Leita í fréttum mbl.is

Lenka Íslandsmeistari kvenna

 

076

Stórmeistari kvenna, Lenka Ptácníková, varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í fjórða sinn.  Lenka vann Doniku Kolica í lokaumferðinni en á sama tíma varð helsti keppinautur hennar um titilinn, Tinna Kristín Finnbogadóttir, að sætta sig við jafntefli við Hrund Hauksdóttur.  Lenka hlaut 6 vinninga en Tinna varð önnur 5,5 vinning.  Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir sem vann Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur í lokaumferðinn varð þriðja með 5 vinninga.

 

072Að loknu móti var lokahóf og verðlaunaafhending mótsins.

Lenka varð einnig Íslandsmeistari kvenna, 2006, 2009 og 2010 og vann reyndar einu sinni áður en fékk þá ekki Íslandsmeistaratitilinn því það var áður en hún varð íslenskur ríkisborgari.

12 skákkonur tóku þátt í mótinu.  Skákstjórn var í höndum Davíðs Ólafssonar og Gunnars Björnssonar.

Úrslit 7. umferðar:

  • Hrund Hauksdóttir - Tinna Kristín Finnbogadóttir ½-½
  • Donika Kolica - Lenka Ptácníková 0-1
  • Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 1-0
  • Elsa María Kristínardóttir - Svandís Rós Ríkharðsdóttir 1-0
  • Veronika Steinunn Magnúsdóttir - Ásta Sóley Júlíusdóttir 1-0
  • Hildur Berglind Jóhannsdóttir - Nansý Davíðsdóttir 0-1

Lokastaða efstu kvenna:

  • 1. Lenka Ptácníková 6 v.
  • 2. Tinna Kristín Finnbogadóttir 5½ v.
  • 3. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir 5 v.
  • 4.-7. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Elsa María Kristínardóttir, Hrund Hauksdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir 4 v.
  • 8. Nansý Davíðsdóttir 3½
  • 9. Donika Kolica 3 v.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 240
  • Frá upphafi: 8765157

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 140
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband