Leita í fréttum mbl.is

Kapptefliđ um Patagóníusteininn: Vignir Vatnar sigurvegari

Vignir Vatnar leggur GunnaGunn  ese.JPGSumir fćđast međ skákbakteríu í blóđinu en ađrir rćkta hana međ sér. Ţeir fyrrnefndu eru mun betur settir ţví ţá fylgir svokallađur X-factor međ í vöggugjöf.  Eins konar snilligáfa sem hćgt er ađ beisla međ góđri ástundun og mikilli vinnu.  Viđ ţekkjum til nokkurra slíkra sem gert hafa garđinn frćgan ţó engin nöfn séu hér nefnd utan okkar manns, Friđriks Ólafssonar.

Kapptefliđ um undrasteininn merkilega úr iđrum jarđar hinum megin á hnettinum hefur nú stađiđ í nokkrar vikur.  Ţetta er í ţriđja sinn sem um grjótiđ gullvćga er teflt. Ţađ var enginn annar en hinn „líttellimóđi  fléttumeistari"  Gunnar Kr. Gunnarsson (79), sem bar sigur í bćđi fyrri skiptin.   Mótin hafa veriđ öllum skákmönnum opin, hvort heldur ţeir vildu taka ţátt í ţeim öllum eđa bara einu og einu,  til ađ spreyta sig og/eđa sýna snilli sína.   Afar góđ ţátttaka hefur veriđ í keppninni og yfir 30 skákkempur á öllum aldri  komiđ ađ taflinu. PATAGÓNÍUSTEINNINN.jpg

Nú hafa veriđ tefld 5 mót af 6 í mótaröđinni alls 55 skákir á mann. Fjögur bestu mót hvers keppanda telja til vinningsstiga, stig ţeirra međ 2 mót eđa minna falla niđur.  Eftir mótiđ nú í vikunni er stađan nú ţessi:

1.      Vignir Vatnar Stefánsson ........ 8 fj 8 8 10 = 34 stig

2.      Guđf. R. Kjartansson ..............(3) 8 6 3 8   = 25  stig

3.      Harvey Georgsson .................  fj 10 10 1   = 21 stig

4.      Össur Kristinsson  ...................  3  5  5 0 8 = 21 stig  

5.      Gunnar Gunnarsson ...............10 fj fj 10 0 = 20 stig    ađrir međ minna.

Af ţessu er ljóst ađ yngsti keppandinn og ungstirniđ undraverđa Vignir Vatnar Stefánsson (9 ára) hefur ţegar tryggt sér sigur í mótaröđunni, enda ţótt eitt skákkvöld sé eftir. Enginn getur tćknilega náđ honum ađ GrandPrix stigum. Vignir sem er nýkominn heim úr erfiđum slag á HM 10 ára og yngri í Slóveníu ţar sem hann stóđ sig afbragđs vel.

Vignir Vatnar.JPGŢađ var gaman ađ fylgjast međ honum ađ tafli í Gallerýinu ţar sem hann lék margan gamlingjans grátt.  Međal annars lagđi hann meistarann sigursćla GunnaGunn,  fyrrv.  Íslandsmeistara í skák ađ velli í veltefldri skák og  gerđi jafntefli viđ sigurvegara mótsins Benedikt Jónasson, fv. TR-meistara, međ yfir 40 ára taflmennsku í meistaraflokki ađ baki.  Hér er mikiđ efni á ferđ sem á skiliđ mikiđ hrós fyrir frammistöđu sína og  óhćtt er ađ óska ţegar til hamingju međ sigurinn.

Ekki verđur annađ sagt en ţetta séu nokkuđ merkileg og jafnframt söguleg úrslit miđađ viđ ţađ mikla skákmannaval sem mćtt hefur til tafls í Gallerýinu undanfarnar vikur. Mörg önnur skemmtileg og sumpart óvenjuleg úrslit urđu í ýmsum öđrum skákum gćrkvöldsins eins og međf. mótstafla hér ađ neđan ber vel međ sér.

2012 GALLERÝ GRJÓTIĐ 5 mót af 6.JPG

ESE-skákţankar 23.11.12

Myndaalbúm (ESE)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 226
  • Frá upphafi: 8765178

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband