Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2012

Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák hefst á föstudag

Skáksamband ÍslandsÁskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák 2012 fer fram dagana 30. mars  - 8. apríl  nk.  Mótiđ fer fram í Faxafeni 12, Reykjavík.  

Efstu tvö sćtin gefa föst sćti í Landsliđsflokki 2012 eđa 2013.  Tveir efstu menn í áskorendaflokki nú geta valiđ ţar á milli.  Fyrirkomulag landsliđsflokks má finna hér.

Dagskrá:

  • Föstudagur, 30. mars, kl. 18.00, 1. umferđ
  • Laugardagur, 31. mars, kl. 14.00, 2. umferđ
  • Sunnudagur, 1. apríl, Frídagur
  • Mánudagur, 2. apríl, kl. 18.00, 3. umferđ
  • Ţriđjudagur, 3. apríl, kl. 18.00, 4. umferđ
  • Miđvikudagur, 4. apríl, kl. 18.00, 5. umferđ
  • Fimmtudagur, 5. apríl, Frídagur
  • Föstudagur, 6. apríl, kl. 11.00, 6. umferđ
  • Föstudagur, 6. apríl, kl. 17.00, 7. umferđ
  • Laugardagur, 7. apríl, kl. 14.00, 8. umferđ
  • Sunnudagur, 8. apríl, kl. 14.00, 9. umferđ


Umhugsunartími: 90 mín. + 30 sek. til ađ ljúka.

Verđlaun:

  • 1. 50.000.-
  • 2. 30.000.-
  • 3. 20.000.-

Aukaverđlaun:            

  • U-2000 stigum, 10.000.-
  • U-1600 stigum, 10.000.-
  • U-16 ára, 10.000.-
  • Kvennaverđlaun, 10.000.-
  • Fl. stigalaura eđa međ 1.000 stig, 10.000.-

Aukaverđlaun eru háđ ţví ađ a.m.k. 5 keppendur séu í hverjum flokki og eingöngu er hćgt ađ vinna til einna aukaverđlauna.  Reiknuđ verđa stig séu fleiri en einn í efsta sćti.  Stigaverđlaunin miđast viđ íslensk skákstig.

Ţátttökugjöld:

  • 18 ára og eldri             3.000.-
  • 17 ára og yngri            2.000.-

Skráning fer fram hér á Skák.is.  Einnig er hćgt ađ skrá tölvupósti á skaksamband@skaksamband.is eđa tilkynna í síma 568 9141 virka daga kl. 10-13.   Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.

Chess-Results


Grćnlandsmót á Haítí á miđvikudagskvöld!

Kveđja frá GrćnlandiGrćnlandsmótiđ í skák verđur haldiđ á Kaffi Haítí viđ Reykjavíkurhöfn miđvikudagskvöldiđ 28. mars klukkan 20.30.

Ţar verđa leiđangursmenn í ferđ Hróksins og Kalak til Ittoqqortoormiit, en ţar verđur haldin mikil skákhátíđ um páskana.

Skákhátíđin í Ittoqqortoormiit, sem er afskekktasta ţorp norđurslóđa, markar upphafiđ ađ tíunda starfsári Hróksins og Kalak viđ útbreiđslu skáklistarinnar á Grćnlandi.

Mótiđ á Haítí er kćrkomiđ fyrir hina fjölmörgu Grćnlandsvini međal skákáhugamanna, en allir eru hjartanlega velkomnir.

Tefldar verđa 7 umferđir og eru 12 mínútur í pottinum fyrir hverja skák. Stigalćgri keppendur fá tímaforgjöf gegn hinum sterkari, svo spennan eykst til muna.

Kaffi Haítí er viđ Geirsgötu 7B (rétt hjá Hamborgarabúllunni) og ţar er tvímćlalaust besta kaffi í bćnum og ađrar ljúffengar veitingar.

Ţátttaka er ókeypis, en Arnar Valgeirsson leiđangursstjóri til norđurslóđa tekur viđ frjálsum framlögum, sem notuđ verđa til kaupa á gjöfum handa börnunum í Ittoqqortoormiit.


EM pistill nr. 7: "Gúnnar, you are definitely about 2000"

Ivan Sokolov var sannfćrđur um sigur fyrir umferđinaÍ gćr var langţráđur frídagur sem var mjög gott ađ fá.  Notađur til ađ sofa fram eftir og hlađa batteríin fyrir síđustu umferđirnar.

Daginn fyrir frídaginn fór ég út ađ borđa međ Ivani Sokolov og króatískum stórmeistara Alojzije Jankovic ađ nafni sem er stórskemmtilegur og tefldi hér Reykjavíkurskákmótinu 2008.   Alltaf gaman ađ spjalla viđ Ivan sem var í miklu stuđi ţetta kvöld og sagđi margar skemmtilegar sögur sem margar hverjar eiga lítiđ erindi á prent!  

Ein saklaus flýtur ţó međ.  Alojzije spurđi mig hversu sterkur ég vćri.  Ivan sagđi um hćl "Gúnnar is about 2000" Ţegar ég reyndi ađ malda í móinn međ ađ benda á ađ vćri međ ríflega 2100 skákstig kom um hćl frá Ivan:  "No, no, Gúnnar, you are definitely about 2000". 

Í gćr notađi ég međal annars frídaginn til ađ tala viđ Silvio Danailov, forseta evrópska skáksambandsins,og Sava Stoisavljevic sem er framkvćmdastjóri stjórnar (Secretary General).  Ţeim fannst ţađ alveg ótrúlegt ađ viđ skyldum fá um 200 keppendur á N1 Reykjavíkurskákmótiđ, allar ţessar beiđnir frá stórmeisturum til ađ taka ţátt, miđađ viđ ađeins 15.000 evrur sem heildarverđlaun.  Ţeim fannst ţađ segja ýmislegt um orđspor mótsins og Reykjavíkur sem skákborgar.   

Í morgun fór í göngutúr um gamla bćinn ţar sem einar merkilegustu fornminjar frá Búlgaríu er ađ Svona eru göturnar í gamla bćnumfinna.  Međal annars hringleikahús frá 2. öld.  Myndir frá ţeirri ferđ minni má finna í myndaalbúmi mótsins.

Fyrir umferđ í dag var ég kallađur á fund fulltrúm ECU ásamt öđrum yfirdómurum mótsins.   Tilefniđ er stutt ţráteflisjafntefli í 13 leikjum Volkov og Dreev úr sjöttu umferđ sem lagđist illa í ćđstu menn ECU.  Ţau skilabođ voru ítrekuđ í upphafi umferđar en öll samskipti skákmanna áđur en 40 leikjum vćru bönnuđ og ECU áskildi sér rétt til ađ dćma töp á báđa keppendur ef sú regla sé brotin.  Minnt er á ađ 23 efstu menn komast beint áfram og ţví geta veriđ sameiginlegir hagsmunir beggja keppenda í síđustu umferđunum ađ gera jafntefli án ţess ađ taka áhćttu. 

Ţetta ćtlar ECU ađ reyna ađ koma í veg fyrir.  Ţetta er erfitt í framkvćmd enda auđvelt fyrir keppendur ađ finna ţvinguđ jafnteflisafbrigđi ef einbeittur brotavilji er fyrir hendi og sönnunarbyrđi erfiđ.  Verđur fróđlegt ađ fylgjast međ gangi mála í framhaldinu.   Og í ţví tilefni er rétt ađ benda á skák Rogozenco og Parligras í dag ţar sem ţeir ţráléku í 20 leiki til ađ ná 40 leikja markinu.

Svo um skákir dagsins.  Héđinn gerđi jafntefli viđ einn af ţessum ungu efnilegu Tyrkjum.  Héđinn fórnađi tveimur mönnum fyrir hrók sem andstćđingurinn fórnađi til baka og upp kom hróksendatafl ţar sem ţeir ţrátefldu eftir tćpa 40 leiki. 

Hannes lenti í andstćđingi sem var í miklum sóknarham og fórnađi skiptamun.  Hannes greip til ţess ráđs ađ fórna skiptamuninum til baka og lenti í nauđvörn eftir ţađ sem hann komst ekki út úr og mátti gefast upp eftir rúma 40 leiki.

Tek fram ađ ţessar „skákskýringar" eru skrifađar af manni sem metinn er á um 2.000 skákstiga styrkleika!

Á morgun teflir Héđinn viđ tyrkneska alţjóđlega meistarann Ogulcan Kanmazalp (2389) en Hannes viđ búlgarska FIDE-meistarann Tihomir Janes (2382).

Gunnar Björnsson


Jóhann Örn og Valdimar efstir í Ásgarđi

Valdimar ÁsmundssonTuttugu og og fimm heldri skákmenn mćttu til leiks í Ásgarđi í dag. Ţar sem Jóhann Örn Sigurjónson og Valdimar Ásmundsson urđu hnífjafnir međ sjö vinninga af níu. Jafnir í ţriđja til fimmta sćti urđu Haraldur Axel, Guđfinnur R Kjartansson og Ari Stefánsson međ sex vinninga.

 

 

 

Nánari úrslit:

  • 1        Jóhann Örn Sigurjónsson                           7
  •           Valdimar Ásmundsson                     7
  • 3-5    Haraldur Axel                                   6
  •           Guđfinnur R Kjartansson                           6
  •           Ari Stefánsson                                  6
  • 6-9    Ásgeir Sigurđsson                                      5.5
  •           Magnús V Pétursson                         5.5
  •           Kristján V Pétursson                        5.5
  •           Gísli Sigurhansson                                     5.5
  • 10-11 Ţorsteinn Guđlaugsson                     5
  •           Jón Víglundsson                               5
  • 12-17 Egill Sigurđsson                                4.5
  •           Finnur Kr Finnsson                          4.5
  •           Birgir Sigurđsson                              4.5
  •           Bragi G Bjarnarson                           4.5
  •           Óli Árni Vilhjálmsson                       4.5
  •           Einar S Einarsson                                       4.5

Nćstu átta skákmenn fengu ađeins fćrri vinninga.


Skákţing Akureyrar í barna- og unglingaflokkum fer fram á laugardag

Skákţing Akureyrar í barna- og unglingaflokkum fer fram laugardaginn 31. mars nk. og hefst kl. 13.00.

Teflt verđur um titilinn Skákmeistari Akureyrar í eftirfarandi flokkum:

  1. Barnaflokkur,  fćdd 2001 og síđar.
  2. Pilta- og stúlknaflokkur, fćdd 1999 og 2000.
  3. Drengja- og telpnaflokkur, fćdd 1996-1999.

Verđlaunapeningar verđa veittir fyrir sigur í hverjum flokki, svo og fyrir ţrjú efstu sćtin í keppninni samanlagđri. Ţá verđa dregin út páskaegg í verđlaun.

Umhugsunartími er 10 mínútur á skákina og verđa tefldar 7 umferđir eftir Monrad-kerfi.

Mótiđ tekur um 2˝ tíma.

Keppendur geta skráđ sig međ tölvupósti á netfangiđ askell@simnet.is, eđa á skákstađ 10 mínútum fyrir upphaf móts. Öllum börnum á grunnskólaaldri heimil ţátttaka.

Teflt verđur í skákheimilinu í Íţróttahöllinni, (gengiđ inn ađ vestan).


EM: Héđinn međ jafntefli - Hannes tapađi

Og líka andlitsmynd af Héđni - umferđ kraftaverkanna!Héđinn Steingrímsson gerđi jafntefli viđ tyrkneska alţjóđlega meistarann Burak Firat (2405) í sjöundu umferđ EM einstaklinga sem fram fór í Plovdid í Búlgaríu í dag.  Hannes Hlífar Stefánsson (2531) tapađi hins vegar fyrir rússneska FIDE-meistaranum Kirill Alekseenko (2367).   Héđinn hefur 3,5 vinning en Hannes hefur 3 vinninga.

Frétt um pörun sem og pistill kemur í kvöld.  Áttunda umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 12.


Öđlingamót: Pörun 2. umferđar

Sigurđur Dađi SigfússonFrestuđum skákum úr fyrstu umferđ Skákmóts öđlinga lauk í gćrkveldi.   Sigurđur Dađi Sigfússon, Bjarni Hjartarson og Kjartan Másson.   Ţví liggur nú fyrir pörun í 2. umferđ sem fram fer annađ kvöld og hefst kl. 19:30.

Úrslit í frestuđum skákum: 
  •     Sigurđur D.Sigfússon-Sigurđur H.Jónsson   1-0
  •     Bjarni Hjartarson        -Sveinbjörn Jónsson   1-0
  •     Kjartan Másson         -Ulrich Schmithauser    1-0


Röđun í 2.umferđ:

  •  1...Ţór Valtýsson........-...Sigurđur D.Sigfússon
  •  2...Ţorvarđur F.Ólafss.-...Siguringi Sigurjónsson
  •  3...Bjarni Sćmundsson-..Magnús P.Örnólfsson
  •  4...Kjartan Másson.......-..Bjarni Hjartarson
  •  5...Halldór Pálsson.......-..Vignir Bjarnason
  •  6...Eggert Ísólfsson......-..Kári Sólmundarson
  •  7...Sigurlaug R.Friđţjófsd.-Pétur Jóhannesson
  •  8...Jóhann H.Ragnarsson- Eiríkur K.Björnsson
  •  9...Kjartan Ingvarsson...-  Friđgeir K.Hólm
  • 10..Sigurđur H.Jónsson.-...John Ontiveros
  • 11..Björgvin Kristbergsson-Pálmar Breiđfjörđ
  • 12..Sigurjón Haraldsson.-...Tómas Á.Jónsson
  • 13..Sveinbjörn Jónsson..-...Ulrich Schmithauser

Snorri barna og unglingameistari Gođans 2012

Valur Heiđar Einarsson og Snorri HallgrímssonSnorri Hallgrímsson vann sigur á barna og unglingameistaramóti Gođanssem fram fór á Húsavík í dag. Snorri fékk 6,5 vinninga af 7 mögulegum og leyfđi ađeins jafntefli gegn Hlyn Sć Viđarssyni sem varđ í öđru sćti, einnig međ 6,5 vinninga, en örlítiđ lćgri á stigum. Starkađur Snćr Hlynsson varđ svo í ţriđja sćti međ 5 vinninga. ţessir ţrír urđu efstir í flokki 8-10 bekkjar.

Snorri Már Vagnsson vann flokk drengja í 5-7 bekk međ 4,5 vinninga, en Hafdís Dröfn Einarsdóttir varđ efst stúlkna í 5-7 bekk međ 4 vinninga.

Julia Renata Górczynska varđ efst stúlkna í 4 bekk og yngri međ 3,5 vinninga og Páll Svavarssson varđ efstur drengja í 4 bekk og yngri međ 3 vinninga.

Lokastađan:

1-2   Snorri Hallgrímsson,        B      1323 6.5      22.5  
      Hlynur Snćr Viđarsson,      B      1096 6.5      22.5
 3-4  Starkađur Snćr Hlynsson,    L      900  5        22.5 
      Valur Heiđar Einarsson,     B      1154 5        22.0  
  5   Snorri Már Vagnsson,        S      500  4.5      21.0 
6-11  Eyţór Kári Ingólfsson,      S      500  4        22.0  
      Bjarni Jón Kristjánsson,    L      700  4        20.0  
      Ari Rúnar Gunnarsson,       R      600  4        18.0 
      Stefán Örn Kristjánsson,    R      500  4        17.0 
      Hafdís Dröfn Einarsdóttir   B      700  4        16.5  
      Jakub Piotr Statkiewicz     L      600  4        16.0 
12-14 Jón Ađalsteinn Hermannsso,  L      700  3.5      20.0  
      Júlia                       B      300  3.5      16.5  
      Hrund Óskarsdóttir          B      700  3.5      12.0 
15-19 Páll Svavarsson             B      400  3        18.5  
      Helgi Ţorleifur Ţórhallss,  R      500  3        17.5  
      Bergţór Snćr Birkisson,     B      300  3        17.0  
      Margrét Halla Höskuldsdót,  B      300  3        15.5  
      Helgi James Ţórarinsson,    R      600  3        14.5  
20-21 Mikael Frans                B      300  2        17.5  
      Brynja Björk Höskuldsdótt,  B      200  2        17.0  
22-23 Agnes Björk Ágútsdóttir     B      200  1.5      15.0  
      Valdemar Hermannsson,       L      200  1.5      15.0   
Alls tóku 23 börn á öllum aldri ţátt í mótinu og komu keppendur frá Borgahólsskóla á Húsavík. Stórutjarnaskóla, Litlulaugaskóla og úr Reykjahlíđarskóla.

Teflar voru 7 umferđir og voru tímamörk 7 mín á mann í hver

Spennandi stórviđburđir framundan í skákheiminum

Fabiano Caruna the winner!Ţađ er mikil skákveisla framundan: Kramnik og Aronian ganga á hólm í apríl. Heimsmeistaraeinvígi Anands og Gelfands í maí. Og stjörnum prýtt minningarmótiđ um Mikail Tal í júní. 

Eitt sterkasta skákmót allra tíma verđur haldiđ í Moskvu 7. til 19. júní. Sjöunda minningarmótiđ um Mikail Tal heimsmeistara skartar öllum stórstjörnum skákheimsins nema heimsmeistaranum Anand, sem heyja mun einvígi viđ Boris Gelfand í Moskvu 10. til 31. maí.

Fáir búast viđ miklu fjöri í heimsmeistaraeinvígi Gelfands og Anands. Ísraelsmađurinn er nú í 22. sćti heimslistans međ indverski heimsmeistarinn er siginn niđur í fjórđa sćtiđ. Gera má ráđ fyrir jafnteflissúpu ţegar ţeir setjast ađ tafli, en Anand er spáđ öruggum sigri.

En fyrst verđur áhugaverđ glíma í Sviss: Kramnik og Aronian munu heyja einvígi í Zurich, 21. til 28. apríl. Ţar takast á meistararnir númer 2 og 3 á heimslistanum, einhverjir öflugustu skákmenn sögunnar.

Ţađ er sem sagt veisla framundan: Kramnik og Aronian í apríl, heimsmeistaraeinvígi í maí og minningarmótiđ um Mikail Tal í júní.

Keppendur í Moskvu eru flestir af topp tíu, en gaman verđur ađ fylgjast međ Luke McShane á stóra sviđinu. Hann sigrađi í netkosningu á vegum rússneska skáksambandsins, var sjónarmun á undan sjálfum Alexei Shirov. McShane hefur sýnt ađ hann teflir oft ţví betur sem andstćđingurinn er sterkari. Hann hefur veriđ kallađur ,,sterkasti amatör í heimi" ţví hann vinnur hjá banka í Lundúnum.

Hér má sjá lista yfir keppendur á VII. minningarmótinu um Mikail Tal. Innan sviga er núverandi stađa á heimslistanum:

Magnus Carlsen (1) Noregi 2835 skákstig

Levon Aronian Armeníu (2) 2825 skákstig

Vladimir Kramnik (3) Rússlandi 2801 skákstig

Teimor Radjabov (5) Azerbćjan 2784 skákstig

Fabiano Caruana (6) Ítalíu 2777 skákstig

Hikaru Nakamura (7) Bandaríkjunum 2771 skákstig

Alexander Morozevich (9) Rússlandi 2765 skákstig

Alexander Grischuk  (11)  Rússlandi 2761skákstig

Evgeny Tomashevsky (17) Rússlandi 2736 skákstig

Luke McShane (40) Englandi 2704 skákstig


Myndir frá Páskaeggjamóti Hellis og Góu 2012

DSC 0602Mörg af efnilegustu börnum landsins mćttu til leiks á Páskaeggjamóti Hellis 2012. Keppendur eru um 60 og leikgleđin allsráđandi.

Úrslit og myndir frá verđlaunaafhendingu birtast á Skák.is í kvöld, en hér eru skemmtilegar myndir frá fyrstu umferđunum:

Páskaeggjamót Hellis 2012 -- Myndaalbúm (HJ).


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 148
  • Frá upphafi: 8765407

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 134
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband