Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2012

Fjölnir sigrađi á Íslandsmóti unglingasveita međ fullu húsi!

0182   Islandsmot Unglinasveita 2012

Skákdeild Fjölnis sigrađi međ ótrúlegum yfirburđum á Íslandsmóti unglingsveita sem fram fór á laugardaginn í Garđaskóla. Sveitarmeđlimir unnu allar 28 skákir sínar! Ţađ er í fyrsta skipti í 10 ára sögu mótsins sem ţađ gerist. Ţetta er annađ skiptiđ sem Fjölnir vinnur keppnina en fyrst unnu ţeir hana í fyrra.

Međ Fjölni tefldu Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Jón Trausti Harđarson og Nansý Davíđsdóttir. Eđli málsins samkvćmt fengu ţau öll borđaverđlaun. Besti varamađurinn var hins Jón Jörundur Guđmundsson hjá KR sem fékk 5 vinninga í 6 skákum.

0149   Islandsmot Unglinasveita 2012Sveit Hellis varđ í 2. sćti međ 22 vinninga, skor sem venjulegu móti gćti dugađ til sigur. Sveitin tapađi 0-4 fyrir Fjölni, gerđi 2-2 jafntefli viđ TR en vann allar ađrar sveitir. Ung sveit en allir sveitarmeđlimirnir geta teflt í keppninni í 3-4 ár.  Silfursveit Hellis skipuđu: Hilmir Freyr Heimisson, Dawid Kolka, Felix Steinţórsson og Heimir Páll Ragnarsson.

Sveit TR endađi í 3. sćti međ 20 vinninga en langt bil var í 0139   Islandsmot Unglinasveita 2012fjórđa sćtiđ. Í sveit TR voru: Vignir Vatnar Stefánsson, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Gauti Páll Jónsson, Rafnar Friđriksson og Donika Kolica.

2012 íslm unglingasveita 008B-sveit TR varđ í 4. sćti og varđ efst b-sveita. Árangur KR-inga sem urđu í 5. sćti kom svo verulega á óvart.

C- og d-sveitir Hellis urđu efstar slíkra sveita.

Lokastöđu mótsins má ná á Chess-Results.

Ţađ var Taflfélag Garđabćjar sem stóđ fyrir mótinu og gerđi ţađ ađ myndarbrag nú sem endranćr. Skákstjórn var í örggum höndum Páls Sigurđssonar.


Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 26. nóvember nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


HM kvenna: Og ţá eru eftir tvćr

StefanovaUndanúrslitum Heimsmeistaramóts kvenna lauk í dag í Khanty-Mansiysk. Úkraínska skákskonana   vann kínversku skákkonuna Wenjun Ju eftir bráđabana en áđur hafđi búlgarska skákkonan Antoaneta Stefanova lagt indversku skákdrottninguna Harika Dronavalli ađ velli. Ţađ verđa ţví Ushenina og Stefanova sem tefla til úrslita um heimsmeistaratitilinn. Tefla ţćr fjögurra skáka einvígi og til ţrautar međ styttri umhugsunartíma verđi jafnt.

Hou Yifan, núverandi heimsmeistari, hefur svo tryggt rétt tilAnna Ushenina ađ tefla ađ tefla heimsmeistaeinvígi ađ ári, en ţá sem áskorandi. Ţađ gerđi Yifan međ ţví ađ vinna fremur öruggan sigur í Grand-Prix keppni kvenna. Teflt er árlega um heimsmeistaratitil kvenna.

Heimsmeistaraeinvígđ hefst á ţriđjudag.


Ađ tefla viđ Smára er eins og ađ reyna ađ handjárna ál!

Smári ÓlafssonÍ dag fór fram skylduleikjamót hjá Skákfélagi Akureyrar, međ umhugsunartímanum 5 mínútur + 3 sek á leik. Eins og flestir vita hafa slík mót fariđ ţannig fram ađ tefldar eru stöđur tengdar einhverskonar ţema, t.d. úr einhverju skákmóti, ákveđinni byrjun eđa eftir ţekktan skákmann.

Ađ ţessu sinni varđ úr ađ tefldar voru stöđur úr hrađskákum fyrv. heimsmeistarans, Tigran Petrosian. Sá tefldi ţó sjaldan hrađskák, amk opinberlega, enda finnast ađeins sex slíkar í gagnagrunnum. Stöđur úr ţeim öllum voru tefldar, ţ.e. byrjađ var á 9. leik svarts í öllum tilfellum og svo bćttust viđ ţrjár stöđur úr hrađskákum Robert J. Fischer, enda tefldar níu umferđir.

Margt var sagt um skákstíl Petrosian, en sem dćmi líkti Harold Charles Schonberg ţví ađ tefla viđ Petrosian, viđ ađ reyna ađ handjárna ál, hvergi vćri hćgt ađ ná taki á honum.

Ţađ sama verđur framvegis sagt um Smára „ál" Ólafsson, enda var ekki annađ ađ sjá en hann hafi veriđ beintengdur viđ Petrosian heitinn ţegar hann, sá fyrrnefndi, sigrađi örugglega á mótinu, tapađi ekki skák en gerđi tvö jafntefli sem er mjög í anda heimsmeistarans fyrv..

Ađ öđru leyti fóru leikar ţannig;

Smári Ólafsson                                                                                       7 af 8.
Einar Garđar Hjaltason                                                                          5
Tómas Veigar og Sigurđur Eiríksson                                                    4,5
Haki Jóhannesson, Logi Rúnar Jónsson og Sveinbjörn Sigurđsson   3,5
Sigurđur Arnarson                                                                                  2,5
Karl Steingrímsson                                                                                  2


Heimasíđa SA

Skákţćttir Morgunblađsins: Á bak viđ tjöldin međ Averbakh

AverbakhSkipta má skákmönnum í sex flokka," skrifar Júrí Averbakh í endurminningum sínum, Center stage and behind the scenes. Í fyrsta flokki nefnir hann „dráparana". Ţetta eru menn á borđ viđ Aljekín, Botvinnik, Kortsnoj og Fischer. Ţađ einkennir ţessa einstaklinga ađ ţeir hafa veriđ afskiptir í ćsku - hafa t.d. alist upp án föđur og virđast haldnir „ödipusarduld".

Í flokki nr. 2 eru „baráttumennirnir". Viđureignin er barátta ţar sem öllu skiptir ađ einbeita sér ađ fullu. Í ţessum flokki eru menn á borđ viđ Lasker, Tal og Kasparov.

Í ţriđja flokki eru „hinir sönnu íţróttamenn". Skákin er keppnisgrein sem lýtur sínum eigin lögmálum. Ţegar leik er lokiđ eru slíkir einstaklingar yfirleitt hversdagsgćfir og prúđir en ţeir gefa ekki ţumlung eftir á „keppnisvellinum". Capablanca, Euwe, Keres, Smyslov og Spasskí tilheyra ţessum flokki.

Í fjórđa flokki eru „leikmennirnir". Ţeir hafa oft hćfileika í öđrum keppnisgreinum. „Leikmennirnir" eru oft hjátrúarfullir og taka tapi illa og ţegar ţađ gerist er óheppni yfirleitt um ađ kenna. Karpov og Petrosjan tilheyra ţessum flokki.

Í fimmta flokki koma svo „listamennirnir" og í ţeim sjötta „landkönnuđir". Hin „listrćnu tilţrif" mega sín oft lítils gagnvart keppnishörku hinna. Júrí Averbakh, sem er fćddur 1922, setur sig í hóp „landkönnuđa". Hann hefur útsýn yfir alla skáksöguna - ekki ađeins sem öflugur stórmeistari og Sovétmeistari áriđ 1954, heldur einnig sem forseti sovéska skáksambandsins til margra ára, skákdómari, ritstjóri, blađamađur, ađstođarmađur fjögurra heimsmeistara: Botvinniks, Spasskís, Tals og Petrosjans. Stórkostlegur frćđimađur sem skrifađi mikinn bálk um endatöfl. Eitt afbrigđi Kóngsindversku varnarinnar ber nafn hans og um ţađ skrifađi Margeir Pétursson bók sem fékk góđa dóma.

Áhugamönnum um sagnfrćđi skákarinnar ţykir áreiđanlega fengur í ýmsu ţví sem Averbakh ritar um: Heimsmeistarinn Botvinnik óskar eftir leyfi til ađ byggja sumarhús á eftirsóttu svćđi í grennd viđ Moskvu. Neitun berst undirrituđ af Bería, hinum illrćmda innanríkisráđherra. Botvinnik sendir inn ađra beiđni og nú til Stalíns sem undirritar skipun ţess efnis ađ Botvinnik skuli fá skika lands á ţessu svćđi og byggingarefni.

Antwerpen 1955: Averbakh fćr ekki hamiđ 18 ára pilt, Boris Spasskí, sem kominn er til Belgíu til ţess ađ verđa heimsmeistari unglinga. Í viđurvist sendiherra Sovétríkjanna gengur bunan út úr Spasskí um ţađ sem aflaga fer í Sovét. „Yfirfrakki" sem sendur hefur veriđ međ Spasskí til Belgíu og reynist eins og ćvinlega vera KGB-mađur, tilkynnir Averbakh ađ hann muni skila skýrslu um framgöngu Spasskís, sem Averbakh veit ađ ţýđir ćvilanga útskúfun. Averbakh tekst ađ fresta skýrslugjöf og síđar ađ láta máliđ niđur falla. Nokkru síđar teflir Averbakh kostulegt ćfingaeinvígi viđ Botvinnik heimsmeistara en eftir millisvćđamótiđ í Portoroz 1958 gengur hann til liđs viđ undramanninn Tal, Botvinnik til sárrar gremju. Averbakh fjallar um Bobby Fischer, kosningar á FIDE-ţingum, Kortsnoj, einvígi Karpovs og Kasparovs, fall Sovétríkjanna, hégómaskap, svindl, og tortryggni. Júrí Averbakh stendur álengdar sem hinn mikli heiđursmađur og stćkkar ţá skákburđi sem hann kemur nćrri. Og hann kemur „ţurr innan úr rigningunni".

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 18. nóvember 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


Jens Kristiansen heimsmeistari öldunga

IM Jens Krisiansen from DenmarkDanski alţjóđlegi meistarinn Jens Kristiansen (2429) varđ í gćr heimsmeistari öldunga (60+) í skák. Nokkuđ óvćntur sigur ţar Jens var ađeins nr. 9 í stigaröđ keppenda á mótinu ţar sem 11 stórmeistarar voru međal keppenda.

Sigurinn tryggir ekki ađ Kristiansen heimsmeistaratitil heldur fćr hann jafnframt stórmeistaratitil!

Í 2.-3. sćti urđu stórmeistararnir Anatoly Vaisser (2540), Frakklandi, og Evgeny Sveshnikov (2507), Lettlandi.


Jón Árni og Sigurđur ađ tafli í Tékklandi

Félagarnir Jón Árni Halldórsson (2196) og Sigurđur Ingason (1883) hafa setiđ ađ tafli í Tékklandi og tekiđ ţátt í tveimur alţjóđlegum skákmótum.

Fyrst tóku ţeir ţátt í alţjóđlegu móti í Brno 10.-17. nóvember. Jón Árni hlaut 5,5 vinning og endađi í 12.-20. sćti en Sigurđur hlaut 4,5 vinning og endađi í 30.-38. sćti.

Síđar tóku ţeir ţátt í alţjóđlegu skákmóti Pilsen 18.-24. nóvember. Ţar hlaut Jón Árni 4,5 vinning og endađi í 8.-14. sćti en Sigurđur hlaut 3,5 vinning og endađi í 24.-31. sćti.

Prýđisframmistađa hjá Jóni Árna sem gerđi m.a. jafntefli viđ stórmeistarann Mikhaeil Ivanov (2381) í síđara mótinu.

 

Kapptefliđ um Patagóníusteininn: Vignir Vatnar sigurvegari

Vignir Vatnar leggur GunnaGunn  ese.JPGSumir fćđast međ skákbakteríu í blóđinu en ađrir rćkta hana međ sér. Ţeir fyrrnefndu eru mun betur settir ţví ţá fylgir svokallađur X-factor međ í vöggugjöf.  Eins konar snilligáfa sem hćgt er ađ beisla međ góđri ástundun og mikilli vinnu.  Viđ ţekkjum til nokkurra slíkra sem gert hafa garđinn frćgan ţó engin nöfn séu hér nefnd utan okkar manns, Friđriks Ólafssonar.

Kapptefliđ um undrasteininn merkilega úr iđrum jarđar hinum megin á hnettinum hefur nú stađiđ í nokkrar vikur.  Ţetta er í ţriđja sinn sem um grjótiđ gullvćga er teflt. Ţađ var enginn annar en hinn „líttellimóđi  fléttumeistari"  Gunnar Kr. Gunnarsson (79), sem bar sigur í bćđi fyrri skiptin.   Mótin hafa veriđ öllum skákmönnum opin, hvort heldur ţeir vildu taka ţátt í ţeim öllum eđa bara einu og einu,  til ađ spreyta sig og/eđa sýna snilli sína.   Afar góđ ţátttaka hefur veriđ í keppninni og yfir 30 skákkempur á öllum aldri  komiđ ađ taflinu. PATAGÓNÍUSTEINNINN.jpg

Nú hafa veriđ tefld 5 mót af 6 í mótaröđinni alls 55 skákir á mann. Fjögur bestu mót hvers keppanda telja til vinningsstiga, stig ţeirra međ 2 mót eđa minna falla niđur.  Eftir mótiđ nú í vikunni er stađan nú ţessi:

1.      Vignir Vatnar Stefánsson ........ 8 fj 8 8 10 = 34 stig

2.      Guđf. R. Kjartansson ..............(3) 8 6 3 8   = 25  stig

3.      Harvey Georgsson .................  fj 10 10 1   = 21 stig

4.      Össur Kristinsson  ...................  3  5  5 0 8 = 21 stig  

5.      Gunnar Gunnarsson ...............10 fj fj 10 0 = 20 stig    ađrir međ minna.

Af ţessu er ljóst ađ yngsti keppandinn og ungstirniđ undraverđa Vignir Vatnar Stefánsson (9 ára) hefur ţegar tryggt sér sigur í mótaröđunni, enda ţótt eitt skákkvöld sé eftir. Enginn getur tćknilega náđ honum ađ GrandPrix stigum. Vignir sem er nýkominn heim úr erfiđum slag á HM 10 ára og yngri í Slóveníu ţar sem hann stóđ sig afbragđs vel.

Vignir Vatnar.JPGŢađ var gaman ađ fylgjast međ honum ađ tafli í Gallerýinu ţar sem hann lék margan gamlingjans grátt.  Međal annars lagđi hann meistarann sigursćla GunnaGunn,  fyrrv.  Íslandsmeistara í skák ađ velli í veltefldri skák og  gerđi jafntefli viđ sigurvegara mótsins Benedikt Jónasson, fv. TR-meistara, međ yfir 40 ára taflmennsku í meistaraflokki ađ baki.  Hér er mikiđ efni á ferđ sem á skiliđ mikiđ hrós fyrir frammistöđu sína og  óhćtt er ađ óska ţegar til hamingju međ sigurinn.

Ekki verđur annađ sagt en ţetta séu nokkuđ merkileg og jafnframt söguleg úrslit miđađ viđ ţađ mikla skákmannaval sem mćtt hefur til tafls í Gallerýinu undanfarnar vikur. Mörg önnur skemmtileg og sumpart óvenjuleg úrslit urđu í ýmsum öđrum skákum gćrkvöldsins eins og međf. mótstafla hér ađ neđan ber vel međ sér.

2012 GALLERÝ GRJÓTIĐ 5 mót af 6.JPG

ESE-skákţankar 23.11.12

Myndaalbúm (ESE)


Smári vann 15 mínútna mót Gođans

Smári Sigurđsson vann öruggan sigur á 15 mín skákmóti Gođans sem fram fór í gćrkvöld. Smári vann alla sína andstćđinga 7 ađ tölu. Smári vann 15 mín mótiđ í ţriđja sinn í röđ í gćrkvöldi og vann ţvi verđlaunabikarinn til eignar. Var ţetta í fimmta skiptiđ sem Smári vann 15 mín mótiđ og hefur Smári einokađ sigurinn í mótinu fyrir utan eitt skipti ţegar Jakob Sćvar bróđir hans vann ţađ áriđ 2009.

010 

Ţeir feđgar, Jón og Hermann, Smári, Bjarni Jón, Jakob og Hlynur. 

Jakob Sćvar og Hermann Ađalsteinsson urđu jafnir ađ vinningum í öđru sćti, en Jakob hlaut annađ sćtiđ á stigum. Ţeir félagar tefldu saman í lokaumferđinni og endađ sú skák međ jafntefli. 

Hlynur Snćr Viđarsson varđ efstu í flokki 16 ára og yngri međ 3 vinninga. Bjarni Jón kristjánsson varđ í öđru sćti og Jón Ađalsteinn Hermannsson varđ í ţriđja sćti.

Lokastađan:

1.  Smári Sigurđsson                       7  af  7
2.  Jakob Sćvar Sigurđsson           4,5
3.  Hermann Ađalsteinsson              4,5
4.  Sighvatur Karlsson                    4
5-6. Ćvar Ákason                           3
5-6. Hlynur Snćr Viđarsson            3
7-8. Bjarni Jón Kristjánson              2
7-8. Heimir Bessason                      2
9.    Sigurbjörn Ásmundsson           1 
10.  Jón Ađalsteinn Hermannsson  0     

 


Íslandsmót unglingasveita fer fram í dag í Garđaskóla

Íslandsmót unglingasveita verđur haldiđ ţann 24. nóvember nćstkomandi í Garđalundi í Garđabć. (Garđaskóli)

Mótiđ hefst kl. 13 og stendur líklega fram til 17. Umhugsunartími á mann eru 15 mínútur.

Mótiđ er liđakeppni taflfélaga og eru 4 í hverju liđi auk varamanna.

Reglugerđ mótsins má finna međ ţví ađ smella hér. 
http://www.skaksamband.is/?c=webpage&id=249



« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 235
  • Frá upphafi: 8764692

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 139
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband