Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2012

Skákţáttur Morgunblađsins: Vildi stytta sér leiđ

HTR 2012 R2 20 (Medium)Jón Viktor Gunnarsson vann öruggan sigur á Tölvuteks-mótinu, hinu hefđbundna haustmóti Taflfélags Reykjavíkur, sem lauk í síđustu viku. Hann hlaut 7 ˝ vinning af níu mögulegum og var sigur hans aldrei í hćttu. Jón Viktor hefur lítiđ teflt undanfarin ár en auki hann taflmennsku sína hlýtur hann fyrr eđa síđar ađ banka á dyr hjá landsliđinu. Lenka Ptacnikova varđ í 2. sćti međ 6 ˝ v. og Sćvar Bjarnason varđ í 3. sćti međ 6 vinninga. Sćvar hefur veriđ manna duglegastur viđ ađ taka ţátt í opinberum mótum hér á landi.


Ţar sem enginn efstu manna er félagi í TR hlýtur Dađi HTR 2012 R1 17 (Medium)Ómarsson nafnbótina Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur en hann varđ í 5. sćti, hlaut 4 ˝ vinning af níu mögulegum.

Í b-riđli sigruđu Dagur Ragnarsson og Jón Trausti Harđarason međ 6 ˝ v. af átta mögulegum en félagi ţeirra úr Rímaskóla, Oliver Jóhannesson, kom nćstur međ 6 v. Í c-riđli vann Dawid Kolka međ 7 v. af 9 mögulegum en Hilmir Freyr Heimisson og Bjarnsteinn Ţórsson komu nćstir međ 6 ˝ v.

Dawid KolkaJón Viktor hóf mótiđ af miklum krafti og lagđi ţar grunninn ađ sigri sínum. Hann mćtti Dađa Ómarssyni í 2. umferđ en Dađi, sem er feikilega vel ađ sér í byrjunum, gáđi ekki ađ sér á mikilvćgu augnabliki og Jón Viktor náđi ađ spila út óvćntum leik sem lagđi stöđu Dađa í rúst í einu vetfangi:

Dađi Ómarsson - Jón Viktor Gunnarsson

Frönsk vörn

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 Be7 8. Dd2 O-O 9. dxc5

Ţetta afbrigđi sem kennt er viđ Wilhelm Steinitz nýtur mikilla vinsćlda um ţessar mundir.

9. ... Bxc5 10. O-O-O Da5 11. Bxc5 Rxc5 12. Kb1 Bd7 13. h4 Hfd8 14. Be2 Hac8 15. h5 Be8 16. h6?

Dađi vildi stytta sér leiđ ađ settu marki en leikurinn er afar ónákvćmur. Hann varđ ađ skorđa d-peđiđ og leika 16. Rd4 eđa 16. Rb5 strax.

16. ... d4! 17. Rb5

17. ... d3!

Hvítur er bjargarlaus ţví 18. Dxa5 er einfaldlega svarađ međ 18. ... Rxa5 og vinnur mann.

18. cxd3 Dxb5 19. D4 Da4 20. Hxg7 Re4 21. De1 Rb4 22. a3 Rc3+!

Laglegur lokahnykkur, 23. bxc3 er svarađ međ 23. ... Db3+ og mát í nćsta leik.

Friđrik tefldi á minningarmóti um Bent Larsen

Friđrik Ólafsson varđ í 6. - 17. sćti á minningarmótinu um Bent Larsen sem lauk í Álaborg í Danmörku um síđustu helgi. Nokkrir ađrir öflugir skákmenn af kynslóđ Larsens tóku ţátt auk Friđriks, t.d. Wolfgang Uhlmann. Friđrik varđ í 6. - 17. sćti af 61 keppanda, hlaut 4 ˝ vinning af sjö mögulegum, vann tvćr skákir og gerđi fimm jafntefli. Sigurvegari varđ Jens Kristiansen. Taflmennska Friđriks í sigurskákunum tveimur var ţróttmikil en hann var fullmikill diplómat er hann mćtti minni spámönnunu0m. Markmiđ hans var vitaskuld ađ heiđra minningu Larsens en ţeir Friđrik háđu marga hildi á meira en 50 ára tímabili. Larsen steig sín fyrstu skref í skákinni í Álaborg og Danir minnast hans ávallt međ mikilli virđingu og hlýju.


Jóhanna efst á Íslandsmóti kvenna

Eftir ţrjár umferđir á Íslandsmóti kvenna hefur Jóhanna Björg Jóhannsdóttir náđ forystu međ fullu húsi vinninga. Tinna Kristín Finnbogadóttir kemur nćst međ 2 ˝ vinning og í 3. - 5. sćti eru ţćr Lenka Ptacnikova, Elsa María Kristínardóttir og Nancy Davíđsdóttir međ 2 vinninga. Keppendur eru 12 og tefla sjö umferđir eftir svissneska kerfinu.

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 28. október 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


Hjörvar međ jafntefli gegn Wells

HjörvarAlţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2512) gerđi jafntefli viđ enska stórmeistaranum Peter H. Wells (2488) í 2. umferđ bresku deildakeppninnar sem fram fór í dag.  Hjörvar fékk hálfan vinning í skákum helgarinnar en Hjörvar tefldi á fyrsta borđi fyrir klúbbinn Jutes of Kent.

Á ýmsu gekk á hjá klúbbi Hjörvars.  Í gćr vannst góđur sigur 5,5-2,5 en í dag var stórtap 1-7 fyrir Hvítu rósinni (White Rose).

Bresku deildakeppninni verđur framhaldiđ 12. og 13. janúar nk.

 


Nóvemberskákmótiđ í VIN

VinNóvemberhrađskákmótiđ verđur haldiđ í VIN, Hverfisgötu 47, á morgun mánudag kl. 13.00.

Tefldar verđa sex umferđir og umhugsunartími sjö mínútur á keppenda.

Bođiđ verđur upp á óvćntar uppákomur, heiđursgest, glćsilega vinninga og hiđ margrómađa VINJAR-veisluborđ í hálfleik. Mótstjórn og skákstjórn verđur í höndum Róberts Lagerman,  Allir hjartanlega velkomnir.


Framundan hjá Taflfélagi Reykjavíkur

Taflfélag ReykjavíkurŢegar vetur konungur virđist genginn í garđ er ekki úr vegi ađ líta á hvađ er framundan í mótahaldi félagsins.  Vetrarmót öđlinga er nýhafiđ og fer önnur umferđ fram nćstkomandi miđvikudagskvöld en ađ venju er teflt í húsnćđi T.R. ađ Faxafeni 12 og eru áhorfendur velkomnir.  Heitt á könnunni!

2. og 3. desember fara fram Jólaskákmót T.R. og Skóla- og frístundasviđs, yngri flokkur fyrri daginn og eldri flokkur ţann seinni.  Metţátttaka var í yngri flokki í fyrra ţegar Rimaskóli sigrađi bćđi í opnum flokki og stúlknaflokki. Rimaskóli sigrađi einnig í eldri flokki en sveit Engjaskóla varđ efst stúlknasveita.

27. desember fer fram hiđ árlega jólahrađskákmót félagsins.  Kjöriđ mót til ađ líta á mitt í öllum hátíđleika jólanna.  Ágćtis ţátttaka er gjarnan á jólahrađskákmótinu og í fyrra tóku ţrjátíu skákmenn ţátt.  Nýkrýndur skákmeistari T.R., Dađi Ómarsson, sigrađi međ yfirburđum en hinn ungi og efnilegi Vignir Vatnar Stefánsson varđ annar ásamt Arnaldi Loftssyni.

Kornax mótiđ - Skákţing Reykjavíkur hefst svo á ţrettándanum en mótiđ er ţađ stćrsta í árlegu mótahaldi skákfélaganna og hafa um 70 skákmenn tekiđ ţátt síđustu ár.  Í fyrra urđu fjórir skákmenn efstir og jafnir; Bragi og Björn Ţorfinnssynir, Guđmundur Kjartansson og Ingvar Ţór Jóhannesson.  Svo fór ađ Björn hafđi betur í aukakeppni og er ţví núverandi Skákmeistari Reykjavíkur.  Líkt og undanfarin ár verđur móthald allt hiđ veglegasta og verđlaun glćsileg.

Hrađskákmót T.R. fylgir í kjölfariđ á Skákţinginu ţann 27. janúar en í fyrra urđu Davíđ Kjartansson og Gunnar Freyr Rúnarsson efstir og jafnir.  Davíđ varđ ofar á stigum og er ţví núverandi Hrađskákmeistari Reykjavíkur.

Ţađ er síđan ástćđa fyrir forsvarsmenn fyrirtćkja og stofnanna ađ taka 1. febrúar frá ţví ţá fer fram Skákkeppni vinnustađa.  Félagiđ endurvakti ţessi keppni í fyrra og er um liđakeppni ađ rćđa en nánara fyrirkomulag verđur auglýst síđar.

11. febrúar fer fram Reykjavíkurmót grunnskólasveita sem T.R. og SFS standa ađ.  Sveit Laugalćkjarskóla sigrađi í fyrra eftir spennandi keppni ţar sem ađeins munađi 2,5 vinningi á fjórum efstu sveitunum.  Ţrjátíu sveitir tóku ţátt svo ţađ var mikiđ fjör í Faxafeninu.

Skömmu á eftir eđa 17. febrúar fer fram Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur en mótiđ er jafnframt Stúlknameistarmót Reykjavíkur.  Mótiđ er opiđ börnum og unglingum 15 ára og yngri og er einstaklingskeppni.  Jón Trausti Harđarson er núverandi Unglingameistari og Svandís Rós Ríkharđsdóttir Stúlknameistari.  Líkt og önnur ungmennamót var mótiđ mjög fjölmennt međ á sjötta tug keppenda.

1. og 2. mars tekur T.R. ţátt í síđari hluta Íslandsmóts skákfélaga ţar sem félagiđ er í toppbaráttunni svo ađ miklu verđur ađ keppa.

Ţegar nálgast fer hlýnandi veđur hefst Skákmót öđlinga ţann 13. mars en mótiđ er opiđ öllum fertugum og eldri.  Spurning er hvort fariđ verđi ađ nefna mótiđ „Vormót öđlinga" ţar sem félagiđ hóf nýveriđ ađ halda annađ öđlingamót ađ vetri sem hefur fengiđ góđar viđtökur.  Mótiđ er einkar hentugt ţeim sem eiga erfitt međ ađ tefla oft í viku ţví umferđir fara fram vikulega.  Núverandi Öđlingameistari er Ţorvarđur Fannar Ólafsson.

Síđasta mótiđ á mótaáćtlun félagsins er síđan Hrađskákmót öđlinga sem fylgir í kjölfariđ ţann 8. maí.  Sigurvegari síđasta árs var Tómas Björnsson.

Á vef T.R. má nálgast mótaáćtlunina í heild sinni ásamt myndum frá mótahaldi félagsins.  Einnig eru ţar fluttar fréttir um gang mála ásamt öllum úrslitum og ýmsu öđru.  Fyrirspurnir má senda átaflfelag@taflfelag.is og er ţeim svarađ ađ vörmu spori.  Ađ auki má minna á laugardagsćfingarnar sem ćtlađar eru börnum og unglingum.  Nánari upplýsingar um ćfingarnar má finna hér.


Gallerý Skák: Gunnar og Vignir efstir og bestir

GunniGunn og VignirVatnar .jpgMetţátttaka var í Kappteflinu um Patagóníusteininn á fimmtudagskvöldiđ var í Gallerýinu. Ţetta var 4 mót af 6 í mótaröđinni.  23 kappsfullir keppendur voru mćttir til tafls. Húsfyllir allt ađ ţví svo tefla varđ  „hinumegin" líka, ţ.e. handan gangsins í bakherberginu.

Haft var á orđi ađ sumir ţátttakendurnir brygđu sér annađ slagiđ  „yfir um" og kćmu síđan skćlbrosandi til baka  „ađ handan"  međ vinning  í farteskinu, ekki eftir ađ hafa teflt viđ Páfann, heldur sjálfan KriSt, ţ.e. Kristján Stefánsson, sem sat ţar lengstum. Ađrir nutu ţess betur ađ tefla  „hérnamegin" gangsins eđa grafar og fylgjast međ atganginum á öđrum borđum í „framhjáhlaupi" enda margar fjörugar 10 mínútna atskákir í gangi á öllum borđum og líflegar orđrćđur og  skeytasendingar í bland ţó ţađ sé bannađ.   

Ekki girnast ţó allir keppendur grjótiđ góđa heldur láta sér nćgja ađGALLERÝ SKÁK  1. NÓV. 2012.jpg tefla sér til ánćgju og fyrir fegurđina eins og stundum er sagt. Ţeir skipta ekki skapi ţó stöku vinningar gangi ţeim slysalega úr greipum, láta svokallađa „áfallapersónuleikastreituröskun" eđa tapsćrindi lönd og leiđ, gćta ţess vandlega ađ láta engin merki „skaphambrigđapersónuleikaheilkennis" skjóta upp kollinum ţó ţeir missi drottninguna eđa kóng ţeirra sé kálađ fyrirvaralaust í gjörunninni stöđu. Geđprýđi er ţeirra ađalsmerki og hugsunin um ađ ţađ gangi bara betur nćst er ţeim efst í huga eins og í Valhöll í árdaga.

Hinn ungi skáksnillingur Vignir Vatnar var miđdepill mótsins eins og svo oft áđur. Hann gerđi sér lítiđ fyrir og vann hvern gamalreyndan meistarann á fćtur öđrum eftir ađ hafa lútiđ í gras fyrir  Gunna Gunn í fyrstu umferđ.  Vann hann ţó fyrir ári síđan í ţeirra fyrstu skák.  Ţegar yfir lauk voru ţađ  „Ellin og Ćskan", ţ.e.a.s. aldursforsetinn og ungmenniđ, sem urđu hlutskarpastir, báđir međ 9˝  vinning af 11 mögulegum. Sá eldri reyndist ţó vera örlítiđ hćrri á stigum og fékk ţví tíu GrandPrix prik í kaupbćti en Vignir Vatnar átta, en sá ungi leiđir nú keppnina um grjótiđ.   

Úrslit í skákum ţess stutta er merkileg saga út af fyrir sig en flestir mótherjar hans, margfalt eldri ađ árum, guldu fyrir honum mikiđ afhrođ líkt og Gretti forđum:  Gunni Gunn  0-1; Sigurđur E. 1-0; Óskar Long 1-0; Jón Ţ. Ţór 1-0; Stefán Már 1-0; Baldur Hermanns 1-0; Friđgeir Hólm 1-0; Stefán Baldurs ˝- ˝ ; Guđf. Kjartans 1-0; Páll G. 1-0; Kristinn Johnson 1-0, sem gerir 9 ˝ vinning af 11 mögulegum. Glćsilegur árangur ţađ.

Nánari úrslit má sjá á međf. mótstöflu og myndum og á www.galleryskak.net

 

MÓTSTAFLA.jpg

 

Stađan í Kappteflinu um Patagóníusteininn, eftir 4 mót af sex er nú ţessi:

        (4 bestu mót hvers keppanda telja til vinnings)

1.    Vignir Vatnar Stefánsson ..... 24 stig (3)

2.    Harvey Georgsson ................21 stig (3)

3.    Gunnar Kr. Gunnarsson ....... 20 stig (2)

4.    Guđf. R. Kjartansson............. 19 stig (4)

Hlé verđur gert á mótaröđinni nćstu 2 vikur međan hinn ungi sveinn bregđur sér til Slóveníu til ađ tefla fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramóti ungmenna 10 ára  (12; 14; 16; 18) og yngri. Er honum óskađ velfarnađar í ţeirri hörđu keppni og mikla darrađardansi sem ţar býđur hans.

Eftir sem áđur mćta taflţyrstir skákunnendur grjótharđir til leiks í Gallerýinu, ţó kapptefliđ um  steinninn bíđi, nćstu fimmtudagskvöld kl. 18.  Ţar verđur vafalaust hart tekist á „ef ađ líkum lćtur", eins og Eiríkur grafari fyrir vestan hafđi ađ orđtćki en hjá honum lét allt ađ líkum.

Myndaalbúm 

Pisitill og myndir: Einar S. Einarsson


Hjörvar í beinni frá bresku deildakeppninni

HjörvarAlţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2512), sem teflir á fyrsta borđi fyrir Jutes of Kent, situr nú ađ tafli í bresku deildakeppninni sem fer fram Sunningdale í Englandi.  Í fyrstu umferđ í gćr tapađi hann fyrir alţjóđlega meistaranum Andrew Greet (2438).

Nú situr Hjörvar ađ tefla gegn enska stórmeistaranum Peter H. Wells (2488).  Skákin er í beinni.

 


Dagur međ jafntefli í fyrstu umferđ í Búdapest

Dagur ArngrímssonAlţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson  (2368) gerđi jafntefli viđ danska alţjóđlega meistarann Andreas Skytte Hagen (2418)  í fyrstu umfeđ GM-flokks First Saturday-mótsins í Búdapest sem fram fór gćr.

Sjö skákmenn taka ţátt í GM-flokki og eru međalstigin 2426.  Dagur er nr. 5 í stigaröđ keppenda.

 

 


Atskákmót Reykjavíkur fer fram á mánudag

Atskákmót Reykjavíkur sem jafnframt er atskákmót Hellis fer fram mánudaginn 5. nóvember, ţ.e. viku fyrr en áćtlađ var skv. dagskrá.  Mótiđ fer fram í félagsheimili Hellis, Álfabakka 14a í Mjódd. Tefldar verđa 6 umferđir međ Svissnesku-kerfi og hefur hvor keppandi 15 mínútur á skák. Mótiđ hefst kl. 19:30.

Verđi tveir jafnir í baráttunni um annanhvorn titilinn verđur teflt tveggja skáka hrađskákeinvígi. Verđi jafnt ađ ţví loknu verđur tefldur hrađskákbráđabaniVerđi fleiri en tveir jafnir verđur tefld einföld umferđ, hrađskák. Verđi enn jafnt, ţá bráđabani.  

Núverandi atskákmeistari Reykjavíkur er Einar Hjalti Jensson og atskákmeistari Hellis er Hjörvar Steinn Grétarsson.

Verđlaun:

1. 15.000

2. 7.500 

3. 4.000

 Ţátttökugjöld:

16 ára og eldri: 1000 kr

15 ára og yngri: 500


Vignir Vatnar snýr aftur í TR

Vignir VatnarEftir skamma fjarveru hefur Vignir Vatnar Stefánsson gengiđ aftur í rađir Taflfélags Reykjavíkur ásamt föđur sínum, Stefáni Má Péturssyni.  Félagiđ fagnar endurkomu ţeirra feđga og býđur ţá velkomna í elsta og stćrsta skákfélag landsins en ţess má til gamans geta ađ langa langa afi Vignis, Pétur Zophaníasson, var einn af stofnendum ţess fyrir 112 árum.

Nćst á döfinni hjá Vigni Vatnari er ţátttaka í Heimsmeistaramóti ungmenna sem fer fram í Maribor, Slóveníu, dagana 7.-19. nóvember og verđur spennandi ađ fylgjast međ gengi hans ţar.  Nánari upplýsingar um mótiđ má finna hér.


Hilmir Freyr unglingameistari Hellis

062Hilmir Freyr Heimisson sigrađi á unglingameistaramóti Hellis sem lauk sl. ţriđjudag og er ţar međ unglingameistari Hellis 2012. Hilmir fékk 6 v í sjö skákum og tryggđi sér sigurinn í mótinu međ ţví ađ vinna Jakob Alexander í lokaumferđinni međan helsti keppinauturinn í mótinu Heimir Páll tapađi fyrir Felix.

Hilmir lenti í smá vandrćđum fyrri keppnisdaginn ţegar allar skákir hans einkenndust af ţungri og langri stöđubaráttu sem tóku mikinn tíma ţannig ađ hann var alltaf annađ hvort síđastur eđa međ ţeim síđustu ađ klára. Ţessar skákir tóku mikla orku ţannig ađ ţađ var í raun vel gert hjá honum ađ sleppa međ ađ tapa bara einni skák í fyrri hlutanum á móti Heimi í fjórđu umferđ. 033

Í seinni hlutanum tefldi Hilmir Freyr af öryggi og vann allar skákirnar og landađi sigrinum af öryggi. Í öđru sćti varđ Svandís Rós Ríkharđsdóttir međ 5,5v og 25 stig. Svandís tefldi vel í ţessu móti og vann ýmsa góđa skákmenn í mótinu og stöđvađi m.a. sigurgöngu Heimis í 6 umferđ, ţegar fátt virtist geta stoppađ hann eftir tvo sigra gegn stigahćstu mönnum mótsins ţeim Hilmi Frey og Vigni Vatnari.

Ţriđji var Felix Steinţórsson međ 5,5v og 24 stig. Eftir tap í annari umferđ og jafntefli í ţeirri ţriđju virtist Felix ekki líklegur til afreka en Monrad vindurinn bar hann skjótt upp og međ góđum sigri í lokaumferđinni náđi hann ţriđja sćtinu. Hildur Berglind Jóhannsdóttir varđ stúlknameistari Hellis.

Lokastađan:

  • 1.   Hilmir Freyr Heimisson                     6v/7
  • 2.   Svandís Rós Ríkharđsdóttir              5,5v     (25)
  • 3.   Felix Steinţórsson                           5,5v     (24)
  • 4.   Heimir Páll Ragnarsson                    5v 
  • 5.   Vignir Vatnar Stefánsson                 4,5v
  • 6.   Mikael Kravchuk                               4,5v
  • 7.   Jakob Alexander Petersen               4v
  • 8.   Óskar Víkingur Davíđsson                4v
  • 9.   Jón Otti Sigurjónsson                      4v
  • 10. Sindri Snćr Kristófersson                4v
  • 11. Hildur Berglind Jóhannsdóttir           3v
  • 12. Jóhann Arnar Finnsson                    3v
  • 13. Sigurđur Kjartansson                       3v
  • 14. Brynjar Haraldsson                         3v
  • 15. Birgir Ívarsson                                3v
  • 16. Alec Sigurđarson                              3v
  • 17. Pétur Ari Pétursson                         2v
  • 18. Halldór Atli Kristjánsson                  1,5v
  • 19. Kristófer Stefánsson                       1,5v
  • 20. Ţorsteinn Magnússon                      1v 
  • 21. Kjartan Helgi Guđmundsson            1v

Myndaalbúm (VÓV)


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 135
  • Frá upphafi: 8778747

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband