Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2012

Mikael, Birkir og Oliver unnu

Mikael Jóhann Karlsson, Birkir Karl Sigurđsson og Oliver Aron Jóhannesson unnu allir í 4. umferđ NM í skólaskák sem fram fór í Espoo í Finnlandi í dag, Nökkvi Sverrisson gerđi jafntefli en ađrir töpuđu.  Vignir Vatnar Stefánsson er ţrátt fyrir tap efstur íslensku krakkanna međ 2,5 vinning og er í 3.-4. sćti í sínum flokki.  Mikael Jóhann, Dagur Ragnarsson, Oliver Aron, Jón Kristinn hafa 2 vinninga. 

Íslenskir skákáhugamenn eru hvattir til ađ taka daginn snemma og fylgjast međ íslensku krökkunum í fyrramáliđ en umferđin hefst kl. 6 í fyrramáliđ.  Hallgerđur, Nökkvi, Dagur og Vignir verđa ţá í beinni útsendingu.  Útsendinguna má nálgast hér

Stađan eftir 4. umferđ

A-flokkur (1992-94):

  • 8.-10. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1969) 1,5
  • 11. Nökkvi Sverrisson (1930) 1 v.

B-flokkur (1995-96):

  • 5.-8. Mikael Jóhann Karlsson (1867) 2 v.
  • 9. Birkir Karl Sigurđsson (1694) 1,5 v.

C-flokkur (1997-98):

  • 6.-8. Dagur Ragnarsson (1826) og Oliver Aron Jóhannesson (1699) 2 v.

D-flokkur (1999-2000):

  • 6.-9. Jón Kristinn Ţorgeirsson (1712) 2 v.
  • 10. Kristófer Jóel Jóhannesson (1496) 1,5 v.

E-flokkur (2001 og síđar):

  • 3.-4. Vignir Vatnar Stefánsson (1461) 2,5 v.
  • 9.  Nansý Davíđsdóttir (1301) 1,5 v.

Fararstjórar eru Stefán Bergsson og Gunnar Björnsson.

 


Bikarsyrpa OBLADÍ OBLADA

skakmyndNćsta mánudag ţann 20. febrúar kl. 19,00 hefst ný Bikarsyrpa á skákkránni OBLADÍ OBLADA, Frakkastíg 8. Teflt verđur nćstu sjö mánudaga, og eru úrslitariđlarnir kringum páskana í apríl. Keppendur safna vinningum, og ţeir sem eru efstir komast í úrslitariđlana. Keppt verđur eftir sérstöku OBLADÍ forgjafa-kerfi á skákklukkunni.

Jólasyrpan á síđasta ári var einkar glćsileg, drekkhlađiđ vinningaborđiđ svignađi undan bjórkössum, wiskey-flöskum, og öđrum verđlaunagripum. Róbert Lagerman endađi sem sigurvegari Elítu-flokksins eftir hörku einvígi viđ Stefán Bergsson, Kjartan Ingvarsson hafđi sigur í heiđursmannaflokknum eftir harđa baráttu viđ ađra heiđursmenn.

obladí+ob..Áhugasamir vinsamlega hafiđ samband viđ Róbert Lagerman, mótstjóra, í síma 696 9658 eđa í tölvupóst chesslion@hotmail.com varđandi skráningu í mótasyrpuna.


Hallgerđur, brćđurnir og Vignir unnu

015Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, brćđurnir Oliver Aron og Kristófer Jóel Jóhannessynir og Vignir Vatnar Stefánsson unnu öll í 3. umferđ NM í skólaskák sem fram fór í morgun  í Espoo í Finnlandi.  Jón Kristinn Ţorgeirsson og Nansý Davíđsdóttir gerđu jafntefli.  Ađrir töpuđu.  Semsagt önnur umferđin í röđ ţar sem íslenska liđiđ fćr 50% vinningshlutfall.  Vignir hefur 2,5 vinning og er í 2. sćti í sínum flokki.  Dagur Ragnarsson og Jón Kristinn Ţorgeirsson hafa 2 vinninga.  Dagur er í skiptu 2. sćti en Jón Kristinn í skiptu ţriđja sćti.

Fjórđa umferđ hefst kl. 14.  Ţá verđa í beinni útsendingu: Hallgerđur, Nökkvi, Dagur, Kristófer og Vignir. Útsendinguna má nálgast hér

Stađan eftir 3. umferđ

A-flokkur (1992-94):

  • 5.-8. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1969) 1,5
  • 11.-12. Nökkvi Sverrisson (1930) 0,5 v.

B-flokkur (1995-96):

  • 8.-10. Mikael Jóhann Karlsson (1867) 1 v.
  • 11. Birkir Karl Sigurđsson (1694) 0,5 v.

C-flokkur (1997-98):

  • 2.-6. Dagur Ragnarsson (1826) 2 v.
  • 8.-11. Oliver Aron Jóhannesson (1699) 1 v.

D-flokkur (1999-2000):

  • 3.-6. Jón Kristinn Ţorgeirsson (1712) 2 v.
  • 7.-8. Kristófer Jóel Jóhannesson (1496) 1,5 v.

E-flokkur (2001 og síđar):

  • 2. Vignir Vatnar Stefánsson (1461) 2,5 v.
  • 5.-6. Nansý Davíđsdóttir (1301) 1,5 v.

Fararstjórar eru Stefán Bergsson og Gunnar Björnsson.




NM í skólaskák: Ţriđja umferđ nýhafin

Dagur RagnarssonŢriđja umferđ NM í skólaskák hófst nú kl. 8 í Espoo í Finnlandi.  Dagur Ragnarsson er einn efstur í b-flokki, Jón Kristinn Ţorgeirsson er í skiptu 2. sćti í d-flokki og Vignir Vatnar Stefánsson er í skiptu 3. sćti í e-flokki.   Fimm skákir íslensku krakkanna eru sýndar beint.   Ţađ eru skákir Hallgerđar og Nökkva úr a-flokki, skák Mikaels í b-flokki gegn stigahćsta keppandanum, skák Dags úr c-flokki og skák Jóns Kristins úr d-flokki

Útsendinguna má nálgast hér

Vel fer um keppendur á mótinu og eru hér allar ađstćđur til mikillar fyrirmyndar og Finnarnir halda utan um mótiđ af mikilli fagmennsku.

Í morgun fóru fararstjórarnir í heita pottinn og sána og eru ţvílíkt ferskir viđ upphaf umferđar!

Fjórđa umferđ hefst kl. 14.


Stađan eftir 2. umferđ

A-flokkur (1992-94):

  • 7.-12. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1969) og Nökkvi Sverrisson (1930) 0,5 v.

B-flokkur (1995-96):

  • 4.-8. Mikael Jóhann Karlsson (1867) 1 v.
  • 9.-10. Birkir Karl Sigurđsson (1694) 0,5 v.

C-flokkur (1997-98):

  • 1. Dagur Ragnarsson (1826) 2 v.
  • 10.-12. Oliver Aron Jóhannesson (1699) 0 v.

D-flokkur (1999-2000):

  • 2.-5. Jón Kristinn Ţorgeirsson (1712) 1,5
  • 9.-10. Kristófer Jóel Jóhannesson (1496) 0,5 v.

E-flokkur (2001 og síđar):

  • 3.-4. Vignir Vatnar Stefánsson (1461) 1,5 v.
  • 5.-7. Nansý Davíđsdóttir (1301) 1 v.

Fararstjórar eru Stefán Bergsson og Gunnar Björnsson.


 


Hermann og brćđurnir efstir á Skákţingi Gođans

Hermann Gođi AđalsteinssonHermann Ađalsteinsson (1343), allherjargođi, og brćđurnir Smári (1664) og Jakob Sćvar Sigurđssyni (1694) eru efstir og jafnir međ 2,5 vinning ađ loknum ţremur fyrstu umferđunum á Skákţingi Gođans sem fram fór í gćr en ţá voru tefldar atskákir.  Í dag verđa tefldar tvćr kappskákir.

Stađan:

 

Rk.NameRtgPts. 
1Sigurdsson Smari 16642,5
 Adalsteinsson Hermann 13432,5
3Sigurdsson Jakob Saevar 16942,5
4Isleifsson Runar 16862
5Halldorsson Hjoreifur 18192
6Asmundsson Sigurbjorn 12102
7Akason Aevar 15081,5
 Olgeirsson Armann 14051,5
9Hallgrimsson Snorri 13191
10Stefansson Sigurgeir 01
11Vidarsson Hlynur Snaer 10551
12Johannsson Thor Benedikt 13401
13Karlsson Sighvatur 13410,5



Skákakademía Reykjavíkur hafđi sigur í Skákkeppni vinnustađa

Sveit Skákakademíu Reykjavíkur, međ ţá Hjörvar Stein Grétarsson, Róbert Lagerman og Björn Ívar Karlsson innanborđs,  sigrađi nokkuđ örugglega í Skákkeppni vinnustađa sem haldin var í Taflfélagi Reykjavíkur í gćr.

Í  öđru sćti varđ sveit Actavis (Davíđ Ólafsson, Sigurđur Dađi Sigurđsson, Sigurđur Einarsson) en sveit Tölvunarfrćđideildar HR (Hrafn Loftsson, Stefán Freyr Guđmundsson, Yngvi Björnsson) í ţví ţriđja.  

Á milli umferđa gćddu keppendur sér á veitingum, ţar á međal rjómabollum, í umsjá Birnu og í bođi félagsins. Skákstjóri var Ólafur Ásgrímsson en naut dyggrar ađstođar Páls Sigurđssonar. Tilraun Taflfélags Reykjavíkur til ađ koma á keppni á milli vinnustađa í skák fór rólega af stađ, ef horft er til ţátttöku en ţar settu utanferđir og flensa dálítiđ strik í reikninginn. En mjór er mikils vísir; keppnin var skemmtileg og verđur örugglega endurtekin ađ ári.

Lokastađan: 

  • 1   Skákakademía Reykjavíkur              14    
  •  2  Actavis                                                    8,5       
  • 3  Tölvunarfrćđideild HR                      6,5     
  • 4-5  Laufásborg                                      6     
  •       Verzlunarskóli Íslands                     6     
  • 6   Menntaskólinn í Kópavogi              4

Myndir vćntanlegar.


Mikael, Dagur, Jón Kristinn og Nansý unnu - Dagur efstur í sínum flokki

Jón KristinnMikael Jóhann Karlsson, Dagur Ragnarsson, Jón Kristinn Ţorgeirsson og Nansý Davíđsdóttir unnu öll í 2. umferđ NM í skólaskák sem var ađ klárast í Espoo í Finnlandi.   Nökkvi Sverrisson og Vignir Vatnar Stefánsson gerđu jafntefli en ađrar skákir töpuđust.   50% vinningshlutfall.  Dagur er efstur í sínum flokki međ fullt hús.  Jón Kristinn og Vignir Vatnar hafa 1,5 vinning.  Jón Kristinn er í skiptu öđru sćti en Vignir í skiptu ţriđja sćti.   

Dagur vann virkilega góđan sigur eftir ađ hafa haft mjög erfitt tafl.  Vignir Vatnar hélt jafntefli međ mikilli baráttu eftir ađ hafa fengiđ upp erfiđa stöđu.  Mikael og Nansý unnu auđvelda sigra.  Jón Kristinn vann Kristófer Jóel í fyrstu innbyrđisviđureign Íslendinga á mótinu.   

Ţriđja umferđ fer fram í fyrramáliđ og hefst kl. 8.   Útsendinguna má nálgast hér.

Stađan eftir 2. umferđ

 

A-flokkur (1992-94):

  • 7.-12. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1969) og Nökkvi Sverrisson (1930) 0,5 v.

B-flokkur (1995-96):

  • 4.-8. Mikael Jóhann Karlsson (1867) 1 v.
  • 9.-10. Birkir Karl Sigurđsson (1694) 0,5 v.

C-flokkur (1997-98):

  • 1. Dagur Ragnarsson (1826) 2 v.
  • 10.-12. Oliver Aron Jóhannesson (1699) 0 v.

D-flokkur:

  • 2.-5. Jón Kristinn Ţorgeirsson (1712) 1,5
  • 9.-10. Kristófer Jóel Jóhannesson (1496) 0,5 v.

E-flokkur:

  • 3.-4. Vignir Vatnar Stefánsson (1461) 2 v.
  • 5.-7. Nansý Davíđsdóttir (1301) 0 v.

Fararstjórar eru Stefán Bergsson og Gunnar Björnsson.


 


Dagur og Vignir Vatnar unnu í fyrstu umferđ

Dagur Ragnarsson í upphafi skákarDagur Ragnarsson og Vignir Vatnar Stefánsson unnu í fyrstu umferđ NM í skólaskák sem fram fór í dag í Espoo í Finnlandi.  Dagur vann stigahćsta keppenda flokksins og Vignir mátađi sinn andstćđing á smekklegan hátt í hróksendatafli.   Hallgerđur Helga, Birkir Karl, Jón Kristinn og Kristófer Jóel gerđu jafntefli en ađrir töpuđu. 

Fjórir vinningar af 10 í hús sem verđur ađ teljast allgott í ljósi ţess ađ viđ vorum stigalćgri í 9 af 10 skákum.  

Nú er nýhafin önnur umferđ.  Skákir Dags, Vignis, Hallgerđar og Nökkva eru sýndar beint. 

Útsendinguna má nálgast hér.

Stađan eftir fyrstu umferđ:

A-flokkur (1992-94):

  • 6.-7. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1969) 0,5 v.
  • 8.-12. Nökkvi Sverrisson (1930) 0 v.

B-flokkur (1995-96):

  • 6.-7. Birkir Karl Sigurđsson (1694) 0,5 v.
  • 8.-12. Mikael Jóhann Karlsson (1867) 0 v.

C-flokkur (1997-98):

  • 1.-6. Dagur Ragnarsson (1826) 1 v.
  • 7.-12. Oliver Aron Jóhannesson (1699) 0 v.

D-flokkur:

  • 5.-8. Jón Kristinn Ţorgeirsson (1712) og Kristófer Jóel Jóhannesson (1496) 0,5 v.

E-flokkur:

  • 1.-5. Vignir Vatnar Stefánsson (1461) 1 v.
  • 8.-12. Nansý Davíđsdóttir (1301) 0 v.

Fararstjórar eru Stefán Bergsson og Gunnar Björnsson.

 

 

 


NM í skólaskák hafiđ!

Hópurinn á NM

Fyrsta umferđ NM í skólaskák hófst kl. 11 í Espoo í Finnlandi.   Átta Íslendingar af 10 eru í beinni útsendingu.  Góđ stemming er í íslenska hópnum og í morgun hélt hópurinn í göngutúr í finnskum skógi og tróđ finnskan snjó!  Mótshaldiđ er til fyrirmyndar hjá Finnunum, til mikillar fyrirmyndar og mikiđ í mótshaldiđ lagt.  Skákstjóri er hinn reyndi Finni, Mikko Markula, sem verđur t.d. ađaldómari á EM einstaklinga.  

Beinar útsendingar úr fyrstu umferđ má finna hér.       

Eftirtaldir taka ţátt fyrir Íslands hönd (fyrir framan er röđ keppenda í stigaröđ viđkomandi flokks en 12 tefla í hverjum flokki).

A-flokkur (1992-94):

  • 9. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1969)
  • 10. Nökkvi Sverrisson (1930)

B-flokkur (1995-96):

  • 9. Mikael Jóhann Karlsson (1867)
  • 10. Birkir Karl Sigurđsson (1694)

C-flokkur (1997-98):

  • 7. Dagur Ragnarsson (1826)
  • 10. Oliver Aron Jóhannesson (1699)

D-flokkur:

  • 7. Jón Kristinn Ţorgeirsson (1712)
  • 8. Kristófer Jóel Jóhannesson (1496)

E-flokkur:

  • 3. Vignir Vatnar Stefánsson (1461)
  • 8. Nansý Davíđsdóttir (1301)

Fararstjórar eru Stefán Bergsson og Gunnar Björnsson.

 


Björgvin, Dagur og Sigurbjörn efstir á Gestamóti Gođans - Gunnar vann Ţröst

Gunnar GunnarssonSjötta og nćstsíđasta umferđ var tefld á Gestamóti Gođans í gćrkvöldi. Ađ henni lokinni eru Dagur Arngrímsson, Björgvin Jónsson og Sigrbjörn Björnsson efstir međ 4,5 vinninga. Dagur og Björgvin gerđu jafntefli og Sigurbjörn vann Björn Ţorfinsson.  Óvćntustu úrslit umferđarinnar og mótsins alls hljóta ađ vera sigur Gunnars Gunnarssonar á Ţresti Ţórhallssyni. 

Sjöunda og síđasta umferđ verđur tefld nk. mánudagskvöld kl 20:00.  Verđlaunaafhending verđur strax ađ henni lokinni.

Úrslit 6. umferđar má finna hér, stöđuna hér og röđun sjöundu umferđar hér

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 8765548

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband