lagi 28. nóvember nk. Nú er ár síđan einvígi ţessara sömu ađila fór fram í Chennai í Indlandi og lauk međ öruggum sigri Magnúsar, 6˝:3˝. Sigurinn stađfesti yfirburđi Norđmannsins yfir keppinautum og flestir búast viđ ţví ađ hann nái ađ verja titilinn sinn án mikilla erfiđleika. Ţeir sem veđja á Anand ađ ţessu sinni geta gert ţađ gott í veđbönkum – ef Indverjinn vinnur ţar verđur greitt út í hlutföllunum 1:6. Á ţeim er meira en 20 ára aldursmunur og líkamlegt úthald getur skipt máli ţví skákir Magnúsar verđa oft langar og strangar og tćkni hans á ţví sviđi ţykir frábćr. Anand vann áskorunarréttinn sl. vor og í ţví sambandi rifjast upp tvö einvígi sem Botvinnik háđi eftir ađ hafa tapađ heimsmeistaratitlinum og naut ţar einvígisskilmála sem hann hafđi átt stóran ţátt í ađ setja inn, hiđ fyrra viđ Vasilí Smyslov áriđ 1958 sem hann vann 12˝:10˝, hiđ síđara áriđ 1961 viđ Mikhael Tal og aftur vann Botvinnik, 13:8. Smyslov og Tal ríktu ţví í eitt ár og ţađ sama gćti hent Magnús Carlsen. Kringumstćđurnar eru ađrar og sálfrćđistađan líka. Garrí Kasparov hefur gert ţetta ađ umtalsefni og telur ađ spurning sem brenni á vörum Magnúsar gćti veriđ: af hverju í fjáranum er ég aftur ađ tefla viđ ţennan mann? Hann telur ađ ţađ eina sem Magnús hafi fram yfir Anand sé sú einfalda stađreynd ađ hann sé betri skákmađur. Kasparov mćtti til Chennai í fyrra og virtist setja Anand úr jafnvćgi međ stórkarlalegum yfirlýsingum í samtölum viđ fréttamenn. Ekki er von á honum til Sochi.

Vettvangur einvígisins í Sochi minnir á grískt útileikhús, skákborđ á miđju sviđi og áhorfendasćti allt um kring. Magnús lenti međ fylgdarliđi sínu Sochi sl. miđvikudag en Anand kom nokkrum dögum fyrr.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 8. nóvember 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


MS Afmćlismót Jónasar Hallgrímssonar fer fram í Ráđshúsinu í dag

  • Mót fyrir börn á grunnskólaaldri
  • Sunnudagur 16. nóvember kl. 14Mjög vegleg verđlaun
  • Hverđur valin(n) best klćddi keppandinn?
  • Skráiđ ykkur sem fyrst!

Jónas-cropSkákfélagiđ Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur standa fyrir MS Afmćlismóti Jónasar Hallgrímssonjar í Ráđhúsi Reykjavíkur, sunnudaginn 16. nóvember kl. 14. Mótiđ er haldiđ á fćđingardegi ţjóđskáldsins sem jafnframt er Dagur íslenskrar tungu. Mjög vegleg verđlaun eru á mótinu og má búast viđ flestum bestu og efnilegustu börnum og ungmennum landsins. Heiđursgestir  viđ setningu mótsins verđa frú Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands og Friđrik Ólafsson fyrsti stórmeistari Íslands og fv. forseti FIDE.

msBANNER_BigMS Afmćlismót Jónasar Hallgrímssonar er ćtlađ börnum á grunnskólaaldri, fćdd 1999 og síđar, og er gert ráđ fyrir 64 keppendum. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunatíma. Fyrstu verđlaun eru 30.000 krónur, önnur verđlaun 20.000 og ţriđju verđlaun 15.000. Verđlaun fyrir bestan árangur stúlkna er 10.000 kr. Ţá verđa 4 heppnir keppendur dregnir út sem hljóta 5000 krónur hver. Ţeim til mćlum er beint til ţátttakenda ađ mćta snyrtilega til fara, enda verđur best klćddi keppandinn verđlaunađur sérstaklega međ 5000 kr.

Veitt eru verđlaun og viđurkenningar fyrir bestan árangur í ţremur aldursflokkum: 1.-3. bekk, 4.-6. bekk og 7.-10. bekk. Mjólkursamsalan mun sjá keppendum fyrir veitingum á mótsstađ.

Ţađ er Taflfélagi Reykjavíkur og Hróknum mikil ánćgja ađ heiđra minningu Jónasar Hallgrímssonar (1807-1845) sem vafalaust má telja ástsćlasta skáld Íslandssögunnar. Skák og skáldskapur, ţessar miklu íţróttir hugans, hafa átt samleiđ á Íslandi frá öndverđu. Á dögunum stóđu TR og Hrókurinn fyrir glćsilegu Afmćlismóti Einars Benediktssonar og er í ráđi ađ minnast fleiri skálda međ ţessum skemmtilega hćtti. Mjólkursamsalan hefur gegnum tíđina veriđ ötull bakhjarl skáklífs á Íslandi, og hefur líka markvisst beitt sér fyrir eflingu móđurmálsins í rúmlega 20 ár.  Kjörorđ MS í ţeirri vinnu er Íslenska er okkar mál. Um árabil hafa veriđ birtir textar af ýmsu tagi á mjólkurumbúđum, ábendingar um gott málfar, útskýringar á orđtökum og fallega skrifađir textar.

Viđ setningu mótsins mun Björn Jónsson formađur TR kynna nýja skákbók, Lćrđu ađ tefla, sem út kom í vikunni. Ţetta er fyrsta frumsamda, íslenska kennslubókin í skák sem út hefur komiđ hérlendis í árarađir og er afar kćrkomin, ţví mjög mikill áhugi er međal barna og ungmenna á skák. 

Áhugasöm börn og ungmenni, sem vilja spreyta sig á einu glćsilegasta móti ársins ćttu ađ skrá sig sem fyrst.

Skráning mun fara fram á vef TR www.taflfelag.is og Hróksins www.hrokurinn.is

MS_Banner1


Carlsen vann sjöttu einvígisskákina ţrátt fyrir hrćđilegan afleik

Anand CarlsenCarlsen (2863) vann Anand (2792) í sjöttu skák heimsmeistaraeinvígis ţeirra sem fram fór í Sochi í Rússlandi í dag. Carlsen hafđi hvítt og beitti Anand Sikileyjarvörn. Carlsen einfaldađi tafliđ og fór í drottiningarskipti í níunda leik og fékk betra tafl.

Hann bćtti svo stöđuna jafnt og ţétt en lék hrćđilega af sér í 26. leik (26. Kd2??).

2014-11-17

Anand yfirsást hins vegar tiltölulega auđveldan leik ţegar (26...Rxe5!) sem hefđi tryggt honum tvö peđ og yfirburđartafl og lék ţess í stađ 26...a4?? Carlsen gaf ekki annađ tćkifćri og innbyrti sigurinn eftir ţađ nokkuđ örugglega.

Í blađamannafundi eftir skákina sagđi Carlsen:

Immediately after I made my move… It’s just a feeling of complete panic, and then sometimes you’re very, very lucky and you get away with it. The thing is the position is sort of stably better for White so you don’t expect such things to happen. You have to be alert. Most of the time you get severely punished for making such an oversight… I’m relieved. I’m massively relieved.

Anand sagđi

The thing is when you’re not expecting a gift sometimes you just don’t take it. As soon as I played a4 I saw it.

 

Rennum venju samkvćmt yfir nokkur tíst um skák dagsins:

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 22
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 155
  • Frá upphafi: 8765541

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 126
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband