Leita í fréttum mbl.is

Skákdeginum fagnađ í Grímsey

13Hrafn Jökulsson skrifar:

Skákdeginum var fagnađ í Grímsey, skákeyjunni sögufrćgu á heimskautsbaug. Dagurinn var lagđur undir skák í grunnskólanum, en ţar eru ţrettán börn viđ nám. Um kvöldiđ var svo efnt til fjölteflis ţar sem leikgleđin var allsráđandi. Framvegis verđur líka hćgt ađ tefla í Grímseyjarferjunni Sćfara og sundlauginni í Grímsey, sem fengu taflsett ađ gjöf í tilefni dagsins.

1aaŢađ voru forréttindi ađ heimsćkja Grímseyinga á ţessum merkisdegi, enda skipar Grímsey merkan sess, jafnt í skáksögunni sem íslensku samfélagi nútímans. Ţar búa nú milli 60 og 70 manns. Sjávarútvegur er undirstađa byggđarinnar, og eru Grímseyingar ađ fornu og nýju ţekktir sjósóknarar.

Willard FiskeWillard Fiske (1831-1904) hinn mikli velgjörđarmađur Íslendinga fékk sérstakan áhuga á Grímsey, ţegar honum barst til eyrna ađ ţar vćru annálađir skákmeistarar. Fiske sendi forláta taflsett á hvert heimili í Grímsey, og lét mörgum öđrum gjöfum rigna yfir eyjarskeggja, ekki síst myndabókum sem gáfu fólkinu á heimskautsbaug innsýn í lífiđ í öđrum sveitum jarđarinnar.

Allt voru ţetta ţó smámunir hjá ţeim 12 ţúsund dollurum, sem Fiske ánafnađi Grímseyingum í erfđaskrá sinni og mćlti svo fyrir um ađ skóli yrđi reistur í eyjunni. Fćđingardagur Willards Fiske, 11. nóvember, er ţjóđhátíđardagur Grímseyinga sem jafnan fagna deginum međ veislu og viđhöfn.

Á Skákdaginn 2012 iđađi grunnskólinn af skáklífi. Áhuginn var ósvikinn hjá krökkunum, sem sýndu góđa takta eftir nokkrar kennslustundir. Ţađ var teflt af hjartans lyst og auk ţess efnt til skákmyndakeppni.

Um kvöldiđ var svo fjöltefli ţar sem međal annars var notađ marmaraborđ sem Willard Fiske sendi Grímseyingum.

Viđ upphaf fjölteflisins var rifjađ upp helgarskákmót sem Jóhann Ţórir Jónsson, sá mikli skákfrömuđur, hélt í Grímsey sumariđ 1981. Ţar sigrađi Friđrik Ólafsson, en hann var ţá forseti FIDE, alţjóđa skáksambandsins. Međal annarra keppenda voru Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Jóhann Hjartarson, Guđmundur Sigurjónsson og Ásmundur Ásgeirsson -- sannarlega stórmót!

11aRúmlega tuttugu keppendur voru í fjölteflinu, auk áhorfenda á öllum aldri. Brćla var á miđum, og hinir harđsnúnu sjómenn mćttu galvaskir til leiks. Í hópnum voru margir sleipir skákmenn, og mikill áhugi á ađ koma á reglulegum skákćfingum.

Ég mćli međ heimsókn til Grímseyjar: Ţar eru heimkynni gestrisninnar, og náttúrunni verđur varla međ orđum lýst. Ţađ er upplifun ađ heimsćkja útvörđ Íslands í norđrinu.

Og sem fyrr sagđi: Nú er hćgt ađ tefla í heita pottinum í Grímsey!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 20
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 222
  • Frá upphafi: 8764996

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 165
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband