Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2012

Nýtt fréttaskeyti Skákakademíunnar

Fimmta tölublađ af Fréttaskeyti Skákakademíunnar er nú komiđ út.

Segir ţar m.a. annars frá hrađskákeinvígi Jóhanns Hjartarsonar og Hjörvars Steins og skemmtilegum molum af Mikhail Tal.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Einar Hjalti hefur tryggt sér sigur á Skákţingi Garđabćjar ađ einni umferđ ólokinni

Einar Hjalti JenssonEinar Hjalti Jensson (2312) hefur fullt hús ađ lokinni 5. umferđ Skákţings Garđabćjar sem fram fór í gćrkveldi. Ţá vann Kjartan Maack (2132). Kjartan er í 2.-3. sćti ásamt Jóhanni H. Ragnarssyni (2081), sem vann Ţóri Benediktsson (1939). Óskar Víkingur Davíđsson (1000) er efstur í b-flokki međ fullt hús.

Úrslit 5. umferđar í a-flokki, má finna hér og stöđu mótsins má finna hér.

Skák Omars Salama (2277) og Bjarnsteins Ţórssonar (1335) var frestađ fram til ţriđjudags og ţví er pörun sjöttu og síđustu umferđar, sem fram fer á fimmtudagskvöldiđ ekki tilbúin. 

Baráttan um titilinn skákmeistari Garđabćjar stendur á milli Jóhanns, Bjarnsteins og Pál Sigurđssonar. 

Óskar Víkingur Davíđsson (1000) er efstur í b-flokki međ fullt hús.  Bjarni Ţór Guđmundsson (1020) er annar međ 4 vinninga.

B-flokkinn má nálgast á Chess-Results.


Tómas atskákmeistari Akureyrar - ţrefaldur Akureyrarmeistari

Tómas VeigarSigurinn var mjög öruggur, enda lagđi hann alla andstćđinga sína og var međ fullt hús, eđa sjö vinninga af sjö mögulegum. Tómas er augljóslega í góđu formi ţessi misserin, en hann situr nú á ţrem meistaratittlum; Skákmeistari SA, Atskákmeistari Akureyrar og Bikarmeistari SA tvö ár í röđ.

Áskell Örn Kárason endađi í öđru sćti međ sex vinninga af sjö og Hjörleifur „húsvörđur" Halldórsson var ţriđji međ 3,5 vinninga.

 Lokastađan

  • 1. Tómas Veigar Sigurđarson          7 af 7
  • 2. Áskell Örn Kárason                        6
  • 3. Hjörleifur Halldórsson                  3,5
  • 4. Sigurđur Arnarson                          3
  • 5.- 7. Símon Ţórhallson,
             Rúnar Ísleifsson og 
             Sigurđur Eiríksson                       2,5
  • 8. Jón Kristinn Ţorgeirsson              1

Riddarinn: Kapptefliđ um SkákSegliđ heldur áfram

Ingimar Halldórsson ađ tafli.jpgŢriđja umferđ mótarađarinnar um SkákSegliđ var tefld í gćr í hinni skjólgóđu Vonarhöfn ađ baki kirkjuskipsins viđ Suđurgötu í Hafnarfirđi.  Ţar ríkir ćvinlega stilla og andleg ró hvílir yfir vötnunum. Ţó gćtir ţar oft ţungrar undiröldu ef nánar er skyggnst undir yfirborđiđ og inn í dýpstu hugarfylgsni keppenda.  

Enginn er annars bróđir í leik  - nema samvaxnir Síamstvíburar séu, sem ekki er til ađ dreifa hér.  Allir mćttir eru í vígahug og enginn jafnteflishugur í mönnum né eru ţeir spenntir fyrir ţví ađ hlusta á eitthvert innantómt „Lundareykjadalsmálalengingaútúrsnúingaorđagjálfurskjaftćđisţvćluţrćtuţras" um friđarumleitanir milli Ísraels- og Palestínumanna eđa hernađaríhlutun í Sýrlandi.  Menn eru ekki hingađ komnir til  rćđa eilífađarmálin heldur til ađ tefla og gleyma öllum vandamálum heimsins og sínum eigin.  

Stríđsástand ríkir á 64 reitum ţegar Gussi hefur gefiđ tóninn međ ţví ađ klingja mótsbjöllunni til LEWIS BISHOP.jpgmerkis um ţađ ađ búiđ sé ađ para hverja umferđina á fćtur annarri og mönnum sé heimilt ađ leggja upp í herleiđangra til ađ steypa kóngi hvers annars af stóli. Menn taka hann á orđinu og leitast eftir mćtti viđ ađ koma mótherjunum í opna skjöldu og verđa fyrri til ađ finna liđsmönnum sínum vćnlega reiti og  víghreiđur eđa skotbyrgi til ađ verjast árásum.  Skákin er stríđsleikur (a wargame) og ţví undarlegt ađ  sjá biskup ţarna á vígvellinum miđjum, nóg ađ hann vaki yfir átökunum eins og sést á  myndunum.  Á ţví á Páll Jónsson biskup í Skálholti,  (1190-1210) sök og Margrét hin haga, fyrsta nafnkunna myndlistarkona Íslands ef ekki heims, skv. kenningu Guđmundar G. Ţórarinssonar,  um mögulegan íslenskan uppruna hinna fornu sögualdartaflmanna, sem kenndir eru viđ eyjuna Lewis/Ljóđhús.  Sjá: http://leit.is/lewis/  Annars stađar á Norđurlöndum ber ţessi tafllmađur heitiđ „löber"   hlaupari eđa njósnari, sem er miklu eđlilegra heiti ef fariđ er ađ velta ţessu máli  fyrir sér á annađ borđ.

Nú er annađ upp á teningnum en síđast, Einar Ess tapar naumlega fyrir Jóni Ţór. Guđfinnur Err  vinnur alla nema ţá ţrjá efstu.  Ingimar Halldórsson fer fram ađ miklum krafti ţannig ađ sigurvegarar 2ja undanfarandi móta ţeir Sigurđur Herlufsen og Jón Ţ. Ţór mega fara ađ gćta sín.  Ađrir keppendur eiga misjöfnu gengi ađ fagna. Svo fer ađ lokum ađ Ingimar stendur uppi sem sigurvegari međ 10 vinninga af 11 mögulegum, svo ađ ţessir ţrír turnar hafa ţá allir unniđ eitt mót hver.  Ţrjú bestu mót hvers keppenda telja til vinningstiga svo úrslitin í mótaröđinni eru enn óráđin.

Stađan er nú ţannig ađ Jón Ţ. Ţór er međ 10+8+6 =24 stig; Sigurđur međ 3+10+8=21 stig og Ingimar međ 8+3+10= 21 stig.  Ef tekiđ er út lakasta mótiđ hjá ţessum ţremur meisturum  er ţeir allir jafnir međ 18 GrandPrix stig sem ţýđir ađ hver ţeirra  sem vinnur síđasta mótiđ ađ viku liđinni tryggir sér jafnframt sigur í  keppninni um SkákSegliđ 2012.   Gefin eru 10-8-6-5-4-3-2-1 stig fyrir fyrstu 8 sćtin eins og í Formúlu 1, svo ef einhver annar verđur efstur nćst breytir ţađ ađ sjálfsögđu öllu dćminu.   Spennan verđur í algleymingi í lokaumferđinni og ekkert gefiđ eftir, svo mikiđ er víst.  Áfram kristmenn krossmenn.

Ađ öđru leyti vísast til mótstöflunnar hér neđan hvađ önnur úrslit varđar.

 

SkákSegliđ   mótstafla 21.11.12 .jpg

 

ESE - 22.11.12

Myndaalbúm (ESE)


HM kvenna: Og ţá eru eftir fjórar

Dronavalli - Zhao XueFjórđu umferđ Heimsmeistaramóts kvenna lauk í dag. Fjórar skákkonur eru nú eftir. Ţađ er ţćr Antoneta Stefanova, Búlgaríu, Wenjun Ju, Kína, Anna Ushenina, Úkraínu, og indverska Íslandsvinkonan Harika Dronavalli, sem vann Zhao Xue. Ein ţessara fjögurra verđur ţví nýr heimsmeistari kvenna í skák.

Kerfiđ í heimsmeistaeinvígi kvenna er umtalsvert öđruvísi en í opnum flokki ţví ţar er teflt árlega um titilinn. Á sléttum árum tefla 64 skákkonur um titilinn eftir útsláttarfyrirkomulagi og ţar nýtur heimsmeistarinn ekki forgangs. Á oddatölu árum mćtir hins vegar heimsmeistarinn sigurvegara Grand Prix-seríunnar. Ţar sigrađi einmitt Íslandsvinkonan Hou Yifan og ţví er ljóst ađ hún teflir heimsmeistaraeinvígi ađ ári viđ sigurvegarann nú.

Í undanúrslitum mćtast:

  • Antoaneta Stefanova vs Dronavalli Harika
  • Wenjun Ju vs Anna Ushenina  

 

Úrslit 4. umferđar:

      Round 4 Match 01
 Sebag, Marie (FRA)1
 Stefanova, Antoaneta (BUL)3
      Round 4 Match 02
 Ju, Wenjun (CHN)
 Huang, Qian (CHN)
      Round 4 Match 03
 Kosintseva, Nadezhda (RUS)˝
 Ushenina, Anna (UKR)
      Round 4 Match 04
 Zhao, Xue (CHN)
 Harika, Dronavalli (IND)

Allar skákir Vignis á HM ungmenna (leiđrétt skrá)

Vignir vatnarHalldór Grétar Einarsson hefur safnađ saman öllum skákum Vignis Vatnars Stefánssonar frá HM ungmenna sem fram fór í Maribor í Slóveníu fyrir skemmstu.

Vignir stóđ sig ţar vel, hlaut 6 vinninga í 11 skákum ţrátt fyrir ađ hafa teflt upp fyrir sig allt mótiđ.

Skráin međ skákunum hefur veriđ leiđrétt en tvćr villur voru til stađar í fyrri skrá. 

 


Sverrir Örn og Júlíus efstir öđlinga

Hallgerđur og JúlíusSverrir Örn Björnsson (2154) og Júlíus Friđjónsson (2187) eru efstir međ 3˝ vinning ađ lokinni 4. umferđ Vetrarmóts öđlinga sem fram fór í gćrkveldi eftir jafntefli í innbyrđis skák. Mótiđ er afar jafnt en sjö skákmenn koma humátt á eftir ţeim félögum međ 3 vinninga.

Úrslit ţriđju umferđar má finna hér. Stöđu mótsins má finna hér. Röđun 5. umferđar, sem fram fer á miđvikudagskvöld má finna hér.

Atskákmót Skákkklúbbs Icelandair 2012 - sveitakeppni

Ţađ styttist í atskákmót Skákkklúbbs Icelandair 2012 en stefnt er ađ ţví ađ mótiđ fari fram 8. og 9. desember ef nćg ţátttaka nćst.

Ef ekki nást 16 sveitir ţarf ađ aflýsa mótinu og gćti mótiđ dottiđ uppfyrir um ókominn tíma og ţví eru skákáhugamenn sem vilja taka ţátt hvattir til ađ skrá sig.

Skráningu lýkur ađfaranótt laugardagsins 1. desember.

Frekari upplýsingar er hćgt ađ fá međ ţví ađ senda póst á Óskar Long;
ole@icelandair.is


Hérađsmót HSŢ í skák 16 ára og yngri

Miđvikudaginn 28 nóvember verđur hérađsmót HSŢ í skák fyrir 16 ára og yngri haldiđ á veitingastađnum Dalakofanum á Laugum. Mótiđ hefst kl 16:00 og lýkur um kl. 18:00.

Tefldar verđa 7 umferđir eftir monrad-kerfi og verđur umhugsunartíminn 10 mín á keppanda í hverri skák. Mótsgjald er ađeins 500 krónur.

Skákfélagiđ Gođinn-Mátar sér um keppnishaldiđ og verđur öllum keppendum bođiđ á pizza-hlađborđ og gos ađ keppni lokinni í Dalakofanum.

Verđlaun verđa veitt í ţremur flokkum:
8 ára og yngri     (1-3 bekkur)
9-12 ára            (4-7 bekkur)
13-16 ára          (8-10 bekkur)

Vinningahćsti keppandinn hlýtur farandbikar ađ launum og nafnbótina Hérađsmeistari HSŢ í skák 2012!
Sjoppa er á stađnum

Skáning í mótiđ fer fram hjá Hermanni í síma 4643187, 8213187 eđa međ tölvupósti á netfangiđ: Lyngbrekku@simnet.is  (Tilgreina ţarf, nafn, aldur, bekk og félag innan HSŢ)

KR: Jón Ţ. Ţór marđi sigur

Jón Ţ Ţór og Gunni Gunn 1.JPGŢađ er jafnan mikil spenna í lofti ţegar gengiđ er til tafls í KR-heimilinu á mánudagskvöldum. Stjáni formađur kenndur viđ KriSt stendur viđ gluggann og  kallar menn til leiks um leiđ og ţeir eru komnir í sjónfćri á hlađinu, engan tíma má missa svo orrahríđin geti hafist á tilsettum tíma.  Finnbogi situr viđ tölvuna og  skráir  menn snarlega inn á keppendalistann og mótsbjallan glymur.

Fyrr en varir er mótiđ komiđ í algleyming, hratt leikiđ og bariđ á klukkur, eins og SkákOfsi, myndbandiđ á netinu ber međ sér. http://www.youtube.com/watch?v=1rO6f-X4UhQ. Hver umferđin rekur ađra- alls ţrettán skákir.   Sjaldan hefur veriđ svo hart barist og  toppbaráttan veriđ eins tvísýn og nú.  Eins konar kappaslagur í uppsiglingu.   Kannski fá menn nýjan sigurvegara í kvöld líkt og síđast ţegar Sigurđur Áss Grétarsson stal senunni.KR ingar.JPG

Hinn sögufróđi og gamalreyndi skákmađur Jón Ţ. Ţór  er mćttur til tafls ađ nýju. Albúinn til ţess ađ gera nokkurt strandhögg í herbúđum KR-inga gefist ţess kostur. Tapađi naumlega fyrir Gunna Gunn fyrir hálfum mánuđi, hefur síđan veriđ sigursćll í Riddaranum og Gallerýinu.  Ekkert er útilokađ.

Og viti menn ţađ gekk eftir  ţrátt fyrir ađ aldurforsetinn seldi sig dýrt, fylgdi honum eftir eins og skugginn allt mótiđ.  Jón Ţ. Ţór marđi sigur međ minnsta mun - hálfum vinningi.    Stundum vinnast mót á stigum en ţađ er ekki ţađ sama.  Nćstur kom hinn sigursćli Sigurđur Herlufsen međ 10v,  skákmađur sem ber nafn međ rentu.  Gunnar Birgisson, ţétturávelliogţétturílund,  var jafn honum ađ vinningum eftir ađ hafa lagt Guđfinn Err á „kóngsbragđi" , hirt af honum kónginn í lokaumferđinni.  Enn ţađ er eins og fyrri daginn , ekki er spurt ađ vopnaviđskiptum  - ađeins  ađ leikslokum. 

Nánari úrslit skv. međf. mótstöflu og á www.kr.is (skák) / ESE 20.11.12

 

KR 19.11.12 MÓTSTAFLA.JPG

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 227
  • Frá upphafi: 8765179

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 130
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband