Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2012

Bikarsyrpa OBLADÍ OBLADA hefst í dag

skakmyndNćsta mánudag ţann 20. febrúar kl. 19,00 hefst ný Bikarsyrpa á skákkránni OBLADÍ OBLADA, Frakkastíg 8. Teflt verđur nćstu sjö mánudaga, og eru úrslitariđlarnir kringum páskana í apríl. Keppendur safna vinningum, og ţeir sem eru efstir komast í úrslitariđlana. Keppt verđur eftir sérstöku OBLADÍ forgjafa-kerfi á skákklukkunni.

obladí+ob..Jólasyrpan á síđasta ári var einkar glćsileg, drekkhlađiđ vinningaborđiđ svignađi undan bjórkössum, wiskey-flöskum, og öđrum verđlaunagripum. Róbert Lagerman endađi sem sigurvegari Elítu-flokksins eftir hörku einvígi viđ Stefán Bergsson, Kjartan Ingvarsson hafđi sigur í heiđursmannaflokknum eftir harđa baráttu viđ ađra heiđursmenn.

Áhugasamir vinsamlega hafiđ samband viđ Róbert Lagerman, mótstjóra, í síma 696 9658 eđa í tölvupóst chesslion@hotmail.com varđandi skráningu í mótasyrpuna.


Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 20. febrúar nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.  Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi, sem einnig fćr pizzu hjá Dominos Pizzum. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Áskell hrađskákmeistari Akureyrar

Í dag var háđ hrađskákmót Akureyrar, ađ viđstöddu fjölmenni. Ellefu keppendur öttu kappi um titilinn og var hart barist. Áskell byrjađi best en eftir tap hans fyrir Smára í nćstsíđustu umferđ náđi fráfarandi meistari, Rúnar Sigurpálsson, hálfs vinnings forskoti. Ţeir tveir áttust svo viđ í lokaumferđinni og náđi Ketillinn ađ kreista fram vinning í spennandi skák. Átti hann um 5 sekúndur eftir á klukkunni ţegar andstćđingur hans féll. Úrslitin í heild sinni svona:

 

1Áskell Örn Kárason9
2Rúnar Sigurpálsson
3-5Smári Ólafsson7
3-5Ólafur Kristjánsson7
3-5Andri Freyr Björgvinsson7
6Haki Jóhannesson5
7Sigurđur Eiríksson
8Tómas V Sigurđarson3
9Atli Benediktsson
10Sveinbjörn Sigurđsson
11Símon Ţórhallsson0

Skákţáttur Morgunblađsins: Boris Spasskí 75 ára

Boris SpasskyŢann 30. janúar sl. varđ Íslandsvinurinn Boris Spasskí 75 ára og gafst ţá tími til upprifjunar á glćsilegum skákferli og mikilli dramatík sem náđi hámarki í Reykjavík sumariđ 1972. Á einum vefmiđli var dregin fram glćsileg sigurskák Spasskís yfir David Bronstein á sovéska meistaramótinu áriđ 1960 en viđureignin var sviđsett í upphafsatriđi James Bond-myndarinnar From Russia with love en ţar eigast viđ tveir skuggalegir náungar, Kroosteen og McAdams.

Ţegar Spasskí kom hingađ í ársbyrjun 2006 vegna málţings um Friđrik Ólafsson vék hann ađ eigin skákferli og taldi ađ sín bestu ár hefđu veriđ frá 1964 til ársins 1970. Um miđjan sjötta áratuginn varđ hann heimsmeistari unglinga og ári síđar varđ hann yngsti stórmeistari heims og virtust allir vegir fćrir. Ţá kom Tal fram á sjónarsviđiđ og um tíma var eins og skákgyđjan hefđi snúiđ baki viđ Spasskí. En á millisvćđamótinu í Amsterdam áriđ 1964 varđ hann efstur ásamt Bent Larsen og fleirum og komst á beinu brautina aftur. Hann vann síđan áskorendakeppnina 1965 eftir sigra yfir Keres, Geller og Tal en ári síđar tapađi hann einvíginu um heimsmeistaratitilinn fyrir Tigran Petrosjan međ minnsta mun. Framan af átti hann erfitt međ ađ vinna skák en fór ţá í smiđju til gamla heimsmeistarans Mikhaels Botvinniks sem gaf honum óvćnt ráđ - tapađu fyrst einni!

Eftir stóra sigra yfir Geller, Larsen og Kortsnoj 1968 tefldi hann aftur um heimsmeistaratitilinn viđ Petrosjan og ţetta vor áriđ 1969 gekk betur, hann vann 12 ˝ : 10 ˝. Ári síđar lagđi hann Bobby Fischer ađ velli í frćgu 1. borđs uppgjöri á ólympíumótinu í Siegen og stóđ ţá á hátindi getu sinnar.

Í seinna einvíginu viđ Petrosjan sýndi Spasskí allar sínar bestu hliđar, hann undirbjó sig međ ţví Spassky og Petrosian í einvíginu 1969athuga ljósmyndir sem teknar voru 1966 og gat lesiđ úr svipbrigđum Armenans hvernig hann mat stöđuna. Hćttulegastur var Tigran ţegar hann var órólegur og taugaóstyrkur en alveg sauđmeinlaus ef hann gaf sig út fyrir ađ vera öruggur í fasi.

Í eftirfarandi skák sem tefld var undir lok einvígisins gerđi Spasskí út um tafliđ međ leiftursókn:

HM einvígiđ 1969; 21. skák:

Boris Spasskí - Tigran Petrosjan

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 Rbd7 7. Bc4 Da5 8. Dd2 h6

Ţessi leikur átti eftir ađ reynast Petrosjan illa. Mun eđlilegra er 8. ... e6 og - b5 viđ tćkifćri.

9. Bxf6 Rxf6 10. O-O-O e6 11. Hhe1 Be7 12. f4 O-O 13. Bb3 He8 14.Kb1 Bf8 15. g4!

Blásiđ til sóknar. Hann gat líka leikiđ 15. f5 en ţessi leikur er óţćgilegri.

15. ... Rxg4 16. Dg2 Rf6 17. Hg1 Bd7 18. f5! Kh8

Eftir ţennan leik verđur ekkert viđ ráđiđ, nauđsynlegt var 18. ... De5 t.d. 19. Rf3 Dc5 og svartur heldur í horfinu.

19. Hdf1 Dd8 20. dxe6 fxe6 21. e5!

Rýmir e4-reitinn og allir menn hvíts taka ţátt í sókninni.

21. ... Re4 dxe5

gt9olqg4.jpg( STÖĐUMYND)

22. Re4! Rh5

Alls ekki 21. ... 23.Hxf8+! og 24. Dxg7 mát. Spasskí leiđir skákina til lykta međ tveim hnitmiđuđum leikjum.

23. Dg6! exd4 24. Rg5!

- og Petrosjan gafst upp.

Margir hafa spurt um líđan Spasskís eftir alvarlegt heilablóđfall haustiđ 2010. Vitađ er ađ hann lamađist öđrum megin og er hreyfihamlađur en hann hlaut ekki heilaskađa ađ öđru leyti.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 12. febrúar 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


Vignir međ silfur!

Vignir Vatnar Stefánsson fékk silfur í e-flokki á NM í skólaskák sem er rétt nýlokiđ í Espoo í Finnlandi.  Enginn annar Íslendingur komst á verđlaunapall.  Jón Kristinn Ţorgeirsson fékk 3,5 vinning í d-flokki.   Í lokaumferđinni unnu auk Vignis, Nansý Davíđsdóttir og Dagur Ragnarsson.  Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, Nökkvi Sverrisson og Jón Kristinn gerđu jafntefli en ađrir töpuđu.

Myndir frá verđlaunaafhendingu koma síđar. 

Lokastađan:

A-flokkur (1992-94):

  • 9. (7.-9.) Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1969) 2,5 v.
  • 11. (10.-11.) Nökkvi Sverrisson (1930) 2 v.

B-flokkur (1995-96):

  • 6. (5.-7.) Mikael Jóhann Karlsson (1867) 3 v.
  • 11. (10.-11.) Birkir Karl Sigurđsson (1694) 1,5 v.

C-flokkur (1997-98):

  • 4. (4.-9.) Dagur Ragnarsson (1826) 3 v.
  • 10. (10.) Oliver Aron Jóhannesson (1699) 2,5 v.

D-flokkur (1999-2000):

  • 5. (4.-5.) Jón Kristinn Ţorgeirsson (1712) 3,5 v.
  • 9. (8.-10.) Kristófer Jóel Jóhannesson (1496) 2,5 v.

E-flokkur (2001 og síđar):

  • 2. (2.-3.) Vignir Vatnar Stefánsson (1461) 4,5 v.
  • 7. (5.-7.) Nansý Davíđsdóttir (1301) 3 v.

Fararstjórar voru Stefán Bergsson og Gunnar Björnsson.


Henrik ađ tafli í dönsku deildakeppninni

Stórmeistarinn Henrik Danielsen situr nú ađ tafli í dönsku deildakeppninni fyrir klúbbinn sinn BMS.  Hann teflir á móti alţjóđlega meistaranum Andreas Hagen.

Skákin í beinni


Gott gengi í 5. umferđ - ţađ er nauđsynlegt ađ kunna ađ máta međ biskup og riddara!

003Ţađ gekk fínt hjá íslensku skákmönnunum í 5. og nćstsíđustu umferđ NM í skólaskák sem fram fór í Espoo í Finnlandi í morgun.  Sex vinningar komu í hús í tíu skákum.  Mikael Jóhann Karlsson, Jón Kristinn Ţorgeirsson, Kristófer Jóel Jóhannesson og Vignir Vatnar Stefánsson unnu.  Sá síđastnefndi mátađi međ biskup og riddara! Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, Nökkvi Sverrisson, Oliver Aron Jóhannesson og Nansý Davíđsdóttir gerđu jafntefli.  Hallgerđur Helga náđi jafntefli ţar sem andstćđingurinn kunni ekki ađ máta međ biskup og riddara!  Sérstakt ađ sá í e-flokki hafi ţetta á hreinu en ekki sá í a-flokki!  Ađrir töpuđu.

Vignir hefur 3,5 vinning og er í 2.-3. sćti, Mikael og Jón Kristinn hafa 3 vinninga.  Mikael er í 3.-5. sćti en Jón í 5. sćti. 

Lokaumferđin hefst kl. 12.   Ţá verđa Hallgerđur, Nökkvi (ţau mćtast), Mikael, Birkir, Jón Kristinn og Vignir í beinni útsendingu.  Útsendinguna má nálgast hér.

Stađan eftir 5. umferđ

A-flokkur (1992-94):

  • 9.-10. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1969) 2 v.
  • 11. Nökkvi Sverrisson (1930) 1,5 v.

B-flokkur (1995-96):

  • 3.-5. Mikael Jóhann Karlsson (1867) 3 v.
  • 10. Birkir Karl Sigurđsson (1694) 1,5 v.

C-flokkur (1997-98):

  • 5.-7. Oliver Aron Jóhannesson (1699) 2,5 v.
  • 8.-10. Dagur Ragnarsson (1826) 2 v.

D-flokkur (1999-2000):

  • 5. Jón Kristinn Ţorgeirsson (1712) 3 v.
  • 6.-7. Kristófer Jóel Jóhannesson (1496) 2,5 v.

E-flokkur (2001 og síđar):

  • 2.-3. Vignir Vatnar Stefánsson (1461) 2,5 v.
  • 7.-10. Nansý Davíđsdóttir (1301) 2 v.

Fararstjórar eru Stefán Bergsson og Gunnar Björnsson.


NM: Fimmta umferđ nýhafin

Vignir Vatnar ađ teflaFimmta og nćstsíđasta umferđ NM í skólaskák hófst núna kl. 6 í morgun.  Vignir Vatnar hefur flesta vinninga íslensku krakkanna, 2,5 vinning en Mikael Jóhann, Dagur, Oliver Aron og Jón Kristinn hafa 2 vinninga.   Hćgt er ađ fylgjast međ skákum Hallgerđar, Nökkva, Dags og Vignis beint á netinu.   Útsendinguna má nálgast hér.

Lokaumferđin hefst svo kl. 12.

Stađan eftir 4. umferđ

A-flokkur (1992-94):

  • 8.-10. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1969) 1,5
  • 11. Nökkvi Sverrisson (1930) 1 v.

B-flokkur (1995-96):

  • 5.-8. Mikael Jóhann Karlsson (1867) 2 v.
  • 9. Birkir Karl Sigurđsson (1694) 1,5 v.

C-flokkur (1997-98):

  • 6.-8. Dagur Ragnarsson (1826) og Oliver Aron Jóhannesson (1699) 2 v.

D-flokkur (1999-2000):

  • 6.-9. Jón Kristinn Ţorgeirsson (1712) 2 v.
  • 10. Kristófer Jóel Jóhannesson (1496) 1,5 v.

E-flokkur (2001 og síđar):

  • 3.-4. Vignir Vatnar Stefánsson (1461) 2,5 v.
  • 9.  Nansý Davíđsdóttir (1301) 1,5 v.

Fararstjórar eru Stefán Bergsson og Gunnar Björnsson.

 


Jakob og Rúnar efstir á Skákţingi Gođans

Ţađ er ekki eingöngu teflt í Espoo á Finnlandi um helgi heldur er einnig teflt í höfuđstöđ Ţingeyjarsýslu ţar sem Skákţing Gođans fer fram.  Jakob Sćvar Sigurđsson og Rúnar Ísleifsson eru efstir á Skákţinginu međ fjóra vinninga hvor ţegar einni umferđ er ólokiđ. Smári Sigurđsson og Hjörleifur Halldórsson koma nćstir međ 3,5 vinninga.   Mótinu lýkur međ sjöttu og síđustu umferđ sem fram fer kl. 11 í dag.

Stađan:

 

Rk.NameRtgPts. 
1Sigurdsson Jakob Saevar 16944
 Isleifsson Runar 16864
3Sigurdsson Smari 16643,5
4Halldorsson Hjoreifur 18193,5
5Olgeirsson Armann 14053
6Adalsteinsson Hermann 13432,5
7Stefansson Sigurgeir 02,5
8Hallgrimsson Snorri 13192,5
9Akason Aevar 15082
10Asmundsson Sigurbjorn 12102
11Karlsson Sighvatur 13412
12Johannsson Thor Benedikt 13402
13Vidarsson Hlynur Snaer 10551,5

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 8765255

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 122
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband