Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2014

Jafntefli í örskák - Carlsen 5 - Anand 4

Anand CarlsenTíunda skák heimsmeistaraeinvígisins var sú stysta í einvíginu nú. Tók ađeins um klukkustund. Anand beitti Berlinarvörn spćnska leiksins og virtist Carlsen býsna sáttur viđ sáttan hlut og ţrátefldi eftir ađeins 20 leiki. Stađan er nú 5-4 Carlsen í vil. Anand ţarf nauđsynlega ađ vinna eina af ţeim ţremur skákum sem eftir er. 

Tíunda skákin fer fram á morgun og hefst kl. 12. Ţá hefur Anand hvítt. Alls tefla ţeir tólf skákir.

Nokkur tíst um skák dagsins

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen hefur tekiđ forystu í skákeinvíginu viđ Anand

Carlsen-AnandSkákţáttir Morgunblađsins hafa hingađ til veriđ vikulega í blađinu. Í kringum heimsmeistaraeinvígiđ hefur ţeim veriđ fjölgađ og eru nú ţrisvar í viku. Ţegar stćrri skákviđburđir eru í gangi má búast viđ aukinni tíđni. Skák.is mun einnig birta ţessa skákţćtti sem og ţá föstu á laugardögum. Sem fyrr ţó međ um viku seinkun. Í dag birtum viđ skákţátt Helga frá 11. nóvember sl. sem fjallar um fyrstu tvćr skákirnar. 

Magnús Carlsen hefur tekiđ forystu í skákeinvíginu viđ Anand 

Magnús Carlsen var spurđur ađ ţví, á blađamannafundi sem haldinn var strax ađ lokinni 2. skák hans og Wiswanathans Anands í einvíginu um heimsmeistaratitilinn í Sochi viđ Svartahaf og lauk međ sigri Norđmannsins, hvort ţađ vćri taktík hans í einvíginu ađ tefla langar og strangar skákir og reyna ţannig ađ ţreyta Anand. Hann svarađi ţví til ađ ţađ skipti hann engu máli hver mótstöđumađurinn vćri: ef einhverjar forsendur vćru fyrir vinningstilraunum myndi hann reyna ađ knýja fram sigur hversu langan tíma sem ţađ tćki, og gilti einu hversu gamall andstćđingurinn vćri.

Fyrstu einvígisskákinni lauk međ jafntefli eftir tćplega sex klukkustunda baráttu og ţar var Magnús nálćgt ţví ađ vinna. Eftir auđveldan sigur í annarri skákinni er stađan 1˝:˝ Magnúsi í vil. Einvígiđ hefur ţegar tekiđ sömu stefnu og ţađ sem ţessir tveir háđu í Chennai á Indlandi í fyrra: Magnús hefur náđ ađ skauta framhjá yfirgripsmikilli ţekkingu Anands á vinsćlum byrjunum og ţróttmikil taflmennska hans í byrjun bendir til ţess ađ hann muni ekkert gefa eftir í baráttunni.

Spurđur um hverjir vćru ađstođarmenn hans í einvíginu svarađi hann stutt og laggott: „Daninn og hamarinn“ – „The Dane and the hammer“, eins og hann orđađi ţađ og átti viđ danska stórmeistarann Peter Heine Nielsen og landa sinn Jon Ludwig Hammer. Ađ Peter Heine skuli koma fram sem helsti ađstođarmađur Magnúsar kemur á óvart ţví ađ hann hefur áđur veriđ í liđi Anands í fjölmörgum mótum og einvígjum. Ekki ţótti lítiđ hneyksli á sínum tíma ţegar Boris Spasskí mćtti Karpov í áskorendaeinvígjunum 1974 og Efim Geller, sem hafđi veriđ hjálparhella hans í einvíginu viđ Bobby Fischer tveimur árum fyrr, var genginn til liđs viđ Karpov. Spasskí var heiđursgestur viđ setningarathöfn einvígisins. Magnús kvađst sannfćrđur um ađ tíundi heimsmeistarinn hefđi kunnađ vel ađ meta taflmennskuna í annarri skákinni og hann var býsna nálćgt ţví ađ knýja fram sigur í fyrstu skákinni:

1. einvígisskák:

Wisvanathan Anand – Magnús Carlsen

Grünfelds-vörn

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Bd2 Bg7 6. e4 Rxc3 7. Bxc3 0-0 8. Dd2 Rc6 9. Rf3 Bg4 10. d5 Bxf3 11. Bxg7 Kxg7 12. gxf3 Re5 13. 0-0-0 c6 14. Dc3 f6 15. Bh3 cxd5 16. exd5 Rf7 17. f4 Dd6 18. Dd4 Had8 19. Be6 Db6 20. Dd2?

Eftir ţennan leik nćr svartur betri stöđu. Hagsmunum hvíts var best borgiđ í endataflinu sem kemur upp eftir 20. Dxb6. Anand virđist hafa ofmetiđ möguleika sína og taliđ ađ pressan eftir e-línunni hlyti ađ reynast Magnúsi erfiđ.

20.... Hd6 21. Hhe1 Rd8! 22. f5 Rxe6 23. Hxe6 Dc7+ 24. Kb1 Hc8 25. Hde1 Hxe6 26. Hxe6 Hd8 27. De3 Hd7 28. d6 exd6 29. Dd4 Hf7 30. fxg6 hxg6 31. Hxd6 a6 32. a3 Da5 33. f4 Dh5 34. Dd2 Dc5 35. Hd5 Dc4 36. Hd7 Dc6 37. Hd6 De4 38. Ka2 He7 39. Dc1 a5 40. Df1 a4 41. Hd1 Dc2 42. Hd4!

Anand var orđinn býsna ađţrengdur og fann ţennan varnarleik sem hangir saman viđ 44. Dh1 eftir langa umhugsun.

GBNT7GK142.... He2?!

Meiri vinningsvon var fólgin í 43.... He3! 44. Hd7+ Kh7 45. Hxb7 Hb3! 46. Hxb3 axb3+ 47. Ka1 Dxh2 og kóngsstađa hvíts er ađţrengd.

43. Hb4 b5 44. Dh1! He7 45. Dd5 He1 46. Dd7+ Kh6 47. Dh3 Kg7 48. Dd7+

– Jafntefli.

2. einvígisskák:

Magnús Carlsen – Wisvanathan Anand

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3

Sneiđir hjá Berlínar-vörninni sem komst í tísku eftir einvígi Kasparovs og Kramniks áriđ 2000. Ţađ kemur upp eftir 4. 0-0 Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 8. dxe5 Rf5 9. Dxd8+ Kxd8.

4.... Bc5 5. 0-0 d6 6. He1 0-0 7. Bxc6 bxc6 8. h3 He8 9. Rbd2 Rd7 10. Rc4 Bb6 11. a4 a5 12. Rxb6 cxb6 13. d4 Dc7

GBNT7GK514. Ha3!

Ţessi frumlegi hróksleikur virtist slá Anand út af laginu. Hrókurinn er á leiđinni í sóknarstöđu á g3.

14.... Rf8 15. dxe5 dxe5 16. Rh4 Hd8 17. Dh5 f6 18. Rf5 Be6 19. Hg3 Rg6 20. h4! Bxf5

Sóknaráćtlun hvíts hefur alveg gengiđ upp og hér er Anand of fljótur á sér, traustara var 20.... Hd7.

21. exf5 Rf4 22. Bxf4 exf4 23. Hc3 c5 24. He6 Hab8 25. Hc4 Dd7 26. Kh2 Hf8 27. Hce4 Hb7 28. De2 b5 29. b3?!

Ónákvćmur leikur en betra var 29. He7! Dd6 30. f3! og svarta stađan stenst ekki álagiđ. Anand virđist ekki hafa gert sér grein fyrir ađ ţađ er talsverđur varnarmáttur í stöđunni.

29.... bxa4 30. bxa4 Hb4 31. He7 Dd6 32. Df3 Hxe4 33. Dxe4 f3+ 34. g3

GBNT7GK934.... h5??

Anand átti nokkrar mínútur eftir og ţađ bćtast viđ 30 sekúndur eftir hvern leik. Afleikurinn bendir til ţess ađ hann hafi veriđ búinn ađ gefa upp alla von en hann gat varist međ 34.... Dd2! 35. Dxf3 Dxc2 36. Kg2! Kh8 ţótt stađan sé vissulega erfiđ eftir 39. Dc6 ţví ađ ekki gengur 37.... Dxf5 vegna 38. He8+ Kg8 39. Da8! og vinnur.

35. Db7!

– Viđ hótuninni 36. Hxg7 er engin vörn. Anand gafst upp.

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í 11. nóvember 2014.

Skákţćttir Morgunblađsins


TORG-mótiđ á laugardag

Torgmót 2014Eitt elsta barna-og unglingaskákmót landsins, TORG – skákmót Fjölnis, verđur haldiđ í 11. sinn laugardaginn 22. nóvember. Teflt verđur í hátíđarsal Rimaskóla og hefst mótiđ kl. 11:00. Ţátttakendur mćti tímanlega til skráningar. Öllum skákkrökkum á grunnskólaaldri er heimilt ađ vera međ í mótinu og er ţátttaka ókeypis. Ţađ eru fyrirtćkin á TORGINU, verslunarmiđstöđinni Hverafold, sem gefa vinningana.

Óvćntir aukavinningar á laugardegi eru fjölmargir nammipokar og bíómiđar. NETTÓ Hverafold býđur öllum ţátttakendum upp á veitingasr í skákhléi og NETTÓ gefur einnig glćsilega verđlaunagripi fyrir sigurvegara í eldri, yngri-og stúlknaflokki. Tefldar verđa sex umferđir og umhugsunartími er sex mínútur á skák. Mótstjórar verđa ţeir Helgi Árnason og Páll Sigurđsson. Skráning á stađnum í hátíđarsal Rimaskóla. Foreldrum velkomiđ ađ fylgjast međ og ţiggja kaffisopa.

 


Magnús Magnússon efstur á Vetrarmóti öđlinga

Magnús MagnússonSkagamđurinn, Magnús Magnússon (1978) er sem fyrr efstur á Vetrarmóti öđlinga. Í fjórđu umferđ, sem fram fór í kvöld gerđi hann jafntefli viđ Ţorvarđ F. Ólafsson (2213) stigahćsta keppenda mótsins. Magnús hefur 3,5 vinning.

Mótiđ er afar jafnt en sex keppendur hafa 3 vinninga og eru ţví hálfum vinningi á eftir Skagamanninum.

Ţađ eru auk Ţorvarđar ţeir Sverrir Örn Björnsson (2104), Magnús Pálmi Örnólfsson (2167), Tómas Árni Jónsson (1735), Kristján Halldórsson (1838) og Einar Valdimarsson (1876).

Fimmta umferđ fer fram nk. miđvikudagskvöld. Ţá mćtast međal annars: Magnús Pálmi - Magnús M., Ţorvarđur - Einar, Sverrir Örn - Kristján og Tómas Árni - John Ontiveros.

 

 


Haustmót yngri flokka á Akureyri

Jón Kristinn vann Haustmót yngri flokka Skákfélags Akureyrar međ fullu húsi vinninga en mótiđ fór fram um síđustu helgi. Hann er jafnframt skákmeistari SA í flokki 14-15 ára, Gunnar Breki Gíslason er skákmeistari SA í flokki 11-13 ára og Gabríel Freyr Björnsson er skákmeistari SA í barnaflokki.

Ýmis forföll ollu ţví ađ mótiđ var afar fámennt í ţetta sinn, en átta keppendur mćttu til leiks.

Úrslit urđu sem hér segir (fćđingarár í sviga)

  1. Jón Kristinn Ţorgeirsson (1999)       7
  2. Benedikt Stefánsson (1999) og
  3. Gabríel Freyr Björnsson (2004)        5
  4. Ísak Orri Karlsson (2005)             4
  5. Gunnar Breki Gíslason (2003)          3
  6. Auđunn Elfar Ţórarinsson (2003) og
  7. Roman Darri S Bos (2003)              2
  8. Gabríel Ómar Logason (2005)           0

Íslandsmót eldri skákmanna - Strandbergsmótiđ

Merki fyrir mót eldri skákmanna - endurgert 11.11.2014 18-28-25.2014 18-28-026

Íslandsmót eldri skákmanna sem eru 50 ára + og 65 ára +  í atskák eru nú haldin í fyrsta sinn. Stefnt er ţví ađ gera ţau ađ árlegum viđburđi sem hluta af Skákţingi Íslands sem fer í mörgum flokkum eins og kunnugt er.   

Skráning fer vel af stađ en nú ţegar eru 23 skákmenn skráđir til leiks.

MÓTSTAĐURINN - STRANDBERG VIĐ HLÍĐ HAFNARFJARĐARKIRKJU 16.11.2014 14-17-56


Mótin verđa haldin laugardaginn 22. nóvember nk. í Strandbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju, í samstarfi viđ RIDDARANN, annan af tveimur skákklúbbum eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu, sem ţar hefur ađsetur. Mótshaldiđ er liđur í 100 ára afmćli kirkjunnar nú um ţessar mundir, sem stutt hefur ađ skáklistinni um árabil. Teflt verđur í hátíđarsalnum svo ađstćđur á mótsstađ verđa eins og best verđur á kosiđ og bođiđ upp kaffi, svaladrykki og kruđerí međan á móti stendur. Hádegisverđartilbođ. 

Fyrirkomulag

Tefldar verđa 9 umferđir eftir svissneska kerfinu. 

Mótshaldarar áskilja ser rétt til ađ breyta fyrirkomulaginu ef ţáttökutölur gefa tilefni til ţess. 

Tímamörk

  • Umferđir 1-4: 10 mínútur + 5 sekúndur á hvern leik
  • Umferđir 5-9: 20 mínútur + 10 sekúndur á hvern leik 

Umferđartafla 

  • 1. umf: Kl. 10:00
  • 2. umf: Kl. 10:30
  • 3. umf: Kl. 11:00
  • 4. umf: Kl. 11:30
  • Hlé
  • 5. umf: Kl. 13:00
  • 6. umf: Kl. 14:00
  • 7. umf: Kl. 15:00
  • 8. umf: Kl. 16:00
  • 9. umf: Kl. 17:00
  • Verđl.  Kl. 18:00

Flokkaskipting


Teflt verđur í tveimur flokkum 65 ára + (1949 og fyrr) og 50 ára + (1950-64)

Verđi tveir eđa fleiri efstir og jafnir verđur stigaútreikningur látinn ráđa.                                                                                              

Ţátttökugjöld

  • 1.500 kr. 

Verđlaun: 

  • 1. 10.000, 2. 6.000 3. 4.000 í hvorum flokki.
  • Sérstök aldurflokkaverđlaun fyrir 70+, 75+ og 80+
  • Sportvörubúđin Jói Útherji/Magnús V. Pétursson gefur alla verđlaunagripi 

Skráning

  • Á www.skak.is eđa í síma 568 9141
  • Einnig er hćgt ađ skrá sig á ţriđjudagsmótum hjá ĆSUM eđa hjá RIDDARANUM á miđvikudögum.
  • Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér

Chess-Results

  • 65+ (miđađ viđ skráningu 19. nóv)
  • 50+ (miđađ viđ skráningu 19. nóv)

Björgvin efstur enn og aftur hjá Ásum.

Björgvin VíglundssonTuttugu og sex eldri skákmenn mćttu á ellefta skákdag Ása í gćr. Björgvin Víglundsson tefldi af öryggi eins og hann er vanur. Ţađ var ađeins aldursforsetinn Páll G Jónsson sem náđi jafntefli viđ hann. Björgvin fékk 9 ˝ vinning í fyrsta sćti. Guđfinnur R Kjartansson náđi öđru sćti međ 7 ˝ vinning. Ari Stefánsson varđ í ţriđja sćti međ 7 vinninga.

Nćsta ţriđjudag verđur haldiđ minningarmót um Birgir Sigurđsson. Birgir var formađur Ása í13 ár, hann lést síđastliđinn vetur 86 ára gamall.

Allir skákmenn 60 ára og eldri velkomnir til leiks.

Sjá nánari úrslit á töflu frá ESE.

Ćsir 2014-11-18

 


Spenna á Meistaramóti SSON

Átta keppendur eru mćttir til leiks í Meistaramóti Skákfélags Selfoss og nágrennis sem hófst fyrr í mánuđnum. Bandarískur skákmađur, Noah Sigel,er međ í mótinu en er hann međ um 2200 stig og ţótti mikiđ efni á sínum tíma en hefur dregiđ mikiđ úr skákiđkun síđari ár. Ţađ fer vel á ţví ađ Noah Siegel taki ţátt í mótinu ţar sem teflt er i Fischersetri en Noah er frá New York og teflir af sjálfsögđu í Manhattan skákklúbbnum sem Fischer sótti grimmt á sínum yngri árum. 

Fyrstu tvćr umferđirnar

Núverandi skákmeistari SSON er Bjögvin Smári og gerđi hann stutt stórmeistarajafntefli viđ Eyjamanninn Sverri Unnarsson í fyrstu umferđ. Hart var barist á á öđrum borđum og fékk Ingimundur fjótlega vćnlega stöđu gegn Noah sem slapp fyrir horn og náđi ađ nýtar sér ónákvćmni og refsa ađ hćtti Fischers og vinna. Magnús sýndi mikla keppnishörku gegn Erlingi Atla og tefldi grimmt til sigurs ţrátt fyrir ađ vera manni undir og vera međ afleitann tíma. Eftir mikinn atgang endađi skákinn međ jafntefli. 

 

  Ísl.skákstig12345678
1Magnús Matthíasson1585X01/2  0   1/2
2Úlféđinn Sigurmunds17741X    1
3Noah Siegel22001/2  1X  1  1
4Sverri Unnarsson1914  X1/2 0 1 
5Björgvin Smári1985   1/2X 11
6Ingimundru Sigurmunds1869  01x 
7Ţorvaldur Siggason1393 00 x 
8Erlingur Atli13851/2 1  0 0 x
           

 

Umferđ 3 og 4. 

Noah Siegel og Björgvin Smári efstir eftir fjórar umferđir. 

Ţađ bar helst til tíđinda ađ Magnús (1585)gerđi gott jafntefli viđ Noah Siegel (2200). Erlingur Atli vann Úlfhéđinn og undirstrikar ađ hann getur veriđ öllum hćttulegur ţó mistćkur sé. Björgvin Smári hafđi sigur á Ingimundi eftir mikinn darrađadans og tímahrak. 

Heimasíđa SSON


Jafntefli í tilţrifalítilli skák - Carlsen leiđir 4˝-3˝

Magnús CarlsenÁttundu skák heimsmeistaraeinvígis ţeirra Vishy Anand (2792) og Magnus Carlsen (2863) lauk međ jafntefli í dag. Anand hafđi hvítt og lék 1. d4 eins og hingađ til. Carlsen svarađi ađ ţessu sinni međ drottningarbragđi. Carlsen kom Anand í opnu skjöldu međ óvenjulegum níunda leik (9...He8). Anand komst lítt áleiđis og var jafntefli samiđ í 41 leik í fremur tilţrifalítilli skák.

Frídagur er á morgun. Níunda skákin fer fram á fimmtudag og hefst kl. 12.

Nokkur tíst um skák dagsins

 


Áttunda skák heimsmeistaraeinvígisins hafin

Anand CarlsenÁttunda skák heimsmeistaraeinvígis Carlsen (2863) og Anand (2792) hófst nú kl. 12. Anand hefur hvítt og var Tarrasch-afbrigđi drottningarbragđs teflt. Enn einu ný sinni ný byrjun tefld.

27 leikjum er lokiđ og er stađan mjög jafnteflisleg ađ mati Peter Svidler lýsenda á Chess24.

Ýmsar leiđir eru til ađ fyljgast međ einvíginu. Ritstjóri mćlir međ beinum útsendingum Chess24.

Nokkur tíst


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 211
  • Frá upphafi: 8765226

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 119
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband