Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2013

Reykjavik Chess Club - Tölvutek International Blitz 2013

Vegna fjölda áskoranna hefur veriđ ákveđiđ ađ koma til móts viđ óskir skákmanna um ađ fjölga sćtum Íslendinga í alţjóđlega hrađskákmótinu sem fer fram í kjölfar alţjóđlega stórmeistaramóts T.R.  Sćtum íslenskra skákmanna hefur ţví veriđ fjölgađ úr einu upp í ţrjú.

Undanrásir fara fram fimmtudaginn 26. september í Skákhöll T.R. Faxafeni 12 og hefjast stundvíslega kl. 20.00:

Mótiđ er níu umferđir og er öllum opiđ.  Pörun eftir svissneska kerfinu og gilda allar hrađskákreglur Fide.

Skráning fer fram á vef Taflfélags Reykjavíkur og lýkur miđvikudaginn 25. september kl. 18.00

Tímamörk: 3 +2 (3 mínútur fyrir alla skákina + 2 sekúndur á hvern leik)

Ţátttökugjald: 1.000 kr (greiđist á skákstađ)

Ţrír keppendur ávinna sér ţátttökurétt í ađalmótinu en lokaröđ keppenda rćđst af fjölda vinninga, síđan stigum:

  • Tvö efstu sćtin veita ţátttökurétt í ađalmótinu
  • Sá keppandi sem verđur efstur félagsmanna T.R. hlýtur ţátttökurétt í ađalmótinu
  • Ef félagsmenn T.R. verđa í 1. sćti og/eđa 2. sćti veitir 3. sćtiđ ţátttökurétt í ađalmótinu

Reykjavik Chess Club - Tölvutek International Blitz 2013

Ţrjár af erlendu stórstjörnum stórmeistaramóts Taflfélagsins, ţeir Sergey Fedorchuk (2667), Mikhaylo Oleksienko (2608) og Helgi Dam Ziska (2485), munu á miđvikudagskvöldiđ 9. október tefla á sex manna alţjóđlegu hrađskákmóti, ţar sem allir tefla viđ alla í tvöfaldri umferđ.  Íslenskir skákmenn keppa um ţrjú laus sćti í ađalmótinu í undankeppni sem auglýst er sérstaklega.  Verđlaun í ađalmótinu verđa kr. 30.000, 15.000 og 10.000 fyrir ţrjú efstu sćtin.



Gagnaveitumótiđ: Beinar útsending frá ţriđju umferđ

Í upphafi umferđar

Ţriđja umferđ Gagnaveitumótsins - Haustmóts TR hófst nú kl. 14. Skákir a-flokksins eru sýndar beint. Í ţriđju umferđ mćtast: 

  • Stefán K. - Kjartan
  • Jón Viktor - Sverrir Örn
  • Einar Hjalti - Jóhann
  • Stefán B. - Oliver Aron
  • Dagur - Gylfi
Beinar útsending úr 3. umferđ

Heimasíđa mótsins

Fjölmenni á skákćfingu hjá Fjölni

Unglingaćfing hjá Fjölni

Vetrarstarf skákdeildar Fjölnis hófst međ fjölmennri skákćfingu í Rimaskóla, sem ađ vanda eru haldnar á laugardögum kl. 11:00. Rúmlega 30 krakkar mćttu og gátu vart beđiđ eftir ţví ađ hefja vetrarstarfiđ. Ţarna voru á ferđinni kunnugleg andlit frá ţví í fyrra, efnilegir skákkrakkar frá Rimaskóla og Kelduskóla mest áberandi. Í nýliđahópnum voru 12 krakkar og fengu ţeir skákkennslu hjá ţeim Sigríđi Björgu og Hrund inni á bókasafni skólans. Ţćr Sigga Björg og Hrund fóru á kostum og tóku kennsluna föstum tökum og fylgdust foreldrar ánćgđir međ kennslunni. Stöllurnar eru á leiđ til Svíţjóđar um nćstu helgi í bođi Skákdeildar Fjölnis til ađ taka ţátt í Västerĺs Open helgarmótinu. Í tómstundasal Rimaskóla tóku 19 krakkar ţátt í hrađskákmóti og urđu ţau Jóhann Arnar, Hilmir, Nansý og Joshua í efstu sćtum eftir skemmtilega keppni. Alls voru veitt 12 verđlaun og hart barist um ţau. Foreldrar sáu um ađ fćra krökkunum ávexti. Fyrir og eftir ćfingu gátu skákkrakkarnir leikiđ sér međ fótboltaspil sem gerir ćfinguna bara ennţá skemmtilegri og lengri ţví ađ margir eru mćttir hálftíma fyrir ćfingu til ađ hita upp í skák eđa fótboltaspili. 


Skáknámskeiđ Skákskóla Íslands í Fischersetri hafiđ

2013-09-21_12_03_57.jpgÍ dag 21. sept. byrjađi 10 vikna námskeiđ Skákskóla Íslands í Fischersetri. Helgi Ólafsson er ađalkennari námskeiđsins og hefur Björgvin Smári formađur SSON umsjón međ námskeiđinu og ađstođar Helga viđ kennsluna. Ţađ voru 22 nemendur sem mćttu fyrsta daginn og skráđu sig á námskeiđiđ og er von á nokkrum í viđbót ţar á međal nemendum frá Hellu sem voru í réttum. Mikil ánćgja kom fram í spjalli viđ foreldra varđandi skáknámskeiđiđ og ţađ mjög svo ţarft. 

Heimasíđa SSON 


Gagnaveitumótiđ: Skákir 2. umferđar

Skákir 2. umferđar Gagnaveitumótsins - Haustmóts TR eru nú ađgengilegar. Ţađ var Kjartan Maack sem sló ţćr inn.

Hou Yifan heimsmeistari kvenna

 

Hou Yifan at the closing ceremony
Kínverska skákdrottningin Hou Yifan (2608) endurheimti í dag heimsmeistaratitil kvenna. Hún vann sjöundu skákina í heimsmeistaraeinvígi hennar og hinnar úkraínsku Önnu Ushenina (2500). Ţar međ tryggđi hún sér sigur í einvíginu ţrátt fyrir ţremur skákum vćri enn ólokiđ. Lokaúrslit urđu 5,5-1,5 og ljóst ađ hún kínverska var einfaldlega mun sterkari á öllum sviđum.

 

Lokahóf mótsins fer fram á hinum merkilega degi, mánudeginum 23. september. 

Ţađ vćri óneitanlega gaman ađ fá Hou Yifan, sem tók ţátt í N1 Reykjavíkurskákmótinu 2012 eins og allir muna, aftur til landsins enda brćddi hún hér hug og hjörtu íslenskra skákáhugamanna.


Stórmeistaramót TR: Hliđarviđburđir

1. Fjöltefli ofurstórmeistarans Mikhaylo Oleksienko

Miđvikudaginn 9. október kl. 16.00 mun úkraínski ofurstórmeistarinn Mikhaylo Oleksienko (2608)  tefla fjöltefli viđ nemendur Taflfélags Reykjavíkur í skákhöll Taflfélagsins. Oleksienko, sem teflir á Stórmeistarmóti félagsins 1. -8. október, er félagsmađur T.R. og hefur margsinnis keppt fyrir félagiđ á Íslandsmóti skákfélaga.

Međ ţessum viđburđi vill félagiđ gefa ungum og upprennandi skákkrökkum tćkifćri á ađ spreyta sig á taflborđinu gegn einni af ađalstjörnum félagsins.  Áhugasamir geta skráđ sig međ ţví ađ senda tölvupóst á taflfelag@taflfelag.is , en einnig munum viđ kynna betur fjöltefliđ og taka viđ skráningum á félagsćfingum Taflfélagsins.

2. Reykjavik Chess Club - Tölvutek International Blitz 2013

Ţrjár af erlendu stórstjörnum stórmeistaramóts Taflfélagsins, ţeir Sergey Fedorchuk (2667), Mikhaylo Oleksienko (2608) og Helgi Dam Ziska (2485) munu tefla á fjögurra manna double round robin blitz móti kvöldiđ 9. október.  Fjórđi skákmađurinn verđur valinn međ útsláttarkeppni sem haldin verđur í ađdraganda eđa međan mótiđ stendur.  Frekari upplýsingar um verđlaun,  fyrirkomulag útsláttarkeppninnar, og tímasetningar munu birtast á nćstu dögum.


Hannes Hlífar vann kynslóđamót Skákskóla Íslands

KynslóđamótiđHannes Hlífar Stefánsson vann fyrsta kynslóđamót Skákskóla Íslands á haustönn sem haldiđ var í sal skólans ađ Faxafeni 12 sl. fimmtudagskvöld. Hannes hlaut 7˝ vinning af níu mögulegum. Í 2. sćti var Bragi Ţorfinnsson međ 7 vinninga og í 3. sćti varđ Stefán Bergsson međ 6˝ vinning. Guđmundur Kjartansson og Halldór Grétar Einarsson hlutu 6 vinninga og urđu í 4.-5. sćti.

23 skákmenn tóku ţátt í mótinu. Tímamörkin voru 3 2 en ţau hafa veriđ notuđ á heimsmeistaramótum í hrađskák. Međal keppenda voru fulltrúar Íslands á EM ungmenna í Svartfjallalandi, nokkrar landsliđskonur og  ýmsir af fremstu skákmönnum Íslands.

Góđur gestur og nýr félagsmađur í Helli, Sewa Enyonam Fumey frá Tógó, sem tefldi fyrir hönd ţjóđar sinnar á síđasta ólympíuskákmóti, tók ţátt í mótinu en aldursforseti var Björn Ţorsteinsson Íslandsmeistari 1967 og 1975. Einn ţátttakenda, Hilmir Freyr Heimisson, sem  hlaut 5˝ vinning er búsettur á Patreksfirđi og tefldi skákir sínar í gegnum vef  ICC  en Omar Salama sem ţar stýrir umferđ sá um allt fćri vel fram á ţeim vettvangi. 

Skákstjórar voru Helgi Ólafsson og Stefán Bergsson.

Mótstöflu má finna á Chess-Results.

Myndir af Facebook-síđu Stefáns Más (föđur Vignis)


Vignir og Stefán efstir á hrađkvöldi Hellis

Vignir Vatnar Stefánsson og Stefán Bergsson urđu efstir og jafnir međ 5,5v í sjö skákum á hrađkvöldi Hellis sem haldiđ var 16. september. Ţeir fóru nokkuđ ólíka leiđ ađ efsta sćtinu. Vignir Vatnar gerđi ţrjú jafntefli sem hann dreifđi jafnt yfir mótiđ međan Stefán byrjađi vel en missti sína vinninga niđur í tveimur síđustu umferđunum. Nćst komu svo Elsa María Kristínardóttir og Jón Úlfljótsson međ 4,5v. Í lokin dró svo Vignir Vatnar Elsu Maríu í happdrćttinu og bćđi fengu ţau gjafamiđa á Saffran.

Nćsta skákkvöld í Hellisheimilinu verđur nćstkomandi mánudag 23. september kl. 20. Ţá verđur einnig hrađkvöld.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

1.   Vignir Vatnar Stefánsson   5,5v/7

2.   Stefán Bergsson                5,5v

3.   Elsa María Kristínardóttir    5v

4.   Jón Úlfljótsson                    5v

5.   Gunnar Nikulásson             3v

6.    Vigfús Ó. Vigfússon           3v

7.    Óskar Víkingur Davíđsson  2v

8.    Björgvin Kristbergsson      1v



Áskell og Jón Kristinn efstir í annarri lotu

Önnur umferđ mótarađarinnar góđkunnu hjá Skákfélagi Akureyrar var háđ í gćrkvöldi. Níu kappar mćttu til leiks og börđust hetjulega. Símon Ţórhallsson var skarpastur í upphafi og vann sex fyrstu skákir sínar en lét viđ svo búiđ sitja. Áskell var tekinn í kennslustund af Sveinbirni í annarri umferđ og hlekktist verulega á viđ ţađ. Jón Kristinn var allan tímann nálćgt toppnum og tekur međ árangri sínum nú strax örugga forystu í mótaröđinni, sem samanstendur af átta mótum og lýkur í nú í desember. 

Úrslit:

1. Áskell Örn Kárason                  6,5

    Jón Kristinn Ţorgeirsson          6,5

3. Símon Ţórhallsson                     6

4. Andri Freyr Björgvinsson           5

    Sigurđur Eiríksson                    5

7. Hjörleifur Halldórsson                3

   Sveinbjörn Sigurđsson               3

8. Logi Rúnar jónsson                  1

9. Dimitrios Theodoropoulos         0


Heimasíđa SA

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 8765557

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 124
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband