Leita í fréttum mbl.is

Spennandi stórviđburđir framundan í skákheiminum

Fabiano Caruna the winner!Ţađ er mikil skákveisla framundan: Kramnik og Aronian ganga á hólm í apríl. Heimsmeistaraeinvígi Anands og Gelfands í maí. Og stjörnum prýtt minningarmótiđ um Mikail Tal í júní. 

Eitt sterkasta skákmót allra tíma verđur haldiđ í Moskvu 7. til 19. júní. Sjöunda minningarmótiđ um Mikail Tal heimsmeistara skartar öllum stórstjörnum skákheimsins nema heimsmeistaranum Anand, sem heyja mun einvígi viđ Boris Gelfand í Moskvu 10. til 31. maí.

Fáir búast viđ miklu fjöri í heimsmeistaraeinvígi Gelfands og Anands. Ísraelsmađurinn er nú í 22. sćti heimslistans međ indverski heimsmeistarinn er siginn niđur í fjórđa sćtiđ. Gera má ráđ fyrir jafnteflissúpu ţegar ţeir setjast ađ tafli, en Anand er spáđ öruggum sigri.

En fyrst verđur áhugaverđ glíma í Sviss: Kramnik og Aronian munu heyja einvígi í Zurich, 21. til 28. apríl. Ţar takast á meistararnir númer 2 og 3 á heimslistanum, einhverjir öflugustu skákmenn sögunnar.

Ţađ er sem sagt veisla framundan: Kramnik og Aronian í apríl, heimsmeistaraeinvígi í maí og minningarmótiđ um Mikail Tal í júní.

Keppendur í Moskvu eru flestir af topp tíu, en gaman verđur ađ fylgjast međ Luke McShane á stóra sviđinu. Hann sigrađi í netkosningu á vegum rússneska skáksambandsins, var sjónarmun á undan sjálfum Alexei Shirov. McShane hefur sýnt ađ hann teflir oft ţví betur sem andstćđingurinn er sterkari. Hann hefur veriđ kallađur ,,sterkasti amatör í heimi" ţví hann vinnur hjá banka í Lundúnum.

Hér má sjá lista yfir keppendur á VII. minningarmótinu um Mikail Tal. Innan sviga er núverandi stađa á heimslistanum:

Magnus Carlsen (1) Noregi 2835 skákstig

Levon Aronian Armeníu (2) 2825 skákstig

Vladimir Kramnik (3) Rússlandi 2801 skákstig

Teimor Radjabov (5) Azerbćjan 2784 skákstig

Fabiano Caruana (6) Ítalíu 2777 skákstig

Hikaru Nakamura (7) Bandaríkjunum 2771 skákstig

Alexander Morozevich (9) Rússlandi 2765 skákstig

Alexander Grischuk  (11)  Rússlandi 2761skákstig

Evgeny Tomashevsky (17) Rússlandi 2736 skákstig

Luke McShane (40) Englandi 2704 skákstig


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.5.): 23
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 156
  • Frá upphafi: 8765662

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband