Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2012

Einar Hjalti efstur á Skákţingi Garđabćjar

Einar HjaltiÖnnur umferđ Skákţings Garđabćjar fór fram í gćrkveldi.  Einar Hjalti Jensson er efstur međ fullt hús.  Enn eru óvćnt úrslit á mótinu.  Kjartan Maack (2079) vann Omar Salama (2277) og Jón Birgir Einarsson (1658) gerđi jafntefli viđ Pál Sigurđsson (1995).  Jón Birgir er í 2.-3. sćti međ 1˝ vinning ásamt Bjarnsteini Ţórssyni.

Úrslit 2. umferđar má finna hér, stöđu mótsins má finna hér og röđun 3. umferđar sem fram fer á fimmtudagskvöld má finna hér.

Í b-flokki eru Óskar Víkingar Davíđsson, Bjarki Arnaldarson, Kári Georgsson og Bjarni Ţór Guđmundsson efstir međ fullt hús.  Nánari upplýsingar um b-flokkinn má finna á Chess-Results.



Áskell Örn sigrađi á mótaröđunni

Áskell teflir fjöltefli á HúsavíkÍ kvöld fór fram 5. umferđ TM-mótarađarinnar. Ađeins sex keppendur tóku ţátt sem er heldur fćrra en áđur og verđur ađ teljast líklegt ađ veđriđ eigi ţar einhvern hlut ađ máli. Tefld var tvöföld umferđ og úrslit urđu ţau ađ nýkrýndur hrađskákmeistari Skákfélagsins, Áskell Örn Kárason, varđ efstur međ 8,5 vinning. Hann hlaut ˝ vinning úr fyrstu tveimur skákunum og vann síđan átta í röđ.

Smári Ólafsson varđ annar međ 6,5 vinninga og síđan komu ţrír keppendur međ 4 vinninga og einn međ 2 vinninga.

Í heildarkeppninni er talinn besti árangur í öllum mótum nema einu og er stađa ţeirra sem hlotiđ hafa á annan tug vinninga eftirfarandi..

Jón Kristinn Ţorgeirsson

41

Sigurđur Arnarson

 

39,5

Ólafur Kristjánsson

 

31

Sigurđur Eiríksson

 

30,5

Smári Ólafsson

 

28,5

Einar Garđar Hjaltason

23,5

Sveinbjörn Sigurđsson

22

Haki Jóhannesson

 

20,5

Rúnar Ísleifsson

 

19,5

Andri Freyr Björgvinsson

19

Áskell Örn Kárason

 

18,5

Símon Ţórhallsson

 

15,5

Tómas Veigar Sigurđarson

13

Ţór Valtýsson

  

12,5


Heimasíđa SA

Íslandsmótum um helgina frestađ vegna veđurs

Vont veđurÍslandsmótum um skák (20 ára og yngri og 15 ára og yngri) sem áttu ađ fara fram um helgina hefur veriđ báđum veriđ frestađ vegna veđurs ţar sem ljóst er ađ krakkar af landsbyggđinni eiga mjög erfitt um ţátttöku vegna ófćrđar.

Mótin munu fara fram um helgina 9.-11. nóvember og verđur nánara fyrirkomulag mótanna kynnt á mánudag.


Fyrsta fréttaskeyti Skákakademíunnar

Fyrsta fréttaskeyti Skákakademíunnar kemur út í dag en ţví er ćtlađ ađ koma út vikulega á föstudögum.  Međal efnis í ţessu fyrsta tölublađi er:

  • Fjöltefli Stefáns Kristjánssonar í grunnskólum Reykjavíkur
  • Skákskólinn Laugarlćkjaskóli
  • Gíbraltar Masters
  • Skákţraut vikunnar
  • Skákbúđir ađ Úlfljótsvatni
  • Landsbyggđarhorniđ
  • Fjölskylduhorniđ
  • Skólamađur vikunnar: Björn M. Björgvinsson, skólastjóri Laugarlćkjaskóla

Blađiđ fylgir međ sem PDF-viđhengi.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Fjölniskrakkar tefldu í útibúi Íslandsbanka á "ofurviđskiptadegi" bankans

img_9926_1178725.jpgŢađ er alltaf líf og fjör í bönkunum á fyrsta virka degi hvers mánađar. Í útibúi Íslandsbanka viđ Gullinbrú efna starfsmenn til ofurviđskiptadags viđ ţetta tćkifćri. Skákdeild Fjölnis á góđa vini í bankanum međ yfirmenn útibúsins, ţá  Ólaf Ólafsson og Brynjólf Gíslason fremsta í flokki. Ţeir buđu efnilegum skákkrökkum Fjölnis í heimsókn á ofurviđskiptadegi til ađ tefla viđ viđskiptavini bankans.

Ţau Oliver Aron, Jóhann Arnar, Nansý og Vignir Vatnar img_9929_1178726.jpgmćttu til leiks  og má segja ađ ţađ hafi veriđ líf í tuskunum frá kl. 14.00 - 16.00 á međan á heimsókn ţeirra stóđ. Margir viđskiptavinir settust ađ tafli og tefldu viđ meistarana ungu. Ţeir létu í ljós ánćgju međ ţetta framtak Íslandsbanka og hrósuđu krökkunum fyrir góđa taflmennsku. Ađ lokinni heimsókn voru krakkarnir leystir út međ bíómiđum og góđum veitingum. Um leiđ tók Helgi Árnason formađur skákdeildarinnar viđ ţremur nýjum skákklukkum af bestu tegund sem gjöf til skákdeildarinnar frá útibúi Íslandsbanka viđ Gullinbrú.

Skákdeild Fjölnis vill ţakka útibússtjóra Íslandsbanka fyrir bođiđ og ţann stuđning sem útibúiđ hefur sýnt skákdeildinni og skákstarfi Rimaskóla á undanförnum árum.


Skákakademían: Framhaldsskólahópurinn

Íslandsmeistarar Verzló!Stofnađur hefur veriđ hópur um eflingu skákar innan framhaldsskólanna.

Ţađ er stađreynd ađ unglingar draga mjög úr taflmennsku ţegar í framhaldsskóla er komiđ. Framhaldsskólahópurinn hefur ţađ ađ ađalmarkmiđi ađ sá mikli fjöldi nemenda sem teflir í grunnskólum hafi farveg fyrir skákiđkun ţegar í framhaldsskóla er komiđ. Til dćmis er stefnt ađ ţví ađ auka skákvaláfanga í framhaldsskólum og halda mót innan skólanna. Mun hópurinn hafa umsjón međ framkvćmd á Íslandsmóti framhaldsskólasveita - en ţátttaka á ţví móti áriđ 2012 var mun meiri en árin áđur og sýnir ţađ tćkifćrin sem eru fyrir hendi.

Hópinn munu skipa fulltrúi frá Skákakademíunni, nemandi úr tíunda bekk, kennari af unglingastigi grunnskólanna, nemandi í framhaldsskóla og kennari í framhaldsskóla.

Fyrsta hópinn sem mun stýra starfinu veturinn 2012-2013 skipa: Stefán Bergsson frá Skákakademíunni, Donika Kolica formađur nemendaráđs Hólabrekkuskóla, Svavar Viktorsson skákkennari Laugalćkjarskóla, Hjörvar Steinn Grétarsson alţjóđlegur meistari Verzló og Eiríkur Björnsson skákkennari Verzló.

Starfiđ er ţegar hafiđ og hafa veriđ haldin skákmót í MR og Verzló.


Unglingameistaramót Íslands (20 ára og yngri) hefst á morgun

Skáksamband Íslands

Unglingameistaramót Íslands 2012 fer fram í Faxafeni 12, Reykjavík dagana 2.- 3. nóvember nk.  Ţátttökurétt eiga ţeir sem verđa 20 ára á almanaksárinu og yngri.

Sigurvegari á mótinu hlýtur titilinn "Unglingameistari Íslands 2012" og í verđlaun farseđil - ađ hámarki kr. 50.000.-  á skákmót erlendis.  Farseđilinn gildir í eitt ár.

Umferđatafla:             

Föstudagur 2. nóv.:

kl. 20.00                                  4 atskákir


Laugardagur 3. nóv.:

kl. 17.00                                  3 atskákir

Ađ móti loknu verđur verđlaunaafhending og lokahóf.

Tímamörk:                   25 mín + 10 sek. viđbótartími á hvern leik     

Ţátttökugjöld:             kr. 2.000.-

Skráning: http://www.skak.is og skaksamband@skaksamband.is.


Íslandsmót 15 ára og yngri hefst á laugardag

Skákţing Íslands 2012 -  drengja-og telpnameistaramót (15 ára og yngri)

Skákţing Íslands 2012 -   pilta-og stúlknameistaramót (13 ára og yngri)                                                          

Skáksamband ÍslandsKeppni á Skákţingi Íslands 2012 - 15 ára og yngri (fćdd 1997 og síđar) og 13 ára og yngri (fćdd 1999 og síđar) verđur haldiđ í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur  dagana 3. og 4. nóvember nk.  Tefldar verđa 9 umferđir eftir monrad kerfi og er umhugsunartími 20 mín. á skák fyrir keppanda.  Teflt verđur í einum flokki.

Skákstađur: Faxafen 12, Reykjavík

Umferđartaflan:

Laugardagur 3. nóvember      

  • kl. 13.00                      1. umferđ
  • kl. 14.00                      2. umferđ
  • kl. 15.00                      3. umferđ
  • kl. 16.00                      4. umferđ
  • kl. 17.00                      5. umferđ

Sunnudagur 4. nóvember       

  • kl. 11.00                      6. umferđ
  • kl. 12.00                      7. umferđ
  • kl. 13.00                      8. umferđ
  • kl. 14.00                      9. umferđ

                                               

Ţetta eru áćtlađar tímasetningar, en hver ný umferđ hefst ađ ţeirri fyrri lokinni.

Ađ ţví loknu verđlaunaafhending og mótsslit.

Ţátttökugjöld: kr. 1.000.- (hámark kr. 1.500.- fyrir fjölskyldu)

Verđlaun:        Verđlaunabikarar fyrir ţrjú efstu sćtin í hvorum flokki.

Skráning: http://www.skak.is og skaksamband@skaksamband.is.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér


Ný alţjóđleg skákstig, 1. nóvember

Ný alţjóđleg skákstig komu út nú í dag, 1.nóvember.  Jóhann Hjartarson (2592) er sem fyrr stigahćsti skákmađur landsins og nálgast óđfluga 2600-skákstigin á ný.  Guđmundur Dađason (2177), er stigahćsti nýliđi listans Sveinbjörn Jónsson hćkkar mest frá október-listanum (57 stig) og Henrik Danielsen var virkastur íslenskra skákmanna eins og svo oft áđur (22 skákir).

Ritstjóri hefur einfaldađ úttektina hér á Skák.is, og fellt út alla lista.  Í PDF-viđhengi sem fylgir međ fréttinni má finna alla listana.

Viđhengiđ má einnig nálgast hér.

Einnig fylgir međExcel-skrá ţar sem hćgt er ađ nálgast stigalistann fyrir grúskarana.

Excel-viđhengiđ má finna hér.

Virkir íslensk skákmenn

Virkir íslenskir skákmenn teljast nú 272 talsins en voru ađeins 240 í október.  Umtalsverđ breyting sem rekja má fyrst og fremst til íslandsmóts skákfélaga ţar sem sjá mátti marga lítt virka kappa mćta til leiks.  Jóhann Hjartarson (2592) er stigahćstur, Héđinn Steingrímsson (2560) er annar og Helgi Ólafsson (2547) ţriđji.  Margeir Pétursson (2532) kemur inn  í fjórđa sćti eftir ađ hafa talist óvirkur um langt árabil og alţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) er fimmti og fyrir ofan flesta íslensku stórmeistarana á stigum.

Nýliđar

Nýliđar á listanum eru nú fjórir.  Langstigahćstur ţeirra er Guđmundur Dađason (2117).  Nćstur er Unnar Ingvarsson (1898)

Mestu hćkkanir

Sveinbjörn Jónsson hćkkar mest frá október-listanum eđa um 57 stig.  Í nćstu sćtum eru Gauti Páll Jónsson (44) og Dagur Kjartansson (43).

Mesta virkni

Henrik Danielsen var virkastur allra međ 22 skákir reiknađur í október.  Nćstur er Guđmundur Kjartansson međ 19 skákir.

Stigahćstur konur landsins

17 konur eru á listanum nú.  Ekki er búiđ ađ reikna Íslandsmót kvenna sem klárađist í gćr.  Lenka Ptácníková (2287) er sem fyrr langstigahćst en í nćstum sćtum eru Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2041) og Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir (1984), sem kemur inn af óvirka listanum eftir taflmennsku á Íslandsmóti skákfélaga.

Stigahćstu ungmenni landsins

46 ungmenni, 20 ára og yngri, eru á listanum nú.  Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) er sem fyrr langstigahćstur en í nćstum sćtum eru Patrekur Maron Magnússon (2003) og Oliver Aron Jóhannesson (1998).

Stigahćstu öđlingar landsins

35 öđlinga, 60 ára og eldri, eru á listanum nú.  Friđrik Ólafsson (2419) er sem fyrr langstigahćstur en í nćstum sćtum eru Jónast Ţorvaldsson (2286) og Björn Ţorsteinsson (2209).

Reiknuđ mót

  • Íslandsmót skákfélaga (1.-4. deild)
  • Tölvuteksmótiđ - Haustmót TR (a, b og opinn flokkur)
  • Haustmót SA

Stigahćstu skákmenn heims

Magnus Carlsen (2848) er stigahćsti skákmađur heims og vantar ađeins 3 stig til ađ slá stigamet Kasparovs.  Aronian (2815) er annar og Kramnik (2795).  Caruana (2786), sigurvegari N1 Reykjavíkurskákmótsins 2012 er kominn upp í fimmta sćtiđ, er kominn upp fyrir sjálfan heimsmeistarann Anand.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Lenka Íslandsmeistari kvenna

 

076

Stórmeistari kvenna, Lenka Ptácníková, varđ í kvöld Íslandsmeistari kvenna í fjórđa sinn.  Lenka vann Doniku Kolica í lokaumferđinni en á sama tíma varđ helsti keppinautur hennar um titilinn, Tinna Kristín Finnbogadóttir, ađ sćtta sig viđ jafntefli viđ Hrund Hauksdóttur.  Lenka hlaut 6 vinninga en Tinna varđ önnur 5,5 vinning.  Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir sem vann Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur í lokaumferđinn varđ ţriđja međ 5 vinninga.

 

072Ađ loknu móti var lokahóf og verđlaunaafhending mótsins.

Lenka varđ einnig Íslandsmeistari kvenna, 2006, 2009 og 2010 og vann reyndar einu sinni áđur en fékk ţá ekki Íslandsmeistaratitilinn ţví ţađ var áđur en hún varđ íslenskur ríkisborgari.

12 skákkonur tóku ţátt í mótinu.  Skákstjórn var í höndum Davíđs Ólafssonar og Gunnars Björnssonar.

Úrslit 7. umferđar:

  • Hrund Hauksdóttir - Tinna Kristín Finnbogadóttir ˝-˝
  • Donika Kolica - Lenka Ptácníková 0-1
  • Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 1-0
  • Elsa María Kristínardóttir - Svandís Rós Ríkharđsdóttir 1-0
  • Veronika Steinunn Magnúsdóttir - Ásta Sóley Júlíusdóttir 1-0
  • Hildur Berglind Jóhannsdóttir - Nansý Davíđsdóttir 0-1

Lokastađa efstu kvenna:

  • 1. Lenka Ptácníková 6 v.
  • 2. Tinna Kristín Finnbogadóttir 5˝ v.
  • 3. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir 5 v.
  • 4.-7. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Elsa María Kristínardóttir, Hrund Hauksdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir 4 v.
  • 8. Nansý Davíđsdóttir 3˝
  • 9. Donika Kolica 3 v.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 140
  • Frá upphafi: 8778752

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband