Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2012

Mćnd Geyms fer fram um nćstu helgi

Mćnd GeymsMćnd Geyms fer fram dagana 3. og 4. febrúar. Keppt er í tveggja manna liđum í brids, skák, kotru (backgammon) og póker.

Keppni hefst föstudaginn 3. febrúar klukkan 18:00 í Bridssambandi Íslands, Síđumúla 37.

Dagskrá:
  • Föstudagur 4. febrúar: 18:00-21:30 Brids - tvímenningur.
  • Föstudagur 4. febrúar: 21:30-23:00 Kotra - umferđir 1-2.
  • Laugardagur 5. febrúar: 13:00-13:30 Kotra - umferđ 3.
  • Laugardagur 5. febrúar: 14:00-16:00 Skák.
  • Laugardagur 5. febrúar: 16:30-17:30 Kotra - umferđir 4-5.
  • Laugardagur 5. febrúar: 19:00-22:00 Póker.

Látiđ ţađ ekki aftra ykkur frá ţátttöku ţótt eitthvađ vanti upp á eina grein.  Brids er jú bara kani međ grandi og kotra er flókna útgáfan af slönguspilinu.

Meistarar 2010/2011 eru Jón Baldursson og Sigurđur Sverrisson.

Keppnisgjald er 3.500 krónur á mann ef greitt er fyrir 3. febrúar inn á reikning Kotrufélagsins 1101-05-761538, kt. 470509-2280. Annars er gjaldiđ 4.500 krónur. Af hverju ţátttökugjaldi fara 3.000 krónur í verđlaunafé. Nánar á kotra.blog.is.

Guđmundur vann gođsögnina Korchnoi - skákin fylgir međ

 

Guđmundur Gíslason

Guđmundur Gíslason (2332) gerđi sér lítiđ fyrir og vann gođsögnina Viktor Korchnoi (2558) í sjöttu umferđ alţjóđlega mótsins í Gíbraltar sem fram fór í dag.  Skákin fylgir međ fréttinni.  Halldór Grétar Einarsson skýrir hana svo á Skákhorninu.  Guđmundur hefur 4 vinninga og er í 21.-59. sćti.  Guđmundur heldur áfram ađ mćta gođsögnun ţví á morgun teflir hann viđ ţýska stórmeistarann Artur Jussupow (2569).   


Átta skákmenn eru efstir međ 5 vinninga.  Ţeirra á međal má nefna Short (2677), Adams (2734) og Mamedyarov (2747).

Alls taka 256 skákmenn ţátt í ţessa sterka móti frá 58 löndum.  Ţar af eru 56 stórmeistarar og 11 ţeirra međ međ meira en 2700 skákstig.


Skákţáttur Morgunblađsins: Hagnýtar afsakanir

Sverrir Örn og Hjörvar Steinn„Ţađ er sálfrćđilega afar erfitt ađ tefla viđ mann í náttbuxum međ jarđarberjamunstri og ég átti ţví undir högg ađ sćkja frá byrjun!" Hćgt er ađ vera sammála ţessum ummćlum Björns Ţorfinnssonar um klćđnađ hr. Cox sem Björn tefldi viđ í ensku deildarkeppninni um síđustu helgi. En hér er komiđ nýjasta blómiđ í fjölbreyttri flóru afsakana og útskýringa íslenskra skákmanna og toppar sennilega orđ sem féllu eftir viđureign mikilla meistara á helgarmóti í Borgarnesi sumariđ 1980: „Ţú tefldir svo illa ađ ég gat ekki einbeitt mér."

Björn, sem freistar ţess ađ verja Reykjavíkurmeistaratitil sinn frá ţví í fyrra, teflir samhliđa á sterku meistaramóti Gođans. Ţeir eru báđir í fararbroddi á Skákţingi Reykjavíkur en eftir fimmtu umferđ er stađa efstu manna ţessi:

1.-3. Guđmundur Kjartansson, Bragi Ţorfinnsson og Sverrir Örn Björnsson 4˝ v. 4.-7. Hjörvar Steinn Grétarsson, Ingvar Ţ. Jóhannesson, Björn Ţorfinnsson og Ólafur Gísli Jónsson 4 v.

Mesta athygli hefur vakiđ frammistađa Sverris Arnar Björnssonar sem gerđi sér lítiđ fyrir og vann stigahćsta keppandann, Hjörvar Stein, međ tilţrifum í fjórđu umferđ:

Sverrir Örn Björnsson - Hjörvar Steinn Grétarsson

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. cxd5 exd5 5. Bg5 Bb4 6. e3 Rbd7 7. Rf3 c5 8. Be2

Algengara er 8. Bd3 eđa 8. dxc5. Nú er best ađ leika 8.... Da5 sem hótar 9.... Re4.

8.... h6(?) 9. Bxf6 Rxf6 10. O-O Bxc3 11. bxc3 c4 12. Re5!

Svartur hefur ekki mikil gagnfćri á drottningarvćngnum og erfitt mćta međ ađ mćta áćtlun um peđaframrás á kóngsvćng.

12.... 0-0 13. Dc2 Dc7 14. f4 b6 15. Bf3 Bb7 16. g4 Hae8 17. Dg2 Dd6 18. h4

Nái hvítur ađ leika 19. g5 verđur tćplega viđ neitt ráđiđ. Hjörvar grípur ţví í „neyđarhemilinn" .

18.... g5!? 19. hxg5 hxg5 20. Dh2 Rh7 21. Kf2

Sverrir taldi ađ međ hliđsjón af framhaldinu hefđi veriđ nákvćmara ađ leika 21 Kg2. Ţađ kann vel ađ vera en mistök hans koma ţó fyrst og fremst i nćsta leik.

21.... f6 22. Hh1?? Dc7??

Báđir leika illa af sér. Hvítur varđ ađ leika 22. Rg6 međ frábćrum fćrum og hér missti Hjörvar af 22.... De7! Eftir 23. Rg6 Dxe3+ 24. Kg3 gxf4 +25. Rxf4 Hf7 er svartur sloppinn. Kannski er best ađ leika 23. Dxh7+!? Dxh7 24. Hxh7 Kxh7 25. Rxc4 međ allgóđum fćrum fyrir skiptamun.

23. Rg6 Hf7 24. Bd1!

Nú getur hvítur byggt upp sóknina í mestu rólegheitum.

24.... Bc8 25. Ba4 Bd7 26. Bc2 Be6 27. Dh5 Hd8 28. fxg5 fxg5+ 29. Ke2 Hg7 30. Re5 De7 31. Haf1 Hc8 32. Dh6 Hc7 33. Kd2 b5 34. Rg6 Dd6

gnpoiqhu.jpg35. Hf8+!

Laglegur lokahnykkur.

35.... Rxf8 36. Dh8+ Kf7 37. Hf1+

- og svartur gafst upp.

Magnús og Aronjan efstir í Wijk aan Zee

Á janúar-stigalista FIDE hefur Magnús Carlsen (2.835) náđ 30 stiga forskoti á nćsta mann og minna yfirburđir hans helst á ţá tíma ţegar Kasparov var upp á sitt besta.

Á skákhátíđinni í Wijk aan Zee í Hollandi, sem nú stendur yfir, vann Norđmađurinn Lev Aronjan 3. umferđ stórmótsins en Armeninn hefur unniđ ađrar skákir. Efstu menn:

1.-2. Carlsen og Aronjan 3 v. (af 4). 3.-4. Caruana og Radjabbov 2˝ v.

14 stórmeistarar tefla í A-flokki mótsins.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 22. janúar 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


Davíđ og Gunnar Freyr efstir á Hrađskákmóti Reykjavíkur

Davíđ KjartanssonDavíđ Kjartansson og Gunnar Freyr Rúnarsson urđu efstir og jafnir á Hrađskákmóti Reykjavíkur sem fram fór í dag.  Davíđ telst hrađskákmeistari Reykjavíkur, ţar sem hann hafđi betur gegn félaga sínum í Víkingaklúbbnum eftir stigaútreikning.  Dagur Ragnarsson varđ ţriđji.  37 keppendur tóku ţátt.
  •  1-2  Davíđ Kjartansson,                           10.5     44.0  61.0   46.5
  •       Gunnar Freyr Rúnarsson,                      10.5     38.5  51.0   42.5
  •   3   Dagur Ragnarsson,                            10       42.5  57.0   44.0
  •  4-6  Oliver Aron Jóhannesson,                     9.5      44.5  60.0   39.0
  •       Ögmundur Kristinsson,                        9.5      43.5  60.5   43.0
  •       Örn Leó Jóhannsson,                          9.5      41.0  56.0   38.5
  •  7-9  Stefán Bergsson,                             9        47.0  64.5   44.0
  •       Jóhann Ingvason,                             9        41.5  56.5   39.0
  •       Andri Áss Grétarsson,                        9        41.0  56.5   35.0
  • 10-12 Mikael Jóhann Karlsson,                      8.5      40.0  56.0   35.5
  •       Arnaldur Loftsson,                           8.5      36.5  51.5   31.5
  •       Dagur Kjartansson,                           8.5      33.0  44.0   28.5
  • 13-16 Jóhanna Björg Jóhannsd.,                     8        40.0  57.5   34.0
  •       Kristján Örn Elíasson,                       8        39.5  54.0   34.0
  •       Jón Trausti Harđarson,                       8        37.0  52.0   33.5
  •       Elsa María Kristínardóttir,                  8        34.0  45.5   37.0
  •  17   Jón Úlfljótsson,                             7.5      36.5  50.5   31.0
  • 18-20 Leifur Ţorsteinsson,                         7        35.5  50.0   27.0
  •       Jon Olav Fievelstad,                         7        34.0  47.5   25.0
  •       Veronika Steinunn Magnúsd.,                  7        32.5  42.5   25.0
  • 21-28 Birgir Berndsen,                             6.5      38.0  53.5   32.5
  •       Hermann Ragnarsson,                          6.5      37.0  52.5   26.0
  •       Gauti Páll Jónsson,                          6.5      34.5  49.0   20.5
  •       Gunnar Nikulásson,                           6.5      34.0  47.0   25.0
  •       Óskar Long Einarsson,                        6.5      33.5  45.5   20.0
  •       Kristófer Ómarsson,                          6.5      33.0  46.5   26.5
  •       Sveinbjörn Jónsson,                          6.5      32.5  44.0   23.0
  •       Kjartan Másson,                              6.5      27.0  38.5   20.0
  •  29   Donika Kolica,                               6        35.5  47.0   21.0
  • 30-31 Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir,                5.5      33.5  47.0   23.0
  •       Hilmir Hrafnsson,                            5.5      27.5  37.5   16.0
  • 32-34 Nansý Davíđsdóttir,                          5        33.5  46.5   24.5
  •       Kristófer H. Kjartansson,                    5        30.0  42.0   14.0
  •       Bjarki Arnaldarson,                          5        27.5  36.0   14.0
  •  35   Arnar Ingi Njarđarson,                       4.5      29.0  36.5   19.5
  •  36   Ísak Logi Einarsson,                         3        33.5  48.0   17.0
  •  37   Pétur Jóhannesson,                           2        31.5  44.0    8.0

Aronian sigurvegarinn í Sjávarvík - Caruana í 2.-4. sćti

Aronian í KazanAronian (2805) sigrađi á Tata Steel-mótinu sem lauk í Wijk aan Zee (Sjávarvík) í Hollandi í dag.  Öllum skákum dagsins lauk međ jafntefli nema ađ Reykjavíkurmótskeppandinn, Caruana (2836) vann áskorendannn Gelfand (2739) og Kamsky (2732) vann Topalov (2770), sem var heillum horfinn á mótinu.  Caruana varđ í 2.-4. sćti ásamt Carlsen (2835) og Radjabov (2773) og á eftir ađ hćkka töluvert á heimslistanum áđur en hann teflir hér í Reykjavík í mars.

Lokastađan:

1.Aronian, L.9
2.Carlsen, M.
Caruana, F.
Radjabov, T.
8
5.Ivanchuk, V.
Nakamura, H.
7.Kamsky, G.7
8.Karjakin, S.
9.Van Wely, L.
10.Gashimov, V.
Gelfand, B.
Topalov, V.
5
13.Giri, A.
Navara, D.


Lokastađa efstu manna í b-flokki:

 

1.Harikrishna, P.9
2.Bruzon, L.
Motylev, A.
4.L'Ami, E.
Tiviakov, S.
8
6.Nyzhnik, I.
Reinderman, D.


Lokastađa efstu manna í c-flokki:

1.Turov, M.10˝
2.Tikkanen, H.10
3.Adhiban, B.
Brandenburg, D.
  
   
   
   

 

 



Sóley Lind sigrađi á Krakkaskákmóti TG

P1264949Íslenski skákdagurinn var haldinn hátíđlegur í Garđabć og er hann haldinn nú í fyrsta skipti á afmćlisdegi fyrsta stórmeistara Íslendinga. Friđrik Ólafssonar sem nú fagnar 77 ár afmćli sínu.

Ţađ voru 16 krakkar sem tóku ţátt í mótinu og Sóley Lind Pálsdóttir TG sigrađi örugglega međ 5 vinninga af 5 mögulegum. Međ 4 vinninga kom svo Burkni Björnsson Haukum en Hann sigrađi hinn 8 ára gamla Bjarka Arnaldarson í hreinni úrslitaskák um annađ sćtiđ.

Efstu sćti í eldri flokk.

  1. Sóley Lind Pálsdóttir TG 5 vinningar.
  2. Kári Georgsson TG 3 vinningar.
  3. Helgi Snćr Agnarsson TG 3 vinningar.

Efstu sćti í yngri flokk

  1. Burkni Björnsson Haukar 4 vinningar.
  2. Brynjar Bjarkason Haukar 3,5 vinningur.
  3. Fannar Ingi Grétarsson 3,5 vinningur.

Einnig var teflt í Sjálandsskóla í Garđabć.  Í frétt á heimasíđu skólans segir m.a.:

Sigurvegarar voru Bjarki Páll í 10.bekk (1.sćti), Stefán Örn í 10.bekk (2.sćti) og Einar Hrafn í 9.bekk (3.sćti)

Myndir frá skákmótinu

 


Hrađskákmót Reykjavíkur fer fram í dag

Hrađskákmót Reykjavíkur verđur haldiđ í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur Faxafeni 12, sunnudaginn 29. janúar kl. 14.

Tefldar verđa 2x7 umferđir eftir Sviss-Perfect kerfi. Umhugsunartími verđur 5 mínútur á skák.

Ţátttökugjald er kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Ţrenn verđlaun í bođi.

Eftir Hrađskákmótiđ fer fram verđlaunaafhending fyrir  KORNAX mótiđ 2012 - Skákţing Reykjavíkur.

Núverandi hrađskákmeistari er Hjörvar Steinn Grétarsson.


Guđmundur vann í dag - mćtir Korchnoi á morgun

Guđmundur GíslaGuđmundur Gíslason (2332) vann Svisslendinginn Camille De Seroux (2076) í fimmtu umferđ Gíbraltar-mótsins sem fram fór í dag.  Guđmundur hefur nú 3 vinninga.  Á morgun mćtir hann sjálfri gođsögninni Victor Korchnoi (2558).

Efstir međ 4,5 vinning eru stórmeistararnir Michael Adams (2724), Englandi, Krishnan Sasikirian (2700) og G N Gopal (2566), Indlandi, og Nana Dzagnidze (2535), Georgíu.

Alls taka 256 skákmenn ţátt í ţessa sterka móti frá 58 löndum.  Ţar af eru 56 stórmeistarar og 11 ţeirra međ međ meira en 2700 skákstig.

 

 


Skákgleđi í Grímsey: Myndir

Skákgleđi í GrímseyMyndagallerí frá Skákdeginum í Grímsey 2012! Smelliđ hér.


Skákdeginum fagnađ í Grímsey

13Hrafn Jökulsson skrifar:

Skákdeginum var fagnađ í Grímsey, skákeyjunni sögufrćgu á heimskautsbaug. Dagurinn var lagđur undir skák í grunnskólanum, en ţar eru ţrettán börn viđ nám. Um kvöldiđ var svo efnt til fjölteflis ţar sem leikgleđin var allsráđandi. Framvegis verđur líka hćgt ađ tefla í Grímseyjarferjunni Sćfara og sundlauginni í Grímsey, sem fengu taflsett ađ gjöf í tilefni dagsins.

1aaŢađ voru forréttindi ađ heimsćkja Grímseyinga á ţessum merkisdegi, enda skipar Grímsey merkan sess, jafnt í skáksögunni sem íslensku samfélagi nútímans. Ţar búa nú milli 60 og 70 manns. Sjávarútvegur er undirstađa byggđarinnar, og eru Grímseyingar ađ fornu og nýju ţekktir sjósóknarar.

Willard FiskeWillard Fiske (1831-1904) hinn mikli velgjörđarmađur Íslendinga fékk sérstakan áhuga á Grímsey, ţegar honum barst til eyrna ađ ţar vćru annálađir skákmeistarar. Fiske sendi forláta taflsett á hvert heimili í Grímsey, og lét mörgum öđrum gjöfum rigna yfir eyjarskeggja, ekki síst myndabókum sem gáfu fólkinu á heimskautsbaug innsýn í lífiđ í öđrum sveitum jarđarinnar.

Allt voru ţetta ţó smámunir hjá ţeim 12 ţúsund dollurum, sem Fiske ánafnađi Grímseyingum í erfđaskrá sinni og mćlti svo fyrir um ađ skóli yrđi reistur í eyjunni. Fćđingardagur Willards Fiske, 11. nóvember, er ţjóđhátíđardagur Grímseyinga sem jafnan fagna deginum međ veislu og viđhöfn.

Á Skákdaginn 2012 iđađi grunnskólinn af skáklífi. Áhuginn var ósvikinn hjá krökkunum, sem sýndu góđa takta eftir nokkrar kennslustundir. Ţađ var teflt af hjartans lyst og auk ţess efnt til skákmyndakeppni.

Um kvöldiđ var svo fjöltefli ţar sem međal annars var notađ marmaraborđ sem Willard Fiske sendi Grímseyingum.

Viđ upphaf fjölteflisins var rifjađ upp helgarskákmót sem Jóhann Ţórir Jónsson, sá mikli skákfrömuđur, hélt í Grímsey sumariđ 1981. Ţar sigrađi Friđrik Ólafsson, en hann var ţá forseti FIDE, alţjóđa skáksambandsins. Međal annarra keppenda voru Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Jóhann Hjartarson, Guđmundur Sigurjónsson og Ásmundur Ásgeirsson -- sannarlega stórmót!

11aRúmlega tuttugu keppendur voru í fjölteflinu, auk áhorfenda á öllum aldri. Brćla var á miđum, og hinir harđsnúnu sjómenn mćttu galvaskir til leiks. Í hópnum voru margir sleipir skákmenn, og mikill áhugi á ađ koma á reglulegum skákćfingum.

Ég mćli međ heimsókn til Grímseyjar: Ţar eru heimkynni gestrisninnar, og náttúrunni verđur varla međ orđum lýst. Ţađ er upplifun ađ heimsćkja útvörđ Íslands í norđrinu.

Og sem fyrr sagđi: Nú er hćgt ađ tefla í heita pottinum í Grímsey!


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 41
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 208
  • Frá upphafi: 8764053

Annađ

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 169
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband