Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Boris Spasskí 75 ára

Boris SpasskyŢann 30. janúar sl. varđ Íslandsvinurinn Boris Spasskí 75 ára og gafst ţá tími til upprifjunar á glćsilegum skákferli og mikilli dramatík sem náđi hámarki í Reykjavík sumariđ 1972. Á einum vefmiđli var dregin fram glćsileg sigurskák Spasskís yfir David Bronstein á sovéska meistaramótinu áriđ 1960 en viđureignin var sviđsett í upphafsatriđi James Bond-myndarinnar From Russia with love en ţar eigast viđ tveir skuggalegir náungar, Kroosteen og McAdams.

Ţegar Spasskí kom hingađ í ársbyrjun 2006 vegna málţings um Friđrik Ólafsson vék hann ađ eigin skákferli og taldi ađ sín bestu ár hefđu veriđ frá 1964 til ársins 1970. Um miđjan sjötta áratuginn varđ hann heimsmeistari unglinga og ári síđar varđ hann yngsti stórmeistari heims og virtust allir vegir fćrir. Ţá kom Tal fram á sjónarsviđiđ og um tíma var eins og skákgyđjan hefđi snúiđ baki viđ Spasskí. En á millisvćđamótinu í Amsterdam áriđ 1964 varđ hann efstur ásamt Bent Larsen og fleirum og komst á beinu brautina aftur. Hann vann síđan áskorendakeppnina 1965 eftir sigra yfir Keres, Geller og Tal en ári síđar tapađi hann einvíginu um heimsmeistaratitilinn fyrir Tigran Petrosjan međ minnsta mun. Framan af átti hann erfitt međ ađ vinna skák en fór ţá í smiđju til gamla heimsmeistarans Mikhaels Botvinniks sem gaf honum óvćnt ráđ - tapađu fyrst einni!

Eftir stóra sigra yfir Geller, Larsen og Kortsnoj 1968 tefldi hann aftur um heimsmeistaratitilinn viđ Petrosjan og ţetta vor áriđ 1969 gekk betur, hann vann 12 ˝ : 10 ˝. Ári síđar lagđi hann Bobby Fischer ađ velli í frćgu 1. borđs uppgjöri á ólympíumótinu í Siegen og stóđ ţá á hátindi getu sinnar.

Í seinna einvíginu viđ Petrosjan sýndi Spasskí allar sínar bestu hliđar, hann undirbjó sig međ ţví Spassky og Petrosian í einvíginu 1969athuga ljósmyndir sem teknar voru 1966 og gat lesiđ úr svipbrigđum Armenans hvernig hann mat stöđuna. Hćttulegastur var Tigran ţegar hann var órólegur og taugaóstyrkur en alveg sauđmeinlaus ef hann gaf sig út fyrir ađ vera öruggur í fasi.

Í eftirfarandi skák sem tefld var undir lok einvígisins gerđi Spasskí út um tafliđ međ leiftursókn:

HM einvígiđ 1969; 21. skák:

Boris Spasskí - Tigran Petrosjan

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 Rbd7 7. Bc4 Da5 8. Dd2 h6

Ţessi leikur átti eftir ađ reynast Petrosjan illa. Mun eđlilegra er 8. ... e6 og - b5 viđ tćkifćri.

9. Bxf6 Rxf6 10. O-O-O e6 11. Hhe1 Be7 12. f4 O-O 13. Bb3 He8 14.Kb1 Bf8 15. g4!

Blásiđ til sóknar. Hann gat líka leikiđ 15. f5 en ţessi leikur er óţćgilegri.

15. ... Rxg4 16. Dg2 Rf6 17. Hg1 Bd7 18. f5! Kh8

Eftir ţennan leik verđur ekkert viđ ráđiđ, nauđsynlegt var 18. ... De5 t.d. 19. Rf3 Dc5 og svartur heldur í horfinu.

19. Hdf1 Dd8 20. dxe6 fxe6 21. e5!

Rýmir e4-reitinn og allir menn hvíts taka ţátt í sókninni.

21. ... Re4 dxe5

gt9olqg4.jpg( STÖĐUMYND)

22. Re4! Rh5

Alls ekki 21. ... 23.Hxf8+! og 24. Dxg7 mát. Spasskí leiđir skákina til lykta međ tveim hnitmiđuđum leikjum.

23. Dg6! exd4 24. Rg5!

- og Petrosjan gafst upp.

Margir hafa spurt um líđan Spasskís eftir alvarlegt heilablóđfall haustiđ 2010. Vitađ er ađ hann lamađist öđrum megin og er hreyfihamlađur en hann hlaut ekki heilaskađa ađ öđru leyti.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 12. febrúar 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 142
  • Frá upphafi: 8765548

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband