Leita í fréttum mbl.is

Skákţćttir Morgunblađsins: Á bak viđ tjöldin međ Averbakh

AverbakhSkipta má skákmönnum í sex flokka," skrifar Júrí Averbakh í endurminningum sínum, Center stage and behind the scenes. Í fyrsta flokki nefnir hann „dráparana". Ţetta eru menn á borđ viđ Aljekín, Botvinnik, Kortsnoj og Fischer. Ţađ einkennir ţessa einstaklinga ađ ţeir hafa veriđ afskiptir í ćsku - hafa t.d. alist upp án föđur og virđast haldnir „ödipusarduld".

Í flokki nr. 2 eru „baráttumennirnir". Viđureignin er barátta ţar sem öllu skiptir ađ einbeita sér ađ fullu. Í ţessum flokki eru menn á borđ viđ Lasker, Tal og Kasparov.

Í ţriđja flokki eru „hinir sönnu íţróttamenn". Skákin er keppnisgrein sem lýtur sínum eigin lögmálum. Ţegar leik er lokiđ eru slíkir einstaklingar yfirleitt hversdagsgćfir og prúđir en ţeir gefa ekki ţumlung eftir á „keppnisvellinum". Capablanca, Euwe, Keres, Smyslov og Spasskí tilheyra ţessum flokki.

Í fjórđa flokki eru „leikmennirnir". Ţeir hafa oft hćfileika í öđrum keppnisgreinum. „Leikmennirnir" eru oft hjátrúarfullir og taka tapi illa og ţegar ţađ gerist er óheppni yfirleitt um ađ kenna. Karpov og Petrosjan tilheyra ţessum flokki.

Í fimmta flokki koma svo „listamennirnir" og í ţeim sjötta „landkönnuđir". Hin „listrćnu tilţrif" mega sín oft lítils gagnvart keppnishörku hinna. Júrí Averbakh, sem er fćddur 1922, setur sig í hóp „landkönnuđa". Hann hefur útsýn yfir alla skáksöguna - ekki ađeins sem öflugur stórmeistari og Sovétmeistari áriđ 1954, heldur einnig sem forseti sovéska skáksambandsins til margra ára, skákdómari, ritstjóri, blađamađur, ađstođarmađur fjögurra heimsmeistara: Botvinniks, Spasskís, Tals og Petrosjans. Stórkostlegur frćđimađur sem skrifađi mikinn bálk um endatöfl. Eitt afbrigđi Kóngsindversku varnarinnar ber nafn hans og um ţađ skrifađi Margeir Pétursson bók sem fékk góđa dóma.

Áhugamönnum um sagnfrćđi skákarinnar ţykir áreiđanlega fengur í ýmsu ţví sem Averbakh ritar um: Heimsmeistarinn Botvinnik óskar eftir leyfi til ađ byggja sumarhús á eftirsóttu svćđi í grennd viđ Moskvu. Neitun berst undirrituđ af Bería, hinum illrćmda innanríkisráđherra. Botvinnik sendir inn ađra beiđni og nú til Stalíns sem undirritar skipun ţess efnis ađ Botvinnik skuli fá skika lands á ţessu svćđi og byggingarefni.

Antwerpen 1955: Averbakh fćr ekki hamiđ 18 ára pilt, Boris Spasskí, sem kominn er til Belgíu til ţess ađ verđa heimsmeistari unglinga. Í viđurvist sendiherra Sovétríkjanna gengur bunan út úr Spasskí um ţađ sem aflaga fer í Sovét. „Yfirfrakki" sem sendur hefur veriđ međ Spasskí til Belgíu og reynist eins og ćvinlega vera KGB-mađur, tilkynnir Averbakh ađ hann muni skila skýrslu um framgöngu Spasskís, sem Averbakh veit ađ ţýđir ćvilanga útskúfun. Averbakh tekst ađ fresta skýrslugjöf og síđar ađ láta máliđ niđur falla. Nokkru síđar teflir Averbakh kostulegt ćfingaeinvígi viđ Botvinnik heimsmeistara en eftir millisvćđamótiđ í Portoroz 1958 gengur hann til liđs viđ undramanninn Tal, Botvinnik til sárrar gremju. Averbakh fjallar um Bobby Fischer, kosningar á FIDE-ţingum, Kortsnoj, einvígi Karpovs og Kasparovs, fall Sovétríkjanna, hégómaskap, svindl, og tortryggni. Júrí Averbakh stendur álengdar sem hinn mikli heiđursmađur og stćkkar ţá skákburđi sem hann kemur nćrri. Og hann kemur „ţurr innan úr rigningunni".

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 18. nóvember 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 231
  • Frá upphafi: 8765183

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 134
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband